Uppeldi, sérstaklega fyrstu árin, krefst afskaplega mikilla fórna. Foreldrar lenda á vegg reglulega og takast á við svefnleysi og fábrotna, langa daga. Foreldrar þurfa að upplifa gleði og nóg af henni. Góðu fréttirnar eru þær að bestu leiðirnar til þess að upplifa vellíðan eru góðar fyrir börnin líka. Við ræddum þetta efni í þættinum og deildum okkar sögum og ráðum því tengdu, með þeirri von að þær gagnist þér og þínum einnig.