Bókaflóðið er að skella á okkur en það er engin ástæða til að örvænta - Björgunarhringurinn er innan seilingar!
Guðrún Baldvinsdóttir og Sunna Dís Másdóttir fara hratt yfir sögu og gera flóðbókum og öðrum bókum skil í Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins.
Í fyrsta þætti er fjallað um:
Sálumessa e. Gerði Kristnýju
Múmínálfarnir (Litlu álfarnir og flóðið mikla; Halastjarnan; Pípuhattur galdrakarlsins) e. Tove Jansson
Orlando e. Virginíu Woolf
Heimför e. Yaa Gyasi
og sömuleiðis minnst á:
Ör e. Auði Övu Ólafsdóttur
Begynnelser e. Carl Frode Tiller (til á bókasafni Norræna hússins)
Jeg har ennå ikke sett verden e. Roskva Koritzinsky (til á bókasafni Norræna hússins)
Velsignelser e. Caroline Albertine Minor (til á bókasafni Norræna hússins)