Listen

Description

Í þessum fjórtánda þætti náði Guðrún Inga Torfadóttir tali af Tom Hobson sem staddur var á Íslandi til að taka þátt í ráðstefnunni Play Iceland á dögunum. Hann gaf sér góðan tíma til að setjast niður og ræða í upptöku um hversu mikið hann dáist að íslenskum leikskólum og leikskólabörnum. Þá ræddi hann um leikskólann sem hann starfar í og sér um að reka ásamt foreldrum barnanna sem ganga í skólann og hvernig börnin setja sér reglur sjálf, fá að reyna á sig í áhættusömum leik og hvaða hlutverki hann gegnir sem eini launaði leikskólakennarinn í skólanum. Þá kom hann inn á skoðun sína um menntun leikskólakennara og þátttöku foreldra í leikskólastarfi, stefnurnar sem hann hefur fengið innblástur úr í sínu starfi sem leikskólakennari, áhrif hróss og afskipta fullorðinna af leik barna, lestrarkennslu, sjónvarpsáhorf og skjánotkun og ýmislegt fleira.
Þátturinn er á ensku.