Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Hugrænn Styrkur

Shows

Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#9 - Agnar Smári JónssonAgnar Smári Jónsson, handknattleiksmaður, var gestur í níunda þætti. Agnar Smári á farsælan feril á bakinu. Hann talar um baráttu sína við átröskun og afleiðingar hennar, þ.á.m. sjálfsvígshugsanir, og pressuna á að halda andliti og frammistöðu undir pressu. Áhugaverður þáttur um mikilvægt málefni. 2024-11-061h 23Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#8 - Arnór Sveinn AðalsteinssonArnór Sveinn Aðalsteinsson, knattspyrnumaður, heimspekingur og kennari, var gestur í áttunda þætti. Arnór Sveinn á langan feril í knattspyrnu. Hann segir frá sinni nálgun á hugarfari bæði innan knattspyrnunnar sem og í lífinu. Þá fer hann yfir hvernig hann fann ástríðuna aftur eftir að hafa misst hana um tíma. Arnór Sveinn útskýrir dyggðarsiðfræði og lýsir hvernig hann nýtir sér þau fræði til að verða betri knattspyrnumaður og manneskja. 2024-10-131h 35Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#7 - Anton Sveinn McKeeAnton Sveinn McKee, afreksmaður í sundi og Ólympíufari, var gestur í sjöunda þætti. Anton fer yfir feril sinn og segir frá hinum ýmsu verkfærum sem hann nýtti til að ná sínum árangri. Anton fór inn á sín gildi sem íþróttamaður og bað okkur um að bæta hér í textann þriðja gildinu sem hann gleymdi að nefna í viðtalinu. Gildin hans eru þrjú; óttalaus, vera í núvitund og óbrjótanlegur. Hann kemur einnig inn á mikilvægi þess að bæta umgjörð fyrir afreksfólk á Íslandi til að framleiða enn fleiri afreksfólk. 2024-09-181h 22Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#6 - Guðlaug Edda HannesdóttirGuðlaug Edda Hannesdóttir, þríþrautarkona og Ólympíufari, var gestur í þætti sex. Guðlaug Edda fer yfir Ólympíuleikana í París, mótlæti og meiðsli sem hún hefur gengur í gegnum og segir frá þróun hennar sem íþróttakonu. Þá fer hún yfir hvernig hún þjálfaði líkama og huga fyrir íþróttina og sitt daglega líf. 2024-09-031h 14Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#5 - Kristófer AcoxKristófer Acox, landsliðsmaður í körfubolta og leikmaður Vals, var gestur í þætti 5. Farið var yfir sögu hans og Kristófer gaf góð dæmi um hvernig hugurinn getur reynt að leika gegn manni innan sem utan vallar. Hann lýsir því hvernig hann vann sérstaklega í að þjálfa sig að mæta huganum. 2024-08-201h 23Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#4 - Hildur AntonsdóttirHildur Antonsdóttir, landsliðs- og atvinnukona í knattspyrnu, var gestur í fjórða þætti. Farið var yfir meiðsli og mótlæti sem hafa haft áhrif á feril Hildar. Hún ræðir mikilvægi þess að þjálfa hugann líkt og líkamann. Hildur lýsir hvernig hún þjálfar hugann, meðal annars með sjónmyndaþjálfun, og ræðir áhrif sjálfstrausts á frammistöðu. 2024-08-131h 22Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#3 - Höskuldur GunnlaugssonHöskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks í knattspyrnu, var gestur í þriðja þætti Hugræns Styrks. Höskuldur segir frá erfiðleikum sem hann hefur gengið í gegnum, bæði á knattspyrnuferlinum sem og í lífinu. Hann segir frá tímanum eftir að eldri bróðir hans féll frá, þá hvernig hans upplifun var og hvernig hann vann með það áfall. 2024-08-061h 49Hugrænn styrkurHugrænn styrkur#2 - Jóhannes Damian Patreksson (JóiPé)Jóhannes Damian Patreksson (JóiPé), tónlistamaður og handknattleiksmaður, var gestur í öðrum þætti Hugræns Styrks. Jói sagði frá sínum kvíða og erfiðu hugsunum sem fylgja tónlistinni og handknattleiknum. Hann fór yfir sína upplifun af tónlistarheiminum og hver hans framtíðarplön eru á sínum tónlistarferli.2024-07-301h 08Hugrænn styrkurHugrænn styrkurUntitled Episode2024-07-2409 minHugrænn styrkurHugrænn styrkur#1 - Sara Björk GunnarsdóttirSara Björk Gunnarsdóttir, atvinnukona í knattspyrnu, fyrrum fyrirliði íslenska landsliðsins, var gestur í fyrsta þætti Hugræns Styrks. Sara Björk fór yfir góðu og erfiðu stundirnar á ferlinum. Rætt var um andlegu hlið knattspyrnunnar. 2024-07-241h 53Hugrænn styrkurHugrænn styrkurKynningarþátturHugrænn styrkur er hlaðvarp sem fær íþrótta- og annað afreksfólk, fagfólk og fleiri til að ræða áhugaverðar sögur og andlegu hliðina. Hér er stutt kynning á því.2024-07-2409 min