podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Hrafndis M
Shows
Örlítið í ólagi
#16 „Fokk it“ er stundum það besta sem við getum sagt við okkur sjálf.
Þátturinn í dag er tileinkaður öllum þeim stundum þar sem við erum alveg að bugast, alveg að missa þolinmæðina, alveg að missa vitið eða skíthrædd – og segjum: Fokk it - Ég geri þetta bara. Ég deili mínum eigin "fuck it" mómentum, þar sem ég ákvað að fara í átt sem var óviss, hræðileg og og stundum bráð nauðsynleg – og hvað gerist þegar við hættum að bíða eftir leyfi og förum að lifa lífinu á eigin forsendum. Þetta er fyrir þig sem stendur á brúninni og þarft aðeins spark í rassinn.
2025-07-19
54 min
Örlítið í ólagi
#15 Það sem pirrar mig við þig – og af hverju það snýst um mig í raun
Í þessum þætti langar mig að fara betur í það hvernig sambönd – hvort sem það eru ástarsambönd, vinátta eða fjölskyldutengsl – spegla oft dýpstu sárin og falin svæði innra með okkur. Við skoðum hvað það þýðir þegar eitthvað „pirrar“ okkur í öðrum, hvernig við bregðumst við með varnarháttum eða „projectum“ eigin óöryggi – og hvers vegna sambönd eru kannski besti vettvangurinn fyrir skuggavinnu. Það verður djúpt, persónulegt og kannski pínu óþægilegt. En það er líka þar sem vöxturinn býr.
2025-06-20
53 min
Örlítið í ólagi
#14 Það sem þú forðast, heldur áfram að stjórna þér – Shadow work
Hvað ef það sem þú ert að fela, bæla og forðast – er lykillinn að frelsi? Í þessum þætti kafað ég inn í „shadow work“, eða skuggavinnu – sjálfsvinnu sem gengur út á að skoða og samþykkja þá parta af okkur sem við höfum lært að skammast okkar fyrir eða bæla niður. Ég útskýri hvað skugginn er samkvæmt hugmyndum Carl Jung, hvernig hann birtist í daglegu lífi og hvers vegna við speglum oft okkar eigin óöryggi í öðrum. Við skoðum: Af hverju sum hegðun pirrar okkur svo mikið í öðrum? Hvernig triggers eru speglar...
2025-06-13
51 min
Örlítið í ólagi
#13 Sumar, spjall og smá hjátrú
Í þessum létta og sumarlega þætti spjöllum við vinkonurnar Hrafndís og Linda um allt og ekkert – sólardagana, sumarið, framtíðar drauma, smá hjátrú og allt það sem brennur á okkur í augnablikinu. Það er hlátur, hlýja og örlítið rugl – akkúrat það sem sólin pantaði 🌼✨
2025-05-23
44 min
Örlítið í ólagi
#12 ,,Ertu viss um að þú sért að muna þetta rétt?" - Hvernig birtingarmynd gaslýsingar í nánum samböndum getur verið
Í þessum þætti ræðum við gaslýsingu - hvað hún er, hvernig hún birtist og hvers vegna hún getur verið svona ruglingsleg. Við förum yfir dæmi bæði úr rómantískum samböndum og vináttu, og deilum okkar eigin reynslu af því að efast um eigið minni, skynjun og sjálfstraust. Ef þú hefur einhvern tímann hugsað ,,Var þetta svona?" eða ,,Er ég bara að ímynda mér þetta?" - þá er þessi þáttur fyrir þig.
2025-05-15
1h 26
Örlítið í ólagi
#11 Að loka dyrunum – við eigin foreldra
Í þessum þætti tala ég um það að loka á foreldra – að fara no contact. Þetta er ekki létt ákvörðun. Hún kemur ekki án djúprar togstreitu, sorgar og sjálfskoðunar. Ég opna mig hér í dag og berskjalda, ég segi frá minni eigin reynslu: hvernig andlegt, fínt og ósýnilegt ofbeldi mótaði sjálfsmynd mína – og af hverju ég varð að velja sjálfa mig, jafnvel þótt það þýddi að slíta tengslin sem ættu að vera heilög. Ég tala um það að vaxa upp við skilyrta ást. Um það að þurfa alltaf að „vera g...
2025-05-05
1h 03
Örlítið í ólagi
#10 Ákvörðunarþreyta: Þegar heilinn segir bara ,,ég veit ekki, jájájájá...error"
Hvað gerist þegar þú þarft að ákveða allt – og ert kannski líka með ADHD-heila sem þolir illa þrýsting, valmöguleika og endalaus „mamma/má ég?“ köll? Í þessum þætti ræðum við ákvörðunarþreytu (Decision fatigue) : hvað hún er, af hverju hún virkar svona harkalega á fólk með ADHD – sérstaklega í foreldrahlutverkinu – og hvernig við getum dregið úr henni með húmor, rútínum og virðingu fyrir eigin mörkum. Þetta er þáttur fyrir þig sem hefur reynt að velja á milli nestis, skófatnaðar, skjátíma og tilfinningalegrar viðveru – og endað á að borða kex og gley...
2025-04-30
53 min
Örlítið í ólagi
#9 Tvær eins, en samt ekki - Samtal mæðgna um ódæmigerða einhverfu, sjálfsvitund og tengsl
„Tvær kynslóðir. Einn heill heimur af öðruvísi upplifun.“ Í nýjasta þætti í Örlítið í ólagi talar Hrafndís og Alex Eva dóttir hennar um hvernig það er að vera móðir og dóttir – og báðar með ódæmigerða einhverfu. Við förum yfir hvernig einhverfa birtist með ólíkum hætti eftir aldri, kyni og aðstæðum. Hvernig við lærðum að sjá styrkleika þar sem áður voru „vandamál“. Hvernig það er að maskera sig í gegnum lífið – og hvað gerist þegar maður hættir. Þessi þáttur er hlý, nærgætinn og raunsær. Hann er líka fyrir þi...
2025-04-17
1h 14
Örlítið í ólagi
#8 Þegar tunglið dregur til tíðinda-PMMD og árstíðir líkamans
Í þessum þætti höldum við áfram ferðalaginu inn í innra landslag kvenna. Við skoðum PMMD – alvarlega, en oft vangreinda hormónatengda röskun sem getur haft djúp áhrif á andlega heilsu, tengsl og sjálfsmynd. En við stoppum ekki þar. Við tengjum punktana milli líkama okkar og náttúrunnar – hvernig tíðahringurinn speglar árstíðirnar, fasa tunglsins, og hvernig við getum lært að mæta okkur sjálfum með mýkt og skilningi – frekar en að berjast gegn okkur sjálfum. Þetta er þáttur fyrir þig sem hefur einhvern tíma velt fyrir þér af hverju þú...
2025-04-11
1h 00
Örlítið í ólagi
#7 Tíðahringurinn, tilfinningarnar og ruglið: PMDD og við sem missum vitið mánaðarlega
Í þessum þætti tölum við um það sem oft er hunsað, ruglað saman við „bara PMS“ og læðist aftan að mörgum án þess að fá nafn: PMDD. Við förum yfir hvernig tíðahringurinn hefur áhrif á andlega heilsu, sjálfsmynd og daglegt líf – og hvernig það er ekki ímyndun, væl eða eitthvað sem á að ,,þola bara”. Þetta er þáttur fyrir konur, fyrir þá sem elska konur, og fyrir alla sem vilja skilja betur hvað í ósköpunum er að gerast í líkamanum og hausnum þegar hormónin halda partý án okkar leyfis.
2025-04-08
1h 01
Örlítið í ólagi
#6 Ofurnæmni fyrir höfnun: Rejection Sensitive Dysphoria (RSD)
Í þessum þætti skoðum við Rejection Sensitive Dysphoria – hvernig höfnun og gagnrýni getur haft djúp áhrif á sjálfsmynd, líkama og líðan. Við tölum um hvernig RSD tengist ADHD, hver líkamlegu viðbrögðin geta verið, og hvernig hægt er að byggja upp bjargráð og þrautseigju gagnvart þessum ósýnilegu en raunverulegu sársauka. Ef þú hefur einhvern tíma tekið hluti „of nærri þér“ – þá gæti þessi þáttur verið fyrir þig.
2025-04-04
1h 02
Örlítið í ólagi
#5 PTSD, C-PTSD og EMDR: Þegar hugurinn geymir það sem líkaminn man
Í þessum þætti ræðum við áfallavinnu, EMDR-meðferð og hvernig áföll geta laumað sér inn í daglegt líf án þess að við áttum okkur á því. Við veltum fyrir okkur muninum á PTSD og C-PTSD, af hverju ,,aðeins stress" getur verið eitthvað allt annað, og hvers vegna maður getur fundið fyrir skömm þó maður hafi gert sitt besta. Þetta er einlæg og örlítið óþægilega heiðarleg umræða - en líka full af hlýju, húmor og von.
2025-04-02
51 min
Örlítið í ólagi
#4 Þegar dótið ræður: Söfnunarárátta, óreiða og skömmin sem fylgir
Átt þú líka erfitt með að losa þig við hluti? Tengir þú við hluti á ótrúlegan hátt og finnur jafnvel fyrir skömm þegar heimilið fyllist af dóti? Í þessum þætti köfum við ofan í söfnunaráráttu, óreiðu og tilfinningarnar sem fylgja því að eiga of mikið af hlutum. Af hverju er svona erfitt að sleppa takinu, og hvað getur maður gert til að ná betri stjórn? Þetta og fleira í Örlítið í ólagi.
2025-03-28
44 min
Örlítið í ólagi
#3 Kvíði og láta hann ekki stjórna sér ásamt hugleiðingum lífsins (María Rún Baldurs)
Í þættinum í dag fáum við að kynnast Maríu Rún, ræðum við hana um lífið og tilveruna. Hvernig er að vera með kvíða en leyfa honum ekki stjórna sér, mikilvægi öndunar og hugleiðslu.
2025-03-26
1h 29
Örlítið í ólagi
#2 Ástartungumálin 5
Velkomin í 2.þátt af ,,Örlítið í ólagi", hlaðvarpið þar sem ,,chaos" er okkar strúktúr og allir fá að vera eins og þeir eru. Í þessum þætti fáum við að kynnast Lindu Sæberg örlítið, heyrum að Hrafndís heldur rosalega mikið upp á orðið ,,já" og förum létt yfir ástartungumálin 5 og hvað þau þýða. Dýfum tánum rétt aðeins í hvað er kink og hvernig er hægt að tengja þau við ástartungumálið okkar. Upprunalega planið var að hafa þátt 1 sinni í viku en við sáum strax að það er alls ekki nóg svo hér er annar þáttur tveimur dögum eftir f
2025-03-21
1h 19
Örlítið í ólagi
#1 Kynningarþáttur
Velkomin í mest ´chaos´ fyrsta þátt í nýja podcastinu ,,Örlítið í ólagi." Lífið er óskipulagt... eins og þetta podcast, þar sem uppáhaldsorðin mín eru ,,uummm, ooooogggg, já & podcast!" Hér spyrjum við spurninganna sem enginn bað um svör við, förum djúpt í hlutina og pælum örlítið of mikið í öllu - með húmor, speki og smá tilvistarkreppu á kantinum. Þetta er algerlega, ótrúlega, stórkostlega út fyrir mitt þægindarsvið en það hefur lengið verið draumur hjá mér að byrja með svona spjall þar sem við ræðum allt milli himins og jarðar. Hér er verið að hugsa upp...
2025-03-19
1h 02