podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
HeilsuErla
Shows
Með lífið í lúkunum
94. Aldrei gefast upp. (Seigla, þolinmæði og óbilandi viljastyrkur 15 ára drengs). Magnús Máni Magnússon
Í þættinum ræðir Erla við Magnús Mána Magnússon sem er aðeins 15 ára en hefur þegar sýnt meiri seiglu, þolinmæði og viljastyrk en margir upplifa á langri ævi.Sumarið 2023 breyttist líf Magnúsar á örfáum dögum. Eftir stutt veikindi missti hann mátt og alla skynjun frá bringu og niður. Bakteríusýking hafði náð alla leið inn í mænuna og olli alvarlegri bólgu sem lamaði hann.Síðastliðin 2 ár hefur hann staðið í gríðarlega krefjandi endurhæfingu með óbilandi markmið, að ná sér að fullu. Hann hefur aldrei gefist upp á því mark...
2025-08-16
29 min
Með lífið í lúkunum
93. Að týnast í myrkrinu. (Andleg heilsa, áskoranir, sjósund og seigla). Sigurgeir Svanbergsson
Í þættinum ræðir Erla við Sigurgeir Svanbergsson, íslenskan sjósundskappa sem lét ekki veðrið, öldurnar né marglyttur stoppa sig þegar hann lagði upp í eitt stærsta sundævintýri sem hægt er að ímynda sér, að synda yfir Ermasundið.Markmið hans var ekki aðeins að takast á við þessa gríðarlegu áskorun heldur einnig að vekja athygli og safna áheitum fyrir Píeta samtökin, sem vinna ómetanlegt starf í forvarnar- og stuðningsstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða.Við ræddum um undirbúninginn, andlegu hliðina, kvíðann, kuldann, að týnast í myrkrinu og af hver...
2025-08-02
1h 20
Með lífið í lúkunum
92. Frjósemi og heilsa. (Mögulegar ástæður ófrjósemi, mýtur, offita, úrræði og hlutverk lífsstíls). Snorri Einarsson
Í þættinum ræðir Erla við Snorra Einarsson sérfræðing í fæðinga- og kvensjúkdómalækningum um áhrif lífsstíls á frjósemi, mögulegar ástæður ófrjósemi, mýtur og hvaða úrræði eru í boði. Snorri hefur starfað við ófrjósemislækningar frá 2006 og er framkvæmdastjóri, yfirlæknir og einn af stofnendum Livio Reykjavík. Í frítímanum er það fjölskyldan og börnin fjögur sem skipa stærstan sess og ekki er það verra ef öll fjölskyldan er saman á ferðalögum, í golfi eða á skíðum.Hlaðvarpið er í samstarfi við:💙 Geo...
2025-07-26
1h 32
Með lífið í lúkunum
91. Turning obsession into purpose. (Mental health, OCD, passion and healing). Matt Moreman
In this first English speaking episode Erla´s guest is Matt Moreman, the creator of the hugely popular YouTube channel “Obsessed Garage.” With over half a million followers, Matt has built a loyal audience by sharing his deep passion for quality, detail, and all things garage-related.But behind the videos is a personal story. Matt was diagnosed with OCD, and what started as a personal struggle became the foundation of his business and purpose.We talk about his journey, how OCD shaped his life, and how he turned obsession into a tool for success and even...
2025-07-12
1h 23
Með lífið í lúkunum
90. Hvað er fjórða vaktin? (Foreldrakulnun, hindranir í kerfinu og úrræði). Lóa Farestveit Ólafsdóttir og Sara Rós Kristinsdóttir
Í þætti vikunnar komu til Erlu í afar áhugavert spjall þær Sara Rós Kristinsdóttir og Lóa Farestveit Ólafsdóttir til að ræða um fjórðu vaktina, foreldrakulnun, hindranir í kerfinu, podcastið 4.vaktina og margt fleira.En hvað er fjórða vaktin? Þriðja vaktin hefur fengið töluverða umræðu síðustu ár og er þar verið að vitna í það huglæga sem fólk þarf að sinna umfram daglega vinnu.Fyrir foreldra fatlaðra og langveikra barna er töluvert meira álag og vinna en á aðra foreldra og því er oft talað um það sem fjórðu vaktina.Þes...
2025-06-28
1h 38
Með lífið í lúkunum
89. Ertu að hella upp á gleði eða sorg? (Öryggi, tengslamyndun, tengslarof, taugakerfið, uppeldi og sjálfsvinna). Angelía Fjóla Vilhjálmsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Angelíu Fjólu Vilhjálmsdóttur um öryggi, tengslamyndun, tengslarof, tilfinningar, viðbrögð taugakerfisins, ég og þú boð, uppeldi, bjargráð, mikilvægi þess að tilheyra og sjálfsvinnu. En þetta eru allt þættir sem hafa mikil áhrif á heilsu okkar.Angelía Fjóla segir á einlægan hátt sögu sína sem er átakanleg og mótaði hana mikið. Hún segir að lífsreynslan hafa skilið eftir dýpra spor í sálinni en hún gerði sér grein fyrir og að óöryggi hafi fylgt sér síðan hún muni eftir sér og hafi verið eins og akkeri...
2025-06-14
1h 49
Með lífið í lúkunum
88. Þegar áskoranir verða innblástur. (Nýtt líf eftir veikindi, nýsköpun, næring sem boðefni, magasýrur, insúlínviðnám og óþol). Beta Reynis
Í þættinum ræðir Erla við Betu Reynis næringarfræðing, næringarþerapista og frumkvöðul um magnaða lífreynslu þegar hún greindist með taugasjúkdóminn Guillain–Barré og lamaðist en náði að vinna sig upp úr heilsuleysinu með hugarfari og lífstíl. Þær stöllur ræða um næringu almennt og ýmsar næringarráðleggingar varðandi t.d. blóðsykur, magasýrur, fræolíur, soja prótein, eplaedik, bætiefni og steinefni en einnig um hvaðan áhuginn á hollri og góðri næringu kemur, insúlínviðnám, að greina óþol, áhrif streitu á heilsu, frumkvöðl...
2025-05-31
1h 56
Með lífið í lúkunum
Heimur geðlæknisins, Dr. Ólafur Þór Ævarsson (Heilsumoli 20)
Í fyrsta viðtalinu (heilsumolanum) af þremur við Dr.Ólaf Þór Ævarsson geðlækni ræða þau Erla um heim geðlæknisins og geðlæknisfræðina. Hvernig starfar geðlæknir og hefur starfið breyst mikið? Eru tengsl á milli þarmaflóru og geðheilsu? Hver er helsti misskilningurinn um geðsjúkdóma? ofl Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!Heilsuhillan. Vanda...
2025-05-17
27 min
Með lífið í lúkunum
Forvarnir í geðheilsu. Dr. Ólafur Þór Ævarsson (Heilsumoli 21)
Í öðru viðtalinu (heilsumolanum) af þremur við Dr.Ólaf Þór Ævarsson geðlækni ræða þau Erla um forvarnir í geðheilsu. Hverjar eru helstu forvarnir í geðheilsu og eru þær árangursríkar? Afhverju er aukning í streitu og kulnun? Hvaða áhrif lífsstíll og kröfurnar í nútímasamfélagi? oflDyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!Heilsuhillan. Vandað...
2025-05-17
26 min
Með lífið í lúkunum
Heilsumissir í kjölfar áfalla. Dr. Ólafur Þór Ævarsson (Heilsumoli 22)
Í þriðja viðtalinu (heilsumolanum) af þremur við Dr.Ólaf Þór Ævarsson geðlækni ræða þau Erla um heilsumissi í kjölfar áfalla. Hvernig hafa áföll áhrif á heilsu okkar? Hvað er að gerast í heilanum? Hvað er að gerast í líkamanum? Geta áföll setið í taugakerfinu? Er hægt að ná bata?Dyggir samstarfsaðilar hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum eru:Spíran. Dásamlegur veitingastaður staðsettur í Garðheimum. Sumarsalat HeilsuErlu er nú komið á matseðil Spírunnar og ekkert ykkar ætti að láta það fram hjá ykkur fara!Heilsuhillan. Vandaðar vörur til bættr...
2025-05-17
30 min
Með lífið í lúkunum
Gagnsemi kísils og GeoSilica. (Heilsumoli 18)
Á næstu vikum mun ég kynna dygga samstarfsaðila hlaðvarpsins með stuttum Heilsumolum í hlaðvarpinu.Fyrst í spjall til mín var Steinunn Ósk Valsdóttir, markaðsstjóri Geo Silica sem er nýjasti samstarfsaðilinn.Steinunn segir okkur frá fyrirtækinu og gagnsemi kísils en GeoSilica® framleiðir náttúruleg fæðubótarefni í vökvaformi til daglegrar inntöku, sem hjálpa til við endurnýjun líkamans frá toppi til táar.Fyrirtækið vinnur steinefni úr jarðhitasvæðum Íslands með byltingarkenndri framleiðsluaðferð og þróar 100% náttúrulegar og vegan-vottaðar gæðavörur...
2025-05-10
17 min
Heilsuvarpid
#114 Erla Guðmundsdóttir (HeilsuErla)- Streita, kulnun, mataræði, hreyfing
Erla Guðmundsdóttir, HeilsuErla, er íþróttafræðingur og markþjálfi sem starfar sem íþróttakennari og heldur úti hlaðvarpinu 'Með lífið í lúkunum'. Við töluðum um hennar reynslu af kulnun og streitu, og hvað hjálpaði henni tækla það sem og allskonar mýtur í heilsubransanum. Ótrúlega skemmtilegt spjall enda erum við á sömu bylgjulengd í öllu þessu heilsubrölti. @heilsuerla Heilsuvarpið er í boði NOW á Íslandi og Nettó @nowiceland @netto.is
2025-02-16
59 min
Með lífið í lúkunum
74. Ungur nemur gamall temur. (Hreyfing heilsunnar vegna, breytingar á íþróttakennslu á 40 árum, knattspyrnuþjálfun og starfslok). Logi Ólafsson
Í þættinum ræðir Erla við Loga Ólafsson, íþróttakennara, húmorista og knattspyrnuþjálfara um starfsferil Loga sem er langur og viðburðaríkur. Þau ræða um hvað heilsa er mikilvæg, breytingar á 40 árum í íþróttakennslu, knattspyrnuþjálfun, áhugamál, starfslok og fleira. Logi er mörgum kunnugur sem knattspyrnuþjálfari og lýsandi í sjónvarpi. Hann hefur þjálfað mörg knattspyrnulið í gegnum tíðina og bæði karla- og kvenna landslið Íslands í knattspyrnu. En það sem ekki allir vita er að Logi hefur kennt íþróttir í Menntaskólanum við Hamrahlíð síðan árið 1988 og er Erlu mikil fyrirmynd. Ha...
2024-12-12
1h 01
Með lífið í lúkunum
73. Að finna taktinn. (Húmor, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna og sjálfsmildi). Sóley Kristjánsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Sóleyju Kristjánsdóttur uppistandara, markþjálfa og stjórnendaþjálfa um mannlega hegðun, húmor, venjur, burnout, meðferð, breytingaskeið kvenna, gæfuspor, sjálfsmildi, mikilvægi þess að taka ábyrgð á sjálfum sér og hvað það getur verið erfitt að vera öðruvísi eða sigla á móti straumnum.Sóley segist stundum fá þráhyggjur fyrir hlutum og fara þá all-in í að grúska um það málefni í smá tíma. Það gerði hún varðandi Breytingaskeið kvenna og byrjaði með hlaðvarpið Að finna taktinn vegna þess að hún skildi ekki afhverju þ...
2024-12-05
1h 28
Með lífið í lúkunum
72. Að vera betri í dag en í gær. (Áhrif meiðsla á andlega líðan og heilsu íþróttafólks). Haraldur Holgersson
Í þættinum ræðir Erla við Harald Holgersson eða Halla eins og hann er alltaf kallaður. Halli er ekki bara frábær þjálfari heldur einnig magnaður íþróttamaður sem hugsar vel um heilsuna. Halli stefnir á að verða hraustasti maður heims einn daginn. Hann keppti árið 2016 í unglingaflokki á heimsleikunum í Crossfit og svo ári síðar með liði CrossFit XY en svo settu meiðsli smá strik í reikninginn næstu árin.Halli hefur verið að kljást við alvarlegt brjósklos í bakinu síðastliðin 5 ár. Það hefur gengið vel á köflum en því miður hafa meiðslin tekið sig upp aftur og a...
2024-11-28
1h 06
Með lífið í lúkunum
71. Þyngdarstjórnunarkerfi líkamans og heilsa. (Sjúkdómurinn offita, efnaskiptaaðgerðir, þyngdarstjórnunarlyf, fordómar, lífsstíll og umhverfisþættir). Erla Gerður Sveinsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við nöfnu sína Erlu Gerði Sveinsdóttur lækni og sérfræðing í offitusjúkdómum um sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, þyngdarstjórnunarlyf, virkni og aukaverkanir þeirra, nauðsynlegar breytingar á lífstíl í kjölfar inngripa, fordóma gagnvart offitu, áhrif umhverfisþátta á heilsufar og fleira. Erla Gerður hefur unnið við offitumeðferð með einum eða öðrum hætti síðustu 15 árin. Hún vill vinna heildrænt og þverfaglega og starfar nú með teymi sínu hjá Mín besta heilsa við það að fræða, meta hvort og hvernig aðgerð fólk þarf og veita eftir...
2024-11-21
1h 16
Með lífið í lúkunum
70. Sjálfsvíg, sálgæsla og sorg. (Áhrif á aðstandendur og mikilvægi hreyfingar fyrir andlega heilsu). Auður Hallgrímsdóttir
Í þætti vikunnar ræðir Erla við dásamlega vinkonu sína og gleðisprengju Auði Hallgrímsdóttur. Auður er mikil félagsvera sem elskar að hreyfa sig úti í náttúrunni. Auður missti föður sinn úr sjálfsvígi fyrir rúmum 5 árum og ákvað strax að hún myndi nýta sér þessa erfiðu lífsreynslu til þess að hjálpa öðrum.Í þessu einlæga og fallega viðtali ræðum við meðal annars um sjálfsvíg, áhrif á aðstandendur, sálgæslu og mikilvægi hreyfingar í andlegri heilsu og þegar tekist er á við erfið áföll. Auðu...
2024-11-14
1h 25
Með lífið í lúkunum
69. Vertu með þér í liði. (Sjálfsvinna, narsissismi, flókin áfallastreituröskun, að setja mörk, þakklæti og jólahefðir). Helgi Ómarsson
Í þættinum ræðir Erla við Helga Ómarsson ljósmyndara og jáhrifavald um sjálfsvinnu, narsissisma, flókna áfallastreituröskun, að setja mörk, litla Helga, þakklæti, stolt, jólahefðir og hvernig hann vill nýta rödd sína og þekkingu ti þess að hjálpa öðrum. Helgi er með hlaðvarpið Helgaspjallið og Helgi og Erla áttu afar skemmtilegan dag saman og tóku ,,two for one" þar sem að Erla fór einnig í spjall til Helga sama dag. Kíkið á viðtalið í Helgaspjallinu Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við: Nettó- netto.is...
2024-11-07
1h 12
Með lífið í lúkunum
68. Ástin er ekki takmörkuð. (Áföll, triggerar, traust, tilfinningar, kynlíf, nekt og opin sambönd). Árni Björn Kristjánsson og Guðrún Ósk Maríasdóttir
Í þættinum ræðir Erla við hjónin Árna Björn og Guðrúnu Ósk um lífið og tilveruna, um áföll eins og að eignast langveikt barn, höfuðhögg og heilsuleysi, áfallastreitu, triggera og traust.Einnig ræðum við um mikilvægi þess að leyfa sér að upplifa allar tilfinningar, hvernig samskipti eru lykillinn að góðu sambandi, hvers vegna þau eru vegan, hvernig kynlíf getur orðið betra með árunum, nekt, opin sambönd og fleira.Guðrún og Árni segjast lífa eftir þeirri lífsspeki að það eigi ekki vera neinn filter og vonast...
2024-10-31
1h 15
Með lífið í lúkunum
67. Árangur v.s heilsa. (Hámarkssúrefnisupptaka, grunnbrennsla, HRV, mjólkursýra, þjálfunarpúls, zone 1-5, hitaaðlögun, mikilvægi svefns og ofþjálfun). Sigurður Örn Ragnarsson
Í þætti vikunnar ræðir Erla við Sigurð Örn Ragnarsson, verkfræðing og þríþrautakappa um það hvernig hægt sé að ná sem bestum árangri sem afreksíþróttamaður, ,,kostnað" afreka á heilsuna, hámarkssúrefnisupptöku, HRV, mjólkursýru, þjálfunarpúls, zone 1-5, hitaaðlögun, mikilvægi svefns, ofþjálfun, grunnbrennslu og margt fleira.Sigurður Örn er magnaður íþróttamaður sem nýtir þekkingu sína og reynslu til þess að ná góðum árangri í þríþraut en um leið besta heilsu sína. Hann er viskubrunnur og áður en við vissum af vorum við búin að spjalla saman í næstum 2 klu...
2024-10-24
1h 50
Með lífið í lúkunum
66. Hvað eru grasalækningar? (Lýðheilsa, melting, þarmaflóran, streita, hormónaójafnvægi, tíðarhringur kvenna og rushing womans syndrome). Ásdís Ragna Einarsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi grasa um náttúrulækningar, lýðheilsu, meltingu, þarmaflóruna, streitu, hormónaójafnvægi, tíðarhring kvenna, rushing womans syndrome ofl. Ásdís Ragna er Lýðheilsufræðingur og grasalæknir. Áhugi hennar á virkni lækningajurta og hæfni þeirra til að bæta heilsu fólks kviknaði snemma á lífsleiðinni. Hún hefur lengi haft brennandi áhuga á því hvernig við getum haft áhrif á heilsuna frá náttúrunnar hendi og hvaða áhrif þessi fjölmörgu virku efni úr jurtunum hafa á mannslíkamann. Starf Ásdísar sem grasalæknir er fyrst og...
2024-10-17
1h 16
Með lífið í lúkunum
65. Æfinga- og hreyfifíkn. 2737 hreyfidagar í röð! Steinn Jóhannsson
Í þættinum ræðir Erla við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um mjög áhugavert tímabil í lífi hans þar sem hann tók ekkert hvíldartímabil í 7,5 ár! Sem sagt hreyfði sig 30 mínútur á dag í 2737 daga og taldi ekki göngutúra og lyfingar með. Þó að hann æfi ekki á hverjum degi lengur er hann þó eintaklega hreyfiglaður maður og er nammigrís sem elskar tölur og tölfræði, sérstaklega í tenglsum við íþróttir.Í dag hvetur Steinn öll til þess að vera dugleg að hreyfa sig, finna sér hreyfingu við hæfi og hreyfingu sem veitir man...
2024-10-10
58 min
Með lífið í lúkunum
64. Hvað þarftu ástin mín? (Jóga, hugleiðsla og heilun eftir áföll). Ágústa Kolbrún Roberts
Í þætti vikunnar spjallar Erla við Ágústu Kolbrúnu Roberts jógakennara og heilara. Ágústa byrjaði sína andlegu vegferð snemma eftir að hafa verið á flótta frá erfiðri æsku. Þær stöllur ræða á einlæglega um það hvernig æskan hefur mótað hana, hvernig jóga tók yfir líf hennar, hugleiðslu, áföll, heilun og hvernig við þurfum að taka ábyrgð á okkur sjálfum. Hún hefur stundað jóga í 28 ára og kennt fjölmörgum að kenna jóga. Ágústa er líka frábær listakona og er nú með listasýningu á Sólheimum um Sesselju stofnanda S...
2024-10-03
1h 34
Með lífið í lúkunum
Núvitund - 7 mínútna sitjandi hugleiðsla. (Heilsumoli 14)
7 mínútna sitjandi hugleiðsla og núvitundaræfing þar sem við færum athygli okkar á milli skynfæra. Hægt að gera hvar og hvenær sem er. Njótið!Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2024-10-01
07 min
Með lífið í lúkunum
63. Rekjum upp þræði skammarinnar. (Kynfræðsla, samskipti, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd og væntingar). Sigga Dögg
Í þættinum ræðir Erla við Siggu Dögg kynfræðing um kynfræðslu, kærleika, mikilvægi samskipta í kynlífi og lífinu almennt, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd, væntingar og hvernig breytingarskeið kvenna er tækifæri til að losa sig við það sem þjónar manni ekki lengur.Sigga Dögg hefur lagt mikinn metnað í að fræða unga sem aldna um kynlíf síðustu ár og áratugi. Undanfarin ár hefur hennar helsta starf verið kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum þar sem hún fræddi nemendur, kennara og foreldra. Sigga áttaði sig svo á því að kynfræðs...
2024-09-26
1h 30
Með lífið í lúkunum
62. Hvernig er hægt að ná árangri án þess að missa vitið og heilsuna? (Hæfni, færni, sjálfstæði, hamingja og hugrekki). Krumma Jónsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Krummu Jónsdóttur sem starfar sem árangursráðgjafi um hæfni, færni, sjálfstæði, hamingju og hugrekki, hvað við þurfum til að dafna og hvernig við náum árangri án þess að missa vitið og heilsuna. Til að ná árangri þurfum við fjölþætta vellíðan, líkamlega, andlega og félagslega. Þegar við erum í jafnvægi og upplifum vellíðan í þessum þáttum, erum við betur í stakk búin til að takast á við áskoranir og ná árangri.Á sama hátt þurfum við árangur til að dafna; það að setja okkur markmið og ná þeim gefur lífi okkar tilgang og u...
2024-09-19
1h 07
Með lífið í lúkunum
61. Það felst svo mikið frelsi í því að vera vel nærður. (Breytingaskeið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsa, hormónaójafnvægi og hreyfingaleysi). Lukka Pálsdóttir
Í þættinum ræða Lukka og Erla um breytingaskeiðið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsu, hormónaójafnvægi, alvarleika hreyfingaleysis, hvatberavirkni, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti að það er með lífi í lúkunum og margt fleira. Lukka er einn af stofendum og eigindum GreenFit og hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Auk tveggja háskólagráða hefur hún svalað sífelldum þekkingarþorsta á hinum ým...
2024-09-12
1h 12
Með lífið í lúkunum
60. Heilbrigt samband við mat. (Matarvenjur, ADHD, næringarþéttni, næringarlæsi og þarmaflóran). Heiðdís Snorradóttir
í þættinum ræðir Erla við Heiðdísi Snorradóttur næringarfræðing um hvað það er að eiga í heilbrigðu sambandi við mat, matarvenjur, ADHD og mataræði, næringarþéttni matvæla, næringarlæsi, áhrif þarmaflórunnar á almenna heilsu og margt fleira. Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur MSc með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2024-09-05
1h 22
Með lífið í lúkunum
59. Hvers vegna er tengslamyndun mikilvæg fyrir heilsu okkar? (Ungbarnasund, örugg tengsl, fæðingarþunglyndi, vanræksla og tenglsaröskun). Katrín Kristjánsdóttir
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:Nettó - netto.isSpíruna - spiran.isHeilsuhilluna - heilsuhillan.isÍ þættinum ræðir Erla við Katrínu Kristjánsdóttur, sálfræðing um tengslamyndun og afhverju hún er mikilvæg, áhrif tengslamyndunar í æsku á heilsu okkar í framtíðinni, rannsóknir á tengslamyndun í ungbarnasundi, örugg tengsl, fæðingarþunglyndi, vanrækslu, tenglsaröskun, ,,good enough” foreldra og hvernig við getum haldið góðum tengslum við okkur sjálf og aðra. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2024-08-29
1h 09
Með lífið í lúkunum
58. ADHD og heilsa. (Sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunarárátta, kynjamunur, gagnsemi lyfja og fordómar). Anna Tara Andrésdóttir
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:Nettó - netto.isSpíruna - spiran.isHeilsuhilluna - heilsuhillan.isÍ þætti vikunnar ræðir Erla við Önnu Töru Andrésdóttur um ADHD, sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunaráráttu, kynjamun, gagnsemi lyfja, fordóma og áhrif ADHD á heilsu og öfugt. Þær stöllur ræða einnig um áhrif hreyfingar, mataræðis og svefns á ADHD og áhrif kynþroskaskeiðs, meðgöngu og breytingaskeiðs á einkenni ADHD hjá konum.Anna Tara er doktorsnemi við Háskólann í Barcelona með sérstaka áherslu á konur með ADHD. Hún bren...
2024-08-22
1h 34
Með lífið í lúkunum
57. Vertu listamaður í að lifa. (Venjur, hegðun, þarfir, neðansjávardjúpmarkþjálfun og morgunsíður). Guðbjörn Gunnarsson
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:Nettó - netto.isSpíruna - spiran.isHeilsuhilluna - heilsuhillan.is Í þætti vikunnar ræðir Erla við Guðbjörn Gunnarsson sérlegan áhugamann um fólk, einkaþjálfara og markþjálfa um venjur, hegðun, þarfir, hvað það er að vera listamaður í að lifa, neðansjávardjúpmarkþjálfun, morgunsíður og hvernig við berum ábyrgð á eigin heilsu. Guðbjörn hefur unnið með fólki í 21 ár og blandar nú saman á skemmtilegan hátt einkaþjálfun og markþjálfun með góðum árangri. Hann trúir því að það sem þú ge...
2024-08-15
1h 11
Með lífið í lúkunum
56. Að forðast kvíða er eins og að forðast skuggann af sér. (Heilsu- og næringarlæsi, skólaforðun, tilfinningalæsi, samkennd og meðvirkni). Davíð Aron Routley
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:Nettó - netto.isSpíruna - spiran.isHeilsuhilluna - heilsuhillan.is Í þætti vikunnar ræðir Erla við Davíð Aron Routley, heilsumarkþjálfa, jógakennara og einkaþjálfara um heilsu- og næringarlæsi, skólakerfið, hegðunarvanda, skólaforðun, kvíða, tilfinningalæsi, samkennd og meðvirkni. Þau ræða einnig um áhrif umhverfis, markaðssetningar og efnahagskerfisins á heilsu og hvernig við getum aðeins verið jafn heilbrigð og umhverfið okkar er.Davíð Aron hefur unnið í barnavernd, Brúarskóla og með einhverfum börnum. Hann telur að börn eigi að...
2024-08-08
2h 00
Með lífið í lúkunum
55. Félagslegir töfrar. (Tilfinningaleg smitun, félagslegt heilbrigði, stemmning og hlutverk íþrótta). Viðar Halldórsson
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:Nettó - netto.isSpíruna - spiran.isHeilsuhilluna - heilsuhillan.is Í þætti vikunnar ræðir Erla við Viðar Halldórsson, félagsfræðing og prófessor við Háskóla Íslands um samfélagið, félagslega töfra, tilfinningalega smitun, félagslegt heilbrigði, stemmningu, tæknilega skynsemisvæðingu, hlutverk íþrótta og fleira.Viðar bendir á að félagsleg samskipti eru grunnbyggingarefni samfélagsins og félagslegir töfrar og samskipti mynda eitthvað sem var ekki til áður og summan verður oft stærri en einingarnar. 1+1 verða 3...
2024-07-31
1h 24
Með lífið í lúkunum
54. Hvað geymir líkaminn þinn? (Þungamálmar, heildræn tannlæknastofa og munurinn á lífinu í USA og á Íslandi). Sigríður Friðriksdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Friðriksdóttur eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð. Sigga er hjúkrunarfræðingur, búsett í Bandaríkjunum og starfar á heildrænni tannlæknastofu. Þar er hún með heilsu- og næringarþjálfun auk þess að gera alls konar mælingar á skjólstæðingum sínum, t.d. að taka og greina blóðprufur, skanna fyrir þungamálmum í líkamanum og fleira. Sigga bendir á að góð munnheilsa/tannheilsa skiptir miklu máli fyrir alhliða heilsu og getur meira að segja minnkað líkur á hjarta og æðasjúkdómum.Hún segir okkur ei...
2024-07-25
1h 13
Með lífið í lúkunum
53. Þú vaknar ekki bara einn daginn með sykursýki 2. (Heilsulæsi, forvarnir, efnaskipti, insúlínviðnám og tískubylgjur í mataræði.) Lukka Pálsdóttir og Sigurður Örn Ragnarsson
Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:Nettó - netto.isSpíruna - spiran.isHeilsuhilluna - heilsuhillan.is Í þættinum ræðir Erla við Lukku Pálsdóttur og Sigurð Örn Ragnarsson hjá Greenfit um heilsulæsi, forvarnir, ákjósanlegt matar- og hreyfiumhverfi, efnaskipti, insúlínviðnám, tískubylgjur í vinsældum orkuefna, þ.e. fitu, kolvetna og próteina og hvernig við hámörkum heilsu okkar.Þau ræða einnig um hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að bæta lýðheilsu þjóðarinnar og hvernig við og samfélagið virðumst bara setja ,,plástra" á flest...
2024-07-18
1h 37
Með lífið í lúkunum
52. Kvenlíkaminn er algjör töffari. (Ofspenna í grindarbotni, kynlíf, breytingarskeið kvenna, þvagleki, legsig og endómetríósa.) Þorgerður Sigurðardóttir
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Þorgerði Sigurðardóttur, kvenheilsusjúkraþjálfara um ýmis málefni sem tengjast heilsu kvenna og hafa áhrif á lífsgæði þeirra, t.d. þvagleka, legsig, endaþarmssig, blöðrusig, ofspennu í grindarbotni og endómetríósu. Þær ræða einnig um áhrif meðgöngu og fæðingar á kvenlíkamann, mæðravernd eftir fæðingu, íþróttakonur, mikilvægi grindarbotnsæfinga og hvernig er best að framkvæma þær, kynlíf, breytingarskeið kvenna, mikilvægi slökunar og öndunar og margt fleira. Þorgerður er einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði kvensj...
2024-06-27
1h 04
Með lífið í lúkunum
51. Ungbarnasund, þjófstart inn í framtíðina? (Tengslamyndun, jafnvægi, samhæfing, þroski, söngur og gleði og heilsufarslegur ávinningur.) Snorri Magnússon
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að njóta lífsins og vinna sig ekki í kaf. Snorri er að eigin sögn karl sem kominn er á sjötugs aldur og er fæddur á Skaganum. Hann lærði að synda þegar hann var 9 ára og hefur verið kenndur við sundlaug síðan. Hann hefur bæði þ...
2024-06-20
1h 01
Með lífið í lúkunum
50. Sá einhverfi og við hin. (Foreldrahlutverkið, að þiggja aðstoð, mikilvægi húmors og hið eilífa samviskubit.) Jóna Á. Gísladóttir
Þátturinn er í boði Nettó og UnbrokenÍ þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan og séu óhrædd við að þiggja aðstoð. Þá ræða þær einnig um andlega heilsu, mikilvægi húmors, hvernig það er mikið auðveldara að gefa öðrum ráð heldur en að fara eftir þeim sjálfur, hið eilífa samviskubit og það að vera ekki nóg.
2024-06-13
1h 17
Með lífið í lúkunum
49. Nærðu þig fallega. (Vinnusemi, mikilvægi hreyfingar, lesblinda, andvana fæðing, gallstasi og sorg.) Anna Marta Ásgeirsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna. Anna Marta segir okkur fallegu söguna af því hvernig hún og Ingólfur maður hennar komu af stað góðgerðarverkefninu Ísbirninum Hring, fígúru sem léttir lund veikra barna og hefur glatt ófá hjörtu. En Hringur er lukkudýr Barnaspítala Hringsins sem kemur fr...
2024-06-06
1h 24
Með lífið í lúkunum
48. Streita og heilsa. Hvað er til ráða? (Kvíði, þunglyndi, kulnun, mikilvægi hvíldar, kyrring hugans, áhrif vímuefna, adhd, mildi og mikilvægi félagslegrar heilsu). Dr. Ólafur Þór Ævarsson
Í þættinum ræðir Erla við Dr. Ólaf Þór Ævarsson geðlækni og heilsuáhrifavald um streitu, kvíða, þunglyndi, kulnun, mikilvægi hvíldar, kyrringu hugans, áhrif vímuefna, adhd, mildi, mikilvægi félagslegrar heilsu og hvernig við getum safnað streituráðum.Ólafur Þór hefur lengi starfað að lækningum og kennslu, veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum. Hann hefur haft sérstakan áhuga á mikilvægi góðrar geðheilsu og geðheilsueflingu, svo og áhrifum streitu og kulnunar á líf og heilsu. Hann stofnaði Streituskólann árið 2002 og starfar se...
2024-05-30
1h 11
Með lífið í lúkunum
47. Histamín óþol og heilsa. (Birtingamyndir, áhrif myglu, streitu og lífsstíls og hlutverk þarmaflórunnar). Katrín Sigurðardóttir
Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðing og heilsumarkþjálfa um Histamín óþol og hvernig við getum haft áhrif á það með mataræði okkar og lífsstíl. Farið er yfir helstu birtingamyndir óþolsins, hlutverk þarmaflórunnar, áhrif myglu, áhrif streitu og hvað er tl ráða. Katrín með Master í heilbrigðisvísindum og "Board certified Health and Wellness Coach" og aðstoðar fólk með margvísleg vandamál að bæta heilsu sína. Hún er að eigin sögn miðaldra hjúkrunarfræðingur úr Kópavoginum sem strarfar nú í drau...
2024-05-23
1h 06
Með lífið í lúkunum
46. Hættu aldrei að láta þig dreyma. (Heilsa, húmor, hreyfing, sjálfsmynd, andleg heilsa og heimsókn í SOS Barnaþorp). Eva Ruza Miljevic
Í þættinum spjallar Erla við Evu Ruzu skemmtikraft, útvarpskonu, velgjörðasendiherra SOS með meiru um heilsu, húmor, hreyfingu, heimsókn í SOS-barnaþorp, áhugann á fræga fólkinu í Hollywood, draumastarfið, sjálfsmynd og mikilvægi þess að sinna andlegu heilsunni. Það er ekki að undra að Eva Ruza sé einn vinsælasti skemmtikraftur landsins því hún á afar auðvelt með að létta lund landans. Hún tekur sjálfri sér ekki of hátíðlega og það er alltaf stutt í húmorinn. Þó að hún elski að hafa sig til þá segir hún að það sé alltaf mjög stutt í króatísku sveitakonuna.
2024-05-16
1h 15
Með lífið í lúkunum
45. MS-sjúkdómurinn og heilsa. (Einkenni, greining, úrræði, lyf og áhrif lífsstíls á framgang sjúkdómsins). Hjördís Ýrr Skúladóttir
Í þættinum ræðir Erla við Hjördísi Ýrr Skúladóttur, formann MS félags Íslands um MS-sjúkdóminn, fjölbreytt einkenni hans, greiningu, úrræði, tegundir lyfja og hvernig heilbrigður lífstíll getur haft áhrif á framgang sjúkdómsins og einkenni hans. MS-sjúkdómurinn er oft nefndur sjúkdómurinn með 1000 andlit þar sem að einkenni hans eru mjög fjölbreytt og óútreiknanleg. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu, þ.e. heila og mænu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni...
2024-05-09
1h 15
Með lífið í lúkunum
44. Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag? (Styrktarþjálfun, mataræði, bætiefni, breytingaskeið kvenna, streita, meðvirkni og að setja mörk). Ragga nagli
Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum.Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega varðandi konur á breytingaskeiði eða forbreytingarskeiði. Þær stöllur ræða einnig um algengar mýtur, streitu, meðvirkni, að setja mörk og afhverju lyftingar og styrktaræfingar eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan. Ragnhildur sem oftast er kölluð Ragga nagli eða Naglin...
2024-05-02
1h 29
Með lífið í lúkunum
10 ráð til að nærast betur. (Heilsumoli 13)
Til þess að finna jafnvægi í lífinu þarf að huga að næringu, bæði frumnæringu og því sem við setjum á diskinn. Frumnæring er allt það sem nærir okkur annað en matur og felst í okkar daglegu athöfnum. Það er okkur lífsnauðsynlegt að staldra við og endurskoða samskipti, atvinnu, hreyfingu, andlegt jafnvægi og fleira. Við vanmetum oft þessa þætti, teljum ekki til næringar og veitum því sjaldnast athygli hvernig okkur líður. Ef við viljum bæta heilsuna þurfum við að skoða alla þætti sem hafa áhrif á hana og meta hvar við erum í ójafnvægi. Það er nefn...
2024-04-27
06 min
Með lífið í lúkunum
43. Nóbelsverðlaun eða Ólympíugull? (Sveitalífið, baráttan við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni). Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson
Í þættinum ræðir Erla við Dr. Sigurbjörn Árna Arngrímsson um lífið og tilveruna, sveitalífið, hlutverk íþrótta, starfið sem kennari og skólameistari, baráttu hans við krabbamein og mikilvægi þess að vera með húmorinn að vopni. Sigurbjörn Árni eða Bjössi eins og hann er oftast nefndur er skólameistari við Framhaldsskólann á Laugum og er einnig einn ástsælasti íþróttalýsandi þjóðarinnar. Ég efast um að nokkur geti lýst frjálsum íþróttum með slíkri innlifun. Bjössi gæti gert það spennandi að horfa á málningu þorna. Bjössi er fæddur árið...
2024-04-25
1h 20
Með lífið í lúkunum
Hugleiðsla fyrir svefninn. (Heilsumoli 12)
Í þessum heilsumola leiðir Erla þig inn í draumalandið með róandi hugleiðslu. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2024-04-21
20 min
Með lífið í lúkunum
42. Út fyrir kassann. (Styrkleikar, sjálfsmynd, núvitund, samskipti og sjálfsrækt). Bjarni Fritzson
Í þættinum ræðir Erla við Bjarna Fritzson rithöfund, íþróttamann og eiganda sjálfstyrkingarfyrirtækisins Út fyrir kassann um jákvæða sjálfsmynd, núvitund, samskipti, sjálfsrækt, sjálfstraust, gildi og hvernig við hjálpum börnum okkar að byggja upp góða sjálfsmynd með því að aðstoða þau við að finna sína styrkleika.Sjálfur segist Bjarni fyrst og fremst vera fjölskyldufaðir úr Breiðholtinu og íþróttanörd sem elskar að efla fólk og hjálpa því að blómstra. Hann heldur meðal annars námskeiðin Öflugir strákar, Vertu óstöðvandi fyr...
2024-04-19
1h 15
Með lífið í lúkunum
Tíu atriði sem geta bætt heilsuna strax í dag. (Heilsumoli 11)
Í þessum stutta heilsumola tel ég upp tíu atriði sem þú getur tileinkað þér til þess að hafa góð áhrif á eigin heilsu.Ég tel heildræna nálgun bestu leiðina til að njóta góðrar heilsu. Hér eru nokkur atriði sem þú getur gert strax í dag til þess að bæta heilsuna.Skipulegðu vikunaHreyfðu þig daglegaFarðu að sofa á ákveðnum tíma á hverju kvöldi (rútína) Borðaðu meira grænmetiMinnkaðu sykurneysluDrekktu meira vatnBurstaðu tennurnar fljótlega eftir kvöldmatGerðu vikumatseðilRæktaðu samband þitt við vini og fjölskylduStundaðu þakklætiÞe...
2024-04-15
03 min
Með lífið í lúkunum
41. Tannheilsa. (Umhirða tanna, munnþurrkur, bakflæði, neföndun, tannhvíttun og áhrif á almenna heilsu). Elva Björk Sigurðardóttir
Í þættinum ræðir Erla við Elvu Björk Sigurðardóttur tannlækni um tannheilsu, tannlæknanámið, rétta umhirðu tanna, tæknina við að bursta tennurnar, tannhvíttun og þætti sem hafa áhrif á tannheilsu okkar eins og sýrustig drykkja, munnþurrk, bakflæði, neföndun, að naga neglur og fleira auk þess að ræða aðeins um það hvernig tannheilsa getur haft áhrif á almenna heilsu okkar.Auk þess að vera tannlæknir er Elva Björk Kópavogsbúi, móðir og sjálfstæð kona sem finnst gaman að vera innan um fólk. Hún hefur starfað sem tannlæknir siðan 1998...
2024-04-11
59 min
Með lífið í lúkunum
40. Heilsan er hinn sanni auður. (Hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttaviti okkar). Halla Tómasdóttir og Björn Skúlason
Í þættinum ræðir Erla við Höllu Tómasdóttur forsetaframbjóðanda og eiginmann hennar Björn Skúlason um mikilvægi þess að huga vel að heilsu okkar, bæði andlegri og líkamlegri, hugrekki til að hafa áhrif, gildi og áttavita, mikilvægi þess að vera í tengslum við okkur sjálf, hvernig það er að hugsa um heilsuna í annasömu starfi, hvernig forsetaembættið getur beitt sér fyrir bættri lýðheilsu þjóðarinnar og margt fleira.Þessi dásamlegu hjón sem hafa verið saman í 25 ár og gift í 20 ár eru svo miklar fyrirmyndir á mörgum sviðum og ræða hér á einlægum nótum um það hv...
2024-04-04
1h 29
Með lífið í lúkunum
39. Að endurræsa taugakerfið. (Heilsumissir, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, draumar og tilgangur lífisins). Marta Dröfn Björnsdóttir
Í þættinum spjallar Erla við Mörtu Dröfn Björnsdóttur um heilsumissi, áföll, jóga, öndun, sjóböð, KAP, þakklæti, drauma, tilgang lífisins og það hvernig henni tókst að endurrræsa taugakerfi sitt. Marta er lærður kvikmyndaförðunarmeistari og starfaði við það í 13 ár áður en hún hóf sitt andlega ferðalag árið 2017. Hún er einnig barnabókahöfundur og gaf út bókina Amma með biluðu augun árið 2013 og nú er önnur bók á leiðinni, Lukkudýrið ég, en það er bók til að aðstoða börn við að byggja upp sjálfstraust....
2024-03-29
1h 01
Með lífið í lúkunum
38. Það er alltaf von. (Erfið æska, meðvirkni, barátta við fíkniefni og innri kraftur). Sigríður Ingibjörg Jónsdóttir (Inga)
Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Ingibjörgu Jónsdóttur um erfiða æsku, skömm, meðvirkni, baráttu við fíkniefni, innri kraft, mikilvægi hreyfingar og hvernig hún snéri við blaðinu eftir að hún komst að því að hún væri ólétt af dóttur sinni. Þær stöllur ræða einnig um tilgang lífsins, þakklæti, mikilvægi þess að þekkja sig vel, hvað heilsa er dýrmæt og að ekki megi taka henni ekki sem gefnu.Inga eins og hún er alltaf kölluð er nú að ljúka námi í Íþrótta- og hei...
2024-03-22
1h 22
Með lífið í lúkunum
37. Hvað er kírópraktík? (Stoðkerfið, taugakerfið, virkni mannslíkamans, streita og mikilvægi góðrar líkamsbeitingar). Matthías Arnarson
Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Í þættinum ræðir Erla við Matthías Arnarson (Matta kíró) um kírópraktík, stoðkerfið, taugakerfið, réttan skóbúnað, börn, streitu, mikilvægi góðrar líkamsbeitingar, afhverju það er ekki æskilegt að sofa á maganum, hvernig kírópraktík getur bætt heilsu okkar og hvernig við getum gert betur án þess að setja of mikla pressu á okkur sjálf. Matti er einn af eigendum Kírópraktorstofu Íslands sem staðsett er í Sporthúsinu í Kópavogi. Hann hefur fjölbreytta reynslu af greiningu stoðkerfisverkja og vinnur þverfag...
2024-03-15
1h 06
Með lífið í lúkunum
Stutt slökunaræfing- hugræn hvíld. (Heilsumoli 10)
5 mínútna slökunaræfing sem er tilvalin til þess að ná smá hugrænni hvíld í amstri dagsins. Það er svo ótal margt í umhverfi okkar sem stelur athygli okkar og því er nauðsynlegt að taka sér hlé nokkrum sinnum yfir daginn til þess að líta inn á við og gefa heilanum smá hvíld frá nýjum upplýsingum. Þá getur verið gott að nýta sér slökunaræfingar, öndunaræfingar, hugleiðslur eða núvitundaræfingar. Í þessari stuttu og einföldu slökunaræfingu spennum við og slökum á líkamshlutum til skiptis, tökum eftir því hvern...
2024-03-10
06 min
Með lífið í lúkunum
36. Hættu að heyra og byrjaðu að hlusta. (Markþjálfun, eldurinn innra með okkur, sjálfsvirðing og innsæi). Laufey Haraldsdóttir
Þátturinn er gerður í samstarfi við Nettó. Nýtið ykkur 25% appslátt af öllum vörum frá Änglamark til 10.mars þegar þið verslið í appinu. Í þættinum ræðir Erla við Laufeyju Haraldsdóttur um markþjálfun, hvernig við kveikjum í eldinum innra með okkur, hvernig við tengjumst okkur sjálfum betur, sjálfsvirðingu, innsæi og hvernig við hættum að heyra og byrjum að hlusta.Laufey er stofnandi og framkvæmdarstjóri Virkja og er með PCC gæða vottun frá ICF í markþjálfun. Hún elskar að kenna markþjálfun og brennur fyrir að hjálpa einstaklingum og fyrirtækjum...
2024-03-08
52 min
Með lífið í lúkunum
Hvað er heilsulæsi? (Heilsumoli 9)
Í þessum heilsumola fer Erla yfir hvað Heilsulæsi er og hvað það er mikilvægt í nútíma samfélagi. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2024-03-03
10 min
Með lífið í lúkunum
35. Flugheilsa. Hvað þurfa farþegar að hafa í huga og hvernig geta áhafnarmeðlimir hugsað sem best um heilsuna í krefjandi starfi? Jóna Björg Jónsdóttir
Áhugaverður þáttur fyrir þá sem ferðast mikið eða þau sem starfa í háloftunum. ATH. Ég biðst velvirðingar á smá hljóðtruflunum í upphafi þáttar. Í þættinum ræðir Erla við Jónu Björgu Jónsdóttur hjúkrunarfæðing, flugfreyju og verkefnastjóra heilbrigðismála hjá Icelandair um hvað farþegar þurfa að hafa í huga varðandi ferðalög og hvernig áhafnarmeðlimir, þ.e. flugfreyjur, flugþjónar og flugmenn geta hugsað sem best um heilsu sína í þessu krefjandi starfi með óreglulegum vinnutíma. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2024-03-01
51 min
Með lífið í lúkunum
34. Hvað er heilaheilsa? Höfuðhögg, heilahristingur og hugrænt þrot. Ólína G. Viðarsdóttir
Þátturinn er gerður í samstarfi við Bandvefslosun. Bandvefslosun býður upp á lokuð námskeið, kennaranámskeið, einkatíma og dásamlega nuddbolta í mörgum stærðum og gerðum. Fylgið Bandvefslosun á Instagram fyrir hvatningu og frekari upplýsingar. Í þættinum ræðir Erla við Ólínu G. Viðarsdóttur, sálfærðing, doktor í líf- og læknavísindum og fyrrverandi atvinnukonu í knattspyrnu um heilaheilsu, höfuðhögg og heilahristing, hugrænt þrot, hvernig hægt er að bæta hugræna og vitræna ferla með þjálfun og hvernig við gefum heilanum tækifæri til að hvílast og byggjast upp. Ólín...
2024-02-23
45 min
Með lífið í lúkunum
33. Ofurkona í orlofi, sjúkdómurinn offita, efnaskiptaaðgerðir og valdefling kvenna. Bjargey Ingólfsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Bjargeyju Ingólfsdóttur um ofurkonuhlutverkið, sjúkdóminn offitu, efnaskiptaaðgerðir, valdeflingu kvenna, cranio, heilsumissi, lífsorku og fleira. Bjargey heldur úti hlaðvarpinu Ofurkona í orlofi og hefur óbilandi áhuga á heilsu. Hún missti sjálf heilsuna fyrir mörgum árum og þurfti að finna leiðir til þess að fá hana til baka. Hún byrjaði að hugleiða og hefur það hjálpað henni að minnka verki og tengjast sjálfri sér betur. Útfrá hugleiðslunni leiddist hún svo inn á þær brautir sem hún er á í dag, að stunda jóga og halda sjálfstyrkinga...
2024-02-16
1h 14
Með lífið í lúkunum
Langar þig að bæta heilsuna en veist ekki hvar þú átt að byrja? Þjónusta í boði. (Heilsumoli 8)
Langar þig að bæta heilsuna en veist ekki alveg hvar þú átt að byrja eða vantar þig bara smá spark í rassinn til þess að komast af stað í átt að betri heilsu? Þá er heilsumarkþjálfun eitthvað fyrir þig. HeilsuErla býður upp á einkatíma, fyrirlestra&ráðgjöf á vinnustöðum og skemmtilega vinnustofu. Heilsumarkþjálfun- einkatímiMarkmiðasetning- heilsan í fyrsta sæti. 60 mínútna tími þar sem við setjum í sameiningu heilsutengd markmið, bæði skammtíma og langtíma markmið. Ég býð upp á Heilsumarkþjálfun í Sjúkraþjálfuninni í Sporthúsinu á miðvikudögum. Hægt er að bóka...
2024-02-14
02 min
Með lífið í lúkunum
32. Að umturna vinnubrjálæði í innri ró. (Orkustjórnun, áföll, innri vinna, hjónabandsráðgjöf, hugvíkkandi efni og að finna jafnvægi). Björgvin Franz Gíslason og Berglind Ólafsdóttir
Í þessum skemmtilega þætti ræðir Erla við hjónin Björgvin Franz og Berglindi um vinnubrjálæði, orkustjórnun, áföll, innri vinnu, hjónabandsráðgjöf, þriðju vaktina, hugvíkkandi efni og hvernig ,,tól" eins og núvitund, hugleiðsla, húmor, tónheilun og jóga ,,groundar” okkur og hjálpar okkur að finna jafnvægi. VARÚÐ! Mikil hlátrasköll inn á milli. ;) Viðtalið er blanda að gleði og alvarleika eins og lífið sjálft. Mikið hlegið og grínast en einnig kafað ofan í líðan, tilfinningar, samskipti hjóna, forgangsröðun og hvernig við getum hlaðið batterí...
2024-02-02
1h 08
Með lífið í lúkunum
31. Gríptu þig núna. (Krabbamein, þakklæti, streita, þreyta, kvíði og áhrif áfalla og veikinda á ónæmiskerfið og andlegu hliðina). Kristín Berta Sigurðardóttir
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Bertu Sigurðardóttur heilsunuddara um þakklæti, félagslega heilsu, streitu, þreytu, kvíða, krabbamein, áhrif áfalla á ónæmiskerfið og áhrif veikinda á andlegu hliðina. Í miðjum covid faraldri greindist Kristín Berta með brjóstakrabbamein og þurfti að hægja verulega á eftir að hafa verið á hamstrahjólinu í áratugi, eins og hún orðar það. Hún tók þó fljótlega ákvörðun um að láta þetta ekki buga sig og gerði allt sem í hennar valdi stóð til þess að komast heil í gegnum þessi veikindi. Kristín Berta snéri við blaðinu eftir 20...
2024-01-26
47 min
Með lífið í lúkunum
30. Baráttan milli góðs og ills. (Þarmaflóran, hormónaraskandi efni, gervimatur, sætuefni og sjálfsást). Kristín Linda Kaldal
Í þættinum ræðir Erla við Kristínu Lindu Kaldal, heilsumarkþjálfa og viðskiptafræðing um þarmaflóruna, hormónaraskandi efni, gervimat, sætuefni, heilbrigða lifnaðarhætti, sjálfsást og fleira. Fyrir 16 árum stóð Kristín uppi atvinnulaus, allt of þung og heilsulítil. Hún segist hafa verið manneskjan sem reykti, drakk pepsí max, borðaði Gordon Bleu og var bara ekkert að spá í þetta en klessti svo á sinn vegg og þá allt í einu kom einhver vakning. Kristín fór til læknis sem ætlaði að skrifa upp á gigtarlyf og þunglyndislyf en hún vildi finna rót vandans og ax...
2024-01-19
1h 26
Með lífið í lúkunum
29. Getum við lært að þekkja og skilja okkur sjálf betur með aðstoð stjörnuspeki? Gísli Gunnarsson
Í þættinum ræðir Erla við Gísla Gunnarsson, stjörnuspeking um það hvernig stjörnuspeki getur verið tækifæri og verkfæri til þess að kynnast sjálfum sér til vaxtar. Gísli segir stjörnuspeki snúast um sjálfsþekkingu og vera frábært verkfæri til þess að gera okkur ljóst hvernig við erum frábrugðin öðrum og hvernig við erum sérstök. Stjörnuspeki getur aukið meðvitund á tilfinningalífinu, hvernig þú ert sem karakter og hvernig þú hugsar því að við getum nýtt okkur upplýsingarnar til þess að læra að þekkja og skilja okkur sjálf betur. Stjö...
2024-01-12
1h 08
Með lífið í lúkunum
Hvers vegna getur verið gott að setja sér markmið? (Heilsumoli 7)
Í heilsumola dagsins fer Erla yfir hvernig við setjum okkur góð markmið og spjallar við Stein Jóhannsson rektor Menntaskólans við Hamrahlíð um markmiðasetningu og hvernig markmiðasetning getur nýst bæði í íþróttum og í lífinu almennt. Af hverju getur verið gott að setja sér markmið?Til þess að vita hvert þú vilt stefna, þ.e. hvaða þætti heilsunnar þú vilt bæta er nauðsynlegt að setja sér markmið. Heilsutengd markmið geta verið allt sem hefur góð áhrif á þína heilsu. Svefn, hreyfing, mataræði, samvera, starfsframi eða annað.Settu þér markmið sem vekja upp góðar tilfinningar og þér þykja...
2024-01-07
17 min
Með lífið í lúkunum
28. Með röddina að veði. (Raddvenjur, umhverfisáhrif, þekkingarleysi, talkerfið, hávaði í námsumhverfi barna og áhrif raddheilsu á lífsgæði). Valdís Ingibjörg Jónsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Valdísi Ingibjörgu Jónsdóttur, 80 ára magnaða konu sem er doktor í talmeinafræðum um vini og óvini raddarinnar, raddvenjur, umhverfisáhrif, þekkingarleysi, talkerfið, hávaða í námsumhverfi barna, áhrif raddheilsu á lífsgæði og fleira. Valdís Ingibjörg hefur unnið sem talmeinafræðingur í 50 ár. Hún er með mastersgráðu (M.Phil frá Strathclyde University; Glasgow 1996) og doktorsgráðu (PhD frá Tampere í Finnlandi, 2003) í rödd og raddumhirðu (voice ergonomics).Valdís hefur í áraraðir frætt landann um raddheilsu og er eini raddheilsufræðingur landsins. Hún brennur fyrir það að reyna að koma í veg...
2024-01-05
1h 08
Með lífið í lúkunum
27. Hvernig lifum við innihaldsríku og góðu lífi? (Tilfinningar, tilgangur, hamingja og gervigreind). Bergsveinn Ólafsson
Þátturinn vikunnar er gerður í samstarfi við Spíruna. Spíran er fjölskylduvænn Bistro staður í Garðheimum þar sem þú færð heiðarlegan, hollan og góðan mat lagaðann af ást og alúð. Fylgið Spírunni á Instagram.Í þættinum ræðir Erla við Bergsvein ÓIafsson, sem flestir þekkja sem Begga Ólafs um heilsu, innihaldsríkt líf, tilfinningar, tilgang, hamingju, gervigreind, hvernig við getum haft jákvæð áhrif á aðra bæði nákomna og ókunnuga og margt fleira. Um er að ræða einlægt spjall um það hvernig Beggi er orðinn hálfgerður Kana-Íslendingur, hvernig hann er ekki...
2023-12-29
1h 24
Með lífið í lúkunum
26. Hamingja, velsældarhagkerfi, lýðheilsa, eitruð jákvæðni og jákvæð sálfræði. Dr. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir.
Þátturinn vikunnar er gerður í samstarfi við Spíruna. Spíran er fjölskylduvænn Bistro staður í Garðheimum þar sem þú færð heiðarlegan, hollan og góðan mat lagaðann af ást og alúð. Fylgið Spírunni á Instagram. Í þættinum ræðir Erla við Dóru Guðrúnu Guðmundsdóttur um hamingju, eitraða jákvæðni, velsældarhagkerfi, lýðheilsu og jákvæða sálfræði. Þær ræða hvað það er mikilvægt að hafa hugrekki til þess að upplifa allar tilfinningar og hvernig við þurfum að vera þátttakendur í eigin lífi. Dóra Guðrún er klínískur sálfræðingur með doktorsgráð...
2023-12-22
1h 16
Með lífið í lúkunum
Jólaheilsa - Njóttu hátíðanna. (Heilsumoli 6)
Á þessum árstíma er oft mun meira af freistingum í kringum okkur, konfekt, smákökur og alls kyns gotterí og þá er einfaldlega líklegra að við borðum meira af því en áður. Þá er bara að vera meðvitaður um það en ekki að banna sér allt!Njóttu hátíðanna! Þetta snýst ekki um hvað þú borðar milli jóla og nýárs heldur hvað þú borðar milli nýárs og næstu jóla. Þetta snýst um stöðugleika og að borða yfirleitt holla og góða fæðu en að leyfa sér af og til (80/20 reglan). Það sama á við u...
2023-12-19
02 min
Með lífið í lúkunum
25. Að vera nóg. (Foreldrakulnun, meðvirkni og að setja mörk). Anna Claessen
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Claessen um foreldrakulnun, taugakerfið, meðvirkni, að setja mörk, hvað það er að vera nóg eða gera nóg og hvernig við getum minnkað áreiti og streitu. Anna Claessen er alþjóðlega vottaður markþjálfi og einkaþjálfari á daginn og kennir dans og skemmtir með Happy Studio á kvöldin.Hún er með heimasíðuna www.annaclaessen.com þar sem hún býður upp á kulnunarnámskeið og á fyrirlestra um streitu. Hún brennur fyrir að hjálpa fólki að gera drauma sína að veruleika og njóta lífsins og finna...
2023-12-15
1h 01
Með lífið í lúkunum
24. Lífið er fallegt. (Barátta við fíkn, samskipti, sjálfstal, þrautsegja og sjálfsvinna). Davíð Tómas Tómasson
Í þættinum ræðir Erla við Davíð Tómas Tómasson, aka Dabba T, einn fremsta körfuknattleiksdómara landsins, fyrrum bootcamp þjálfara, tónlistarmann og fyrirlesara um samskipti, sjálfstal, þrautsegju, erfiða æsku, sjálfsvinnu og hvernig hann hefur alla ævi verið að vinna að því að fylla ,,tóm" innra með sér. Davíð er þekktur fyrir það að fara ,,all-in" í það sem hann tekur sér fyrir hendur og mögulega er það ein af stóru ástæðunum fyrir því að honum tókst fyrir 11 árum síðan að snúa við blaðinu eftir margra ára baráttu við fíkn og vanlíðan.
2023-12-08
1h 06
Með lífið í lúkunum
Hugleiðsla- ferðalag um líkamann. (Heilsumoli 5)
Notaleg 15 mínútna leidd hugleiðsla. Þessi hugleiðsla gengur meðal annars út á það að beina athygli að líkamshlutum í ákveðinni röð og meðvitað slaka á þeim. Við slíka tilfærslu á athygli innan líkamans eykst skynjun iðkandans og hann nær djúpri slökun en markmið er að halda meðvitundinn vakandi. Komdu þér þægilega fyrir í liggjandi stöðu og njóttu þess að slaka á og fara í ferðalag um líkamann. Þú kemur til baka endurnærð/ur. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2023-12-03
15 min
Með lífið í lúkunum
23. Glaðari þú. (Sjóböð, kuldaþjálfun, föstur, blóðsykur, homopatía, sjáfsmildi og tarot). Guðrún Tinna Thorlacius og Margrét Leifsdóttir
Gestir þáttarins eru þær stöllur og vinkonur Margrét Leifsdóttir arkítekt og heilsumarkþjálfi og Guðrún Tinna Thorlacius þroskaþjálfi, markþjálfi, homopati og fleira.Þær fara um víðan völl í þessu áhugaverða spjalli og ræða meðal annars um ávinning sjóbaða, kuldaþjálfun, föstur, blóðsykur, homopatíu, sjáfsmildi, tarot og mikilvægi góðrar heilsu. Sjóðbaðsleikjanámskeiðin þeirra Glaðari þú eru gífurlega vinsæl og næsta námskeið hefst 5.desember 2023. Hugmyndafræði þeirra snýst um að stunda sjóböð í mildi, með leikgleði að le...
2023-12-01
1h 05
Með lífið í lúkunum
Hvað er prófkvíði og hvað er til ráða? (Heilsumoli 4)
Í þessum heilsumola ræðir Erla við Sólrúnu Ósk Lárusdóttur, sálfræðing um prófkvíða, afhverju hann stafar og hvað er hægt að gera til þess að minnka áhrif hans á okkur. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2023-11-26
19 min
Með lífið í lúkunum
22. Gleym þér ei. (Alzheimer frá sjónarhorni aðstandenda og hvernig sjúkdómurinn tekur oft toll af heilsu umönnunaraðlila, líkamlega, andlega og félagslega.) Ragna Þóra Ragnarsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Rögnu Þóru Ragnarsdóttur, eiginkonu Guðlaugs Níelssonar eða Gulla eins og hann er ávallt kallaður. Gulli sem er 67 ára gamall greindist með Alzheimer fyrir tæpum 6 árum síðan og sjúkdómurinn er nú kominn á það stig að suma daga nær Ragna ekki augnsambandi við hann, aðra daga í sekúndu og sekúndu og einstaka sinnum fær hún bros. Brosin hans eru samt orðin mjög takmörkuð auðlind og gefin sparlega.Í þessu einlæga viðtali segir Ragna Þóra frá sjúkdómnum frá sjónarhorni aðstandenda og h...
2023-11-24
57 min
Með lífið í lúkunum
21. Að lifa tilgangsríku lífi. (Prestsstarfið, samkennd, hjónabandið og lýðheilsa.) Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir
Í þættinum ræðir Erla við hjónin Bjarna Karlsson og Jónu Hrönn Bolladóttur um lífið, preststarfið, hegðun, mótbyr og meðbyr í trú á Íslandi, samkennd, hörmungarnar í Grindavík, hjónabandið, lýðheilsu og margt fleira. Bjarni og Jóna Hrönn eru bæði prestar og leiðir þeirra lágu saman í guðfræðideildinni í Háskóla Íslands fyrir nokkrum áratugum. Jóna Hrönn hefur starfað sem prestur í 40 ár og er nú sóknarprestur í Garðaprestakalli. Hún telur það lýðheilsumál að efla almenna kurteisi og virðingu því að fólk leyfi sér stór orð og miklar yfirlýsingar u...
2023-11-17
1h 02
Með lífið í lúkunum
20. Riddari hringavitleysunnar. (Barátta við geðhvörf, geðrof, sáraristilbólgur og krabbamein.) Ágúst Kristján Steinarsson
Í þættinum ræðir Erla við Ágúst Kristján Steinarsson stjórnendaráðgjafa, rithöfund, tónlistarmann og fyrirlesara um magnaða lífsreynslu hans og baráttu við geðhvörf, geðrof, sáraristilbólgur og krabbamein. Fyrir um tíu árum síðan gekk Ágúst Kristján í gegnum sína alvarlegustu maníu þar sem hann endaði nakinn á torgi í Kaupmannahöfn. Eftir 14 ára rússíbanareið með síendurteknum spítalavistum og fleiri áföllum hafði hann litla von um að lífið gæti orðið gott, hvað þá í jafnvægi. Það andstæða gerðist þó og hann segir að síðustu tíu ár hafi v...
2023-11-10
40 min
Með lífið í lúkunum
19. Hvernig hámörkum við líkamlega heilsu? (Foreldrahlutverkið, áhrif svefns, hreyfingar, mataræðis, öndunar ofl.) Evert Vígundsson og Þuríður Guðmundsdóttir (Rúrý kíró)
Þessi þáttur er í boði UNBROKEN Í þessu einlæga spjalli ræðir Erla við hjónin Evert Víglundsson og Þuríði Guðmundsdóttur um foreldrahlutverkið, áhrif svefns, hreyfingar, mataræðis, öndunar og fleira á líkamlega heilsu okkar og hvernig heilsan er það síðasta sem við viljum missa og það fyrsta sem við viljum ná í aftur ef við ,,missum" hana. Hlustendur fá að heyra um heilsuvenjur þeirra, hvað heilsa er fyrir þeim og hvert þau telja vera hlutverk kírópraktors og þjálfara í heilsueflingu þjóðarinnar. Hvað er UNBROKEN?Unbroken er náttúruleg orka í freyðitöflu unnin úr...
2023-11-03
1h 15
Með lífið í lúkunum
18. Að hlusta á líkamann. (Heilbrigði, hreyfigeta, verkjalosun, hamingja og lífsgæði.) Margrét Arna Arnardóttir
Í þessum áhugaverða þætti ræðir Erla við Margréti Örnu Arnardóttur, íþróttafræðing, jógakennara, heilara og meðferðaraðila um um jóga, heilun og bandvefslosun og hvað það er miklvægt að tengjast sjálfum sér og hlusta á innsæið og líkamann. Ástríða Margrétar Örnu er að hjálpa öðrum að finna sína eigin verðleika og gleði í lífinu þannig að hver einstaklingur geti orðið besta útgáfan af sjálfum sér.Einkunnarorð hennar eru heilbrigði, hreyfigeta, verkjalosun, hamingja og lífsgæði.Margrét Arna hefur starfað við þjálfun, ke...
2023-10-27
1h 14
Með lífið í lúkunum
17. Mikilvægasta ,,like-ið" er þitt eigið. (Seigla, þrautseigja, munur á milli kynslóða, kvíði og streita.) Anna Steinsen
Í þessum bráðskemmtilega þætti ræðir Erla við Önnu Steinsen, fyrirlesara, stjórnendamarkþjálfa, heilsumarkþjálfa og jógakennara um heilsu, seiglu, þrautseigju, mun milli kynslóða, kvíða, streitu og margt fleira. Anna er mikill húmoristi og þeir sem þekkja Önnu vita að þar sem hún er, er aldrei leiðinlegt. Þið verðið ekki svikin af þessari hlustun. Anna er einn af stofnendum og eigendum Kvan og hefur sérhæft sig í þjálfun á námskeiðum fyrir ungt fólk. Hún er einn af vinsælustu fyrirlesurum landsins og flytur hún að jafnaði 150-200 fyrirlestra á h...
2023-10-20
1h 12
Með lífið í lúkunum
16. Svefn og heilsa. Hvers vegna er svefn mikilvægur fyrir góða heilsu? Dr. Erla Björnsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Dr. Erlu Björnsdóttur sálfræðing og stofnanda Betri svefns um hvernig heilsa okkar hefur áhrif á svefn og hvað góður svefn getur haft gífurlega jákvæð áhrif á heilsu okkar. Þær nöfnur ræða um kæfisvefn, svefnlyfjanotkun, svefnvenjur ungmenna, neföndun á nóttunni, svefnstigin fjögur og hvernig þau skipta öll máli í heildarmyndinni og ýmislegt fleira er tengist svefni og heilsu. Dr. Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefu...
2023-10-13
1h 02
Með lífið í lúkunum
15. Afreksíþróttir, andlegur styrkur, árangur og heilsa. Ásdís Hjálmsdóttir
Hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum fá 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023 með því að nota kóðann "heilsuerla".Í þættinum ræðir Erla við Ásdísi Hjálmsdóttur, hugarfarsþjálfara, íþróttakonu og fyrrum afrekskonu í frjálsum íþróttum um afreksíþróttir og heilsu, hugarþjálfun og hvað getur haft jákvæð áhrif á almenna heilsu okkar.Ásdís var fremsti spjótkastari landsins í mörg ár og keppti á þrennum Ólympíuleikunum árin 2008, 2012 og 2016 auk þess að keppa á ótal Ev...
2023-10-07
1h 02
Með lífið í lúkunum
14. Heildræn heilsa, sjúkraþjálfun og stoðkerfisfræðingar. Hildur Kristín Sveinsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Hildi Kristínu Sveinsdóttur, sjúkraþjálfara og eiganda Sjúkrasport (Sjúkraþjálfunin í Sporthúsinu).Hildur Kristín ræðir um starf sjúkraþjálfara frá sínu sjónarhorni og hvernig henni þætti réttara að stéttin héti ,,stoðkerfisfræðingar" sem er meira lýsandi fyrir hennar starf. Hún vinnur mjög heildrænt og tekur inn í myndina alla ,,vinkla" sem hafa áhrif á heilsuna þegar hún vinnur með skjólstæðinga sína og segir í viðtalinu frá mjög fróðlegum dæmum um hvað getur haft áhrif á líkamlega heilsu...
2023-10-01
1h 03
Með lífið í lúkunum
13. Heilsumissir, skömm, sorg og samkennd. Anna Sigurðardóttir
Í þættinum ræðir Erla við Önnu Sigurðardóttur, sálfræðing og stofnanda og eiganda Samkenndar Heilsuseturs um það hvernig hún missti heilsuna eftir röð áfalla og hvernig hún hefur hægt og rólega komist aftur til betri heilsu. Þær stöllur ræða um hlutverk sálfræðinga, um skömm, sorg, samkennd, örmögnun, kulnun og heilsumissi. Anna útskýrir á skemmtilegan hátt afhverju það er svo erfitt að breyta venjum. Þær ræða einnig um hvað það er mikilvægt að umvefja sig fólki sem nærir mann og eiga fjölbreytt bjargráð til þess að bæta heilsu ok...
2023-09-24
59 min
Með lífið í lúkunum
12. Hvað er fjárhagsleg heilsa og fjárhagslegt heilbrigði? Björn Berg Gunnarsson
Ég minni hlustendur hlaðvarpsins Með lífið í lúkunum að með því að nota kóðann "heilsuerla" og fáið þið 20% afslátt af Under Armour og Mizuno vörum í Altis Bæjarhrauni, Altis.is og Under Armour verslun í Kringlunni út október 2023. Í þættinum ræðir Erla við Björn Berg Gunnarsson, viðskiptafræðing með meiru um fjárhagslega heilsu og hvað fjárhagslegt heilbrigði er og hvað það er ekki og hvernig fjármál geta haft áhrif á almenna heilsu okkar. Björn bendir á mikilvægi þess að nálgast fjármál þannig að við eigum í heilbrigðu samband...
2023-09-18
1h 05
Með lífið í lúkunum
Öndunaræfing 4-7-8. (Heilsumoli 3)
Heilsumoli dagsins er öndunar- og núvitundaræfing. Öndunaræfingar aðstoða okkur við að slaka á og gleyma stað og stund. Öndunaræfingar róa taugakerfið og hugann, geta minnkað streitu og kvíða og bætt einbeitingu og svefn. Með því að hafa meiri stjórn á önduninni verður öndunin dýpri og hægari. Með því er hægt að lækka blóðþrýstinginn, slaka á spennu í líkamanum og bæta heilsu hjartans.Æfingin sjálf hefst á mín 1:17 og í lokin eru svo 3 mínútur af ,,þögn" til þess að halda æfingunni áfram sjálf. Fylgdu HeilsuEr
2023-09-16
07 min
Með lífið í lúkunum
11. Hvernig getur sköpunargleði haft áhrif á heilsu okkar? Birna Dröfn Birgisdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Birnu Dröfn Birgisdóttur, sköpunargleðifræðing um það hvernig sköpunargleði getur haft áhrif á heilsu okkar og hvernig heilsa okkar getur haft áhrif á sköpunargleði. Birna er er doktorsnemi í Háskólanum í Reykjavík þar sem hún rannsakar sköpunargleði og hvernig leiðtogastíllinn þjónandi forysta hefur áhrif á sköpunargleði starfsmanna. Birna hefur safnað að sér ýmsum tólum og upplýsingum sem tengjast sköpunargleði ásamt því að hafa lært markþjálfun, mannauðsstjórnun, NLP (neuro linguistic programming), viðskiptafræði og er...
2023-09-12
37 min
Með lífið í lúkunum
Vangaveltur um félagslega heilsu. (Heilsumoli 2)
Hefur þú upplifað félagslegt heiluleysi?Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisstofnunar (WHO): ,,Heilsa er algjör líkamleg, andleg og félagsleg vellíðan, en ekki einungis það að vera laus við sjúkdóma og örorku.“Við þurfum því að huga jafnt að öllum þessum þremur þáttum því að ef einn fer úr jafnvægi þá hefur það áhrif á hina þættina. Spurðu þig reglulega, Hvað þarf ég til þess að mér líði vel og Hvernig finn ég mitt jafnvægi. Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!
2023-09-10
03 min
Með lífið í lúkunum
10. Félagsleg heilsa og mikilvægi hennar. Hrefna Hugosdóttir og Ragnhildur Bjarkadóttir
Í þættinum ræðir Erla við Hrefnu Hugósdóttur, hjúkrunarfræðing og Ragnhildi Bjarkadóttur, sálfræðing um félagslega heilsu og mikilvægi hennar.Þær stöllur eru einnig fjölskyldufræðingar og stofnuðu Auðnast árið 2014 í þeim tilgangi að þjónusta atvinnulífið um allt er varðar heilsu og félagslegt öryggi starfsfólks. Sama ár var Auðnast klíník opnuð en þar er boðið upp á þverfaglega meðferð, handleiðslu og ráðgjöf fyrir einstaklinga, fjölskyldur og hópa við úrlausn mála.Skilgreining Alþjóðaheilbrigðisstofnunar á heilsu er eftirf...
2023-09-05
1h 00
Með lífið í lúkunum
Leggðu daglega inn í heilsubankann. (Heilsumoli 1)
Heilsumolar er stuttir þættir, vangaveltur og fræðsla sem einstaklingar geta nýtt sér til þess að hafa jákvæð áhrif á eigin heilsu og líðan. Í þessum fyrsta heislumola eru 5 ráð sem gætu gagnast þeim sem vilja bæta heilsuna.Á okkur dynja alls kyns upplýsingar um hvernig bæta megi heilsuna, bæði varðandi hreyfingu, matarræði og annað. En hvernig vitum við hvað er satt og rétt? Hverju eigum við að trúa? Hvað virkar og afhverju? Hvernig get ég gert varanlegar breytingar? Þetta eru allt spurningar sem við þurfum að spyrja okkur reglulega.ATH...
2023-09-04
09 min
Með lífið í lúkunum
9. Kynlíf, kynheilbrigði og áhrif þess á heilsu okkar. Áslaug Kristjánsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Áslaugu Kristjánsdóttur, hjúkrunarfræðing, kynfræðing og kynlífsráðgjafa um kynlíf og kynheilbrigði og áhrif þess á heilsu okkar. Áslaug er forvitin um lífið og vissi snemma hvað hún ætlaði að verða þegar hún yrði stór og stóð við það. Hún starfar sem kynlífsráðgjafi og aðstoðar fólk við að vera í ástarsambandi sem færir því hamingju og gott kynlíf. Hún vill hálpa fólki að þroskast, skora bábiljur á hólm og efla með því kjark. Áslaug gaf nýverið út bókina L...
2023-08-26
43 min
Með lífið í lúkunum
8. Breytingaskeið kvenna og heilsa. Halldóra Skúladóttir
Í þættinum ræðir Erla við Halldóru Skúladóttur, eigenda Kvennaráð.is um breytingaskeið kvenna og áhrif þess á heilsu okkar. Þátturinn á erindi til allra, bæði kvenna og karla til þess að skilja þetta tímabil í lífi kvenna. Breytingaskeiðið er tímabil í lífi allra kvenna sem er oft tengt vanlíðan vegna þeirra einkenna sem því fylgja. Á breytingaskeiði gera ýmis einkenni og kvillar vart við sig vegna breytinga á hormónum í kvenlíkamanum. Því miður er þekking almennings á breytingaskeiðinu oft lítil og umræðan hálfgert tabú en sem betur fer hefur umræðan þó aukist á síðust árum.
2023-08-22
1h 12
Með lífið í lúkunum
7. Máttur matarins. Upplifðu alvöru lífsgæði sem fylgja heilsusamlegum lífsháttum. Geir Gunnar Markússon
Í þættinum ræðir Erla við Geir Gunnar Markússon næringarfræðing og einkaþjálfara um mikilvægi mataræðis fyrir góða heilsu. Geir Gunnar eða Heilsugeirinn eins og hann er oftast nefndur brennur fyrir sem bestri heilsu allra landsmanna og vonar að sem flestir geti upplifað alvöru lífsgæði sem fylgja heilsusamlegum lífsháttum.Heilsugeirinn vinnur heildrænt að bættri heilsu og byggir á því að vinna í fjórum stoðum heilsunnar: Næringu, Hreyfingu, Svefni og Sálarlífi.HeilsuErla og HeilsuGeirinn fara um víðan völl og spjalla meðal annars um blóðsykur...
2023-08-18
57 min
Með lífið í lúkunum
6. Geðheilbrigði og vellíðan starfsfólks er samfélagsleg ábyrgð en ekki einkamál hvers og eins. Helena Jónsdóttir
Í þættinum ræðir Erla við Helenu Jónsdóttur, klíniskan sálfræðing og stofnanda og eiganda Mental ráðgjafar, um það hvernig geðheilbrigði og vellíðan starfsfólks er samfélagsleg ábyrgð en ekki einkamál hvers og eins. Þær stöllur ræða um hvers vegna það sé mikilvægt að stjórnendur taki geðheilbrigðismál föstum tökum og hafi tæki og tól til þess að takast á við þennan vanda auk þess að sýna sjálfir gott fordæmi. Þær ræða einnig um skilgreininguna á heilsu og geðheilsbrigði og hvað sé hægt að gera til þess a...
2023-08-12
52 min