Við ræðum í þættinum um útiveru með börnunum og áhættuleik barna. Áskoranir fyrir okkur foreldra felast í hvoru tveggja, að koma sér út fyrir hússins dyr sem og að leyfa börnum að spreyta sig í hárri hæð, miklum hraða o.s.frv. Ef við getum endurhugsað hvernig við sjáum náttúruna og sett hana inn í daglegt líf okkar, mun líf okkar batna. Rannsóknir sýna að börn verja færri stundum úti við en okkar kynslóð gerði, og áhersla vestrænna samfélaga á að draga úr áhættu á leikvöllum hefur jafnframt þau áhrif að skerða leikgleði barna.
Þátttakendur: Elsa Borg Sveinsdóttir, Eva Rún Guðmundsdóttir, Guðrún Birna le Sage, Guðrún Björnsdóttir, Kristín Björg Viggósdóttir, Perla Hafdórsdóttir, Svava Margrét Sigurðardóttir og loks Guðrún Inga Torfadóttir sem stýrði umræðum.
Í þættinum var m.a. vísað í eftirfarandi:
Teacher Tom, teachertomsblog.blogspot.com.
Jen Lumanlan, Your Parenting Mojo.
Dr. Screen-Free Mom: "These Photos Explain why People in London Spend More Time at More Natural Playgrounds," af screenfreeparenting.com
Jon Young: http://jonyoung.org/
Scott D. Sampson, How To Raise A Wild Child
Ellen Beate Hansen Sandseter
Pálína Ósk Hraundal