podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Biofiklar Hlaðvarp
Shows
Bíófíklar
Weapons (2025)
Ein umtalaðasta svarta kómedíuhrollvekja þessa árs, virðist vera, frá fyrrum grínaranum sem færði okkur Barbarian.Kjartan, Tommi, Friðrik og Birgir Snær gramsa í, rýna í og kryfja hina forvitnilegu og stórvinsælu Weapons. Úr nægu er allavega, því hvað í déskotanum er þessi mynd og af hverju er hún að skapa svona mikið umtal?Og af hverju hafa Kjartan og Friðrik ekki séð Barbarian?!Efnisyfirlit:00:00 - Heitasta handritið06:37 - Spoiler-laus 'samantekt'19:27 - Justine (spillar)30:45...
2025-08-13
1h 57
Bíófíklar
American Psycho (2000)
Patrick Bateman er meira en þessi týpíski ‘Wall Street lúser’ (eða hvað?), þó enginn annar virðist sjá það. En hvað er það sem lætur Bateman tikka? Hvað er hægt að segja um þetta rotna samfélag og ekki síður þennan hóp sem hann tilheyrir? Veit hann raunverulega eitthvað um Phil Collins eða er þetta allt saman bara gríma? Auður Svavarsdóttir kíkti til Kjartans og Tomma til að ræða helstu spurningar, svör og stúderingar í tengslum við költ-klassíkina American Psycho, og hvernig myndin stenst samanburð við umdeildu...
2025-08-08
1h 01
Bíófíklar
The Naked Gun (2025)
Liam Neeson hefur tekið við keflinu af hinum óborganlega Leslie Nielsen sem burðarleikari ‘Beint á ská’ seríunnar. Nú er það Frank Drebin Jr. sem fær að leika lausum hala í endurræsingu sem bæði mætti kalla óvænta og í senn boðbera um endurkomu svokallaðra ‘spoof’ mynda af gamla skólanum.Viktor Árni Júlíusson er mættur til að ræða The Naked Gun ‘25 við Kjartan, Tomma og Atla Frey, en hver þeirra fjórmenninga á sér ólík tengsl við þessa vinsælu sprellsyrpu.Dómarnir virðast allavega hafa verið merkilega jákvæðir, en hvað segj...
2025-08-03
1h 33
Bíófíklar
The Fantastic Four: First Steps (2025)
‘Fyrsta Marvel-fjölskyldan’ svonefnda er aftur komin ‘heim’ og hefur þar með fengið glænýja endurræsingu - nema nú í MCU-heiminum. Eftir raðir af merkum feilsporum að koma Fantastic Four hetjunum á hvíta tjaldið með sterkum árangri er upplagt að kanna hvort útkoman hérna séu merki um gríðarleg framför eða hvort hvíli hreinlega bara einhver bíóbölvun á þessu merki.Sigga Clausen er sest niður með Kjartani og Tomma til að rýna í Hin fjögur fræknu og meta hvort um ræðir annars vegar bjarta von um framtíð Marvel-myndanna og hins vegar hvort...
2025-07-28
1h 40
Bíófíklar
The Fifth Element (1997)
Ein ef ekki langdýrasta stórmynd síns tíma sem framleidd var utan vestræna markaðsins, beint úr hugarheimi franska pervertsins Luc Besson. The Fifth Element er algjör sci-fi steik með Bruce Willis í fantaformi og í senn spennumynd sem markar þá fyrstu með Millu Jovovich í einu aðalhlutverkinu að ógleymdum Gary Oldman í aldeilis fjörugum fíling. Síðan er að sjálfsögðu hinn ómótstæðilegi Ruby Rhod sem gleymir ekki að gæða myndarömmunum meira líf með glensi sínu og stjórnlausri greddu. Kjartan, Tommi og Atli Freyr rifjuðu upp þessa einkennilegu ævintýra...
2025-07-22
1h 00
Bíófíklar
The Thing (1982)
Bandarískur vísindaleiðangur til Suðurheimskautsins er truflaður af hópi trylltra Norðmanna sem elta og skjóta hund. Þannig hefst brillerandi sci-fi hryllingsmyndin The Thing frá John Carpenter. Vill þannig til að þetta er ein af allra uppáhalds tveggja fastagesta Bíófíkla. Kjartan og Tommi tóku á móti Atla Frey og Frikka til að ræða þessa költ-klassík í ræmur, upprunalegu söguna og nákvæmlega hvað það er sem gerir The Thing svona ótrúlega töff skrímslamynd. Óhjákvæmilega ræða þeir líka prequel-myndina The Thing (2011), tölvu...
2025-07-18
1h 35
Bíófíklar
Topp 5: James Cameron
Trúlega einhver virtasti og þekktasti ‘græjukarlinn’ í Hollywood. James Cameron ætti að vera löngu orðinn brennimerktur inn í nostalgíubúið hjá allmörgum bíófíklum á einn hátt eða annan. Upp á síðkastið (og í senn um ókomin ár) hefur hann aðallega haldið sig á plánetunni Pandóru með Avatar-syrpunni sinni, en þegar um ræðir náungann sem færði okkur The Terminator, Aliens, The Abyss og Titanic - svo dæmi séu nefnd - er kannski þess virði að kafa aðeins dýpra ofan í feril köfunarmeistarans. Kjartan og Tommi eru sestir ásamt Fannari Traustas...
2025-07-14
1h 35
Bíófíklar
Superman (2025)
Splunkuný endurræsing á Ofurmenninu hefur nú litið dagsins ljós og í senn glænýr bíóheimur frá DC stúdíóinu. Tímasetningin á þessu re-brandi kemur á besta tíma af því að dæma hvað MCU-heimurinn hefur verið í mikilli lægð, að margra mati. En hvað er það sem hefur gert Súpermann að einni ef ekki allra þekktustu ofurhetju dægurmenningar fyrr eða síðar?Gísli Einarsson, eigandi Nexus (og mörgum kunnugur sem ‘Gísli í Nexus’) er sestur í stúdíóið sem einlægur gestur Bíófíkla að sinni. Saman ræða þeir Kjartan og Tommi söguna af Superman í gegnum poppkúlt...
2025-07-11
1h 38
Bíófíklar
Jurassic World: Rebirth (2025)
Myndlistamaðurinn Arnar Steinn Pálsson, gestur Bíófíkla að sinni, hefur lengi vel verið á þeirri skoðun að Jurassic Park sé ein besta kvikmynd allra tíma. Þessu virðist Kjartan vera sammála, en þegar Júragarðsmyndirnar eru orðnar sjö talsins - með tveimur endurræsingum - hefur ansi mikið runnið til sjávar. Og nauðsynlegt er að meta stöðu og líf þessa myndabálks.Leikstjórinn Gareth Edwards gerir tilraun til þess að djúsa nýju lífi í myndaseríuna sem er umdeilanlega komin í eins konar útrýmingarhættu. En hefur Edwards loksins skilað...
2025-07-04
1h 27
Bíófíklar
BASEketball (1998)
Hvað gerist þegar þú sameinar hafnabolta við körfubolta og í senn tvær gerólíkar týpur af grínsnillingum? Þá er útkoman eðalþvæla frá David Zucker (The Naked Gun o.fl.) sem skartar þeim Trey Parker & Matt Stone (South Park o.fl.) ásamt fleira fólki í banastuði.BASEketball hlaut hvorki jákvæða dóma né merkilega aðsókn áhorfenda á sínum tíma en Bíófíklar vilja færa rök fyrir því að hér leynist mögulega ein vanmetnasta vitleysa síns tíma. Í brennidepli eru alls kyns íþróttaklisjur og skot á stærri pólitík sportheimsin...
2025-07-02
1h 03
Bíófíklar
F1 (2025)
Frá leikstjóra ‘Top Gun: Maverick’ kemur önnur ‘pabbamynd’ sem sver sig aldeilis í ætt við Tom Cruise-ræmuna stórvinsælu. Nú er annars vegar Brad Pitt (eða *hinn* leikarinn úr Interview with the Vampire…) sá sem sestur er við stýrið í sjónarspilinu. Við tekur titrandi og græjuflexandi spennusaga af gamla skólanum um Formúlu 1 og þær hindranir sem má feisa þar. Hér er ofurframleiðandinn Jerry Bruckheimer að verki, helsti forsprakki bæði Top Gun og Days of Thunder, þannig að öruggt er að búast megi við því að öllu hafi verið tjaldað til á þessu setti.Kjartan...
2025-06-29
1h 06
Bíófíklar
28 Years Later (2025)
Danny Boyle og Alex Garland snúa bökum aftur saman eftir langa fjarveru og presentera glænýja orkusprautu fyrir ‘28 X Later’-seríuna. Um er að ræða sjálfstætt(ish) framhald(ish) sem er í senn fyrsta myndin í tilvonandi þríleik. Hefjast þá deilur um það hvernig til tekst með þetta óvenjulega sumarbíó, og hvort megi eða eigi raunverulega að kalla þetta 'zombie-myndir'.Kjartan, Tommi og Atli Freyr horfðu nýlega á hinar tvær og renna yfir feril Boyles, Garlands og almennt háu hæðir og umdeildu lægðir myndabálksins. Þá er í þaula rætt hvort 28 Years Later eigi...
2025-06-22
1h 34
Bíófíklar
Pan’s Labyrinth (2006)
Grimmd og fegurð ræður ríkjum í völundarhúsi fánsins úr smiðju mexíkóska stórmeistarans Guillermos Del Toro. Gestur Bíófíkla að sinni valdi þessa perlu sérstaklega en við mækinn er mætt leik- og listakonan Bára Lind Þórarinsdóttir. Bára hefur skemmtilega sögu að segja af því er hún sá og kynntist þessari kvikmynd í fyrsta sinn, en þessi dramafantasía frá Del Toro er sömuleiðis í gífurlegum metum hjá Atla Frey og Tomma. En auk þessarar bíóperlu bregða jafnframt fyrir umræður um Leik og sprell, ‘pylsumyndir’, Suður...
2025-06-18
1h 14
Bíófíklar
Mamma Mia! vs. Mamma Mia! Here We Go Again
Óhætt er að fullyrða að Mamma Mia! sé á meðal allra vinsælustu bíómynda á Íslandi frá upphafi. Myndin fór vel yfir 100 þúsund manna aðsókn í kvikmyndahúsum hér á landi. ‘ABBAplánetan’ var svo sannarlega dóminerandi æði þjóðarinnar þegar hún var frumsýnd sumarið 2008. Áhorfendur og Íslendingar sérstaklega voru heilt yfir ánægðir með Mamma Mia! Tíu árum síðar kemur út Mamma Mia! Here We Go Again og nýtur einnig mikilla vinsælda víða um heim. Skemmst er frá því að segja að deila má harðlega um hvor ræman er betri.Salvör Berg...
2025-06-13
1h 49
Bíófíklar
Ballerina (2025) & John Wick (2014-2023)
John Wick-serían hefur náð meiriháttar vinsældum og tekur smá krók með spin-off myndinni Ballerina. Hin ofurmannlega fjölhæfa Ana De Armas tekur hér við keflinu af Keanu Reeves - sem er varla ókrefjandi verk.Atli Freyr og Tommi skoða þessa myndsyrpu alla leið og í senn hvað í ósköpunum það er sem gerir þessa háfleygu hasarseríu svona skemmtilega. Allavega þegar hún er upp á sitt besta.Og hvernig raðast Ballerínan upp við góðan Wick?Efnisyfirlit:00:00 - Taktur...
2025-06-08
1h 00
Bíófíklar
Happy New Year (2014)
Indverskar kvikmyndir. Hingað til hafa þær ekki mikið komið til tals (ókei, bara ekki neitt!) í Bíófíklum en hér og nú skal rétta úr því. Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir er fæddur Bollywood-unnandi og er sest ásamt Kjartani til að skóla hann örlítið í einkennum slíkra mynda og maukstúdera umrædda verkið sem varð fyrir valinu.Kjartan stóðst þessa áskorun Elínar eins og mikill meistari og er óhætt að segja að HNY sé endemis veisla. En veisla af hverju er það sem ber að grandskoða. Upp með kuflana og spörum ekki danssp...
2025-06-01
1h 19
Bíófíklar
Beyond the Infinite Two Minutes (2020)
Pínulítil sci-fi perla frá japönskum leikhópi og forvitnilegum leikstjóra. Hér er spilað í ‘óslitinni’ töku - á rúmum klukkutíma - með gríðarstórar pælingar á agnarsmáum indískala - og frussufyndnum árangri.Kjartan valdi þessa mynd fyrir Frikka og Tomma og er óhætt að segja að enginn af þessum mönnum hafi séð eftir þessum 70 mínútum af (‘tveggja mínútna’) tímaflakki og eðalflippi fram og aftur.Lifi indíið. Efnisyfirlit:00:00 - Tvist á tímalúppuklisjurnar05:20 - “Eitt” skot (ath. spilla...
2025-05-30
1h 19
Bíófíklar
Final Destination (2000-2025)
Dauðinn er óhjákvæmilegur og hefur það verið (með púkalegum vinkli) í brennidepli í Final Destination seríunni. Af viðtökum aðdáenda og gagnrýnenda að dæma hefur sjötta bíómyndin komið, séð og sigrað auk þess að endurlífga prakkaralega myndabálkinn eftir töluverða dvöl. Myndin er ferskur andblær og kærkomið eintak í myndabálk sem lengi þótti hafa sagt sitt síðasta.Íris, Tommi og Atli Freyr leggjast nú yfir Síðustu áfangastaðina, allan ferðapakkann eins og hann leggur sig; Hvert og eitt þeirra með sína uppröðun á gæðum titlana. Hv...
2025-05-26
2h 24
Bíófíklar
Mission: Impossible - The Final Reckoning (2025)
Ethan Hunt og vinir halda áfram að leita leiðum til að tortíma ógnvægilegri gervigreind í þessum meinta ‘lokakafla’ Mission: Impossible seríunnar, nema að því gefnu að miðasala og hagnaður gefi til kynna að bálkurinn gæti haldið áfram.En þá er að skoða nýjasta/áttunda eintakið í röð ævintýra þar sem Tom Cruise hættir líkama sínu og lífi til að sýna okkur hinum hvað hann er framúrskarandi í áhættuleik, með fyrirspurnir um hvort og hversu mikill alvöru ‘leikari’ Krúsarinn er, og almennt hversu sterk er þessi skrattans bíósería sem nú hefur sp...
2025-05-23
1h 33
Bíófíklar
Logan (2017)
Er það of hæpið að setja Logan í hóp allra bestu ofurhetjumyndanna? Ef ekki þá merki um einhverja lukku í hinni sveiflukenndu X-Men seríu? En þarna markar þetta eintak ákveðin kaflaskil fyrir myndabálkinn í höndum 20th Century Fox - áður en Disney-samsteypan lagði hann undir sig.Óli Bjarki Austfjörð, harðkjarna Hugh Jackman-aðdáandi, er sestur við gestamækinn í stúdíóinu með Kjartani og Tomma og kafa þeir í Logan (og heljarinnar haug af öðru stöffi) saman af ástríðu mikilli þessa lágstemmdu og sársaukafullu hasarblaðamynd. (Ath. myndin er öll rædd með spillum...
2025-05-22
1h 24
Bíófíklar
Back to the Future (1985-1990)
Stefán Atli Rúnarsson er markaðssérfræðingur og séní á sviði gervigreindar með ómælanlega ást á fyrstu tveimur bíómyndunum í Back to the Future-þríleiknum. Kjartan og Tommi stóðust ekki mátið að bjóða honum í stúdíóið og renna léttilega og létt skemmtilega yfir ævintýrin hjá Marty McFly, Doc Brown og vinum - og þessi allsvakalegu áhrif sem ‘Bobbarnir’ (Gale og Zemeckis) höfðu á poppkúltúrinn. Þá er gráupplagt að smella sér í Nike-skóna, botna bensíngjöfina og hverfa aðeins aftur til fortíðar ‘Aftur til framtíðar’ myndanna stó...
2025-05-18
1h 08
Bíófíklar
The Naked Gun: From the Files of Police Squad! (1988)
Leikarinn og bíófíkillinn Viktor Árni Júlíusson er maður með smekk fyrir góðri vitleysu og hikaði hann ekki við að velja fyrstu myndina um ofur(aula)lögguna Frank Drebin hjá ‘Police Squad’. Það sem við tekur er kostuleg könnun Viktors og Tomma á því hvers vegna í ósköpunum Kjartan fílaði ekki þessa mynd, en víðara mengi spoof-mynda er vissulega líka á boðstólnum. Þá smellum við lögguljósinu á og förum Beint á ská. Efnisyfirlit:00:00 - Innlend stórverkefni 05:13 - "Löggan er Drebin"
2025-05-16
1h 03
Bíófíklar
Wild Tales (2014)
Hefndin getur verið andstyggileg eða ljúf en í þeim sex sögum sem hér eru sagðar er hún fyrst og fremst meinfyndin, rugluð, skepnuleg og kjánaleg. Tommi valdi Wild Tales sérstaklega þar sem hvorki Kjartan né Friðrik höfðu séð hana. Skemmst er að segja frá því að Tommi gat ekki beðið eftir að kafa ofan í þessa stórlega vanmetnu argentísku veislu sem tekur hressilegan snúning á hefndarformúlur og sýnir breiskleika fólks á margvíslega skondinn máta. Efnisyfirlit:00:00 - Stemning og hryllingur...
2025-05-12
1h 19
Bíófíklar
Topp 5: Christopher Nolan
Mögulega var það óhjákvæmilegt, en nú er komið að því að kafa aðeins ofan í þennan stórvinsæla kvikmyndagerðarmann, Óskarsverðlaunahafa og Íslandsvin! Þetta er auðvitað tíma-obsessaða IMAX-undrið Christopher Nolan, ásamt sterkum umræðum um hvort hann sé ofmetinn, snillingur, hvort tveggja eða hvorugt.Gestur að sinni er Páll Eyjólfsson starfar í fjármálageiranum en þó er hann einnig virkur bíófíkill, með sérstakt dálæti á téðum kvikmyndagerðarmanni. Palli valdi það verkefni að 'ranka' Nolan-sarpinn og þá var undir þeim Kjartani og Tomma komið að mæta með topplistana brýnda. Stillum sama...
2025-05-09
2h 22
Bíófíklar
Thunderbolts* (2025)
Hinn afkastamikli en í senn síumdeildi MCU-heimur tekur ákveðnum stakkaskiptum með Thunderbolts*, ef svo má segja. Hér er tráma, þunglyndi og geðrænir kvillar í gígantískum fókus með umræðuverðum hætti.Sigga Clausen er aftur mætt í stúdíóið til að grandskoða MCU-eintakið að sinni með Kjartani og Tomma og stærra mengi hasarblaðaheimsins sem umræðir - og hvert hann stefnir. Hafa dómarnir kannski rétt fyrir sér, er Thunderbolts* besta Marvel-myndin síðan ____* ? Sjáum hvað setur. Skoðanirnar ku vera ólíkari en fyrst mætti hald...
2025-05-05
1h 09
Bíófíklar
Until Dawn (2025)
Hver man ekki eftir hinum sívinsæla hryllingsleik sem fjallaði um hóp ungs fólks sem gerir ljótan grikk með óhugnanlegum afleiðingum? Inn blandast svo snjókoma í krummaskuði, alls konar skepnur, dauðagildrur og fléttur. Þetta er auðvitað tölvuleikurinn Until Dawn, sem nú hefur getið af sér kvikmyndaaðlögun…sem gefur meira eða minna skít í umræddan leik.Atli Freyr og Tommi skelltu sér á þessa hryllingsveislu með opnu hugarfari (enda virðast dómarnir ekki vera alslæmir). Báðir þekkja vel til tölvuleiksins o...
2025-04-28
1h 12
Bíófíklar
Sinners (2025)
Músík og mystík er allsráðandi í hinni metnaðarfullu Sinners, þar sem þeir Ryan Coogler og Michael B. Jordan (x2) snúa bökum saman með nýju bitastæðu ævintýri.Eyrún Sif Kragh er sest við gestamækinn með Kjartani og Tomma, en saman kryfja þau kryddblöndumynd Cooglers. Farið er líka sérstaklega fögrum orðum um Ludvig Göransson og hans rugluðu hæfileika.Ætli þurfi líka ekki að svara því hvort Sinners standist þetta heilmiklagæða hæp eða ekki, og nákvæmlega undir hversu miklum áhrifum Coo...
2025-04-28
1h 03
Bíófíklar
Topp 10: Tómas Gauti
Tómas Gauti Jóhannsson er handritshöfundur sem heillaðist snemma um ævina að fjölbreyttu bíói. Þetta gerði hann t.a.m. að miklum Kaufman- og Fincher-unnanda. Er það þó ekki nema brot af því listafólki sem prýðir fyrsta ‘Topp 10’ innslag Bíófíkla þar sem gestur fer í gegnum sinn uppáhalds-lista.Þá er Tómas sestur í stúdíóið með Kjartani og Tomma til að renna yfir sína uppáhalds titla - og margvíslegar gerðir söguforma. Jafnframt segir gesturinn kostulegar sögur af bíóuppeldi og nákvæmlega í hverju “góð þynnkumynd” felst. Eða “ekta fl...
2025-04-23
2h 12
Bíófíklar
Topp 10: Kjartan & Tommi
Topplistar eru jafn erfiðir í smíðum og þeir geta verið skemmtilegir til umræðu. Kjartan og Tommi hefja enn einn nýja liðinn sem snýr núna að þeirra 10 uppáhalds bíómyndum… að svo stöddu.Látum á reyna.Efnisyfirlit: 00:00 - Út og inn06:51 - The Holiday08:44 - Inglourious Basterds10:30 - John Wick 4/The Raid 2 16:52 - Poor Things20:24 - Logan26:40 - Lost in Translation28:51 - The Lion King34:15 - Top Secret!
2025-04-19
1h 40
Bíófíklar
A Minecraft Movie (2025)
Minecraft-bíómyndin hefur allsvakalega mætt og sigrað heiminn með látum. Þar með virðist svo vera að Steve og félagar í þessum stórvinsæla (og kexruglaða) kubbaheimi séu komnir til að vera.Atli Freyr er mættur með Kjartani og Tomma til að viðra vinsældir myndarinnar og kryfja hvort sé óhætt að kalla þetta gott ‘content’ eða miskunnarlaust peningaplokk. Eðlilega er heldur ómögulega hjá því komist að kafa aðeins út í öskrin og uslana í bíósölum víða um veröld, þar sem bíógestir hafa gengið berserksgang með heitum en umd...
2025-04-14
1h 01
Bíófíklar
Súrt og svarað: Minecraft eða Mjallhvít?
Oddur Ævar Gunnarsson er fjölmiðlamaður og annar helmingur tvíeykisins úr hlaðvarpinu Tveir á toppnum. Bíófíklarnir Kjartan og Tommi þekkja Odd prýðilega en kauði hafði ekki minnstu hugmynd um hvað tökurnar myndu snúast um þegar hann samþykkti gestaboðið, en hann mætti.Almáttugur hvað hann mætti!En þá er komið að næstu lotu reglulausa og handahófskennda spurningaleiksins Súrt og svarað.Vertu memm!Efnisyfirlit:00:00 - Einn á toppnum05:17 - Ef þú...
2025-04-11
1h 46
Bíófíklar
Reservoir Dogs (1992)
Jæja, sperrið upp eyrað og krumpið jakkafötin. Hin óviðjafnanlega og brautryðjandi Reservoir Dogs markaði sérdeilis fyrstu skrefin fyrir Quentin Tarantino, sem síðar meir varð að fordæmalausum ‘rokkstjörnu-leikstjóra’. Tarantino átti stóran hlut í að koma indí-byltingunni af stað í byrjun ‘90s áratugarins, og legasía hans fyrstu myndar er svo sannarlega sterk, en er enn einhver innistæða í hennar’kúli’? Er hún klassík eða geltandi hvolpur síns tíma?Gunnar Anton Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður veltir þessari spurningu fyrir sér og í sameiningu viðra þeir Tommi málefni eins og...
2025-04-07
1h 42
Bíófíklar
Breaking Dawn: Part 1 (2011) & Part Two (2012)
Ókei. Jacob nokkur verður morðóður þegar hann heldur að stúlkan sem hann elskar er dáin. En engar áhyggjur, bókstaflega sekúndum síðar verður hann ástfanginn af nýfæddu (tölvugerðu) barni umræddu stúlkunnar.…Cinema?Að öllu gamni slepptu, þá gera þau Íris, Emma og Tommi upp lokahlutana í Twilight-seríunni, þar sem partíið er loksins hafið af einhverri alvöru. Með blöndu af algjöru skrípói og pjúra hryllingi.Skoðum þennan ‘finale’ betur og lokum þessari bók.Efnisyfirlit:0...
2025-04-06
1h 24
Bíófíklar
Súrt og svarað: Leitin að meistaraverkinu
Hvaða kvikmyndasería hefur átt stærsta gæðahrapið? Hvaða MCU myndir geta staðið sjálfstæðar? Hversu eftirminnilegar eru konurnar í Christopher Nolan myndum? Eru Buddies myndirnar minni refsing en Zack Snyder myndir?Kjartan, Tommi og Atli Freyr stíga aðeins út fyrir formið að sinni og spreyta sig á snarrugluðum spurningarleik. Þessu fylgir ekkert sett af tilteknum reglum annað en að hver og einn svari eftir eigin skoðun og rökstyðji sitt ‘hvers vegna?’ svar eftir bestu og hressustu getu.Ekki svo gleyma að kjósa um hver þér þótti koma með skemmtilegustu svörin í meðf...
2025-04-01
1h 16
Bíófíklar
Topp 5: Steven Spielberg
Þennan leikstjóra þarf varla að kynna enda eru vægast sagt margir honum Steven Spielberg gífurlega þakklátir fyrir merkilegt safn fjölbreyttra bíóminninga.Á meðal slíkra þakklátra bíófíkla eru Kjartan, Tommi og Fannar Traustason, sem gengur undir starfsheitinu 'Tools programmer' hjá brellukompaníinu DNEG. Fannar hefur unnið að ýmsum stórum verkefnum á sviði tæknibrellna og lumar líka mögulega á sér eina sögur eða tvær af reynslu sinni í þeim geira. En drengirnir bera þeir saman bækur sínar um sundurliðun betri Spielberg-myndanna. Niður...
2025-03-25
1h 45
Bíófíklar
A Real Pain (2024)
A Real Pain er mynd um sársauka. Hvernig sársauki berst á milli kynslóða, þjáningar í heiminum, hvernig við tökum þátt í eða hunsum hann, og eða tökumst á við hann á réttum tímapunktum, sem röngum. Flóknar tilfinningar ráða ríkjum í þessari mínimalísku kvikmynd Jesses Eisenberg um þá David og Benji, frændur góða á flakki og allan þeirra farangur.Atli Freyr Bjarnason er sestur með þeim Kjartan og Tomma til að djúpgreina senur, þemu og karaktera myndarinnar. Málin verða persónuleg.En ekki hvað?E...
2025-03-18
1h 17
Bíófíklar
Scott Pilgrim Vs. The World (2010)
Ein af sprækari ef ekki villtari ræmum hins fjölhæfa Edgar Wright á þegar hressum ferli. Scott Pilgrim vs. The World kemur úr smiðju Bryans Lee O'Malley og var ekki beinlínis frumsýnd við gífurlegar vinsældir eða húrrandi aðsókn, þó viðtökur áhorfenda og gagnrýnenda hafi í heildina verið jákvæðar. Aftur á móti hefur legasía og költ-status myndarinnar dafnað glæsilega sl. 15 árin og er margt við hlaðborðið sem ber að grandskoða.Gestur að sinni er Ísold Ellingsen Davíðsdóttir, kennari og myndasöguhöfundur...
2025-03-13
1h 00
Bíófíklar
Mickey 17 (2025)
Friðrik, Kjartan og Tommi ræða nýjasta afsprengi Óskarsverðlaunahafans Bong Joon-Ho. Stórmyndin Mickey 17 með Robert Pattinson í helstu hlutverkum er merkilega aðgengileg bíómynd sem er þó alls ekki allra.Myndin hefur í heildina hlotið jákvæðar viðtökur en hefur margur maðurinn deilt um hvort sumt sé hreinlega of yfirdrifið eða ýkt í pólitísku ádeilunni sem á boðstólnum er. Það er svo sem nóg um kostulega vitleysu en hittir myndin tilfinningalega í mark?Bíófíklar skoða þessa punkta og rýna í þetta rándýra sprell kóreska meistarans.
2025-03-10
53 min
Bíófíklar
Hereditary (2018)
Friðrik Önfjörð skoraði á Kjartan til að horfa á þessa umræðuverðu leikstjórafrumraun frá Ari Aster sem naut gífurlegra vinsælda á sínum tíma en hefur lengi vel skipt fólki í fylkingar, hvað gæði og hrylling varðar. Leiksigurinn hjá Toni Collette er vissulega ótvíræður og flestir geta verið sammála um almenn óþægindin í Hereditary, en hvað með allt hitt? Ólíkar upplifanir þeirra Frikka, Kjartans og Tomma um myndina ber með sér skrautlega niðurstöðu sem ber að hlera. Ath. Öll umræðan inniheldur spilla - og nokkra gleðispilla.E...
2025-03-02
1h 12
Bíófíklar
Eclipse (2010)
Þriðja og trúlega besta Twilight-myndin er nú komin undir smásjánna og sést það aldeilis að hún er sú dýrasta í röðinni… til þessa. Þau Íris, Emma Lilja og Tommi halda áfram með óformlega greiningu á köflum þessa fantasíuheims.Nú er aftur búið að skipta um leikstjóra en einnig hefur andstæðingnum verið skipt út fyrir Bryce Dallas Howard. Spennan magnast úr öllum áttum; orrusta er í uppsiglingu og Bella gerir sitt besta til að leika Sviss á meðan Edward og Jacob halda áfram að urra á hvorn annan.Efnisyfirlit:
2025-02-23
41 min
Bíófíklar
Captain America: Brave New World (2025)
Hið stórvinsæla og í senn umdeilda Marvel Cinematic Universe (MCU) fyrirbæri slær núna í 35 bíómyndir og haug af sjónvarpsþáttum í þokkabót (eða kaupbæti?). Þetta er óneitanlega orðið að heljarinnar pakka fyrir áhorfendur sem vita varla hvar á að byrja eða hvaða sögur tengjast hverjum. Kjartan og Tommi fá til sín (segjum) sérfræðinga ef ekki dygga en kröfuharða aðdáendur MCU-sarpsins, en þau Bjarni Gautur og Sigga Clausen eru sest til að segja sitt um aðdráttarafl, fjölbreytileika og gæðakvarða MCU myndanna. Saman rýnir hópuri...
2025-02-17
1h 46
Bíófíklar
Cloud Atlas (2012) ofl.
Ein dýrasta ‘indí’ (stór)mynd fyrr eða síðar. Cloud Atlas er vægast sagt metnaðarfullt stykki úr smiðju Wachowski-systra og Tom Tykwer. Myndin hefur að vísu verið gagnrýnd fyrir ýmislegt og er aldeilis ekki allra - en færa má einnig rök fyrir fegurðina í verkinu og ekki síður einlægninni. Rafn Herlufsen snýr aftur til Kjartans og Tomma til að ræða nákvæmlega hvers vegna Cloud Atlas er stórglæsilegt kvikmyndaverk sem flestir ættu að sjá, gefa annan séns og/eða sjá aftur. Þá er einnig tekið u...
2025-02-11
1h 45
Bíófíklar
Spaceballs (1987)
Geimþvæla í boði fjölhæfa grínarans Mel Brooks. Þarna er Star Wars ásamt aragrúa af sci-fi sett í stóran sælgætisgraut af paródíu. Óumdeilanlega er myndin ólgandi barn síns tíma og hefur sjaldan verið talin með bestu Brooks-myndunum, en sjarmi og aðdráttur vitleysunnar er krufin í þaula að sinni.Atli Freyr Bjarnason, dyggur aðdáandi Spaceballs, er sestur með Kjartani og Tomma til að ræða ágæti góðrar steypu; jafnframt vægi nostalgíu og meta þeir einnig stöðuna á Star Wars vörumerkinu í gegnum árin.Þá er upplagt...
2025-02-07
1h 16
Bíófíklar
Titanic (1997)
Hanna Tara Björnsdóttir á sterk og mikil tengsl við stórmyndina Titanic (og hún er fjarri því að vera ein á báti þar), en það hófst þegar hún var níu ára gömul. Hún er gestur Kjartans og Tomma að sinni. Það segir sig kannski sjálft en Titanic er ein stærsta mynd allra tíma og var algjört aðsóknarfrávik á einmitt sínum tíma; bíómyndin sem sameinaði kynslóðirnar með rómantík, hasar og harmleik og kom James Cameron endanlega á kortið sem masterklassa klikkh...
2025-02-03
1h 01
Bíófíklar
New Moon (2009)
Íris, Emma Lilja og Tommi halda áfram að gramsa, týna og tapa sér í Twilight-seríunni með ypptar axlir en í senn áhuga á skilningi fyrir jákvæðari punktum sagnabálksins. Eða í það minnsta kosti hvað það er og hvernig sem ‘Twihards’ tengja sig við svaðilför Bellu auk Edwards og Jacobs. Með New Moon hefst formlega þessi liðaskipting á milli vampírunnar og varúlfsins. Segir það kannski margt um manninn eða einstaklinginn, veltandi á því hvort umræddur sé ‘Team Edward’ eða ‘Team Jacob’? Hvað með ‘Team Bella?’ Eða Charli...
2025-02-02
52 min
Bíófíklar
Spice World (1997)
Kryddpíumyndin mikla sem er annars vegar glitrandi barn síns tíma og hins vegar meta-kómedía sem eldist furðu vel með blatant en fjörugri ádeilu sinni á frægð, dægur- og slúðurmenningu. Spice World þverbrýtur allar mögulegu handritsreglur og fer svolítið eigin leið í sprelli sínu.Hrafnhildur Eva Guðmundsdóttir, forfallinn Kryddpíuunnandi síðan úr æsku, er sest við hljóðnemann og ræða þau Tommi um þessa undarlegu en umræðuverðu bíómynd og allt æðið og brjálæðið í kringum þessa poppsveit. Samtímaminningar og innihald textana í lögum grúppunnar k...
2025-01-24
1h 14
Bíófíklar
Anora (2024) ofl.
Nýjasta kvikmyndin frá Sean Baker, Anora, með hinni óviðjafnanlegu Mikey Madison er í brennidepli (með spoilerum, sorrý…) að sinni - en margir hverjir líflegu útúrdúrarnir eru aldeilis ekki ábótavant.Óli Hjörtur Ólafsson er á meðal teymisins hjá Bíó Paradís þar sem margar hverjar sögurnar fylgja stemningunni þar. Óli sest við míkrafónana ásamt Kjartani og Tomma til að ræða bíóást, vænan haug af ómetanlegum og eftirminnilegum minningum tengdum kvikmyndahúsum, svo sem yfirlið og sali sem hurfu. Sem áður eru hlustendur hvattir til að (fyrst og fremst SJÁ ANORA, og…) hlera dell...
2025-01-20
1h 15
Bíófíklar
Nightcrawler (2014)
Jake Gyllenhaal er hér umdeilanlega í sínum betri gír í einni rúllandi skemmtilegri sögu af upprisu sósíópata. Þetta er Nightcrawler og hver áhorfandi metur í raun fyrir sig hvort hér sé létt og ljót harmssaga á ferð eða stórfyndin mynd um velgengni og metnað. Friðrik Önfjörð fastagestur sá þessa mynd í fyrsta skiptið og situr ekki á skoðunum sínum frekar en þáttastjórnendur, enda er leikurinn til þess gerður. Í sameiningu skoða Bíófíklar hvað það er í déskotanum sem fær Lou nokkurn Bloom til að tifa með þeim hætti sem...
2025-01-17
1h 09
Bíófíklar
Nosferatu (2024)
Nýjasta myrka furðuverkið frá meistaranum Robert Eggers hefur svo sannarlega verið á vörum margra nú í byrjun nýja ársins. Á meðal þeirra sem sitja ekki á skoðunum sínum eru Bíófíklarnir Kjartan og Tommi sem nú taka á móti Krumma Laxdal, kennara, listamann og sérfræðing í vampírufræðum…Margir vilja meira að umrædd kvikmynd sé með betri aðlögunum á ‘Drakúla’-sögunni þó meginstraumurinn hefur gjarnan mikið klórað sér í hausnum yfir velgengninni. En hvernig stenst Nosferatu samanburð við fyrri verk leikstjórans? Er myndin meira í stílnum en sögunni? Gengur hún upp se...
2025-01-09
1h 13
Bíófíklar
Bíóárið 2024: Seinni hluti
Nú er það svonefndi ‘botnlisti ‘24’, eða réttar sagt ögn ítarlegri yfirferð á vonbrigðum ársins og slakari titlum sem komu út á síðustu misserum. Vont getur vissulega alltaf versnað og er þá gráupplagt að djúpgreina aðeins hvað gerir vonda bíóupplifun að glötuðu verki eða gallaðri söluvöru.Kjartan og Tommi fara létt yfir neðangreindan lista og bæta smá kirsuberi á kökuna sem var fyrri hluti í uppgjöri Bíófíkla á framúrskarandi myndum ársins. Förum beint við yfir í skemmdu eplin… Ef svo má segja.Efnisyfirlit:
2025-01-08
1h 22
Bíófíklar
Twilight (2008)
Twilight-serían var aldeilis barn síns tíma sem óumdeilanlega virðist hafa fengið einhverja létta endurvakningu hjá yngri kynslóðinni. Í áraraðir hefur verið réttilega gert stólpagrín að rauðu flöggum þessara sagna úr smiðju Stephenie Meyer, en því verður ekki neitað að við fengum fjölmargt gefandi úr þessu fyrirbæri líka. Íris Árnadóttir er sest niður með Tomma ásamt (talandi um börn tíma síns...) elstu dóttur hans, Emmu Lilju Rizzo, sem átti hugmyndina að stökkva þessari seríu örlítið til varnar. Þá ræða þau þrj...
2025-01-03
1h 43
Bíófíklar
Bíóárið 2024
Þá er komið að því að gera upp þetta fjölbreytta og ef til vill furðulega bíóár með topplistum og tilheyrandi. Kjartan og Tommi taka á móti góðum gesti en það er kvikmyndakóngurinn Rafn Herlufsen sem er mættur hress til að skiptast á listum og kafa út í úrval ársins. Látið ykkur vel um ykkur fara og verið með í umræðunni. Flestar umræddar kvikmyndir eru ræddar án spilla. Efnisyfirlit: 00:00 - Bíódella Rafns 10:03 - Hvernig listunum er háttað 14:04 - Conclave 20:52...
2024-12-31
2h 30
Bíófíklar
The Rocky Horror Picture Show (1975)
…ásamt Shock Treatment (1981)!Salvör Bergmann er leikstjóri, handritshöfundur en ofar öllu bíófíkill út og inn. Ást hennar á The Rocky Horror Picture Show er afar marglaga og færa þau Tommi rök fyrir þeim fjölda laga sem laumast þarna á milli stuðlagana. Þá er költið og kúltúrinn á bak við Rocky Horror fyrirbærið ótvíræður - en óneitanlega umræðuverður.Er Rocky Horror samt of mikið meginstraumsmegin í lífinu núna til að kallast enn þá ‘költ’ mynd?Og ef hún er költ-mynd, hvað er þá sjálfstæða framhaldið...
2024-12-20
1h 33
Bíófíklar
Love Actually (2003)
Katla Marín Þormarsdóttir er upprennandi handritshöfundur og fjölsnillingur sem vildi sérstaklega fá að taka fyrir jólamyndina sem fólk annaðhvort er (a.m.k. Í seinni tíð) farið að hata að elska, eða það elskar að hata. Það má mikið og lengi deila um það hvernig Love Actually eldist, svona í bland við óneitanlegu styrkleika myndarinnar, en Katla og Tommi kafa grimmt ofan í ásetning Richard Curtis með þessari froðuepík sinni. Er allt neikvæða umtal myndarinnar kannski bara kjaftæði og leynist hér raunverulega dásamleg jólaperla? Eða er o...
2024-12-19
1h 06
Bíófíklar
Hot Shots (1991) & Hot Shots: Part Deux (1993)
Kvikmyndasnéníin Gunnar Anton Guðmundsson og Bjarni Gautur eru sestir í settið með Tomma til að ræða gimsteina Zucker-Abrahams teymisins og einna helst Hot Shots-myndirnar. Það sem við fyrstu sýn virkar eins og ósköp lífleg en einfaldleg dellutvenna felur í sér eitthvað stærra, prakkaralegra, flippaðra og skemmtilegra en blasir þarna við.Grinkóngurinn Jim Abrahams, leikstjóri og einn handritshöfundur Hot Shots-myndanna, lést þann 26. nóvember á þessu ári og þá fara Bíófíklar að tribjúta manninn í hel auk þess að skiptast á sögum, hlátursmómentum og sturluðum staðreyndum sem lengja lífið....
2024-12-16
1h 23
Bíófíklar
Se7en (1995)
Baldvin Z kvikmyndagerðarmaður hefur um árabil sótt mikinn innblástur í verk stórmeistarans David Fincher. Spennutryllirinn Seven (e. Se7en) er þar einna mesti áhrifavaldurinn enda stórmerkileg (og stórmerkilega hvöss) ræma sem hefur aldeilis fest sig í sögubókum kvikmyndanna síðan. En þó laumulega.Baldvin og Tommi ræða þennan glæsilega tangó af stílíseringu og minimalisma í handritinu sem hér blasir við með krafti. Þá fer Baldvin einnig út í Fincher-áhrifin, kvikmyndagerð, alls konar aðferðafræði og ýmsar tengingar þarna frá Fincher við sum af hans eigin verkum.Spoilerar verða gegnumgan...
2024-12-05
1h 09
Bíófíklar
Space Jam (1996)
Atli Viðar Þorsteinsson, plötusnúður með meiru og oft kenndur við nafnið Atli Kanill, er sestur við míkrafóninn að sinni og færir sterk rök fyrir menningarlegu mikilvægi stoltu “cash-grab” myndarinnar Space Jam. Hér snýr ofurstjarnan Michael Jordan bökum saman við teiknimyndafígúrur til að bjarga dægurmálapersónum frá gráðugum braskara sem svífst einskis til að snara þær í viðbjóðslegan skemmtigarð úti í geimnum. Tilvist og úrvinnsla myndarinnar er mikið frávik en sagan á bakvið gerð hennar og legasíu er vægast sagt umræðuverð, ef ekki stórmerkileg.
2024-11-29
1h 48
Bíófíklar
Saló (1975) & Space Buddies (2009)
Hvers vegna?!...Það er góð spurning.Upp kom sú áskorun í miðjum Gladiator II þætti að þyrfti að taka fyrir hina alræmdu og vægast sagt umdeildu kvikmynd, Saló o los 120 días de Sodoma.Sökum þess hversu mikil áskorun þykir að þrauka gegnum þá ógeðfelldu mynd, var eflt til enn stærri áskorunar að para þessa þjáningarperlu við ruslmynd um krútthvolpa í geimnum. Hvor er átakanlegri til áhorfsHver veit, kannski eiga Saló og Space Buddies eitthvað meira sameiginlegt en fyrst ber að geta…Kjartan hafði vit fyrir því að vera fj...
2024-11-25
1h 57
Bíófíklar
Gladiator II (2024)
Heilagur draugur Maximusar! Það er komið framhald af stórmyndinni og jafnvel Óskarsmyndinni Gladiator frá árinu 2000. Lengi vel hefur verið hvíslað um að vaða í framlenginguna en Ridley Scott stóðst á endanum ekki freistinguna og tjaldar heilmiklu til með Gladiator II.Bíófíklarnir Kjartan og Tómas fengu til sín Atla Sigurjónsson kvikmyndagerðarmann til að ræða fyrri myndina, seinni myndina, nashyrninga, hákarla, ruglið í Rómarborg á tímum þessum og að sjálfsögðu Saló.Jafnvel Space Buddies…Ykkur skal vera skemmt!Efnisyfirlit:00:00 - Hvað er Rid...
2024-11-19
1h 05
Bíófíklar
The Exorcist (1973)
Hvenær er rétti aldurinn til að horfa á þessa klassík? Kjartan hefur allavega náð þeim aldri þar sem hann hafði aldrei horft á The Exorcist fyrr en á dögunum.Friðrik Önfjörð lagði Kjartani þá heimavinnu að kynna sér þessa kvikmynd með ferskum augum og þeir Tommi veita hafsjó af fróðleik um þessa tímamótakvikmynd frá William Friedkin og félögum. Efnisyfirlit: 00:00 - Lítið land minnkaði meira 05:06 - Hvar á að byrja? 08:20 - Jæja…(spoilerar héðan í frá…) 12:30 - Allegoríur og úrslitakostir ...
2024-11-13
1h 32
Bíófíklar
Little Shop of Horrors (1986) ofl.
Ævar Þór Benediktsson hefur alltaf haft sérstakan stað í nördahjarta sínu fyrir Litlu hryllingsbúðinni. Ævar er nýjasti gestur Bíófíkla en þeir Tómas fara grannt í gegnum Auði tvö og hennar ævintýri í kvikmynd sem að mati gests eldist hreint fullkomlega.Þá fara þeir líka út í alls konar nostalgíu, íslenskar talsetningar, furðuleg samningsmál og hvað það var sem kom Ævari á þá leið sem hann er á í dag.Setjið á ykkur sönghattana, þetta verður stuð!Efnisyfirlit00:00 - Bíóuppeldi í sveit02:50 - Ein best talsetta Di...
2024-11-07
1h 07
Bíófíklar
Get Out (2017)
Jordan Peele setti veröldina á hliðina með fyrstu kvikmynd sinni, Get Out, og réttilega svo. Það er svo margt og mikið til að ræða við þessa óvenjulegu hrollvekju þar sem þó er sjaldan stutt i grínið.Friðrik Önfjörð hryllingsséní er sestur aftur við míkrafóninn hjá Bíófiklum og leiðir þá jafnt og hlustendum í gegnum sína fyrstu upplifun á þessum stórsmelli Peels. Efnisyfirlit:00:00 - RÚV þýðingar03:55 - Af hverju Get Out?10:02 - Allt er óþægilegt14:15 - Spoiler-umræða héðan í frá20:05 - Dáleiðandi effektar31:51 - Mismunandi endar40:01
2024-10-31
1h 03
Bíófíklar
The Substance (2024)
Íris Árnadóttir, hryllingsnörd og söngnemi, er sest í stúdíóið með Kjartani og Tómasi til að ræða um og rýna í eina umtöluðustu (og að mati margra ógeðfelldustu) kvikmynd ársins. Þessi vægast sagt villta útrásarmynd eftir Coralie Fargeat hefur einfalda hugmynd sem skipar sér í margar svipmyndir og nú er komið að því að skoða hvað hérna er í boði. Spennið beltin og sperrið upp eyrun. Þetta er veisla. Efnisyfirlit: 00:00 - Yfirlið eða ekki yfirlið 04:40 - Spegill, spegill...
2024-10-23
2h 23
Bíófíklar
From Dusk till Dawn (1996)
Októbermánuður er tími drungalegra bíómynda eða hryllings af hvaða tegundar sem er og partímyndin From Dusk till Dawn er fínasta tilefni til Hrekkjavökugláps. Þessi subbulegi en eiturhressi bræðingur frá þeim Robert Rodriguez og Quentin Tarantino hefur einkennilegan strúktúr og Kjartan fékk verulega að kynnast því þegar hann horfði á myndina í fyrsta skiptið.Það sama á við um okkar gest að sinni, en horror-unnandinn Friðrik Önfjörð er sestur í stúdíóið til að ræða ómælanlegu ást sína á myndinni.00:00 - Listin að vera þriðja...
2024-10-11
51 min
Bíófíklar
Strange Darling (2023)
Fílar þú Tarantino-myndir með smá beittum viðsnúningi? Þá eru býsna góðar líkur að Strange Darling haldi þér við sætið þitt. Verst er þó að erfitt er að tala um myndina án þess að kafa dýpra í hana og spilla fyrir, en bíófíklarnir Kjartan og Bríet Birgisdóttir hvetja hlustendur að kíkja á Strange Darling sem allra fyrst - og vera síðan með í umræðunni.Þetta verður stuð!Efnisyfirlit:00:00 - Án félagsskaps í bíó04:47 - Strange Darling, án spoilera07:50 - Spoiler-umræða
2024-10-06
49 min
Bíófíklar
Joker: Folie à Deux (2024)
Bíófíklar hefja göngu sína með sprelli og þeir Kjartan og Tómas skelltu sér á eina umtöluðustu og án efa umdeildustu stórmynd þessa árs, Joker: Folie à Deux!Eftir miklar vinsældir fyrri myndarinnar er aldeilis öllu tjaldað til í framhaldinu og meira að segja hefur hin ofurhæfileikaríka Lady Gaga bæst við leikhópinn til að deila sviðinu með Joaquin (e. ‘Wah-keen’) Phoenix.Þá rifja Bíófíklar einnig upp fyrri myndina og eru ekki yfir það hafnir að detta í útúrdúra með hressilegum reynslusögum úr bíói - eða réttar sagt sögur af ósiðum í kvikmy...
2024-10-06
1h 23