Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Klarum Skotland

Shows

Klárum SkotlandKlárum SkotlandIbrox - Glæsilegasti leikvangur SkotlandsStrákarnir eru í jólaskapi og bæta við nýjum dagskrárliðum þegar þeir velja sinn leikmanninn hvor og leikvang að í kaupbæti utan Skotlands. Megnið af púðrinu í þessum stútfulla þætti fer þó í hinn hreint út sagt gullfallega Ibrox, heimavöll Rangers.2020-12-2145 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandStefán PálssonFjölfræðingurinn og guðfaðir hlaðvarpsins Stefán Pálsson segir frá árinu í Edinborg. Hvers vegna heldur hann með Hearts og hver er galdurinn á bak við forskot Celtic og Rangers? Stórskemmtilegt spjall við einn fróðasta knattspyrnuáhugamann landsins.2020-11-0453 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandCowdenbeath, St. Mirren og DunfermlineEftir árs pásu og ferðina sem aldrei var farin er rykið dustað af skoskri knattspyrnu. Páll og Björn Berg ræða um þrjá leikvanga í East Fife, í námunda við Edinborg. Ljótasti völlur Skotlands, galnasta merki knattspyrnunnar og flottasta stúka landsins koma meðal annars við sögu.2020-10-3046 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandSt. Mirren og St. Johnstone - Guðmundur Torfason rifjar upp glæstan feril10. þáttur hlaðvarpsins er sérstök viðhafnarútgáfa með gömlu kempunni og markahróknum Guðmundi Torfasyni. 3-0 sigurinn á Parkhead, ein sturta í klefanum, mölvaðir bílar, lögreglufylgd og fleira áhugavert í stórskemmtilegu spjalli.2019-10-2757 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandDumbarton, Greenock Morton og Partick ThistleHallærislegustu vallarheiti Skotlands, falleg vallarstæði og sjarmerandi stúkur.2019-10-1423 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandQueen of the South, Annan, Stranraer og GretnaFáir áfangastaðir eru jafn spennandi í huga þáttastjórnenda en Palmerston Park í Dumfries, heimavöllur Queen of the South. Rætt er um hann og þrjá aðra leikvangar í suðurhluta landsins.2019-09-1320 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandCeltic Park - frá kirkjugarði til paradísarCeltic er stærsti fótboltavöllur Skotlands og á sér áhugaverða sögu. Páll þekkir stemninguna vel og lýsir fyrir okkur hvernig upplifun það er að sækja stórleik á þennan magnaða leikvang.2019-09-0829 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandKilmarnock og Ayr United - Bestu bökurnar og stysta sætabiliðNágrannaliðin Kilmarnock og Ayr hafa bæði tengingu við KR en liðið datt út úr Evrópukeppni á 100 ára afmæli Rugby Park og Kristján Finnbogason lék á Somerset Park.2019-08-0421 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandMotherwell og Hamilton - Nágrannaliðin við ána ClydeÞað fara kannski fáir af fúsum og frjálsum vilja á New Douglas Park, heimavöll Hamilton, en þangað verður þó ferðinni heitið auk þess stokkið verður yfir ána Clyde til Motherwell. Þar stendur Fir Park, sumir myndu segja glæsilegur, aðrir ekki. Ekki nokkur spurning að þetta verður þó áhugaverður viðkomustaður á ferðinni.2019-07-2527 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandInverness og Ross County - Dramatísk sameining og falleg vallarstæðiÞegar liðum í skosku deildarkeppninni var fjölgað úr 38 í 40 árið 1994 bættust hálandaliðin Inverness Caledonian Thistle og Ross County í hópinn.2019-07-2024 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandAberdeen og Dundee - Miðvörður með þrennu, ljótasta aðkoma heimsfótboltans og olíupeningarPittodrie, heimavöllur Aberdeen er að hruni kominn og ekki er nú mikið skárra ástandið á Dens Park í Dundee. Ravanelli og Haraldur Ingólfsson hafa þó leikið þarna og hin hörmulega aðkoma að Dens Park hefur svo sem sinn sjarma.2019-06-1526 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandEdinborg - Tynecastle, Easter Road og þrír tilEinn áhugaverðasta nágrannaslagurinn í boltanum er á milli Edinborgarliðanna Hearts og Hibs. Rætt er um vellina, þegar þáttastjórnendur komu auga á King Kolo Toure á Tynecastle, flutning þriðja Edinborgarliðsins og fleira.2019-06-1530 minKlárum SkotlandKlárum SkotlandTannadice í Dundee - Konunglegar móttökurTannadice, heimavöllur Dundee United, er af gamla skólanum. Björn og Páll ræða um þegar hann var lagður í rúst af fyrri leigjendum, baðkörin í dómaraklefanum, verstu boxsæti í boltanum og fleira.2019-06-1524 min