Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Kennslumiðstoð Haskola Islands

Shows

KennsluvarpiðKennsluvarpiðÍgrundun (critical reflection) nemenda til að tengja praktík og fræðin ásamt leiðsögn nemenda í gegnum lokaverkefni með Evu Marín HlynsdótturEva Marín Hlynsdóttir, prófessor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, segir frá því hvernig hún hvetur nemendur til ígrundunar í námi sínu, svokallað critical reflection. Ígrundun ýtir undir að nemendur nýti sér fyrri þekkingu til að skapa nýja og að yfirfæra þekkingu úr fræðunum yfir í hið hagnýta og praktíska á vettvangi og öfugt. Eva Marín talar einnig um mikilvægi þess að styðja og leiðsegja nemendum við vinnu á lokaverkefnum en alltof margir nemendur hætta námi þegar þeir eiga aðeins lokaverkefnið eftir. Með því að bjóða upp á opna tíma...2022-05-0236 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðAð kveikja áhuga nemenda - með Sean Michael ScullySean Michael Scully, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri á viðskipta- og raunvísindasviði, spjallar um leiðir til að vekja áhuga nemenda á námsefninu og notar til þess fjölbreyttar aðferðir.  Sean lítur á sjálfan sig sem eins konar leiðsögumann frekar en kennara. „Ég hef ekki öll svörin heldur vil ég að nemendur rannsaki og uppgötvi sjálfir,“ segir Sean sem lýsir sér sem einlægum, heiðarlegum og vingjarnlegum kennara og bætir við að kennsla sé frábær afsökun fyrir því að læra áhugaverða hluti. Hann leggur áherslu á að te...2022-02-2737 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðKennsluakademían með Margréti Sigrúnu Sigurðardóttur og Róberti H. HaraldssyniMargrét Sigrún Sigurðardóttir, dósent í Viðskiptafræðideild og stjórnarmeðlimur í Kennsluakademíu opinberu háskólanna og Róbert H. Haraldsson, Sviðsstjóri kennslumála spjalla um Kennsluakademíuna, hvað hún er, fyrir hverja og hvernig er hægt að sækja um. Háskóli Íslands tók forystu um stofnun Kennsluakademíunnar 2021 en ásamt honum standa Landbúnaðarháskóli Íslands, Háskólinn á Hólum og Háskólinn á Akureyri að Kennsluakademíunni sem styrkt er af stjórnvöldum.  Fyrstu meðlimir Kennsluakademíunnar voru teknir inn í nóvember 2021 og samanstendur fyrsti hópurin...2022-01-1735 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðLeiðsagnarmat með Ásdísi HelgadótturÁsdís Helgadóttir, dósent í vélaverkfræði, segir frá því hvernig hún notar leiðsagnarmat í kennslu, bæði í stórum og smáum hópum. Hún segir að leiðsagnarmat sé góð leið til að aðstoða nemendur við að tileinka sér efni námskeiðs. Hún segir að það sé mikilvægt að skoða hvað er gott, hvað má bæta og hvernig er hægt að bæta það. Hún segir einnig frá því hvernig hún notar jafningjamat og hvernig nemendur nýta sér slíkt mat til að bæta þekkingu sína og hæfni en hún hefur fundið l...2021-12-1734 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðGuðrún Geirsdóttir talar um strauma og stefnur í HÍ af tilefni 20 ára afmælis KennslumiðstöðvarGuðrún Geirsdóttir stofnandi Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands rifjar upp fyrstu kynni sín af skólanum. Hún brennur fyrir kennslu og kennsluþróun og hefur frá upphafi haft gríðarleg áhrif á kennsluhætti háskólans á þeim 25 árum sem hún hefur starfað hjá HÍ. Guðrún talar einnig um strauma og stefnur í háskólum á Íslandi og veltir því upp hvernig ákvarðanir um nám og kennslu eru teknar. Hún fjallar um og auknar kröfur á háskólakennara og hversu mikið samtalið um kennslu hefur breyst. Guðrún fjallar einnig um áhrif markaðsvæðingar á...2021-11-2439 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðÞarf að endurhugsa vinnuálag? með Eddu WaageLektor í land- og ferðamálafræði Edda Waage lauk diplómunámi fyrir háskólakennara með rannsókn á vinnuálagi nemenda. Þetta vakti fyrst athygli hennar vegna þess að í námskeiði sem hún kenndi kom í ljós að nemendum þótti vinnuálagið óvenju mikið. Í þessum þætti talar Edda um hvað kennarar þurfa að hafa í huga þegar þeir skipuleggja námskeið og hvernig á að skapa jafnvægi  á milli vinnuálags og vinnuframlags.2021-01-1119 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðPersónuvernd með Grétu Björk GuðmundsdótturGréta Björk Guðmundsdóttir er prófessor á Menntavísindasviði Háskólanns í Ósló. Hún er næsti gestur í hljóðveri Kennslumiðstöðvar. Gréta brást hratt við ásamt samstarfsaðila sínum í Bandaríkjunum þegar Covid skall á og kannaði viðbrögð kennara við því að þurfa að umbreyta hefðbundinni kennslu sinni með notkun stafrænnar tækni. Niðurstöðurnar voru áhugaverðar og sérstaka athygli vakti skortur á þekkingu á persónuvernd.2020-12-1420 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðFjarkennslan í brennidepli með Sólveigu JakobsdótturFjarkennsla hefur sjaldan verið jafn umtöluð og á tímum Covid og næsti gestur Kennsluvarpsins er þess vegna Sólveig Jakobsdóttir prófessor í fjarkennslufræði á Menntavísindasviði. Eftir langan fjarkennsluferil hefur Sólveig mikið að segja um það hvernig fjarnám er kennt á tímum Covid.2020-11-3027 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðNámsmat á tímum Covid með Amalíu BjörnsdótturAmalía Björnsdóttir prófessor við Háskóla Íslands er mætt í hljóðver til að ræða um námsmat á tímum Covid. Heimsfaraldurinn hefur breytt miklu í starfi háskóla um allan heim. Amalía telur þörf á að endurskoða námsmat til framtíðar meðal annars með tillit til þess hvernig skilgreina á svindl í prófum eða heimaverkefnum.2020-11-1632 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðBlandað nám með Rögnu Kemp HaraldsdótturRagna Kemp Haraldsdóttir kennir Upplýsingafræði við Háskóla Íslands.  Ragna hefur langa reynslu af blandaðri kennslu. Kennslumiðstöðin telur að reynsla Rögnu muni nýtast kennurum vel á tímum Covid og að hún muni kveikja hugmyndir um hvernig er hægt að gera námið skemmtilega fyrir þá sem sækja nám sitt rafrænt.2020-11-0224 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðHverjir eru kostir staðnáms með Terry GunnellTerry Gunnell hefur unnið sem kennari um árabil og er handhafi viðurkenningar fyrir framúrskarandi kennslu árið 2018 í Háskóla Íslands. Hvernig finnst honum best að kenna staðnám og hvað þýðir það eiginlega að vera "stuffed lemon"? 2020-10-1924 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðHvernig á að útbúa kennsluáætlun með Elvu Björg EinarsdótturHvað þýðir eiginlega nemandamiðuð kennsluáætlun, og afhverju ætti kennari að nota hana? Elva Björg Einarsdóttir mætir í hljóðklefann í Setbergi og ræðir hvernig best er að hanna góða kennsluáætlun. 2020-10-1923 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðHvernig á að nota Canvas í kennslu með Tryggva MáErt þú ein(n) af þeim sem er að vandræðast með af hverju Háskóli Íslands hefur ákveðið að nota Canvas? Tryggvi Már Gunnarsson útskýrir hvernig hægt er að nota Canvas til að styrkja kennslu. 2020-10-1926 minKennsluvarpiðKennsluvarpiðKENNSLUVARPIÐKennsluvarpið upplýsir kennara um stefnur og strauma á sviði kennslufræðinnar en er ekki síst ætlað að veita innblástur fyrir mismunandi kennsluaðferðir - bæði nýjar sem gamlar.Markmið kennsluvarpsins er að deila kennslufræðilegri þekkingu við Háskóla Íslands með opnum umræðum við kennara frá ýmsum deildum innan háskólans.Kennsluvarpið er framleitt af Kennslumiðstöð Háskóla Íslands. 2020-10-1300 min