Lordpusswhip fyrir áhugasama hlustendur þarf enga kynningu.
Þessi tekno títan hefur spilað víða um heiminn og unnið með risafyrirtækjum eins og Adidas.
Í þættinum förum við yfir nýja plötu sem Lordpusswhip er að gefa út og sögur frá tónlistarsenunni í Berlín og Los Angeles.
Við tölum einnig um samsæriskenningar þar sem Lordpusswhip er sérstakur áhugamaður um CIA, MKUltra og kenningar sem tengja stofnanirnar við tónlistar senuna á hippa árunum.
Spennið á ykkur beltin og smellið á ykkur álpappírs höttunum því þessi þáttur fer út um allt!