Listen

Description

Í þessum 12. þætti berst talið að systkinasamböndum. Hvernig getum við búið barn undir komu systkinis og staðið með því í gegnum hegðunarerfiðleika við þau umskipti? Og ólumst við sjálf upp í hlutverkum sem við báðum aldrei um og erum jafnvel að endurtaka leikinn með okkar eigin börn? Það getur loks verið eldfimt ástand þegar systkini rífast og slást og foreldrarnir vita ekki sitt rjúkandi ráð. Allt þetta og fleira til bar á góma.

Þær sem mættu í hljóðver að þessu sinni úr hópi Meðvitaðra foreldra voru Eva Rún Guðmundsdóttir, Guðrún Birna le Sage, Kristín Björg Viggósdóttir, Svava Margrét Sigurðardóttir og upptökum stjórnaði Guðrún Inga Torfadóttir.

Bókin Siblings Without Rivalry eftir Adele Faber og Elaine Mazlish var m.a. grundvöllur umræðnanna en einnig spurningar sem bárust á Instagram reikningi Meðvitaðra foreldra. En svo var farið að sjálfsögðu yfir eigin reynslusögur og vitnað í m.a. Judy Dunn auk auðvitað okkar eigin Kristínu Maríellu sem er óstöðvandi uppspretta innblásturs í þessum efnum sem öðrum.

Þá sendu þær Sigrún Yrja Klörudóttir og Pálína Ósk Hraundal jafnframt inn frásagnir sínar hvað varðar leik og útiveru og að setja upp leiksvæði og verkefni fyrir börnin þeirra. Þær eru annars vegar í Osló og hins vegar á Reyðarfirði og áttu því ekki heimangengt til okkar en spá í leik og útiveru alla daga og eru hafsjór af ýmsum fróðleik þessu tengdu.