Look for any podcast host, guest or anyone

Shows

Atli & ElíasAtli & Elías55. Þáttur - Spjall við Hannes Þór HalldórssonLeikstjóri, höfundur, klippari og framleiðandi (og jújú, landsliðsmaður í fótbolta en hver er það ekki?) Hannes Þór Halldórsson kíkir til okkar í spjall niður í Kompu. Þrír prúðir drengir og þrír bjórar á mann. Við ræðum IceGuys, Leynilögguna, Séð&Heyrt og Óróa og allt þar á milli nema það að verja víti frá Lionel Messi -- Í staðinn verjum við tíma okkar í að ræða DVD safnið hans á skrifstofu Atlavík.2024-03-221h 29Atli & ElíasAtli & Elías54. Þáttur - Hlaupandi hádegismaturElías er rekinn. En það varir ekki lengi. Drengirnir rifja markmiðin sem þeir settu sér í byrjun síðasta árs og hvernig gekk að ná þeim. Flest eru brostin en örfáum þeirra var náð og því má vera stoltur af! Elías talar um áskoranir þess að vera með of mörg járn í eldinum á meðan Atli leggur orð í belg um framleiðslufyrirtæki sem standa ekki í skilum og potar svo í séríslenskt fyrirkomulag sem eflaust einhverjir þekkja sem "running lunch".2024-02-161h 09Atli & ElíasAtli & Elías53. Þáttur - 2023 í hnotskurnÞunglyndasti dagur ársins og mikil gleði! Talað er um vinnuálag síðasta árs og vonir og drauma þess nýja... Atli er loksins byrjaður að skrifa lokaritgerðina sína á meðan Elías lýsir ferli sínu við að endurskrifa kvikmynd.2024-01-221h 10Atli & ElíasAtli & Elías52. Þáttur - Minning um sól„Nei sko! Ætli það séu ekki afleiðingar gjörða minna?“ Rúmu hálfu ári síðar ákveður Atli að girða sig í brók og klippa þáttinn. Sem þá var stútfullur af ferskum umræðum og sumargleði en er nú orðin sorgleg minningarsúpa um sól sem einhverntíman skein. Ókei. Þetta er kannski ekki alveg svona hádramatískt... Við erum allavega mættir aftur!2024-01-221h 02Atli & ElíasAtli & Elías51. Þáttur - ÞurrkurÞað var ekki lengi kalt á toppnum hjá Atla & Elíasi eftir mikilfenglegt LIVE EXTRAVAGANZA. Hér ræðum við þurrk og dali í verkefnum okkar, sem alltof margir geta kannski tengt aðeins við. Því miður. En engar áhyggjur! Atli er búinn að gera fullt í dag!2023-05-1957 minAtli & ElíasAtli & Elías51. Þáttur - ÞurrkurÞað var ekki lengi kalt á toppnum hjá Atla & Elíasi eftir mikilfenglegt LIVE EXTRAVAGANZA. Hér ræðum við þurrk og dali í verkefnum okkar, sem alltof margir geta kannski tengt aðeins við. Því miður. En engar áhyggjur! Atli er búinn að gera fullt í dag!2023-05-1957 minAtli & ElíasAtli & Elías50. Þáttur - Afmælisþáttur í Bíó Paradís í beinni (á þeim tíma)Strákarnir eru í sannkölluðu afmælisstuði enda er þetta FIMMTUGASTI þátturinn af Atla & Elíasi. Vá... Þeir fá til sín góða gesti í sérstakan live þátt í Bíó Paradís í samvinnu við Stockfish kvikmyndahátíðina. Tommi Valgeirs kvikmyndagagnrýnandi með meiru og Einar Pétursson (eftir allt saman EKKI eini hlustandi þáttarins) heiðra drengina og áhorfendur með nærveru sinni. Bjór og gleði, fjórir míkrafónar, live áhorfendur og versta martröð klipparans*. *Það skal tekið fram að eftir rúman mánuð og vægt taugaáfall Atla við eftirvinnslu þáttarins ba...2023-05-121h 39Atli & ElíasAtli & Elías49. Þáttur - Tölvuleikir, Svörtu Sandar & LeyndarmálALDÍS AMAH HAMILTON sest niður með okkur og ræðir þá marga bolta sem hún heldur á lofti, en nú er hún í miðjum skrifum á SVÖRTU SANDAR II2023-02-181h 40Atli & ElíasAtli & Elías48. Þáttur - Árið sem kom of seintAtli klippti. Þið vitið hvað það þýðir. Allt sem við tölum um í þættinum eru úreltar fréttir. En þó ná drengirnir að kreista út góðum þætti þar sem farið er yfir bestu hluti sem gerðust á árinu og markmið fyrir árið í ár. Þeir deila fræðandi áhorfstölum um hlustendur þáttarins, Elías kveður langt verkefni og rekur sig á í nýju handritaherbergi og Atli leggur niður næstu skref framleiðsluferilsins.2023-02-101h 15Atli & ElíasAtli & Elías47. Þáttur - Logi StaðgengillAtli & Elías tala um nýjar reynslur af setti, annar sem staðgengill og hinn sem allt á milli himins og sjávar. Óh! Og Robbi ljósamaður (með meiru) hringir óvart inn.2022-12-231h 18Atli & ElíasAtli & Elías46. Þáttur - & Baldvin fokking ZetaLoksins loksins loksins bjóðum við hinum umtalaða Baldvini Z í hlaðvarpið! Leikstjóri, trommari, hraðskákmeistari á Akureyri í unglingaflokki og skítsæmilegur golfari en fyrst og fremst gamall og góður vinur. Við förum um víðan völl og ruglum saman ártölum, kvikmyndum og Line Producerum í þessari epísku yfirferð um gamla tíma, framtíðina og jaðarinn þar á milli.2022-08-191h 51Atli & ElíasAtli & Elías45. Þáttur - Cannes prógram ungra framleiðandaDjöfullega langur þáttur (sem á það alveg skilið) um prógram ungra famleiðanda á Cannes Film Festival sem Atli tók þátt í. Margt annað er rætt en hér er þetta prógram eins og það leggur sig. Hinn almenni Einar Pétursson lærir allt sem Atli lærði í þessu prógrami við það að hlusta á þennan þátt.2022-06-301h 48Atli & ElíasAtli & Elías44. Þáttur - Vegurinn til Cannes er olíuborinnMögulega er kominn tími til að horfast í augu við að þetta sé mánaðarlegt podcast en ekki vikulegt. Fyrsta skrefið í átt að betrun er að viðurkenna vanmátt sinn (eða svo höfum við allavega heyrt). Atli er á leiðinni á kvikmyndahátíðina í Cannes og Elías segir okkur loksins frá seríunni sinni sem hafa prýtt innantóm loforð hans síðastliðna mánuði (er annað skrefið ekki annars að bæta upp fyrir gjörðir sínar?). Verkefni Elíasar hlýtur Eddutilnefningu og gullkorn dagsins snúa að stórvægilegu smygli húsmæðra í Fossvoginum.2022-05-171h 15Atli & ElíasAtli & Elías43. Þáttur - Ungur framleiðandi á CannesAtli var valinn á námskeið ungra framleiðanda á kvikmyndahátíðinni í Cannes og við hringjum í Dag Benedikt leikstjóra, ljósamann og handritshöfund og spyrjum hann spjörunum úr en hann sótti sama prógramm 2018. Einnig ræðum við Stockfish og misheppnaða tilraun Elíasar við að koma vel fram í útvarpsviðtali. Til að toppa þetta fer Atli með undurfagurt ljóð í Gullkornum dagsins. PS. Því miður fundum við ekki þáttinn sem við vitnum í, um Berlinale shooting stars prógramið hans Atla, en það er vegna þess að við erum ömurlegir í að skrifa nákvæmar lýsingar á hverjum þætti eins og við erum að s2022-04-0655 minAtli & ElíasAtli & Elías42. Þáttur - Engin þöggun í skúrnumDrengirnir hittast aftur eftir langa fjarveru. Atli talar EKKI um vinnutörn sem hann var að ljúka við hjá Truenorth en heit umræða á Facebook-síðu kvikmyndagerðarfólks er krufin til mergjar.  Hvað er til bragðs ef verkefnið manns er sett á ís?2022-03-101h 05Atli & ElíasAtli & Elías41. Þáttur - Sá úreltiTekinn upp á óræðum tíma í janúar en gefinn út í mars. Þetta gæti verið nýtt met í frestunaráráttu Atla. En hann er þó með ágæta afsökun í þetta skiptið. Verbúðin, Svörtu Sandar og svo margt margt fleira.2022-03-041h 07Atli & ElíasAtli & Elías40. Þáttur - 2021 í hnotskurnVið horfum aftur til Janúar 2021, og veltum fyrir okkur hvernig ár við sáum fyrir okkur í samanburði við það ár sem við fengum. Persónulegri þáttur svona rétt fyrir jól, og örlítil sjálfsást sem fylgir því að lesa lítil fanmail sem barst okkar -- Það í samanburði við póst sem Atli fékk frá stalker þegar Órói var ný og vinsæl mynd.2021-12-131h 19Atli & ElíasAtli & Elías39. Þáttur - Labbaðu upp á þetta fjallDrengirnir eru komnir aftur eftir alltof langa pásu. Elías hefur ferðast heimshorna á milli og smitaðist af Covid fyrir vikið á meðan Atli mætti seint á fyrirlestur Kvikmyndamiðstöðvar um umsóknarferlið þeirra. Strákarnir drulla EKKI yfir Ófærð og Atli segir frá erlendu tökuteymi sem gjörsamlega gekk frá honum.2021-12-031h 09Atli & ElíasAtli & Elías38. Þáttur - RIFF ’21: BlaðamannapassinnAlþjóðlega kvikmyndahátíð Reykjavíkur er í fullu fjöri á meðan við tókum upp þennan þátt, Eddu-styttur ársins búnar að finna sín heimili, og Atli og Elías eru aftur komnir í þægilegri stöðu bara tveir. Engir gestir. Bara þægindi.2021-10-131h 08Atli & ElíasAtli & Elías37. Þáttur - Ninna Pálma, Áratugur í bransanumLeikstýran Ninna Pálmadóttir fór strax að vekja athygli þó hún væri enn ekki útskrifuð úr Tisch School of the Arts með myndunum sínum Blaðberinn og Allir hundar deyja. En hún vann bæði Edduna og RIFF fyrir Blaðberann. Við ræðum við Ninnu um uppkomu hennar í bransanum og yfirþyrmandi drauma um að verða leikstjóri sama hvað það kostaði.2021-10-0559 minAtli & ElíasAtli & Elías36. Þáttur - Birna Rún, Eddustyttur og stuttmyndirLeikkonan Birna Rún Eiríksdóttir tekur að sér fyrsta gesta hlutverk hjá okkur eftir að Covid tók yfir, og hún veit margt um það að vera inní, útúr, og við jaðarinn á kvikmyndabransanum á Íslandi -- og þau Atli bera saman Eddu-upplifanir sínar. Bónus topic um stuttmynda-skriftir og strúktúr í lokin!2021-09-141h 11Atli & ElíasAtli & Elías35. Þáttur - Einar PéturssonDrengirnir uppgötva tæknina til að hringja í fólk í miðjum þætti og auðvitað nýta þeir nýfengna krafta sína hóflega og aðeins til góðs..2021-07-3159 minAtli & ElíasAtli & Elías34. Þáttur - Ekki vera hálfviti á settiÍ dag ræðum við toxic hegðun á kvikmyndasettum, og segjum hvað okkur fannst um KÖTLU á Netflix.2021-07-091h 09Atli & ElíasAtli & Elías33. Þáttur - Handritateymið í SkuggahverfinuFyrir langa löngu tóku drengirnir upp þátt. En svo komu afléttingar og allir duttu í það í marga marga daga. Okkur rámar í að þessi þáttur fjalli um Shadowtown sem Atli leikur í og svokallað writer's room sem Elías var ráðinn í á dögunum.2021-06-281h 04Atli & ElíasAtli & Elías32. Þáttur - Stútfullur þáttur með tannpínuAtli gerist svo brattur að segjast vera með alveg stútfullan þátt í dag. Hann fjallar um styrkveitingu handritasjóðs KMÍ, stuttmyndakeppni Stockfish, áhugaverða umræðu á Kvikmyndagrúppu Facebook, nýja íslenska streymiveitu, og fleira var það ekki. Nema ein sársaukafull saga frá tannlækninum.2021-06-041h 05Atli & ElíasAtli & Elías31. Þáttur - Sellát á SkriðuklaustriElías snýr aftur til siðmenningar og ræðir um listamannasetrið á Skriðuklaustri þar sem hann dvaldi í mánuð. Atli reynir sitt besta til að fela biturleika sinn gagnvart Eddunni og drengirnir tilkynna stórar breytingar á umgjörð hlaðvarpsins.2021-05-241h 02Atli & ElíasAtli & Elías30. Þáttur - Tónlistarmyndbönd 101Í vikunni ræðum við framleiðslu tónlistarmyndbanda og fögnum þrítugasta þættinum af Atla & Elías!2021-03-3152 minAtli & ElíasAtli & Elías29. Þáttur - Íslensk framleiðsla 2021Í vikunni er farið yfir úthlutanir úr Kvikmyndasjóði til að sjá við hverju megi búast í íslenskri framleiðslu yfir árið.2021-03-151h 03Atli & ElíasAtli & Elías28. Þáttur - Blái máninn & OpalferðinStrákarnir ræða sín allra fyrstu verkefni, sem flest enduðu ofan í skúffu, en kenndu þeim þó margt.2021-03-0858 minAtli & ElíasAtli & Elías27. Þáttur - Samningaviðræður 101Í þessum þætti förum við út í það sem við höfum lært að passa okkur á þegar skrifað er undir samninga fyrir ný verkefni. Eða reynum að gera það að minnsta kosti.2021-02-0254 minAtli & ElíasAtli & Elías26. Þáttur - Zen í seinni tíðDrengirnir ræða horfur til ársins 2021, erfiða ráðgjafa hjá kvikmyndamiðstöð og það stefnulausa ráf sem þessi þáttur er.2021-01-2653 minAtli & ElíasAtli & Elías25. Þáttur - Í mynd með George ClooneyAtli lék í kvikmyndinni THE MIDNIGHT SKY, sem er fáanleg á Netflix og við ræðum hans ferli í þeirri mynd ásamt öðrum gersemum sem komu út á árinu.2021-01-111h 09Atli & ElíasAtli & Elías24. Þáttur - Comeback Atla"Þú getur kallað það comeback en hann fór bara í skóla". Strákarnir fara yfir þann aragrúa íslenskra verkefna á árinu og ræða um þau sem hljóma mest spennandi.2020-09-171h 09Atli & ElíasAtli & Elías23. Þáttur - Framleiðslustyrkir stuttmynda 101Elías spyr Atla spjörunum úr varðandi ferlið að sækja um framleiðslustyrk stuttmynda hjá Kvikmyndasjóði Íslands.2020-08-141h 06Atli & ElíasAtli & Elías22. Þáttur - Einkamál, opnist ekkiDrengirnir eru töluvert undirbúnari í þetta skiptið en hætta sér kannski of langt yfir opinberunarlínuna. Því ætti enginn að hlusta á þennan þátt. Þökkum skilninginn.2020-07-221h 03Atli & ElíasAtli & Elías21. Þáttur - Kompan opnar aftur!Nú hefur kompan opnað aftur og Atli & Elías hafa snúið aftur og vita ekkert hvað þeir eiga að tala um, rétt eins og venjulega.2020-07-081h 01Atli & ElíasAtli & Elías20. Þáttur - Einir heimaÍ þessum sérkennilega þætti reyna Atli & Elías að taka upp í sitthvoru lagi. Strákarnir ræða vinnuhagræðingar sínar á tímum veirunnar og áhrif ástandsins á kvikmyndagerð í heild.2020-04-061h 02Atli & ElíasAtli & Elías19. Þáttur - 2019 í hnotskurnAtli og Elías eru í jólaskapi, með jólabjór, og þræða síðasta ár saman, en gaman!2019-12-171h 00Atli & ElíasAtli & Elías18. Þáttur - Vigfús Þormar um leikaraval og BergmálVigfús Þormar Gunnarsson kíkir í heimsókn og tekur stórskemmtilegt spjall um sinn feril og fyrirtæki sitt Doorway Casting, sem hefur séð um leikaraval í mörgum af stærri verkefnum landsins síðustu ár.2019-11-271h 15Atli & ElíasAtli & Elías17. Þáttur - Viktor Bogdanski um bókhaldViktor Bogdanski sem að heldur námskeið um bókhald í kvikmyndagerð sest niður með okkur.2019-11-2047 minAtli & ElíasAtli & Elías16. Þáttur - Davíð Már skrifar KötluseríuDavíð Már Stefánsson handritshöfundur kíkir í heimsókn og spjallar um vinnu sína við nýjustu sjónvarpsseríu Baltasars Kormáks, sem gerist einu ári eftir að Katla gýs. Óvæntur gestur hringir inn og er mikið niðri fyrir. Strákarnir skúbba leiðindamáli úr bransanum sem gæti leitt til málaferla.2019-11-121h 08Atli & ElíasAtli & Elías15. Þáttur - Atli & Elías í 10 árÍ dag eru 10 ár liðin síðan tökur hófust á kvikmyndinni ÓRÓI, en þar kynntust Atli og Elías. Hér þræða þeir í gegnum þau verkefni sem aldrei komu út, en á sama tíma mynduðu það vinasamband sem bjó til þetta forláta hlaðvarp.2019-10-2458 minAtli & ElíasAtli & ElíasReykjavík Creative Hub: Lilja Ósk & Anton Máni2019-10-201h 31Atli & ElíasAtli & Elías14. Þáttur - Margt og AppelsínÉg meina...2019-10-1056 minAtli & ElíasAtli & Elías13. Þáttur - Atli & Viktor smíða stuttmyndStrákarnir fá til sín góðan vin, Viktor Sigurjónsson, sem ræðir samstarf sitt og Atla í gegnum ferlið að gera heila stuttmynd. Lífið á Eyjunni.- Umsagnir um Viktor -"Very unpleasant to work with"2019-09-171h 19Atli & ElíasAtli & Elías12. Þáttur - Aðstandendur RVK Creative HubAðstandendur Reykjavík Creative Hub í IÐNÓ svara sínum eigin spurningum sem þau Baldvin Z og Silja Hauksdóttir fengu þann 18.Ágúst, og þá með heilum helling af útúrsnúningum!2019-09-0956 minAtli & ElíasAtli & ElíasReykjavík Creative Hub: Baldvin Z & Silja HauksdóttirUpptaka frá IÐNÓ, þann 18.Ágúst 2019, pallborðsumræður með kvikmyndaleikstjórum.2019-09-021h 38Atli & ElíasAtli & Elías11. Þáttur - Þorsteinn Bachmann man aldrei hver ég erEinn heitir Atli, hinn heitir Elías, og ræða þeir opinskátt um það að vera inni, útúr, og við jaðarinn við kvikmyndabransann á Íslandi.2019-08-2754 minAtli & ElíasAtli & Elías10. Þáttur - VFX & Skapandi Hittingur í IÐNÓ2019-08-171h 01Atli & ElíasAtli & Elías9. Þáttur - Tónlistarleyfi í kvikmyndum & RIFF (eða: Myrkvi 2)2019-07-171h 03Atli & ElíasAtli & Elías8. Þáttur - Nákvæmlega ekki neitt2019-07-0943 minAtli & ElíasAtli & Elías7. Þáttur - Verkalýðshreyfing kvikmyndabransans, spurningarmerki?2019-04-021h 14Atli & ElíasAtli & Elías6. Þáttur - Stockfish & RÚV2019-03-121h 08Atli & ElíasAtli & Elías5. Þáttur - Ekki beint viðtal um 'Valhalla Murders'2019-03-021h 02Atli & ElíasAtli & Elías4. Þáttur - Myrkvi & fyrstu kynni bransans.2019-02-2558 minAtli & ElíasAtli & Elías3. Þáttur - Bömmer vika2019-01-311h 06Atli & ElíasAtli & Elías2. Þáttur - Menningarlegir á Borgarbókasafninu2019-01-2151 minAtli & ElíasAtli & Elías1. Þáttur - "Kominn aftur heim?"2018-12-301h 07