Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Konfusiusarstofnunin Norðurljos

Shows

Í austurvegiÍ austurvegiLitið um öxl á ár tígursinsNú þann 22. janúar gengur nýtt ár kanínunnar í garð samkvæmt hinu kínverska dagatali. Þau Anna og Magnús staldra því við og líta um öxl á ár tígursins sem reyndist nokkuð viðburðaríkt. Í hlaðvarpsþætti dagsins eru meðal annars rifjuð upp viðtöl við góða gesti og spiluð brot af því besta sem á boðstólum var.2023-01-1956 minÍ austurvegiÍ austurvegiEitt veðmál, eitt teningakast 孤注一掷Saga þessa málsháttar er frá tímum Song-veldisins sem frægt var fyrir öflug viðskipti og efnahag, menningarlíf, matargerðarlist og fjölmargt fleira. En þrátt fyrir þetta mikla blómaskeið var Song-veldi raunar umkringt óvinum. Við fylgjumst með viðbrögðum Zhēnzōng keisara og ráðgjafa hans þegar Khitanar úr Liao-veldi norðursins gera innrás, sumarið 1004. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.2023-01-0510 minÍ austurvegiÍ austurvegiLína Guðlaug Atladóttir - skrifaði og gaf út bók um KínaLína Guðlaug Atladóttir, viðskiptafræðingur og Austur-Asíufræðingur, segir okkur frá bók sinni Rót sem hún gaf sjálf nýverið út. Bókin er uppfull af spennandi fróðleik um Kína og þá ævintýralega nútímavæðingu sem þar hefur átt sér stað, skrifuð á léttum og persónulegum nótum. Lína hóf Kínavegferð sína árið 2003 þegar hún fór til Kína að sækja dóttur til ættleiðingar og hefur æ síðan haldið áfram að kafa dýpra inn í þennan menningarheim.2022-12-2048 minÍ austurvegiÍ austurvegiKínversk læknislist 中医Í þættinum er fjallað um kínverska læknislist og hvers vegna hún er að ýmsu leyti jafn hátt skrifuð og hin vestrænu læknavísindi í Kína. Í kínverskum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum finnast tvenns konar lyfjageymslur, bæði fyrir vestræn lyf og kínversk. Þar ríkir ekki sama skipting og við eigum að venjast í hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. Kínversku jurtalækningarnar, taiji-æfingar, nuddmeðferðir og nálastunga hafa sinn sess sem annar af tveimur helstu möguleikum fyrir meðferðir á hvers kyns sjúkleika. Höfundur pistilsins er Steingrímur 2022-12-0830 minÍ austurvegiÍ austurvegiSýndu þakklæti í verki 感恩图报Sagan með málshætti dagsins er frá Vor- og haust tímabilinu, á 6. öld fyrir okkar tímatal. Þegar Dìng konungi af Zhèng bárust fregnir af yfirvofandi árás frá Wú-ríki varð hann skelfingu lostinn. Wú-herinn var þekktur fyrir styrk sinn og sömuleiðis Wǔ hershöfðingi sem leiddi herinn og var persónulegur vinur Sunzi (sem ritið Hernaðarlistin er eignað). Wǔ hershöfðingi hélt að þeirra biði auðveldur sigur en annað kom á daginn. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media. 2022-12-0110 minÍ austurvegiÍ austurvegiÓmar Sigurbjörnsson - Carbon Recycling í KínaÍslenska fyrirtækið Carbon Recycling International hefur komið sterkt inn á alþjóðlegan markað með lausnir til að binda koltvísýring og vinna úr honum metanól. Verksmiðja á vegum fyrirtækisins var nýlega gangsett í Kína og önnur á leiðinni. Í viðtalinu fræðir Ómar Sigurbjörnsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, okkur um það einstaka hugvit sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða og hefur hlotið heimsathygli fyrir, starfsemina víða um heim sem og verkefni þess í Kína.2022-11-2430 minÍ austurvegiÍ austurvegiLand drekans - KínaKína er oft á tíðum nefnt land drekans. Teikningar af kínverska drekanum hafa sín sérkenni þar sem hann hlykkjast langur og skrautlegur um himinhvolfið. Segja má að í Kína sé bókstaflega allt tengt drekanum, landið, hafið, náttúruöflin og þjóðin. Því er ekki um einn dreka að ræða, heldur marga, og þeir skiptast í mismunandi flokka. Þannig finnast tilvísanir milli raunverulegra aðstæðna og eiginleika þessara dreka hvarvetna. Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.2022-11-1730 minÍ austurvegiÍ austurvegiRefur fær mátt tígurs að láni 狐假虎威Fyrir þennan málshátt þurfum við að ferðast aftur á tímabil hinna stríðandi ríkja, á 4. öld fyrir okkar tímatal. Heimildin sem þessi málsháttur er tekin upp úr er Zhànguócè《战国策》eða Strategíur hinna stríðandi ríkja, sem er ein af fáum upprunalegum heimildum frá þessum tíma. Þetta er sagan um refinn og tígurinn. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.2022-11-0309 minÍ austurvegiÍ austurvegiSigurður Guðmundsson myndlistamaður – listsköpun í KínaÍ mjög áhugaverðu viðtali segir Sigurður Guðmundsson myndlistamaður okkur frá dvöl sinni og störfum í kínversku borginni Xiamen síðastliðin 25 ár. Þar hefur hann, ásamt konu sinni Ineke Guðmundsson, sett á stofn listamiðstöðina China European Art Center (CEAC) til að tengja saman kínverska og erlenda listamenn. Í viðtalinu fer Sigurður yfir starfsemi miðstöðvarinnar og fjallar um kynni sín af Kína og Kínverjum. Sigurður liggur ekki á skoðunum sínum um hin ýmsu mál og gaman að heyra hans sjónarhorn eftir langa dvöl í Kína.2022-10-2847 minÍ austurvegiÍ austurvegiHanagól og hundsþjófur 鸡鸣狗盗Málsháttur dagsins á sér göfugar rætur þar sem uppruni hans er í sjálfu Shǐjì (史记), eða Skrám stórsagnfræðingsins, sem er magnum opus sagnaritarans Sīmǎ Qiān.  Sagan er frá Tímabili hinna stríðandi ríkja, sem varði á síðari helmingi Austur-Zhou-veldisins. Þetta var blóðugt tímabil og í Gulafljótsdalnum finnast enn stríðsminjar þess í jörðu. Hún gerist á tímum konungsins Zhāoxiāng af Qín, á 3. öld fyrir Krist. Hann var langafi Qín Shǐhuáng, fyrsta Kínakeisara, og var með stórtæk plön rétt eins og barnabarn hans síðar meir.   Þát...2022-10-2012 minÍ austurvegiÍ austurvegiSérstaða kínverskunnar - 关于中文Hér er fjallað um kínverska tungu og sérstöðu hennar. Jafnframt er fjallað um nokkur vafaatriði og jafnvel misskilning sem vart verður í umfjöllun um þetta tungumál. Kína er svo stórt, fjölmennt og margbreytilegt land, að erfitt er að segja til um hversu mörg mál eru töluð þar. Á hinn bóginn er hið opinbera mál sem við nefnum mandarínsku vel skilgreint.    Höfundur pistilsins er Steingrímur Þorbjarnarson sem einnig les upp.2022-10-1336 minÍ austurvegiÍ austurvegiKomdu í leirkerið 请君入瓮Málshátturinn sem við lítum á í dag er frá tímum Tang-veldisins, seint á 7. öld, og við sögu kemur sjálf keisaraynjan Wǔ Zétiān. Þetta er sígildur fjögurra tákna málsháttur sem á yfirborðinu virðist hafa fremur óljósa merkingu en á sér forvitnilega baksögu með frekar svæsinn enda.    Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.2022-10-0611 minÍ austurvegiÍ austurvegiDeng Xiaoping - seinni hluti 邓小平 下半Þetta er seinni þáttur af tveim um lífshlaup eins mikilvægasta stjórnmálamanns Kína á 20. öldinni, Deng Xiaoping. Lífshlaup Dengs er einstaklega áhugavert og í þessum seinni þætti er áfram rakin vegferð hans innan Kommúnistaflokksins og áhrif á stefnu Kína.2022-09-3035 minÍ austurvegiÍ austurvegiDeng Xiaoping - fyrri hluti 邓小平 上半Þetta er fyrri þáttur af tveim um lífshlaup eins mikilvægasta stjórnmálamanns Kína á 20. öldinni, Deng Xiaoping. Lífshlaup Dengs er einstaklega áhugavert, sagan af sveitapilti úr Sichuan-héraði sem komst til æðstu metorða í Kommúnistaflokki Kína.2022-09-2226 minÍ austurvegiÍ austurvegiHéðinn Svarfdal - Að ferðast til KínaEftir að hafa farið 25 sinnum til Kína og þar af fjölmörg skipti með íslenska ferðamenn með sér segir Héðinn Svarfdal okkur frá áhugaverðum stöðum til að heimsækja. Eins spjölluðum við um að hverju þurfi að huga við undirbúning fyrir ferðalag til Kína og hvers ferðalangar megi búast við þar austur frá.2022-09-1553 minÍ austurvegiÍ austurvegiBragðast eins og kjúklingarif 味如鸡肋Þáttur dagsins færir okkur bæði skemmtilegan og nærandi kínverskan málshátt. Hér er á ferð sígildur málsháttur frá síðustu árum Austur-Han-veldisins. Það er svo ekki hægt að ræða um lok Austur-Han-veldisins án þess að Cáo Cāo komi við sögu. Sagan gerist á 3. öld í Shǎnxi-héraði, í kringum borgina Hànzhōng. Hànzhōng varð bitbein erkifjendanna Cáo Cāo og Liú Bèi sem báðir voru öflugir herforingjar og leiðtogar. Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.2022-09-0810 minÍ austurvegiÍ austurvegiKristín Ketilsdóttir - hjólandi ein um Kína og keppt í þríþrautKristín Ketilsdóttir fór snemma til Kína, heillaðist af hjólreiðum og kynntist ýmsum afskekktum svæðum Kína hjólandi ein síns liðs. Í viðtali dagsins segir hún okkur ótrúlegar ferðasögur um Kína á hjólinu sínu. Seinna fór hún að keppa í þríþraut vítt og breytt um Kína og segir okkur af því. Reynslan í Kína hefur gefið Kristínu ótrúlega innsýn í þetta stóra og fjölbreytta land sem fáir Íslendingar hafa upplifað.2022-08-3152 minÍ austurvegiÍ austurvegiAð klífa tré til fiskveiða 缘木求鱼Saga þessa málsháttar á upptök sín alla leið aftur á Tímabili hinna stríðandi ríkja, í hinu langlífa Zhou-veldi. Langfrægastur allra frá þessu tímabili var Konfúsíus og þekktasti fylgismaður Konfúsíusar var Mensíus sem Kínverjar kalla Mèngzǐ. Mèngzǐ var frá Qí-veldi, þar sem í dag er Shandong-hérað, og var hann oft boðaður á fund stórhuga konungsins í höllinni til ráðlegginga. Málsháttur dagsins er beint úr samnefndri bók hans sem kallast Mèngzǐ.  Þátturinn er þýddur og birtur með leyfi Lazlo Montgomery hjá ©Teacup Media.2022-08-2409 minÍ austurvegiÍ austurvegiPing Pong Diplomacy 乒乓外交Sumir kannast við enska hugtakið Ping Pong Diplomacy og geta tengt það við ákveðin tímamót í samskiptasögu Bandaríkjanna og Alþýðulýðveldisins Kína. Flestir hafa kannski heyrt það minnst en þekkja ekki beint söguna að baki þess. Í þessum þætti rennum við aðeins yfir þessa áhugaverðu sögu og sjáum hvernig borðtennis breytti heimssögunni.2022-08-1019 minÍ austurvegiÍ austurvegiHin þjóðlega hljómsveit útvarpsins í Beijing - #5 Austrið er rauttÍ sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.2022-08-0340 minÍ austurvegiÍ austurvegiErlend tónlist í Kína - #4 Austrið er rauttÍ sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.2022-07-2738 minÍ austurvegiÍ austurvegiTónlist smáþjóða í Kína - #3 Austrið er rauttÍ sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.2022-07-2037 minÍ austurvegiÍ austurvegiÞróun kínverskrar tónlistar frá 8. til 20. aldar - #2 Austrið er rauttÍ sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.2022-07-1339 minÍ austurvegiÍ austurvegiStiklað á stóru um sögu kínverskrar tónlistar - #1 Austrið er rauttÍ sumar munum við endurflytja 5 þætti um kínverska tónlist sem Arnþór Helgason gerði fyrir Ríkisútvarpið fyrir um 20 árum síðan. Við fengum góðfúslegt leyfi Arnþórs og Ríkisútvarpsins til að endurflytja þessa þætti og þökkum við kærlega fyrir það. Þáttastjórnenda þarf vart að kynna fyrir þeim sem þekkja eitthvað til Kína. Arnþór Helgason varð snemma hugfanginn af kínverskri tónlist og án efa má fullyrða að hann sé sá Íslendingur sem þekkir best til tónlistar þar austur frá.2022-07-0636 minÍ austurvegiÍ austurvegiEinlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛Kínverski málsháttur dagsins er mikið notaður og í uppáhaldi hjá mörgum. Sagan á bakvið hann hefst fyrir rétt tæpum 1400 árum síðan. Sjöunda öldin var upphaf hins mikilfenglega Tang-veldis og kemur keisarinn sjálfur við sögu en aðalhetjan var embættismaður frá svæði sem var í kringum Yunnan og Búrma samtímans. Þessum embættismanni var falið af konungi sínum að koma sér í mjúkinn hjá Tang-keisaranum og votta honum virðingu sína með því að koma með gjafir og hneigja sig fyrir honum. En ekki fór allt sem skyldi. Þát...2022-06-2911 minÍ austurvegiÍ austurvegiCecilia Lindqvist 林西莉Árið er 1961. Ung sænsk kona stígur um borð í full pakkaðan strætisvagn í miðborg Peking. Allir eru klæddir bláum, víðum, fóðruðum jökkum og buxum í stíl. Hún er eini útlendingurinn í vagninum, þar sem fólk þarf að troðast til að stíga af og um borð - og henni er slétt ekki sama. Í fanginu heldur hún á þúsund ára gömlu strengjahljóðfæri, guqin, frá tímum Song-keisaraveldisins. Þetta sjö strengja hljóðfæri er um 120 cm á lengd, aðeins lengra en rafmagnsgítar, og hún er með það vafið inn í fóðraðan silkipoka. U...2022-06-2238 minÍ austurvegiÍ austurvegiSigurður Ingi Friðleifsson - Orkuskipti, loftlagsmál í Kína og víðaViðmælandi þáttarins að þessu sinni er Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðstjóri orkuskipta og loftlagsmála hjá Orkustofnun. Við spjölluðum um orkumál heimsins og Kína sérstaklega í því samhengi og var þar sannarlega af nógu að taka. Í spjalli okkar kom m.a. fram að grænar lausnir eru orðnar samkeppnihæfar og sífellt umfangsmeiri á heimsvísu og sérstaklega í Kína. Má segja að Kínverjar séu leiðandi afl í þeirri byltingu sem nú er að eiga sér stað á leið okkar yfir í endurnýjanlega orku.2022-06-0847 minÍ austurvegiÍ austurvegiGirnist smátt en glatar stóru 贪小失大Málsháttur dagsins er ævagamall. Til þess að fræðast nánar um uppruna hans þurfum við að ferðast aftur um rúmlega 23 aldir eða til ársins 316 fyrir okkar tímatal. Hann rekur sögu sína alla leið aftur til konungsins Huìwén af Qin. Huìwén var forfaðir Qin-keisarans sem sameinaði Kína og lét byggja hið gríðarstóra grafhýsi við Xi’an sem frægt er fyrir alla leirhermennina og hestana. Í sögunni heyrum við af hinum fávísa stjórnanda hins forna Shǔ-ríkis og hvernig skammsýni hans hefur...2022-06-0112 minÍ austurvegiÍ austurvegiPönk í Peking 北京朋克Pönkið er ekki dautt og hefur fengið nýtt líf í grámyglu Peking borgar á 9. áratug 20. aldar. Saga pönk tónlistar í Peking er ekki löng. Hún er rétt um 25 ára gömul og á þeim tíma sem þessi áhugaverða tónlistarstefna hefur þróast hafa hundruðir ungra manna og kvenna gengið saman hönd í hönd og búið til óhefðbundna tónlist sem er á útjaðri þeirrar popp menningar sem kraumar í þessu fjölmennasta ríki heims. En bíddu, var ekki pönk tónlist bara vinsæl á 80. áratuginum í Evrópu? Var þetta ekki bara...2022-05-2525 minÍ austurvegiÍ austurvegiMagnús Jóhann Hjartarson - Æfingaferð, íslandsmeistaratitillinn og borðtennis í KínaÞetta sinn fengum við til okkar í viðtal hann Magnús Jóhann Hjartarson, íslandsmeistara í borðtennis. Þar ræddu nafnarnir Magnús og Magnús um æfingaferð sem annar þeirra fór í til Kína og um borðtennis þar í landi sem er jú þjóðaríþrótt kínverja. Einnig ræddum við borðtennis hér á Íslandi en það eru fjölmargir iðkendur um heim allan sem spila borðtennis daglega. Einstaklega skemmtilegt viðtal við Magnús enda íþróttamaður að guðs náð. 2022-05-1832 minÍ austurvegiÍ austurvegiGættu þín úti á melónuakri 瓜田李下Í þessum þætti fáum við að kynnast kínverskum málshætti eða "chéngyǔ" eins og sagt er á mandarín-kínversku. Það má í raun ýmist þýða sem málshátt, orðatiltæki eða orðtak. Til eru þúsundir kínverskra málshátta en margir þeirra geta verið frekar óljósir án samhengis. Þessir þættir um kínverska málshætti verða stutt og laggóð viðbót við pistlana og viðtölin í hlaðvarpi okkar og eru unnir upp úr hlaðvarpi mikils Kínafræðings að nafni Lazlo Montgomery. Lazlo heldur úti vefsíðunni Teacup Media og hefur góðfúslega v...2022-05-0611 minÍ austurvegiÍ austurvegiBók láðs og laga 山海经Þetta sinn hefur bókin Shanhai Jing 山海經 eða Bók Láðs og Laga orðið fyrir valinu til umfjöllunar. Þessi er afskaplega skrítin, sennilega leitun að jafn furðulegri bók. Hún er uppfull af upptalningum á fjöllum og ám, og flóru og fánu fjarlægra landa, en allt er það lygasögu líkast og harla ævintýralegt. Dýrin í upptalningunni eru gjarnan samansett úr líkamshlutum þekktra dýra, eðlur með vængi, tígrar með fuglsklær og einnig oft með mannshöfuð eða ásjónu. Jurtirnar og tréin hafa einatt ýmsa yfirnáttúrulega lækningam...2022-04-2728 minÍ austurvegiÍ austurvegiAndri Stefánsson - Fararstjóri vetrarólympíuleikana í Peking 2022Að þessu sinni fengum við í spjall Andra Stefánsson aðalfararstjóra íslenska hópsins á nýafstöðnum vetrarólympíuleikum í Peking. Hann fjallaði um ólympíuleikana út frá ýmsum hliðum sem voru auðvitað mjög sérstakir á covid-tímum. Andri var einnig fararstjóri á sumarólympíuleikunum í Peking 2008 og var gaman að heyra hann bera saman þessa tvo risa viðburði haldnir í sömu borg með 14 ára millibili.2022-04-0643 minÍ austurvegiÍ austurvegiSamskipti Kína og Rússlands í gegnum sögunaVegna þess hörmulegra stríðs sem nú geysar í Úkraínu hafa samskipti Kína og Rússlands verið til umræðu að undanförnu. Þegar Putin Rússlandsforseti hitti Xi Jinping forseta Kína í Peking rétt fyrir vetrarólympíuleikana í febrúar síðastliðnum urðu forsetarnir sammála um engin takmörk væru á tengslum landanna - hvað sem það svo sem þýðir. En hafa samskipti þessara miklu grannþjóða alltaf verið svona takmarkalaus eða alltaf á vinarlegum nótum. Við skulum skoða aðeins samskipti þeirra í sögulegu ljósi.2022-03-3025 minÍ austurvegiÍ austurvegiÞorkell Ólafur Árnason - Viðskipti, kínverskar snjallgreiðslulausnir og saga KÍMViðtal vikunnar er við Þorkel Ólaf Árnason frumkvöðul. Hann hefur ýmsa fjöruna sopið í Kína og komið víða við þegar kemur að viðskiptum við Kína. M.a. má nefna kínverskar greiðslumiðlunarlausnir fyrir snjallsíma til að auðvelda kínverskum ferðamönnum að versla á Íslandi. Þorkell er auk þess formaður Kínversk íslenska menningarfélagsins (KÍM). Ræddum við um starfsemi félagsins sem á sér merka sögu og er mikilvægur hlekkur í menningarsamskiptum Íslands og Kína.2022-03-0941 minÍ austurvegiÍ austurvegiXunzi 荀子Af konfúsískum heimspekingum fornaldar eru þrír taldir mestir. Þar ber hæst að sjálfsögðu Konfúsíus sjálfur sem lifði á öndverðum Vor og Haust tíma eða ca. 551–479 f.kr., næstur fer Mensíus sem uppi var hartnær 2 öldum síðar eða 372–289 f.kr. Xunzi er kallaður sá sem rekur lestina. Nafnið Xunzi er líkt og Kongzi (þ.e. Konfúsíus), Laozi, Zhuangzi og mörg fleiri, ættarnafn með viðskeitinu zi sem þýðir meistari eða eitthvað á þann veg. Xunzi hafði eiginnafnið Kuang og er því einnig réttilega ka...2022-03-0233 minÍ austurvegiÍ austurvegiÁrsæll Harðarson - Markaðssetning íslenskrar ferðaþjónustu í KínaAð þessu sinni fengum við Ársæl Harðarson í spjall en hann er svæðisstjóri yfir fjarmörkuðum hjá Icelandair og hefur lengi komið að markaðsetningu íslenskrar ferðaþjónustu í Kína. Við ræddum um kínverska ferðamarkaðinn og starfsemi Icelandair í Kína sem og framtíðina, m.a. hugsanlegt beint flug til Kína. Í lok viðtalsins fór Ársæll yfir starfsemi Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins en Ársæll er fyrrverandi formaður þess og núverandi varaformaður.2022-02-2450 minÍ austurvegiÍ austurvegiSagan um Múlan 花木兰Sagan um Múlan er ein sú þekktasta sem komið hefur frá Kína. Margar kvikmyndir og sjónvarpsþættir hafa verið framleiddir út frá sögunni og hefur hún verið vinsæl meðal fólks í hundruði ára. Í hlaðvarpsþætti vikunnar rennum við yfir ljóðið gamla sem inniheldur söguna um stríðshetjuna Múlan og ræðum menningarleg áhrif þess. Pistill: Þorgerður Anna Björnsdóttir 2022-02-0926 minÍ austurvegiÍ austurvegiHanar ræða ár uxans á nýju ári tígursinsNú er ár tígursins gengið í garð og því ber a fagna. Í hlaðvarpsþætti vikunnar ræða félagarnir þeir Magnús og Daníel um hvað stóð uppúr á seinasta ári. Hanarnir tveir kafa ofan í gamla þætti, fleytt verður ofan af rjómanum og rætt hinar ýmsu uppákomur sem áttu sér stað á liðnu ári uxans. Gleðilega Vorhátíð! 新春快乐!2022-02-021h 13Í austurvegiÍ austurvegiBreytingaritningin 易经Breytingaritningin á sér rætur aftur í gráa forneskju og á sér sögu sem er nánast jafnlöng sögu kínaveldis sjálfs og hún hefur verið svo stór hluti af kínverskri menningu í vel yfir 2000 ár að saga ritningarinnar og saga Kínaveldis eru samtvinnuð. Í tímans rás hafa flestir kínverskir andans menn haft eitthvað um hana að segja og skrifað um hana ritskýringar og viðbætur. Pistill: Jón Egill Eyþórsson2022-01-2837 minÍ austurvegiÍ austurvegiGuðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir - Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og brautViðmælandi þáttarins að þessu sinni er Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir doktorsnemi. Guðbjörg Ríkey hefur rannsakað kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut í gegnum meistaranám sitt og núna doktorsnám. Hún segir okkur sögu þess og um hvað það snýst. Belti og braut er hugtak sem gjarnan er í umræðunni þegar kemur að utanríkisstefnu Kína en þekking á því er lítil sem engin á Íslandi og er viðtalið því kærkomin bragabót á því.2022-01-2141 minÍ austurvegiÍ austurvegiPu Songling og kínverskar furðusögurFrægt rit sem heitir Liaozhaizhiyi 聊斋志异 er eitt stórmerkilegasta furðusagnarit Kína. Safnarinn heitir Pu Songling 蒲松龄 en hann skrifaði niður í þetta rit hinar ýmsu flökkusögur sem hann heyrði yfir ævina. Ekki er vitað hver er upprunalegur höfundur flestra furðusagnanna enda hafa þær bara flakkað um í þágu afþreyingar og þróast með tímanum þar til þær voru loks skrifaðar niður. Þúsundir kvikmynda og sjónvarpsþátta hafa verið framleiddir út frá kínverskum furðusögum og út um alla Asíu má finna sér útgáfu af mörgum þeirra. Þýðing furðusagna: Klara Kristjánsd2022-01-1226 minÍ austurvegiÍ austurvegiTencent og kínversku tæknirisarnirKína er gríðarstórt land með mismunandi svæði, menningarheima og tungumál á hverju strái þar sem samkeppni er gríðarleg vegna mannfjöldans á hverjum stað. Í Bandaríkjunum eru mörg fyrirtæki sem sinna sínum sviðum innan markaðarins eins og Youtube, Facebook, Discord, Instagram, Netflix og Twitter, af hverju er bara eitt fyrirtæki í Kína sem sinnir öllum þessum hlutverkum og hefur fengið að vaxa ótrautt áfram í öll þessi ár? Tencent er svoleiðis fyrirtæki eða nokkurskonar samblanda af öllu sem hér er áður nefnt. Skýringin á því er einföld en mun líklegast koma flestum hluste...2021-12-1527 minÍ austurvegiÍ austurvegiÞorgerður Anna Björnsdóttir - Samskiptasaga Kína og ÍslandsViðmælandi þáttarins að þessu sinni er Þorgerður Anna Björnsdóttir kínverskufræðingur en hún vinnur nú í því að skrifa samskiptasögu Íslands og Kína. Frá því að fyrsti Íslendingurinn sem vitað er um að hafi komið til Kína, með dönsku kaupfari á 18. öld, steig þar á land hafa Íslendingar farið þangað í ýmsum erindagjörðum gegnum tíðina. Margt áhugavert hefur komið upp úr kafinu þegar þessi saga hefur verið skoðuð og leynast þræðir á milli landanna víðar en mann grunar. Í viðtalinu fer Þorgerður Anna yfir margt áhugavert sem hefur rekið á fjörur hennar síðan hún hóf þessa vinnu.2021-12-0855 minÍ austurvegiÍ austurvegiHjálmar W. Hannesson - Fyrsta sendiráð Íslands í AsíuViðmælandi okkar að þessu sinni er Hjálmar W. Hannesson fyrrv. sendiherra og fyrsti sendiherra Íslands með aðsetur í Kína. Hjálmar var fenginn til að koma á fót fyrsta íslenska sendiráðinu í Kína, og raunar allri Asíu, og segir hér frá þessum áhugaverðum tímum í samskiptum landanna og því flugi sem þau fóru á í kjölfarið. Íslenska sendiráðið í Peking hóf starfsemi sína á hótelherbergi á Hilton en átti eftir að marka tímamót í samskiptum landanna. Í viðtalinu fer Hjálmar yfir fyrstu ár sendiráðsins þar sem mikið gekk á, Kína að vakna til lífsins og fjölmörg fyrirtækja á...2021-12-0153 minÍ austurvegiÍ austurvegiQing-keisaraveldið 清朝Qing keisaraveldið var eitt farsælasta keisaraveldi menningarsögunnar og flest málefni utanríkismála Kína í dag snúast í kringum sögulega atburði og samninga sem voru undirritaðir á tímum Qing. Það þýðir einfaldlega að ef það er sérstaklega eitt keisaraveldi sem gott er að hafa víðtæka þekkingu á, þá er það Qing keisaraveldið.2021-11-2435 minÍ austurvegiÍ austurvegiSteingrímur Þorbjarnarson - Feðalög og nám í Kína á níunda áratuginumViðmælandi vikunnar er Steingrímur Þorbjarnarson kínverskufræðingur. Í þættinum fer Steingrímur yfir áhugaverð námsár sín í Kína á níunda áratug síðustu aldar þegar Kína var að vakna til lífsins. Spjölluðum við um kínverskunámið sem tekið var föstum tökum. Ferðalög vítt og breitt um Kína sem og margskonar kynni Steingríms af kínversku þjóðinni á áhugaverðum tímum.2021-11-171h 04Í austurvegiÍ austurvegiVesturferðin 西游记Bókmenntaverkið Vesturferðin 西游记 fjallar um búddamunkinn Xuanzang, hulduverurnar Apakónginn, Svínka og Sveinka og ferð þeirra vestur frá Changan, sem var þá höfuðborg Tang keisaraveldisins alla leið til Indlands til að ná í helgar búddískar sútrur og ferðast með þær aftur til Kína til þess að þýða þær yfir á kínverskt alþýðumál. Enn þann dag í dag eru búnar til hundruði kvikmynda og sjónvarpsþátta út frá sögupersónum verksins og hafa vinsældir þeirra ekkert nema aukist með tímanum.2021-11-1023 minÍ austurvegiÍ austurvegiEinar Rúnar Magnússon - Viðskipti, nám og ferðalög í KínaÍ vikunni fengum við hann Einar Rúnar Magnússon í viðtal til okkar. Hann hefur víðamikla reynslu af viðskiptum í Kína og lærði áður viðskiptafræði með sérhæfingu í kínverskum markaði og í Asíu.2021-11-031h 04Í austurvegiÍ austurvegiMing-keisaraveldið 明朝明 keisaraveldið var veldi sem reis upp úr rústum mongólska heimsveldisins en um stutta stund hafði Kína verið undir stjórn mongólskra yfirráða úr norðri. 元 keisaraveldið svokallað var gríðarstórt og náði alveg frá Kóreu til Póllands um skeið og eftir hnignum þess margbrotna veldis áttu hinir ýmsu herforingjar í stríði sín á milli. Undir lokin stóð ein herdeild eftir og setti á fót 明 keisaraveldið með höfuðborg sína í Nanking borg. Leiðtogi þess hét Zhu Yuanzhang og hóf feril sinn sem bláfátækur munkur en átti síðan eftir að krýna sig sjálfan sem2021-10-2726 minÍ austurvegiÍ austurvegiAukin Samskipti Íslands við Kína - Skjól eða gildra?Í þætti vikunnar fengum við í viðtal til okkar þau Dr. Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og Snæfríði Grímsdóttur aðjúnkt í kínverskum fræðum. Baldur og Snæ­fríður unnu að ítar­legri rann­sókn um sam­skipti Íslands og Kína á árunum 1995-2021. Í þætti vikunnar fengum við þau til okkar til að ræða þessa rannsókn. 2021-10-201h 01Í austurvegiÍ austurvegiHvað er kínverska?Kínversk tungumál eru fjölmörg, hver staður í Kína á sína eigin tegund af kínversku máli og sumstaðar er munurinn svo mikill að kínverskt fólk á jafnvel í erfiðleikum með að tjá sig á ferðalagi um eigið heimaland. Það er gjarnan djókað og sagt að mállýska með sjóher kallast tungumál en restin bara mállýska. Þegar talað er um tungumál og mállýskur í Kína nútímans er hefð fyrir því að mandarín kínverska sé talin vera tungumál á meðan öll hin tungumálin séu mállýskur við hlið þess. Það...2021-10-1324 minÍ austurvegiÍ austurvegiBrynhildur Magnúsdóttir - Ættleiðingar, námsdvöl við Ningbo háskóla 宁波大学 og jarðfræði KínaÍ hlaðvarpsþætti vikunnar var rætt við Brynhildi Magnúsdóttur, jarð- og Kínafræðing. Brynhildur tengdist Kína fyrst í gegnum ættleiðingu á syni hennar og fórum við yfir allt það flókna ferli. Einnig ræddum við um námsdvöl hennar í Ningbo-borg í Kína og að lokum áttum við áhugavert spjall um jarðfræði Kína.2021-10-0657 minÍ austurvegiÍ austurvegiYuan-keisaraveldið 元朝Yuan-keisaraveldið 元朝 var hluti af hinu gríðarmikla mongólska heimsveldi. Kublai Khan barnabarn Genghis Khan stofnaði Yuan-keisaraveldið og setti höfuðborg hins nýja ríkis þar sem nú er Peking og kallaði hana Khanbaliq eða Dadu 大都. Kublai Khan var alþjóðalega sinnaður keisari og leitaðist eftir að nýta það besta sem heimurinn gat boðið upp á þegar kom að því að byggja upp innviði ríkisins. Í þessum þætti fjölluum við um upphaf þess magnaða tímabils og meira. 2021-09-2928 minÍ austurvegiÍ austurvegiHjörleifur Sveinbjörnsson - kínverskar bókmenntir og þýðingar úr forn kínverskuHjörleifur Sveinbjörnsson er einn af okkar fremstu þýðendum frá forn kínversku yfir á íslensku. Nýlega hefur JPV forlagið gefið út þýðingaverk hans á nokkrum ljóðum frá tímum Tang-keisaraveldisins og spjölluðum við um það verk og fleira í þessum þætti.2021-09-2251 minÍ austurvegiÍ austurvegiSong Meiling - 宋美龄Hún Song Meiling var eitt sinn þekkt fyrir að vera moldrík, gullfalleg og einstaklega valdamikil. Hún var eiginkona herforingjans og einræðisherrans Chiang Kai Shek og gengdi hún mikilvægu hlutverki við hlið hans sem túlkur kínversku þjóðarinnar á tímum seinni heimstyrjaldarinnar. Sumir sagnfræðingar benda á að hún hafi verið ein valdamesta konan 20. aldarinnar og í þessari viku rennum við yfir líf hennar og afrek.2021-09-1525 minÍ austurvegiÍ austurvegiÞorvaldur Gylfason - prófessor í hagfræði við Háskóla ÍslandsÍ vikunni fengum við Þorvald Gylfason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands til að ræða við okkur um efnahagsþróun í Kína, fortíð og til framtíðar. Margt bar á góma í áhugaverðu spjalli: Ástæður velgengni efnahagsumbótaáætlunar Deng Xiaoping, samanburður á hagþróun í Kína og öðrum Asíuríkjum, Kína í alþjóðavæddum heimi og einnig ræddum við framtíð Kína þar sem Þorvaldur spáir að Kínverjum muni farnast vel ef lýðræðisbrestir verði leystir farsællega. 2021-09-0839 minÍ austurvegiÍ austurvegiSong-keisaraveldið 宋朝Song-keisaraveldið var við völd á miðöldum í Kína og var þessi tími sem sá miklar framfarir í efnahagssögu kínversku keisaraveldanna. Þetta var mikil blómatíð bæði í listum og iðnaði ásamt því að fólk fór að safna meiri auð en það í raun þurfti til þess að lifa af frá degi til dags. Út af þeirri ástæðu hafði almenningur meiri tíma til þess að hugsa um aðra hluti eins og að njóta matlistargerðar, hlusta á tónlist, fylgja tískubylgjum, mála málverk og yrkja ljóð svo dæmi séu nefnd. 2021-09-0124 minÍ austurvegiÍ austurvegiGunnar Snorri Gunnarsson - Fráfarandi sendiherra Íslands í PekingÍ þætti vikunnar fengum við Gunnar Snorra Gunnarsson fráfarandi sendiherra Íslands í Peking í viðtal. Gunnar Snorri hefur tvisvar gengt stöðu sendiherra í Kína og spjölluðum við m.a. um dvöl hans þar og starfsemi sendiráðsins. Ýmislegt bar á góma, tækifæri Íslendinga í Kína, ímynd Íslands meðal Kínverja, Kína á covid tímum, fótbolti og margt fleira.2021-08-2553 minÍ austurvegiÍ austurvegiLibai & Dufu 李白&杜甫Í þætti vikunnar fjöllum við um félagana Libai 李白 og Dufu 杜甫 en þeir eru tveir af merkustu skáldum kínversku menningarsögunnar. Libai er þekktur fyrir afslappaða og mjög svo daóíska ljóðlist þar sem megin hugmyndir ljóðanna fjalla um tunglið, náttúruna, vináttu og mikilvægi þess að fá sér í tánna af og til. Dufu var raunsærri í verkum sínum en í gegnum ljóð hans getur maður fengið innsýn inn í heim alþýðunnar á tímum Tang-keisaraveldisins. Báðir voru þeir miklir ævintýramenn með 2021-08-1934 minÍ austurvegiÍ austurvegiSveinn Kjartan Einarsson - Jarðvarmaorka, fjárfestingar í Kína og á ÍslandiÍ þætti vikunnar fengum við hann Svein Kjartan Einarsson til okkar í spjall og hann sagði okkur frá viðskiptaferli sínum í jarðvarmaorku, námi og starfi í Kína.2021-08-1251 minÍ austurvegiÍ austurvegiTang-keisaraveldið 唐朝Í þessari viku fjöllum við um Tang-keisaraveldið sem talið er hafa verið blómatíð kínversku menningarsögunnar.2021-08-0517 minÍ austurvegiÍ austurvegiHan-keisaraveldið 汉朝Í þætti vikunnar fjöllum við um Han-keisaraveldið.2021-06-1016 minÍ austurvegiÍ austurvegiHinrik Hólmfríðarson Ólason - Kínverskt teÍ þætti vikunnar fengum við hann Hinrik Hólmfríðarson Ólason í spjall til okkar.2021-05-2749 minÍ austurvegiÍ austurvegiSjanghæ 上海Í þætti vikunnar verður fjallað um alþjóðaborgina Sjanghæ.2021-05-2015 minÍ austurvegiÍ austurvegiSnæfríður Grímsdóttir - Aðjúnkt í kínverskum fræðum, BA í kínverskum fræðumÍ þætti vikunnar fengum við hana Snæfríði Grímsdóttur, aðjúnkt í kínverskum fræðum til okkar í viðtal.2021-05-1347 minÍ austurvegiÍ austurvegiJack Ma 马云Jack Ma er stofnandi Alibaba sem er eitt stærsta internet-fyrirtæki í heiminum.2021-05-0615 minÍ austurvegiÍ austurvegiEgill Þór Níelsson - Kína og norðurslóðirÍ þessari viku fengum við hann Egil Þór Níelsson til okkar í spjall. Egill Þór, sem er starfsmaður Rannís og doktorsnemi við HÍ og Lapplandsháskóla, starfaði í tæp 8 ár við Kínversku heimskautastofnunina. Í viðtalinu fengum við smá innsýn í starfsemi stofnunarinnar, spjölluðum um áhuga Kínverja á norðurslóðum og Egill Þór sagði frá ævintýralegri ferð gegnum norðurskautið með rannsóknarskipi Kínverja, Snædrekanum. 2021-05-0451 minÍ austurvegiÍ austurvegiEgill Þór NíelssonÍ þessari viku fengum við hann Egil Þór Níelsson til okkar í spjall.2021-04-2952 minÍ austurvegiÍ austurvegiQin-keisaraveldið 秦朝Fyrsta sameinaða keisaraveldið var kallað Qin-keisaraveldið. Í þessum þætti fjöllum við um það.2021-04-2222 minÍ austurvegiÍ austurvegiHelgi Steinar Gunnlaugsson - Kína og alþjóðamálÍ þessum þætti fengum við stjórnmálafræðinginn og uppistandarann Helga Steinar Gunnlaugsson til okkar í viðtal. M.a. ræðum við um nám hans í alþjóðastjórnmálum við virtasta háskóla Kína og alþjóðamál.2021-04-1548 minÍ austurvegiÍ austurvegiSilkivegurinn 丝绸之路Silkivegurinn hefur í aldaraðir verið slagæð alþjóðlegra viðskipta í heiminum.2021-04-0828 minÍ austurvegiÍ austurvegiJón Egill Eyþórsson - menning Austur AsíuÍ þætti vikunnar fengum við í spjall til okkar hann Jón Egil Eyþórsson sem er einn fremsti austurlandafræðingur okkar Íslendinga. Auk kínversku talar Jón Egill Japönsku og kóresku og hefur dvalið í löndunum þremur og hefur því frá mörgu að segja.2021-03-2547 minÍ austurvegiÍ austurvegiKonfúsíanismi 儒家Í þessum hlaðvarpsþætti ræðum við heimspekiskólann 儒家 eða Konfúsíanisma eins og við þekkjum hann betur á íslensku.2021-03-1828 minÍ austurvegiÍ austurvegiArnar Steinn Þorsteinsson - kínverskir ferðamenn á ÍslandiÍ þessum þætti fengum við hann Arnar Stein Þorsteinsson til okkar í viðtal. Arnar Steinn segir frá skemmtilegum tíma sem námsmaður í Kína, glímuna við kínverskuna og störf í ferðaþjónustu á Íslandi þar sem umfjöllunarefnið er að mestu kínverskir ferðamenn.2021-03-1148 minÍ austurvegiÍ austurvegiArnþór Helgason - Með Kína í farteskinu í hálfa öldArnþór Helgason fyrrverandi formaður Kínversk- íslenska menningarfélagsins og vináttusendiherra Kína á Íslandi kom til okkar í spjall og hafði frá mörgu að segja. 2021-03-0449 minÍ austurvegiÍ austurvegiGeir Sigurðsson - Konfúsíus og speki hansÍ þessum þætti fengum við hann Geir Sigurðsson prófessor í kínverskum fræðum við Háskóla Íslands í spjall til okkar. Við ræddum við hann um Konfúsíus og speki hans en Geir er einn af fremstu fræðimönnum í heimi þegar kemur að rannsóknum á siða-hugtakinu (li - 礼)í Konfúsíunisma2021-02-2549 minÍ austurvegiÍ austurvegiHafliði Sævarsson - Kínverska nýáriðÍ þessum þætti fengum við hann Hafliða til okkar til að spjalla um kínverska nýárið. Fleira ber þó á góma enda hefur Hafliði ýmsa fjöruna sopið í Kína og var m.a. fyrsti starfsmaður Glitnis-banka í Shanghai í stuttri bankaútrás þangað fyrir fjármálahrunið.2021-02-2231 minÍ austurvegiÍ austurvegiUnnur Guðjónsdóttir - kínverska nýáriðÍ þessum þætti fengum við hana Unni í spjall um kínverska nýárið. Einnig ber á góma stórmerkilegt Kínasafn Unnar og ferðir hennar með Íslendinga til Kína.2021-02-2235 minÍ austurvegiÍ austurvegiKristín Bu - kínverska nýáriðVið ræddum við hana Kristínu Bu um kínverska nýárið. Hún segir okkar einnig af námsárum hennar í Kína sem og hvernig Kínverjar á Íslandi halda upp á kínverska nýárið.2021-02-2218 minÍ austurvegiÍ austurvegiKonfúsíus 孔子Í þessum hlaðvarpsþætti verður fjallað um heimspekinginn Konfúsíus og hans speki.2021-02-1822 minÍ austurvegiÍ austurvegiKínverska nýárið 春节Við fögnum ári uxans með nýju hlaðvarpi Konfúsíusarstofnunarinnar Norðurljósa.2021-02-1215 min