Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Gunnlaugur Bjarnason

Shows

Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiPáskaþáttur – Guð er með öll spilin á hendiGunnlaugur og Ármann eru uppfullir af heilögum anda þegar þeir ræða rokkóperuna Jesus Christ Superstar sem fyrst var konseptplata og hefur verið sýnd um heim allan og er líka afar „meta“. En þeir ræða líka eina nótt í Bangkok með öllu nema Yul Brynner, dansverkið Hringi Orfeusar, Amal og næturgestina, Getsemane-falsettuna, þrjá of fjórum meðlimum ABBA, sjakalagaul Sebastians Bach og byltingar sem fara út af sporinu, En hvernig voru helgileikir í Langholtsskóla haustið 1976? Hvor syngur betur, Jesús eða Júdas? Hlýtur maður sem heitir Jewison að vera gyðingur? Eru Farísear heitar...2025-04-2053 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði61 – Puccini og kynlífsbyssurnarNú eru Gunnlaugur og Ármann komnir að hinum tilfinningasama stórreykingamanni Puccini og óperu hans Madame Butterfly sem Malcolm McLaren gerði fræga á ný árið 1984 og varð síðar að söngleiknum Miss Saigon. Talið berst einnig að leikriti David Hwang, tónleikaflutningi á aríum, menningarnámi Gwen Stefani, Susan Boyle og háa tóninum, Chuck og Bob í Löðri, „the willing suspension of disbelief“ og að fílnum í herberginu (sem er ekki endilega bleikur). En er sjónvarpsgerðin af Flimtani og fáryrðum væntanleg? Er klappið skemmtilegra en sjálf óperan? Er ævisagnabíómyndin letilegasta form listarinnar? Gerir fr...2025-04-1459 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði60 – Krípí stelpur og kexátGunnlaugur og Ármann hafa afar misjafnar skoðanir á Töfraflautunni, hinstu óperu Mozarts, en eru sammála um ágæti kólóratúrsöngkonunnar Cristinu Deutekom. Talið berst að sjálfsögðu að frímúrurum, stolnum jólalögum, Hanswursthefðinni, þrítölunni, Rokklingunum, rassabókum, Herra Bean og „krípi stelpunni“. Um leið upplýsa þeir ungviðið um hvað ipod var, lýsa yfir aðdáun á ódýrum páskaeggjum, ræða eftirhermuleik og glæpastarfsemi á Jersey, og Ármann fær tækifæri til að viðra aðdáun sína á Valdimar Briem og Ingmar Bergman. En eru skartgripir...2025-04-0256 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði59 — Í þessum mjúka þræði ...Fáir tengja Gilbert og Sullivan við hrollvekjur en Gunnlaugi og Ármanni tekst samt að gera það í þessum þætti þar sem rætt er um The Mikado, Savoy-óperuna, „patter song“, grínbarítóna, rímsnilld Gilberts og fleiri einkenni þessara ágætu bresku samstarfsmanna. Talið berst einnig að framlínustarfsfólki, samfélagsmiðlahegðun James Blunt, gaslýsingum Mary Poppins, sjálfsmorðshugleiðingum lítilla fugla og hættunni á að mannkynið þróist aftur í apa. En fann Egill Skalla-Grímsson upp endarímið? Eru menn sem eru fyndnir á sviði ófyndnir í einkalífinu? Eru gangaverðir gulls ígildi? Er erfitt starf að vera lögga? Les...2025-03-1752 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði58 – Brúðkaupið!Gunnlaugur og Ármann eru á leið í brúðkaup og fyrir því stendur sjálft undrabarnið Wolfgang (ásamt Lorenzo Da Ponte). Brúðkaup Fígarós er iðulega talin besta ópera allra tíma þó að aðalandstæðingarnir reynist óvænt vera foreldrar söguhetjunnar. Talið berst einnig að tegundaflokkun gamanópera, endurnýtingu óperustefja, fornu bakkelsi og eldri talsetningarhefðum, mistryggum aðlögunum og gagnrýni, prima noctis reglunni alræmdu, löngu týndum föðurbræðrum, gröðum unglingum, tólf ára hjákonum, fegurð ítölskunnar og hlaðvarpshlustendum frá Eyjaálfunni. En hvaða heimsfrægi bókmenntatexti hefst á orðinu fimm? Hvaða fr...2025-03-1053 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði57 – Húmor flyst ekki alltaf velGunnlaugur og Ármann gæða sér á tournedos og ræða þriðja frægasta Jóakim nútímans, tónskáldið Rossini og hina vinsælu óperu hans, Rakarann í Sevilla. Rossini sló snemma í gegn en þróaðist frá opera buffa yfir í ellisyndir á langri ævi og var jafnan spaugsamur lífsnautnamaður. Talið berst einnig að 18. aldar ævintýramanninum Beaumarchais, mikilvægi dulargerva fyrir gamansögur, samskiptum Rossini og Beethoven, þekktum ólífuolíum, fornu barnabókunum um Kim, Greifanum af Montecristo, tönnum og hárkollum, Tinnabókunum, svissneskum menningarhetjum og hinum afbrýðisama Giovanni Paisiello. En var 19. öldin öld unga fólksins? Var Figaro...2025-02-1052 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiJólaþáttur V: Kjöthleifsát og kynusliÁrmann og Gunnlaugur snúa aftur í fimmta jólaþátt þessa langlífa, sívinsæla og sumir myndu segja sígilda hlaðvarps en sérstakur gestur þessa sögulega þáttar er Kristín Lilja Thorlacius Björnsdóttir kvikmyndafræðingur og eiginkona Gunnlaugs. Í tilefni jólanna er ekki rætt um óperur heldur söngleikinn The Rocky Horror (Picture) Show og næstum samnefnda kvikmynd. Auk þess er rætt aðeins um konfekt og kjötsvita, bandaríska neytendavernd, framburð Englandsdrottningar, þátttökusýningar og hvernig alvörufólkið horfir alltaf á löngu gerðina. En er enn til fólk sem man þegar Meatloaf var s...2024-12-231h 01Árið erÁrið erÁrið er 2020 - þriðji hlutiHjaltalín snýr aftur, Moses Hightower flytur lyftutónlist, Hildur Guðna vinnur öll verðlaun sem hægt er að vinna, Ultraflex dúóið á plötu ársins í raftónlist og Sólstafir bestu rokkplötu ársins. Bæði Sycamore Tree og Krummi feta kántrýslóð, útrás Reykjavíkurdætra heppnast vel, Of Monsters & Men treður up í The Tonight Show frá Iðnó en Skoffín hentar íslenskum aðstæðum og Salóme Katrín er nýliði ársins. Emmsjé Gauti svífur um á bleiku skýi, 24 ára Herra Hnetusmjör skrifar ævisögu, Páll Óskar fer í sjálfsskoðun, 9 líf Bubba fer á fja...2024-12-211h 48Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði55 – Brothætta konan og eitraða karlmennskanGunnlaugur og Ármann ræða Carmen eftir franska  tónskáldið Bizet og í leiðinni óhjákvæmilega 19. aldar rithöfundinn Prosper Mérimée og söngkonuna Mariu Callas. Gunnlaugur segir hræðilegan brandara um Bach og Offenbach og eftir það getur þátturinn ekki annað en batnað. Sögunni víkur að tækniblæti Frakka, hollenska sjálfræðinu, barnabókum með smyglurum og sígaunum, covidtímanum sællar minningar og muninum á matador og picador. En getur verið að þeir séu sammála um ágæti Carmen? Eru 17 àra vopnaðir hermenn traustvekjandi? Er Don José incel, „rannsaka“ listamenn eitthvað og mu2024-12-1151 minÁrið erÁrið erÁrið er 2019 - seinni hlutiAuður er söngvari og flytjandi ársins, Floni upplifir falskar ástir, Júníus Meyvant fer yfir landamærin og Fannar í Hipsumhaps syngur um lífið sem hann langar í. Hildur sér ljósið í lagahöfundabúðum, Bríet stundar dagdrykkju bláedrú, Lára Rúnars finnur rótina, Gróa er í glimmerheimi og Une Misére er heitasta harðkjarnaband landsins. Daði syngur dúetta, Skoffín flytur í borgina, K.óla keyrir úr borginnii, sólin kemur til Mugison á tónleikaferð um landið og kef LAVÍK flytur tónlist til að gráta við í hita leiksins. Umsjón: Ásgeir Eyþórsson og Gunnlau...2024-11-301h 47Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði54 – Óhefðbundin fegurð óperusöngvaraGunnlaugur og Ármann ræða óperettu sem Ármann hefur raunar séð á sviði, Kátu ekkjuna eftir Franz Lehar sem var meistari léttleikans og gleðinnar fyrir utan að hefja þrítugu konuna til vegs og virðingar í óperettuheiminum og semja mörg „Tauberlied“. Árið 1905, staðurinn er keisaraveldið Austurríki-Ungverjaland og meðal þess sem ber á góma eru latir tenórar, Parísarbragurinn, fullorðinsaldur hobbita, íhaldssemi 16 ára unglinga, samúðarleysi Ármanns með barnastjörnum, smáríkjakomplexinn, Framsóknarkassinn, Romy Schneider, áramótaskaupið 1986, söngrödd Trumps og tónlistarsmekkur Hitlers. En var Lehar of frjálslyndur þegar kom að framhjáhaldi og vændi? Er...2024-11-2750 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði53 – Nazgúlaskrækir brjóstmylkingaNú beina Gunnlaugur og Ármann sjónum að sjálfum Richard Wagner og tveimur af þekktustu óperum hans, Rínargullinu og Valkyrjunni. Gunnlaugur rekur raunir sínar úr alþjóðlegum Wagner-hópum og síðan berst talið að jafnvel enn verri aðdáendum hans sem höfðu listamannsmetnað sjálfir. Eins ræða þeir Gesamtkunstwerk og „willing suspension of disbelief“,  framburðarslekju, „verkamannaklassík“ og hið mikla dúettatímabil, ofstuðlun Wagners, áhrif hans á John Williams og JRR Tolkien, ægishjálma og grimmdarónæmi, lepp Óðins og Moshe Dayan, hundingja og brjóstumkennanlega dverga, háa f-ið og drengi í mútum, breytta endurtekningu o...2024-11-1355 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði52 – Leiksoppar og rannsóknaræfingarÁrmann og Gunnlaugur eru ekki sérfróðir um óperur eins og þeir hamra á en hafa báðir horft á Ævintýri Hoffmanns (1881) eftir Frakkann Jacques Offenbach, samtíðarmann Verdi og Wagners. Þar með hafa þeir hætt sér inn í fúafenjasvæði gamanóperunnar og umræðuna um hvort grín þýðist yfirleitt. Fram kemur að Ármann þekkir tónlistina mjög vel en hafði ekki hugmynd um efni óperunnar eða að hún sé um E.T.A. Hoffmann (1776-1822). Eins ræða þeir vélmenni, hugtakið „impresario“, karaktertenóra, buxnahlutverk, nálægð dauðans, orðið „bölmóð“, þjóðsagnasannleik, tvífaraminnið...2024-11-0658 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði51 – Varasamir vasaklútarNú fer hlaðvarpið rækilega út fyrir þægindarammann, yfirgefur Íslendingasögur í bili og beinir sjónum að óperum í staðinn. Í fyrsta þætti er rætt um Ótello (1887) eftir græningjann Giuseppe Verdi og vin hans Boito. Enginn man eftir Busseto en Gunnlaugur og Ármann ræða sameiningu Ítalíu, nýlendustefnuna, Odd lögmann, hugtakið FOMO, Ivan heitinn Rebroff, eldri skilgreiningar á offitu, Nietzsche og sjálfsvorkunn, Karate Kid endi, hinn stórkostlega Paul Robeson og fyrstu óskarstilnefningu Maggie Smith. En hvert er hið félagslega samhengi sögunnar um márann frá Feneyjum? Skiptir sakleysi Desdemónu máli? Var Iago níhilisti? Eru ástríðuglæpi...2024-10-301h 04Árið erÁrið erÁrið er 2017 - annar hlutiPáll Óskar bankar upp á hjá aðdáendum, Snorri Helgason vinnur með íslenskan tónlistararf, Dísa Jakobs syngur með Stuðmönnum á meðan Ragga Gísla semur þjóðhátíðarlag og Milkywhale syngur um paradísarfugla. Björk skrifar ástarbréf til bjartsýninnar, Birgir Steinn springur út á Spotify og Auður framleiðir tónlistarmyndband ársins með vinum sínum. Vök fer í Evróputúr, Hafdís Huld túrar Bretland og Ásgeir Trausti syngur á ensku. Jói Pé og Króli koma með bombu, Úlfur Úlfur biður aðdáendur um að hefna sín og Jófríður Ákadóttir fer sóló sem JFDR. Gu...2024-10-191h 44Árið erÁrið erÁrið er 2013 - þriðji hlutiJohn Grant tekur ástfóstri við land og þjóð, Raggi Bjarna kemur við í Þjóðarbókhlöðunni, Cell 7 snýr aftur eftir 16 ára hlé og ástralska stórstjarnan Kylie Minogue syngur með Múm. Snorri Helgason breytist í hljómsveit, Ljótu hálfvitarnir syndga og syngja um athyglisprest, Skálmöld stígur á svið í Eldborg með Sinfó og þremur kórum og Berndsen kemst í gamlar Kraftwerkgræjur. Ásgeir Trausti heldur á vit ævintýranna í útlöndum, Íkorninn Stefán Örn Gunnlaugsson skapar nýja fagra fortíð, Gunnar Þórðarson semur óperu og Obja Rasta veit og vonar. Rúnar Þórisson fer af stað, dúettinn Jed & Hera verður til, Oyama sendir frá...2024-07-031h 48Árið erÁrið erÁrið er 2012 - annar hlutiRetro Stefson er hampað sem líflegasta bandi landsins og Ekki vanmeta Pascal Pinon, Ylja flytur angurværa þjóðlagatónlist, Kiriyama Family heillar landann með grúvknúnu mjúkpoppi og Bubbi segir sögur úr þorpinu. Þórunn Antonía og Berndsen rugla saman reytum sínum, Friðrik Dór er vélrænn, The Vintage Caravan fer í ferðalag og Stúlknatríóið Charlies reynir við ameríska drauminn. Það er sumar hvern einasta dag hjá Mannakorni, Hreimur Örn er agndofa, Skálmöld berst við börn Loka, og Helgi Júlíus hvetur Íslendinga til að standa saman. Í þáttunum, Árið er...2024-06-011h 49Árið erÁrið erÁrið er 2012 - fyrsti hlutiÁsgeir Trausti brýtur blað í íslenskri tónlistarsögu, Raggi Bjarna týnir tímanum með Lay Low, Lára Rúnars sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu og Obja Rasta lofar gjafir jarðar. Steed Lord hefur nóg fyrir stafni vestanhafs, Gréta og Jónsi fara í Eurovision, Biggi Hilmars fær heimþrá, Retrobot ber sigur úr býtum í Músíktilraunum og Valdimar bíður eftir skömminni. Hjaltalín greiðir úr flækju, Jónas Sigurðsson leitar til æskuslóðanna, Pétur Ben fer nýjar leiðir við fjármögnun, Sometime býr til stuttmy...2024-06-011h 47Árið erÁrið erÁrið er 2010 - annar hlutiValdimar brotlendir yfirgefinn í Undralandi, Retro Stefson fer til Kimbabwe, Hjálmar ganga alla leið en Rökkurró er í öðrum heimi. Hljómsveitin Lifun gefur fögur fyrirheit með hörku djöfuls fanta ást, Sálin hans Jóns míns er fyrir utan gluggann þinn og Kalli tekur síðustu lestina heim. Orri Harðar gefur út Albúm, Ólöf Arnalds er innundir skinni, Skálmöld gerir árás með kvaðningu á meðan Ljótu hálfvitarnir bjóða gott kvöld. Í þáttunum, Árið er.... Íslensk dægurlagasaga í tali og tónum, eru helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist til umfjöllunar og...2024-05-011h 47Árið erÁrið erÁrið er 2004 - seinni hlutiHelstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu. Hjálmar heilla með seiðandi reggítónum, partýhetjan Love Guru slær í gegn, það eru gleðitímar hjá Kalla Bjarna og Stuðmenn eru í takt við tímann. Nylon er alls staðar, Raggi Bjarna er í flottum jakka, Ragnheiður Gröndal syngur vetrarljóð og Rafn Jónsson kveður sáttur. Mammút sigrar í Músíktilraunum, Múm leggur land undir fót en Geir Harðarson nemur land. Í svörtum fötum tryllir landann, Mínus túrar beggja vegna Atlantshafsins, Brain Pol...2024-01-011h 50Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiJólaþáttur IV: Jólatré í janúarKatrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Íslands kemur í heimsókn í jólaþáttinn sem er jafnframt 50. þáttur hlaðvarpsins og hefur Gunnlaugur mandarínur á borðum af því tilefni. Þar sem þau Ármann eru systkini er rætt um dálæti formæðra þeirra á Bolla og Ítalíuferð Katrínar með Njálu í farangrinum. Meðal annars sem ber á góma er hvort tekist sé á um Íslendingasögurnar á ríkisstjórnarfundum, dálæti Katrínar á bókaflokknum Landið þitt Ísland, rútuferðir íslenskunema á öldinni sem leið, Hallgerðargata í Reykjavík, Italo Calvino, tvíburar í fornsögum, hið horfna flugfélag Arnarflug og glæpasögur Ólafs við Faxafen...2023-12-2347 minTæknivarpiðTæknivarpiðÞað þarf enginn tíu gígabita á sekúnduVið fáum góða gesti í Tæknivarpið þá Ingvar Bjarnason frá Mílu og Jón Helgason (Nonna) frá Eldey. Þeir héldu einmitt fyrirlestur fyrir fjarskipta-faghóp á vegum Ský í síðustu viku þar sem fjallað var um 10 gígabita ljósleiðara fyrir heimili. Þarf einhver 10 gígabita á sekúndu?? Stjórnendur eru Atli Stefán og Gunnlaugur Reynir. 2023-12-1552 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði49 – Drottningar breyta sér í svölur og skáld flytja kvæðiGunnlaugur og Ármann ræða hina gömlu lummu um sannleiksgildi Íslendingasagna og fornrita yfirleitt sem almenningur (einkum eldra fólk) hefur mikinn áhuga á. Talið berst einnig að Landnámu og landamerkjadeilum, Kristínu Geirsdóttur og trú aldamótakynslóðarinnar á að Íslendingasögur séu sannar, yfirheyrslum lögreglu sem skemmtiefni, óvinsældum Sveinbjarnar Rafnssonar, fegurð sannleikans, hvort Kristur frelsaði mannkynið með fórnardauða sínum, morðinu á Kitty Genovese, hinni hundrað ára gömlu Erlendsínu, sögulegu mikilvægi fölsku tannanna og uppþvottar og í þessum þætti fá áheyrendur að njóta eftirhermu Gunnlaugs eftir Jóni Helgasyni. En er hægt að taka...2023-11-2049 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði48 – Jekyll og Hyde á íslenskum miðöldumGunnlaugur og Ármann ræða Fóstbræðrasögu og þá glannalegu hugmynd Ármanns að Þorgeir Hávarsson og Þormóður Kolbrúnarskáld séu dæmi um tvífaraminnið sem síðar komst í tísku og tákngervingar tvöfeldninnar í mannssálinni. Þetta tengist umræðunni um raunsæi, tilfinningalega dýpt, sögusamúð, táknsæi og hugmyndaheimi vísindabyltingarinnar. Þeir ræða líka Gerplu og hugmyndir Helgu Kress um að Fóstbræðra saga sé paródía. Talið berst einnig að stöðu skáldsins í menningunni, ungum vandræðagemsum, framandgervingu, fyndnum upplestrum, bókmenntalegum bíltúrum, gagnrýni á stórmenni, bókmenntaverðlaunum Nóbels, D...2023-11-0630 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði47 – "Ei ber því að leyna"Gunnlaugur og Ármann ræða bókmenntagrein sem varðveittist í öðrum textum, dróttkvæði í Íslendingasögum og konungasögum. En eru þau eftir skáldin sem þau eru kennd? Hvort eru flokkar eða drápur betri? Var Gísli súrrealisti? Hvers vegna er engin vísa eftir Sviðu-Njál í sögu hans? Hverjir fara helst í hungurverkfall og hver var sælkeri mikill og matvandur mjög? Talið berst líka að þriggja manna hjónaböndum, Lata-Geir á Lækjarbakka, Tolkien og Gvendi bónda á Svínafelli, Elton John og Þormóði kolbrúnarskáldi, dálæti Einars Ólafs Sveinssonar á orðinu „anakrón...2023-10-2347 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði46 – Elskið friðinn, strjúkið orðskviðinnGunnlaugur og Ármann fá Vigdísi Hafliðadóttur sem eitt sinn var fyndnasti háskólaneminn í heimsókn og þau ræða orðskviði og almennan fróðleik í Grettis sögu og Hávamálum. Vigdís reynir að stela titlinum „rödd almennings“ frá Gunnlaugi þó að hún sé með BA-próf í heimspeki og síðan ræða þau þriggjadísabækling, Mjallhvíti og Lenín, kviksetningu, bitlinga Hallgerðar, kómíska talgalla, sundvenjur og hvaða Davíð keypti ölið. En er hægt að treysta einlægni? Er fólki um þrítugt óhætt að sækja endurmenntunarnámskeið? Er gott að jórtra á hef...2023-10-091h 01Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði45 – Sennur á ÞingvöllumHlustendur völdu Ölkofra sögu sem umföllunarefni 45. þáttar og Ármann og Gunnlaugur ræða hann en um leið 119. og 120. kafla Njáls sögu þegar Skarphéðinn auðmýkir alla helstu höfðingja Íslands með orðkynngi sinni. Talið berst líka að Jane Austen og Charlotte Brontë, tákngildi mjólkur sem lekur um „litlaskarð“ karlmanna, mansöngsdrápum lögsögumanns sem stundum kallaði sig Burstakoll, mökum skordýra, Gardemoen-flugvellinum og Gunnlaugur segir óborganlegan brandara um SS- og Goðapylsur. En er sagan um Ölkofra dæmisaga sem Marx og Engels hefðu getað nýtt til að sýna fram á hrikaleg...2023-09-2544 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði44 – Bárðar saga og miðaldasagnfræðinGunnlaugur og Ármann ræða hina lítt þekktu Bárðar sögu Snæfellsáss sem hefur öll helstu einkenni sagnfræðirita en er misskilin í nútímanum vegna fjölda annarsheimsvætta og vegna þess að nútímafræðimenn meta stundum miðaldarit vegna þess hversu vel þau falla að heimsmynd nútímans. Eins kemur fram að Bárðarsöguhöfundur einn skilur muninn á risa og trölli. Þá er rætt um náttúrunafnakenninguna, vinsældir hlaðvarpsins í heiminum, hinn ástsæla Kim Il Sung, söngvarann Erling Ágústsson, ferð Ármanns á Dofrafjöll og kramið sem getur verið erfitt að falla...2023-09-1135 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiKróka-Refs saga – UpplesturFyrir áskrifendur okkar á Patreon les Gunnlaugur upp vel valdar Íslendingasögur og þætti. Hérna birtist brot úr fyrstu sögunni, Króka-Refs sögu, en þar sem hér er komið sögunni segir frá því hvernig Refur fór með óvini sína þá Gunnar og Bárð.Ef þú vilt hlusta á söguna í heild sinni þá geturðu gerst áskrifandi að Patreon síðunni okkar: https://bit.ly/44EZknZ2023-09-0504 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði43 – Dularfullu bréfinGunnlaugur og Ármann ræða Snorra Sturluson sagnaritara og bróðurson hans Sturlu Þórðarson en Sturla er helsta heimildin um víg Snorra í september 1241 og segir ólíkt frá því í Hákonar sögu og Íslendinga sögu í Sturlungusafninu. Talið berst einnig að hlýjum mánuðum, orðheldni jarla, Ólafi krónprins, ríkum ekkjum, mildi aldraðs fólks, ráðstefnudólgum og merkingu orðanna út og utan. En hver voru hinstu orð Snorra Sturlusonar? Hvað stóð í bréfum Hákonar konungs? Hvað voru Gissur Þorvaldsson og Kolbeinn ungi að ræða á Kili? Var arfur Klængs Bjarnarsonar ástæðan fyrir vígi Snorr...2023-08-2845 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði42 – Erfiðar hálfsysturÍ þessum þætti berst talið að fornaldarsögum Norðurlanda og einkum Hrólfs sögu kraka en líka að skrítnum smekk 15. aldar manna, sifjaspellum í fornsögum, Indiana Jones, Prins Valíant og Andrew prins. Gunnlaugur og Ármann ræða Rafn ofursta og Skuld drottningu, andsetna gelti og þýskar prinsessur sem eru eins og mý á mykjuskán, þættar sögur, hinn heilaga gral, fégræðgi Svía, galdra og hamskipti, valdabaráttu Dana og Svía á 17. öld, stigveldi fornsagna og sælustundir í Nýja-Garði. En er Svíþjóð hið horfna Atlantis? Er gull í Hrunamannahreppi? Hvað gerist þegar menn giftast dætrum sínum? Er eftirsjá að...2023-08-1435 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði41 – Loki og unglingaveikinLoki kemur við sögu í Snorra-Eddu og eddukvæðum. Hann er guð og ekki guð, karl og kona, jötunn en þó ekki, stundum í hryssulíki og getur breytt sér í flugu og lax. Margt á Loki sameiginlegt með Óðni – en var hann heimsendaguð eða kannski skólafélagi Gunnlaugs? Og í hvaða höfuðátt búa jötnarnir? Eru Loki og Útgarða-Loki sama veran? Skrópaði tröllkonan Þökk í lýðveldiskosningunum 1944? Er letin kannski mjög jákvæð? Um hvað eru íslenskar bókmenntir fyrri alda heimildir, er sögnin „hrauna“ ofnotuð, hefði Snorri Sturluson þurft ritstjóra og hvað finnst Ármanni um Marvel-myndirna...2023-07-3132 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði40 – Pabbapólitík miðaldaGunnlaugur og Ármann ræða eddukvæðið Vafþrúðnismál, visku og háan aldur jötna, hvernig guðirnir svindla alltaf, fjölþætta merkingu ergihugtaksins á miðöldum, merkingarkjarna og merkingarauka en víkja einnig að hómóerótískum málverkum af Kain og Abel, fornu íslensku sjónvarpsefni, spennumyndinni Red Eye og bandarísku stafsetningarkeppninni. En myndi Ármann ekki fara með sigur í samsvarandi íslenskri stakyrðakeppni? Mun Gunnlaugur stofna sérstakt hlaðvarp um hollenska menningu? Hvers konar gyðjur eru sagðar argar og illar? Hver eru líkindin með jötnum og foreldrum okkar? Hvernig tekst Ármanni að...2023-07-1738 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði39 – Bókablætið og Íslenzk fornritÍslenzk fornrit eru virðulegasta útgáfa fornsagna og hafa komið út í rúm 90 ár. Í þessum þætti ræða Gunnlaugur og Ármann þennan þjóðrækna bókaflokk sem þátt í viðleitni sinn til að endurvekja bókablæti á Íslandi. Á dularfullan hátt leiðir þetta þá í að ræða söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Einnig berst talið að tilraunum Ármanns til að búa til nýja Íslendingasögu og því hvernig Gunnlaugur varð poppakademíker. En hvað eru Íslenzk fornrit og getur talist heilbrigt fyrir tvítug ungmenni að kaupa þær allar? Er það galli á fræðimönnum að vera yfirlætislegir? Hvað varð um Mími 36? Mun Gunnlaugur...2023-07-0343 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði38 – Vandræðabarnið Gunnlaugur (sýnishorn)Gunnlaugur og Ármann ræða Gunnlaugs sögu en óminnishegrinn sveimar yfir þeim þannig að úr verður kátlegt minnisleysingjaleikrit. Meðal annars berst talið að fjárfestingarstefnu Gunnlaugs ormstungu, óhefðbundnum lækningaraðferðum hans, Gunløgsgade í Kaupmannahöfn, hvort Gunnlaugur og Hrafn hafi verið rapparar síns tíma eða hvort óskynsamlegt sé að færa særðum andstæðingi vatn. En afsannaði Jón Sigurðsson fornsögurnar? Er verra að þola ekki Þorstein Egilsson en vera búinn að steingleyma honum?---Kæri hlustandi. Þetta er bara sýnishorn en þátturinn í fullri lengd er einön...2023-06-2906 minÁrið erÁrið erÁrið er 1981Helstu straumar og stefnur í íslenskri tónlist eru til umfjöllunar og eitt ár tekið fyrir í einu. Meðal viðmælenda í öðrum þættinum, þar sem íslenska tónlistarárið 1981 er tekið fyrir, eru Ragnhildur Gísladóttir, Linda Björg Hreiðarsdóttir, Pálmi Gunnarsson, Guðmundur Ingólfsson, Eiríkur Hauksson, Jóhann Helgason, Þór Freysson, Sigtryggur Baldursson, Guðlaugur Kristinn Óttarsson, Magnús Guðmundsson, Ragnar Bjarnason, Magnús Ólafsson, Þorgeir Ástvaldsson, Eyþór Gunnarsson, Bubbi Morthens, Danny Pollock, Mike Pollock, Laddi, Jóhann Helgason, Gunnar Þórðarson, Rafn Jónsson, Rúnar Þórisson, Einar Örn Benediktsson, Ásmundur Jónsson, Bragi Ólafsson, Frið...2023-06-241h 50Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði37 – Illmenni fornsagnannaGunnlaugur og Ármann ræða helstu fanta og fúlmenni fornsagnanna, m.a. í ljósi skrifa Einars Ólafs Sveinssonar, Åsfrid Svensen og Carol Clover. Í ljós kemur að Gunnlaugur hefur steingleymt miðjunni á Njálu og feluleikjasnilld Þráins Sigfússonar. Einnig ræða þeir sjónarhorn í frásögnum, vísu Þóris jökuls, hnyttin tilsvör unglingsdrengja, íslenskan Sherlock Holmes á 10. öld, f-orðið, norsku gamansemina, Richard Nixon, „miles gloriosus“ manngerðina, Bíólagið og hvort illmennin hafi verið Baader-menn síns tíma.  2023-06-1936 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiJólaþáttur III - Þessi hnífur á að vera þungurGunnlaugur og Ármann ræða kvikmyndaaðlaganir norræns miðaldaarfs út frá eigin brigðula minni. Til umræðu eru ást Ármanns á Three Billboards Outside Ebbing, Missouri, Njáluaðlögun Gunnlaugs með eiturlyfjasöluþema, endasleppur söngvakeppnisframi hans og „unheimlich“ atvik í Danmörku. Einnig Hávamálasiðferðið, áhugaleysi fornmanna á Norðurljósum, gagnrýnin hugsun, táknfræðilegur tilgangur brossins, latar vinnukonur og „willing suspension of disbelief“. Glímt er við spurningar á borð við: Hvernig var að alast upp í heimi án íslenskrar talsetningar? Ber að taka óveður alvarlega? Getur Kirk Douglas verið eldri en faðir sinn? Hvaða kjánum dettur í hug að berjast við e...2022-12-231h 02Flimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiJólaþáttur II – Guð pissar á sigSéra Sveinn Valgeirsson kemur í heimsókn í sérstökum jólaþætti þar sem rætt er um muninn á prestsstörfum í borg og landsbyggð, kraftaverk miðalda og jarteinasögur, íslenska dýrlinga, sérgreiðslur til presta, hversu illa Svíar voru liðnir á miðöldum, áhuga Gunnlaugs á Hallmark-bíómyndum og muninn á Lúter og Luther. Einnig um jólasiði í ýmsum löndum, gjafir vitringanna, presta í fjölskyldu Ármanns, setningagerð í guðspjöllunum, útvarpsmessuna á jólunum, Sinterklaas og fylgdarmenn hans, áfengisleysi norrænna jóla, mikilvægi grískukunnáttu, vinsæla playmókarla og að lokum um endurfæðingu Guðs í mannslíki. Aldrei hefur jól2021-12-2055 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði34 – Á morgni hins endurreista lýðveldisGuðni Jónsson gaf út 42 fornsögur nánast á ljóshraða á 5. og 6. áratugnum og á undan honum gerði Sigurður Kristjánsson bóksali Íslendingasögur að þjóðareign. En hversu mikilvægar eru þær í þjóðarsálinni, hve lengi hafa þær verið vinsælar og hver er þáttur bóksala í Bankastræti í vinsældum þeirra? Er Ármann nógu háfleygur til að hafa samið heiti þáttarins upp úr sér? Hvað varð um Torfa sögu Valbrandssonar? Var aðdáendaspuni til á 19. öld? Hvað varð um Sverris sögu sem Ármann samdi níu ára? Ármann og Gunnlaugur ræða þetta allt og eins hvort stafsetning fo...2021-11-2928 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði33 – Drekar og smáfuglarHvaða dreka nennti J.R.R. Tolkien að telja með sem alvöru norræna dreka? Og hver eru tengsl drekans við pabba þinn? Hversu gaman er að hefja ævistarfið eftir 73 ára aldur? Eru unglingar aðeins hættulegir í hóp? Voru loðbrækur CGI síns tíma?  Gunnlaugur og Ármann ræða mælsku og kurteisi dreka, fólk sem talar við gæludýrin sín og Júragarðinn í ljósi kenninga Sigmund Freud um „das unheimliche“ í þessum æsispennandi þætti sem lýkur á að Gunnlaugur segir: „Þá er betra að vera hobbiti“.2021-11-2225 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði32 – Rebbasögur 14. aldarÁrmann og Gunnlaugur glíma við hugmyndina um „unglegar Íslendingasögur“ og ræða tæknibrellur í Króka-Refs sögu. Getur verið að Hrafnkell Freysgoði hafi líka haft 15. aldar klippingu og hver var Remo Giazotto og hvernig tengist hann Íslendingasögunum? Eru „trúverðugt“ og „sagnfræðilegt“ samheiti? Hefði sonur Gunnlaugs átt að heita Refur? Hvers vegna töldu menn smekk Íslendinga hafa hnignað á 14. öld og hvers vegna eru áheyrendur ekki þegar búnir að lesa allt Kulturhistorisk leksikon?  2021-11-1525 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði31 – Ari fróði og mæðraveldiðHver fann upp ostaskerann? Eru menn enn óljúgfróðir eða er nútíminn ekkert nema falsfréttir? Var Ingólfur Arnarson fyrsti landnámsmaðurinn? Voru landnámsmenn umhverfisböðlar? Var fræðimennska fyrri tíma stundum eins og skyggnilýsingar? Hefði höfundur Egilssögu nefnt son sinn Órækja þegar systir hans notaði nafnið Egill? Voru konur Íslendingasagnakennarar? Mun Gunnlaugur verða þekktur í sögunni sem Gunnlaugur fróði? Alveg rugluð? Þið verðið það ekki eftir þennan þátt af Flimtani og fáryrðum!2021-11-0823 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði30 – Allir norskir stýrimenn heita BárðurGunnlaugur og Ármann ræða áhugaleysi fræðimanna á austmönnum í sögunum sem hefur snúist við seinustu áratugi. Margt fleira bera á góma, m.a. skrárnar í útgáfum Guðna Jónssonar, dönsku og bresku kvennablöðin, heimildagildi Íslendingasagna, hvernig sé að vera tvíburi, Velvakandi, innflytjendauppruni Ármanns, verð á skírnarathöfnum fyrir hlaðvarpsstjórnendur og Ármann nær að koma að tilvitnun í þýska heimspekinginn Georg Simmel.  2021-11-0123 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði29 – Bestu vinir MjallhvítarFramdi Þór fyrsta hatursglæpinn? Voru Íslendingar hræddir við dverga? Hvers vegna gleymir Ármann stöðugt nafninu Alvís? Hverjir breytast í steina? Er Möndull erótískt nafn? Hvers vegna man fólk um fimmtugt aðeins dönsk nöfn dverganna sjö? Ármann og Gunnlaugur ræða dverga í eddukvæðum og Snorra-Eddu, þróun þeirra til nútímans og atvinnumöguleika dvergaleikara á öld tölvutækninnar. 2021-10-2529 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði28 – Plebbalegur matarsmekkur NorðlendingsÁ að bera fram d í nafninu Halli? Er Ármann hörgabrjótur? Hversu lengi þurfa menn að burðast með syndir fortíðarinnar og hversu fákænn þarf maður að vera til að hengja sjálfan sig? Gunnlaugur og Ármann fjalla um einn af áhugaverðustu Íslendingaþáttunum í Morkinskinnu sem Gunnlaugi finnst þó ekki fyndinn (fyrr en Ármann hermir eftir Maggie Smith).  2021-10-1826 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði27 – 900 ára samtalsmeðferðGunnlaugur og Ármann huga að Íslendingaþáttum og ræða hvor sé fremri, Freud eða Jung. Voru dróttkvæði flutt með fyndinni röddu? Fundu Þjóðverjar upp rómantíkina á 19. öld? Hvað er betra en að láta kónginn hjala við sig? Og að lokum: hvað er hægt að kaupa hjá Bókmenntafélaginu á Hagatorgi? 2021-10-1124 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði26 – Grettir og galdranorninÁrmann og Gunnlaugur snúa aftur vegna fjölda áskorana, gæta þess að minnast ekki á pestina en ræða þess í stað neista heiðninnar árið 1030. En hvernig var Grettir klipptur? Var hann hinn íslenski Van Helsing? Hver eru tengsl múmínálfa við kristnitökuna? Hvað er Gunnlaugur aldrei kallaður? Er Ármann snjallari en Sauron? Og hvern hringirðu í?2021-10-0423 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrðiSérstakur jólaþáttur – Jólin eru tími álfa og óvættaFlimtan og fáryrði hafa lokið göngu sinni í bili og þá kemur að aukaefninu! Jólin eru hátíð ljóss og friðar – og berserkja, álfa og annarra óvætta. Gunnlaugur og Ármann eru í jólaskapi í sérstökum jólaþætti sem vegna fjölda áskorana var bætt við hlaðvarpið þar sem þeir ræða eigin jólahefðir og afstöðu Íslendinga fyrr og síðar til yfirnáttúrulegra afla. Meðal annars berst talið að 109 ára konum og „túristaálfinum“.2020-12-2333 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði24 – Á slóðum væringjaHverjir voru Væringjar og hvernig varð sagnaritun um þá til? Og er Grís gott nafn á sveinbörn? Ármann og Gunnlaugur ræða við Sverri Jakobsson sagnfræðing sem sendir brátt frá sér bók um Væringja og dvelja að mestu í Miklagarði en þó er einnig vikið að Rússum og talið berst að seinasta skipti sem Sverrir og Ármann voru saman á öldum ljósvakans. Þetta er seinasti þáttur Flimtans og fáryrða í bili en orðrómur er í gangi um jólaþátt og jafnvel aðra þáttaröð ef áskoranir verða margar. 2020-11-1633 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði23 – StjörnulögfræðingarHrafnkels saga er fáum öðrum Íslendingasögum lík. Höfundur hefur takmarkaðan áhuga á ættfræði og nennir ekki að lýsa útliti manna en hefur áhuga á nýríkum stjörnulögfræðingum, hefndarþyrstum griðkonum og slyngum skósveinum. En tekst Ármanni að koma Friedrich Nietzsche að í þættinum? Og taka þeir virkilega ekki eftir því að Sámur er hundsnafn? Gunnlaugur og Ármann eru komnir alla leið til Austfjarða sem ævinlega voru of litlir á Íslandskortum fyrri alda. 2020-11-0931 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði22 – Unglingagengi ræðst á varnarlausaGunnlaugur og Ármann fá góðan gest, Guðrúnu Nordal, og aftur er haldið á Sturlungaöld og rætt um eitt helsta voðaverk aldarinnar þegar hópur af vopnuðum unglingum réðst á konur og börn á Sauðafelli. Þessi þáttur er alls ekki fyrir þá sem finnst of mikið ofbeldi í Game of Thrones!2020-11-0230 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði21 – Börn eru hættulegBörn virðast sakleysisleg en enginn er óhultur þegar þau taka að leika „alþingisleikinn“ og afhjúpa leyndarmál fullorðinna. Ekki er heldur snjallræði að fá erfiðan ungling til að hugsa um fiðurfé heimilisins. Og hver vill vera á Hufflepuff-vistinni? Enn eru Gunnlaugur og Ármann að velta fyrir sér hvernig raddir hinna raddlausu hljóma í fornum textum. 2020-10-2629 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði20 – Sjáum við rauðálfinn?Í sumum Íslendingasögum birtist brothætt karlmennska þar sem jafnvel mestu hetjur verða fyrir skensi gárunga. Gunnlaugur og Ármann velta því upp hvort harða gagnrýni á kynjakerfið og kúgunartilburði þess megi finna í 13. aldar sögum og hvaða áhrif það hafi haft fyrir 20 árum að vekja máls á þessu. 2020-10-1929 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði19 – Stétt með stéttHvað segir ástarsaga Hallfreðar og Kolfinnu okkur um stéttamun á miðöldum? Gunnlaugur og Ármann fá Torfa H. Tulinius í heimsókn og ræða skáldasögur miðalda og hinar miklu vinsældir þeirra. Einnig berst talið að skynsamlegum hjónaböndum.2020-10-1229 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði18 – Mállausa ambáttin MelkorkaGunnlaugur og Ármann ræða ævintýraleg atvik í Íslendingasögunum, meðal annars söguna af Melkorku sem kom með konunglegt blóð inn í Laxdælaætt. Jafnframt um óhugnanlega þrælamarkaði í Danmörku á 10. öld og hvort Gilli hinn gerski sé hliðstæða Watto úr Stjörnustríði. 2020-10-0522 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði17 – Húsbændur og hjúÝmsir smalamenn og griðkonur birtast í Íslendingasögunum. Hvaða máli skipta nafnlausar persónur í sögu? Hvaða ljósi varpar Roland Barthes á málið? Gunnlaugur og Ármann velta fyrir sér hvort sögurnar séu yfirstéttarbókmenntir og hvað gerist þegar alþýðufólk fær orðið. 2020-09-2828 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði16 – Legið í gömlum bréfumEkki eru allir íslenskir miðaldatextar fornsögur. Í þessum þætti verður skyggnst í heim öðruvísi heimilda, bréfa frá miðöldum sem varðveist hafa og Jón Sigurðsson sjálfur gaf út fyrstur. Gunnlaugur og Ármann ræða við Láru Magnúsardóttur sagnfræðing sem gjörþekkir þessar heimildir. Um leið berst talið að flóknum samskiptum andlegs og veraldlegs valds á 13. öld. 2020-09-2126 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði15 – Kassandra Íslands var gömul kerlingÞað var hlegið að Sæunni kerlingu þegar hún varaði við arfanum á Bergþórshvoli. Gunnlaugur og Ármann ræða hvernig farið er með eldra fólk á miðöldum. Var því sýnd virðing, hvernig brást það við þegar unga kynslóðin hunsaði það og hvaða máli skipti Krónosargoðsögnin á 13. öld á Íslandi? 2020-09-1428 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði14 - Töffarar teknir afÞó að líklega sé enginn miðaldakonungur meira áberandi í nútímamenningunni en Haraldur blátönn urðu örlög hans snautleg samkvæmt Jómsvíkingasögu. Gunnlaugur og Ármann fá í heimsókn Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur og ræða meðal annars langdregna aftöku Jómsvíkinga. 2020-09-0725 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði13 - Skarphéðinn er fyndinnHverju verða menn fróðari með því að athuga allar setningar sem hafðar eru eftir Íslendingasagnapersónu í beinni ræðu? Gunnlaugur og Ármann ræða hvað danska heimspekingnum Kierkegaard hefði fundist um Skarphéðin Njálsson og hvort hann sé fyrirmyndin að Mr Bennett í skáldsögu Jane Austen. 2020-08-3129 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði12 - Þorbjörg dregur fram hnífinnVarð helsta heimildin um norræna goðafræði til vegna hnífaárásar á föður skrásetjarans? Ármann og Gunnlaugur ræða einn helsta „spaða“ 12. aldar og tengsl hans við paurinn úr neðra. 2020-08-2425 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði11 - Snorri goði grínastGunnlaugur og Ármann ræða hvort snjöll tilsvör Snorra goða séu ævinlega fyndin og þó enn frekar hvort og hvernig þau endurspegla vísindalega heimsmynd. 2020-08-1728 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði10 - Grátandi elskendurÍ þáttinn kemur Kristín Ragna, rithöfundur og listamaður sem hefur mikið unnið með miðaldabókmenntir í list sinni og segir Gunnlaugi og Ármanni frá því en talið berst einnig að miðaldahetju sem er fríður sem stúlka og fellur reglulega í yfirlið.2020-08-1026 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði9 - Ekki bara ChelseaÁrmann og Gunnlaugur ræða hinn mikla herkonung Harald harðráða sem raunar féll ekki á Chelseavellinum heldur Stamford Bridge í Yorkshire (eins og þeir vita báðir í endurupptöku þáttarins) en þó féll hann og það árið 1066. Vanstilling og sovéskur einræðisherra koma einnig við sögu.2020-08-0327 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði8 - Færeyskir draumarFæreyskan dreng dreymir stóra drauma en þessir færeysku draumaráðendur hugsa ekki nógu hátt. Ármann og Gunnlaugur skyggnast um í sögu Sverris konungs. 2020-07-2727 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði7 - Viðræður um varúlfaHrikaleg óheppni Ála flekks er til umfjöllunar í þessum þætti þar sem meðal annars er rætt hvernig mannssálin endurspeglast í ævintýrinu. Sérstakur gestur er Aðalheiður Guðmundsdóttir, prófessor í íslenskum bókmenntum fyrri alda við Háskóla Íslands og sérfræðingur um varúlfa.2020-07-2026 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði6 - KamarorgÍ sögu dagsins er ekkert kammerorkester eða kamarorghestar en hins vegar mikið kamarorg. Gunnlaugur og Ármann ræða púka og saur í þætti sem aldrei þessu vant er mjög við hæfi barna innan tólf ára. 2020-07-1333 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði5 - Um ósýnilega greind kvennaHún var jafnoki greindustu karlmanna Íslands en fjölmargir lesendur sjá það ekki og Gunnlaugur og Ármann ræða þessa útþurkkun gáfukonu2020-07-0533 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði4 - Skaðlegar skikkjurÝmsum verður ekki kápan úr því klæðinu í þessum þætti. Ármann og Gunnlaugur fá til sín góðan gest, hana Ásdísi Egilsdóttur, og haldið er til hirðar Artúrs konungs. 2020-06-2931 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði2 - Ónytjungurinn Þorkell SúrssonGísli Súrsson var bestur í öllu nema kannski á nóttunni. En myndu Ármann og Gunnlaugur ráða bróður hans í vinnu? 2020-06-2826 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði3 - Hvað ráða þriggja ára við?Ekki trúa öllu sem fólk segir um aðra er boðskapur þessa þáttar þegar Gunnlaugur og Ármann ræða meintan drykkjuskap þriggja ára drengs.2020-06-2831 minFlimtan og fáryrðiFlimtan og fáryrði1 - Um misheppnað galdranám GunnlaugsFrumþátturinn þar sem Ármann og Gunnlaugur kynna leiðarljós hlaðvarpsins og íslensku 10. aldar útgáfuna af Hogwarts.2020-06-2838 minÚtvarp UngRÚVÚtvarp UngRÚVUpptakturinn 2019 - Tómas og LáraUpptakturinn eru tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna þar sem þau fá tækifæri til þess að senda inn hugmyndir að tónverkum, fullvinna þau með aðstoð tónskálda og heyra þau svo flutt af atvinnutónlistarfólki í Hörpu. Í þessum þáttum kynnumst við öllum þrettán tónskáldunum sem tóku þátt í Upptaktinum árið 2019, fylgjum verkum þeirra frá innsendri hugmynd að frumflutningi og hitum þannig upp fyrir Upptaktinn árið 2020. Verkin sem heyrast í þættinum voru flutt af hljómsveit Upptaktsins í Silfurbergi, þriðjudaginn 9. apríl 2019. Hljómsveit Upptaktsins skipa þau Gróa Margrét Valdimarsdóttir á fiðlu, Herdís Anna Jónsdóttir á víólu, Bryndís Björ...2020-02-0600 min