podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Bryndis Og Svanhildur
Shows
Af hverju vissi ég það ekki?
Ráðningar 3 - breytt vinnuumhverfi
Covid breytti öllu vinnuumhverfi og starfsfólk gerir aðrar kröfur til vinnuveitenda í dag. Ásdís Eir Símonardóttir mannauðsstjóri hjá Lucinity og formaður Mannauðs leiðir okkur í sannleikann um þetta, ásamt því að ræða vinnuframlag starfsfólk og hvernig sé heilbrigðast að mæla það. Rass í sæti sé ekki málið né stimpilklukkur og það er engin meiri tryggð í að ráða 25 ára einstakling til starfa en þann sextuga.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/Viskubrunnar
2022-06-08
44 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ráðningar 2 - Giggarar hjá Hoobla
Hvenær gæti hentað fyrirtækjum að ráða til sín giggara til skemmri eða lengri tíma? Hoobla er netvangur sérfræðinga sem gigga og þar situr Harpa Magnúsdóttir mannauðssérfræðingur við stjórnvölinn. Hún er gestur Bryndísar og Svanhildar í þessum þætti.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-05-25
41 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ráðningar 1 - GEKO Agency
Íslensk fyrirtæki mættu vera opnari gagnvart atvinnuleitendum af erlendum uppruna en þeir verða gjarnan fyrir fordómum við atvinnuleit. Með þeim kemur ný reynsla, ný sýn og dýrmæt viðbót við starfsliðið. Við ræðum við Kathryn Gunnarsson hjá GEKO ráðningum. Þátturinn er að mestu á ensku. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-05-11
36 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Hatursglæpir - þriðji þáttur
Skjólstæðingar Samtakanna ´78 er einn þeirra hópa sem fordómar beinast að og eru oft og iðulega fórnarlömb hatursglæpa. Við ræðum í þessum þætti við Daníel E. Arnarson framkvæmdastjóra samtakanna en þátturinn er sá þriðji í röðinni um hatursglæpi.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-04-20
37 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Hatursglæpir - annar þáttur
„Hvenær er maður eiginlega orðinn Íslendingur?“ Miriam Petra Ómarsdóttir Awad segir okkur frá rannsókn sinni á fordómum og hatursorðræðu í garð íslenskra kvenna af erlendum uppruna. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-04-06
37 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Hatursglæpir - fyrsti þáttur
Eyrún Eyþórsdóttir lögregluvarðstjóri hjá fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra, doktor í mannfræði og lektor í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri fræðir okkur um hatursglæpi. Hver er birtingarmynd þeirra og að hverjum beinast þeir?Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-03-23
39 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ættleiðingar - fimmti þáttur
Við ljúkum þáttaröð okkar um ættleiðingar með Örnu Kristjánsdóttur og Elínu Þórðardóttur hjá Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Þær draga m.a. fram athyglisverðar staðreyndir um ólíkar aðstæður fósturbarna og barna sem eru ættleidd. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-03-09
41 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ættleiðingar - fjórði þáttur
Kristín Ósk Wium Hjartardóttir segir frá skini og skúrum í lífi sínu en hún var ættleidd frá Indónesíu fyrir 39 árum. Hún hefur sannarlega verið óskabarn foreldra sinna eins og kom berlega í ljós þegar hún ræddi við Bryndísi og Svanhildi í fjórða þætti þeirra um ættleiðingar. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-02-23
54 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ættleiðingar - þriðji þáttur
Á Þorláksmessu 2020 bárust hjónunum Daníellu og Eiríki þau tíðindi að búið væri að para við þau barn. Biðin hafði tekið níu mánuði, en samt komu tíðindin á óvart, enda ekki óalgengt að þurfa að bíða lengur. Daníella Holm Gísladóttir deilir reynslu þeirra hjóna með hlustendum.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-02-09
49 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ættleiðingar - annar þáttur
Hvernig bregst kona við þegar önnur kona býður henni barnið sem hún gengur með? Bryndís og Svanhildur ræða við Jónu Björgu Georgsdóttur sem þáði boðið fyrir nær 55 árum. Hvernig gekk það fyrir sig?Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-01-26
38 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ættleiðingar - fyrsti þáttur
Börn sem eru ættleitt til Íslands hafa meira í farteskinu en börn sem alast upp hjá blóðforeldrum sínum. En foreldrar ættleiddra barna eru hins vegar einu foreldrarnir sem hafa staðfestingu á að vera hæft foreldri. Áhugavert spjall Bryndísar og Svanhildar við Elísabetu Hrund Salvarsdóttur og Rut Sigurðardóttur hjá Íslenskri ættleiðingu.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2022-01-12
44 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Umboðsmenn - fimmti þáttur
Síðasti þáttur Bryndísar og Svanhildar í þáttaröð um umboðsmenn er innlit í embætti umboðsmanns Alþingis. Þær spjalla við Skúla Magnússon og leita m.a. álits á því hvernig almenningur getur leitað til embættisins. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-11-24
47 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Umboðsmenn - fjórði þáttur
Neytendur geta haft áhrif með ýmsum hætti, m.a. með því að benda á vafasama viðskiptahætti og vera vakandi yfir réttindum sínum í viðskiptum. Bryndís og Svanhildur ræða við Þórunni Önnu Árnadóttur forstjóra Neytendastofu í þættinum en Neytendastofa er sambærileg umboðsmanni neytenda á Norðurlöndunum. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-11-10
36 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Umboðsmenn - þriðji þáttur
Skrefin til umboðsmanns skuldara geta verið þung, en það er engin skömm að skulda. Því komust Bryndís og Svanhildur að í spjalli við Ástu Helgadóttur umboðsmann um starfssvið embættisins og aðstoð við skuldara.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-10-27
31 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Umboðsmenn - annar þáttur
Hagsmunir barna og foreldra fara ekki alltaf saman og samfélagið er síbreytilegt sem krefur þá sem starfa í þágu barna um sífellda aðlögun og breyttar áherslur. Salvör Nordal umboðsmaður barna var gestur Bryndísar og Svanhildar í þætti vikunnar.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-10-20
42 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Umboðsmenn - fyrsti þáttur
Við hefjum þáttaröð okkar um umboðsmenn með Helgu Björk Jónsdóttur umboðsmanni íbúa og aðstandenda á Hrafnistu. Aldraðir er hópur sem gleymist oft og í þættinum förum við aðeins yfir sviðið og starfsvettvang þessa umboðsmanns. Helga Björk lumar á ýmsum góðum ráðum fyrir aðstandendur aldraðra. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-09-29
45 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ofbeldi - fjórði þáttur
Ofbeldi þekkist meðal aldraðra þótt það fari ekki hátt. Bryndís og Svanhildur fengu Sigrúnu Huld Þorgrímsdóttur hjúkrunarfræðing og sérfræðing í öldrunarþjónustu í Rabbrýmið til að fara yfir birtingamyndir ofbeldis gegn öldruðum og hvað sé til ráða.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-09-15
40 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ofbeldi - þriðji þáttur
Hvernig ofbeldi verður ungt fólk fyrir og hvernig ofbeldi beitir ungt fólk? Bryndís og Svanhildur ræða við Sólborgu Guðbrandsdóttur aðgerðarsinna og höfund Fávita, átaks um stafrænt og kynferðislegt ofbeldi, sem hófst sem Instagramsíða en endaði í bók.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-09-01
42 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ofbeldi - annar þáttur
Drífa Jónasdóttir afbrotafræðingur og doktorsnemi hefur víðtæka reynslu í rannsókn ofbeldis og mun í þættinum miðla af þekkingu sinni í málaflokknum til hlustenda.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-07-21
36 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Ofbeldi - fyrsti þáttur
Við höfum fengið fregnir af því að ofbeldi hafi aukist á tímum kórónaveiru. Bryndís og Svanhildur fara yfir sviðið og kíkja á úrræði sem eru í boði og skoða til hvaða aðgerða hefur verið gripið.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-07-14
39 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Styrkir stéttarfélaga
Vissir þú að launþegar geta sótt ýmsa styrki til stéttarfélaga? Í þessum þætti fara Bryndís og Svanhildur yfir sjóði margra af stærstu stéttarfélögunum til að sjá hvað þeir styrkja.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-07-07
36 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Íbúar til áhrifa
Vissir þú að almenningi stendur til boða að senda inn umsagnir um stjórnsýslu- og þingmál sem eru í vinnslu hjá ráðuneytunum og alþingi? Þá eru mörg sveitarfélög á Íslandi með íbúavefi þar sem íbúum og þjónustuþegum gefst kostur á að senda inn hugmyndir og kjósa um hugmyndir. Kynntu þér málið!Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-06-30
42 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Lesblinda - fimmti þáttur
Hátt hlutfall þeirra sem eru vistaðir í fangelsum eru lesblindir. Þeir hafa víða rekist á og jafnvel aldrei fengið lesblindugreiningu né viðeigandi stuðning. Í þessum þætti tala Bryndís og Svanhildur við Önnu Kristínu Newton sálfræðing og sviðsstjóra meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-06-23
30 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Lesblinda - fjórði þáttur
Hvernig er hægt að komast í gegnum lífið og vegna vel, lesblind og án greiningar? Svava Björk Benediktsdóttir var 62 ára þegar hún greindist lesblind, þá á leið í nám sem átti að marka nýjan feril. Hún ræðir reynslu sína í þessum þætti.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-06-16
39 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Lesblinda - þriðji þáttur
Við höldum áfram umfjöllun okkar um lesblindu eða dyslexiu og skyggnumst í þessum þætti inn í skólakerfið með Þórdísi Helgu Ólafsdóttur sérkennsluráðgjafa í Borgarholtsskóla. Þórdís hefur mikla reynslu í að aðstoða nemendur með lestrarhömlur og þekkir Logos kerfið inn og út. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-06-09
45 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Lesblinda - annar þáttur
Í Rannsóknamiðstöð um sjónskynjun eru gerðar rannsóknir á sjónskynjunum og öðrum hugarferlum og sjónum beint að mismunandi hópum fólks, m.a. fólks með lesblindu eða lesröskun. Í þessum þætti heyrum við í einum forsvarsmanna rannsóknanna Heiður Maríu Sigurðardóttur og fræðumst meira um lesblindu sem við byrjuðum að fjalla um í síðasta þætti.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegtha
2021-06-02
39 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Lesblinda - fyrsti þáttur
Sylvía Erla Melsteð býr yfir víðtækri reynslu af glímu við lesblindu og hef nýtt hana í gerð heimildarþáttar um lesblindu, sent frá sér barnabók um lesblindu og vinnur nú að gerð lesblindugleraugna. Bryndís og Svanhildur eiga gott spjall við Sylvíu ásamt því að ræða reynslu Bryndísar sem einnig glímir við lesblindu.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-05-26
41 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Breytingaskeiðið - sjötti þáttur
Í þessum sjötta og síðasta þætti í þáttaröðinni um breytingaskeiðið eigum við gott spjall við Guðjón Haraldsson þvagfæraskurðlækni sem leiðir okkur í allan sannleika um vanda karla þegar þeir fara í gegnum skeið breytinga og að hverju er að hyggja. Við ræðum einnig lítillega um blöðrusig hjá konum, sem tengist ekki breytingaskeiði heldur barneignum en verður oft að vanda um og upp úr miðjum aldri. Þetta er ekki síður áhugavert en fræðandi viðtal. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook...
2021-05-19
34 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Breytingaskeiðið - fimmti þáttur
Hvað kenndi breytingaskeiðið Ólöfu Gerði Sigfúsdóttur? Hún lagðist í heilmikla rannsóknarvinnu sem hún segir Bryndísi og Svanhildi frá í þessum þætti. Missið ekki af þeim fróðleik. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-05-12
51 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Breytingaskeiðið - fjórði þáttur
Áætlað er að um helmingur kvenna á breytingaskeiði taki hormón til að minnka einkenni sem konur finna fyrir í mismiklu mæli. En að hverju þurfa konur að huga við inntöku hormóna? Ebba Margrét Magnúsdóttir kvensjúdómalæknir fer yfir sviðið með Bryndísi og Svanhildi í þessum fjórða þætti um breytingaskeiðið.
2021-05-05
38 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Breytingaskeiðið - þriðji þáttur
Í þessum þætti eiga Bryndís og Svanhildur spjall við Margréti Jónsdóttur Njarðvík sem er formaður Félags áhugamanna um breytingaskeiðið en stjórn félagsins kom á fót síðunni Breytingaskeiðið á Facebook sem nýtur mikilla vinsælda hjá konum á og í kringum miðjan aldur. Þar eru konur duglegar að spjalla, spyrja spurninga og svara spurningum um efni sem brennur á konum.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/
2021-04-28
37 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Breytingaskeiðið - annar þáttur
Í þessum þætti förum við yfir sviðið í breytingaskeiði karla og fáum til liðs við okkur Gunnar Gunnsteinsson leikara og leikstjóra sem segir frá sinni upplifun af breytingaskeiðinu og hvaða úrræði hann nýtti sér. Aldeilis áhugavert og þáttur sem ekki ætti að missa af. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-04-21
34 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Breytingaskeiðið - fyrsti þáttur
Breytingaskeið kvenna og karla er alltaf þörf umræða. Þetta er jú æviskeið sem allir sem lifa framyfir fimmtugt ganga í gegnum þó áhrif breytingaskeiðsins og einkenni þess séu misjöfn eftir manneskjunni. Þetta er fyrsti þáttur af fjórum eða fimm, svo víðfeðm er þessi umræða og í mörg horn að líta. Við eigum samtal við margt kunnáttufólk í næstu þáttum, en í þessum förum við yfir sviðið. Njótið. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/Viskubrunnar
2021-04-14
50 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Úrelding orða og nýyrði - síðari þáttur
Við höldum áfram að spjalla um orðin sem við hófum umræðu um í síðasta þætti og nú mætir Bragi Valdimar Skúlason íslenskufræðingur, textasmiður og tónskáld til leiks. Það er ýmislegt áhugavert sem kemur út úr því spjalli. Leggðu við hlustir. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-04-07
37 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Úrelding orða og nýyrði - fyrri þáttur
Af hverju er ekki lengur viðeigandi að nota orðið fröken, hvers vegna var ekki lengur valinn maður ársins um síðustu áramót heldur manneskja ársins? Hvaða orð urðu hlutskörpust í hýryrðakeppni Samtakanna ´78? Þetta og meira til í fyrri þætti um orðin, m.a. viðtal við Tótlu I. Sæmundsdóttur fræðslustýru Samtakanna. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-03-31
35 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Cancel culture eða útskúfunarmenning
Það þarf oft ekki nema eitt rangt orð til að verða útskúfaður. Í þessum þætti veltum við fyrir okkur útskúfunarmenningu sem á ensku kallast Cancel culture og fáum við það aðstoð frá Dr. Arnari Eggerti Thoroddsen aðjúkt í félags- og mannvísindadeild HÍ.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-03-24
37 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Mental load - hugræna byrðin - seinni þáttur
Kristín Berta Guðnadóttir þekkir af eigin raun að lenda í kulnun vegna hugrænu byrðarinnar. Í þættinum deilir hún þeirri reynslu með hlustendum, ásamt því að ræða hvaða bjargræði hún nýtti til að ná bata. Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-03-17
45 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Mental load - hugræna byrðin - fyrri þáttur
Í þessum þætti fara Bryndís og Svanhildur yfir öll litlu verkin sem fylgja fjölskyldustörfum og hvað gæti reynst vel í baráttunni við hugrænu byrðina eða aðra vaktina eins og Mental load er stundum kallað.Í seinni þætti verður viðtal við konu sem lenti í kulnun vegna hugrænu byrðarinnar.Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-03-10
46 min
Af hverju vissi ég það ekki?
Umönnunarkynslóðin
Í þessum þætti ræða Bryndís og Svanhildur um sína reynslu af þvi að annast börn og fullorðna en þó sér í lagi þá öldruðu. Hvað þarf t.d. að hafa í huga þegar kemur að dvöl á hjúkrunarheimili?Af hverju vissi ég það ekki? á Spotify: https://open.spotify.com/show/2GztzRfmXoTWB68WFmIcsUFacebook síða þáttarins: https://www.facebook.com/ViskubrunnarInstagram síða þáttarins: https://www.instagram.com/afhverjuvissiegthadekki/
2021-03-03
37 min