podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Kata Vignis
Shows
Farðu úr bænum
#29 Berglind Festival - Núna er maður bara æði
Berglind Festival alheims drottning kíkti til mín í spjall og mikið var það ógeðslega gaman. Hún sagði mér m.a. frá hinum ýmsu ævintýrum lífs hennar eins og fyrsta viðtalinu hennar með RÚV mækinn, 70 ára manninum í Breiðholti sem sendir henni reglulega hatursskilaboð og því að hún elski að ferðast ein. Við ræddum einnig hvernig líkamsímynd Berglindar hefur breyst í gegnum tíðina og hvort að það hafi verið einhver sérstök pæling á bakvið karakterinn hennar á RÚV. Berglind er náttúrulega one of a kind snillingur sem er einstaklega gaman...
2021-12-21
51 min
Farðu úr bænum
#28 Eva Laufey Kjaran - Þú hefur engu að tapa
Eva Laufey Kjaran dagskrágerðarkona, baksturs drottning og samfélagsmiðlastjarna kíkti til mín í spjall. Það er mikil ró og öryggi sem umlykur Evu þegar að hún sest niður á móti mér en það er eitthvað sem hún hefur unnið í að auka síðustu ár og greinilega tekist vel til. Hún sagði mér frá skemmtilegum “passive aggressive” skilaboðum og símtölum sem hún fær reglulega varðandi baksturinn og hvernig hún lærði að setja mörk. Ef að Evu langar í eitthvað þá fer hún eftir því og kýlir á hlutina, en það er hugsunar...
2021-12-14
47 min
Farðu úr bænum
#27 Matthías Már - Borðaði kjötbollur í öll mál
Matthías Már Magnússon tónlistarstjóri Rásar 2 bauð mér í kaffi til sín upp á Rúv þar sem að við settumst niður í stúdíói og tókum gott spjall. Hann sagði mér frá því hvernig námsmaður hann var og hvernig skólakerfið hentaði honum alls ekki. Samt sem áður þá tókst honum að næla sér í Meistaragráðu án þess að hafa tekið stúdentspróf eða BA gráðu. Matti var sendur í sveit til að vinna fyrst 6 ára gamall og sagði mér frá tímanum sínum þar og hvernig eitt sumarið borðaði ha...
2021-11-30
58 min
Farðu úr bænum
#26 María Hrund - Elti mitt eigið hugrekki
María Hrund Marinósdóttir eigandi umboðsskrifstofunnar Móðurskipið kíkti í kaffi til mín og sagði mér frá því hvernig það er að starfa sem umboðsmaður á Íslandi. Við ræddum hinar ýmsu hliðar bransans og hvernig það væri að hætta í góðri vinnu með launaöryggi og stofna sitt eigið fyrirtæki. María er með háskólagráðu í stjórnmálafræði en er ekki viss um hvort að hún hefði farið þá leið í dag því hún vann sem markaðsstjóri fyrirtækja í 20 ár og núna sem umboðsmaður. María sagði mér frá ýmsum gildum sem hún...
2021-11-23
47 min
Farðu úr bænum
#25 Þórhallur Gunnarsson - Barnið sem breytti lífi mínu
Þórhallur Gunnarsson framkvæmdastjóri fjölmiðla Stöðvar 2 og Vodafone kíkti til mín í spjall og sagði mér frá hinum ýmsu ævintýrum sem hann hefur lent í á sínum magnaða ferli. Við ræddum um það hvernig hann fór frá því að vera leikari yfir í að vinna í fjölmiðlum, hvernig hann hugsar allt sem að hann tekur að sér til tveggja ára og einnig allskonar óvenjulegar samningaviðræður sem hann hefur átt á lífsleiðinni. Þórhallur sagði mér líka frá eineltinu sem hann lenti í sem barn og hvernig það hafði áhrif á manneskjuna sem hann er í...
2021-11-16
53 min
Farðu úr bænum
#24 Villi Vandræðaskáld - Drottinn minn leikhússalurinn
Vilhjálmur B. Bragason betur þekktur sem Villi Vandræðaskáld, leikari og tónlistarmaður, kíkti í spjall til mín á Akureyri. Við fórum í gegnum hans fjölbreytta feril með stoppum hér og þar, leiklist, tónlist, handritsskrif, London og margt fleira kom þar við sögu. Hann sagði mér frá menntaskólaárum sínum þar sem hann naut þess að vera aðeins öðruvísi en flestir sem hann gerði til dæmis með því að mæta í frakka og með skjalatösku í skólann. Villi er einstaklega fyndinn og það er algjör lífsins lukka að fá að hlusta á hann se...
2021-10-20
50 min
Farðu úr bænum
#23 Berglind Alda - Lærði að vera drullu sama
Berglind Alda er annar höfundanna og einn aðalleikaranna söngleiksins Hlið við Hlið sem hefur notið gríðarlegra vinsælda nú í haust í Gamla bíói. Við ræddum leiklistina, lhí og hvernig maður þarf bara að gera hlutina sjálfur til að komast áfram. Hún sagði mér einnig frá því þegar að hún missti pabba sinn fyrr á þessu ári og hvernig það hafði áhrif á hana. Berglind er virkilega fyndin og sniðug kona sem gaman er að spjalla við, njótið. IG: @berglindalda & @katavignis
2021-10-13
45 min
Farðu úr bænum
#22 Ástrós Guðjóns - Dansari
Ástrós Guðjónsdóttir kíkti til mín í spjall og við töluðum um ferilinn hennar sem dansari, danshöfundur og danskennari. Ástrós er einn af þremur dönsurum Hatara og var að opna dansskóla á Selfossi. Hún sagði mér m.a. frá því þegar að hún ákvað að taka sér pásu frá LHÍ til að fara í dáleiðslu og vinna í því að meðhöndla kvíðann sinn sem tengdist því töluvert að ætla að tileinka lífi sínu atvinnumennsku í dansi. Ástrós talaði líka um að við erum orðin svo hættulega vön því að keyra...
2021-10-06
44 min
Farðu úr bænum
#21 Magni Ásgeirs - Óöryggi og nýjir tímar
Tónlistarmanninn Magna Ásgeirs þarf nú varla að kynna en hann er búsettur á Akureyrinni góðu og kíkti til mín í spjall. Við ræddum hvernig raunveruleikaþættir virka í alvörunni, samfélagsmiðla, gömlu góðu sveitaböllin og margt fleira. Magni sagði mér líka frá óöryggi sínu og feimni sem að hefur verið með honum frá fæðingu og hvernig lífið breytist við fertugt. Hann er auðvitað algjör meistari, njótið. IG: @magniasgeirs & @katavignis
2021-09-21
1h 31
Farðu úr bænum
#20 Vala Fannell - Óskilgreind átröskun og leikstjórn
Vala Fannell hóf ferilinn sinn 7 ára gömul þegar að hún fór með hlutverk Herra Níels í Línu Langsokk á stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu. Hún sagði mér frá hinum ýmsu ævintýrum sem hún hefur lent í sem leikstjóri, leikstjóranáminu í London og hvernig hún fer að því að velja leikara í hlutverk. Vala sagði mér einnig frá baráttu sinni við óskilgreinda átröskun og fræddi mig um hvað það væri nákvæmlega. Þvílíkt mögnuð kona með margar skemmtilegar sögur að segja. Njótið! IG: @valafannell & @katavign
2021-09-14
1h 05
Farðu úr bænum
#19 Guðrún Sóley - Þakklæti og mótlæti
Fjölmiðlakonan og sólargeislin hún Guðrún Sóley var að njóta lífsins eftir hot yoga tíma á Akureyri þegar að ein vel sveitt kona úr tímanum kemur og truflar hana til að spyrja hvort að hún sé ekki til í að koma í spjall í hlaðvarpsþátt. Eitt leiddi af öðru og hingað erum við komnar til að ræða málin. Guðrún sagði mér frá bakgrunni hennar í dansi, hvernig hún byrjaði í fjölmiðlum og hversu mikilvægt þakklæti og jafnvægi er í okkar daglega lífi. Við ræddum einnig mótlæti, neikvæða g...
2021-09-07
1h 02
Farðu úr bænum
#18 Karen Björg - Ekki konan hans Péturs Jóhanns
Uppistandarinn hún Karen Björg var í sumarfríi á æskuslóðum sínum á Grenivík þegar hún skutlaðist yfir til Akureyrar til að drekka vatnsglas með mér í sjóðheitu stúdíói. Hún sagði mér frá fyrsta uppistandinu sínu, tímanum þegar að hún bjó með módelfitness pari í London og hvernig ferilinn hennar sem bæði handritshöfundur og uppistandari hefur farið á flug á síðastliðnum árum. Við ræddum tísku áhuga hennar, mun á vinum okkar fyrir norðan vs fyrir sunnan og svo auðvitað atvikið þar sem kemur í ljós að hún er ekki konan hans Péturs Jóhanns. K...
2021-08-31
1h 01
Farðu úr bænum
#17 Anton Líni - Það er alltaf einhver leið
Farðu úr bænum er mætt aftur eftir sumarfrí og ég ætla að byrja á því að bjóða ykkur hjartanlega velkomin í viðtalið mitt ég þekkti hann áður en að hann varð heimsfrægur! Tónlistarmaðurinn Anton Líni kíkti til mín í spjall en hann er búsettur í Berlín um þessar mundir. Við ræddum tónlistina, tilvistarkreppuna og pressuna að þurfa að gera eitthvað geggjað við líf sitt. Eins og sumir muna kannski eftir þá lenti Anton ásamt fjölskyldu sinni í stórum bruna þegar að hann var 3,5 ára og var sá eini sem komst lífs af. Virkilega gaman að fá að spjal...
2021-08-24
1h 04
Farðu úr bænum
#16 Tískuspjall við fatahönnuði - Hvað er að gerast í tískuheiminum?
Ég fékk til mín fjóra íslenska fatahönnuði til að spjalla um það helsta sem er að gerast í tísku heiminum í dag. Vissuði til dæmis að fast fashion er talið meira mengandi en flug? Af hverju ættum við að leggja okkur fram við að kaupa frekar fatnað sem telst til hægrar tísku (slow fashion) frekar er hraðrar tísku (fast fashion)? Þetta og margt fleira, til dæmis var mjög gaman að spjalla um þeirra hönnun, fylgihluti og sýningar! Hlín Reykdal er skartgripa og fylgihlutahönnuður @hli...
2021-06-08
51 min
Farðu úr bænum
#15 Anita Hirlekar - Hannaði föt fyrir Kanye West
Fatahönnuðurinn Anita Hirlekar kom og sagði mér frá þeim ævintýrum sem hún hefur lent í vinnandi í hátískubransanum í París, Ítalíu, London og hérna heima. Fyrsta atvinnuviðtalið hennar yfir höfuð var við Dior (mitt var við gistiheimili út í sveit...) og síðan þá hefur hún unnið í hinum ýmsu stór verkefnum og hannaði til dæmis peysur fyrir Kanye West. Anita hafði fjölmargar skemmtilegar sögur að segja sem dæmi má nefna að þegar að hún vann hjá Dior hannaði hún dúkku handa leikkonunni Marion Cotillard og náði að m...
2021-06-01
1h 01
Farðu úr bænum
#14 Silja Björk - Jákvæð líkamsímynd
Rithöfundurinn og aktívistinn hún Silja Björk kom í stúdíóið til að spjalla um líkamsvirðingu og "Body Positivity" samfélagið. Við töluðum um meðal annars um Hollywood stjörnurnar, fitufordóma, blessaða BMI stuðulinn og afhverju sumum finnst að grannt fólk megi ekki vera með í því að tala um jákvæða líkamsímynd. Takk fyrir að hlusta og munið að subscribea! IG: @katavignis & @siljabjorkk
2021-05-25
1h 11
Farðu úr bænum
#13 Unnur Anna - Óvænt ólétta og meðgönguþunglyndi
Unnur varð óvænt ólétt 21. árs gömul á meðan að hún bjó ein í Los Angeles, við tóku erfiðir tímar þar sem hún þurfti að hugsa lífið upp á nýtt. Henni fannst eins og hún væri að bregðast öllum í kringum sig og glímdi við mikinn vanlíðan þar sem að hugmyndin um hið "fullkomna" líf átti ekki lengur við. Hún sagði mér frá meðgönguþunglyndinu, hvernig hún kynnist manninum sínum sem vinnur við gerð Hollywood mynda og frá því þegar að hún hitti Ariana Grande! Í dag er Unnur ljósmyndari...
2021-05-18
1h 00
Farðu úr bænum
#12 Björgvin Franz - Ég setti kökukeflið í nærbuxnaskúffuna
Einn ástsælasti leikari þjóðarinnar hann Björgvin Franz Gíslason kíkti í kaffi og hitaði sig upp fyrir sýningarhelgi. Við ræddum um sögusagnir um klíkuskap í bransanum, verstu giggin hans sem við hlógum mikið af og margt fleira. Hann sagði mér frá hugarfarinu sínu gagnvart prufum sem er svo sannarlega til fyrirmyndar og minnti okkur svo öll á að lífið er í raun bara ein stór áhætta. Maður fær gott í hjartað við að hlusta á þennan frábæra leikara segja frá, þvílíkur snillingur. Takk fyrir að hlusta og munið að subscribea...
2021-05-11
1h 16
Farðu úr bænum
#11 Árni Beinteinn - Ég átti að taka upp brúðkaupsnóttina þeirra
Léttur, ljúfur og kátur er góð lýsing á leikaranum Árna Beinteini sem og þessum þætti. Hef sjaldan hlegið jafn mikið í tökum og það er allt kostulegu sögunum hans Árna að þakka. Fluttur upp á sjúkrahús í hvítum geimverubúningi með 2 stigs bruna á fæti, slasaðist á viðkvæmu svæði í úlfa búningi fyrir framan fullt af fólki og síðan er það sagan með brúðkaupsnóttina... Árni er algjör dugnaðarforkur sem horfir ekki á Netflix, enda hefur hann nægan tíma til þess í ellinni. Svo deilir hann líka ákveðni lífsreynslu með engum öðrum en...
2021-05-04
1h 23
Farðu úr bænum
#10 Björk Óðins - Fósturmissir og jákvætt hugarfar
Björk Óðinsdóttir crossfittari lenti í 2. sæti á EM, keppti á Heimsleikunum og er fyrrverandi landsliðskona í fimleikum. Hún kom til mín í einstaklega hreinskilið og skemmtilegt spjall. Hún sagði mér frá því þegar að hún fór í fóstureyðingu 17 ára gömul og því þegar að hún missti fóstur árið 2018. Þessu fylgdi mikil skömm og hvorki umhverfið á spítalanum né samfélaginu að hjálpa. Björk er jákvæð, opin og sannarlega með hugarfar atvinnumannsins. Eitt enn... ætli Björk sé með mesta instagram fylgjendur af þeim sem búa á Akureyri? Mér vantar amk bara 98.000 manns til...
2021-04-27
1h 17
Farðu úr bænum
#9 Karen Hrund - 15 ára mamma
Karen Hrund vakti mikla athygli árið 2017 þegar að hún varð ólétt 14 ára og eignaðist barn 15 ára. Nokkrum mánuðum eftir að hún átti strákinn sinn varð Karen aftur ólétt og ákvað þá að fara í þungunarrof. Við töluðum um fordómana sem að fylgdu því, slæma líkamsímynd, djammið, double standards og margt fleira. Síðan sagði Karen mér einnig frá því lingóinu sem að vinahópurinn notar og ég verð að segja að það er lowkey slay. Hlustið, njótið og deilið. Endilega subscribeið! IG: @katavignis og @karenhrund
2021-04-20
1h 09
Farðu úr bænum
#8 Júlía Grønvaldt - Hvernig þú klæðir þig er upphafið af öllu
Júlía Grønvaldt listrænn stjórnandi, stílisti og tískugúrú kom í spjall og í eitt augnablik leið mér eins og ég væri orðin Meryl Streep í The Devil Wears Prada. Síðan tók blákaldur raunveruleikinn við þegar að Júlía sagði mér afhverju við ættum ekki að versla í H&M á meðan að ég sat á móti henni með galopinn munn klædd eins og ég hefði verið klippt úr vor bæklingi H&M. Hún sagði mér frá því hvernig "trend forecasting" virkar, hvernig það er stjórnað kauphegðun okkar og svo ske...
2021-04-13
1h 10
Farðu úr bænum
#7 Rakel Hinriks - Mamma mín leit út eins og reytt hæna
Rakel Hinriks dagskrágerðarkona, grafískur hönnuður, verkefnastjóri og almennur snillingur kíkti í kaffi þar sem ég er loksins búin að læra á kaffivélina. Nú er ekkert sem að stoppar mig! Rakel sagði mér frá námsárunum hennar í Bandaríkjunum, hvernig hún landaði vinnu í Danmörku og því hvernig hún flutti síðan aftur til Akureyrar og byrjaði að vinna á sjónvarpsstöðinni N4. Hún sagði mér svo auðvitað söguna af því hvernig mamma hennar endaði einn góðan veður dag á því að líta út eins og reytt hæna, þið vil...
2021-04-06
59 min
Farðu úr bænum
#6 Hjalti Rúnar - Eru karlar hræddir?
Hjalti Rúnar leikari, ljúflingur og stórsnillingur mætti í spjall og fékk vatn að drekka þar sem að ég er ennþá að læra á kaffivélina, fimm þáttum síðar. Hjalti opnaði sig um samband sitt og fjölskyldu sinnar við áfengi, hvernig meðferð hafði áhrif á líf hans og hvernig hann náði stjórn á neyslu sinni. Við tókum einnig hreinskilið spjall um vangaveltur okkar varðandi það að karlar séu almennt ekki jafn virkir í því og konur að berjast gegn kynferðislegri áreitni. Af hverju eru konur mestmegnis að berjast fyrir réttlæti einar og hvað þarf að gera...
2021-03-30
1h 11
Farðu úr bænum
#5 Ari Ólafs - Þau vildu bara að ég myndi tala um Ísrael
Ari Ólafs Eurovisionfari og drauma tengdasonur okkar íslendinga mætti eldhress í spjall. Hann sagði mér frá versta gigginu sínu sem að var í Ísrael á túr fyrir Eurovision og öllu brjálæðinu sem að fylgdi því. Einnig opnaði Ari sig um kvíða og hvernig honum finnst best að díla við hann. Drengurinn er frábær, njótið vel! Ekki gleyma að subscribea! IG: @katavignis & @ari_olafsson
2021-03-23
1h 33
Farðu úr bænum
#4 Alda Karen - Ég er að fara að deyja
Alda Karen fyrirlesari, framkvæmdastjóri, rithöfundur, fyrirtækjaeigandi og ofurkona kom í stórskemmtilegt spjall. Við töluðum um hvað við erum í raun öll bara lítil peð sem skipta engu máli, hlutverkaskiptingar í samkynhneigðum vs. gagnkynhneigðum samböndum, hvað það er mikilvægt að vera með fake aðstoðarmenn og margt fleira. Njótið vel! IG: @katavignis & @aldakarenh
2021-03-16
1h 36
Farðu úr bænum
#3 Ingi Torfi - Þetta snýst um að bæta sig í litlu hlutunum
Ingi Torfi atvinnu peppari og macros kóngur kom í stúdíóið til að leggja okkur hinum línurnar. Nei reyndar ekki en Ingi er hins vegar með fáránlega peppandi og góða nærveru sem að smitar út frá sér. Hann er frumkvöðulinn sem var 16 ár í sömu vinnu eins og hann orðaði svo skemmtilega sjálfur og sagði mér frá því hvernig hann sagði upp vinnunni sinni og stofnaði drauma fyrirtækið í miðjum heimsfaraldri. Við spjölluðum einnig um tímann þegar að hann bjó í Afríku sem unglingur, hvernig macros lífstíli...
2021-03-09
1h 17
Farðu úr bænum
#2 Þórdís Björk - Íslendingar elska þegar að einhver drullar á sig
Þórdís Björk leik og söngkona kíkti í stúdíóið til mín en hún er búsett á Akureyri þessa dagana. Við spjölluðum um hvernig það er að fá mikið hate á netinu og hvernig það getur haft áhrif á andleg líðan, stóra Raufarhafnar málið, Reykjavíkurdætur, hvernig það er að vera leikin í skaupinu, leiklistarferilinn, Eurovision og margt fleira! IG: @katavignis & @thordisbjork Stef: Jóhannes Ágúst Mynd: Unnur Anna Árnadóttir
2021-03-02
1h 10
Farðu úr bænum
#1 Króli - Ég er bæði lögfræðingur og bakari
Króli er búsettur á Akureyri á meðan að hann leikur Tóta tannálf í söngleiknum um Benedikt Búálf. Við töluðum m.a. um hvernig það væri að vera bæði lögfræðingur og bakari, andleg líðan og hvernig það er að vera 20 og eitthvað í tilvistarkreppu! IG: @katavignis & @kiddioli
2021-02-24
1h 01