Við fengum tvo lestrarhesta til viðbótar í heimsókn í hlaðvarpið um daginn og Sunna spjallaði við þær um bækurnar sem þær völdu sér fyrir jól. Við röbbum líka um jólagjafabækur, laumulestur á kvöldin og dagbækur.
Tobba, verkefnastjóri barnastarfs, leit líka í heimsókn og spjallaði um bækur skrifaðar í dagbókarstíl, Önnu Frank og krúsípúsí fuglasteikur, meðal annars.
Í þættinum koma fram:
Lilja Karen Sigurðardóttir
Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir
Sunna Dís Másdóttir
Þorbjörg Karlsdóttir
Spjallað er um eftirfarandi bækur:
Kvöldsögur fyrir uppreisnagjarnar stelpur e. Elenu Favilli og Francescu Cavallo
Dagbók Kidda klaufa: furðulegt ferðalag e. Jeff Kinney
Dagbók drápskattar e. Önnu Fine
Dagbók Ólafíu Arndísar e. Kristjönu Friðbjörnsdóttur
Á puttanum með pabba e. Kolbrúnu Önnu Björnsdóttur
Dagbók prinsessu e. Meg Cabot
Ég sakna þín e. Peter Pohl og Kinnu Gieth
Peð á plánetunni Jörð e. Olgu Guðrúnu Árnadóttur
Doddi - Bók sannleikans! e. Þórdísi Gísladóttur og Hildi Knútsdóttur
Hljóðmaður: Ingi Þórisson