Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Myntkaup

Shows

Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin hægir á sér og fjárfestar spyrja: Er Ethereum besta fjárfestingin á markaðnum í dag?Rafmyntamarkaðir hafa haldið vel í hækkanir undanfarinna vikna, en Bitcoin virðist ætla að þurfa nokkrar tilraunir til að keyra yfir 120k. Ethereum hefur hins vegar hækkað um meira en 50% síðustu 30 daga og gífurlegt fjárstreymi hefur verið í ETH kauphallarsjóðina á Wall Street. Þetta og fjölmargt annað var rætt í þessum þætti, meðal annars að Trump Media félagið keypti BTC fyrir 2 milljarða Bandaríkjadollara og margt fleira. Einnig er hið mánaðarlega bókahorn tekið fyrir í lok þáttarins.2025-07-2653 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaRafmyntamarkaðir áfram á fleygiferð - Þrjú crypto frumvörp samþykkt í Washington - Hvar stoppar XRP?Í þessum þætti er fjallað ítarlega um atburðarás liðinnar viku í Washington þar sem þrjú lagafrumvörp voru samþykkt með afgerandi og þverpólitískum meirihluta. Litlu munaði að ekkert yrði úr crypto vikunni en forseti Bandaríkjanna beitti sér fyrir, og náði því í gegn, að crypto vikan næði fram að ganga. Ýmis teikn eru á lofti um að aðrar rafmyntir láti nú loks ljós sitt skína eftir marga mánuði í skugga velgengi Bitcoin. XRP heldur áfram ævintýralegum hækkunum og þeir félagar, Björn og Kjartan, reyna að ná utan um þetta allt saman.2025-07-2057 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin nær hæstu hæðum á ný - nálgast 120kÍ þessum þætti er fjallað um miklar hækkanir undanfarna daga á rafmyntum, en Bitcoin fór í um 118.800$ á föstudaginn, ETH fór yfir 3000$ og XRP fór nálægt 3$. Athygli vekur að ekki er hægt að benda á neinar sérstakar fréttir sem valda þessum hækkunum. Þeir félagar Björn og Kjartan fara þó yfir nokkur áhugaverð atriði sem styðja bjartsýn viðhorf gagnvart komandi vikum og mánuðum.2025-07-1257 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHefur Blackrock meiri tekjur af Bitcoin heldur en bandarískum hlutabréfum?Í þessum þætti ræða þeir félagar Björn og Kjartan um fjölda stórra frétti úr heimi rafmynta í Bandaríkjunum. Má þar nefna að nú hefur verið starfræktur Solana kauphallarsjóður í Chicago. Einnig er rætt um þá áhugaverðu staðreynd, að miðað við núverandi gengi Bitcoin og SP500 hlutabréfavísitölunnar er útlit fyrir að Blackrock hafi meiri tekjur af Bitcoin kauphallarsjóð sínum (IBIT) heldur en S&P500 kauphallarsjóð sínum. Þá er nýsamþykkt frumvarp "Big Beautiful Bill" rætt og margt fleira í þessum þætti.2025-07-061h 00Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaVopnahlé í Miðausturlöndum - S&P500 nær hæstu hæðum - Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?Í þessum þætti er rætt um hvaða áhrif nýlega umsamið vopnahlé í Miðausturlöndum kann að hafa á rafmyntamarkaði, en nú þegar hefur leiðandi hlutabréfavísitalan í Bandaríkjunum náð hæstu hæðum. Áfram berast góðar fréttir úr heimi rafmynta frá Bandaríkjunum, en nú virðist sem lánastofnunum þar í landi verði gert skylt að taka mið af rafmyntaeign þegar kemur að lánveitingum við fasteignakaup. Þetta og margt fleira er rætt í þessum þætti.2025-06-2954 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaLagafrumvarp um stöðugleikamyntir samþykkt í Washington - hvaða þýðingu mun það hafa fyrir rafmyntamarkaðinn?Í síðustu viku samþykkti Öldungadeildin í Bandaríkjunum GENIUS Act eða lagafrumvarp sem fól í sér heildstæða löggjöf um stöðugleikamyntir. Frumvarpið fékk sterkt fylgi en 68 öldungardeildarþingmenn sögðu já gegn 30 sem sögðu nei. Eru flestir greinendur á því að þetta muni skapa góðan jarðveg fyrir markað stöðugleikamynta til að vaxa gríðarlega hratt á næstu árum sem að sama skapi ætti að hafa mjög jákvæð áhrif á rafmyntamarkaðinn í stærra samhengi. Þetta og margt fleira er fjallað um í þessum þætti.2025-06-2252 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin heldur velli yfir 100k þrátt fyrir óróa heimsmálannaBitcoin náði nýjum methæðum í lok síðasta mánaðar í 112K USD og hefur síðan þá aldrei farið undir 100K þrátt fyrir að meira og minna allir markaðir hafi tekið dýfu í kjölfar árásar Ísraela á Íran. Allt stefnir í að Texas verði þriðja fylkið í Bandaríkjunum sem samþykki Bitcoin kaup hins opinbera. Þetta og margt fleira ræða þeir félagar Björn og Kjartan í þessum þætti.2025-06-1540 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaChainlink "deep dive"Þessi þáttur er hinn síðari af tveimur þar sem fjallað er um ONDO og LINK, að beiðni hlustenda og fjallar þessi um Chainlink eða LINK. Farið er yfir sögu Chainlink, grundvallaratriði keðjunnar og narratífið í dag. Af hverju heldur gengi LINK áfram að valda vonbrigðum þrátt fyrir að tæknin sé ein sú mest notaða í heimi bálkakeðjutækninnar? Þetta og margt fleira er rætt í þessum þætti.2025-06-0735 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHvað er ONDO Finance?Í þessum þætti er fjallað um hvernig eignir í raunheimum (Real World Assets) verða mögulega færðar yfir á bálkakeðjur. Til að mynda er Larry Fink, framkvæmdastjóri Blackrock, mjög sannfærður um þessa framtíðarsýn. Ein af mest spennandi bálkakeðjum í þessum efnum er ONDO og fara þeir félagar Björn og Kjartan á dýptina um hvað það er sem gerir ONDO spennandi og markar þeim jafnframt ákveðna sérstöðu.2025-05-3139 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin nær hæstu hæðum á ný - Af hverju vekur það ekki meiri athygli?Í vikunni sem var að líða náði gengi Bitcoin 112.000 USD. Mörgum Bitcoin eigendum þykir þó sérkennilegt að fæstir gefa því mikinn gaum enn sem komið er. Í þessum þætti fara Björn og Kjartan að sjálfsögðu einnig yfir fréttir liðinnar viku, meðal annars hvernig hin ýmsu fylki Bandaríkjanna virðast í auknum mæli sjá hag sinn í því að tileinka sér Bitcoin. Þetta og margt fleira í þessum þætti.2025-05-2456 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaStóri Solana þátturinnÍ þessum þætti, sem tekinn var upp 21. apríl 2025, ræða þeir félagar, Björn og Kjartan, um Solana. Farið er yfir grundvallaratriði keðjunnar, söguna, stofnandann og markmið hans og margt fleira. Björn svarar spurningum um fjárfestingu sína í SOL myntinni, til dæmis hvar hann væri spenntur fyrir að selja.2025-05-1653 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaStóri Ethereum þátturinnÍ þessum þætti, sem tekinn var upp 21. apríl síðastliðinn, fjalla þeir félagar Björn og Kjartan ítarlega um grundvallaratriði Ethereum. Útskýra hvaða áskoranir bíða þeirra, hverjir eru helstu styrkleikar og reyna að svara þeirri spurningu hvort ástæða sé til að vanmeta ekki þá möguleika sem Ethereum býður upp á. Saga Ethereum er rakin og farið er yfir samanburð Ethereum bálkakeðjunnar við aðrar sambærilegar bálkakeðjur og margt fleira.2025-05-0956 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaInnflæði kauphallarsjóða nálgast sömu hæðir og í nóvember á síðasta ári - Er tilefni til bjartsýni gagnvart sumrinu?Landið heldur áfram að rísa á rafmyntamörkuðum eftir því sem Bitcoin færist nær 100k verðmiðanum. Frumvarp um Bitcoin kaup Arizona-fylkis fékk samþykki bæði í fulltrúa- og öldungardeild fylkisins, en allt bendir þó til þess að ríkisstjórinn muni ekki skrifa undir frumvarpið sökum pólitískrar pattstöðu. Kauphallarsjóðir hafa verið að kaupa talsvert BTC undanfarið og er BTC eign Blackrock komin yfir 600.000 BTC. Þetta og margt fleira í þessum þætti.2025-05-031h 04Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin nálgast 100k - Eru nautin aftur við völd?Í þessum þætti er fjallað um hvað veldur hækkunum á gengi Bitcoin undanfarna daga. Meðal annars er fjallað um hvernig Trump virðist hafa hætt við áform sín um að reyna að víkja Jerome Powell úr embætti seðlabankastjóra. Einnig er fjallað um nýjar myntir í vöruúrvali Myntkaupa, en á dögunum bættust við SUI, HBAR og DOT. 2025-04-2659 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaPáskaþátturinn - Trump lýsir yfir óánægju með Jerome Powell - Hvaða heimildir hefur forseti Bandaríkjanna gagnvart seðlabankastjóra?Í þessum þætti var farið yfir fréttir síðustu viku. Landið virðist aðeins vera að rísa á rafmyntamörkuðum, þótt enn sé hræðsla ráðandi samkvæmt mælikvörðum. Donald Trump ýjaði að því í vikunni að víkja Jerome Powell úr embætti seðlabankastjóra, en óljóst virðist vera hvort hann hafi heimildir til þess. Frumvarp um Bitcoin varaforða Oklahoma fylkis var naumlega hafnað og athygli vekur að það voru þingmenn Repúblikana sem voru í meiri hluta þeirra sem sögðu nei. Til viðbótar ræða Kjartan og Björn um þeirra fjárfestingaráætlanir og hvor...2025-04-191h 08Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaTrump tekur U-beygju í tollamálum - Hvað vakir fyrir manninum?Í þessum þætti er sjónum fyrst og fremst beint að tollaákvörðunum Trump. Segja má að markaðir hafi byrjað vikuna á því að vera lamaðir af hræðslu vegna tollaákvarðana Bandaríkjanna en réttu heldur betur við sér eftir að forsetinn tilkynnti að Bandaríkin munu fresta gildistöku nýsettra tolla í 90 daga, að undanskildum nokkrum ríkjum, þar með talið gagnvart Kína. Kjartan og Björn ræða atburðarásina og draga rökstuddar ályktanir um hvað mögulega vakir fyrir manninum með þessu öllu saman.2025-04-1359 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaTollar Trumps valda titringi á mörkuðum - Hlutabréf í Bandaríkjunum í frjálsu falli - Hvernig bregst Bitcoin við?Frétt vikunnar að þessu sinni eru umdeildar ákvarðanir forseta Bandaríkjanna um að setja tolla á öll ríki heimsins, frá 10% og upp í tæplega 50%. Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa verið í frjálsu falli frá ákvörðuninni en hingað til hefur Bitcoin haldið sæmilega velli. Kjartan og Björn ræða um hvernig landslagið horfir við þeim og hverju þeir búast við þegar fram líða stundir.2025-04-0458 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaMarkaðir missa flugið eftir nýlegar hækkanir - Hvað veldur?Segja má að lítið hafi dregið til tíðinda á rafmyntamörkuðum í síðustu viku. Markaðurinn leit út fyrir að vera að undirbúa sig fyrir frekari hækkanir eftir góða byrjun, en virðist aðeins vera að missa flugið. Í þessum þætti kryfja þeir félagar, Björn og Kjartan, helstu orsakavalda, þar með talið áframhaldandi áhyggjur af tollum Bandaríkjanna, ásamt því að fara yfir helstu fréttir.2025-03-2956 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaSEC fellir loksins niður dómsmálið gegn Ripple - Ætlar Seðlabanki Bandaríkjanna að spýta fjármagni í markaðinn?Í þessum þætti er farið yfir fréttir liðinnar viku. Þar má helst nefna að bandararíska verðbréfaeftirlitið felldi loks niður málsókn á hendur Ripple sem hefur staðið yfir um árabil. Þá gaf Jerome Powell, seðlabankastjóri Bandaríkjanna út að stýrivextir yrðu ekki lækkaði strax. Á hinn bóginn tók hann fram að seðlabankinn ætlaði að draga úr aðhaldi gagnvart markaðnum (Quantitative tightening) og tók markaðurinn vel í það fyrst um sinn, en síðan þá hafa hækkanir að mestu gengið til baka. Þá vaknar spurningin: Styttist í að Seðlabankinn snúi stefnunni við...2025-03-2252 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHvað gerðist á hinum umtalaða "Crypto Summit" fundi í Hvíta húsinu? Eru Kína og Rússland farin að gera upp olíuviðskipti í Bitcoin?Í þessum þætti fjalla Björn og Kjartan um fréttir liðinnar viku, einkum umtalaðan fund í Hvíta húsinu, svokallaðan "White House Crypto Summit". Einnig fjalla þeir um hvort sjá megi aukningu á peningamagni í umferð í heiminum og hvaða áhrif það kunni að hafa á rafmyntamarkaði. Loks er drepið á nýlegum fréttum um uppgjör olíuviðskipta milli Kína, Rússlands og Indlands í Bitcoin og öðrum rafmyntum.2025-03-1558 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFundur í Hvíta húsinu með helstu leiðtogum rafmyntageirans - Ætla Bandaríkin að fjárfesta í öðrum rafmyntum en Bitcoin?Miklar verðsveiflur einkenndu rafmyntamarkaðinn vikuna sem er að líða. Donald Trump ýjaði að því á Truth Social að Bandaríkin ætli sér að fjárfesta í öðrum rafmyntum en Bitcoin, mögulega XRP, SOL og ADA. Þá er mikil spenna á markaðnum vegna fundar í Hvíta húsinu þar sem Donald Trump og áhrifamenn ríkisstjórnar Bandaríkjanna funda með áhrifafólki rafmyntaiðnaðarins. Kjartan og Björn ræða sín á milli hvaða ályktanir megi draga af þessu.2025-03-0848 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHræðsla grípur um sig á mörkuðum vegna látlausra lækkana - Er ástæða til að hafa áhyggjur?Bitcoin féll í nótt undir 80k USD samhliða gríðarlegu verðfalli annarra rafmynta og "Fear and Greed Index" er kominn í 20, eða "extreme fear". Í þessum þætti fer Björn Harðarson yfir ástæður sínar fyrir því að hafa ekki áhyggjur af ástandinu heldur líta frekar á það sem tækifæri. Einnig er fjallað um stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar, en í síðustu viku náðu tölvuþrjótar að stela tæplega einum og hálfum milljarði dollara af ETH. Þetta og margt fleira í þessum þætti!2025-02-2854 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBjörn Harðarson - Fréttir liðinnar viku - Forseti Argentínu flæktur í jarmmyntarhneyksli. Abu Dhabi kaupir BTC fyrir meira en 400m USD. Hafa altcoins náð botninum?Í þessum þætti fara Kjartan og Björn yfir helstu fréttir liðinnar viku. Javier Milei, forseti Argentínu, sætir nú gagnrýni fyrir aðild í rafmyntinni LIBRA sem féll gífurlega í verði eftir skammvinnar hækkanir. Abu Dhabi tilkynnti um stór Bitcoin-kaup. Farið er vel yfir stöðuna á markaðnum og hvort tilefni sé til bjartsýni fyrir aðrar rafmyntir en Bitcoin fyrir komandi vikur. Þetta og margt fleira í þessum þætti.2025-02-2255 minBetkastið - Hverjar eru líkurnar?Betkastið - Hverjar eru líkurnar?Crypto X Myntkaup 💸Við fengum Hlaðvarp Myntkaupa í settið! - Hvað er Myntkaup.is ? - Crypto 101 lykilhugtök - Hvað er ástandið á markaðnum í dag? - Stærstu rafmyntin útskýrð - Veðmál í gegnum Crypto - Spurningar frá hlustendum - Spurningakeppni - Tippleikur á Enska í boði Lengjunnar! 2025-02-211h 51Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttir liðinnar viku. Slæmar verðbólgutölur í Bandaríkjunum - hvaða áhrif mun það hafa á stýrivexti í Bandaríkjunum? Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti fara Björn og Kjartan yfir fréttir liðinnar viku. Færst hefur ákveðin ró yfir markaðinn og eru sumir byrjaðir að tala um "boring zone". Verðbólgutölur ullu vonbrigðum í Bandaríkjunum á miðvikudaginn, en verðbólga mældist 3% þar í landi, töluvert verr en spár höfðu gert ráð fyrir. Áhrif þessa og margt fleira er fjallað um í þessum þætti.2025-02-141h 00Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaMesta hreinsun crypto sögunnar | Voru 8-10 milljarðar USD þurrkaðir út aðfararnótt mánudags? Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti ræða Björn og Kjartan um þær lækkanir sem hafa einkennt rafmyntamarkaði undanfarnar vikur, sérstaklega aðrar rafmyntir en Bitcoin. Met var slegið aðfararnótt mánudags þar sem talað er um að allt að 8-10 milljarðar Bandaríkjadollara voru þurrkaðir út (e. liquidated). Eru hin umtöluðu Trump áhrif að snúast í andhverfu sína? Þetta og margt fleira í þessum þætti.2025-02-0959 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaKristján Ingi Mikaelsson, meðstofnandi Visku Digital Assets og stjórnarformaður Rafmyntaráðs.Kristján Ingi mætti í fyrsta skipti í hlaðvarpið. Fáir, ef einhverjir, hafa haft jafnmarga snertifleti við rafmyntir á íslenskum markaði og Kristján. Hann hefur jafnframt talað fyrir Bitcoin á opinberum vettvangi í hartnær áratug. Í þessum þætti er farið yfir vegferð hans í heimi rafmynta og hann deilir með hlustendum sínum viðhorfum um Bitcoin og markaðinn. Mælum eindregið með hlustun!2025-02-011h 22Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaTrump svarinn í embætti og byrjar með látum. Hvað í veröldinni er Trump Coin og hvernig hefur Trump farið af stað? Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti er einkum fjallað um atburði vikunnar sem er að líða og fyrirbærið sem Trump Coin er og áhrifin sem það hefur haft á markaðinn. Björn er ekki ýkja hrifinn af framtaki forsetans að gefa út jarmmynt, en telur þó langtímaáhrifin ekki neikvæð. Þetta og margt fleira er fjallað um í þessum þætti.2025-01-2558 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við fyrstu embættisdögum Trump? Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti heimsækir Björn Harðarson hlaðvarpið eftir jólafrí. Farið er yfir það helsta sem hefur gerst síðustu vikur á rafmyntamörkuðum og hvers má vænta eftir að Trump verður svarinn í embætti eftir helgi.2025-01-1955 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaDaði Laxdal Gautason hjá Sisu GroupÍ þessum þætti fengum við Daða Laxdal, framkvæmdastjóra vöruþróunar hjá Sisu Group, sem starfrækir meðal annars Epicbet. Daði fjallar um sína vegferð í heim rafmynta og hvernig vöxturinn hefur verið hjá rafmyntum á sviði veðmála. Fjallað var um veðmál Íslendinga á kosningarnar í nóvember og margt fleira.2024-12-2149 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHeldur altcoin season áfram? Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti heldur Björn áfram að fjalla um helstu málefni líðandi stundar á rafmyntamörkuðum. Meðal annars er farið yfir nýjustu tilnefningar Donald Trump í lykilembætti, XRP, Solana og almennt um altcoins og að sjálfsögðu Bitcoin.2024-12-141h 06Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBrynjar Páll - Allt um CardanoÍ þessum þætti ræðir crypto fjárfestirinn og Cardano maðurinn um grundvallaratriði Cardano bálkakeðjunnar. Farið er yfir víðan völl, þar á meðal er saga keðjunnar rakin, fjallað er um stofnanda keðjunnar, Charles Hoskinson, ásamt því að Brynjar skýrir frá sinni framtíðarsýn gagnvart Cardano. Ef þú hefur áhuga á Cardano er þetta skylduhlustun!2024-12-061h 08Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaLogi Pedro með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Logi Pedro Stefánsson er tónlistarmaður sem skaust hratt upp á stjörnuhimininn og hefur verið í sviðsljósinu síðan hann var mjög ungur. Í þættinum ræða Sölvi og Logi um uppreisnareðli, listir og sköpun, sjálfsábyrgð, pólariseringu í samfélaginu og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-12-041h 27Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#329 Bergþór Másson snýr aftur (hluti 2)https://solvitryggva.is/ Bergþór Másson er hlaðvarpsstjórnandi, umboðsmaður og frumkvöðull. Í þættinum ræða Sölvi og Bergþór um sjálfsábyrgð, fegurðina í lífinu, samfélagsmál, heimspeki, listir og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-12-0359 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#328 Bergþór Másson snýr aftur (hluti 1)https://solvitryggva.is/ Bergþór Másson er hlaðvarpsstjórnandi, umboðsmaður og frumkvöðull. Í þættinum ræða Sölvi og Bergþór um sjálfsábyrgð, fegurðina í lífinu, samfélagsmál, heimspeki, listir og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/  2024-12-0256 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaEr altcoin season hafið? Með Birni HarðarssyniÍ þessum þætti er sjónum fyrst og fremst beint að öðrum rafmyntum en Bitcoin (altcoins). Björn svarar spurningunni hvort tímabil þeirra sé nú hafið og hvers megi vænta af þeim. Fjallað er um helstu rafmyntirnar eins og SOL, XRP, ADA, DOGE o.fl.2024-11-291h 11Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#327 Brynjar Níels snýr afturhttps://solvitryggva.is/ Brynjar Níelsson hefur lengi verið þekktur á vettvangi stjórnmálanna fyrir að þora að viðra óvinsælar skoðanir. Hann er fyrrverandi þingmaður sem er nú aftur í framboði. Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um grundvallaratriði í stjórnmálum, eins og til dæmis hve mikil umsvif ríkisins eigi að vera, mikilvægi þess að kjósendur viti hvar þeir hafi þá sem þeir kjósa til valda og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - ht...2024-11-291h 25Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaKristrún Frosta með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Kristrún Frostadóttir er formaður Samfylkingarinnar. Henni hefur skotið hratt upp á stjörnuhimininn í stjórmálunum og flokkur hennar hefur undanfarið ítrekað mælst stærsti flokkur landsins. Í þættinum ræða Kristrún og Sölvi um hlutverk ríkisins, íslenskt samfélag, feril Kristrúnar, stjórnmálin og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-281h 40Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#326 Guðrún Hafsteinsdóttir með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Guðrún er dómsmálaráðherra Íslands. Guðrún varð ung forstjóri yfir Kjörís, eftir að faðir hennar varð bráðkvaddur. Hún segir þá reynslu hafa mótað sig og breytt viðhorfum sínum til lífsins. Í þættinum ræða Sölvi og Guðrún um samfélagið, stjórnmálin, feril Guðrúnar og margt fleira Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ 2024-11-2720 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaSigmundur Davíð með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er alþingismaður og fyrrverandi forsætisráðherra Íslands. Flokkur hans hefur undanfarið mælst í hæstu hæðum í skoðanakönnunum og Sigmundur hefur vakið athygli fyrir að tjá sig umbúðalaust í ýmsum málum. Í þættinum fara Sölvi og Sigmundur yfir stöðuna í stjórnmálunum, samfélaginu. fjölmiðla, málin sem ekki má tala um og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-261h 13Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#325 Magnús Ver með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Magnús Ver Magnússon vann keppnina um sterkasta mann heims fjórum sinnum. Hann hefur helgað lífi sínu aflraunum og starfar nú sem dómari og kynnir á kraftakeppnum um allan heim. Í þættinum ræða Sölvi og Magnús um magnaðan feril Magnúsar, gullaldarárin í aflraunum, Jón Pál Sigmarsson og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkau...2024-11-2520 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp Myntkaupa40% hækkun á gengi Bitcoin í nóvember - Er hægt að hundsa Bitcoin mikið lengur? Með Birni HarðarsyniEngu líkara er en að Donald Trump sé að setja saman Bitcoin-ríkisstjórn fyrir næsta kjörtímabil. Michael Saylor heldur áfram að kaupa BTC eins og óður maður og fleiri fyrirtæki fylgja eftir hans fordæmi. Solana nær hæstu hæðum og almenningur virðist vera að byrja að kveikja á perunni. Þetta og margt fleira ræðir Kjartan við Björn í þessum þætti.2024-11-221h 06Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaÞorgerður Katrín með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og einn reyndasti Alþingmaður Íslands. Í þættinum ræða Sölvi og Þorgerður um stjórnmálin, samfélagið, ferilinn, íþróttirnar, skautun, lífsreynslu og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-221h 34Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaEinar Hansberg með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Einar Hansberg er stórmerkilegur maður sem hefur slegið fleiri en eitt heimsmet í þágu góðra málefna. Nýjasta metið var að lyfta meira en 520 tonnum í réttstöðulyftu á einum sólarhring. 500 kílómetra róður, sund í tvo sólarhringa samfleytt og sitthvað fleira er einnig á afrekaskrá Einars, sem sjálfur segist ofur venjulegur maður, sem vill leggja sitt að mörkum til að gera heiminn aðeins betri. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ 2024-11-211h 11Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#324 Simmi Vill snýr aftur (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Sigmar Vilhjálmsson var í áraraðir einn þekktasti sjónvarpsmaður Íslands, bæði á árunum í 70 mínútum og síðar sem aðalkynnir í ,,Idol Stjörnuleit". Í þættinum ræða Sölvi og Sigmar um stjórnmál, kosningarnar framundan, samfélagsmál, rekstur og margt fleira. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-2020 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaSveinn Kjartansson með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Sveinn Kjartansson matreiðslumeistari greindist með HIV veiruna á fyrri hluta níunda áratugarins. Hann lýsir því í þættinum hvernig var að ganga með þessa handsprengju innanklæða á tíma þar sem útskúfunin var algjör. Neyslunni sem kom í kjölfarið og endaði á að fara með hann alla leið á botninn og svo upprisunni og fegurðinni í lífi hans í dag. Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-191h 09Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#323 Sigmar Guðmundsson með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Sigmar Guðmundsson var í áraraðir einn þekktasti sjónvarpsmaður landsins. Hann varð þingmaður fyrir nokkrum árum og er í framboði fyrir komandi kosningar. Í þættinum ræða Sölvi og Sigmar um fjölmiðla, stjórnmál, fíknivanda, stöðu samfélagsins og margt fleira Þátturinn er í boði; Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-1820 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin nálgast $100.000. Ætlar ríkissjóður Bandaríkjanna að kaupa 1.000.000 BTC næstu 5 ár? Með Birni HarðarsyniAtburðarás í heimi rafmynta hefur verið vægast sagt svakaleg undanfarna daga og nú er útlit fyrir að ríki heimsins þurfi að taka afstöðu til þess hvort þau ætli að hafa Bitcoin sem hluta af varaforða sínum. Með fullnaðarsigri Repúblikana yfir báðum deildum þingsins velta margir því fyrir sér hvort frumvarp öldungardeildarþingmannsins Cynthia Lummis þess efnis nái fram að ganga. Kjartan og Björn brjóta þetta viðfangsefni til mergjar í þessum þætti.2024-11-1657 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaKalli Snæ snýr afturhttps://solvitryggva.is/ Guðmundur Karl Snæbjörnsson er þrautreyndur læknir sem var útskúfað í faraldrinum fyrir að tala gegn línu stjórnvalda. Honum var hótað kærum og fangelsisvist af hinu opinbera og segir læknum hafa verið bannað að fara eftir sannfæringu sinni. Í þættinum ræða Sölvi og Guðmundur um stöðuna í samfélaginu, hvað við getum lært af faraldrinum og næstu skref. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings...2024-11-151h 15Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#297 Jón Steinar snýr afturhttps://solvitryggva.is/ Jón Steinar Gunnlaugsson er hæstaréttarlögmaður og prófessor í lögfræði. Hann hefur vakið athygli í gegnum árin fyrir að segja skoðanir sínar umbúðalaust. Í þættinum ræða Sölvi og Jón Steinar um samfélagsmál, dómstóla, rétttrúnað, fíkniefni og fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-141h 12Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#322 Einar Bárðason með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Einar Bárðason er löngu orðinn landsþekktur sem lagasmiður, umboðsmaður og athafnamaður. Nú er hann kominn á vettvang stjórnmálanna og er í framboði fyrir komandi kosningar. Í þættinum ræða Sölvi og Einar um samfélagið, stjórnmál, getuna til að þola mótlæti og margt margt fleira Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings...2024-11-1320 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#308 Jói Fel með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Jóhannes Felixson er bakari, frumkvöðull, sjónvarpskokkur og metsöluhöfundur. Mögnuð saga og stórmerkilegur maður. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-121h 32Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#321 Þór Tulinius með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Þór Tulinius er leikari og leiðsögumaður sem hefur marga fjöruna sopið. Í þættinum ræða Þór og Sölvi um leiklistina, feril Þórs, ferðalög, samfélagið, líf sem aðstandandi alkohólista og margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-1120 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBitcoin rýfur hæstu hæðir eftir nýafstaðnar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Er $100.000 verðmiði framundan? Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti fjallar Björn Harðarson um þýðingu og áhrif forsetakosninganna í Bandaríkjunum á Bitcoin og aðrar rafmyntir. Einnig fjallar Björn um undanfarnar hreyfingar á gengi Ethereum og ber það saman við Solana. Þetta og margt fleira í þessum þætti af Hlaðvarpi Myntkaupa.2024-11-0858 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaHæHæ með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Vinirnir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson hafa í áraraðir verið að gera grínefni saman, en á löngum köflum gekk það brösulega. Hjálmar fór að vinna á leikskóla og Helgi fór í jakkaföt og vildi verða bissnessmaður. En dropinn holar steininn og í dag eru þeir í fullri vinnu við að gera grínefni, bæði í Hlaðvarpinu Hæhæ og Hjálmar fer í gervi Hvítvínskonunnar nær daglega. Hér ræða þeir Sölvi um mikilvægi þess að elta draumana, gefast ekki upp, hætta að láta álit annarra stýra...2024-11-081h 00Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#309 Sigríður Andersen með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Sigríður Andersen er lögmaður og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Í þættinum ræða Sölvi og Sigríður um samfélagið, stjórnmál, hugrekki, kraftlyftingar og margt fleira. Þátturinn er í boði; Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Caveman - https://www.caveman.global/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-071h 16Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#320 Ellý Ármanns með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Ellý Ármannsdóttir er löngu orðin að eins konar þjóðargersemi eftir að hafa starfað sem þula á Ríkissjónvarpinu um árabil. Hún starfar nú sem flugfreyja, spákona, myndlistarkona og sitthvað fleira. Ellý er óhrædd við að segja skoðanir sínar og fer vægast sagt sínar eigin leiðir í lífinu. Í þættinum ræða hún og Sölvi um sjálfsábyrgð, eldmóð, spádóma, hamingjuna, stöðuna í samfélaginu og margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyr...2024-11-0620 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#319 Dóri DNA með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Halldór Laxness Halldórsson er rithöfundur og grínisti. Í þættinum ræða Sölvi og Dóri um list, menningu, hip-hop, menningarstríðin og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-0420 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHalldór Armand, rithöfundur ræðir nýútgefna bók sína, Mikilvægt rusl.Í þessum þætti ræða Halldór og Kjartan saman um bókina Mikilvægt rusl, sem er stórskemmtileg kómedía með Bitcoin ívafi og líklega fyrsta bókin á íslenskum markaði sem hægt er að kaupa fyrir Bitcoin. Einnig ræða þeir félagar um vegferð Halldórs sem rithöfundar og hvernig það kom til að hann varð hugfanginn af Bitcoin.2024-11-041h 07Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaGunnar Smári með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Gunnar Smári Egilsson er þrautreyndur blaðamaður, ristjóri og samfélagsrýnir. Í þættinum stikla Sölvi og Gunnar Smári á stóru um stöðuna í samfélaginu, menningarstríðið, stéttskiptingu og margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-11-011h 16Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#306 Diljá Mist með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Diljá Mist Einarsdóttir er hæstaréttarlögmaður og alþingismaður sem hefur vakið athygli fyrir að tjá skoðanir sínar umbúðalaust síðan hún kom inn á vettvang stjórnmálanna. Í þættinum ræða Sölvi og Diljá um sögu Diljár, stjórnmálin, rétttrúnaðinn, eineltisseggina, hlutverk ríkisins og margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/2024-10-311h 36Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#318 Páll Vilhjálmsson með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Páll Vilhjálmsson er blaðamaður, samfélagsrýnir og fyrrverandi kennari. Í þættinum ræða Sölvi og Páll um blaðamennsku, múgæsingu, hugmyndafræðistríð, kennsluna og margt margt fleira Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-10-3020 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaHöddi Magg með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Hörður Magnússon er einn reyndasti íþróttafréttamaður Íslands sem hefur verið á skjám landsmanna í áraraðir. Í þættinum ræða Sölvi og Hörður um feril Harðar, fjölmiðla, samfélagsmiðla hitann í íþróttum, hjarðhegðun, rétttrúnað og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-10-291h 35Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#317 Anton McKee með Sölva Tryggva (Áskriftarþáttur)Nálgast má þáttinn í heild sinni inn á; https://solvitryggva.is/ Anton Sveinn McKee er fjórfaldur Olympíufari sem hefur skarað framúr í sundi síðan hann var unglingur. Í þættinum ræða Sölvi og Anton um þrautsegju, eldmóð, seiglu, Olympíuleikana, erfiðustu tímana, stærstu sigrana og stjórnmálin. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-10-2820 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaBergþór Másson með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Bergþór Másson er hlaðvarpsstjórnandi, umboðsmaður og meistaranemi. Í þættinum ræða Sölvi og Bergþór um samfélagsmál, heimspeki, listir og margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-10-251h 31Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaStaðan tekin á helstu rafmyntum. Kosningar væntanlegar í BNA. Er Bitcoin að fara yfir $70.000 í október? - Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti spjalla Björn og Kjartan almennt um rafmyntir, fjalla um áhrif kosninganna í Bandaríkjunum á rafmyntir. Björn heldur því fram að við séum að fara að sjá nýjar hæðir á rafmyntamörkuðum á næstunni. Þetta og margt fleira var rætt í þessum þætti.2024-10-2557 minPodcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva TryggvaMummi Týr með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Mummi Týr Þórarinsson, betur þekktur sem Mummi í Götusmiðjunni hefur átt stórmerkilega og viðburðarríka ævi. Í þættinum fara Sölvi og Mummi yfir lífshlaup Mumma, sem var sannkallað götubarn sem þurfti að fara ótroðnar slóðir, árin í Götusmiðjunni og margt margt fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.is/ H-Berg - https://hberg.is/ Nings - https://nings.is/ Myntkaup - https://myntkaup.is/2024-10-241h 06Podcast með Sölva TryggvaPodcast með Sölva Tryggva#316 Gandi El Halabi með Sölva Tryggvahttps://solvitryggva.is/ Gandi El Halabi er háskólamenntaður arkítekt sem var á dögunum sendur frá Íslandi til Sýrlands þrátt fyrir að öll fjölskylda hans búi hér og að hann sjálfur hafi unnið og borgað hér skatta síðustu tvö ár. Gandi vildi aldrei þiggja ölmusu frá íslenska ríkinu og elskar landið og fólkið hér. Í þættinum ræða Sölvi og Gandi um brottvísunina, kerfið, æðruleysi, samkennd og fleira. Þátturinn er í boði; Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/ Outdoor Tactical Sport - https://www.otsport.i...2024-10-2340 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBolamarkaðurinn er farinn af stað. Altseason handan við hornið - Með Birni HarðarsyniÍ þessum þætti er farið yfir gengissveiflur undanfarinna vikna, helstu tíðindi markaðarins og af hverju Björn heldur að bolamarkaðurinn sé loksins byrjaður.2024-09-281h 04Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaRússíbanareið á rafmyntamörkuðum - Svartur svanur eða hvað?Í þessum þætti fjallar Björn Harðarson um þær miklu sveiflur sem einkennt hafa rafmyntamarkaðinn síðustu daga. Farið er yfir atburðarásina í tímaröð ásamt því að fjalla um það helsta sem hefur gerst með Bitcoin, Ethereum og Solana.2024-08-091h 03Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHræðsla á mörkuðum vegna Mt. Gox - Er ástæða til að hafa áhyggjur? - Björn Harðarson mætir í settiðBjörn Harðarson mætti aftur og greindi lækkanir á rafmyntamörkuðum undanfarna daga. Fjallað var um áhrif þrotabús Mt. Gox. Einnig var fjallað um væntanlega kauphallarsjóði Solana og Ethereum, Bitcoin í samhengi alþjóðastjórnmála og margt fleira.2024-07-051h 07Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBjörn Harðarson ræðir Solana og fleiri myntir | Hvað er framundan?Í þessum þætti fórum við yfir það helsta í heimi rafmynta sem gerst hefur eftir helmingunina 19. apríl, ásamt því að fjalla um lykilatriði þeirra rafmynta sem eru að bætast við vöruúrval Myntkaupa. Björn fer á dýptina og greinir helstu rafmyntir í þaula. Mælum eindregið með fyrir þá sem hafa áhuga á öðrum rafmyntum.2024-06-071h 21Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: SEC samþykkir Ethereum kauphallarsjóði og rafmyntir fá byr undir báða vængi í bandarískum stjórnmálumÍ þessum þætti er fjallað um nýfengið samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins á Ethereum kauphallarsjóðum (Spot ETF), en Bitcoin kauphallarsjóðir fengu samþykki hjá SEC í janúar á þessu ári. Einnig er fjallað um vendingar í bandarískum stjórnmálum en þar eru nokkuð sterk teikn á lofti um að stjórnmálamenn beggja flokka sjái sér tækifæri í því að taka upp málstað rafmynta þar sem sífellt stækkandi hluti almennings stundar nú viðskipti með rafmyntir.2024-05-2705 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaAvalanche mætir á Myntkaup!Kjartan fjallar um Avalanche (AVAX) sem er nýjasta rafmyntin í boði á Myntkaupum.2024-05-2705 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaSolana mætir á Myntkaup!Kjartan fjallar um Solana sem er nýjasta rafmyntin í boði á Myntkaupum.2024-05-2705 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Bitcoin helmingunin afstaðin - hvað tekur viðÍ þessum þætti er fjallað um Bitcoin helmingunina og um vel heppnaðan helmingunarfögnuð Myntkaupa. Einnig er farið yfir hvers viðskiptavinir mega vænta á næstunni í vöruúrvali Myntkaupa.2024-04-2827 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaDaði Kristjánsson - Innflæði kauphallarsjóða framar vonum. Hverju má búast við á komandi mánuðum?Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri Visku Digital Assets, fór yfir allt það helsta i heimi rafmynta. Ítarleg umfjöllun um áhrif kauphallarsjóðanna og Bitcoin sett í samhengi við efnahagslegar aðstæður í víðari skilningi. Einnig fjallað um viðhorf íslensks fjármálakerfis gagnvart Bitcoin og rafmyntum.2024-02-291h 16Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBjörn Harðarson - Skiptir máli að setja sér fjárfestingaráætlun gagnvart Bitcoin?Í þessum þætti er vikið að helstu málefnum líðandi stundar í heimi rafmynta. Einnig er fjallað ítarlega um mikilvægi þess að setja sér markmið og áætlanir gagnvart fjárfestingum í rafmyntum.2024-02-191h 25Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaBjörn Harðarson mætir aftur - Hvað skýrir lækkun á gengi Bitcoin frá opnun kauphallarsjóðanna?Björn Harðarson, sálfræðingur, mætti aftur í stúdíóið og fór ítarlega yfir helstu áhrifaþætti gengisþróunar Bitcoin undanfarinna vikna. Einnig var snert á fjölmörgum öðrum hliðum rafmyntaheimsins um þessar mundir.2024-01-271h 26Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Vika liðin frá samþykki SEC. Hvernig hafa sjóðirnir farið af stað?Í þessum þætti er fjallað um hvað hefur gerst fyrstu dagana í starfsemi Bitcoin kauphallarsjóða frá því að þeir hlutu samþykki bandaríska verðbréfaeftirlitsins 10. janúar. Sérstaklega er fjallað um uppbyggingu og áhrif Grayscale sjóðsins og hvaða áhrif hann kann að hafa haft á gengi Bitcoin undanfarna daga.2024-01-1709 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Allar umsóknir um Bitcoin kauphallarsjóði samþykktar!Eftir lokun markaða vestanhafs í gær, 10. janúar 2024, tilkynnti bandaríska verðbréfaeftirlitið, SEC, að allar umsóknir um Bitcoin kauphallarsjóði hefðu verið samþykktar. Í þessu fréttahorni er fjallað um hvaða þýðingu má ætla að felist í tilkomu þessara sjóða.2024-01-1105 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Verður umsókn um Bitcoin kauphallarsjóði samþykkt í vikunni?Töluverðar verðhækkanir hafa einkennt gengi Bitcoin fyrstu daga ársins og má rekja þær til eftirvæntinga um tilkomu Bitcoin kauphallarsjóða. Vægast sagt undarleg atburðarás átti sér stað 9. janúar og leiða má líkur að því að ekki öll kurl séu komin til grafar2024-01-1005 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaVið hverju má búast í næsta bolamarkaði Bitcoin? Með Birni HarðarsyniSálfræðingurinn Björn Harðarson fjallar um bakgrunn sinn í rafmyntum, hverju hann býst við í næsta bolamarkaði, af hverju Bitcoin skiptir máli, sálfræðina á bak við ákvarðanatöku hjá þátttakendum á markaði og margt fleira.2023-12-181h 23Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaAf hverju skiptir Bitcoin máli? Bitcoin brotið til mergjar með Víkingi HaukssyniÍ þessum þætti fengum við Víking Hauksson eða Bitcoin Víkinginn í þáttinn til þess að fjalla á heildstæðan hátt um Bitcoin, núverandi peningakerfi, peningasöguna og fleira á þessum nótum. Mælum eindregið með hlustun fyrir þá sem vilja kafa djúpt í grundvallaratriði Bitcoin!2023-11-051h 28Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Bitcoin nær hæstu hæðum ársins - Er nýr bolamarkaður að hefjast?Í þessum þætti er fjallað um þær miklu verðhækkanir sem hafa átt sér stað undanfarna daga á gengi Bitcoin, en nýverið náði það hæstu hæðum ársins. Fjallað er um þær ástæður sem kunna að skýra þessar verðhækkanir. Eins er fjallað um næstu helmingun Bitcoin og þá þýðingu sem helmingunin hefur haft fyrir verðþróun myntarinnar í sögulegu samhengi.2023-10-3005 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Skuldavandi Bandaríkjanna & falsfrétt CointelegraphÍ þessum þætti er fjallað um skuldavanda Bandaríkjanna og hvernig Bitcoin getur verið lausnin við núverandi peningakerfi, en rætt var talsvert um þessi málefni á nýafstaðinni ráðstefnu um Bitcoin. Einnig er fjallað um áhugaverða falsfrétt frá Cointelegraph sem keyrði Bitcoin tímabundið í $30.000!2023-10-1910 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaHvað er framundan í lagasetningu gagnvart rafmyntum? Hvaða lög og reglur gilda nú þegar? Með Þorvarði Arnari ÁgústssyniÍ þessum þætti fær Kjartan til sín einn mesta sérfræðing úr hópi íslenskra lögfræðinga til þess að ræða rafmyntir í lögfræðilegu samhengi. Farið er um víðan völl, en meðal annars er sjónum beint að MICA, grundvallarlöggjöf ESB um rafmyntir og aðrar sýndareignir. Einnig er vikið að SEC og þeirri vegferð sem stofnunin virðist vera á í Bandaríkjunum. Loks er farið yfir helstu grundvallarreglur sem snerta rafmyntir á sviði íslensks skattaréttar.2023-10-041h 19Hlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Grayscale leggur bandaríska verðbréfaeftirlitið í dómsmáli. Bitcoin kauphallarsjóður væntanlegur?Á þriðjudaginn komst áfrýjunardómstóll í Washington að þeirri niðurstöðu að höfnun SEC á umsókn Grayscale hefði verið ólögmæt. Greinendur markaðarins reikna fastlega með því að niðurstaðan muni hafa þau áhrif í för með sér að senn verði fjölmargar umsóknir um Bitcoin kauphallarsjóði samþykktar. Í sögulegu samhengi hefur tilkoma slíkra sjóða haft mjög jákvæð áhrif á verðhegðun undirliggjandi eignar. Um þetta og margt fleira er fjallað í þessu fréttahorni.2023-08-3108 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Grundvallardómur kveðinn upp í New York. XRP ekki verðbréf. Hvað um aðrar rafmyntir?Hinn 15. júlí síðastliðinn féll tímamótadómur í máli SEC gegn Ripple. Dómarinn komst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að líta á XRP sem verðbréf. Rafmyntamarkaðir hækkuðu verulega við tíðindin enda vonir bundnar við það að niðurstaðan verði heimfærð yfir á aðrar rafmyntir. Einnig er stuttlega vikið að efnahagsmálum almennt, verðbólgu og stýrivöxtum í Bandaríkjunum og fleira.2023-08-0105 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Blackrock sækir um Bitcoin kauphallarsjóð - Eru miklar verðhækkanir í vændum?Blackrock, stærsti eignastýringaraðili í heimi, hefur sótt um að stofna Bitcoin kauphallarsjóð. Tveir aðrir eignastýringaraðilar hafa nú gert slíkt hið sama. Hvað nákvæmlega er kauphallarsjóður og hvaða áhrif hafa slíkir sjóðir á verðhegðun í sögulegu samhengi? Um þetta og fleira er fjallað í fréttahorni dagsins.2023-06-2407 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: SEC höfðar mál gegn Binance og Coinbase - Hvað felst í lögsóknunumÍ fréttahorni dagsins er fjallað um lögsóknir bandaríska verðbréfaeftirlitsins (SEC) á hendur rafmyntakauphöllunum Binance og Coinbase. Farið er yfir málsgrundvöllinn, lykilhugtök skilgreind og fjallað er um líklegar afleiðingar lögsóknanna á rafmyntamarkaðinn2023-06-0906 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Bitcoin stendur traustari fótum en nokkru sinni fyrr - Greiðslufærni Bandaríkjanna í óvissu?Í þessu fréttahorni er fjallað um hvernig fjársterkir aðilar eru að kaupa upp og safna Bitcoin til lengri tíma. Einnig er fjallað um líklegar afleiðingar fyrirhugaðrar hækkunar á skuldaþaki bandaríska ríkisins.2023-05-2605 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Grundvallaratriði Bitcoin bálkakeðjunnarÍ þessu fréttahorni fjallar Kjartan um óvenjulegt álag á Bitcoin bálkakeðjunni undanfarið sem hefur leitt til aukins kostnaðar færslugjalda á keðjunni. Einnig er fjallað um grundvallaratriði Bitcoin bálkakeðjunnar í stuttu og kjarnyrtu máli.2023-05-1105 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Enn annar bankinn fallinn í Bandaríkjunum. Hvar endar þetta og hvernig bregst Bitcoin við?Nú á dögunum féll hinn stóri First Republic Bank í Bandaríkjunum, en þrátt fyrir það heldur gengi Bitcoin áfram á góðri siglingu. Stýrivextir í Bandaríkjunum hækkuðu um 25 punkta í gær, 3. maí 2023. Er greiðsluþrot bandaríska ríkisins yfirvofandi? Er meiri áhætta að eiga ekkert Bitcoin heldur en að eiga a.m.k. smá Bitcoin? Um þetta og fleira er fjallað um í þessu fréttahorni.2023-05-0407 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Shanghai uppfærslan væntanleg á Ethereum bálkakeðjunni, hvað felur hún í sér og hvaða áhrif mun hún hafa?Í þessu fréttahorni er sjónum beint að svonefndri Shanghai uppfærslu hjá Ethereum sem beðið hefur verið eftir með talsverðri eftirvæntingu, en þá loksins verður hægt að taka út og ráðstafa læstu ETH á bálkakeðjunni. Einnig er fjallað um hugtökin proof of work og proof of stake. Við hjá Myntkaupum erum mjög jákvæðir gagnvart Shanghai uppfærslunni og könnum nú bestu leiðir til þess að viðskiptavinir Myntkaupa geti notið góðs af.2023-04-0505 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Bitcoin rýkur upp meðan bankar heimsins titra og skjálfa. Hvernig bregst Seðlabanki Bandaríkjanna við?Í þessu fréttahorni er fjallað um áframhaldandi vandræði í bankakerfi heimsins, samhliða allverulegri hækkun á gengi Bitcoin. Er Bitcoin eina leiðin til þess að verja sig gagnvart kerfislægum vanda fjármálakerfisins? Öll augu beinast nú að viðbrögðum Seðlabanka Bandaríkjanna. Um þetta og fleira er fjallað í þessu fréttahorni Myntkaupa.2023-03-2004 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaFréttahornið: Fall Silicon Valley Bank. Hvernig bregst rafmyntamarkaðurinn við?Óhætt er að segja að atburðarás síðustu daga hafi valdið titringi á fjármálamörkuðum, en þrír bankar, Silvergate Capital, Silicon Valley Bank og New York Signature Bank, hafa allir fallið vestanhafs. Yfirvöld þar í landi hafa stigið inn í og tryggt allar innstæður bankanna að fullu. Þessir bankar hafa verið áberandi fyrir að þjónusta fyrirtæki í rafmyntageiranum, meðal annars Circle sem heldur utan um USDC. Hvaða áhrif mun þetta koma til með að hafa? Af hverju hefur rafmyntamarkaðurinn rokið upp í kjölfarið? Hvað gerðist með USDC? Um þessi atriði er fjallað í frétt...2023-03-1403 minHlaðvarp MyntkaupaHlaðvarp MyntkaupaTæknigreining, staða á mörkuðum og hverjar eru framtíðarhorfurnar? Með Elmari Johnson | Fyrsti þátturÍ þessum fyrsta þætti af Hlaðvarpi Myntkaupa fengum við góðan gest í heimsókn. Þúsundþjalasmiðurinn Elmar Johnson hefur farið um víðan völl, hann er læknir að mennt og hefur starfað sem slíkur en hann var einnig einn af stofnendum ferðaþjónustufyrirtækisins Guide to Iceland. Síðustu ár hafa fjárfestingar í rafmyntum og öðrum eignarflokkum átt hug hans allan en í þessum þætti ræðir Elmar við Kjartan um tæknigreiningu (e. technical analysis) og hvernig á að nota það tól til að greina markaði. Einnig rekur Elmar hvað gerðist í síðustu uppsveiflu, hvað er að gerast í núverandi ni...2023-02-281h 23BálkiBálkiMyntkaup: Auðveldasta leiðin til þess að kaupa Bitcoin á Íslandi í dagMyntkaup er fyrsta Íslenska rafmyntakauphöll Íslands og var stofnuð snemma árið 2019. Þökk sé einfaldleika viðmótsins einfaldar myntkaup Íslendingum kaup og sölu rafmynta gríðarlega og gerir nær hverjum sem er kleift að vörsla með Bitcoin og Ethereum.Þann fyrsta febrúar fagnaði Myntkaup 12.000 notendum, en gaman verður að fylgjast með því hvernig sú tala þróast í framtíðinni.2023-02-051h 03ÞvottahúsiðÞvottahúsiðÞvottahúsið#72 Kjartan Ragnars STÓRI BITCOIN ÞÁTTURINNNýjasti gestur bræðrana Gunnars Dan og Davíðs Karls í Þvottahús var engin annar en Kjartan Ragnarsson Cryptosérfræðingur og lögmaður.Hann er einn af stofnendum og eigendum rafmynta viðskiptahallarinnar Myntkaup en Myntkaup sem fór í loftið í maí 2020 er eini Íslenski vettvangurinn þar sem hægt er að eiga viðskipti með rafmyntir.Kjartan leiddi okkur á hinar framandi og að mörgum finnst flókin heim rafmynta og þá helst heim rafmyntarinar Bitcoin.Þegar bræðurnir spyrja Kjartan hvað rafmyntir eða Bitcoin sé þá rekur hann mannkynssöguna og þá fjölmörgu gjaldmiðla sem við lýði hafa verið. Hver...2022-02-052h 04