Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Joi Skuli

Shows

Dr. Football PodcastDr. Football PodcastHelgaruppgjör - Töfrar bikarsinsJói Skúli, Jói Már og Arnar Sveinn með bros á vör á sunnudagskvöldi.2025-01-1255 minDraumaliðiðDraumaliðiðSvona var EM u21 2011LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - BIRTA CBD - R3 ráðgjöf og bókhald Árið 2011 greip um sig algjört fjölmiðlafár í kringum Vormenn Íslands, stráka fædda á árunum 1988-1991 og þáttöku þeirra á EM u21 sem haldið var á Jótlandi. Við fórum í gegnum allt ferlið og allt sem gerðist á bakvið tjöldin, eða á veitingahúsum eða karíókístöðum. Gestur: Bjarni Þór Viðarsson Aðrir viðmælendur: Haraldur Björnsson - Halli Landsliðs Skúli Jón Friðgeirsson - Móði jr. Þórður Ingason - Íslands- og...2024-09-272h 03Dr. Football PodcastDr. Football PodcastHelgaruppgjör Dr. Football - SalahpartýJói Skúli, Jói Már og Arnar Sveinn mættu og töluðu um boltann.2024-09-021h 17DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var Ísland '04-'06: Ást á pöbbnumLENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S - PRÓTÍN.IS - R3 RÁÐGJÖF OG BÓKHALD Konan hans Viktors í Sandgerði sagði farir sínar ekki sléttar, af nokkrum sköpuðum hlut. Ívar Ingimars og Jói Kalli voru í sambærilegum hugleiðingum en Ásgeir og Logi gáfust ekki upp. DV setti upp álitshópa við minnsta tilefni og Jakob Bjarnar hélt úti sýningum í hverju blaði. Svona var Ísland '04-'06! Haldiði áfram að negla á okkur í leiðréttingahorninu!2024-07-043h 19Dr. Football PodcastDr. Football PodcastHelgaruppgjör Dr. Football - Töfrar bikarsinsJói Skúli, Jói Már og Keli fóru yfir töfrana í ensku bikarkeppninni og allt það stærsta sem gerðist í boltanum um helgina.2024-03-181h 08Dr. Football PodcastDr. Football PodcastHelgaruppgjör Dr. Football - Stjörnurnar raðast rétt upp fyrir CityJói Skúli, Viktor Unnar og Jói Már gerðu upp helgina2024-02-051h 09Valur - HljóðvarpValur - HljóðvarpS4 - EP6 - Jói Skúli og draumalið erlendra leikmanna í ValJói Skúli settist í Toggastofu og valdi besta lið erlendra leikmanna í Val. Patrick Pedersen var að sjálfsögðu sjálfkjörin en Jói ákvað að hafa liðið frá svona 1997 til dagsins í dag. Jói er hafsjór af fróðleik og Podcast hans Draumaliðið er ekkert minna en stórkostleg heimild um horfna tíma. Nýr þáttur kom einmitt út í dag um Sumarið 2013. Hann fór um víðan völl og rifjaði upp marga gamla og misgóða erlenda leikmenn sem hafa komið og klætt sig í rauðu treyjuna. Þá rifjuðum við upp Blikaleikinn og fórum yfir Leiknisle...2022-06-241h 15DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2013LENGJAN - SJÓVÁ - THULE - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S Eftir að hafa íhugað það í tvö ár ákváðum við að hleypa lofti út um lúgur(NB - á kolsvörtum rúðum) og gefa South Centralesque rappara sénsinn á að veita okkur fullnægingu í eyrun. Nýtt 5 ára plan er í smíðum á Hlíðarenda og það er lúður klár fyrir þá sem láta röng orð af sinni tungu. Orri fór yfir það þegar hann hægði sér í hnéháa hvönn og upp í Árbæ æfði ungur Selfyssingur tvisvar á dag til að uppfylla drauma sína sem áttu að rætast á næstu þremur...2022-06-234h 21DraumaliðiðDraumaliðiðHannes Þorsteinn SigurðssonLENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - SJÓVÁ - DOMINOS Hannes Sig á einhvern ótrúlegasta atvinnumannaferil nokkurs Íslendings sem spannar níu lönd, þám Rússland (að sjálfsögðu sá hluti sem liggur að Tsjetsjeníu) og Kazakhstan þar sem haugur af þekktum leikmönnum, þjálfurum og stjórnarmönnum spila rullu. Í dag er hann svo gerandi magnaða hluti í þýska boltanum sem þjálfari og dósent í knattspyrnufræðum. Gárungarnir jafnvel farnir að tala um hann sem Nýi Prófessorinn en fyrst og fremst er hann stórskemmtilegur sögumaður og geggjaður gaur.2022-06-042h 22DraumaliðiðDraumaliðiðSvona voru viðtölin 2012 (Very hidden and secret bonus track exclusive)Baldur Sig gaf in depth skýringar á innkomu Gary Martin í KR, hruni liðsins eftir Verslunarmannahelgina og gæðin í Birni Jónssyni. Alexander Scholz fór yfir tíma sinn á Íslandi eins og þegar amma hans hræddi líftóruna úr Kennie Chopart. Jón Daði rifjaði upp erfitt ár á Selfossi sem þó var gott persónulega og hvernig Hannes Halldórs hefur ekki enn jafnað sig á screamernum sem hann setti í grillið á honum.2022-05-2449 minDraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2012LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - DOMINO'S- SESSION CRAFT BAR Karíókímenningu Íslendinga voru gerð góð skil og enn og aftur gefur Kristmundur Axel út an absolute banger. KRingar fóru í rebrand og 5 ára plan Valsara virtist komið aftur á byrjunarreit. Deildin fékk nýjan villain og það er spurning hvor hendur hefðu ekki átt að koma í handa stað varðandi landsliðsþjálfara íslenska landsliðsins í fótbolta? Breskt raunveruleikasjónvarp átti sér stað á Akranesi, Stjarnan sóttu danskan dreng í Himalaya fjöllin og Lee litli Bucheid hefur ekki sagt sitt síðasta. Svona var sumarið 2012. Viðmælendur: Alexander S2022-05-234h 36DraumaliðiðDraumaliðiðSvona voru viðtölin 2011 Hidden Bonus TrackViðtöl í fullri lengd vegna sumarsins 2011 Pétur Georg Markan fór yfir ástandið í Víkinni ásamt því að svara spurningum um Power of Love og þrennuna í Efra-Breiðholtinu. Atli Sigurjónsson ræddi við okkur um gullkynslóð Þórsara, byr undir báða vængi og bakpokaferðalag sitt með Pall Gísla til Hollands á miðju tímabili. Kjartan Henry fór yfir hina ýmsu hluti á mögnuðu sumri KRinga, ruglaðist reyndar á Gary Martin og Gauja Baldvins en það kemur fyrir á bestu bæjum.2022-05-0231 minDraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2011LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - DOMINOS - SESSION CRAFT BAR Það birtir alltaf til. Við erum að vinna okkur upp úr öskufallinu og hruninu og upprisan hefst með nýjum morgunþætti FM957. Valsmenn henda 5 ára planinu í ruslið eins og hverri annarri kúkableyju og við fáum eina af okkar fyrstu þjáfaratvennum í íslenska boltann. Óskar Hrafn mætti aftur og hlutir gengu nærri honum en hver verður efnilegasti leikmaður mótsins? Ætli það verði ekki einhver KRingurinn? Er þetta eitthvað sem er hægt að halda utan um í Excel skjali eða er kannski bara best að vita þetta sjá...2022-04-294h 21Steve DagskráSteve Dagskráx Jói Skúli og Jón Kári.Dominos 🍕 Tuborg 🍺 Nike ⚽️ Netgíró 💲 Better you 💊 R3 Ráðgjöf & bókhald 📓 Ölver 🍺 Kölski 👔2022-04-201h 29DraumaliðiðDraumaliðiðSvona voru viðtölin 2010 - HIDDEN BONUS TRACKFull length viðtölin við prófessor Ólaf Helga Kristjánsson, Viðar Örn Kjartansson og Arnar Svein Geirsson. Prófessorinn fór yfir allt milli himins og jarðar sem náði ekki að troða öllu í endanlega útgáfu þáttarins Svona var sumarið 2010 en einfaldlega verður að fara í loftið, eins og til að mynda aðdraganda og örlög fjólubláu peysunnar. Of gott material til að henda því í recycle bin og sömuleiðis allt frá Arnari Sveini og VÖK.2022-04-1048 minDraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2010LENGJAN - THULE - DOMINOS - SJÓVÁ - SESSION CRAFT BAR Við erum enn að jafna okkur á því að hér varð hrun en í staðinn poppar upp a little fella called Eyjafjallajökul sem skilur Hásteinsvöll eftir í 2000cm öskufalli en Eyjamenn hugsa sér gott til glóðarinnar. Það var rifist alltof lengi um hvort hefði verið skemmtilegra á Karamba eða Oliver og við sviptum hulunni af því að hinn íslenski David Beckham er í raun og veru hinn íslenski Rory Delap. Fórum yfir hnefasamlokuna sem var matreidd fyrir Jóa og fengum play-by-play greiningu á seasoninu frá Prófessornum sem við s...2022-04-084h 30DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2009Hér varð hrun! Myntkörfulán. Icesave. Guð blessi Ísland. Lehman brothers, Hvanndals brothers og Tillen brothers áttu misjöfnu gengi að fagna en hverjir stóðu uppi sem sigurvegarar? Allir og ömmur þeirra voru sendir heim, samningum var rift en í gömlum kústaskáp fannst rykfallna bókin YOUTH by Kaggi Más sem prófessorinn reif blaðsíðu úr. Yohanna kom sá og sigraði enn eitt silfrið í sögu þjóðar og Valsmenn voru staðráðnir í að láta efnahagsástand ekki hafa áhrif á leikmannahópinn sinn. Risinn var þó álíka illviðráðanlegur og Bubbi Morthens var úrillur þegar hann...2022-03-173h 45DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2008LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - SESSIONCRAFTBAR - DOMINO’S Við höldum áfram að eyða umfram og óveðursskýið er byrjað að myndast en samt hendum við í biluðustu Eurovision undankeppni allra tíma. Silfur náðist í Peking um miðja nótt eftir djamm á Hverfisbarnum og Heimir Guðjóns fór í nostalgíukast til að styrkja liðið sitt. Kristján Guðmunds bjó til nýjan Bjargvætt í Keflavík en myndi það duga? Logi Ólafs gaf Rúnari Kristins rétta formúlu fyrir Íslandsmeistaratitli en þekkti Rúnar allar breyturnar? Changing of the guards, we’ve been here before, pallaleiku...2022-02-284h 00DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2007LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - SESSION - DOMINO’S. Íslenska þjóðin hefur aldrei haft það jafn gott. Íslenskar Lúxussnekkjur voru lagðar við Thames, afmæli haldin á Jamaica og leikmenn keyptu sjálfa sig fyrir metfé í Landsbankadeildinni. FH voru með rosalegt lið og gott bakland eftir sigursæl ár, en í Miðbæ og Hlíðum var einhver ástríða að kvikna sem erfitt getur reynst að stöðva. Hundurinn Lúkas fór upp á fjall og Ellý Ármanns skrifaði kynlífsfantasíu um 16 ára starfsmann Garðlistar. Svona var sumarið 2017. 2017? nei nei, 2007. Viðmælendur: Sigurbjörn Hreiðarsson, kennari í Kópavogi.2022-02-043h 48DraumaliðiðDraumaliðiðHörður MagnússonLENGJAN - DOMINO'S - SESSION CRAFT BAR - SJÓVÁ - THULE Hörður Magnússon vann þrjá gullskóa í röð árin 1989, 1990 og 1991. Það hafði enginn gert í að verða 30 ár og enginn hefur leikið eftir síðan.2021-12-021h 33DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2006Það eru Magni-ficent hlutir að eiga sér stað í íslenska samfélaginu og þjóðin tekur ástfóstri við Gilby Clarke og Dave Navarro. Hetja yfirgefur Vesturbæinn og er staðráðinn í að kenna þeim lexíu og stjórnarmenn halda áfram að reyna að fella Börkinn. Splash TV og MySpace ryðja sér til rúms, Sigursteinn Gíslason semur við leikmann af lagernum hjá Eimskip. Óli Jó þarf að fara í hefilbekkinn og hlustendur þurfa að taka afstöðu og ákveða hvort þau séu B-hliðar fólk eða alætur á tónlist, takk.2021-11-263h 40DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2005LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - SESSION CRAFT BAR - DOMINO’S Það myndast gjá milli áskriftarþjónustu sem íslenska ríkið neyðir fólk til þess að kaupa af sér og þjóðar við val á því hvernig skal velja Eurovision lag. Lúðurinn lætur í sér heyra í Vesturbænum og Börkur er tekinn af appelsínum á Hlíðarenda með flugbeittum hníf. Risinn er vaknaður, búinn að tannbursta sig og klár í daginn og poppstjörnur slá sig til riddara. "Jónschi!? Haaaaaaa?!" Viðmælendur Þorbjörn Atli Sveinsson - Herra September Gunnar Hilmar Kristinsson - bomban.2021-11-123h 12DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2004LENGJAN - THULE - SESSION CRAFT BAR - SJÓVÁ - DOMINO'S Kennaraverkfallið kom eins og himnasending í líf bólugrafinna unglinga með tilheyrandi áhorfi á Paradise Hotel á sama tíma og leikmönnum var bannað að fagna með því að fara úr að ofan. Gefum Nylon þá virðingu sem þær eiga skilið. Veigar Páll er í eigu kýpverska fjárfestingafélagsins Urania Trade Ltd og sjómaður frá Grindavík syngur sig inn í hug og hjörtu þjóðarinnar. Risinn vaknaði, og hélt svo sína leið.... Jáááááááá, hann hafði fengið huuuuuuugmyyyynd!2021-10-293h 09DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2003LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - DOMINO'S - SESSION CRAFT BAR Það er tilgerð að halda því fram að Botnleðja hefði átt að fara fyrir hönd Íslands í Eurovision árið 2003. Kveður við nýjan tón í íþróttaumfjöllun með tilkomu stórs karakters inn á íþróttadeild DV og KR gerir tilraunir til þess að stofna ofurlið. Bragi Valdimar semur fótboltalag og goðsagnir snúa aftur í íslenska landsliðið. Þróttarar raða inn mörkum í boði hins eina sanna Domino's Tríós, en bald and beautiful Carnell bíður færis fyrir aftan þá eins og sláttumaðurinn slyngi.2021-10-152h 54DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið UPPGJÖR: 1992-2002LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - DOMINO'S - SESSION CRAFT BAR Litum yfir farinn veg í ljósi þess að changing of the guards er svo sannarlega að ganga í garð. Völdum draumalið þessa tíma, hömruðum á því sem að þurfti að hamra á og hringdum eitt mikilvægasta símtal þáttanna til þessa. Hver skrifaði barnabókaseríurnar "Fjör í"? Hver er útibússtjóri Sjóvá á Akranesi? Viðmælendur: Óskar Ófeigur Jónsson, sá maður sem hefur fært íslenskri íþróttaumfjöllun mest í nútímaknattspynru.2021-10-081h 57DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2002LENGJAN - THULE - SJÓVÁ - SESSION CRAFT BAR - DOMINO'S Árið er 2002. Við fáum ekki að vera með í Eurovision en Skífan kaupir upp allar rapphljómsveitir landsins og gefur þeim plötusamning. Fólk kaupir sér hringitóna eins og það eigi lífið að leysa og starfsmenn Skjás Eins vöknuðu á bömmer á fyrsta sunnudegi hvers mánaðar. Gylfi Orrason skapar sér nafn í Árbænum og í Kastljósinu, Willum veðjaði á réttan hest þegar mest var undir (þó honum finnist ís ekki góður) og Mr. September heldur í hefðir. Minni á leiðréttingahornið Viðmælendur: Jó...2021-10-012h 32DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2001LENGJAN - DOMINO'S - THULE - SESSION CRAFT BAR - SJÓVÁ Árið 2001 vorum við relegated úr Eurovision og sendir í eins árs bann eftir að hafa sent Noel Gallagher eftirhermu og suðrænan Sauðárkróksstrák til leiks. Skagamenn voru gjaldþrota og hringt var í kunnuglegan menn sem átti að baka þá út úr vandræðunum. KRingar reyndu að fá Daniel Amokachi til að fylla í skarð Andra Sigþórsson en fyrir því var lítil innistæða. XXX Rottweiler héldu partý í Árbænum og buðu engum sem Þormóði Egils líkaði ekki en á endanum stóð eitt lið uppi sem sigurvegari. Þeir voru ólíkir inn...2021-09-232h 42DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 2000LENGJAN - DOMINO'S - THULE - SESSION - SJÓVÁ Sumarið 2000 hætti ungt fólk að spila fótbolta upp á Akranesi og fór að rúnta. Eyjamenn voru nokkrum sekúndum frá því að klófesta tíunda besta markmann heims. KR færði sig yfir í normal fit XXL Reebok treyjur og Páll Guðlaugsson sótti nýja Brasilíumenn. Áhorfendur fengu lítið fyrir peninginn þegar kom að gæðum knattspyrnunnar og umdeildur leikur í lokaumferðinni. Minnum sem endranær á leiðréttinga- og söguhornið. Dæliði þessu á okkur Viðmælendur: Jens Martin Knudsen, eini Færeyingurinn til að...2021-09-172h 45DraumaliðiðDraumaliðiðDanny GuthrieLENGJAN - DOMINOS - THULE - BLUSH Danny Guthrie spilaði með Liverpool, Newcastle, Bolton og Reading í Premier League og spilaði með haug af geggjuðum spilurum. Þvílíkur gentleman and a scholar og valdi draumaliðið sitt og svaraði öllum þeim spurningum sem í hann voru fleygðar. Danny Guthrie picks his best starting eleven of players that he played with in his career.2021-09-061h 35DraumaliðiðDraumaliðiðBjarni BenediktssonLENGJAN - THULE - DOMINO'S - BLUSH.IS Bjarni Ben reif Stjörnuna upp í hæstu hæðir ásamt fyrstu gullkynslóð Garðabæjar og spilaði ca 170 leiki með félaginu oftar en ekki sem fyrirliði áður en hann lagði skóna á hilluna vegna meiðsla.2021-08-301h 16DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1999LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH Biðin var á enda árið 1999, við vorum loksins mætt aftur í Eurovision! Popptíví hóf göngu sína og Þórhallur miðill spáði fyrir um framtíð Heimi Guðjónssonar. KRingar settu allt traust sitt á nýtt rekstrarform þar sem gildi félagsins voru JÁKVÆÐNI-TRÚ-GLEÐI, það var hrækt í andlitið á Loga Ólafssyni og ælt yfir Ólaf Ragnar Grímsson í stúkunni á Ísland-Rússland. Met féllu, sársaukar voru linaðir og hjörtu voru brotin. Svona var sumarið 1999. Viðmælendur: Magnús Orri Schram2021-07-162h 35DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1998LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH Allir og ömmur þeirra fóru í atvinnumennsku eftir tímabilið 1997 en íslenska þjóðin samdi við félagsfælin háhyrning til að fylla í það skarð. Knattspyrnufólk landsins flykktist af Astró þegar handboltamenn fóru að gera sig gildandi þar og færðu sig yfir á Skuggabarinn. Íslandsvinurinn Louis Saha og Nicolas Anelka léku listir sínar á Akranesi, við gerðum ekkert í Evrópu og tveir ástsælustu feðgar þjóðarinnar kíktu á íslenska grasvelli. Viðmælendur: Magnús Orri Schram, hluti af hinni mögnuðu B. Schram ætt og fyrsti framkvæmdastjóri KR-sport. Þórarinn Br2021-07-082h 25DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1997LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH.IS Árið 1997 kynntist Melanie Brown Fjölni Þorgeirssyni, Geir Sveinsson var með minnstu hendur íslenska handboltalandsliðsins og Skítamórall gerðu einhver farsælu félagsskipti í íslenskri tónlistarsögu. Utan þess var allt í báli brand upp á Akranesi og í Frostaskjólinu en Keflvíkingar og Eyjamenn lifðu í undralandi goðsagnar sem hafði snúið heim annars vegar og sérfræðings í landsbyggðarþjálfun hins vegar. Viðmælendur: Þorsteinn Þorvaldsson, fyrrum sparisjóðsstjóri á Ólafsfirði og maðurinn á bakvið ævintýri Leifturs í efstu deild. Valdimar Kristófer Sigurðsson, lengi vel markahæsti leikmaður2021-07-022h 31DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1996LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH.IS Árið 1996 hóf Séð&Heyrt göngu sína, Sigurjón Kjartansson x Baltasar Kormákur collabið byrjaði með sýningunni Áfram Latibær og tímamóta risaeðlusýning var haldin í Kolaportinu. Hilmir snéri heim upp á Skaga og gerði allt til þess að halda Íslandsmeistaratitlinum frá Mordor eftir 28 ár af sársauka hjá KR sem voru komnir með nýjan Sauron í brúnna. Hajrudin Cardaklija varði síðan klikkað mörg víti. Viðmælendur: Gunnlaugur Jónsson, annar hluti tvíeykisins Gulli&Geiri og hafsent af Skaganum. Hilmar Björnsson, umdei...2021-06-252h 17DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1995LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH.IS Skaginn átti ekki bara besta fótboltalið landsins heldur fannst þar líka elsta KitchenAid vél Evrópu. Valsmenn ætluðu að kaupa sér lyklana að árangri FH undanfarin ár á leikmannamarkaðnum. Landsbyggðin upplifði sitt mesta blómaskeið í íslenskri knattspyrnu en allt saman blikknaði þetta í samanburði við mannlega harmleikinn sem heimsmeistaramótið í handbolta á Íslandi var. Viðmælendur: Víðir Sigurðsson, einn stofnenda Draumaliðsdeildar DV, fyrstu íslensku fantasy deildarinnar, og einn af íþróttafréttamönnunum sem sniðgekk Olgu Færseth sem íþróttamann ársins árið 1994. Arnar Gunnlaugsson, len...2021-06-161h 51DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1994LENGJAN - DOMINO'S - THULE - BLUSH.IS SVIPTINGAR! Guðjón Þórðarson færir sig yfir í Vesturbæinn og reynir að taka allt Skagaliðið með sér. Hver var eini knattspyrnumaðurinn sem komst á lista yfir 25 bestu elskhuga landsins? Hvernig er hægt að vera yfirburðarleikmaður í deildinni 15 ára gamall? Fórum svo yfir ævarandi smánarblett íþróttafréttamanna vegna kjörs á íþróttamanni ársins fyrir árið 1994. Viðmælendur: Rúnar Kristinsson, mögulega besti leikmaður Íslandsmótsins sem aldrei varð Íslandsmeistari.2021-06-091h 48DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1993Lengjan - Domino's - Thule - Blush.is Hvernig fóru Skagamenn að því að gera enn betur þrátt fyrir að missa tvo af sínum bestu leikmönnum? Hverjir voru raunverulega bestu skemmtistaðir landsins? Hvernig fóru Rage Against The Machine að því að gera FH að toppliði? Hvernig gerist það að einu börnin í heiminum fædd á árunum 1983-1995 sem þekkja teiknimyndina Prinsessan og Durtarnir séu frá Íslandi? Farið yfir sumarið 1993 í íslenskum fótbolta, tíðarandinn krufinn og reynt að komast að því hvað virkilega var að eiga sér stað innan sem utan íslenskra knattspyrnuvalla. Viðmælendur: Guðjón...2021-06-021h 28DraumaliðiðDraumaliðiðSvona var sumarið 1992Lengjan - Domino's - Thule - Blush.is Pele á Egilsstöðum, óstöðvandi tvíburar í fullkomnu valdajafnvægi og hassneysla hjá menningarelítu Akureyrar. Farið yfir sumarið 1992 í íslenskum fótbolta, tíðarandinn krufinn og reynt að komast að því hvað virkilega var að eiga sér stað innan sem utan íslenskra knattspyrnuvalla. Viðmælendur í þættinum: Guðmundur Hreiðarsson, fyrrum landsliðsmarkvörður og professional hand model. Eysteinn Húni Hauksson, miðjumaður í liði Hattar sem setti Íslandsmet í því að halda hreinu árið 1992.2021-05-261h 36DraumaliðiðDraumaliðiðAuðunn BlöndalLENGJAN - R3 RÁÐGJÖF (www.r3.is) - DOMINO'S - TUBORG - WHITEFOX OG SKRUF FJARÞJÁLFUN.IS - SESSION CRAFT BAR - SUIT UP REYKJAVÍK Auðunn Blöndal ætlaði að verða atvinnumaður í fótbolta þangað til hann áttaði sig á því að hann nennti því ekki alveg. Alvöru Draumalið úr grasrótinni af landsbyggðinni.2021-03-1744 minDraumaliðiðDraumaliðiðArnar Sveinn GeirssonFyrrum unglingalandsliðsmaðurinn, Íslandsmeistarinn, forseti leikmannasamtakanna og pistlahöfundurinn Arnar Sveinn Geirsson gerði upp meistaraflokksferilinn sem hófst árið 2008 þegar Óskar Bjarni og Willum háðu hatramma deilu um örlög hans í íþróttum. Tveir klukkutímar af tandurhreinni íslensku.2021-03-092h 11DraumaliðiðDraumaliðiðBjarni JóhannssonLENGJAN - DOMINO'S - WHITE FOX OG SKRUF - FJARÞJÁLFUN.IS - TUBORG - SESSION CRAFT BAR - SUIT UP REYKJAVÍK Við Bjarni möluðum saman í tæplega 140 mínútur og náðum ekki einu sinni að fara yfir allt frá þjálfaraferlinum hans þegar hann valdi draumalið þeirra leikmanna sem hann hefur þjálfað á ferlinum. Þjálfaraferill sem spannar einhver 40 ár og lið frá öllum landshornum hjá sennilega leikjahæsta þjálfara Íslandsmótsins.2021-03-032h 16DraumaliðiðDraumaliðiðGunnar NielsenLengjan - Domino’s - White Fox og Skruf - Tuborg - Fjarþjálfun.is - Session Craft Bar - Suit Up Reykjavík Hálf íslenski Færeyingurinn geðþekki var í aðalliðshóp hjá Blackburn og spilaði með Manchester City. Draumalið eins og þið hafið aldrei heyrt það áður.2021-02-251h 36DraumaliðiðDraumaliðiðÞórður GuðjónssonEini Íslendingurinn sem hefur skorað í Premier League, La Liga og Bundesligunni. Deilir markametinu í efstu deild á Íslandi, er sá leikmaður sem hefur skorað í flestum leikjum í röð á Íslandi, var dýrasti leikmaður í sögu Las Palmas og er goðsögn hjá Genk. Þórður sagði frá því þegar nágranni hans Taribo West predikaði fyrir leikmannahóp Derby, hvað var í vatnsbrúsanum hans Giorgi Kinkladze hjá Derby, þegar Houllier reyndi að fá hann til Liverpool og þegar hann þurfti að skokka um í garðinum með Robert Jarni.2021-02-161h 34DraumaliðiðDraumaliðiðSteven LennonLengjan - Dominos - WhiteFox & Skruf - Tuborg - Fjarþjálfun.is - Session Craft Bar - SuitUp Reykjavík. Disputed record holder for most goals scored in a single season GpG. Undisputed record holder for most goals scored by a foreigner in Iceland’s top flight. Ég og Lennon fórum yfir tímann á Íslandi í bland við alvöruna og hörkuna hjá honum í Glasgow Rangers.2021-02-081h 18DraumaliðiðDraumaliðiðArnór SmárasonLengjan - Dominos - WhiteFox & Skruf - Tuborg - Fjarþjálfun.is - Session Craft Bar - SuitUp Reykjavík. Arnór Smárason var gulldrengur '88 kynslóðarinnar og fór 15 ára gamall einn síns liðs til Heerenveen og gerðist atvinnumaður í fótbolta. Hann var erlendis þangað til í janúar 2021 og því spannar atvinnumannaferillinn tæp 17 ár sem er einn lengsti samfelldi atvinnumannaferill Íslendings. Arnór varð bikarmeistari með Heerenveen árið 2009 þegar liðið vann sinn eina titil í sögu félagsins, varð síðar bikarmeistari með Esbjerg, féll með þremur liðum, sótti launin sín tveimur árum of seint í sk...2021-02-031h 38DraumaliðiðDraumaliðiðArnór GuðjohnsenLengjan - Dominos - WhiteFox & Skruf - Tuborg - Fjarþjálfun.is - Session Craft Bar - SuitUp Reykjavík. Arnór Guðjohnsen þarfnast nákvæmlega engrar kynningar. Liðið hans er stútfullt af landsliðsmönnum, Heims- og Evrópumeisturum, fyrrum leikmönnum Real Madrid og Inter Milan og gulldreng Heimsmeistaramótsins. Í liðið komast t.d ekki leikmenn sem fengu gullskóinn á HM eða aðrir HM sigurvegarar. Góða skemmtun.2021-01-261h 50DraumaliðiðDraumaliðiðAlmarr OrmarssonLengjan - Dominos - WhiteFox & Skruf - Tuborg - Fjarþjálfun.is - Session Craft Bar - SuitUp Reykjavík. Almarr Ormars var hluti af gullkynslóðinni og styrkti stöðu okkar í u21 umspilinu gegn Skotum 2011 með einum mesti bylmingi sem Laugardalsvöllurinn hefur séð. Sú leið sem hann fetaði í framhaldinu fellir hann þó í kjölfarið því miður í týnda gullkynslóðarflokkinn sem Draumaliðið hefur margoft farið yfir. Leiðin hans var svo sem ekki svo slæm enda hefur hann verið einn af betri miðjumönnum Pepsi Deildarinnar undanfarin ár, orðið bikarmeistari þrívegis, spilað með fjórum liðum í efstu deild og 2021-01-201h 32DraumaliðiðDraumaliðiðAron JóhannssonLengjan - Dominos - WhiteFox & Skruf - Tuborg - Fjarþjálfun.is - Session Craft Bar - SuitUp Reykjavík. The Kid from Mobile who dared to dream. Aron Jóhannsson hefur unnið hollensku bikarkeppnina, spilað í Evrópukeppnum, spilað í stórliði í Bundesligunni og er eini Íslendingurinn sem hefur unnið leik á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.2021-01-121h 50Steve DagskráSteve DagskráÍslensk félagaskipti, enski boltinn og Jói Skúli.Fer Lingard til Spurs? Eriksen til Villa? Jonathan Hendrickx fer til FH og John Dillermand bjargar börnunum.2021-01-051h 32DraumaliðiðDraumaliðiðVilhjálmur Hans VilhjálmssonVilhjálmur Hans Vilhjálmsson, VHV4, Villi Vill eða bara einfaldlega kóngurinn. Maðurinn sem hefur í áraraðir barist fyrir okkar virtustu mannréttindum á sér auðvitað knattspyrnuferil sem er litaður af frábærum sögum og góðri stemningu. Villi er Frammari og Köttari sem einnig lék með Víkingi Reykjavík og Hvöt á Blönduósi en vegna tímaeklu og skitu gleymdist algjörlega að ræða þann kafla og eru allir Blönduósingar (þó sérstaklega Pétur í Sörlaskjóli, Kristján Óli Sigurðsson og Sigvaldi Fannar Jónsson)beðnir innilegrar afsökunar á þ...2020-11-061h 12DraumaliðiðDraumaliðiðÞorvaldur ÖrlygssonÞorvaldur Örlygsson á sennilega ein vanmetnustu félagsskipti síðari ára þegar KA seldi hann til þáverandi stórliðs Nottingham Forrest á Englandi. Hann varð fjórði Íslendingurinn til að skora þrennu fyrir landsliðið, fyrsti Íslendingurinn til að skora í Premier League, hefur sápað bakið á Brian Clough og átti þátt í því að Sir Alex Ferguson fékk ekki reisupassann frá Manchester United.2020-10-281h 38DraumaliðiðDraumaliðiðLuca Lúkas KosticATH - Hljóðið er í brasi fyrstu 19 mínúturnar en verður fullkomið eftir það. Afsakið þetta. Luca Kostic mætti til landsins í mars 1989 og skrifaði undir hjá Þór Akureyri eftir 10 ára veru í efstu deild í Júgóslavíu. Síðan þá hefur hann unnið ótrúlegt starf fyrir íslenska knattspyrnu sem leikurmaður, þjálfari og í hæfileikamótun á ungum leikmönnum. Milli þess sem hann sagði frá Draumaliðinu sínu var ýmsum steinum veltum í tengslum við gullkynslóð íslenska landsliðsins sem Luca gaf mörgum hverjum sín fyrstu tækifæri í íslenska landsliðsbúningnum og snert á öðrum leikmönnum sem hefðu átt að meika þ...2020-10-211h 42DraumaliðiðDraumaliðiðFjalar ÞorgeirssonÞað eru fáir sem hafa spilað með jafn mörgum félögum úr Reykjavík í efstu deild eins og Fjalar Þorgeirsson. Hann er Þróttari að upplagi en spilaði auk þess með Fram, Fylki, KR og Val. Um aldamótin var hann varamarkmaður íslenska landsliðsins sem var hæsta mögulega staða sem aðrir markmenn en Árni Gautur Arason gátu hugsað sér en á árunum sem fylgdi var hann alltaf trúr sínu uppeldisfélagi og landsliðsþjálfararnir lítið að horfa til botnbaráttunnar í efstu deild eða íslensku b deildarinnar en okkar maður var þó...2020-10-151h 26DraumaliðiðDraumaliðiðHelgi Valur DaníelssonHelgi Valur Daníelsson er fæddur í Uppsala, ólst upp á Selfossi en mætti sprækur í Lautina 12 ára gamall hvar hann er auðvitað goðsögn. Helgi fór ungur að árum til Peterborough United þar sem hann lærði að drekka og spila fótbolta en kom aftur heim endanlega 22 ára og spilaði með Fylki í þrjú ár áður en hann hélt aftur í atvinnumennsku sem stóð svo yfir í tæp 10 ár í Svíþjóð, Þýskalandi, Portúgal og Danmörku. Helgi Valur er um margt ólíkur steríótýpunni af fótboltamanni og hann gerði upp ferilinn í hreinskilnu, einlægu en fyrst og síðas...2020-10-071h 39DraumaliðiðDraumaliðiðDavíð Þór ViðarssonÞað má færa sterk rök fyrir því að Davíð Þór Viðarsson sé besti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi. Hann kom 17 ára gamall með FH upp í efstu deild og hefur verið fastamaður og fyrirliði í liðinu síðan þá ef frá eru talin tvö þriggja ára stopp í atvinnumennsku. Hann varð einu sinni bikarmeistari og 8 sinnum Íslandsmeistari og náði því magnaða afreki að pirra hvern einasta andstæðing FH hvort sem var inn á vellinum eða uppi í stúku. Sennilega skilgreiningin á mest óþolandi mótherja sem nokkur leikmaður gat mætt en frábær náungi fyrir FH og einnig aðra eftir að hann lauk ferli2020-10-011h 51DraumaliðiðDraumaliðiðBjarni GuðjónssonBjarni Guðjóns er einn af þremur bestu miðjumönnum efstu deildar síðastliðin 15 ár. Á undan því var Bjarni atvinnumaður í Englandi, Þýskalandi og Belgíu, var góðvinur Temuri Ketsbaia sem gekk eftirminnilega berserksgang á St. James's Park, æfði með háöldruðum Taribo West og kynntist Vahid Hashemian í Bochum sem hefur ekki riðið neitt sérstaklega feitum hesti í Draumaliðinu hingað til. Bjarni er Skagamaður sem er einhvern veginn orðinn KRingur. Bjarni elskaði að spila með Mihajlo Biebercic sem kann segir mikla tilfinningaveru sem elskar að skora mörk en Bjarni er fyrst og fremst bara legend og stillt...2020-09-241h 11DraumaliðiðDraumaliðiðGunnar OddssonEf Gunnar Oddsson væri bandarískur íþróttamaður myndi hann bera gælunafnið Iron Man. Frá júlí 1990 til ágúst 2000 spilaði Gunnar alla deildarleiki sem í boði voru í efstu deild á Íslandi, 186 leiki talsins, en hann varð síðar leikjahæsti leikmaður efstu deildar frá upphafi og er í dag í þriðja sæti á þeim lista. Hann er goðsögn í Keflavík og vel metinn hjá KR og Ólafsfirði en fyrst og síðast er hann einn albesti leikmaður sem efsta deild á Íslandi hefur séð en þess til vitnis má nefna að geitin úr röðum blaðamanna og höfundur íslenskrar knattspyrn...2020-09-171h 16DraumaliðiðDraumaliðiðGunnar Heiðar ÞorvaldssonGunnar Heiðar Þorvaldsson er ekkert eðlilega skemmtilegur FyrirgosEyjamaður sem á virkilega vanmetinn feril að baki. Hann vann bæði gull- og silfurskó í Allsvenskunni, spilaði í Bundesligunni, á kvarthundrað landsleiki og færði Eyjamönnum sinn fyrsta bikar í tæp 20 ár þegar hann sneri aftur heim úr atvinnumennsku. Frábært Draumalið sem The Gun setti saman úr miklum fagmönnum, þrír Champions League finalists, einn merkilegasti karakter knattspyrnusögunnar og margir hæfileikaríkir skildir útundan.2020-09-102h 05DraumaliðiðDraumaliðiðGary MartinGary John Martin er án nokkurs vafa mest ræddi leikmaður síðasta áratugs í efstu deild á Íslandi. Drengurinn frá Darlington hefur spilað með 5 félögum á Íslandi og einnig spilað í Englandi, Danmörku, Ungverjalandi, Noregi og Belgíu. Hann mætti í Draumaliðið og gaf okkur sitt teik á íslenska boltanum sem hann hefur gríðarlega gaman af, fór yfir erfiðustu andstæðingana, bestu leikina og valdi auðvitað Draumaliðið sitt.2020-09-021h 23DraumaliðiðDraumaliðiðAtli JóhannssonAtli Jóhannsson er Eyjamaður sem spilaði einnig með KR og er goðsögn í Stjörnunni. Atli spilað í 15 ár á Íslandi, allt í efstu deild og var einn yngsti leikmaðurinn til að ná þeim áfanga að spila 200 leiki í efstu deild. Hann lagði skóna 33 ára gamall á hilluna vegna meiðsla en hafði fram að þeim tíma afrekað hluti sem aðra leikmenn getur aðeins dreymt um eins og að dekka Mateo Kovacic, fara taplaus í gegnum heilt tímabil og að æfa með Jóni Kára Eldon.2020-06-241h 40DraumaliðiðDraumaliðiðIndriði SigurðssonEftir að hafa jafnað sig á því áfali að vera rekinn úr KR í 7. flokki lék Indriði Sigurðsson 65 landsleiki fyrir íslenska landsliðið og var í 15 ár í atvinnumennsku í Noregi og Belgíu. Hann var orðaður við Manchester United og fór á trial til Liverpool og PSV áður en hann skrifaði undir hjá Lilleström í Noregi eftir að hafa 17 ára gamall spilað ágætis hlutverk í frægu Íslandsmeistaraliði KR og átti síðar eftir að spila með belgíska stórliðinu Racing Genk, undir stjórn King Henning Berg hjá Lyn og að lokum í 6 ár í Íslendinganýlendunni Viking frá Stavanger en í millitíðinni missti h...2020-06-151h 30DraumaliðiðDraumaliðiðBjarni Þór ViðarssonBjarni Þór Viðarsson sat á bekknum í Premier League og var í fjögur ár hjá Everton áður en hann var á mála hjá Twente í Hollandi, liði sem varð Hollandsmeistari eftir að Bjarni hafði sett mark sitt á liðið og yfirgefið klúbbinn. Frá Hollandi tók Bjarni stökkið yfir í efstu deild Belgíu þar sem hann mætti tilvonandi leikmönnum belgísku gullkynslóðarinnar hverja helgi áður en hann kláraði ferilinn með danska smiðnum, Henrik "Tømrer" Pedersen, páfuglinum sjálfum frá Bolton Wanderes, í slöku liði Silkeborg í Danmörku. Bjarni á auk þess einhverja 60 leiki fyrir yngri landslið Íslands þ...2020-06-081h 48DraumaliðiðDraumaliðiðKristinn TómassonKristinn Tómasson er markahæsti leikmaður Fylkis á Íslandsmóti en fyrsta markið skoraði hann einungis 17 gamall, algjörlega lygilegt mark í anda Dennis Bergkamp sem reyndist sigurmark Fylkis gegn FH og hrifsaði Íslandsmeistaratitilinn úr höndum FHinga. Árin á eftir raðaði Kristinn inn mörkunum og hélt alltaf tryggð við uppeldisklúbb sinn. Því er um að ræða enn eitt draumaliðið frá á a one club legend (mínus eitt season í Fram undir restina)og því kjörin hlustun fyrir alla Fylkismenn. Allez Oranje!2020-06-021h 41Steve DagskráSteve Dagskráx Jói SkúliPuma lekinn. Pétur snýr heim og Fiskifléttan.2020-05-2757 minDraumaliðiðDraumaliðiðSteve Andri Geir Gunnarsson DagskráAndri Geir Gunnarsson, annar af þáttastjórnendum Steve Dagskrá, veit allt um takkaskó auk þess að vera einn af dáðustu sonum ÍH. Hann hefur upplifað tímana tvenna, enda af týndu gullkynslóðinni auk þess sem hann söðlaði um á yngri árum og skipti úr uppeldisfélagi sínu Haukum yfir í stjörnumprýtt lið Breiðabliks í 3. flokki. Andri fór yfir bestu samherja sína, gleðistundirnar og sorgirnar, í almennu luppgjöri sínu við fótboltann og lífið hjá Draumaliðinu.2020-05-251h 11DraumaliðiðDraumaliðiðKári ÁrnasonKári Árnason teikaði gullkynslóðina tæplega þrítugur eftir slitróttan landsliðsferil og hefur átt stóran þátt í mesta blómaskeiði íslenska landsliðsins. Kári hefur þess utan átt virkilega skemmtilegan feril í atvinnumennsku þar sem hann hefur spilað í Skandinavíu, Skotlandi, ensku neðri deildunum, Kýpur og Tyrklandi. Kári er fullkominn viðmælandi fyrir Draumaliðið, einstaklega skemmtilegur og hreinskilinn og Draumaliðið hans var eftir því.2020-05-181h 36DraumaliðiðDraumaliðiðLogi ÓlafssonLogi Ólafsson er einn af örfáum þjálfurum á Íslandi sem hefur orðið Íslandsmeistari með karlalið og kvennalið ásamt því að hafa þjálfað íslenska A landslið karla og kvenna. Logi er auðvitað einn fyndnasti maður landsins og sagði mér ekkert eðlilega fyndnar sögur í tæplega tvo klukkutíma frá þjálfaraferlinum og hann valdi byrjunarlið af bestu leikmönnum sem hann þjálfaði frá ferlinum, sitt Draumalið.2020-05-111h 52DraumaliðiðDraumaliðiðPrince Matilda Rajcomar - Dreamteam specialPrince Rajcomar kom til landsins í byrjun árs 2007, 21 árs unglingalandsliðsmaður frá Hollandi, og lék með Breiðablik í tvö ár áður en KR fékk hann til sín þar sem hann var hluti af The Quintet of Quality sóknarlínu KRinga sumarið 2009 áður en hann fór til ungverska efstu deildar liðsins Zalaegersegi (stafsetning pending). Eftir Prinsinn liggja ótrúlegar sögur eins og aðdáendur Draumaliðsins hafa heyrt í þáttunum en hvaða leikmenn heilluðu hann mest á Íslandi? Í sérstökum Draumaliðs special þætti hringdum við í Prince Rajcomar og fengum að heyra Draumalið hans frá þessum þremur tímabilum á Í2020-05-0835 minDraumaliðiðDraumaliðiðGunnar Örn JónssonGunnar Örn Jónsson er Fjölnismaður sem vann alla titla sem í boði voru áður en hann skipti yfir í yngri flokka Breiðabliks og skaraði fram úr undir styrkri leiðsögn Salih Heimis Porca. Þaðan elti hann peninga og frægð hjá KR og var hluti af The Quintet of Quality eins og gárungar kölluðu 5 manna sóknarlínu KR árið 2009. Hann spilaði A-landsleik og varð Íslandsmeistari árið 2011 en færði sig þá yfir til Stjörnunnar og síðar Fylkis en lagði skóna óvænt á hilluna árið 2014, aðeins 29 ára gamall.2020-05-0459 minDraumaliðiðDraumaliðiðGuðmundur TorfasonGuðmundur Torfason deilir markametinu í efstu deild, spilaði í tæpan áratug sem atvinnumaður í Evrópu og er meðal annars goðsögn hjá St. Mirren eftir að hafa lagt grunninn að einum stærsta sigri félagsins síðustu ár þegar liðið lagði stórlið Glasgow Celtic 0-3 á útivelli. Hér heima var Gummi hluti af því stórveldi sem Fram byggði á 9. áratugnum og varð Íslandsmeistari 1986 og bikarmeistari 1979, 1980 og 1985.2020-04-271h 35DraumaliðiðDraumaliðiðHermann HreiðarssonHermann Hreiðarsson er 8. leikjahæsti erlendi útileikmaður Premier League frá upphafi og þrátt fyrir að hafa fallið með nánast hverju einasta liði sem hann spilaði með er hann goðsögn á nánast öllum stöðum. Hann er eini íslenski leikmaðurinn til að sigra elstu og virtustu bikarkeppni í heimi og elskar ekkert meira en að taka góða Elvis eftirhermu, láta leikmenn heyra það og lemja Auðunn Blöndal.2020-04-231h 15DraumaliðiðDraumaliðiðIngólfur Veðurguð ÞórarinssonIngó var á sínum tíma gríðarlega efnilegur unglingalandsliðsmaður áður en hann varð einn farsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar. Ingó var í yngri landsliðum með stjörnum á borð við Kjartani Henry og Ragga Sig en endaði knattspyrnuferil sinn sem markmaður og spilandi þjálfari hjá fallliði Hamars í Hveragerði. Í millitíðinni fór hann í gegnum mesta blómaskeið í sögu uppeldisfélags síns á Selfossi ásamt goðsagnakenndum leikmönnum sem rætt var um í þættinum og Draumalið Ingó valið.2020-04-011h 27DraumaliðiðDraumaliðiðHalldór Smári SigurðssonHalldór Smári Sigurðsson var langt frá því að vera besti leikmaðurinn í yngri flokkum Víkings og að eigin sögn lagði hann ekkert endilega inn the extra work, hann bara var þarna og mætti á æfingar. Í dag er hann 32 ára og ef allt er eðlilegt verður hann leikjahæsti leikmaður i sögu Víkings í sumar eða næsta sumar. Halli er stórskemmtilegur maður og sagði okkur frábærar sögur frá misgóðum tímum enda hefur það kostað blóð, svita og tár að vera Víkingur síðastliðinn ár en hann var heldur b...2020-03-251h 11DraumaliðiðDraumaliðiðJón Kári EldonJón Kári Eldon er farsæll grafískur hönnuður sem heldur úti skemmtilegum twitter reikningi í eigin nafni en er fyrst og síðast hluti af týndu gullkynslóð íslenskra knattspyrnumanna sem hafa staðið í skugganum af hinni raunverulegu gullkynslóð sem hefur leitt þjóðina á EM og HM. Jón Kári er einn af mönnunum á bakvið eitt ótrúlegasta ævintýri í sögu íslenskrar knattspyrnu þegar hann fór með firmaliði sínu KV alla leið upp í næstefstu deild á Íslandi. Jón Kári er grasrótin, Jón Kári er ég og þú, sál fótboltans er í húfi.2020-03-181h 15DraumaliðiðDraumaliðiðKristján Óli SigurðssonKristján Óli Sigurðsson, Blönduósartryllirinn, kom í bæinn til að stunda nám í Verzlunarskólanum haustið 1996 og endaði sem verslunarprófshafi og stúdent frá MK og leikmaður í meistaraflokki Breiðabliks. Stjáni hefur þess utan spilað í hinum ýmsu bæjarfélögum út á landi, þ.e. heimahögunum á Blönduósi, Selfossi, Sandgerði og Ólafsvík, og hefur marga fjöruna sopið í boltanum. Stjáni er líka bara meistari og auðvitað Höfðinginn!2020-03-111h 17DraumaliðiðDraumaliðiðSalih Heimir PorcaSalih Heimir Porca lenti á Íslandi 4. febrúar 1990 og hefur lifað í sátt og samlyndi við íslensku þjóðina frá þeim degi, ef undan eru skilin einhver atvik frá knattspyrnuvellinum. Hann spilaði með Selfossi, Val, Fylki, KR og Breiðablik hér á landi og var einn albesti leikmaður deildarinnar á 10. áratugnum en hann varð bikarmeistari með Val árið 1992 og tvívegis með KR, 1994 og 1995.2020-03-041h 21DraumaliðiðDraumaliðiðBrynjar Björn GunnarssonBrynjar Björn Gunnarsson spilaði frá 1999 til 2013 á Englandi og vann sig upp úr League 1 í Premier League á þeim tíma. Hann spilaði með Stoke City, Nottingham Forest, Watford og Reading á þessu tímabili ásamt því að spila 71 landsleik fyrir Ísland. Þátturinn er í boði Lengjunnar og Session Craft Bar og einnig í samstarfi með ÓK Bón, SuitUp og BYKO2020-02-261h 13DraumaliðiðDraumaliðiðGuðmann ÞórissonGuðmann Þórisson, eða Tuðmann eins og þjóðin kallar hann oft, var auðmýktin uppmáluð og lét tuðið eiga sig þegar hann mætti í Draumaliðið. Hann rúllaði yfir Draumaliðið sitt í þættinum og lagði ríka áherslu á að liðspartýin yrðu að vera góð þegar liðið myndi taka móralskan saman. Fórum líka yfir tíma hans í atvinnumennsku, af hverju hann hefur tekið FH framyfir Breiðablik tvívegis og tímana með Hjörvari og Höfðingjanum í Breiðablik 2005. PSA - það þarf mögulega eitthvað að skrúfa upp í hljóðinu í tækjunum s2020-02-191h 05DraumaliðiðDraumaliðiðGuðmundur BenediktssonGummi Ben er goðsögn hjá allri íslensku þjóðinni hvort sem er sem lýsari eða knattspyrnumaður. Hann var talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu á sínum tíma en varð að láta sér nægja að vera bara bestur á Íslandi en ekki bestur í heimi. Gummi spilaði með allflestum af bestu leikmönnum landsins og því var vandasamt verk að velja en hann mætti í stúdíóið með rifna blaðsíðu úr stílabók sem innihélt 67 nöfn. Góða skemmtun, allt saman í boði Session Craft Bar og Lengjunnar2020-02-122h 01DraumaliðiðDraumaliðiðArnar Bergmann GunnlaugssonArnar Gunnlaugsson er heitasti þjálfari landsins í dag og ég ætla rétt að vona að flestir viti að um það leyti sem hann skrifaði undir tilvonandi Hollandsmeistaraliði Feyenoord var hann talinn einn efnilegasti leikmaður Evrópu. Arnar spilaði með Feyenoord, Sochaux, Nurnberg, Bolton, Leicester, Stoke og Dundee á atvinnumannaferlinum en á Íslandi spilaði hann með nánast öllum liðum landsins og lék við góðan orðstír til tæplega fertugs.2020-02-051h 16DraumaliðiðDraumaliðiðJón Ragnar JónssonJón Ragnar Jónsson er miklu meira en bara tónlistarmaður. Hann á tæpa 100 leiki í efstu deild og náði með miklum dugnaði að sanna fyrir áhugamönnum um íslenskan fótbolta að hann væri töluvert meira en bara einhver klappstýra og dr. pepper á hliðarlínunni hjá FH. Jón sagði okkur góðar sögur úr klefanum frá tíma í sínum í FH og gerði upp Draumaliðið sitt í stórkostlegu spjalli. Draumaliðið er í boði Session Craft Bar, langbesta pub bæjarins á Bankastræti 14, og Lengjunnar, íslenskt já takk. Iðnaðarmaður liðsins í boði BYKO var að sjá...2020-01-291h 25DraumaliðiðDraumaliðiðMikael NikulássonMikael Nikulásson er einn skemmtilegasti maður landsins og hann sveik ekki Draumaliðið þegar hann setti saman byrjunarlið skipað af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með á ferlinum. Stútfullur þáttum af alvöru sögum úr ástríðunni í neðri deildunum sem og mjög frambærilegum yngri flokki í Vesturbænum, allt saman á tandurhreinni íslensku eins og Mike er einum lagið. Ef menn hlusta á einhvern þátt í þessu podcasti þá er það þessi.2019-10-311h 12DraumaliðiðDraumaliðiðJóhannes Karl GuðjónssonJóhannes Karl Guðjónsson Aka Joey Gudjonsson átti frábæran feril sem atvinnumaður í Belgíu, Hollandi, Spáni og Englandi og spilaði undir mörgum heimsfrægum knattspyrnustjórum og öðrum mögnuðum karakterum. Hann gerði upp ferilinn og valdi bestu leikmenn sem hann spilaði með.2019-10-2352 minDraumaliðiðDraumaliðiðDaníel LaxdalBeinskeytt, to the point og no nonsense. Það er þannig sem Daníel Laxdal rúllar inná vellinum og það var uppleggið hans sömuleiðis þegar hann mætti í Draumaliðið og valdi sitt draumalið skipað bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með. Besta byrjunarlið Stjörnunnar síðustu 15 árin.2019-10-1034 minDraumaliðiðDraumaliðiðSigurbjörn Örn HreiðarssonSigurbjörn Hreiðarsson er sennilega ein mesta goðsögn í sögu Knattspyrnufélagsins Vals enda spilaði hann með liðinu í 19 ár og var fyrirliði bróðurpart þess tíma. Þrátt fyrir gylliboð annarra og miklu betri liða á erfiðum árum hélt hann alltaf tryggð við klúbbinn og var verðlaunaður vel á árunum 2005 til snemmsumars 2008 þegar Valur unnu flestöll mót sem í boði voru hvort sem var á veturna, vorin, sumrin eða haustin. Bjössi gerði upp 19 ára rússibanareið sem leikmaður á Hlíðarenda og stillti upp frábæru Draumaliði og sett met í shoutouti á leikmön2019-10-021h 10DraumaliðiðDraumaliðiðGunnlaugur JónssonGunnlaugur Jónsson kom ungur inn í gullaldarlið Skagans um miðjan 10. áratuginn og náði í skottið á þeirri ótrúlegu velgengni sem þar varði en gerði þetta síðan allt saman sjálfur sem fyrirliði Íslandsmeistara ÍA árið 2001 eftir ótrúlegan leik í lokaumferð. Gulli söðlaði einnig um á gamalsaldri og fór yfir til KR þar sem hann var strax gerður að fyrirliða en stemningin var súr í KR á þessum tíma og lítið um velgengni ef undan er þó skilinn bikarmeistartitill á hans síðasta tímabili. Mitt allra besta fólk á Akranesi einfaldlega verður að hlusta á þetta, helst koma þessu fyrir á sögusaf...2019-09-261h 15DraumaliðiðDraumaliðiðEmil HallfreðssonEmil Hallfreðsson á tæpa 150 leiki í Serie A, 70 landsleiki og hefur spilað með mörgum frábærum og athyglisverðum leikmönnum. Í rúmlega 70 mínútna spjalli fórum við yfir það helsta sem hefur drifið á daga hans á ferlinum og fórum yfir margar af þeim ótrúlegu kempum sem hann hefur deilt búningsklefa með á ferli sem spannar FH, Tottenham, Malmö, Lyn, Reggina, Barnsley, Hellas Verona, Udinese og Frosinone. Draumaliðið er sem fyrr í boði okkar manna í BYKO.2019-09-201h 12DraumaliðiðDraumaliðiðÓlafur Ingi SkúlasonÁrið 1993 varð Ólafur Ingi Skúlason markahæsti leikmaður Shellmótsins með 12 mörk en það er lægsti markafjöldi sem leikmaður hefur komist upp með í átt að gullskó á mótinu. Þetta varð því miður hápunktur Ólafs í markaskorun en þrátt fyrir það á hann virkilega vanmetinn feril í atvinnumennsku sem spannar 5 lönd í Evrópu (og Asíu landfræðilega séð) þar sem hann spilaði m.a. tvívegis í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með frábærum leikmönnum ásamt því að vera fastamaður í íslenska landsliðshópnum.2019-09-121h 32DraumaliðiðDraumaliðiðAtli Viðar BjörnssonAtli Viðar Björnsson er markahæsti leikmaður í sögu FH í efstu deild og sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk fyrir eitt og sama félagið. Hann er geggjaður pundit, var stórkostlegur striker en umfram allt þvílíkur toppmaður. Nútímasaga FH í máli og engum myndum en ferill Atla í Hafnafirði spannar 17 ár, sem er einmitt hans gamla treyjunúmer. Að sjálfsögðu var valinn iðnaðarmaður liðsins í boði okkar besta styrktaraðila og vina í BYKO eins og vanalega. Draumaliðið er framleitt í samstarfi við BYKO og Viftuna.2019-09-051h 02DraumaliðiðDraumaliðiðHjörvar HafliðasonBesta Dengsa eftirherma landsins, Dr. Football, Hjörvar Hafliðason, mætti og fór yfir knattspyrnuferil sinn í rúmlega klukkutímaspjalli í boði Viftunnar og Byko, þá sérstaklega skrúfudeildar Byko út á Granda. Saga Hjörvars í boltanum með HK, Val og Breiðablik ásamt stuttum ævintýraferðum til Karlsruher og Stoke City hefur sjaldan litið dagsins ljós en hann var á sínum tíma einn efnilegasti markmaður landsins.2019-08-291h 07DraumaliðiðDraumaliðiðGuðni BergssonEinn besti leikmaður Íslands fyrr og síðar, Guðni Bergsson, samþykkti ferðatilhögun Draumaliðsins og mætti í þáttinn og opnaði sig um bestu leikmenn sem hann hefur spilað með. Draumaliðið er í boði BYKO, sérstaklega BYKO út á Granda sem hefur aldrei brugðist liðsmönnum Draumaliðsins.2019-08-2146 minDraumaliðiðDraumaliðiðSólmundur Hólm SólmundarsonSaga Hólmarans í knattspyrnunni er saga brostinna drauma en einnig saga upprisu. Sóli sagði okkur frá áföllum sem hann lenti í snemma á ferlinum og hvernig hann reif sig upp í það að verða einn afkastamesti spilandi þjálfari í sögu árgangamóts Þróttar.2019-07-1652 minDraumaliðiðDraumaliðiðSigurvin ÓlafssonSigurvin Ólafsson varð Íslandsmeistari 5 sinnum, einu sinni bikarmeistari og fór tvisvar upp úr 2. deildinni á mögnuðum ferli. Hann valdi Draumaliðið sitt sem að var mikill hausverkur eftir veru hjá m.a. gullaldarliðum ÍBV, KR og FH.2019-07-121h 10DraumaliðiðDraumaliðiðHallbera Guðný GísladóttirHallbera Guðný Gísladóttir, vinstri bakvörður Vals og íslenska landsliðsins og spekingur Pepsi Max markanna, kíkti til mín og fór yfir bestu leikmenn sem hún hefur spilað með á ferlinum.2019-07-0341 minDraumaliðiðDraumaliðiðGuðmundur Steinn HafsteinssonGuðmundur Steinn Hafsteinsson, eiginlega ekki Gummi og því síður Steinn, mætti til okkar og gerði upp skemmtilegan feril sinn með vali á draumaliði frá tíma sínum með Val, Víkingi Ólafsvík, Fram, Notodden, ÍBV og Stjörnunni.2019-06-2653 minDraumaliðiðDraumaliðiðGunnleifur Vignir GunnleifssonFyrrum andlit Nike í Keflavík og Innri-Njarðvík, Gunnleifur Vignir Gunnleifsson, mætti og stillti upp draumaliði sínu eftir 25 ár af meistaraflokksfótbolta.2019-06-1845 minDraumaliðiðDraumaliðiðAlbert Brynjar IngasonFyrrum Íslands- og Inkassomeistarinn Albert Brynjar Ingason mætti og stillti upp fyrir okkur strangheiðarlegu 4-3-3 leikkerfi skipað af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með á ferlinum.2019-06-1259 minDraumaliðiðDraumaliðiðArnþór Ingi KristinssonÞegar Draumaliðið var ennþá bara ómótuð hugmynd að þeim þætti sem hann er í dag og átti að heita eitthvað allt annað fékk ég góðvin minn Arnþór Inga Kristinsson miðjumann KR til þess að koma í prufuþátt og sjá hvort við værum með eitthvað í höndunum. Útkoman varð hrá útgáfa af því hlaðvarpi sem þjóðin hefur fengið í hendurnar á síðustu vikum. Saga Arnþórs í boltanum er saga átaka og ástríðu en fyrst og fremst mikillar seiglu og lífsvilja og því væri sorglegt að leyfa fólki ekki að heyra magnaðar sögur frá Grýluvellinum í Hveragerði, dirty trickum...2019-06-071h 01DraumaliðiðDraumaliðiðBirkir Már SævarssonNæstlandsleikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins og hægri bakvörður neðsta liðs Pepsi deildarinnar valdi draumaliðið sitt.2019-06-0544 minDraumaliðiðDraumaliðiðSkúli Jón FriðgeirssonBesti vinur Frikka Dórs og leikmaður KR, Skúli Jón Friðgeirsson, mætti í Draumaliðið og stillti upp byrjunarliði skipuðu af bestu leikmönnum sem hann hefur spilað með.2019-05-2857 min