Hafið þið ekki öll lesið einhverja bók sem þið lokið með bros á vör, sól í hjarta, syngjandi englakór og endurnýjaðri trú á mannkynið? Við teljum það siðferðislega skyldu okkar á þessum tíma ársins að létta borgarbúum lund – og fengum þar góða aðstoð fylgjenda okkar á Facebook! Hér setjast þau Ingi, Esther og Guðrún og spjalla um svörin sem bárust í föstudagsstuði Borgarbókasafnsins þann 4. janúar 2019. Spurt var: Hvaða bók myndir þú ávísa til þess að létta lund og bæta geð?