podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Þjoðmal
Shows
Þjóðmál
#356 – Aukaþáttur – Þjóðmál á ársfundi SA
Við sóttum ársfund Samtaka atvinnulífsins (SA) sem haldinn var í dag og förum yfir allt það helsta í sérstökum aukaþætti Þjóðmála. Rætt er við Jón Ólaf Halldórsson, formann SA, Andrés Magnússon, fulltrúa ritstjóra á Morgunblaðinu, Boga Nils Bogason, forstjóra Icelandair, og Helgu Árnadóttur, framkvæmdastjóra hjá Bláa lóninu.
2025-10-03
38 min
Þjóðmál
#338 – Hún er loksins komin – Upplestur á aðgerðaráætlun stjórnvalda í menntamálum
Guðmundir Ingi Kristinsson birti í upphafi þessa mánaðar 2. aðgerðaráætlun stjórnvalda í menntamálum. Menn hafa beðið lengi eftir þessari aðgerðaráætlun og því er hér um að ræða mikið mikinn áfanga. Í aðgerðaráætluninni er meðal annars lögð áhersla á að styðja við grænfánaverkefni Landverndar í skólum landsins, auka áherslu á sjálfbærni og loftslagsmál og tryggja að námsumhverfi styðji við farsælt nám og vellíðan svo nefnd séu nokkur atriði. Þjóðmál leggur áherslu á góða þjónustu við hlustendur, sem er í raun þjóðin öll, og því fengum...
2025-07-28
54 min
Lestin
Þjóðmál í Lestinni
Gísli Freyr Valdórsson er stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmál. Þar fer fram hispurlaus umræða um stjórnmál, efnahagsmál og menningu. Þátturinn hóf göngu sína í mars 2021, eftir ár af Covid, en áður en Þjóðmál varð hlapvarpsþáttur þá var það tímarit. Hvers vegna að breyta tímariti í hlaðvarp? Og hvers vegna eru engir viðmælendur af vinstri vængnum?
2025-05-19
55 min
Lestin
Þjóðmál í Lestinni
Gísli Freyr Valdórsson er stjórnandi hlaðvarpsins Þjóðmál. Þar fer fram hispurlaus umræða um stjórnmál, efnahagsmál og menningu. Þátturinn hóf göngu sína í mars 2021, eftir ár af Covid, en áður en Þjóðmál varð hlapvarpsþáttur þá var það tímarit. Hvers vegna að breyta tímariti í hlaðvarp? Og hvers vegna eru engir viðmælendur af vinstri vængnum?
2025-05-19
55 min
Þjóðmál
#285 – Við erum komnir til að sjá og hirða (peningana frá) Sigurjón digra
Hörður Ægisson og Örn Arnarson ræða um titring í Húsi atvinnulífsins vegna gagnrýni á kjarasamninga, það hvernig íslenska vinnumarkaðsmódelið heftir samkeppnishæfni og lífskjör í landinu, furðulegan fréttaflutning Ríkisútvarpsins um umsvif sjávarútvegsfyrirtækja í atvinnulífinu – sem eru sáralítil þegar nánar er að gáð, um þá miklu styrki sem Flokkur Ingu Sælands hefur fengið án þess þó að vera stjórnmálaflokkur, um samstarf Vís og Íslandsbanka og frekari þreifingar á fjármálamarkaði, væntanlega vaxtaákvörðun Seðlabankans og fleira. Þá er einnig fjallað um nýja könnun sem Þjóðmál lét framkvæma um af
2025-01-24
1h 16
Þjóðmál
#269 – Fjórir dagar í kosningar en línur óskýrar
Björn Brynjólfur Björnsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, og Hermann Nökkvi Gunnarsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fara yfir stöðuna þegar fjórir dagar eru í kosningar. Rætt er um það sem helst skiptir máli, það sem ekki hefur verið fjallað um í aðdraganda kosninga, hvort eitthvað hafi komið á óvart, skoðanakannanir og fleira. Við tökum einnig snúning á kosningaprófi Viðskiptaráðs sem yfir 10.000 manns hafa tekið þátt í, hvaða málefni brenna helst á fólki og hver ekki. Þá er tilkynnt um kosningazone Þjóðmála, en Þjóðmál mun ásamt öðrum vera í beinni útsendingu á kosninganótt o...
2024-11-26
1h 02
Þjóðmál
#268 – Hamingjusamir sneru þeir af Hátíðarkvöldi Þjóðmála
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson mæta glaðir í bragði eftir Hátíðarkvöld Þjóðmála. Við ræðum um þau verðlaun sem Þjóðmál veitti aðilum úr atvinnulífinu og helstu rökum á bakvið þau. Þá er einnig fjallað um stýrivaxtalækkun Seðlabankans í vikunni, stöðuna í aðdraganda kosninga, umræðuna um evrópusambandsaðild og margt fleira.
2024-11-22
1h 02
Þjóðmál
#261 – Helgarvaktin undirbúin – Könnun um afstöðu til Dags
Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson ræða um allt það helsta á vettvangi stjórnmálanna, hvernig fylgi flokka er að þróast, hvernig kosningabaráttan er háð, deilur innan Samfylkingarinnar, hvaða áhrif niðurstöður kosninga hafa á fjármál stjórnmálaflokkanna og margt fleira. Þá er greint frá nýrri könnun sem unnin var fyrir Þjóðmál, þar sem spurt var um afstöðu fólks til þess að Dagur B. Eggertsson, fv. borgarstjóri, tæki sæti ofarlega á lista Samfylkingarinnar.
2024-11-01
58 min
Þjóðmál
#240 – Gjöf til þjóðarinnar – Annar maraþonþáttur Þjóðmála á Uppi bar
Annað árið í röð hlaða Þjóðmál í um fjögurra klukkustunda þátt fyrir þá sem hlaupa maraþon – og alla aðra sem vilja alvöru umræðu og upplýsingar um stöðu mála. Það færðum Þjóðmálastofuna á Uppi bar af þessu tilefni, þar sem margir gestir litu við. Gestir þáttarins eru; Sigurjón Ernir Sturluson, ofurhlaupari og framkvæmdastjóri Ultraform, Bjarney Anna Bjarnadóttir, fjárfestatengill hjá Íslandsbanka, Þórður Pálsson, yfirmaður fjárfestinga hjá Sjóvá, Heiðar Guðjónsson fjárfestir, Andrea Sigurðardóttir, viðskiptablaðamaður á Morgunblaðsins, Hermann Guðmundsson, forstjóri og eigandi Kemi...
2024-08-23
3h 51
Þjóðmál
#221 – Í beinni frá Helsinki – Kosningavaka Þjóðmála undirbúin
Þjóðmál ferðast til Finnlands og sækir viðburð þar sem tilkynnt er um nýja Michelin staði á Norðurlöndunum. Í þætti dagsins fara þeir Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson yfir það helsta úr ferðinni en þá er stiklað á stóru í innlendum málefnum, s.s. hlutafjárútboði Íslandshótela, ákvörðun Hagkaups um að selja áfengi í netverslun og umræðuna sem sú ákvörðun hefur skapað, komandi forsetakosningar, hvalveiðar og margt fleira. Þá er rétt að upplýsa að Þjóðmál munu standa fyrir kosningavöku í Gamla kvennaskólanum við Austurvöll á laugardags
2024-05-28
50 min
Þjóðmál
#203 – Hugmyndir breyta heiminum – Þjóðmál á Iðnþingi - Aukaþáttur
Hlaðvarpi Þjóðmála er annt um raunhagkerfið og var því að sjálfsögðu statt á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins, sem nú fagna 30 ára afmæli. Rætt er við Sigurð Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, og Sigríði Mogensen, sviðsstjóra iðnaðar- og hugverkasviðs, og Hörð Ægisson, ritstjóra Innherja og yfirgreinanda Þjóðmála. Þá er einnig rætt við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um erindi sem hún hélt á þinginu.
2024-03-09
35 min
Þjóðmál
#176 – Hátíðarkvöld Þjóðmála gert upp ásamt öllu hinu
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson gera upp Hátíðarkvöld Þjóðmála sem haldið var á degi íslenskrar tungu í síðustu viku, þær viðurkenningar sem Þjóðmál veittu og margt fleira sem snýr að þessu vel heppnaða kvöldi. Þá er rætt um stöðuna í Eyri Invest sem hefur áhrif á stöðu Marel, hlutabréfakaup forstjóra, komandi stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans, stöðuna í Grindavík og margt fleira.
2023-11-20
1h 14
Þjóðmál
#164 – Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn? – Upptaka af fundi með FVH
Félag viðskipta- og hagfræðinga, í samstarfi við Þjóðmál, stóð fyrir hádegisfundi þann 4. október sem ber yfirskriftina Er fasteignamarkaðurinn kominn út í stýrivaxtahorn. Á fundingum var rætt um nýja stýrivaxtaákvörðun Seðlabanka Íslands, sem var birt fyrr um morguninn, og hvaða áhrif stefna Seðlabankans hefur á fasteignamarkaðinn og efnahaginn. Gestir fundarins voru þau Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri Peningastefnunefndar Seðlabankans, Konráð S. Guðjónsson, aðalhagfræðingur Arion Banka, og Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins. Gísli Freyr Valdórsson, fréttastjóri viðskipta á Morg
2023-10-05
1h 05
Þjóðmál
#87 – Það sem ekki má ræða og verkefnin sem stjórnmálin ráða ekki við – Þarf að fara fram covid-uppgjör?
Andrés Magnússon og Sigríður Á. Andersen fara yfir allt það helsta, hvort tilefni sé til að hefja umræðu um svonefnd Evrópumál, hvaða áhrif stríðið í Úkraínu mun hafa hér heima sem erlendis, hvort að viðskiptaþvinganir eigi rétt á sér, um hvaða burði við höfum til að taka á móti flóttamönnum og hvort að stjórnmálamenn ráði við flókin verkefni. Þá er rætt um það hvort að rétt sé að skoða og gera upp aðgerðir stjórnvalda í covid-faraldrinum og hvaða áhrif slíkt uppgjör á að hafa.
2022-09-03
1h 07
Þjóðmál
#86 – Hvað gerir Evrópa þegar henni verður kalt? – Björn Bjarnason fyrir yfir stöðu mála erlendis og hér heima
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, ræðir um stöðu mála í Úkraínu, hvaða afleiðingar átökin þar geta haft á stjórnmál í Evrópu og víðar, hvort að ríki vesturlanda séu að standa með úkraínsku þjóðinni í raun og veru, um viðskipti vestrænna ríkja við Rússland og fleira. Þá er rætt um vandræðagang meirihlutans í Reykjavík, skort á erlendum fjárfestingum á Íslandi og tilgangslausar ríkisstofnanir.
2022-08-26
1h 03
Þjóðmál
#85 – Krýning Kristrúnar – Er pláss fyrir pólitík í stjórnmálum? – Einar tekur boltann en ekki hitann
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson ræða um framboð Kristrúnar Frostadóttur til formanns Samfylkingarinnar, stöðu flokksins og hvar hann ætlar að staðsetja sig í íslenskum stjórnmálum. Einnig er einnig rætt um stöðu annarra flokka og hvort að það séu leiðtogakrísur framundan, klúður meirihlutans í Reykjavík við úthlutun leikskólaplássa, það hvort að borgarstjóri sé búinn að missa salinn og hlutverk Einars Þorsteinssonar. Loks er rætt um styrjaldarástandið sem ríkir innan verkalýðshreyfingarinnar og hvort – og þá hvaða – áhrif það mun hafa á kjaraviðræður.
2022-08-20
1h 33
Þjóðmál
#84 – Kampavín og kjarasamningar – Skemmdarverk Samkeppniseftirlitsins – Hver ræður hverju innan Seðlabankans?
Stefán Einar Stefánsson og Hörður Ægisson ræða um brotthvarf forseta ASÍ og átök innan verkalýðshreyfingarinnar, áhrif þess á komandi kjaraviðræður, áhrif byltingarinnar á liðsmenn hennar og fleira þessu tengt. Þá er rætt um sölu Símans á Mílu og þann skaða sem Samkeppniseftirlitið hefur valdið í því máli. Loks er rætt um möguleika Seðlabankans til að takast á við verðbólgu og efnahagsaðstæður – en ekki síst um stöðu Ásgeirs Jónssonar innan Seðlabankans, þann mannskap sem hann hefur sér til aðstoðar og hvernig til hefur tekist með sameiningu Seðlabank
2022-08-11
1h 20
Þjóðmál
#83 – Titringur á samfélagsmiðlum með Brynjari Níelssyni
Brynjar Níelsson, varaþingmaður og aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, ræðir um það helsta í pólitískri umræðu í dag, af hverju hann nennir að pirra vinstrið með pistlum sínum á samfélagsmiðlum, hvort og þá hvaða árangur það hefur og margt fleira.
2022-08-04
51 min
Þjóðmál
#82 – Brekkusöngur kapítalismans með Hannesi Hólmsteini
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor mætir í gott spjall í aðdraganda verslunarmannahelgarinnar. Í þættinum er meðal annars rætt um það hvort að hið frjálsa markaðshagkerfi hafi í raun sigrað eftir að ráðstjórnarríkin hrundu og hvort kapítalisminn sé ríkjandi sigurvegari. Þá er rætt um það hvort að hugsuðir og hugmyndafræðingar séu enn til, um baráttu hugmynda, popúlisma, slaufunarmenningu og vælugang, afleiðingar af of háum sköttum og margt fleira.
2022-07-28
1h 04
Þjóðmál
#81 – Undir ægivaldi Samkeppniseftirlitsins – Eru tilnefninganefndir óþarfar?
Viðskiptablaðamennirnir Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir allt það helsta sem er að gerast í viðskiptalífinu; kaup Ardian á Mílu, tafir Samkeppniseftirlitsins á því máli og fleirum, valdabaráttu í Festi og hlutverk tilnefninganefnda, nýjar skráningar á markaði, verðbólguhorfur, það hvort að aðgerðir Seðlabankans séu að virka eða ekki og margt fleira.
2022-07-12
1h 29
Þjóðmál
#80 – Tjáningarfrelsið sett á bálköstinn?
Arnar Þór Jónsson, lögmaður og varaþingmaður, fjallar um tjáningarfrelsi og þjóðfélagsumræðu, hver má segja hvað, hvenær og hvernig – og hver ekki. Þá er rætt um hvaða afleiðingar það hefur ef að dómstóll götunnar tekur sér aukið vald á kostnað réttarríkisins, hvort að opinberar stofnanir og embættismenn hafi gengið of langt gagnvart almenningi og fyrirtækjum og hvort það samfélaginu sé stjórnað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum eða öðrum kerfisþáttum.
2022-06-30
1h 07
Þjóðmál
#79 – Hver er Jordan Peterson og hvað hefur hann að segja?
Gunnlaugur Jónsson fjallar um kanadíska sálfræðinginn Jordan Peterson, sem kemur í annað sinn til Íslands og flytur fyrirlestur í Háskólabíó á laugardaginn. Peterson hefur vakið athygli víða um heim og bækur hans hafa verið metsölubækur. En hver er þessi maður, hvað hefur hann að segja og af hverju sækja svo margir, þá sérstaklega karlmenn, í það að hlusta á hann? Þessum spurningum og fleiri til er svarað í þættinum, einnig er farið fyrir muninn á eitraðri karlmennsku og því að sýna krafta sína, hvort réttara sé að fylgja hópnum eða standa með sjálfum sér og margt fleira.
2022-06-23
52 min
Þjóðmál
#78 – Hvað er að gerast í hagkerfinu? – Þegar Kína hnerrar fær Evrópa kvef
Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um stöðu mála í hagkerfinu, af hverju hlutabréfaverð er að lækka, hvað sé að valda aukinni verðbólgu, áhrif stríðsins í Úkraínu á hagkerfi bæði hér heima og erlendis, hvort við séum að fara inn í kreppuástand og fleira til. Þá er einnig rætt um nýlegt útboð Ölgerðarinnar og Nova og það hvernig mismunandi aðferðir við útboðin geta haft áhrif á trúverðugleika hlutabréfamarkaðarins.
2022-06-16
56 min
Þjóðmál
#77 – Ekki pláss fyrir tvær drottningar í sömu höll – Er Einar Þorsteinsson íslenska útgáfan af Obama?
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson ræða um myndun nýs meirihluta í Reykjavík, það hvort að Dagur B. Eggertsson hafi snúið sér út úr erfiðri stöðu og hvort hann eigi erindi í formannsstól Samfylkingarinnar, hvort að Einar Þorsteinsson sé íslenska útgáfan af Obama og hversu lengi nýjabrumið varir, hvort að komið sé fordæmi fyrir því að útiloka Sjálfstæðisflokkinn frá ríkisstjórnarsamstarfi og margt fleira sem helst ber á góma í pólitískri umræðu í dag.
2022-06-08
53 min
Þjóðmál
#76 – Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vakna
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og fv. borgarfulltrúi, ræðir um endurmyndun vinstri meirihluta í Reykjavík, stöðu Sjálfstæðisflokksins og áform vinstri aflanna að setja flokkinn út í horn í landsmálunum. Þá er rætt um dyggðarstjórnarmál, hneykslunarbylgjur og bergmálshella í stjórnmálaumræðu sem nær litlum framförum.
2022-06-03
52 min
Þjóðmál
#75 – Hvort sem þú býrð á Seyðisfirði eða í Seattle
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, fjallar um það af hverju rúmlega 500 manns höfðu áhuga á því að hlýða á fyrirlestur þar sem hún fjallaði um áherslur sínar í nýju ráðuneyti, hvort að stjórnvöld hafi raunverulegan áhuga því að efla nýsköpun og útflutningstekjur, hvort að íslenskir háskólar séu nógu góðir til að takast á við framtíðina og hvort að hægt sé að gera betur við að efla atvinnulífið til lengri tíma. Þá er fjallað um samskipti atvinnulífsins og hins opinbera og segir hú...
2022-05-24
1h 00
Þjóðmál
#74 – Kosningarnar krufnar – Hversu lengi endist Framsóknarbylgjan?
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna, hvað það var sem vakti athygli og hvað kom á óvart. Rætt er um Framsóknarbylgjuna sem tröllríður stjórnálunum, hvað er að baki henni og hversu lengi það dugir, veika stöðu Viðreisnar, varnarbaráttu Sjálfstæðisflokksins, það hvort að bankasala hafi haft áhrif á niðurstöður kosninganna og margt fleira.
2022-05-15
1h 05
Þjóðmál
#73 – Pólitíkin þarf að tala minna og gera meira til að einfalda líf fólks og fyrirtækja
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fer yfir stöðuna nú þegar lokasprettur kosningabaráttunnar er hafinn í borginni. Í þættinum er fjallað um menntamál og lausnir á biðlistum í leikskóla, atvinnumál í borginni, hina umdeildu borgarlínu, endurtekið efni vinstri manna úr borgarstjórnarkosningum fyrri ára og margt fleira. Þá svarar Hildur ásökunum um það að hún hafi ekki mætt á borgarstjórnarfundi á liðnum vikum og skýrir hvar hin raunverulega vinna borgarfulltrúa fer fram.
2022-05-10
38 min
Þjóðmál
#72 – Samfylkingin búin að hafa 28 ár til að bæta menntamál í Reykjavík
Þórdís Jóna Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri og frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík, ræðir um menntamál og stöðu þeirra hér á landi. Hún segir nóg komið að 28 ára yfirsetu Samfylkingarinnar og forvera hennar á menntamálum í Reykjavík og breytinga sé þörf á þeirri stefnu sem þar ríkir. Rætt er um starfsemi sjálfsætt starfandi skóla og viðhorf yfirvalda gagnvart þeim, þau hugtök og stefnur sem hafa verið innleiddar til að bæta menntun með misjöfnum árangri, stöðu kennara, mikilvægi þess að efla sjálfstæði skólastjórnenda og margt fleira.
2022-05-07
54 min
Þjóðmál
#71 – Ofhituð umræða um bankasölu
Hörður Ægisson, ritstjóri viðskiptamiðilsins Innherja á visir.is, og Örn Arnarson, ritstjórnarfulltrúi á Viðskiptablaðinu, ræða um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka, hvað tókst vel og hvað hefði betur mátt fara, undarlegan fréttaflutning af málinu, þekkingarleysi stjórnmálamanna og ýmislegt annað sem snýr að þessu máli sem mikið er í umræðunni þessa dagana.
2022-04-29
51 min
Þjóðmál
#70 – Villta tryllta vinstrið í verkalýðshreyfingunni – Rangstæð stjórnarandstaða
Andrea Sigurðardóttir og Þórður Gunnarsson fara yfir undarlega atburðarrás í Eflingu þar sem hreinsanir standa yfir, valdabaráttu innan verkalýðshreyfingarinnar og áhrifin sem þessi farsi kann að hafa á komandi kjaraviðræður. Þá er einnig fjallað um útboðið á hlut ríkisins í Íslandsbanka og það hvort að sú gagnrýni sem fram hefur komið eigi rétt á sér eða ekki, stöðu efnahagsmála og hvenær þolinmæði heimila fyrir hærra vöruverði þrýtur.
2022-04-21
57 min
Þjóðmál
#69 – Bankasala á Búnaðarþingi – Skál í boðinu
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson ræða um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka, hvort að hún hafi verið vel heppnuð og leikþátt stjórnmálanna í kringum söluna. Þá er rætt um stöðu formanns Framsóknarflokksins eftir ummæli sem hann lét falla í garð framkvæmdastjóra Bændasamtakanna en einnig um komandi sveitarstjórnarkosningar. Með þættinum var drukkið rauðvín frá Þýskalandi sem gerði umræðuna dýpri og skemmtilegri.
2022-04-08
1h 12
Þjóðmál
#68 – Bergmálshellar fjölmiðla – Friður rofinn í Evrópu
Sigurður Már Jónsson blaðamaður ræðir um stöðu og hlutverk fjölmiðla, hver það er sem skráir söguna og út frá hvaða forsendum, hvort að nýir miðlar minnki vægi hefðbundinna fjölmiðla, hvort að fjölmiðlar njóti í dag ritstjórnar og margt fleira sem snýr að fjölmiðlum. Þá er einnig rætt um stjórnmálaumræðu í kringum aðild að NATO og ESB í kjölfar átaka í Úkraínu.
2022-04-02
1h 23
Þjóðmál
#67 – Pólitískir leikþættir vekja meiri athygli en alvöru rökræður
Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur stundum lýst sér sem sérlegum varðhundi allra lasta. Hún ræðir hér um það hversu langt ríkisvaldið á að teygja sig í búa til dagmömmuríki til að gæta okkar fyrir okkur sjálfum, hvernig reglur um áfengisverslun og tæknifrjóvgun eru langt á eftir samfélagslegri þróun, hvort að yngri kynslóðir geri óeðlilegar kröfur til hins opinbera og það hvernig umræður á þinginu spinnast stundum upp í pólitísk leikrit eins og gerst hefur þegar rætt er um sölu ríkisins á hlut sínum í Íslandsbanka.
2022-03-25
58 min
Þjóðmál
#66 – Það vill enginn vera í reiða liðinu - Don't Get High On Your Own Supply
Friðjón Friðjónsson, sem sækist eftir sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, og Katrín Atladóttir, sem mun í vor láta af störfum sem borgarfulltrúi, fara yfir málefni Reykjavíkurborgar, hvernig vinstri meirihlutinn er með sömu kosningaglærur og fyrir fjórum árum en með breyttum ártölum, það hvort að borgarlínan sé mál sem þurfi að ræða aftur og aftur og margt annað sem snýr að rekstri og þjónustu borgarinnar og komandi kosningum.
2022-03-15
46 min
Þjóðmál
#65 – Úrslit í prófkjörum krufin með kampavíni – Bókhaldsbrellur í borginni – Framboð í beinni útsendingu
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson frá Morgunblaðinu fara yfir úrslit úr öllum helstu prófkjörum sem búið er að halda, hver unnu og hver töpuðu, hvaða áhrif niðurstöðurnar hafa, hvers má vænta úr þeim prófkjörum sem eftir eru og undirbúning sveitarstjórnarkosninga í vor. Þá er fjallað um bókhaldsbrellur Reykjavíkurborgar sem eiga að fegra slæman fjárhag borgarinnar, hvort það hafi verið í lagi að tilkynna um framboð í beinni útsendingu í svonefndum skemmtiþætti í sjónvarpi ríkisins og ýmislegt fleira.
2022-03-08
1h 11
Þjóðmál
#64 – Vesturlönd þurfa að standa með Úkraínu í orði og á borði – Björn Bjarnason fer yfir stöðuna
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, hefur fylgst með alþjóðastjórnmálum í áratugi. Hann ræðir hér um innrás Rússa inn í Úkraínu, brjálaðar hugmyndir Pútíns um afturhvarf til keisaratíma, stöðu og áhrif vestrænna ríkja sem munu þurfa að bregðast við innrásinni, áhrifin á samstarf ríkja í Evrópu, áhrifin sem þetta ástand kann að hafa hér á landi og hvaða hlutverki Ísland getur gegnt. Þá svarar hann einnig spurningum um það hvort að vestrænir stjórnmálaleiðtogar séu of veikgeðja til að takast á við hrotta á borð við Pútín.
2022-02-25
1h 05
Þjóðmál
#63 – Verbúðin – Lokakafli og uppgjör – Hvernig varð kvótakerfið til?
Þjóðin hefur legið yfir sjónvarpsþáttunum Verbúð á síðustu vikum, enda verður ekki annað sagt en að þættirnir séu frábært afþreyingarefni. Í framhaldi af því má þó velta fyrir sér hvernig þessi saga varð til. Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði, fara yfir það hvernig og hvenær fiskveiðistjórnunarkerfið – sem við í daglegu tali þekkjum sem kvótakerfið – varð til íslenskum sjávarútvegi, hvaða afleiðingar það hafði, hverjir hafa hagnast á því og hvort að til séu betri kerfi til að nýta þær miklu auðlindir sem finna má í h
2022-02-18
00 min
Þjóðmál
#62 – Hiti í hagkerfinu og kulnun í umferðinni – Helgarvaktin fer yfir málin
Konráð Guðjónsson, aðalhagfræðingur Stefnis sjóða, og Þórður Gunnarsson, hagfræðingur sem gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar, fara yfir stöðu mála í hagkerfinu, það hvort að vextir Seðlabankans hafi lækkað of hratt og séu að hækka of mikið, hvaða áhrif stuðningsaðgerðir ríkisins hafa haft í heimsfaraldri og hvaða áhrif það mun hafa þegar og ef af þeim verður látið. Þá er einnig fjallað um rekstur Reykjavíkurborgar og það hvaða efnahagslegu áhrif það hefur ef skipulagsmál eru í ólestri, hvaða þróun mun eiga sér sta
2022-02-12
1h 06
Þjóðmál
#61 – Brynjar Níelsson – Maður sátta og samlyndis, svona að mestu
Brynjar Níelsson, sem nú starfar sem aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, mætir sprækur eftir erfitt haust. Í þessum þætti fjallar hann um þær afleiðingar sem felast í því að færa réttvísina úr réttarsal yfir á samfélagsmiðla, um þá gagnrýni sem kom fram þegar Brynjar var valinn aðstoðarmaður, hvort að tíðarandi hafi áhrif á réttarfar, ólöglega framlengingaráætlun ríkisstjórnarinnar í sóttvarnarmálum og margt fleira.
2022-02-08
1h 00
Þjóðmál
#60 – Vágesturinn sem verðbólgan er og framlengingaráætlun sóttvarna
Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, og Svanhildur Hólm Valsdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, ræða um áhrif verðbólgu á efnahagslífið, möguleg áhrif á kjarasamninga, það hvort að Seðlabankinn sé á réttri braut, hvort að sveitastjórnarkosningar kunni að hafa neikvæð áhrif á hagkerfið, ákvörðun stjórnvalda um að framlengja sóttvarnarráðstöfunum – og hvaða áhrif þetta allt hefur á stjórnmálin og samstarf ríkisstjórnarflokkanna.
2022-01-31
1h 15
Þjóðmál
#59 – Mannréttindi geta ekki verið gulrót fyrir góða hegðun í Covid
Stefán Einar Stefánsson stýrir þættinum og fær til sín þingmennina Sigmar Guðmundsson og Vilhjálm Árnason. Í þættinum er fjallað um það hvort að við séum komin langt fram úr meðalhófi með því að skikka um 25 þúsund manns í sóttkví og einangrun, með hvaða hætti stjórnmálin eiga að koma að málum þegar fjallað er um sóttvarnarráðstafanir, efnahagslegar ráðstafanir ríkisstjórnarinnar, stöðu atvinnulífsins í faraldrinum, hversu lengi fólk ætlar að sætta sig við miklar þvinganir og margt fleira.
2022-01-22
57 min
Þjóðmál
#58 – Leikþáttur stjórnvalda heldur áfram en hvar er þingið?
Sigríður Á. Andersen og Þorsteinn Víglundsson fjalla um nýjustu aðgerðir stjórnvalda í sóttvarnarmálum, spurningarnar sem enginn er að spyrja, hlutverk stjórnmálamanna þegar tekist er á við faraldur, hvort og þá hvaða hlutverki Alþingi á að gegna í þessari vegferð, hversu mikið þetta er að kosta okkur, þróun lýðræðisríkja og margt fleira.
2022-01-14
58 min
Þjóðmál
#57 – Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar of stórt og of dýrt
Eyþór Arnalds hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér á ný á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Eyþór fjallar hér um ástæðu þess að hann ákveður að hætta í stjórnmálum í bili, um væntanlegt mótframboð sem hann fékk áður en hann tilkynnti ákvörðun sína og um meinta óeiningu í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins í borginni. Þá fjallar Eyþór um fjárhagslega stöðu borgarinnar, sem er vægast sagt slæm, um framtíðina í samgöngumálum og brýnustu verkefnin sem Reykjavíkurborg stendur frammi fyrir.
2022-01-07
45 min
Þjóðmál
#56 – Úr auga stormsins yfir í hollenskt ævintýri – Birna Ósk kveður (í bili)
Birna Ósk Einarsdóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs hjá Icelandair og mun nú í byrjun árs flytja til Hollands þar sem hún tekur við starfi framkvæmdastjóri markaðssviðs APM Terminals, dótturfélags skipafélagsins Maersk. Birna Ósk starfaði áður sem framkvæmdastjóri markaðs- og viðskiptaþróunarsviðs hjá Landsvirkjun og sem framkvæmdastjóri hjá Símanum um árabil. Í þættinum ræðir hún um þann storm sem Icelandair hefur farið í gegnum sl. tvö ár vegna heimsfaraldursins, framtíð íslenskrar ferðaþjónustu, reynsluna sem hún hefur öðlast...
2022-01-04
38 min
Þjóðmál
#55 – Kampavín og kapítalismi – Árið 2021 gert upp
Með úrvals kampavín við hönd gera Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson upp árið 2021 í hlaðvarpi Þjóðmála. Við fjöllum um ómálefnalega umræðu vegna sóttvarnaraðgerða, áskoranir ríkisstjórnarinnar, það hvort að Sjálfstæðisflokkurinn hafi selt sig ódýrt í stjórnarsamstarfinu, stöðu mála í borginni og mögulega leiðtogakrísu þar, gott ár viðskiptalífsins, undarlega hegðun lífeyrissjóða gagnvart nýsköpunarfyrirtækjum og margt, margt fleira.
2021-12-30
1h 27
Þjóðmál
#54 – Vítíslogar sem vonandi loga aldrei aftur og hlutverk Íslands í Seinni heimsstyrjöldinni
Magnús Þór Hafsteinsson fjallar um bókina Vítislogar – Heimur í stríði 1939-1945 eftir breska blaðamanninn Max Hastings. Bókin kom nýlega út á íslensku. Fjallað er um einstaka þætti í sögu Seinni heimsstyrjaldarinnar, sjónarhorn og upplifun almennings sem gerð er góð skil í bókinni og margt fleira. Þá fjallar Magnús Þór, sem skrifað hefur nokkrar bækur um stríðið, um hlutverk Íslands á þeim tíma sem skipalestir fóru um og frá Íslandi.
2021-12-26
51 min
Þjóðmál
#53 – Desember er mánuður jómfrúarsona – Jakob á Jómfrúnni fjallar 25 ára afmæli Jómfrúarinnar
Jakob Einar Jakobsson, eigandi og framkvæmdastjóri Jómfrúarinnar, fjallar um sögu veitingastaðarins sem nú fagnar 25 ára afmæli, bókina sem hann gaf út í tilefni afmælisins sem og rekstur og horfur veitingageirans. Þá er fjallað um viðbrögðin við Covid-faraldrinum, viðhorf stjórnvalda til veitingageirans, kjaramál og margt fleira.
2021-12-20
44 min
Þjóðmál
#52 – Albert Jónsson og Bogi Ágústsson fjalla um ástæður og aðdragandann að hruni Sovétríkjanna fyrir 30 árum
Albert Jónsson, fv. sendiherra, og Bogi Ágústsson fjölmiðlamaður fara yfir ástæður og aðdraganda þess að Sovétríkin riðuðu til falls fyrir 30 árum síðan, haustið 1991. Þar með lauk um 70 ára sögu hins kommúníska alræðisríkis. Þeir fara einnig yfir flókin samskipti Rússa við vesturvöld, stöðu og hlutverk Íslands í þessari sögu og margt fleira.
2021-12-17
53 min
Þjóðmál
#51 - Viðskiptaverðlaun Innherja
Hörður Ægisson og Ólöf Skaftadóttir fjalla um viðskiptaverðlaun Innherja. Alls voru veitt verðlaun í sjö flokkum en auk þess að fjalla um þau fyrirtæki og einstaklinga sem hlutu verðlaun er jafnframt fjallað um þau sem voru tilnefnd. Í lok þáttarins er einnig fjallað um aukastörf ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins sem virðist vanta fleiri verkefni.
2021-12-16
1h 08
Þjóðmál
#50 – Það verða allir að hafa einn skratta – Máni Pétursson fjallar um nýja bók sína um að vera ekki aumingi
Þorkell Máni Pétursson fjallar um bók sína, Þú þarft ekki að vera svona mikill aumingi. Í spjalli við Hlaðvarp Þjóðmála ræðir hann um tilefni þess að hann skrifaði bókina og aðdragandann að henni, hina svokölluðu fórnarlambavæðingu, hvort það sé rétt að tala um aumingjavæðingu, reiðina á samfélagsmiðlum, pólitískar skoðanir, brostna drauma, raunverulegan árangur og margt fleira.
2021-12-10
1h 29
Þjóðmál
#49 – Er Jón Gunnars að stela jólunum? – Ríkisstjórnin fann lægsta samnefnarann og komst í jólaskap
Andrés Magnússon blaðamaður ræðir um fyrstu daga stjórnarsamstarfsins, hvort að hægri menn eigi að vera ánægðir eða ósáttir við stjórnarsáttmálann, það hvort að stjórnmálin þurfi að finna lægsta samnefnarann til að geta starfað, hvort að Jóni Gunnarssyni sé statt að sitja sem ráðherra og hvort að hin „vökula“ umræða (e. woke) hafi fæst rætur hér á landi. Þá er rætt um hina þunnu línu sem skilur að vald stjórnmálamanna og embættismanna. (Mynd hér að ofan: Visir/Vilhelm)
2021-12-06
54 min
Þjóðmál
#48 – Ríkið stækkar og ráðherrastólarnir með – Allt sem þú þarft að vita um nýja ríkisstjórn
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson fara yfir allt það helsta sem snýr að nýrri ríkisstjórn, ráðherraskipan, stjórnarsáttmálanum, stöðu stjórnarandstöðunnar, samstarfinu á milli þessara ólíku flokka, það hvort að ný ríkisstjórn sé ríkisstjórn höfuðborgarinnar á kostnað landsbyggðarinnar, hvort að það sé eitthvað raunverulegt innihald í löngum stjórnarsáttmála eða hvort hann sé froðukenndur, það hvernig stjórnsýslan höndlar þær breytingar sem nú eru boðaðar og það hvort að stórt ríkisvald sé orðið nýja normið.
2021-11-28
1h 10
Þjóðmál
#47 – Peningar vaxa ekki á trjánum, eða hvað? – Björn Berg fjallar um Peninga
Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri Greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka ræðir um nýútkomna bók sína, Peningar. Fjallað er um skemmtilegar sögur í bókinni, sögulega – og jafnvel óvænta - atburði sem tengist peningum, hvort nóg sé til af peningum í heiminum, hvernig nýjar kynslóðir skapa nýjar tekjur og fleira áhugavert sem fram kemur í þessari skemmtilegu og áhugaverðu bók. Þá er einnig rætt um fjármálalæsi og fjármálaskilning almennings, hvernig fjárhagsleg framtíð núverandi kynslóða lítur út og hvaða þýðingu það hefur að venjulegt fólk taki þátt á hl
2021-11-19
50 min
Þjóðmál
#46 – Það vantar leiðtoga á ríkisspítalann - Hver ætlar að leiða okkur út úr Covid?
Andrea Sigurðardóttir, blaðamaður á Viðskiptablaðinu, og Örn Arnarson, pistlahöfundur og fjölmiðlarýnir Viðskiptablaðsins, ræða um stöðuna og þær takmarkanir sem eru í gildi vegna kórónuveiru-faraldursins, vanmátt ríkisspítalans til að takast á við þau vandamál sem við blasa, lélega stjórn spítalans, ómarkvissar aðgerðir sóttvarnaryfirvalda og annað sem tengist þessum óboðna gest sem dregið hefur upp stjórnlyndi úr öllum vösum.
2021-11-16
57 min
Þjóðmál
#45 – Kertið logar í hlýjum ráðherrabústað en á skrifstofu Eflingar er allt brunnið til grunna – Björn Bjarnason fer yfir málin
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um myndun nýrrar ríkisstjórnar, stöðu Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórnarsamstarfinu, helstu ágreiningsefnin sem þarf að leysa og veika stöðu stjórnarandstöðuflokkanna. Þá er fjallað um málefni Eflingar þar sem sósíalistar hafa skilið eftir sig sviðna jörð. Loks er fjallað um það hvaða áhrif, ef einhver, loftlagsráðstefnan í Glasgow mun hafa.
2021-11-09
49 min
Þjóðmál
#44 – Allir og amma þeirra í Glasgow – Þarf að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum?
Sigurður Már Jónsson blaðamaður fjallar um loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) sem nú fer fram í Glasgow í Skotlandi. Fjallað er um þær lausnir sem þar eru boðaðar, hvort og þá hvaða áhrif svona ráðstefna hefur og hvaða hlutverki Ísland gegnir þegar horft er til loftslagsmála.
2021-11-03
1h 00
Þjóðmál
#43 – SKE í ruglinu – Dagur í bullinu – Hversu sterkur er Ásgeir Jónsson?
Viðskiptablaðamennirnir Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson ræða um þjösnaskap Samkeppniseftirlitsins, vel heppnaða sölu á Mílu til erlendra fjárfesta sem mun styrkja samkeppnisstöðu Íslands, baráttuna við verðbólguna og þær kjaraviðræður sem framundan eru. Þá er einnig rætt um húsnæðisvandann í Reykjavík og ósannindi borgarstjóra um ástæður hans. Loks er rætt um stöðu Ásgeirs Jónssonar í stóli seðlabankastjóra, en segja má að hveitibrauðsdagar hans séu brátt á enda.
2021-10-30
53 min
Þjóðmál
#42 – Hugverkaiðnaðurinn í hnotskurn – Mikilvægt að laða að erlenda fjárfestingu og þekkingu
Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, ræðir um mikilvægi hugverkaiðnaðarins í íslensku hagkerfi og þau forgangsmál sem bíða nýrrar ríkisstjórnar til að efla hann enn frekar, um það hversu miklu hlutverki endurgreiðslur til rannsóknar og þróunar gegna, nauðsyn þess að laða að erlenda fjárfestingu og ekki síður erlenda þekkingu inn í íslensk fyrirtæki, orkusækinn iðnað og síðast en ekki síst umhverfis- og loftslagsmál í tengslum við iðnað hér á landi.
2021-10-26
39 min
Þjóðmál
#41 – Pólitískur ómöguleiki við myndun ríkisstjórnar – Of snemmt að mæta í jarðaför Miðflokksins nema SDG gangi í Sjálfstæðisflokkinn
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson fara yfir þau mál sem tefja myndun nýrrar ríkisstjórnar, undarlega afstöðu Vinstri grænna í loftslagsmálum, það hvort að Sigmundur Davíð ætti að ganga í Sjálfstæðisflokkinn og hvað áhrif hann hefði mögulega þar, talningaklúðrið í Norðvestur og hvaða áhrif það kann að hafa. Þá er rætt um einstaka atriði sem höfðu áhrif á ákvörðun kjósenda í nýafstöðnum kosningum, landlæga útlendingaandúð á Íslandi, framtíðarleiðtoga Sjálfstæðisflokksins og margt fleira.
2021-10-22
2h 01
Þjóðmál
#40 – Tafir við myndun nýrrar ríkisstjórnar – Ólík staða allra flokka eftir haustið – ASÍ og BSRB tóku upp veskið fyrir kosningar
Karen Kjartansdóttir ráðgjafi og Sigmar Guðmundsson, nýkjörinn þingmaður Viðreisnar, ræða um stöðuna í stjórnmálunum og myndun ríkisstjórnar, hvað tefur ríkisstjórnarmyndun, hvaða möguleikar aðrir kunn að vera í boði, stöðu núverandi stjórnarandstöðuflokka og annað sem er að gerast í stjórnmálunum þessa dagana. Þá er einnig fjallað um það hvort að eðlilegt sé að launþegahreyfingar á borð við ASÍ og BSRB verji tugum milljóna í áróður fyrir kosningar.
2021-10-18
1h 01
Þjóðmál
#39 – Seðlabankinn dregur fram vopnabúrið – Það er bjart framundan ef vinnumarkaðurinn og pólitíkin hagar sér vel
Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Hörður Ægisson viðskiptaritstjóri ræða stöðu efnahagsmála, nýjustu aðgerðir Seðlabankans og hvað kann að vera framundan í þeim málum, komandi kjaraviðræður og stöðu atvinnulífsins sem býr sig undir miklar launahækkanir á næstu misserum, helstu áskoranir nýrrar ríkisstjórnar og Ísland í alþjóðasamanburði.
2021-10-11
49 min
Þjóðmál
#38 – Sjálfstæðisflokkurinn á foreldravaktinni – Sýndarveruleiki stjórnmálanna
Brynjar Níelsson, fv. þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, fara yfir stöðuna í stjórnarmyndunarviðræðum, pólitíska landslagið, hvaða erindi Sjálfstæðisflokkurinn á í áframhaldandi samstarf við VG, hvort það sé sjálfsagt mál að halda núverandi ríkisstjórnarsamstarfi áfram og hver eigi að leiða ríkisstjórn.
2021-10-05
1h 22
Þjóðmál
#37 – Byltingin át börnin sín – Erfið helgi að baki hjá twittersamfélaginu – Viðreisn í vandræðum
Fjölmiðlamennirnir Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir niðurstöðu kosninganna, hverjir unnu og hverjir töpuðu, hvað hafði áhrif á niðurstöðuna, hvernig ber að túlka hana og svo framvegis.
2021-09-27
1h 08
Þjóðmál
#36 – Líf í bómull er tilgangslaust líf – Heiðar Guðjóns fjallar um hagsæld og mikilvægi þess að takast á við áskoranir
Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar og fjárfestir, kemur víða við í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Þjóðmála. Hér fjallar hann um gjaldmiðlamál, tækifæri á Norðurslóðum og miklar breytingar sem hafa átt sér stað á fjölmiðlaumhverfinu og þær breytingar sem eru framundan. Þá ræðir hann um mikilvægi þess að taka ábyrgð á eigin lífi og takast á við áskoranir og dyggðina sem fylgir dugnaði.
2021-09-24
50 min
Þjóðmál
#35 – Það skiptir máli (að kunna að reikna) – Kristrún slekkur á símanum - Delluhugmyndir Viðreisnar
Hörður Ægisson viðskiptablaðamaður og Örn Arnarson hagfræðingur ræða um það sem hefur – og hefur ekki – komið fram um efnahagsmál og viðskipti í þeirri kosningabaráttu sem nú er brátt á enda. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki þora að tala um efnahagsmál, Viðreisn boðar delluhugmyndir um tengingu krónunnar við evru, Píratar kunna ekki að reikna og á meðan siglir Framsókn lygnan sjó með því að tala ekkert um efnahagsmál. Þá er farið yfir mál Kristrúnar Frostadóttur sem gerði heiðarlegum fjölmiðlamönnum upp annarlegar hvatir í vikunni.
2021-09-23
46 min
Þjóðmál
#34 – Aldrei tekist að gera hinu fátækari ríkari með því að gera hina ríku fátækari
Hannes H. Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fer yfir orðræðuna í kosningabaráttunni, þá undarlegu hugmynd að ætla að skattleggja ákveðna hópa og fyrirtæki sérstaklega umfram önnur, þær miklu framfarir sem hafa orðið hjá mannkyninu á sl. 200 árum og hvaða afleiðingar það hefur haft á lífsgæði okkar, hvernig minnka þarf valda stjórn stjórnmálamanna ef við þráum raunverulegt frelsi og margt fleira.
2021-09-17
51 min
Þjóðmál
#33 – Stjórnmáladýrin fara yfir stöðuna - Píratar kunna ekki kosningabaráttu og Logi í felum
Andrés Jónsson og Friðjón R. Friðjónsson fara yfir stöðuna fyrir kosningarnar sem fram fara eftir tvær vikur. Það er af nægu að taka, það er tekist á um stóreignaskatta, lítið hægt að gagnrýna ríkisstjórnina, það er búið að fela Loga Einarsson, Píratar kunna ekki kosningabaráttu, Gunnar Smári fer mikinn og Lilja Alfreðs sést varla.
2021-09-10
1h 04
Þjóðmál
#32 – Bjarni Benediktsson: Stjórnmálamenn þurfa að kunna að leiða
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðiflokksins, ræðir um áherslurnar í stjórnmálunum í aðdraganda kosninga og hættuna á vinstri stjórn að kosningum loknum. Í þættinum er rætt um stöðu ríkisfjármála, fyrirtækja og heimila, um það hvernig framtíðin horfir við Bjarna og áherslur Sjálfstæðisflokksins í umhverfismálum. Hann svarar jafnframt gagnrýnum spurningum um það hvort að það séu embættismenn eða stjórnmálamenn sem ráða ferðinni.
2021-09-07
46 min
Þjóðmál
#31 – Skattgreiðandinn á fáa vini – Vinstri menn vilja enn og aftur hækka skatta
Hvaða framfarir, ef einhverjar, hafa átt sér stað í skattamálum á undanförnum árum? Er réttlætanlegt að skattleggja hina ríku meira? Má nota skattkerfið til að refsa fólki eða fyrirtækjum eða til að breyta hegðun einstaklinga? Er of mikil skattheimta vanvirðing gagnvart vinnandi fólki? Þurfum við að endurhugsa skattkerfið í heild? Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags-og viðskiptanefndar, svarar þessum spurningum og fleiri til í ítarlegri umræðu um skatta.
2021-09-04
1h 04
Þjóðmál
#30 – Viðreisn í vanda – Verður Sósíalistaflokkurinn stærri en Samfylkingin? – Hægrið stelur glæpnum í umhverfismálum – Hrós á RÚV
Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, blaðamenn á Morgunblaðinu, fara yfir stöðuna í stjórnmálunum eftir fyrstu sjónvarpskappræður stjórnmálaleiðtoganna.
2021-09-01
1h 03
Þjóðmál
#29 – Hvað er að gerast í Afganistan og af hverju? Hvar varst þú 11. september 2001?
Börkur Gunnarsson, blaðamaður og fv. starfsmaður NATO, og Gunnar Hrafn Jónsson blaðamaður fara yfir stöðuna í Afganistan eftir að Talibanar náðu þar völdum á ný, hverjum er um að kenna, hvernig framhaldið lítur út í landinu og það hvernig alþjóðasamfélagið bregst við. Þá er einnig rætt um áhrifin af hryðjuverkaárásunum á Bandaríkin 11. september 2001 sem vissulega tengist stöðunni í dag.
2021-08-20
47 min
Þjóðmál
#28 – Feigð í faðmlagi stjórnarflokkanna – Sjálfstæðisflokkurinn á að gera kröfu um umhverfisráðuneytið – Viðreisn hefur áður selt sig ódýrt
Friðjón R. Friðjónsson, framkvæmdastjóri og frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, fjallar um ákvörðunarfælni í stjórnkerfinu þegar kemur að atvinnusköpun og fjárfestingum, um mikilvægi þess að Sjálfstæðisflokkurinn geri kröfu um umhverfisráðuneytið og mikilvægar aðgerðir í loftslagsmálum, um ímyndaðan ríg á milli höfuðborgar og landsbyggðar og loks um gagnrýni sína á Sjálfstæðisflokkinn sem hann lagði fram í byrjun árs. Þá er fjallað um horfurnar fyrir kosningar, mögulega ríkisstjórn og stöðu flokkanna.
2021-08-18
54 min
Þjóðmál
#27 – Pirringur Bjarna beinist að Svandísi - Víðir heldur áfram að skamma okkur og Þórólfur talar í hringi
Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, og Stefán Einar Stefánsson, viðskiptaritstjóri Morgunblaðsins, ræða um nýjustu ákvörðun ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveiru-faraldursins, gagnrýni Bjarna Benediktssonar á Svandísi Svavarsdóttur, stöðu og vandamál Landsspítalans, það hvernig sóttvarnaryfirvöld og almannavarnir vilja ritstýra fjölmiðlum, stöðu ríkisstjórnarinnar í núverandi stöðu sem og ráðaleysi stjórnarandstöðunnar.
2021-08-11
1h 03
Þjóðmál
#26 – Lífsgæðin verða ekki til að sjálfu sér og verðmætu störfin verða ekki til hjá hinu opinbera
Anna Hrefna Ingimundardóttir, forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, og Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjalla um stöðu hagkerfisins, mikilvægustu efnahagsmálin í aðdraganda kosninga, baráttuna við atvinnuleysi og þau tækifæri sem við höfum til að auka lífsgæði til lengri tíma.
2021-08-05
47 min
Þjóðmál
#25 – Björn Bjarnason ræðir stöðuna í stjórnmálum í aðdraganda kosninga
Björn Bjarnason, fv. ráðherra, fjallar um alþjóðasamstarf og alþjóðaviðskipti, mýtusagnir þeirra sem telja að aðilda að Evrópusambandinu myndi bæta landbúnað hér á landi, viðskiptatakmarkanir stórvelda og loks stjórnmálin hér heima og stöðuna í stjórnmálum í aðdraganda kosninga. Þá fjallar Björn einnig um ásakanir þess efnis að faðir hans, Bjarni Benediktsson, hafi reynt að koma í veg fyrir útgáfu á verkum Halldórs Laxness í Bandaríkjunum, en nú hefur verið sýnt fram á að þær sögusagnir voru uppspuni frá rótum.
2021-07-24
50 min
Þjóðmál
#24 – Unga fólkið á Kúbu vill ekki sósíalisma – Byltingin er búin að éta börnin sín
Alejandra Franganillo hefur verið áberandi á samfélagsmiðlun vestanhafs að undanförnu og talað fyrir málstað þeirra sem vilja losna undan oki kommúnistastjórnarinnar á Kúbu. Hún býr í Flórída í Bandaríkjunum en afi hennar og amma flúðu frá Kúbu á 7. áratugnum og faðir hennar síðar. Hún segir okkur frá daglegu lífi á Kúbu, mýtunni um fyrirmyndar heilbrigðis- og menntakerfi og hvað það var sem ýtt af stað þeim mótmælum sem nú standa yfir í landinu.
2021-07-21
18 min
Þjóðmál
#23 – Arnar í Sante fjallar um baráttuna við ÁTVR og ríkið – Aldrei nein alvara að baki frelsismálum
Arnar Sigurðsson, víninnflytjandi og stofnandi Sante, fjallar í hlaðvarpi Þjóðmála um tildrög þess að hann opnaði erlenda vefverslun með vín sem slegið hefur í gegn. Hann fjallar um furðulegar ásakanir ÁTVR og segir enga alvöru að baki þeim málum sem fram hafa komið um breytingar á áfengislöggjöfinni á liðnum árum. Þá er fjallað um undarlega andstöðu hagsmunasamtaka og fyrirtækja gegn breytingum á áfengislögum, vínmenningu hér á landi og margt fleira.
2021-07-20
47 min
Þjóðmál
#22 – Viðtal - Sigmundur Davíð í sólskinsskapi og bjartsýnn fyrir kosningar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fv. forsætisráðherra og formaður Miðflokksins, ræðir um stöðuna í stjórnmálum, ríkisstjórnina sem kann kallar stjórn stöðnunar, nýaldarstjórnmál umbúða og ímynda eins og hann orðar það, hann segir flesta flokka vera að breytast í Samfylkinguna og fæstir þori að takast á við alvöru málefni. Þá ræðir hann um „ybbana“, um hatursorðræðu, meintan popúlisma og margt fleira.
2021-07-16
1h 12
Þjóðmál
#21 – Allt í henglum í Samfylkingunni – Hver stjórnar umræðunni fyrir kosningar?
Andrés Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson fara yfir vandræðagang Samfylkingarinnar, sem einu sinni átti að verða hinn turninn í tveggja turna tali stærstu stjórnmálaflokkanna en er í dag kofi sem er við það að fjúka um koll, landlausa krata, helstu áherslumál flokkanna fyrir kosningar, hvernig ríkisstjórnarsamstarfið hefur gengið fyrir sig og hvort það sé líklegt til að halda áfram, hvaða kanínu Sigmundur Davíð muni draga upp úr hattinum fyrir kosningar, klókindi borgarstjóra til að tefja lagningu Sundabrautar enn frekar og loks flókið hlutverk fjölmiðla fyrir kosningar.
2021-07-08
1h 14
Þjóðmál
#20 – Sigurður Már fjallar um sósíalismann og þær skelfilegu afleiðingar sem hann hefur
Sigurður Már Jónsson blaðamaður ræðir í hlaðvarpi Þjóðmála um sósíalismann og þann skaða sem hugmyndafræðin hefur valdið út um allan heim. Sigurður Már hefur um árabil skrifað um þróun mála í ríkjum á borð við Kína, Venesúela, Kúbu, Níkaragva og fleiri og þekkir vel hvernig sósíalisminn hefur leikið þau ríki. Þá fer hann yfir mýtuna um sósíaldemókratískar hugmyndir á Norðurlöndunum sem gjarnan eru notaðar sem fyrirmyndir hjá nútíma-sósíalistum.
2021-07-01
53 min
Þjóðmál
#19 – „Nýja“ stjórnarskráin verður aldrei að veruleika - Stjórnarskráin á sig sjálf og ver sig sjálf – Kristrún Heimisdóttir fjallar um stjórnarskrána og þann listræna gjörning sem hún í raun er
Kristrún Heimisdóttir lögfræðingur fjallar um aðdraganda þess að unnin voru drög að nýrri stjórnarskrá, sem þó verður aldrei að raunveruleika. Í hlaðvarpi Þjóðmála fjallar Kristrún einnig um hættuna af því að hverfa frá stjórnarskrárbundnu lýðræði eftir áföll á borð við fjármálakrísu, hvernig vinna Stjórnlagaráðs var í raun óþörf, hvernig stjórnarskráin ver sig sjálf fyrir öfgafullum og illa ígrunduðum breytingum og margt fleira sem tengist umræðu um stjórnarskrá og stjórnmál.
2021-06-28
1h 01
Þjóðmál
#18 – Uppgjörið – Allir í partý eftir Covid – Vel heppnað útboð í Íslandsbanka – Rugludallar í Sósíalistaflokknum
Viðskiptablaðamennirnir Hörður Ægisson og Stefán Einar Stefánsson fara yfir þau tímamót sem urðu í dag þegar öllum takmörkunum vegna Covid var aflétt, yfir vel heppnað útboð í Íslandsbanka og þá undarlegu gagnrýni sem hefur komið fram eftir útboðið, yfir helstu verk ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu og horfurnar framundan og loks um varnarviðbrögð Sósíalistaflokksins þegar búið var að afhjúpa stóran galla í kosningaloforðum þeirra.
2021-06-25
45 min
Þjóðmál
#17 – Kristján Þór kveður stjórnmálin sáttur eftir 35 ára feril
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, á að baki langan feril í stjórnmálum – fyrst sem bæjarstjóri í rúm 20 ár og síðar sem þingmaður og ráðherra. Í hlaðvarpi Þjóðmála ræðir hann um ferilinn, árin í stóli bæjarstjóra, stórar ákvarðanir sem hann tók á meðan hann var heilbrigðisráðherra, umræðuna um landbúnað og sjávarútveg og það að velja sér ráðuneyti sem eru ekki endilega fallin til vinsælda. Þá ræðir Kristján Þór um samskipti atvinnulífs og stjórnmála og þá óvægnu umræðu sem hann hef
2021-06-16
1h 01
Þjóðmál
#16 – Úrslit prófkjöra – Brynjar lítill í sér en jafnar sig – Tilfinningastjórnmál smáflokkanna – Niðurlæging Bensa – Alvöru mál sem bíða
Þeir Andrés Magnússon og Stefán Einar Stefánsson, blaðamenn á Morgunblaðinu, fara yfir pólitíska umræðu sem ræðst frekar af tilfinningahita en málefnum, aðdragandann og úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í nokkrum kjördæmum, uppstillingu Viðreisnar á lista og raunveruleg mál sem bíða þess að á þeim sé tekið en enginn þorir að ræða.
2021-06-08
1h 13
Þjóðmál
#15 – Úr öruggu dómaraembætti í stjórnmál – Arnar Þór Jónsson ræðir um fullveldið og þátttöku í stjórnmálum
Arnar Þór Jónsson héraðsdómari gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. í hlaðvarpi Þjóðmála ræðir hann um hættuna á því að erlendir embættismenn setji Íslendingum lög, mikilvægi þess að standa vörð um fullveldið og lýðræðið, þátttöku dómara í þjóðfélagsumræðu og ástæðu þess að hann fór úr öruggu dómarasæti í stjórnmálin.
2021-06-03
54 min
Þjóðmál
#14 – Villi Árna vill vekja Suðurlandið til lífsins
Vilhjálmur Árnason alþingismaður sækist eftir því að leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í Hlaðvarpi Þjóðmála fer hann yfir áskoranirnar og tækifæri í kjördæminu, uppbygginu fjölbreytts atvinnulífs, það hvernig stefna heilbrigðisráðherra hefur skert þjónustu og loks hvernig hægt er að boða nýja hluti þrátt fyrir að hafa setið átta ár á þingi.
2021-05-22
44 min
Þjóðmál
#13 – Albert Jónsson fer yfir stöðuna í alþjóðakerfinu og ólíka hagsmuni stærstu ríkjanna
Albert Jónsson, fv. sendiherra og einn helsti sérfræðingur landsins í utanríkismálum, fjallar um ráðherrafund Norðurskautsráðsins sem nú fer fram á Íslandi, heimsókn og fund utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Rússlands, samskipti þeirra ríkja og stirð samskipti stórra ríkja í alþjóðakerfinu. Við ræðum einnig um það hvort og þá hvaða hlutverki Ísland gegnir í samstarfi vestrænna þjóða, um áskoranir ríkja í loftslagsmálum, frjáls alþjóðaviðskipti og margt fleira.
2021-05-19
42 min
Þjóðmál
#12 – Ákvörðun dómsmálaráðherra breytti öllu – Birna Ósk og Jóhannes Þór ræða stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar
Þó svo að það sé erfitt ár að baki hjá ferðaþjónustunni þá er ákveðin bjartsýni í greininni. Ferðmenn eru byrjaðir að koma til landsins og fljúga yfir lifandi eldgos þegar þeir lenda í Keflavík. Þau Birna Ósk Einarsdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og þjónustusviðs Icelandair, og Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, ræða í Hlaðvarpi Þjóðmála um stöðu og framtíð ferðaþjónustunnar, hvernig við aukum gæðin hennar, hættuna á spekilega úr greininni, hvað telst viðunandi fjöldi ferðamanna og mikilvægi öflugrar markaðssetningar erlendis.
2021-05-12
43 min
Þjóðmál
#11 – Guðrún Hafsteinsdóttir – Hagsmunabarátta er ekki feimnismál
Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og markaðsstjóri Kjörís, býður sig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Í samtali við hlaðvarp Þjóðmála fer hún yfir aðdraganda þess að hún ákvað að gefa kost á sér í stjórnmálum, pólitískar áherslur sínar, hvort rétt hafi verið að ljúka aðildarviðræðum að ESB eða ekki og margt fleira. Hún fjallar einnig um hagsmunagæslu atvinnulífsins og segir að atvinnulífið hafi fram til þessa ekki átt sér marga málsva...
2021-05-07
48 min
Þjóðmál
#10 – Brynjar Níelsson – Duglegastur allra þingmanna
Brynjar Níelsson alþingismaður fjallar um aðförina að Samherja, misbeitingu valds af hálfu Seðlabankans í gjaldeyrismálum, mikilvægi þess að standa vörð um réttarríkið, stöðuna í stjórnumálum, það handónýta plagg sem hin svokallaða nýja stjórnarskrá er, vinnubrögð sín í þinginu og það hvort hann hyggist gefa kost á sér á ný. Þá svarar hann þeim pólitísku andstæðingum sem sakað hafa hann um leti í þinginu.
2021-05-05
54 min
Þjóðmál
#9 – Uppgjörið – Fjölbreyttar túlkanir á orðum Ásgeirs – Ekki eru allir viðhlæjendur vinir – Öll börn dreymir um að verða ríkisstarfsmenn
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, og Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, fjalla um ummæli Ásgeir Jónssonar seðlabankastjóra um hagsmunahópa og rangtúlkanir á þeim sem vörðu í tæpa viku, um hækkandi laun ríkisstarfsmanna, hvaða afleiðingar hærri verðbólga hefur, það hvort að stjórnmálamenn falli á stöðugleikaprófinu þegar nær dregur kosningum og margt fleira áhugavert.
2021-04-30
48 min
Þjóðmál
#8 – Pólitíkin – Andrés og Jóhanna Vigdís fara yfir pólitíska landslagið á lokaspretti kjörtímabilsins.
Andrés Magnússon, blaðamaður á Morgunblaðinu, og Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, fréttamaður á RÚV, fara yfir pólitíska landslagið, nýafstaðin og komandi prófkjör og uppstillingar á lista, stjórnarsamstarfið og síðustu vikurnar á þinginu. Kratarósin liggur í jörðinni og enginn virðist ætla að taka hana upp, íhaldið er í vandræðum með endurnýjun en það er slagur framundan í Reykjavík, Viðreisn þarf að koma körlunum fyrir, Miðflokkurinn bíður átekta og Framsókn ætlar að slá lokatóninn. Það eru spennandi tímar framundan.
2021-04-28
1h 09
Þjóðmál
#7 – Hannes Hólmsteinn – Frjálshyggjumenn eiga ekki að hata ríkisvaldið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórnmálafræðiprófessor fjallar um nýútkomna bók sína um frjálslynda íhaldsmenn, hugmyndir um hið frjálsa markaðshagkerfi og viðhorf frjálshyggjumanna til ríkisvaldsins, það hvernig fiskveiðistjórnunarkerfið varð til og hvernig það hefur bætt hag landsmanna, átökin um samkeppni hugmyndanna sem búið er að úthýsa úr háskólasamfélaginu, vondar hugmyndir um alþjóðlega skattastefnu og margt annað í ítarlegu viðtali í hlaðvarpi Þjóðmála.
2021-04-26
1h 21
Þjóðmál
#6 - Stefnan í heilbrigðismálum skerðir lífsgæði – Óli Björn Kárason fer yfir hættuna á tvöföldu heilbrigðiskerfi og stöðuna á síðustu mánuðum kjörtímabilsins
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, fjallar um það hvernig stefna heilbrigðisráðherra skerðir lífsgæði hér á landi, hættuna af tvöföldu heilbrigðiskerfi, mikilvægi þess að fólk fái þá þjónustu sem það á rétt á að fá og möguleika á auknu atvinnufrelsi og fjölbreytni í heilbrigðiskerfinu. Þá fjöllum við um síðustu mánuði kjörtímabilsins, það sem áunnist hefur og það sem miður hefur farið á kjörtímabilinu og það hvort að Óli Björn hyggist bjóða sig fram á ný eða ekki.
2021-04-16
1h 05
Þjóðmál
#5 - Við fengum hjarðhegðun í stað hjarðónæmis – Björn Ingi og Viggó Jónsson ræða sóttvarnaraðgerðir og umræðuna sem fæstir vilja taka vegna Covid-faraldursins.
Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður og Viggó Jónsson ráðgjafi ræða um aðgerðir í sóttvörnum, umræðuna í kringum sóttvarnir og aðgerðir yfirvalda, hverjir það eru sem stýra landinu í raun og veru og hversu lengi þetta ástand mun hafa áhrif á líf okkar.
2021-04-13
1h 01
Þjóðmál
#4 - Efnahagsmál – Ásdís Kristjánsdóttir og Jón Bjarki Bentsson fara yfir stöðuna
Það eru rúmlega 20 þúsund manns á atvinnuleysisskrá, tekjur ríkisins eru um 60% af útgjöldum og skuldir ríkisins hækka verulega og við vitum ekki hvenær hagkerfið tekur við sér. Ásdís Kristjánsdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, ræða stöðuna í efnahagsmálum og útlitið framundan, það hvort að aðgerðir hins opinbera hafi gert gagn og hvort þær nýtist til lengri tíma, hvort að það sé rétt að 90% hagkerfisins sé í lagi eftir heimsfaraldur og fleira.
2021-04-07
55 min
Þjóðmál
#3 - Viðtal - Katrín Atladóttir
Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, ræðir um það hvernig það kom til að hún tók sæti á lista flokksins, hvernig það er að vera í minnihluta, pólitískar hugsjónir sínar, samgöngumál og ósætti milli ólíkra borgarhluta, hvernig það er að vera kölluð samfylkingarkona í eigin flokki og stöðu ungs fólks í stjórnmálum.
2021-03-31
37 min
Þjóðmál
#2 - Uppgjörið – Bólusetningarklúðrið, spurningarnar sem ekki má spyrja og brandarabók Samkeppniseftirlitsins.
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, og Stefán Einar Stefánsson, fréttastjóri viðskipta á Morgunblaðinu, ræða um bólusetningaklúðrið hér á landi, spurningar sem ekki má spyrja um aðgerðir stjórnvalda og loks um skringilega hegðun Samkeppniseftirlitsins gagnvart atvinnulífinu og háar greiðslur til óháða kunnáttumannsins.
2021-03-26
47 min
Þjóðmál
#1 - Viðtal - Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), er gestur í fyrsta þætti Þjóðmála hlaðvarps. Í þættinum ræðir Halldór um hlutverk SA í samfélaginu, hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum, mikilvægi þess að styðja við frjálst markaðshagkerfi, samkeppnishæfni Íslands og margt fleira.
2021-03-23
55 min