Listen

Description

Bíðið þið jafn spennt eftir Bókatíðindum og við? Merkið þið við bækurnar sem þið viljið helst finna í pökkunum undir trénu? Eða eruð þið að velta því fyrir ykkur hvaða bók þið ættuð að gefa krökkunum í kringum ykkur?

Í Jólabarnabókaspjallinu heyrum við beint frá lestrarhestum á aldrinum 8-11 ára sem hafa tekið að sér að lesa jólabækurnar fyrir Borgarbókasafnið, sem og barnabókavörðum safnsins.

Í þættinum koma fram:

Dagur Thors
Högni Halldórsson
Steinunn Margrét Herbertsdóttir
Hrafnhildur Oddgeirsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
Guðrún Baldvinsdóttir
Rut Ragnarsdóttir

Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Þitt eigið ævintýri eftir Ævar Þór Benediktsson
Amma Best eftir Gunnar Helgason
Er ekki allt í lagi með þig eftir Elísu Jóhannsdóttur
Galdra-Dísa eftir Gunnar Theodór Eggertsson
Litla skrímslið og Stóra skrímslið - Skrímsli í vanda eftir Áslaugu Jónsdóttur, Rakel Helmsdal og Kalle Güettler
Ég lærði ekki heima af því að... eftir Davide Cali og Benjamin Chaud
Mig langar svo í krakkakjöt eftir Sylviane Donnio og Dorothée de Monfreid

Hljóðmaður: Ingi Þórisson