Listen

Description

Guðrún Birna le Sage og Kristín Björg Viggósdóttir fóru askvaðandi ásamt Ófeigi, ungum syni Kristínar, niður í Iðnó þar sem fram fór einn metnaðarfullra dagskrárliða Play Iceland ráðstefnunnar. Þar tóku þær einn skipuleggjenda ráðstefnunnar tali, Bryndísi Hreiðarsdóttur, til að fræðast stuttlega um þessa ráðstefnu sem haldin var í sjöunda eða áttunda sinn á dögunum.
Þá ræddu þær við Kim Jones sem mætt var á ráðstefnuna í fyrsta sinn frá Bretlandi. Hún er hjúkrunarfræðingur að mennt en hefur í 30 ár unnið með börnum á ýmsum vettvangi en opnaði nýlega ungbarnaleikskóla (Homestead Nursery) eftir að hafa menntað sig í heilaþroska barna og fengið ástríðu fyrir málefninu; að hlúa að börnum fyrstu þrjú æviárin þeirra með sem bestum hætti til að koma í veg fyrir alvarleg vandamál síðar á lífsleiðinni.