podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Haskolinn A Akureyri
Shows
Temjum tæknina
#8 Tolli og Dr. Auðbjörg Björnsdóttir
Í þessum þætti af Temjum tæknina ræðir Magnús Smári við listamanninn Tolla og Dr. Auðbjörgu Björnsdóttur um áhrif gervigreindar á sköpun, menntun og manneskjuna. Samtal þeirra snýst um jafnvægi, innri ró og hvernig við getum nýtt tæknina á mannúðlegan og skapandi hátt.
2025-05-20
48 min
Temjum tæknina
#7 Sean Rife (English)
In this episode of Temjum tæknina (Taming Technology), we speak with Professor Sean Rife, co-founder of Scite, about the role of AI in science and education. The interview is in English. The University of Akureyri recently signed a two-year agreement with Scite, granting full access to students and staff. Implementation has begun in collaboration with faculty, the university library, and the IT and teaching support center.
2025-05-08
1h 04
Temjum tæknina
#7 Sean Rife
Í þessum þætti af Temjum tæknina ræðum við við prófessor Sean Rife, meðstofnanda Scite, um áhrif gervigreindar á vísindastarf og menntun. Viðtalið fer fram á ensku. Háskólinn á Akureyri hefur nýlega gert tveggja ára samning við Scite sem veitir öllum nemendum og starfsfólki aðgang að þessari öflugu þjónustu – og er innleiðing hafin í samstarfi við kennara, bókasafn og upplýsingatæknimiðstöð.
2025-05-08
1h 08
Temjum tæknina
#6 Safa Jemai
Í þættinum fáum við innsýn í ótrúlega vegferð Safa Jemai, sem flutti frá Túnis til Íslands 23 ára, lærði íslensku á fimm mánuðum og rekur í dag tvö gjörólík fyrirtæki – Vikonnek í gervigreindarlausnum og Mabrúka í kryddum sem tengir hana á áhugaverðan hátt við uppruna sinn í Túnis. Safa ræðir við Magnús um reynslu sína af því að byrja upp á nýtt í nýju landi, hvernig hún sameinar tækni og matarhefðir, mikilvægi þess að fylgja ástríðu sinni og hvernig við sem samfélag getum tekist á við örar tæknibreytingar og áhrif gervigreindar á fr
2025-05-08
1h 10
Temjum tæknina
#5 Jónatan Sólon Magnússon
Gestur þáttarins er Jónatan Sólon Magnússon, doktorsnemi við heimspeki- og vísindaaðferðafræðistofnun Kepler háskólans í Linz, Austurríki. Jónatan rannsakar gervigreind og efnahagsaðstæður í tengslum við þá þróun með sérstaka áherslu á vinnumarkaðinn. Við ræðum áhrif gervigreindar á störf, hvernig sjálfvirknivæðing getur haft í för með sér breytingar á vinnumarkaði og hugmyndina um "frelsi frá vinnu til að skapa frelsi til vinnu." Jónatan kynnir hugmyndir um grundvallarframfærslu sem leið til að takast á við breytingar á vinnumarkaði, nýtingu gervigreindar til að taka yfir óæskileg störf, og hvernig kapítalískt hagkerfi þarf að þróas...
2025-04-03
1h 28
Temjum tæknina
#4 Gísli Ragnar Guðmundsson
Í þættinum fær Magnús Smári heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni, fyrrum starfsmanni Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins sem tók þátt í gerð aðgerðaáætlunar Íslands í málefnum gervigreindar til 2026 og nú starfar sem ráðgjafi hjá KPMG. Þeir ræða stöðu gagnamála hjá hinu opinbera, áskoranir við innleiðingu gervigreindar í íslenskri stjórnsýslu, mikilvægi góðra gagnagrunna fyrir gervigreindarnýtingu, hvernig menntakerfið þarf að bregðast við tæknibreytingum, og stærri samfélagslegar spurningar varðandi atvinnubreytingar og þjóðfélagslega aðlögun.
2025-04-03
1h 34
Temjum tæknina
#3 Dr. Ari Kristinn Jónsson
Dr. Ari Kristinn Jónsson er einn áhrifamesti tæknileiðtogi Íslands – fyrrum NASA-vísindamaður, fyrrverandi rektor HR og frumkvöðull á sviði gervigreindar, menntunar og nýsköpunar. Í þessum þætti skyggnumst við inn í ótrúlegan feril hans, leiðtogastíl og ástríðu fyrir því að nýta tækni til að leysa raunveruleg vandamál – frá Mars-jeppum yfir í menntun framtíðarinnar.
2025-03-21
1h 27
Temjum tæknina
#2 Helena Sigurðardóttir
Gesturinn í þessum þætti er Helena Sigurðardóttir kennsluráðgjafi hjá Háskólanum á Akureyri, Helena er grunnskólakennari og hefur verið mikill frumkvöðull í að innleiða tækni frá spjaldtölvuvæðingu grunnskóla yfir í gervigreind verkfæri í háskólasamfélaginu, virkilega gaman að fá hana í spjall og margir afar áhugaverðir punktar ræddir.
2025-03-12
58 min
Forysta & samskipti
08: Gervigreind - Auðbjörg Björnsdóttir og Magnús Smári Smárason
Forysta og samskipti: Hvað er gervigreind og hvers vegna þurfum við að tileinka okkur hana? - Gervigreindin mælir með að þú missir ekki af þessum þætti… Nýr þáttur af hlaðvarpinu Forysta og samskipti er kominn í loftið en umsjónarmaður er Sigurður Ragnarsson, forseti Viðskiptadeildar Háskólans á Akureyri (HA) og stjórnenda- og forystuþjálfari. Gestir Sigurðar í þættinum eru Dr. Auðbjörg Björnsdóttir, forstöðumaður Kennslu- og upplýsingatæknimiðstöðvar HA, og Magnús Smári Smárason, verkefnastjóri gervigreindar við HA og einn fremsti sérfræðingur landsins í gervigreind. Í...
2025-03-04
1h 13
Temjum tæknina
#1 Gunnar Ásgeir Ásgeirsson - Gervigreind, íslenskt mál og þýðingar
Í þessum fyrsta þætti er rætt við Gunnar Ásgeir Ásgeirsson, kerfisstjóra við Háskólann á Akureyri, hann deilir reynslu sinni úr kvikmyndabransanum – sögum af sýningarstjórastarfinu sem hvarf með stafrænu byltingunni til textavinnslu og verndun íslenskunar. Við spyrjum: Hvernig temjum við tæknina á ábyrgan hátt, án þess að missa tökin? Gunnar er líka gestgjafi hlaðvarpsins Litli mallakúturinn – hlustaðu á það hér: Spotify tengill. Bónus fyrir tækniáhugafólk: Kíktu á WhisperSST.is – 100% staðbundið, open-source máltækniviðmót í þróun sem þýðir íslenskt tal í texta beint á þinni vél, án skýjaþ...
2025-02-21
1h 14
Temjum tæknina
#Trailer - Temjum tæknina
Temjum tæknina í stað þess að láta hana stjórna okkur
2025-02-14
00 min
Forysta & samskipti
07: Frá Asíu til Íslands - Rebekka Kristín Garðarsdóttir
Gestur Sigurðar í þættinum er Rebekka Kristín Garðarsdóttir, forstöðukona og verkefnastjóri hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Wise. Rebekka Kristín hefur yfir 20 ára reynslu sem stjórnandi og forystumanneskja. Hún starfar nú hjá Wise en starfaði meðal annars áður í Hong Kong sem stjórnandi hjá LinkedIn og Microsoft, auk þess sem hún stofnaði og rak fyrirtæki þar ytra. Margt kemur til tals, eins og munurinn á að vera stjórnandi og leiðtogi auk þess sem rætt er um verkefnastjórnun. Einnig segir Rebekka Kristín frá tíma sínum hjá LinkedIn og Microsoft og lýsir þa...
2025-01-08
1h 13
Samfélagið
Kristín styður 37 fjölskyldur á Gaza, Opni háskólinn og gervigreind
Það má segja að Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Svalbarðseyri, búi í tveimur heimum. Þegar hún er ekki í vinnunni í heimahlynningunni á Akureyri er hún vakin og sofin yfir því að styðja fjölskyldur á Gaza, fjárhagslega en ekki síður andlega. Segja má að hún reki óformleg hjálparsamtök og í kringum þau hefur skapast stórt samfélag. Grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli… en hvað svo? Símenntun tekur sífellt á sig nýjar og nýjar myndir og fjölmörg halda áfram að sækja sér menntun að lokinni hefðbundnu skólagöngu, oft þegar þau skipta u...
2025-01-02
57 min
Samfélagið
Kristín styður 37 fjölskyldur á Gaza, Opni háskólinn og gervigreind
Það má segja að Kristín S. Bjarnadóttir, hjúkrunarfræðingur á Svalbarðseyri, búi í tveimur heimum. Þegar hún er ekki í vinnunni í heimahlynningunni á Akureyri er hún vakin og sofin yfir því að styðja fjölskyldur á Gaza, fjárhagslega en ekki síður andlega. Segja má að hún reki óformleg hjálparsamtök og í kringum þau hefur skapast stórt samfélag. Grunnskóli, framhaldsskóli, háskóli… en hvað svo? Símenntun tekur sífellt á sig nýjar og nýjar myndir og fjölmörg halda áfram að sækja sér menntun að lokinni hefðbundnu skólagöngu, oft þegar þau skipta u...
2025-01-02
55 min
Forysta & samskipti
06: Alþingiskosningar 2024 - Grétar Þór Eyþórsson
Gestur Sigurðar í þættinum er Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Viðskiptadeild Háskólans á Akureyri. Grétar Þór hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi, fræðimaður og kennari. Hann er t.d. fyrrum forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og hefur sinnt stjórnmálaskýringum í fjölmiðlum í áraraðir. Farið er yfir alþingiskosningarnar framundan og sérstaklega út frá forystu og hvernig forystan birtist með ólíkum hætti hjá flokkum og frambjóðendum. Einnig er komið inná samskipti og kynningar í tengslum við kosningarnar. Að lokum er aðeins farið yfir forsetakosningarnar í Bandar
2024-11-26
1h 01
Forysta & samskipti
05: Kjartan Sigurðsson lektor við HA og nýsköpunar- og frumkvöðlagúru
Kjartan er hafsjór af reynslu og fróðleik og ræðir og fræðir okkur um allskonar hluti á sviði nýsköpunar og frumkvöðlamennsku, þ.á.m. félagslega nýsköpun (e. Social innovation) og hvað einkennir afburða frumkvöðla. Í tengslum við samskipti og nýsköpunar- og frumkvöðlahugsun undirstrikar hann meðal annars mikilvægi þess að stjórnendur tali við starfsfólkið sitt. Einnig er komið inná fortíð Kjartans sem er margþætt en hefur nýst honum vel í leik og starfi. Hann hefur starfað fyrir mörg fyrirtæki sem og kennt og starfað við fleiri háskóla, þ.á.m. Háskólann...
2024-09-19
1h 10
Forysta & samskipti
04: Eyjólfur Guðmundsson
Gestur Sigurðar í þættinum er Eyjólfur Guðmundsson fráfarandi rektor Háskólans á Akureyri. Eyjólfur hefur verið rektor HA síðustu tíu ár. Áður var hann sviðsstjóri greiningar og aðalhagfræðingur hjá tölvuleikjafyrirtækinu CCP; og þar áður forseti viðskipta- og raunvísindadeildar HA. Eyjólfur segir okkur frá ýmsum þáttum í starfi sínu, til dæmis hvað skiptir mestu máli í tengslum við að leiða og taka ákvarðanir. Hann lýsir einnig þremur megin áskorunum í starfi sínu sem rektor: Í fyrsta lagi eru það samskiptin við stjórnvöld; í öðru lagi stjórnun í akademísku samfé...
2024-06-18
1h 08
Forysta & samskipti
03: Forsetakosningarnar - Grétar Þór Eyþórsson
Gestur Sigurðar í þessum þætti er Grétar Þór Eyþórsson, forseti Viðskiptadeildar HA og prófessor í stjórnmálafræði. Grétar Þór hefur leitt starf Viðskiptadeildar HA síðustu fjögur ár og hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi, fræðimaður og kennari. Hann er t.d. fyrrum forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar Háskólans á Akureyri og hefur sinnt stjórnmálaskýringum í fjölmiðlum í áraraðir. Grétar Þór hefur því mikla reynslu þegar kemur að forsetakosningum á Íslandi og þekkir vel sögu þeirra og hlutverk forsetans. Hann ræðir m.a. hvað er frábrugðið við þessar kosningar í samanbur...
2024-04-30
47 min
Mannlegi þátturinn
Dagur Heyrnar, vegavinkill og Huldar lesandinn
Yfirvöld hafa áhyggjur af sífellt óhollara hljóðumhverfi fyrir börn, í skólum, að leik og í frístundum. Ástæða er til að skoða stöðu mála og fræða börn, ungmenni, kennara og aðstandendur um mikilvægi góðrar hljóðvistar og heyrnarverndar. Í gær var alþjóðlegur dagur Heyrnar og í síðustu viku var undirritaður þríhliða samstarfssamningur um innleiðingu fjarnáms í heyrnarfræði fyrir íslenska háskólanema. Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háskólinn í Örebro í Svíþjóð og Háskólinn á Akureyri hafa gert með sér samning sem gerir kleift að bjóða upp á háskólanám í heyrnarfræð...
2024-03-04
53 min
Forysta & samskipti
02: Hildigunnur Svavarsdóttir
Gestur Sigurðar í þessum þætti er Hildigunnur Svavarsdóttir forstjóri Sjúkrahússins á Akureyri. Hildigunnur hefur viðamikla reynslu sem stjórnandi og forystumanneskja og er m.a. fyrrum framkvæmdastjóri á Sjúkrahúsinu á Akureyri og fyrrum skólastjóri Sjúkraflutningaskólans auk þess sem hún hefur verið formaður Landssambands heilbrigðisstofnana og setið í stjórnum fagfélaga hérlendis sem erlendis. Hún starfaði einnig lengi sem lektor við Háskólann á Akureyri. Hildigunnur segir okkur frá ýmsum þáttum í starfi sínu á sviði forystu og samskipta, og ræðir m.a. hvernig má byggja upp öflug teymi. Hún kemur líka i...
2024-01-31
49 min
Forysta & samskipti
01: Sirrý Arnardóttir
Fyrsti gestur Sigurðar er Sirrý Arnardóttir. Hún er þekkt fyrir ýmis störf, þ.á.m. úr fjölmiðlum en og hún er líka kennari, sérfræðingur og ráðgjafi í öllu sem tengist betri tjáningu. Hún er einnig rithöfundur og nýjasta bókin hennar heitir einmitt Betri tjáning: Örugg framkoma við öll tækifæri. Sirrý segir okkur m.a. frá bókinni og kemur inn á ýmsa aðra þætti er tengjast betri tjáningu og öflugri samskiptum almennt. Sirrý sýnir okkur ofan í ,,verkfærakistuna sína” og ýmislegt er rætt eins og samskipti í rafheimum, að...
2023-12-20
57 min
REEF Roundup: 🪸Coral Reefs🐠 and 🐙Marine Conservation🦈
Brianna Bambic - Mapping a Future for Reefs with the Allen Coral Atlas
Brianna Bambic is a dynamic and dedicated professional currently spearheading the Field Engagement team at Allen Coral Atlas, a pioneering tool that provides high-resolution mapping and monitoring of the world's coral reefs. Her career is rooted in a profound commitment to marine conservation, particularly focusing on coral reef ecosystems. Brianna's journey in marine science began with her earning a Bachelor of Arts in Biology from the University of Denver, where she was recognized on the Dean's list. She further honed her expertise by pursuing a Master's degree in Natural Resource Management, specializing in Coastal and Marine Management...
2023-11-16
30 min
Kennsluvarpið
Kennsluakademían með Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Róberti H. Haraldssyni
Margrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent í Viðskiptafræðideild og stjórnarmeðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og Róbert H. Haraldsson, Sviðsstjóri kennslumála spjalla um Kennsluakademíuna, hvað hún er, fyrir hverja og hvernig er hægt að sækja um. Háskóli Íslands tók forystu um stofnun Kennsluakademíunnar 2021 en ásamt honum standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri að Kennsluakademíunni sem styrkt er af stjórnvöldum. Fyrstu meðlimir Kennsluakademíunnar voru teknir inn í nóvember 2021 og samanstendur fyrsti hópurin...
2022-01-17
35 min
OT 4 Lyfe
A Special Episode Full of Thanks
It’s Thanksgiving in the US and that means it’s time to sit down and reflect on all the things in your life that you are thankful for. Sarah sits down to contemplate all the things and people she is thankful for in her life, including: The ability to impact the lives of her clients Being a fieldwork educator and impacting the next generation of OT’s Opportunities for volunteering abroad and the ability to travel Elaine at CRECER Olga at Háskólinn á Akureyri Pushing through the limiting beliefs to get the Podcast live The guests that took...
2018-11-23
17 min