Nú er nýtt leikskólaár um það bil að hefjast og mörg börn að fara að stíga sín fyrstu skref í leikskóla, önnur að færast um deildir, nýir kennarar að taka við og ekki síst eru foreldrar sumir hverjir að sleppa taki af börnum sínum í fyrsta sinn.
Við fengum til okkar góða gesti sem allar starfa á leikskólum og hafa mislangan starfsaldur og reynslu. Þær eru þó allar sammála um að virðingarrík uppeldisnálgun á sannarlega heima í leikskólum og getur nýst afar vel til fyllingar við aðrar stefnur og jafnvel til endurskoðunar á fyrra verklagi.
Viðmælendur:
- Anna Bára Sævarsdóttir
- Kolbrún Lára Kjartansdóttir
- Sigurlaug Elín Þórhallsdóttir
- Perla Hafþórsdóttir
Upptökum stjórnaði Guðrún Inga Torfadóttir