Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Hylurinn Hlaðvarp

Shows

SkotveiðikastiðSkotveiðikastið#2 Eggert Sigurþór & Jón Ingi (Grayriverhunting)Í þessum þætti kynnumst við þáttarstjórendum aðeins betur, förum yfir veiðisögur, gæsaveiði og nú hvar þessi áhugi byrjaði nú hjá okkur. Birkir Mar þáttarstjórnandi hjá Hylurinn hlaðvarp var okkur innan handar og aðstoðar og fékk hann að grípa aðeins í mækinn2023-02-171h 12Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#44 Jón Þór JúlíussonSíðasti þáttur vetrarins er ekki af verri gerðinni, Jón Þór Júlíusson, kenndur við Hreggnasa, mætti í Hylinn. Jón hefur frá unglingsaldri komið að leigu ársvæða og sölu veiðileyfa. Það var gaman að fræðast um hans ársvæði sem og að hann deildi sýn sinni á veiðileyfa markaðinn. Takk kærlega fyrir að koma Jón. Njótið ! Okkur strákunum í Hylnum langar að þakka fyrir samferðina í vetur. Ballið heldur svo áfram í haust. Bendi á að líf verður í Patreon síðunni okkar í allt sumar. Fullt af spennandi efni að skríða þangað inn á næstu vikum.2022-04-141h 33Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#43 Mikael FrödinÞessa vikuna mætti Mikael Frödin í Hylinn. Mikael er einhver þekktasti laxveiðimaður og fluguhnýtari í heiminum og var það sannur heiður að spjalla við manninn. Það má með sanni segja að hann sé búinn að pæla í öllum smáatriðum sem tengjast laxveiði og hnýtingum á þeim 6.000+ dögum sem hann hefur eytt við laxveiðar. Við ausum úr hans botnlausa viskubrunni og tel ég mig geta fullyrt að allir veiðimenn ættu að geta lært eitthvað af kappanum.Takk kærlega fyrir spjallið Mikael Frödin. Njótið !2022-04-071h 28Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#42 Styrmir Gauti Fjeldsted, formaður Fluguveiðifélags SuðurnesjaÞað vakti athygli á dögunum að tilkynnt var um nýtt fluguveiðifélag á Suðurnesjum. Okkur fannst við hæfi að hóa í Styrmi Gauta, formann félagsins, og forvitnast um tilurð þessa nýja félags sem hefur fengið frábærar viðtökur. Greinilegt að tími er til kominn á ferskt blóð í félagsstarf veiðimanna á Suðurnesjum. SVFK er fyrir löngu orðið að hugmyndafræðilegu eylandi í veiðiheiminum á Íslandi og fögnum við þessari kærkomnu viðbót. Við fórum þó mun víðar og fengum að kynnast Styrmi sem veiðimanni auk þess sem að hann sagði okkur ítarlega frá silung...2022-03-311h 09Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#41 Ingólfur ÁsgeirssonÞessa vikuna mætti Ingólfur Ásgeirsson í Hylinn. Ingólf þekkja flestir veiðimenn í dag sem Ingó í Störum en það er einn af stóru aðilunum á markaði með laxveiðileyfi. Okkar maður er fimmta kynslóð veiðimanna í beinan karllegg og átti raun aldrei annara kostar völ en að verða veiðimaður. Ingó hefur komið gríðarlega víða við á sínu ferðalagi um veiðilendurnar og dugði ekkert minna en tveggja klukkustundar spjall til að stikla á stóru. Njótið !2022-03-241h 46Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#40 Jóhannes HinrikssonViðmælandi okkar í þessari viku er Jóhannes Hinriksson. Okkur þótti við hæfi að heyra í honum í tilefni þess að hann stendur á ákveðnum krossgötum í sínu veiðilífi. Síðan 1997 hefur hann á hverju sumri dvalist langdvölum á bökkum Rangána við leiðsögn og síðastliðin 8 ár séð um rekstur þeirrar ytri fyrir Norskan leigutaka árinnar. Ég þekkti ekki Jóhannes nema af góðri afspurn fyrir þetta spjall okkar og verð ég að segja að þessi fyrstu viðkynni okkar voru mjög ánægjuleg. Rangárnar hafa ekki mikið orðið á leið minni og því gott að fá svör við öllum mínum spurningum...2022-03-171h 19Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#39 Glenda Powell--English below--Glenda Powell er mögnuð kona ! Hún vex úr grasi í Norður Írlandi á tíma “The Troubles” og hennar leið að frama í heimi fluguveiðinnar var grítt. Ung kona með engin sambönd í þessu mikla kunningja samfélagi sem veiðibransinn er kannski ekki eitthvað sem allir voru til í að veðja á. En með þrautseigju og þrjósku náði hún á toppinn í sínu fagi. Ég (Sigþór) kynntist Glendu fyrir algjöra tilviljun þegar hún kom hingað til lands að veiða og endaði með mig sem leiðsögumann sumarið 2015. Tókst með okkur góð vinátta og vorið 2...2022-03-1058 minHylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#38 Christer SjöbergWhen it comes to modern fly fishing there are few that have had more of an impact than Christer Sjöberg. Not only through founding Loop tackle but also from travelling the world looking for new and exciting places to introduce to the clients of Solid Adventures.  Christers story is an amazing one and I was lucky enough to sit down with him for a short talk about his life in fly fishing. In an hour long interview we only managed to scratch the surface so I hope I get the chance to talk to Christer again soon and do...2022-03-031h 04Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#37 Sveinn "Denni" Björnsson & Stefán HrafnssonÍ september á síðasta ári lögðum við Hylsliðar land undir fót og fylgdum Denna og Stefán eftir við haust verkin í Selá. Veitt var í klak auk þess sem við fengum að kynnast störfum þeirra fyrir Six River project. Við förum yfir þetta allt saman í þætti vikunnar. Þeir fóstbræður eru báðir virkilega færir veiðimenn og eru nú hálfgerðir laxa bændur þar sem þeir vakta fiskana á svæðum verkefnisins allan ársins hring.  Svipmyndir af bakkanum, löxunum og klakveiðinni munu á næstunni detta inná Patreon aðgang Hylsins. Njótið !2022-02-241h 17Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#36 Þorsteinn GuðmundssonAð þessu sinni tókum við hús á Þorsteini Guðmundssyni veiðistjóra á Deplum í Fljótum. Hús er orð sem að illa nær að lýsa aðstöðunni að Deplum og var gaman að labba þar um með Þorstein. Settumst að lokum niður og fórum yfir hans starf við Depla, sögu hans sem veiðimanns og margt fleira. Steini “Rock” er einstaklega skemmtilegur og þægilegur náungi og nutum við þess í botn að spjalla við hann. Takk fyrir að taka á móti okkur. Njótið !2022-02-171h 35Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#35 Bjarni & GuðmundurFeðgarnir Bjarni Höskuldsson og Guðmundur Helgi eru viðmælendur Hylsins þessa vikuna. Þeir sem að þekkja til þeirra feðga geta ímyndað sér hvað var rætt. Laxá í Þyngeyjarsýslu rennur um æðar þessara manna og með örfáum undantekningum eina áin sem þeir veiða. Köfum í Hyljum Laxár og kynnumst silungnum í Laxárdal betur. Bjarni fræðir okkur þó einnig um söguna af lengsta laxastiga Evrópu og áformum manna að gera Laxárdal og Mývatnssveit að laxveiði svæði. Svo ferðumst við um sveitir Englands með Gumma og hann segir okkur frá reynslu sinni af urriða vei2022-02-101h 46Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#34 Snævarr Örn GeorgssonÞað kannast flestir veiðimenn við Snævarr Örn Georgsson. Ef ekki í eigin persónu þá af samfélagsmiðlum þar sem hann kemur yfirleitt með skélegg og málefnaleg svör inní það svarthol neikvæðni og sleggjudóma sem umræður af því tagi vilja oft verða. Snævarr er í grunninn mikill náttúru spekúlant og verkfræðingur og hefur náð að tengja það tvennt í starfi sínu. Við fórum yfir gerð smærri rafstöðva í veiðiám og áhrif þeirra á lífríkið, merkingar verkefni hans á urriða í lítil á sem rennur í gegnum landareign fjölskyldu hans, Jöklu og auðvitað...2022-02-031h 56Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#33 Helgi JóhannessonÞessa vikuna fengum við engan annan en Helga Jóhannesson “Villimann” í Hylinn. Helgi er einn af þessum mönnum sem búa yfir æðra óskilgreindu skilningarviti þegar kemur að veiði. Hvort sem á stöng eða byssu. Við höfum lengi gengið á eftir því að fá Helga í viðtal og er hægt að segja að hann stóð undir væntingum. Njótið !2022-01-271h 31Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#32 Freyr FrostasonGestur okkar í Hylnum þessa vikuna er Freyr Frostason. Freyr starfar sem arkitekt en er, eins og allir okkar gestir, fyrst og fremst fluguveiðimaður.  Okkar maður veiðir mikið og alla fiska sem að finnast í Íslenskum ám og þó víðar væri leitað, sá silfraði alltaf í uppáhaldi samt. Komum inná margt og kynnir Freyr okkur fyrir hinni lítt þekktu flugu Johnny Walker sem er í sérstöku uppáhaldi. Njótið !2022-01-2054 minHylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#31 Eggert SkúlasonÍ þætti vikunnar ræddum við um heima og geima við Eggert Skúlason, veiðiskríbent á Morgunblaðinu. Ekki einhver einn rauður þráður í spjalli okkar heldur létum við kylfu ráða kasti og fórum ofaní þær holur sem umræðan leiddi okkur í. Mikið hlegið og alltaf gaman að spjalla við Eggert. Njótið !2022-01-141h 18Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#30 Inga Lind KarlsdóttirGestur Hylsins í þessari viku er ástríðu veiðikonan Inga Lind Karlsdóttir. Ingu Lind þekkja flestir úr fjölmiðlun en færri sem kannski vita að hún hefur frá blautu barnsbeini verið með veiðidellu. Við fórum yfir veiðiferilinn, eftirminnilega fiska og fleira skemmtilegt með smá millilendingu í laxeldismálunum en þar hefur okkar kona látið til sín taka. Við þökkum Ingu Lind kærlega fyrir komuna í Hylinn og að deila með okkur sinni veiðisögu. Njótið !2021-12-301h 00Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#29 Karl LúðvíkssonKarl Lúðvíksson, fjölmiðlamaður og fasteignasali, mætti í Hylinn í þessari viku. Kalla þekkja flestir veiðimenn sem umsjónarmann Veiðivísis á Vísir.is sem og auðvitað fyrir þættina sína Veitt með Vinum. Undanfarin ár hefur Kalli varið stórum hluta úr sumri á bökkum Langár sem staðarhaldari og leiðsögumaður. Við fórum um víðan völl þó að Langá sé rauði þráðurinn í okkar spjalli enda stendur hún þessum síunga FM hnakka nærri. Njótið !2021-12-161h 04Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#28 Guðni og Leifur Kolbeinssynir10. desember, næstkomandi er liðin öld frá fæðingu Kolbeins Grímssonar. Kolbeinn er einn af guðfeðrum fluguveiðinnar á Íslandi. Í tilefni af þessum tímamótum ræddum við við þá bræður Leif og Guðna um föður sinn sem og eigin veiðiáhuga, sem er gríðarlegur. Kolbeinn ber ábyrgð á mörgum veiðimanninum hvort sem er með kennslu á fluguköstum, hnýtingum eða sölu á veiðibúnaði í versluninni Ármót. Flugurnar Rektor, Hólmfríði og Peacock þekkir allt Íslenskt veiðifólk og verða um ókomna tíð hans minnisvarði í sameiginlegri meðvitund okkar.2021-12-091h 02Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#27 Benóný Jónsson vol.2Benóný Jónsson, líffræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun mætti í Hylinn í þessari viku. Hafsjór þekkingar á ferskvatns fiskunum sem kalla Ísland heimili sitt sem og þeim sem hér eru að setjast að. Benóný málar upp nokkuð dökkar myndir í spjallinu af laxeldismálum, hnúðlaxinum, lífríki Grenlæks og framtíð Íslenska laxastofnsins. Það er skilda okkar veiðimanna að þekkja vel þá þætti sem að hafa áhrif á fiskana sem eru okkur endalaus uppspretta gleði og góðra stunda. Þökkum Benóný kærlega fyrir að ausa yfir okkur úr sínum visku brunni á sinn skelegga hátt. Njótið !2021-12-021h 17Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#26 Ólafur FinnbogasonÍ þessari viku mætti Ólafur Finnbogason í Hylinn og gasaði með okkur félögunum. Óli byrjaði að gæda áður en hann veiddi sinn fyrsta flugulax og eins og gefur að skilja þá leiddi það af sér margar skrautlegar uppákomur. Þó lærðist þetta fyrir rest og hefur Óli komið víða við í veiðinni síðan, leigutaka, leiðsögn, félagsstörf, Flugur.is og svo mætti lengi halda áfram. Einn af þessum SVFR mönnum af gamla skólanum sem halda með félaginu eins og Hörður Magnússon heldur með Liverpool. Það var sönn ánægja að spjalla við 2021-11-251h 53Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#25 Hörður Birgir HafsteinssonHörður Birgir Hafsteinsson er viðmælandi okkar í þessari viku. Hörður er einn af þessum mönnum sem virðist með nánast yfirnáttúrulegum hætti draga að sér stóra fiska. Við ræddum nokkra þeirra auk þess að fara um víðan völl. Höddi sat um hríð í stjórn SVFR, hélt úti vefsetrinu Veidimenn.com auk þess að geta sér gott orð sem íhlaupa staðarhaldari og ákveðinn lykil maður. Styklum á stóru og yfir það sem er minna enda er Hörður fljótur að segja “hafðu ekki áhyggjur af því” ef...2021-11-181h 28Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#24 Arthur BogasonViðmælandi í fyrsta þætti er enginn annar en goðsögnin Arthur Örn Bogason. Arthur þekkja margir fyrir afrek sín á sviði kraftlyftinga eða réttindabaráttu smábátaeigenda. Þó eru afrek hans engu minni með stöng og ósigrar á þeim velli spreng hlægilegir. Njótið !2021-11-111h 40Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#23 Þáttaröð 2 upphitunVið hitun upp fyrir veturinn með léttum þætti.Heyrðum í Rafni Val nýjum umsjónarmanni Norðurár og svo kíkti Guðmundur Jörundsson til okkar í smá spjall um veiðisumarið, klóak, hnúðlax og neophrane. Njótið og fylgist með í vetur.2021-10-051h 02Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#22 Jón Þór Ólason LIVE á LeKockUpptaka frá LIVE viðburði Hylsins á LeKock miðvikudaginn 26. maí þar sem Jón Þór Ólason formaður SVFR leit við í spjall.Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17.  https://veidifelagid.is/Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn.Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjanessInstagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/3997173881081322021-07-171h 27Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#21 Guðmundur JörundssonHylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17.  https://veidifelagid.is/Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness Hljóðbrot eftir: Sindra Snær Harðarson  Instagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/ Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/3997173881081322021-05-051h 22Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#20 Dagur Árni GuðmundssonInstagram Dags - https://www.instagram.com/dagur_fishhunter/ Youtube rásin hans Dags - https://www.youtube.com/channel/UCKIVRTAz4upnjHQDaWPydZQ Kleifarvatns Vloggið - https://www.youtube.com/watch?v=0czmgxqUeUg&t=617s&ab_channel=IcelandicFishHunter Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17.  https://veidifelagid.is/ Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness Hljóðbrot eftir: Sindra...2021-04-281h 19Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#19 Baldur Hermanssonhttps://www.youtube.com/watch?v=ieK6Y7ZagZE&ab_channel=HylurinnHla%C3%B0varp2021-04-211h 12Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#18 Gísli ÁsgeirssonHylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. https://veidifelagid.is/ Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness Hljóðbrot eftir: Sindra Snær Harðarson  Instagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/ Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/3997173881081322021-04-141h 59Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#17 Caddisbræðurí þessari viku mættu Caddisbræður, Óli og Hrafn í hylinn.Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17.  https://veidifelagid.is/Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum.Hljóðbrot eftir: Sindra Snær HarðarsonInstagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/3997173881081322021-03-311h 34Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#16 Brynjar Þór HreggviðssonHylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17.  https://veidifelagid.is/Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness Jack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind  https://bestseller.is/ Hljóðbrot eftir: Sindra Snær Harðarson  Instagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/ Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/3997173881081322021-03-241h 08Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#15 Benóný JónssonÍ þessari viku mætti Benoný Jónsson í Hylinn, Benóný er líffræðingur að mennt og starfar sem sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun. Í þessum þætti reynum við að tala um vísindin á bakvið ferskvatnsfiskana á mannamáli. Þekking er til alls fyrst og gerir hún okkur kleift að stunda áhugamálið okkar með ábyrgum hætti, hvetjum alla til að setja á sig nörda glerugun og kafa aðeins í dýpi hylsins með okkur Benóný, njótið.Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17.  https://veidifelagid.is/ Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fy...2021-03-171h 34Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#14 Haraldur EiríkssonHylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. https://veidifelagid.is/Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjanessJack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind  https://bestseller.is/Hljóðbrot eftir: Sindra Snær HarðarsonInstagram Hylsins - https://www.instagram.com/hylurinn_hladvarp/Facebook hópur Hylsins - https://www.facebook.com/groups/3997173881081322021-03-1052 minHylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#13 Árni Pétur HilmarssonHylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð um sinn.  https://veidifelagid.is/ Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness Jack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind standa með okkur og sjá til þess að við séum sæmilega til fara. Svona fyrir þessar fáu stundi...2021-03-031h 29Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#12 Þorsteinn Stefánssonhttps://www.fuss.is/ https://www.instagram.com/fuss_felag/ https://www.facebook.com/fussfelag   Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð um sinn.  https://veidifelagid.is/ Bílasala Reykjaness er sem fyrr með okkur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Fylgið þeim endilega á facebook þar sem þeir eru duglegir að henda inn bestu bitunum. https://www.facebook.com/bilasalareykjaness Jack and Jones og Selected búðirnar í Kringlunni og Smáralind standa með okkur og sjá...2021-02-241h 07Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#11 Gunnar Örn PetersenÍ þessari viku mætti Gunnar Örn Petersen í Hylinn. Gunnar er þaul vanur veiði og leiðsögumaður. Byrjaði mjög ungur að veiða en það var við Laxá í Leirársveit þar sem okkar maður kynnist leiðsögn og þá þessum skrautlega og skemmtilega lífstíl sem fylgdi laxveiðinni á þessum tíma. Gunnar er í seinni tíð líklega þekktastur fyrir að fyrir að reka Fish Partner ásamt þeim Sindra og Kristján í nokkur ár. Í dag hefur Gunnar snúið sér að öðrum verkefnum en heldur þó ennþá úti hinni Íslensku Fluguveiðisýningu sem að haldin verður í vor, með aðeins breyttu sniði. Gunnar...2021-02-171h 05Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#10 Höskuldur Birkir ErlingssonÍ þessari viku mætti Höskuldur Birkir Erlendsson í Hylinn. Höski er mikið ljúfmenni og náttúrubarn. Blanda rennur í bakgarðinum hjá okkar manni og er hún óhjákvæmilega rauðu þráðurinn í okkar spjalli. Þó ferðumst við víðar, Laxá í Ásum og Víðidalsá fá heimsókn auk annara ár svæða. Höski hefur gott lag á að segja skemmtilegar veiðisögur og naut ég þess í botn að tala við kauða. Njótið !Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð um sinn. Eins og í öllum stór framkvæmdum...2021-02-101h 17Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#9 Hrafn H. Hauksson & Jóhann Freyr GuðmundssonÍ þessari viku mættu Hrafn H Hauksson og Jóhann Freyr Guðmundsson í Hylinn. Hrafn og Jói eru miklir silungaperrar og mættu þeir í Dýflísuna hans Birkis og spjölluðu við okkur um silungsveiði. Brunná, Minnivallalækur, Laxá, taumar, flugur og ég veit ekki hvað og hvað. Einnig komum við inná námskeið sem við félagarnir ætlum að halda í vor. Áherslan þar er að fara yfir helstu atriði er snúa að silungsveiðum andstreymis. Miklir snillingar þessir drengir og vona að þið njótið. Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveit...2021-02-031h 10Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#8 Ívar Örn Hauksson (Ívar's Fly Workshop)Í þessari viku mætti Ívar Örn Hauksson í Hylinn. Ívar er Vestfirðingur með mikla reynslu af vatnaveiði og Fluguhnýtingum. Ferðuðumst við víða um sléttuna og snertum til dæmis á Flugusmiðjunni, Jóni Sigurðssyni heitnum, Febrúarflugum, Sauðlauksdal, Hraunsfirði sem og stóra málefni Vestfirðinga, laxeldi. Áhugavert að fá sjónarhorn heimamanns sem einnig er forfallið náttúrubarn. Njótið ! Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð út janúar. S...2021-01-271h 12Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#7 Ólafur Tómas Guðbjartsson(Dagbók Urriða)Í þessari viku mætti Ólafur Tómas Guðbjartsson, Dagbók urriða í Hylinn. Ekki alveg þetta venjulega viðtal heldur spjölluðum við um heima og geim. Hlaðvarpsleikinn, nýja veiðiþætti Óla, sögðum veiðisögur, spjölluðum um líffræði, flugur og fiska. Óli er mikill Viskubrunnur og naut ég þess að ausa aðeins úr honum. Njótið ! Hylurinn er í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Doddi og Gunni standa sveittir í því að stækka búðina og er hún því lokuð út janúar. https://veidifelagid.is/ Snillingarnir í America...2021-01-201h 25Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#6 Guðmundur Atli ÁsgeirssonÍ þessari vikunnar mætti Guðmundur Atli Ásgeirsson í Hylinn og blaðraði við mig um hitt og þetta. Á meðal þess er blekþrykk fiska, Gula straumflugan, Laxárdalurinn, smá skrall,  fyrirsætustörf, Rangá, Affall og svo miklu miklu fleira. Ég naut þess í botn að spjalla við Gumma og vona að þú gerir það líka kæri hlustandi.Smá skellur fyrir unnendur góðra veiðibúða því að Veiðifélagið er lokað í janúar. Það kemur þó til að góðu og eru þeir félagar upp fyrir haus að stækka búðina og verður hún opnuð stærri og glæsilegri í febrúar.Þa...2021-01-131h 06Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#5 Sindri Hlíðar JónssonGleðilegt nýtt ár kæru hlustendur. Við höldum áfram á fullum krafti 2021 auk þess sem að áætlað er að bæta frekar í en hitt. Til dæmis ber þar að nefna Veiði Pub Quiz sem að Hylurinn stendur fyrir, í gegnum netið, miðvikudaginn 13. janúar. Takið kvöldið frá og setjið 2-3 bjóra í kælinn því að við lofum góðri skemmtun og frábærum vinningum ! Ekki bara fyrir þá sem vita allt og enda í efstu sætum heldur verða allskonar auka og skammar vinningar í boði.   Stór vinir okkar í Veiðifélaginu standa sem fyrr þétt við bakið á okkur og erum við þei...2021-01-061h 13Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#4 Ingólfur Davíð SigurðssonVelkomin í Hylinn og vonandi áttuð þið góðar stundir í jólakúlunni.  Við erum sem fyrr með okkar bestu vinum í Veiðifélaginu sem og okkar nýju vinum á Bílasölu Reykjanes. Það þekkja allir hlustendur orðið þá Dodda og Gunna í veiðifélaginu af góðu og er gaman að segja frá því að búðin mun stækk á nýju ári í Nóatúni 17. Bílasala Reykjaness er svo með okkur í liði. Fagmenn þegar að kemur að bílum hvort sem notuðum eða nýjum. Liggur veiðibíllinn þinn á planinu ? Heyrðu í Bjarka og tékkaðu á þessu.  Í þætti vikunnar ræddi ég við þekkt...2020-12-301h 57Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#3 Þorgils HelgasonErum mættir aftur í Hylinn í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Kíkið endilega við og pikkið ykkur upp eitthvað fallegt.  https://veidifelagid.is/Svo var að bætast í hóp bakhjarla hjá okkur. Bílasala Reykjaness ætlar að berjast með okkur í vetur og erum við þeim mjög þakklátir fyrir stuðninginn. Heyrið endilega í þessum meisturum ef þið eruð í leit að góðum bíl fyrir veiðina eða bara hvað sem er. Langar að skjóta því inní að allir þættirnir eru í fullum HD gæðum á YouTube og mæli ég sérstaklega með áhorfi á þennan þar sem ekki skortir leikr...2020-12-231h 22Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#2 Ólafur Ragnar GarðarssonErum mættir aftur í Hylinn í boði Veiðifélagsins, Nóatúni 17. Rennið endilega við hjá þeim félögum og kippið einhverju sniðugu í jólapakkana. Okkur langar einnig að þakka kærlega fyrir þær góðu viðtökur sem við fengum við fyrsta þætti og klæjar í skinnið að halda áfram.  Ólafur Ragnar Garðarsson, tröllabarn og ofur veiðimaður kíki í Hylinn og fræsti með mér um víðan völl. Ævintýri í Breiðdal, undir yfirborðs bann í Selá, Veiða.is spjallið, Húseyjarkvísl, leiðsögn útum allar koppa grundir, AnglingIQ sem og nýja verkefnið...2020-12-161h 19Hylurinn HlaðvarpHylurinn Hlaðvarp#1 Rafn Valur AlfreðssonSælir veiðimenn og veiðikonur, velkomin í fyrsta þátt af Hylnum hlaðvarpi. Í vetur ætlum við félagarnir að vera duglegir að taka upp margs konar efni sem tengist fluguveiði og leggjast á dýpið. Viðtöl ekki ósvipuð þeim sem ég hef áður tekið á öðrum vettvangi sem og að víkka út efnistök. Auk þess að birtast á öllum helstu hlaðvarps veitum munu þættirnir detta inná YouTube í topp gæðum. Mig langar að þakka þeim fjölmörgu vinum og félögum sem hafa hvatt okkur í að fara í þessa vegferð eða lagt lóð á vogarskálarnar, þið vitið hver þið eruð.Langar að kyn...2020-12-091h 17