podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Gulla Og Lydia
Shows
Í alvöru talað!
53. Þakklæti og krossgötur!
Við stöndum á krossgötum með hlaðvarpið. Förum í saumana með það en fyrst og fremst spjöllum við um þakklæti og þakklætisiðkun.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
2025-12-04
1h 02
Í alvöru talað!
52. Þunglyndi, skammdegisþunglyndi og streita. Ólöf Dröfn Eggertsdóttir, sálmeðferðarfræðingur
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir er sálmeðferðarfræðingur hjá Samkennd heilsusetri. Hlustendur þekkja hana vel enda hefur hún áður komið til okkar. Í þetta skipti segir hún okkur frá þunglyndi og skammdegisþunglyndi. Hver er munurinn og hvað er til ráða? Erum við þunglynd þegar við erum í mikilli streitu eða kulnun?Ólöf hjá SamkenndHlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.isErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað...
2025-11-13
1h 30
Í alvöru talað!
51. Ertu á breytingaskeiðinu? Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, GynaMedica
Hanna Lilja Oddgeirsdóttir, kvensjúkdómalæknir, er framkvæmdastjóri lækninga og stofnandi GynaMedica. Kvenheilsa er hennar hjartans mál og hún stofnaði þess vegna GynaMedica sem er lækninga- og heilsumiðstöð fyrir konur.Í þættinum ræðir Hanna Lilja um heilsu kvenna og breytingarskeiðið en leyfir sér líka að taka niður læknahattinn og vera persónuleg og segja sínar skoðanir á hlutunum.Vefsíða GynaMedicaHlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.is
2025-10-30
1h 20
Í alvöru talað!
50. Systrakraftur! Ása Ottesen
Ása Ottesen kom til okkar. Hún sterk og falleg kona sem hefur ýmsa fjöruna sopið. Það sama mætti segja um systur hennar, Jónu. Þær misstu lítinn bróður sinn í umferðarslysi þegar þær voru unglingar en svo slasaðist Jóna alvarlega í umferðarslysi árið 2019.Ása segir Jónu ekki hafa fengið þá hjálp frá heilbrigðiskerfinu sem hún þurfti og þess vegna hafa vinir og fjölskylda hennar styrkt hana til þess að fara í endurhæfingu á Spáni sem hefur verið mjög hjálpleg fyrir hana. Hægt er að finna upplýsingar um hvernig er hægt að styr...
2025-10-16
1h 19
Í alvöru talað!
49. Hvað með húðina okkar? Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir
Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir er húðsjúkdómalæknir og einn stofnanda Húðvaktarinnar og einn af eigendum Húðlæknastöðvarinnar. Hún mætti til þess að ræða húðumhirðu og húðheilsu, enda hokin af reynslu í þeim bransa.Gulla var alveg að pissa í sig af spenningi fyrir þessum þætti enda er hún sérstök áhugakona um húðumhirðu. Hér er fróðlegur og skemmtilegur þáttur, gjörið þið svo vel!HúðlæknastöðinHúðvaktinHlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttar...
2025-10-02
1h 30
Í alvöru talað!
48. Þreytt og streitt kona á rauðu ljósi. Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona
Kristín Þóra Haraldsdóttir, leikkona, er okkur flestum kunnug. Við höfum séð hana brillera á leiksviði og á skjánum undanfarin ár. Hún er þessi klassíska duglega íslenska kona, eins og við erum svo margar. Einn daginn gat hún ekki haldið áfram að vera dugleg, því líkami hennar gafst upp á streitunni og stoppaði hana af. Hún neyddist til þess að frá í slipp. Stoppa, fara í veikindaleyfi og hlúa að sér. Hún segir frá sinni sögu í þessum þætti ásamt sýningu hennar Á rauðu ljósi sem hefur verið sýnd oftar en 100 sinnum og er núna á stóra sviði Þj...
2025-09-11
1h 10
Í alvöru talað!
47. Hausttískan 2025
Þátturinn sem beðið hefur verið eftir! Gulla segir frá hausttískunni 2025.Hlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.isErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Jörht góðgerðar og bætiefni- OsteoStrongStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
2025-08-21
58 min
Í alvöru talað!
46. Ég vil mæta mér til að geta mætt öðrum. Lára Rúnarsdóttir í Móum.
Lára Rúnarsdóttir er stofnandi Móa stúdíó sem er jógastúdíó sem leggur ríka áherslu á andlega iðkun, efla sjálfsvitundina, virðingu fyrir líkamanum, innri hlustun & samkennd. Lára er jógakennari og tónlistarkona með kennaramenntun og mastersgráðu í kynjafræði. Við áttum við hana einlægt spjall meðal annars um mennskuna og mikilvægi þess að mæta sjálfum sér nákvæmlega eins og maður er.Vefsíða Móa stúdíóHlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað...
2025-07-24
1h 30
Í alvöru talað!
45. Halla Himintungl skoðar stjörnukortin okkar
Halla Himintungl komn aftur í heimsókn. Í þetta skiptið las hún í stjörnukort Gullu og Lydíu, ásamt í stjörnukort hlaðvarpsins.Vefsíða Höllu HinintunglsHlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.isErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - OsteoStrong- Jörht góðgerðar og bætiefniStef þáttarins gerði Ingi B
2025-07-10
1h 23
Í alvöru talað!
44. Halla Himintungl
Halla Himintungl kom í heimsókn. Það er ekki bara nafnið hennar sem er áhugavert og spennandi…hún er sjálf hrikalega merkileg kona sem á margar skemmtilegar sögur. Hún er hjúkrunarfræðingur, heilari og stjörnuspekingur. Mjög skemmtilegur og hjartnæmur þáttur!Vefsíða Höllu HinintunglsHlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.isErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á...
2025-06-26
1h 17
Í alvöru talað!
43. Streita og óttaviðbrögðin fjögur
Lydía fer yfir viðbrögðin fjögur sem taugakerfið velur á milli þegar við erum í ótta- eða streituviðbragðinu. Þau eru fight, flight, freeze og fawning. Líkaminn er alltaf að vinna fyrir okkur og hann virkjar óttaviðbragðið til þess að verja okkur. Mjög hjálplegt er fyrir okkur að skilja þessi viðbrögð og læra að bera kennsl á það þegar við erum í þessum viðbrögðum.Hlustendur fá 15% afslátt af vörum Jörth með afsláttarkóðanum íalvörutalað inni á Jorth.isErt þú ekki örugglega að fylgja okkur...
2025-06-12
1h 14
Í alvöru talað!
42. Er ekki bara gaman á Tinder? Hrafnheiður Valdís, sálfræðingur
Hrafnheiður Valdís Baldursdóttir, sálfræðingur hjá Samkennd heilsusetri, kom í heimsókn. Við hana spjöllum við um hvernig það er að leita sér að maka á miðjum aldri, og þá sérstaklega hvernig það er að nota stefnumótaforrit. Það er á margan hátt mjög flókið, vekur upp alls konar flóknar tilfinningar og krefst sjálfskoðunar. Einlægt og skemmtilegt spjall um makaleit!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞ...
2025-05-29
1h 27
Í alvöru talað!
41. Tilfinningaát og streita í sumarfríinu
Hér kemur þáttur sem átti að vera um eitthvað allt annað, en Gulla og Lydía detta hér í flæðið sem er oft svo gott. Lydía segir frá því hvernig hún er að læra að díla við tilfinningarnar sínar og líðan á annan hátt en með óhollum mat og svo ræða þær um sumarfríið. Það er nefnilega ekki endilega alltaf tækifæri fyrir ró og hvíld í sumarfríinu og sumar mömmur koma þreyttar úr sumarfríinu sínu.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru ta...
2025-05-15
1h 04
Í alvöru talað!
40. Viðskiptafræðingurinn sem syngur Tangó. Svanlaug Jóhannsdóttir, OsteoStrong
Svanlaug Jóhannsdóttir eða Svana er kona margra hatta. Hún er stórskemmtileg og stútfull af hæfileikum á ýmsum sviðum. Hún hefur frá mörgu spennandi og skemmtilegu að segja eftir viðburðaríka ævi. Meðal annars segir hún frá fyrirtækinu sem hún rekur nú með manni sínum og heitir OsteoStrong.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Balmai...
2025-05-01
1h 26
Í alvöru talað!
39. Getum við ekki bara borðað? Dögg Guðmundsdóttir, næringarfræðingur
Dögg Guðmundsdóttir mun útskrifast með master í klínískri næringarfræði í vor. Hún heldur úti instagram síðunni nutriment.rvk þar sem hún fræðir fólk um næringu og leiðir til þess að finna meiri gleði og ró í því að borða.Instagram DaggarErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Balmain hárvörur- Jörht góðgerðar og bæt...
2025-04-17
1h 11
Í alvöru talað!
38. Tískuvangaveltur fyrir sumarið
Gulla fær að tala um ástríðuna sína, tísku! Hún skoðar með okkur tískustrauma fyrir sumarið og gefur góð ráð um hvernig er hægt að lífga upp á fataskápinn fyrir sumarið með fötum og aukahlutum…samt bara ef þú vilt og þá kaupirðu bara það sem þér finnst fallegt og líður vel í. Hún bendir nefnilega á að við þurfum ekki að elta tískuna, nema bara ef við viljum. Mikilvægast að okkur finnist við flott og að okkur líði vel!Einnig skoða Gulla og Lydía saman spilið Rauðflögg sem er átaksverkefni á vegum...
2025-04-03
1h 15
Í alvöru talað!
37. Nokkrar lífslexíur
Lydía og Gulla bera saman og ræða nokkrar lífslexíur sem þær hafa upplifað. Allir fara í gegnum lífið og læra eitthvað. Stundum er gaman að bera saman bækur og skoða hverjar þessar lífslexíur eru!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Balmain hárvörur- Jörht góðgerðar og bætiefniStef
2025-02-20
1h 25
Í alvöru talað!
36. Tölum um kynlíf! Áslaug Kristjánsdóttir, kynfræðingur
Loksins fær Gulla að tala um eitthvað dónalegt!Áslaug Kristjánsdóttir er sprenglærður kynfræðingur og kynlífsráðgjafi með mikla og langa reynslu í faginu. Hún hefur einnig skrifað bók sem heitir Lífið er kynlíf og er núna í leyfi frá kynlífsráðgjöfinni til þess að skrifa bók númer tvö. Kynlíf og góð ástarsambönd hefur verið hennar ástríða og hún lýsir því sjálf að hafa alltaf haft áhuga á fólki og því sem ekki má tala um. Bráðskemmtilegur og fræðandi þáttur, gjörið svo vel!
2025-02-13
1h 34
Í alvöru talað!
35. Aftur á vinnumarkað eftir 14 ár. Hekla Guðmundsdóttir, Bandvefslosun
Einlægt samtal við Heklu, eiganda Bandvefslosunar, um slys, áföll og hvernig er að koma aftur á vinnumarkað eftir 14 ár.Hekla Guðmundsdóttir er eigandi fyrirtækisins Bandvefslosun og bjó til æfingakerfi sem heitir Body Reroll. Hún lenti í áföllum og slysum ung sem varð til þess að hún gat ekki unnið í 14 ár. Einnig þurfti hún að losa sig við mjög ávanabindandi verkjalyf sem hún varð að taka vegna mikilla verkja eftir slys. Hún segir frá þessu öllu saman ásamt því hvernig hún komst á þann stað sem hún er núna. Í dag líður henni vel og er sátt við...
2025-02-06
1h 40
Í alvöru talað!
34. Sambönd og samskipti
Lydía og Gulla skoða saman hvaða máli sambönd og samskipti skipta fyrir okkur. Erum við að sinna þessari þörf okkar fyrir náin tengsl nógu vel? Hvað getum við gert til þess að eiga góð samskipti og náin sambönd?Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Balmain hárvörurStef þáttarins gerði
2025-01-31
1h 08
Með lífið í lúkunum
79. Í alvöru talað! (Streita, kulnun, áföll, veikindaleyfi og sjálfsvinna). Gulla og Lydía Ósk
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum, spjallar Erla við stórskemmtilegu vinkonurnar, Gullu og Lydíu Ósk sem halda úti hlaðvarpinu Í alvöru talað! Í þættinum ræða þær meðal annars um áföll, erfiða æsku, kulnun, streitu, veikindaleyfi, skömm, nauðsynlegar samfélagslegar breytingar og sjálfsvinnu.Þær stöllur eru að eigin sögn miðaldra mæður að láta móðan mása. Lydía er sálfræðingur og jógakennari en Gulla er förðunarfræðingur, áhugaleikari og tískudrós. Einkunnarorð þeirra: Við sameinumst í mennskunni með dass af...
2025-01-25
1h 36
Í alvöru talað!
33. Að lifa dauðann af! Gunnar Smári Jónbjörnsson
Einlæg frásögn Gunnars Smára um það hvernig hann lifði dauðann af. Gunnar Smári Jónbjörnsson er ungur og hraustur maður í blóma lífsins. Hann er sjúkraþjálfari, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður, málari og einkaþjálfari sem hreyfir sig mikið og hefur iðulega mikið að gera. Hann hefur alltaf farið vel með sig, borðað hollan mat og passað upp á að streitan sé ekki of mikil. Þrátt fyrir þetta veiktist hann alvarlega og mjög óvænt fyrir um ári síðan. Hann hneig niður á heimili sínu...
2025-01-23
1h 24
Í alvöru talað!
32. Loddaralíðan og vinnustaðamenning. Lella Erludóttir
Lella Erludóttir, markþjálfi kom í stórskemmtilegt og áhugavert spjall. Hún sagði okkur frá loddaralíðan sem heitir á ensku imposter syndrome. Fólk með loddaralíðan trúir því að það sé ekki nægilega hæft til þess að sinna því starfi sem það er í. Þetta getur verið mjög truflandi en nánast allir upplifa þetta einhvern tíma á lífsleiðinni. Einnig ræddum við um vinnustaðamenningu og hvað einkennir heilbrigða vinnustaðamenningu.Heimasíða LelluErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á Instagram...
2025-01-16
1h 11
Í alvöru talað!
Jólahugleiðsla
Jólahugleiðsla til þín frá okkur 💕 Hafðu það sem allra best um hátíðarnar!
2024-12-13
12 min
Í alvöru talað!
31. Jólaþátturinn
Gulla og Lydía bera saman bækur sínar hvað varðar jólin. Eru jólin alltaf dásamleg? Eru þau erfið fyrir suma? Hvað getum við gert til þess að minnka jólastressið margumtalaða? Af hverju á Gulla ekki bleikt jólatré og hvað er með þessa jólakúlu?Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni og Hagkaup- COSRX sem fæst í Hagkaup...
2024-11-28
1h 06
Í alvöru talað!
30. Verum meðvituð en ekki meðvirk! Berglind Magnúsdóttir
Berglind Magnúsdóttir, meðferðaraðili hjá Fyrsta skrefinu kom í spjall til að tala um meðvirkni. Hún er með master í félagsráðgjöf, hefur lagt áherslu á að mennta sig vel og hefur ástríðu fyrir að aðstoða fólk við að minnka meðvirkni og kynnast sjálfu sér. Hún er einni aðjúnkt við Háskóla Íslands og heldur úti hlaðvarpinu Meðvirknipodcastið með eiginmanni sínum. Fyrsta skrefiðErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnv...
2024-11-21
1h 30
Í alvöru talað!
29. Tölum um ADHD. Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur.
Regína Ólafsdóttir, sálfræðingur, kom og talaði við okkur um ADHD. Stórskemmtilegt og fróðlegt spjall.Regína hefur brennandi áhuga á ADHD og hefur meðal annars unnið við greiningar á ADHD. Einnig hefur hún persónulega reynslu því hún er sjálf greind með ADHD.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14
2024-11-14
1h 20
Í alvöru talað!
28. Hvaða máli skiptir meltingin? Birna Ásbjörnsdóttir
Birna G. Ásbjörnsdóttir hefur brennandi áhuga á heilsu, matarræði og næringu. Hún trúir því að við séum að miklu leyti sjálf ábyrg fyrir okkar heilsu og líðan, ásamt því hvernig við eldumst. Hún talar meðal annars um mikilvægi þarmaflóru þegar kemur að heilsu. Birna er annar stofnenda Jörth. Hún er doktor í heilbrigðisvísindum frá Háskóla Íslands og er með M.Sc. gráðu í næringarlæknisfræði frá Surrey háskóla. Auk þess hefur hún lokið námi í gagnreyndum heilbrigðisvísindum frá Oxfordháskóla. Góðgerl...
2024-11-07
1h 11
Í alvöru talað!
27. Rjúkandi rúst? Samfélagsrant!
Gulla og Lydía tala um málefni sem þær vilja ekkert tala um! Það er svo margt erfitt í nútímasamfélagi sem hefur mjög slæm áhrif á líðan okkar. Við erum þess vegna oft hrædd og áhyggjufull, sorgmædd og reið. Tölum um þetta!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúði...
2024-10-31
1h 11
Í alvöru talað!
26. Átraskanir og óheilbrigt samband við mat. Aldís og Karen
Sálfræðingarnir Aldís og Karen ræða um átraskanir hjá börnum og fullorðnum ásamt óheilbrigðu sambandi við mat sem því miður svo margir þurfa að fást við. Aldís Eva Friðriksdóttir starfar á Sálfræðistofunni Höfðabakka og hennar sérsvið eru átraskanir unglinga og fullorðinna ásamt ófrjósemisvanda. Karen Daðadóttir vinnur á Barna- og unglingageðdeild Landspítalans og vinnur mest með börnum og unglingum sem eru að fást við átraskanir. Átraskanir eru þeirra ástríða og áhugamál og þær vilja fræða fólk um þennan vanda.Ert þú ekki öruggleg...
2024-10-24
1h 25
Í alvöru talað!
25. Á Íslandi er allt of mikill hraði og streita. Ragga Nagli
Ragnhildur Þórðardóttir eða Ragga Nagli talar um streitu, muninn á danskri og íslenskri menningu, breytingaskeið og matarvenjur hjá fólki með ADHD. Hún er eldhress, orðheppin og skemmtileg að vanda!Ragga Nagli á FacebookRagga Nagli á InstagramErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúðin, Stórhöfð...
2024-10-17
1h 28
Í alvöru talað!
24. Fokk hvað það er flókið að borða hollan mat
Gulla og Lydía reyna að komast til botns í því flókna máli hvernig við borðum hollan mat. Þær komast reyndar ekki að niðurstöðu svo þú skalt ekki hlusta á þáttinn!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúðin, Stórhöfða 21Stef þáttarins gerði Ingi Björn I
2024-10-10
1h 16
Í alvöru talað!
23. Við megum biðja um hjálp. Eva Mattadóttir
Eva Mattadóttir er gestur þáttarins að þessu sinni. Hana þekkja margir enda hefur hún haldið úti hlaðvarpsþættinum Norminu í 5 ár með Sylvíu Briem vinkonu sinni. Einnig er hún markþjálfi, Dale Carnegie þjálfari og rithöfundur. Hún hefur verið afkastamikil og hugrökk í gegnum ævina en núna er hennar fulla starf að vera í endurhæfingu. Hún varð fyrir því óhappi að lenda í árekstri og hefur eftir það glímt við verki og aðrar afleiðingar þess. Hún segir frá þessu í þættinum á mjög svo mannlegan hátt.Eva á instagramErt þú ekki öruggl...
2024-10-03
1h 35
Í alvöru talað!
22. Hvað er að gerast í samfélaginu okkar? Matthildur Bjarnadóttir
Matthildur Bjarnadóttir, prestur í Garðabæ, ræðir þá hræðilegu hluti sem hafa gerst í íslensku samfélagi undanfarið. Hvað getum við gert sem samfélag og sem uppalendur barnanna okkar? Fræðandi og hjartnæmt spjall um manneskjuna og samfélagið sem við búum í.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14- Flísabúðin, Stórhö...
2024-09-26
1h 11
Í alvöru talað!
21. Mikilvægast er að fólk eigi góð tengsl við aðra. Ólöf Dröfn Eggertsdóttir.
Ólöf Dröfn Eggertsdóttir er sálmeðferðarfræðingur hjá Samkennd heilsusetri. Hún hefur lengi búið í Bandaríkjunum og gekk þar í háskóla. Nú býr hún á Íslandi með manni sínum og fjórum sonum. Hún segir meðal annars frá mikilvægi þess að eiga góð tengsl við fólk og hvernig mikil klámnotkun getur haft áhrif á nánd í samböndum.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞá...
2024-09-19
1h 33
Í alvöru talað!
20. Stígum út úr þægindarammanum.
Lydía og Gulla ræða um þægindarammann. Af hverju þeim finnst mikilvægt að ögra sér þannig reglulega. Þær gera báðar mikið af þessu en á ólíkan hátt. Gulla hefur gengið svo langt í þessu að hún væri næstum til í að gera hvað sem er er, allavega ef það er löglegt!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðu...
2024-09-12
1h 01
Í alvöru talað!
19. Um barnamissi og sorgina. Guðlaug Rún Gísladóttir
Trigger warning: í þessum þætti er rætt um andlát barns af slysförum og andlát fyrirbura.Guðlaug Rún Gísladóttir er mastersnemi í félagsráðgjöf og tveggja barna móðir. Hún hefur upplifað stærstu martröð foreldra tvisvar, en báðir drengir hennar eru látnir. Í þættinum segir hún frá andlátum þeirra og þeirri miklu sorg sem þau hjónin þurftu að læra að lifa með.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á...
2024-09-06
1h 36
Í alvöru talað!
18. Haust, húð, hár og tíska
Lydía og Gulla tala um haustið og hvað fylgir því að haustið og veturinn sé að koma. Gulla gefur góð ráð um húðrútínu á veturnar og hvernig við ættum að hugsa um hárið. Einnig hvernig við getum klætt okkur í vetur.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14Stef þáttar
2024-08-29
1h 09
Í alvöru talað!
17. Það er gott líf eftir ofbeldissamband! Jenný Kristín Valberg
Trigger warning: í þessum þætti er rætt um ofbeldi í nánum samböndum.Jenný Kristín Valberg, teymisstjóri Bjarkarhlíðar, kom í þáttinn. Jenný er menntuð í kynjafræði, mannfræði og opinberri stjórnsýslu og hefur gríðarmikla reynslu og þekkingu á sviði ofbeldis. Hún hefur sjálf lifaða reynslu af ofbeldi, en hún var í ofbeldissambandi í 13 ár.Jenný fræðir okkur um andlegt og líkamlegt ofbeldi, birtingarmynd þess í nánum samböndum og rauð flögg sem við getum fylgst með í byrjun sambanda.Heimasíða BjarkarhlíðarErt þú ekki örugglega að fylgja okkur á...
2024-08-22
1h 32
Í alvöru talað!
16. Gulla og strákarnir
Gulla segir frá gömlu ofbeldissambandi og öðrum óheilbrigðum samböndum sem hún hefur verið í áður en hún hitti þann eina rétta, dásamlegan eiginmann sinn.Persónulegur og á köflum átakanlegur þáttur.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramÞátturinn er í boði - Tree hut sem fæst í Krónunni- Lúx hár og förðun, Faxafeni 14Stef þá
2024-08-15
1h 30
Í alvöru talað!
15. Innsæið og hættulegur mafíuforingi
Lydía og Gulla tala um innsæið í þættinum. Hvað er þetta innsæi og skiptir einhverju máli að hlusta á það?Vinkonurnar verða óvart mjög persónulegar í þættinum en þær höfðu ekki planað það fyrirfram. Umræðan leiðir þær meira að segja að frásögn um mjög hættulegar aðstæður sem Gulla lenti í með mafíuforingja frá Afríku og kvenréttindi. Takk fyrir að hlusta!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á Instagram...
2024-08-08
1h 21
Í alvöru talað!
14. Ég fer í nærbuxur fyrir Jesú! Ágústa Kolbrún Roberts
Jógadrottningin Ágústa Kolbrún Roberts mætti í þáttinn til Gullu og Lydíu. Ágústa hefur verið í jóga frá 17 ára aldri og hefur lengi kennt jóga og verðandi jógakennurum. Hennar markmið var að allir á Íslandi vissu hvað jóga væri. Hún hefur verið brautryðjandi í jóga á Íslandi en jafnframt farið út fyrir kassann og stundum stuðað fólk með jóga og heilun, til dæmis með því að tala um píkuheilun.Þátturinn er einlægur og skemmtilegur og farið er um víðan völl. Það eru margir brandarar um kúk og mikið talað um rottur. E...
2024-08-02
1h 48
Í alvöru talað!
13. Hreyfing og kvenheilsa. Aðalheiður Jensen.
Gulla og Lydía fengu líkamsræktardrottninguna Aðalheiði Jensen í þáttinn. Aðalheiður hefur verið líkamsræktarþjálfari í fjölmörg ár. Fyrst var hún barnajógakennari, svo með námskeiðið Kröftugar konur en mun í ágúst opna sína eigin stöð, Tilveruna heilsusetur. Þar mun hún bjóða upp á ýmisskonar námskeið, t.d. Kröftugar konur, Barre og Rope jóga. Aðalheiður lætur sig konur varða og hennar aðaláhugamál er hreyfing og heilsa kvenna. Í einlægu spjalli segir hún frá þessu áhugamáli sínu og þeim verkefnum sem hún...
2024-07-25
1h 28
Í alvöru talað!
12. Hvað er sjálfsvinna og hver gætu fyrstu skrefin verið?
Lydía og Gulla hafa fengið spurningar frá hlustendum um sjálfsvinnu. Þær reyna að svara þessum spurningum í þættinum. Hvað er sjálfsvinna? Hvernig veit maður hvaða sjálfsvinnu er gott að fara í? Hvar byrjar maður?Vinkonurnar verða óvart mjög persónulegar í þættinum en þær höfðu ekki planað það fyrirfram. Þátturinn er því blanda af upplýsingum um sjálfsvinnu og persónulegum sögum. Takk fyrir að hlusta!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á Ins...
2024-07-18
1h 15
Í alvöru talað!
11. Er hægt að taka töflu við streitu? Katla Hreiðarsdóttir
Gulla og Lydía fengu kjarnorkuverið Kötlu Hreiðarsdóttur, úr Systrum og mökum, í þáttinn. Katla er með mörg járn í eldinum. Hún á fatamerkið Volcano design þar sem hún hannar fötin sjálf, framleiðir á Íslandi og selur. Hún rekur hönnunarverslunina Systur og makar. Hún er menntuð sem innanhúshönnuður og heldur úti mjög vinsælum reikningi, Systurogmakar, á instagram. Hún á einnig stóra fjölskyldu en hún á von á þriðja barni sínu í september, en þá mun hún eiga þrjá drengi undir fjögurra ára aldri.Katla segir frá því í einlægu spjalli...
2024-07-15
1h 21
Í alvöru talað!
10. Spilum saman samskiptaspil
Gulla og Lydía ákveða að spila samskiptaspil í þættinum. Þær spyrja hvora aðra erfiðra, djúpra og skemmtilegra spurninga um lífið og tilveruna. Við hvetjum þig til þess að spyrja sjálfa(n) þig sömu spurninga þegar þú hlustar! Kannski lærir þú eitthvað um þig.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
2024-07-07
1h 02
Í alvöru talað!
9. Lífið eftir fertugt
Gulla og Lydía skoða hvort lífið breytist eftir fertugt. Stundum heyrist sagt að lífið byrji eftir fertugt eða að lífið verði miklu betra eftir fertugt. Er það satt? Eða er lífið erfiðara eftir fertugt en fyrir þann aldur?Stelpurnar ræða málið og skoða margar hliðar á lífinu eftir fertugt. Hvernig sjálfstraustið er mögulega aðeins meira en hvernig þær eru orðnar meiri “dúllur” og þurfa að hugsa betur um sig. Svo finnst Gullu soldið erfitt að vera þremur árum eldri en Lydía og finnst frekar pirrandi að v...
2024-06-27
59 min
Í alvöru talað!
8. Sjitt, við bjuggum til podkast!
Við ákváðum óvænt og með engum fyrirvara að taka upp þátt þar sem við töluðum um það hvernig upplifun það var að búa til podkast. Hvenær og hvernig varð hugmyndin til? Hvernig hefur gengið? Hvað hefur verið erfitt í ferlinu og hvað hefur verið auðvelt?Skemmtilegur þáttur þar sem orkustigið og gleðin er mikil. Lydíu og Gullu liggur mikið á hjarta og langar að þakka hluta af því góða fólki sem hjálpaði okkur að láta podkast drauminn rætast. Góða skemmtun!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsm...
2024-06-20
51 min
Í alvöru talað!
7. Taugakerfið og streita
Við höldum áfram að tala um streitu, en núna skoðum við hvernig taugakerfið tengist streitu. Í þættinum setur Lydía aftur á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um taugakerfið. Gulla segist ekkert vita um taugakerfið, en Lydía fæst við taugakerfi fólks í vinnunni alla daga.Hvað er þetta taugakerfi? Hvernig virkar það? Hvað þýðir að vera strekktur á taugum? Hvernig hefur streita og áföll áhrif á taugakerfið? Gulla ásamt hlustendum fá svör við öllum þessum spurningum í þættinum. Góða skemmtun!Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á Ins...
2024-06-12
1h 01
Í alvöru talað!
6. Örþáttur - Hugleiðsla Lydíu
Hæ og takk fyrir að hlusta.Þessi þáttur af Í alvöru talað! er frábrugðinn öðrum. Þetta er stuttur þáttur, svokallaður örþáttur, sem inniheldur stutta hugleiðslu fyrir þig. Komdu þér fyrir í ró og næði og njóttu þessarar hugleiðslu. Hún getur hjálpað þér að róa taugakerfið aðeins og að tengjast þér betur. Hugleiðslan er gjöf frá mér til þín. Njóttu vel! Kveðja, Lydía.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á Instagram
2024-06-07
10 min
Í alvöru talað!
5. Tölum um gleði
Í þessum þætti af Í alvöru talað! fjöllum við um gleði frá ýmsum hliðum. Er gleði bara viðbrögð okkar við því sem gerist eða getum við stjórnað henni sjálf? Getum við bætt lífið okkar með því að reyna að auka gleðina?Lydía og Gulla upplifa gleðina á ólíkan hátt. Gullu er eðlislægt að bæta gleði og fíflaskap inn í flest sem hún gerir en Lydía á það til að upplifa lífið með of miklum alvarleika. Er Gulla í bullinu? Hvað segir sálfræðingurinn?Ert þú...
2024-06-07
50 min
Í alvöru talað!
4. Skiptir máli að hugsa um útlitið?
Í þessum þætti af Í alvöru talað! skoðum við saman hvort það skiptir okkur einhverju máli að hugsa um útlitið. Hverju getur það breytt og hverju getur það ekki breytt. Er það að hugsa um útliði yfirborðskennt prjál eða er það öflugt verkfæri til sjálfsástar. Þrusulíflegar samræður um útlit þar sem Gulla kennir okkur alls konar trikk og hlær að því að Lydía viti ekki hvað rótarsprey er.Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á...
2024-05-31
41 min
Í alvöru talað!
3. Hvað er streita?
Við elskum að tala um streitu! Í þættinum setur Lydía á sig sálfræðingshattinn og fræðir Gullu og hlustendur um streitu. Hvað streita er, hvernig mismunandi streituvaldar geta valdið álagi ásamt því að við ræðum það hvað hægt er að gera til þess að minnka streitu, hlúa að sér og finna jafnvægið. Ert þú ekki örugglega að fylgja okkur á samfélagsmiðlum?Í alvöru talað! á InstagramLydía (Gott jafnvægi) á InstagramGulla á InstagramStef þáttarins gerði Ingi Björn Ingason.
2024-05-31
1h 16
Í alvöru talað!
2. En hver er þessi Lydía?
Í þættinum kynnumst við Lydíu Ósk, sem er annar stjórnanda hlaðvarpsins. Lydía segir frá lífi sínu og hvað hefur mótað hana og gert að þeirri manneskju sem hún er í dag.Lydía er þriggja barna móðir, sálfræðingur og jógakennari. Hún er sterk og dugleg kona með það markmið að minnka streituna í samfélaginu. Í æsku var hún ábyrgðarfullur nörd sem fannst hún ekki passa inn í hópinn í skólanum.Lydía hefur mest alla ævina haft of mikið að gera og hefur tvisvar sinnum misst heilsuna, í fyrra ski...
2024-05-31
1h 18
Í alvöru talað!
1. Hver er þessi Gulla?
Í þættinum kynnumst við Gullu, sem er annar stjórnanda hlaðvarpsins. Gulla segir frá lífi sínu og hvað hefur mótað hana og gert að þeirri manneskju sem hún er í dag.Gulla er tveggja barna móðir, förðunarfræðingur, áhugaleikari og grallaraspói með ólæknandi áhuga á öllu sem tengist tísku og förðun. Hún hress, skemmtileg og klár kona sem elskar að hjálpa öðrum konum að auka sjálfstraust sitt í gegnum föt og förðun. Hún ólst upp í Árbænum og átti góðar og traustar vinkonur en heimilisaðstæður voru alls...
2024-05-30
1h 20