Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Poppsalin

Shows

PoppsálinPoppsálinBólusetningar og einhverfa - Stærsta fölsun í sögu vísindanna?Árið 1998 birti hið virta tímariti The Lancet vísindagrein eftir lækninn Andrew Jeremy Wakefield þar sem hann hélt því fram að tengsl væru á milli bólusetninga og einhverfu. Margir vilja meina að þetta sé stærsta fölsun í sögu vísindanna.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vísindamanna til að endurtaka tilraunina og sýna fram á tengsl bólusetninga og einhverfu var aldrei hægt að sanna þessa tilgátu en mýtan um bólusetningu og einhverfu hefur enn ekki náð að deyja út. Þetta er gamall áskriftarþáttur en birtist hér í fullri lengd. 2022-10-2628 minPoppsálinPoppsálinSálskurðlækningar: Siðlausar tilraunir á andlega veiku fólki eða gagnleg úrræði?Í þessum þætti er fjallað um sögu sálskurðlækninga, sérstaklega hvítuskurðs eða Lobotomy. Fjallað er um upphaf úrræðisins, markmið þess og afleiðingar. Farið er í það af hverju þessi skurðaðgerð varð svona vinsæl og hvort gagnsemi hennar hafi verið ofmetin. Skoðað verður hve algeng aðgerðin var á Norðurlöndum og sérstaklega af hverju hún varð algeng í Danmörku. Þátturinn er á köflum frekar lýsandi og gæti verið erfiður fyrir suma. (Þetta er gamall þáttur sem áður var eingöngu í boði fyrir áskrifendur)2022-10-1742 minPoppsálinPoppsálinHver er þín týpa? Hrifning og aðlöðunSólrún Ósk sálfræðingur ræðir við Poppsálina um aðlöðun og hrifningu. Erum við með ákveðna týpu? Hvað segja vísindin? Hvað segir Þróunarkenningin? Hvað segir félagssálfræðin um aðlöðun og hrifningu?Þetta er gamall þáttur og var áður eingöngu í boði fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Þátturinn tengist öðrum þætti sem nefnist: Af hverju er ástarsorgin svona sár? Óendurgoldin ást og ástarfráhvörf2022-10-1720 minPoppsálinPoppsálinIncels morðinÍ þessum þætti verður áfram fjallað um Incels og sérstaklega hræðilega atburðarás sem átti sér stað í maí árið 2013 þegar Elliot Rogder ákvað að hefna sín á sætum stelpum. Þessi þáttur var áður eingöngu fyrir Poppsálar áskrifendur og tengist eldri þætti um Incels sem nefnist: "Góði gaurinn" og Incels: "Konur skulda okkur kynlíf"2022-10-1733 minPoppsálinPoppsálinParis Hilton og ofbeldi á unglingaheimilinuSmá bónus fyrir Poppsálarhlustendur. Hér fáiði þátt um heimili fyrir "vandræða" unglinga sem ofurstjarnan Paris Hilton var vistuð nauðug á. Undanfarin ár hefur Paris vakið athygli á ofbeldinu sem þrífst á þessum heimilum.  Rætt verður um reynslu Paris af svona unglingaheimilum og sagt frá hræðilegu ofbeldi og vanrækslu sem á sér stað á þessum heimilum, sem flest öll eru í Utah í Bandaríkjunum. 2022-09-0829 minPoppsálinPoppsálinY2K: Endurkoma 90s tískunnar og heróínlúkksinsLokaþáttur Poppsálarinnar (í bili allavega). TW: ÁtraskanirÍ þessum þætti verður fjallað um endurkomu 90s tískunnar eða aldamótatískunnar. Rætt verður um fegurðarviðmið þess tíma og tengslin við gríðarlega aukningu á átröskunartilfellum á tímum Covid-19.Takk kærlega fyrir að hlusta elsku Poppsálar hlustendur. Ef þið hafið áhuga á fleiri þáttum þá má finna um 15 aukaþætti inni á Patreon.com2022-08-0928 minPoppsálinPoppsálinParis Hilton og ofbeldi á unglingaheimilum í Utah (Áskriftarþáttur)Hér fáiði þátt um heimili fyrir "vandræða" unglinga sem ofurstjarnan Paris Hilton var vistuð nauðug á. Undanfarin ár hefur Paris vakið athygli á ofbeldinu sem þrífst á þessum heimilum.  Rætt verður um reynslu Paris af svona unglingaheimilum og sagt frá hræðilegu ofbeldi og vanrækslu sem á sér stað á þessum heimilum, sem flest öll eru í Utah í Bandaríkjunum. Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: https://www.patreon.com/Poppsalin2022-08-0905 minPoppsálinPoppsálinRéttarsálfræðileg greining á Yorkshire RipperÍ þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á Peter Sutcliffe, oft þekktur sem Yorkshire Ripper. 2022-08-0918 minPoppsálinPoppsálinFyrsta ástin: Ýktar tilfinningar, hormónar og ástarsorg.Í þessum þætti er fjallað um fyrstu ástina. Nýju og ýktu tilfinningarnar, fyrstu skrefin í heimi fullorðinna, hormónar, heilastarfsemi og ástarsorg. TW:Rætt er um tengsl ástarsorgar og sjálfsvíga. 2022-08-0733 minPoppsálinPoppsálinMorðið á John Lennon - Réttarsálfræðileg greining (Allur þátturinn)Hér er aukaþáttur sem áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon fengu í júlí. Þið fáið þáttinn í fullri lengd núna  því Poppsálin er enn í smá sumarfríi ;)Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á morðinga John Lennon, Mark Chapman. 2022-08-0427 minPoppsálinPoppsálinGreiningar geðlækna á Anders Breivik (Áskriftarþáttur)Þessi þáttur tengist þættinum um hryðjuverkin í Útey.Hér er farið yfir skýrslur geðlækna og sálfræðinga um Anders Breivik, hryðjuverkamanninn sem drap 77 einstaklinga, mest unglinga. Er Breivik geðveikur? Er hann ósakhæfur? Er hann bara vondur?Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: https://www.patreon.com/Poppsalin2022-07-2406 minPoppsálinPoppsálinHryðjuverk í Útey - Ótrúleg frásögn Adrian Pracon11 ár eru frá hryðjuverkunum í Noregi þar sem Anders Breivík drap 77 einstaklinga, mest unglinga. Í þessum þætti verður sögð  ótrúleg saga eins eftirlifanda, Adrian Pracon. Hægt er að nálgast aukaþátt um hryðjuverkamanninn Anders Breivík á Patreon. https://www.patreon.com/Poppsalin2022-07-2432 minPoppsálinPoppsálinAriana Grande: Eltihrellar, hryðjuverkaárás og menningarnámÍ þessum þætti er farið yfir atburði og áföll í lífi söngkonunnar Ariana Grande. Stalkerar, hryðjuverkaárásin í Manchester, neikvæða umfjöllunin og menningarnám. Einnig er talað um sálfræðihugtökin parasocial relationship og PTSD eða áfallastreituröskun og CPTSD.2022-07-1735 minPoppsálinPoppsálinMorðið á John Lennon - Réttarsálfræðileg greining (Áskriftarþáttur)Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræðigreiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á morðinga John Lennon, Mark Chapman. Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: https://www.patreon.com/Poppsalin2022-07-1308 minPoppsálinPoppsálinBDSM og sálfræðilegar pælingarÍ þessum þætti segir Magnús Hákonarson, fyrrum formaður BDSM á Íslandi okkur allt sem við viljum vita um BDSM. Sálfræðilegar pælingar bak við BDSM verða viðraðar, spjallað er um muninn á kínki/blæti og BDSM og sú hugmynd að BDSM sé kynhneigð. Hægt er að nálgast fleiri Poppsálarþætti hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-07-1052 minPoppsálinPoppsálinRéttarsálfræðileg greining á Manson fjölskyldunni (Áskriftarþáttur)Í þessum þætti verður sagt frá áhugaverðri sálfræði greiningu nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á Charles Manson og Manson fjölskyldunni. Þetta er aukaþáttur fyrir áskrifendur Poppsálarinnar. Hægt er að gerast áskrifandi og nálgast fleiri aukaþætti hér: https://www.patreon.com/Poppsalin2022-07-0404 minPoppsálinPoppsálinRéttarsálfræðileg greining á Ted Bundy og The Night StalkerATH: Hljóðgæðin ekki 100% í þessum þætti (sumarfrí :) )Í þessum þætti verður sagt frá gríðarlega áhugaverðum sálfræði greiningum nemenda í réttarsálfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Nemendur áttu að velja sér glæpamann og greina hann samkvæmt kenningum og fræðum réttarsálfræðinnar. Í þessum þætti er sagt frá réttarsálfræðigreiningu nemenda á fjöldamorðingjunum Ted Bundy og The Night StalkerHægt er að nálgast aukaþátt um efnið á Patreon.com2022-07-0236 minPoppsálinPoppsálinLoðbolta (Furry) samfélagið (Áskriftarþáttur)Í þessum þætti er fjallað um samfélag loðbolta. Þessi þáttur tengist þættinum um Kisumanninn Dennis Avner. Fjallað er um loðbolta samfélagið á Íslandi og  ástæður og tilgang Furry samfélags . Einnig verður fjallað um rannsókn sem gerð hefur verið á tengingu Furries við kynhneigð eða kynlíf. Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-06-2704 minPoppsálinPoppsálinKisumaðurinn - Ranghugmyndir um sjálfið eða Delusional MisidentificationATH: Hljóðgæðin eru ekki 100% í þessum þættiÍ þessum þætti verður fjallað um nokkrar áhugaverðar raskanir sem tengjast ranghugmyndum  um sjálfan sig, annað fólk, staði og hluti. Sagt verður frá sögu Kisumannsins, Dennis Avner sem taldi sig vera tígrisdýr. Hann setti heimsmet í lýtaðgerðum og gjörbreytti líkama sínum til að líkjast tígrisdýri. Hægt er að styrkja Poppsálina og nálgast fleiri þætti hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-06-2741 minPoppsálinPoppsálinSálskurðlækningar: Siðlausar tilraunir á andlega veiku fólki eða gagnleg úrræði? (Áskriftarþáttur)Í þessum þætti er fjallað um sögu sálskurðlækninga, sérstaklega hvítuskurðs eða Lobotomy. Fjallað er um upphaf úrræðisins, markmið þess og afleiðingar. Farið er í það af hverju þessi skurðaðgerð varð svona vinsæl og hvort gagnsemi hennar hafi verið ofmetin. Skoðað verður hve algeng aðgerðin var á norðurlöndum og sérstaklega af hverju hún varð algeng í Danmörku. Þátturinn er á köflum frekar lýsandi og gæti verið erfiður fyrir suma. Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Takk kærl...2022-06-2111 minPoppsálinPoppsálinManson fjölskyldan - LSD tilraunir og fjöldamorðÍ þessum þætti er fjallað um glæpamanninn Charles Manson og hina þekktu Manson fjölskyldu eða költ . Fjallað er um líf Manson, frægu vinina, hópinn eða söfnuðinn sem safnaðist í kringum hann og morðin sem þau frömdu. Farið verður í sálfræðilegar pælingar í tengslum við hegðun og líf Charles Manson. Hægt er að styrkja Poppsálina og nálgast fleiri þætti hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-06-1744 minPoppsálinPoppsálinFrægt fólk í sértrúarsöfnuðum (Áskriftarþáttur)Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:https://www.patreon.com/PoppsalinÁskriftarhópurinn hefur verið að stækka undanfarið og langar mig að gefa aðeins í og bjóða upp á fleiri þætti fyrir áskrifendur. Þannig að hér kemur einn djúsí ;)Frægt fólk í sértrúarsöfnuðum!Í þættinum er fjallað um fræga einstaklinga sem hafa verið meðlimir í sértrúarsöfnuðum t.d NXIVM, Children of God og fleiri. 2022-06-1405 minPoppsálinPoppsálinHver er þín týpa? Hrifning og aðlöðun (Áskriftarþáttur)Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. Hér kemur smá aukaþáttur í tengslum við þáttinn um ástina og ástarsorg.  Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:https://www.patreon.com/PoppsalinSólrún Ósk sálfræðingur ræðir við Poppsálina um aðlöðun og hrifningu. Erum við með ákveðna týpu? Hvað segja vísindin? Hvað segir Þróunarkenningin? Hvað segir félagssálfræðin um aðlöðun og hrifningu?2022-06-1106 minPoppsálinPoppsálinAf hverju er ástarsorgin svona sár? Óendurgoldin ást og ástarfráhvörfPoppsálin fékk sálfræði snillinginn Sólrúnu Ósk í heimsókn til að ræða um ástina, ástarsorg, óendurgoldna ást og þann sársauka sem ástarsorg getur valdið. Af hverju er ástarsorgin svona sár?Hvað einkennir óendurgoldna ást?Er óendurgoldin ást ást eða eitthvað annað?Hvað gerist þegar við upplifum ástarsorg?Aukaþáttur um vísindalegar skýringar á því af hverju við löðumst að ákveðnu fólki má finna á Patreon: https://www.patreon.com/Poppsalin2022-06-1145 minPoppsálinPoppsálinGummi lögga: Týndu börnin og vandinn við afglæpavæðingu vímuefnaÍ þessum þætti er spjallað við lögreglumanninn Guðmund Fylkisson eða Gumma löggu sem er hvað þekktastur fyrir að finna týnd börn og ungmenni. Við ræðum um starf hans og áhyggjur hans af þeirri hugmynd að afglæpavæða vímuefni. Hægt er að styrkja Poppsálina fyrir 5 evrur á mánuði og fá aukaþætti í kaupbæti :)https://www.patreon.com/Poppsalin2022-06-0657 minPoppsálinPoppsálinHvernig verða fordómar til?Í þessum þætti er fjallað um áhugaverðar sálfræðilegar kenningar sem skýra myndun fordóma. Farið verður í nokkrar áhugaverða og sérkennilega rannsóknir á fordómum. 2022-05-2952 minPoppsálinPoppsálinBólusetningar og einhverfa - Stærsta fölsun í sögu vísindanna? (Áskriftarþáttur)Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. Hér kemur smá aukaþáttur í tengslum við þáttinn um einhverfu.  Árið 1998 birti hið virta tímariti The Lancet vísindagrein eftir lækninn Andrew Jeremy Wakefield þar sem hann hélt því fram að tengsl væru á milli bólusetninga og einhverfu. Margir vilja meina að þetta sé stærsta fölsun í sögu vísindanna. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir vísindamanna til að endurtaka tilraunina og sýna fram á tengsl bólusetninga og einhverfu var aldrei hægt að sanna þ...2022-05-2705 minPoppsálinPoppsálinEinhverfa: Rófið, kakan og Elon MuskÍ þessum þætti verður farið ítarlega í einhverfu. Einnig fær saga Elon Musk að blandast inn í umfjöllunina. Fjallað verður um skynúrvinnslu, að stimma, að maska, ósýnilegu einkennin og fleira sem tengist einhverfu. Rætt verður um muninn á viðteknu hugmyndinni um einhverfurófið og nýlegri hugmyndum um einhverfu eins og einhverfuhringinn eða kökuna. Hægt er að styrkja Poppsálina og nálgast fleiri þætti inni á https://www.patreon.com/Poppsalin2022-05-231h 04PoppsálinPoppsálinVímuefni: skaðaminnkun og reynslusaga Kristjáns ErnisPoppsálin spjallar við Kristján Erni sem hefur persónulega reynslu af þeirri refsistefnu/bannstefnu sem er við lýði í dag í tengslum við vímuefni. Rætt er um hans reynslu af vímuefnum, áföll, skaðaminnkunarsjónarhornið og neysluskammta. Kristján Ernir situr í starfshópi  Heilbrigðismálaráðuneytis um afglæpavæðingu  neysluskammta. 2022-05-1243 minPoppsálinPoppsálinSkaðaminnkun og afglæpavæðing vímuefna (Halldóra Mogensen Pírati)Í þessum þætti er rætt við Halldóru Mogensen úr Pírötum. Rætt er um skaðaminnkun, afglæpavæðingu vímuefna og mögulegar afleiðingar þess. Halldóra útskýrir muninn á aflæpavæðingu og lögleiðingu. Við ræðum um fíknivanda, áföll og tengsl. Hvet ykkur til að hlusta! Mjög fróðlegt! 2022-05-0847 minPoppsálinPoppsálinSúpermamman sem hvarfÞessi þáttur fjallar um mjög sérstakt mannhvarfsmál þar sem  Sherri Papini súpermamma hverfur frá heimili sínu í Kaliforníu. Þetta mál er mjög spes og kemur á óvart!Einnig er fjallað um ýmsar sálfræðilegar hugmyndir í tengslum við hvarfið. Sálfræðilegu pælingarnar eru dýpkaðar í aukaþætti sem áskrifendur geta nálgast á www.patreon.com/poppsalinHægt er að styrkja Poppsálina á Patreon og fá áhugaverða aukaþætti. 2022-05-0237 minPoppsálinPoppsálinEmbla Wigum: Förðunarlistakona og TikTok stjarnaSmá aukaþáttur :) Stutt og skemmtilega höktandi viðtal við snillinginn Emblu Wigum. Embla er orðin algjör stjarna á TikTok og ekki af ástæðulausu. Hvet ykkur til að hlusta. Hvet ykkur líka til að fylgjast með Emblu á t.d TikTok eða Youtube og Instagram. https://www.tiktok.com/@emblawigum2022-05-0231 minPoppsálinPoppsálinGuðsríki er aðeins fyrir granna – Lystarstol í söfnuði megrunardrottningarinnarÍ þessum þætti verður fjallað um ótrúlega sérkennilega og hættulega konu, Gwen Shamblin Lara sem hannaði megrunarprógram fyrir kristilega söfnuði. Megrunarprógrammið sló í gegn og hún stofnaði að lokum einhvers konar megrunar sértrúarsöfnuð. Fyrirsögn þessa þáttar er "stolin" frá dv.is 2022-04-2537 minPoppsálinPoppsálinOrthorexia eða réttfæðisárátta (Áskriftarþáttur)Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Takk kærlega fyrir að styrkja Poppsálina. Hér kemur smá aukaþáttur í tengslum við þáttinn um Diönu Ross. Vona þið hafið gagn af. Rétt er um frekar nýlega átröskum sem nefnist réttfæðisárátta eða orthorexia. Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-04-1905 minPoppsálinPoppsálinDiana Ross: Sérkennilegt "ástar"samband við Michael Jacksons og lystarstol meðal tónlistarfólksÍ þessum þætti verður farið stuttlega yfir áhugaverða sögu Diönu Ross. Þetta er svolítill "bland í poka" þáttur. Sérkennilegt "ástar"samband hennar og Michael Jackson verður útlistað. Útlitsþrýstingurinn sem fylgir því að vera í skemmtanabransanum verður kannaður og farið verður í rannsóknir á átröskunum meðal tónlistarfólks. Hægt er að nálgast aukaþátt tengt nýrri tegund af átröskun sem nefnist Orthorexia með því að gerast áskrifandi af Poppsálinni hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-04-1942 minPoppsálinPoppsálinIncels morðin (Patreon þáttur)Þessi þáttur er fyrir áskrifendur Poppsálarinnar á Patreon. Í þessum þætti verður fjallað áfram um Incels og sérstaklega hræðilega atburðarás sem átti sér stað í maí árið 2013 þegar Elliot Rogder ákvað að hefna sín á sætum stelpum. Hægt er að gerast áskrifandi fyrir 5 evrur á mánuði hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-04-1104 minPoppsálinPoppsálin"Motorway Twins" - Óhugnanleg saga sænsku tvíburanna á M6 hraðbrautinniÍ maí árið 2008 fór af stað ótrúlega sérstök og óhugnanleg atburðarás. Tvíburasysturnar Sabina og Ursula frá Svíþjóð virtust missa vitið á sama tíma þar sem þær reyndu ítrekað að verða fyrir bílum á M6 hraðbrautinni í Bretlandi. 2022-04-1142 minPoppsálinPoppsálin"Góði gaurinn" og Incels: "Konur skulda okkur kynlíf"Þetta er svakalegur þáttur!!! Hvað eru Incels?Hverjir eru þessir menn?Hvað einkennir þessa karlmenn?Eru þeir hættulegir?Þversögnin um "góða gaurinn"Rætt verður við Arnór Stein blaðamann sem greindu orðræðu Incels á netinu. TW:Þátturinn fer í viðkæmt efni:Kvenhatur, ofbeldi, sjálfsvígHægt er að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifandi á Patreonhttps://www.patreon.com/Poppsalin2022-04-041h 02PoppsálinPoppsálinAlbert litli - Siðlaus tilraun til að rannsaka fælni (phobia)Í þessum þætti verður fjallað um eina frægustu (og siðlausu) rannsókn sem gerð hefur verið innan sálfræðinnar. Albert litli var 11 mánaða gamall þegar atferlisfræðingurinn John B. Watson ákvað að gera tilraun á því hvort hægt væri að styðjast við kenningu rússans Ivan Palvov um klassíska skilyrðingu til að framkalla hræðsluviðbrögð eða fælni hjá barni. Hver var hugmyndin bak við tilraunina? Hvað var Watson að spá? Hvað varð um Albert litla?Hægt er að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifandi á Patreon fyrir 5 evrur...2022-04-0138 minPoppsálinPoppsálinLygasýki og Tania Head fórnarlamb 9/11Í þessum þætti verður fjallað um sálfræðilegt fyrirbæri sem nefnist lygasýki eða pathalogical lying. Sagt verður frá einkennum, orsökum og meðferð. Einnig verður sögð áhugaverð saga konu sem naumlega lifði af hryðjuverkaárásina 9/11 í New York. Með því að styrkja Poppsálina um 5 evrur inni á Patreon er hægt að fá auka þátt um lygasýki þar sem fjallað er um læknaskýrslu manns sem kom inn á bráðamóttöku með sprunginn botnlanga. https://www.patreon.com/Poppsalin2022-03-2536 minPoppsálinPoppsálinAfneitun á meðgönguÍ þessum þætti verður fjallað um það þegar einstaklingar ganga í gegnum 9 mánaða meðgöngu án þess að vita af því. Þetta kallast leyni meðganga eða afneitun á meðgöngu. Farið verður í sögu konu sem upplifði það að ganga með barn í 9 mánuði án þess að vita af því og sálfræðilegar skýringar bak við slíka reynslu. Á mínútu 14 kemur hlé í 30 sekúndur sem Poppsálar stjórnandinn kunni ekki að laga. Biðst velvirðingar á þvíHægt er að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifendur á https://www.patreon.com/Popps2022-03-1723 minPoppsálinPoppsálinBarnahneigð og barnaníð: Sálfræðilegar pælingar og rannsóknirÞessi þáttur er einn stór TW þáttur!! Fjallað er um sálfræðilegar rannsóknir, hugmyndir og kenningar um barnahneigð og barnaníð. Fjallað er um mikilvægi þess að greina á milli þessara hugtaka og ólíkra hópa gerenda og einstaklinga. Skoðað er hvað einkennir þá sem brjóta á börnum og hvað hægt sé að gera.Hægt er að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifandi á https://www.patreon.com/Poppsalin2022-03-1046 minPoppsálinPoppsálinOfbeldi í samböndum: Kanye West, Pete Davidson og Kim KardashianÍ þessum þætti er fjallað um ofbeldi í samböndum, rætt er um andlegt og líkamlegt ofbeldi og ofbeldishringinn sem fólk getur upplifað. Einnig munu Elva og Lilja Gísla Bachelor-sérfræðingur og hlaðvarpsstjórnandi Fantasíusvítunnar ræða um áhyggjur sínar af hegðun Kanye West gagnvart Kim Kardashian og Pete Davidson. Hvet ykkur eindregið til að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifendur fyrir 5 evrur á mánuði.  Áskrifendur fá aðgang að aukaefni/þáttum og þakklætis hugsanir frá mérhttps://www.patreon.com/Poppsalin2022-03-0354 minPoppsálinPoppsálinDuggar fjölskyldan - Heimsfræg og stórhættulegÍ þessum þætti er fjallað um eina frægustu fjölskyldu Bandaríkjana, Duggar fjölskylduna. Raunveruleikaþættir um fjölskylduna hafa notið gríðarlegra vinsælda enda fjölskyldan mjög sérstök og umdeild. Í þættinum verður fjallað um mjög íhaldsamar og jafnvel hættulegar kristilegar hugmyndir fjölskyldunnar, sifjaspell og pólitík en Josh Duggar, elsti sonurinn var nýlega ákærður fyrir vörslu barnakláms. Þau sem styrkja Poppsálina inni á Patreon hafa aðgang að stuttum aukaþætti um málið. Hvet ykkur eindregið til að styrkja Poppsálina með því að gerast áskrifendur fyrir 5 e...2022-02-2452 minPoppsálinPoppsálinAmy Winehouse (Allur þátturinn): Einstaka röddin, vímuefnin og sjálfsskaðinnHæfileikaríka söngkonan með einstöku röddina Amy Winehouse þurfti að glíma við alls konar djöfla á sinni stuttu ævi. TW:Í þættinum er fjallað um sjálfsskaða, vímuefni og andlát. Þessi þáttur var gefinn út fyrir mánuði síðan fyrir styrktaraðila Poppsálarinnar en hægt er að styrkja Poppsálina um 5 evrur á mánuði:  á https://www.patreon.com/PoppsalinStyrktaraðilar munu reglulega fá aukaþætti eða "snemm-aðgang" að þáttum Poppsálarinnar. 2022-02-1845 minPoppsálinPoppsálinAf hverju eru Íslendingar alls staðar? Valin athygli og staðfestingaskekkjaAf hverju eru Íslendingar alls staðar? Valin athygli og staðfestingaskekkjaÞessi þáttur er tekinn upp á Tenerife þar sem Elva sálfræðikennari veltir því fyrir sér af hverju hún nær alltaf að spotta alla Íslendinga í útlöndum. Erum við eitthvað öðruvísi en aðrir? Erum við of hávær? Klæðum við okkur spes? Erum við með eitthvað sérstakt klaka lúkk eða er þetta bara sálfræðileg hugræn skekkja? Hægt er að styrkja Poppsálina og fá auka efni hér:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-02-1123 minPoppsálinPoppsálinKaren Carpenter: Lífshættuleg ógleðislyf og AnorexiaTónlistarkonan yndislega Karen Carpenter lést um aldur fram árið 1983 aðeins 32 ára að aldri. Í þessum þætti verður fjallað um tónlistarferil hennar, baráttu hennar við átröskun og misnotkun á lífshættulegu lyfi sem veldur uppköstum. Ég hvet öll sem eru að glíma við slæma líkamsímynd eða erfitt samband við mat að fylgjast með gagnlegum síðum á instagram eins og:https://www.instagram.com/healthisnotasize/https://www.instagram.com/nutreleat/https://www.instagram.com/ernuland/Hægt er að styrkja Poppsálina og jafnvel fá aðgang að fleiri þáttum hér...2022-02-0339 minPoppsálinPoppsálinStokkhólms-heilkennið: Sálfræðileg mýta eða raunverulegt fyrirbæri?Árið 1973 voru fjórir grunlausir einstaklingar teknir til fanga þegar bankaræningi réðst inn í Kreditbanken í Stokkhólmi.  Gíslatakan stóð yfir í 5 daga og fóru gíslarnir að halda með bankaræningjanum í lokin og fyrirlitu lögregluna sem reyndi að bjarga þeim. Í kjölfarið af þessu kviknaði hugmyndin að sálfræðilegu fyrirbæri sem nefnist Stokkhólms-heilkenni. Í þessum þætti verður fjallað um þetta sálfræðilega fyrirbæri, dæmi verða tekin og tengsl þess við eðlileg ótta- og sjálfsbjargarviðbrögð manneskjunnar könnuð. Hægt er að styrkja Poppsálina og jafnvel fá aðgang að fleiri þáttum hér:2022-01-2750 minPoppsálinPoppsálinBohemian Grove: Mannfórnir og djölfadýrkun háttsettustu manna heims?Á hverju ári hittist hópur háttsettustu manna heims á stað sem nefnist Bohemian Grove. Myndir hafa náðst af fyrrum forsetum Bandaríkjana ræða þar málin meðfram því að stunda mannfórnir og tilbiðja guðlegar verur. Hægt er að styrkja Poppsálina og fá aðgang að fleiri þáttum með því að gerast áskrifandi:https://www.patreon.com/Poppsalin2022-01-2037 minPoppsálinPoppsálinAmy Winehouse: Einstaka röddin, vímuefnin og sjálfsskaðinn (Patreon þáttur)Hæfileikaríka söngkonan með einstöku röddina Amy Winehouse þurfti að glíma við alls konar djöfla á sinni stuttu ævi. Hægt er að hlusta á þennan þátt með því að gerast styrktaraðili Poppsálarinnar fyrir 5 evrur á mánuði:  á https://www.patreon.com/PoppsalinStyrktaraðilar munu reglulega fá aukaþætti eða "snemm-aðgang" að þáttum Poppsálarinnar. TW:Í þættinum er fjallað um sjálfsskaða, vímuefni og andlát. 2022-01-1709 minPoppsálinPoppsálinCharles Whitman: Morðóður siðblindingi eða verkfræðinemi með heilaæxli?Fjöldamorðið við Texas Háskóla - Sálfræðileg greiningSumarkvöld eitt árið 1966 fór Charles Whitman upp í turn á skólalóð Texas háskóla.  Í 90 mínútur stóð hann í turninum og skaut handahófskennt á saklausa vegfarendur. Whitman drap 16 manns og særði 30 aðra. Sálfræðin hefur lengi reynt að skilja svona morðæðishegðun og fara Elva og Vilborg sálfræðikennarar yfir fimm ólíkar sálfræðikenningar sem gefa innsýn í það morðæði sem rann á Charles þennan afdrifaríka dag. Farið er í gegnum sjónarmiðin fimm í nútímasálfræði, sálgreiningu, mannúðarsjóna...2022-01-131h 06PoppsálinPoppsálinSamskynjun og hljóðhatur: Gulir tónar og grænar sjöurHvernig er tölustafurinn 7 á litinn eða bókstafurinn B?Er þriðjudagur með sama vibe og október? Er tíminn með form og lögun og vikudagar með ákveðna liti?Upplifir þú sterk viðbrögð við smatt hljóðum eða andardrætti annarra? Í þessum þætti er fjallað um áhugavert fyrirbæri sem nefnist samskynjun. Reynsla fólks af þessu fyrirbæri fá að heyrast og farið verður í fræðilegar pælingar bak við þetta sérkennilega fyrirbæri.  Einnig verður rætt um annað tengt fyrirbæri sem nefnist hljóðhatur eða Misophonia. 2022-01-0648 minPoppsálinPoppsálinJólaþáttur: Jóladepurð, sorg og streita - Ráð frá sálaÍ þessum jólaþætti og síðasta Poppsálarþætti ársins spjalla þær Elva og Sólrún Ósk sálfræðingur um jólin. Þær tala um skammdegisþunglyndi og hátíðarþunglyndi sem sumir geta fundið fyrir.  Farið er í ýmis atriði sem gott getur verið að hafa í huga yfir hátíðarnar. 2021-12-1538 minPoppsálinPoppsálinSnapchat-perrinn Hörður, barnahneigð, barnaníð og meðferðPoppsálin heldur áfram að fjalla um ógeðsleg mál. Í þessum þætti verður talað um barnaníðinginn Hörð sem hefur verið í umræðunni undanfarið. Farið verður í sálfræðina bak við barnahneigð, greiningarviðmið, muninn á barnahneigð og barnaníð og mögulegar meðferðir. Þessi þáttur er ekki endilega fyrir þau sem eru viðkvæmt fyrir svona málefnum. 2021-12-1146 minPoppsálinPoppsálinR.Kelly - Barnaníð, barnaklám og gaslýsingÍ þessum þætti verður fjallað um viðbjóðslegt mál söngvarans R. Kelly. Í þættinum er farið í sögur af hegðun hans. Farið verður í reynslu ungra stúlkna af honum og út á hvað gaslýsing gengur. Þessi þáttur er ekki fallegur. Í þættinum má heyra stúlku lýsa kynnum sínum af R. Kelly og tilraunir hans til að sverja af sér alla ábyrgð. 2021-12-0248 minPoppsálinPoppsálinAaliyah - R&B prinsessan í klóm barnaníðingsÍ þessum þætti af Poppsálinni er fjallað um R&B prinsessuna Aaliyah en hún lést í flugslysi aðeins 22 ára gömul. Umræða um "samband" hennar og R. Kelly söngvara var hávær á sínum tíma og mun Poppsálin skoða það mál. En hvernig talað var um þeirra "samband" á sínum tíma er algjörlega sturlað. 2021-11-2624 minPoppsálinPoppsálinKpop: Þjálfunarbúðir, aðdáun, gleði og vel smurt viðskiptamódelÍ þessum þætti fær Poppsálin til sín góðan gest. Guðrún Ólafsdóttir hefur mikinn áhuga dægurmenningu Suður Kóreu og kennir hún fjölbreytt námskeið hjá Endurmenntun HÍ, sem tengjast m.a. ferðalögum, s-kóreskri menningu og Kpop. Í þættinum verður farið í einkenni K-pop, tenginguna við menningu landsins og þessa miklu innreið inn á Bandarískan og Evrópskan markað. Einnig spjalla þær Elva og Guðrún um þjálfunarbúðirnar, samfélagsmiðla herferðir Kpop, persónulegu tenginguna við aðdáendur, gríðarlegu vinsældirnar og það vel smurða viðskiptamódel sem tónlisti2021-11-1141 minPoppsálinPoppsálinDisney prinsessur: Kvenleiki og geislabaugarÍ þessum þætti fær Poppsálar Elva til sín Önnu Eir, sálfræðisnilling með meiru. Þær ræða um Halo effect eða geislabaugsáhrifin, Disney prinsessur, útlit, kvenleika og líkamsímynd. Elva segir einnig frá mjög vafasömum kenningum sem hún bjó sjálf til.  Allt mjög óviðeigandi en líka mjög skemmtilegt. Endilega styrkið Poppsálina með kaffibolla:https://www.buymeacoffee.com/poppsalin2021-11-0548 minPoppsálinPoppsálinHavana syndrome - Hljóðvopn eða hystería?Árið 2016 fóru bandarískir sendiráðsmenn á Kúbu að finna fyrir sérkennilegum einkennum. Þeir heyrðu mjög óþægilegt hljóð og upplifðu heilaþrýsting, svima, ógleði, minnisleysi og jafnvel einkenni heilahristings í kjölfarið. Talið er að um einhvers konar hljóðvopnaárás gegn Bandaríkjunum hafi verið um að ræða. Nýlega fóru aðilar að finna fyrir svipuðum einkennum í Vín og Berlín. Er nýr vopnahernaður í gangi eða getur verið að eitthvað annað sé að valda þessum skrýtnu einkennum?Poppsálin skoðar málið með sálfræðina að vopni ;)Hægt er að...2021-10-2956 minPoppsálinPoppsálinStafræn áhorfendahrif (Digital Bystander effect) - Af hverju tökum við mynd í stað þess að hringja eftir aðstoð?Í október nauðgaði maður konu í lest í Fíladelfíu í Bandaríkjunum. Hópum farþega varð vitni að árásinni en gerði ekkert, nema taka ódæðið upp á myndband. Árið 1964 var Kitty Genovisi drepin á göngu sinni heim úr vinnu. Hópur fólks stóð og horfði á. Enginn greip inní eða hringdi á lögreglu fyrr en það var orðið of seint. Í þessum þætti verður fjallað um sálfræðilegt fyrirbæri sem nefnist áhorfendahrif eða Bystander effect. Rannsóknir og pælingar í tengslum við það verða viðraðar og fjallað verður  um nýrri útgáfu af þessu sem nefnist digit...2021-10-2131 minPoppsálinPoppsálinBritney Spears - Frelsi í augsýn?Í þessum þætti fara Fjóla og Elva Britney nördar yfir stöðu mála hjá söngkonunni. Margt hefur gerst á undanförnum mánuðum og frelsi mögulega í augsýn. Elva og Fjóla ræða nýjustu vendingar í málaferlum Britney, brottrekstur föður hennar og möguleg málaferli gegn honum. Endilega styrkið Poppsálina með kaffibolla:https://www.buymeacoffee.com/poppsalinEinnig kann Poppsálin að meta öll "læk" og "follow" :)2021-10-0830 minPoppsálinPoppsálinVaranleiki tilfinninga: Höfnun, óöryggi og ólík ástartungumálÞessi þáttur af Poppsálinni er heldur óhefðbundinn þar sem hann fjallar aðallega um áhugaverða hugmynd innan sálfræðinnar. Hugmyndin um varanleika tilfinninga og það að  upplifa að tilfinningar séu hverfular  er tengt við höfnun, óöryggi í samböndum og lítið sjálfstraust. Hægt er að styrkja Poppsálina með einum kaffibolla :)https://www.buymeacoffee.com/poppsalin2021-10-0140 minPoppsálinPoppsálinVarg Vikernes: Black metal tónlist og djöfladýrkunÍ kringum 1990  var kirkjubrennu faraldur í gangi í Noregi. Kirkjubrunarnir voru tengdir við djölfadýrkun og black metal tónlist. Í þessum þætti verður fjallað um black metal hljómsveitina Mayhem og sérstaklega óhugnanlega sögu  Varg Vikernes, bassaleikara hljómsveitarinnar. 2021-09-2434 minPoppsálinPoppsálinRofinn persónuleiki: Geðröskun eða athyglissýki?Í þessum þætti verður fjallað um nokkuð sérkennilega en sjaldgæfa geðröskun sem nefnist Rofinn persónuleiki. Fjallað verður um helstu einkenni og orsakir. Tengsl við áföll og misnotkun úr æsku verða gerð skil. Rætt verður um þá staðreynd að röskunin hefur verið mjög umdeild og margir telja sálfræðinga og geðlækna hreinleg geta ýtt undir þróun röskunarinnar með rangri meðferð. Einnig verða dæmi úr kvikmyndum og bókum skoðuð. Hægt að styrkja Poppsálina hér:https://www.buymeacoffee.com/poppsalin2021-09-161h 00PoppsálinPoppsálinDemi Lovato: Dansað við dauðannÍ þessum þætti er fjallað um nokkur viðkvæm málefni. Sagt er frá reynslu og erfiðleikum söngsnillingsins Demi  Lovato. Rætt er um einelti, áföll, átraskanir, nauðganir, vímuefnaneyslu og nóttina þar sem Demi fannst nær dauða en lífi eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af lyfjum. Hægt er að styrkja Poppsálina með kaffibolla hér:https://www.buymeacoffee.com/poppsalinEndilega followið og lækið Poppsálina.  Mér líður vel í hjartanu þegar ég sé það. 2021-09-0740 minPoppsálinPoppsálinCovid-19: Mótmælendur bólusetninga, samsæriskenningar og Dunning-Kruger áhrifinÍ þessum þætti má heyra almennt rant og pælingar um mótmælendur bólusetninga, Covid - 19 samsæriskenningar og tengsl við fyrirbæri innan sálfræðinnar sem nefnist Dunning-Kruger áhrif. Þessi þáttur er með þeim verri. Sorry. En hljóðgæðin ágæt. Það er eitthvað ;)Hægt er að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffibolla hér: Poppsalin (buymeacoffee.com)2021-08-3151 minPoppsálinPoppsálinSimone Biles: Fimleikadrottning í hættulegum snúningiÍ þessum þætti verður fjallað um fimleikadrottninguna Simone Biles. Farið verður í áföll í æsku,  erfiðleikana á Ólympíuleikunum í sumar, hættulega snúninga eða The Twisties, andlega heilsu og kynferðislega misnotkun af hálfu landsliðs læknisins Larry Nassar 2021-08-2745 minPoppsálinPoppsálinVísindakirkjan - Tom Cruise, geimverur og útskúfunÍ þessum þætti er farið í hugmyndir Vísindakirkjunnar. Skoðað verður hvernig kirkjan lokkar til sín nýja meðlimi og nýtir fræga einstaklinga til þess. Tengsl kirkjunnar við fræga verður rædd og sérstaklega staða Tom Cruise. Útskúfun, stór sérkennileg heimsmynd, fjárkúgun, lygalegir lygamælar ofl ofl 2021-08-201h 05PoppsálinPoppsálinRoss og Rachel - Ást í raunveruleikanum?Í þessum þætti er fjallað um ástarsögu Ross og Rachel úr Friends. Farið verður í þær sögusagnir sem hafa verið á sveimi um að leikararnir Jennifer Aniston og David Schwimmer sem léku Rachel og Ross séu að stinga saman nefjum. Sálfræðin bak við það að leikarar séu líklegri en aðrar stéttir til að hefja ástarsambönd við samstarfsfélaga sína verður skoðuð sem og líffræðin bak við nálægð, nánd og kossa. Hægt er að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffibolla hér: https://www.buymeacoffee.c2021-08-1229 minPoppsálinPoppsálinLeonardo Dicaprio og tyggjóklessu áráttan (OCD)Í þessum fyrsta þætti  af annarri seríu Poppsálarinnar er farið ansi ítarlega í áráttu og þráhyggju eða OCD, einkenni, reynslusögur og orsakir. Skoðað verður tengslin við söfnunaráráttu eða hoarding. Einnig verður reynsla leikarans Leonardo Dicaprio af OCD reifuð og rætt um leik hans í myndinni The Aviator þar sem hann leyfði röskuninni að magnast upp til að geta leikið hlutverkið betur. 2021-08-101h 07PoppsálinPoppsálinFrægt fólk - Dýrlingar eða ómeðvitaðar hugsanaskekkjur?Í þessum lokaþætti fyrstu seríu er fjallað um aðdáun okkar á frægu fólki.  Elva segir frá kynnum sínum af fyrrverandi kærustu Kurt Cobain. Einnig er fjallað um það af hverju við höfum áhuga á frægu fólki og af hverju unglingsárin eru sérstök í því samhengi? Hvað er Halo effect eða geislabaugsáhrif? Hvað eru frumhrif og kunnugleikaáhrif? Af hverju eru hjón oft lík? Af hverju kaupum við rándýru skóna hans Kayne West og klæðumst slitnum, skítugum peysum líkt og Kurt Cobain? Og ef þú hlustar til enda...2021-07-0938 minPoppsálinPoppsálinBjörk og ástsjúki eltihrellirinnÍ þessum þætti er fjallað um söngkonuna Björk  og eltihrellinn Lopez, sem var með þráhyggju fyrir henni. Einnig er farið í ýmsa flokka stalkera eða eltihrella, einkenni, hegðun, áhættuþætti og normalíseringu ástar-eltihrella-hegðunar. Mjög áhugavert allt saman :)Hægt er að styrkja Poppsálina með einum kaffibolla:https://www.buymeacoffee.com/poppsalin2021-07-0843 minPoppsálinPoppsálinUndarlegt hvarf Richey úr Manic Street PreachersÍ þessum þætti er fjallað um undarlegt mannshvarf. Þann 1. febrúar 1995 hvar gítarleikari Manic Street Preachers, Richey Edwards. Margt bendir til þess að hann hafi tekið sitt eigið líf en sérkennileg atburðarás bendir þó einnig til þess að hann hafi mögulega horfið sjálfviljugur. Í þættinum verður fjallað um sjálfsskaða og sálfræðilegar hugmyndir um það. Hægt er að styrkja Poppsálina með rjúkandi heitum kaffibolla hér: https://www.buymeacoffee.com/poppsalin2021-07-0133 minPoppsálinPoppsálinBritney Spears (5. þáttur) - I'm a Slave 4 UFarið er í nýjustu vendingar í máli Britney Spears en hún tjáði sig loksins um frelsissviptinguna sem hún er búin að lifa við í 13 ár. Hvað sagði hún í dómsal? Út á hvað gengur #FreeBritney hreyfingin? Hvernig virkar þetta kerfi á Íslandi og hver er staðan hér á landi þegar kemur að frelsissviptingum? 2021-06-2552 minPoppsálinPoppsálinMunchausen by proxy: Sögur, einkenni og orsakirÍ þessum þætti af Poppsálinni verður farið í sérkennilega uppgerðarröskun sem nefnist Munchausen by proxy. Einnig verður farið almennt í Munchausen heilkenni, einkenni og mögulegar orsakir. Rætt verður um vöggudauða og tengingu þess röskunina. Farið verður í nokkur þekkt Munchausen by proxy mál eins og Gypsy Rose og rapparann Eminem. 2021-06-2252 minPoppsálinPoppsálinÁstar - "költið"Í þessum þætti er farið í sérkennilegan hóp sem nefnist Love has won. Leiðtogi hópsins Amy Carlson fannst látin fyrir stuttu síðan. Hún var vafin inn líkt og múmía, með ljósaseríu utan um sig og þakin glimmeri. Amy taldi sig  vera margra milljarða ára gömul og hafa verið Marilyn Monroe í fyrra lífi. Einnig taldi hún að leikarinn Robin Williams heitinn væri hennar helsti samstarfsmaður. Stórskrýtin saga um hættulega guðsmóður. 2021-06-1139 minPoppsálinPoppsálinFriends - Welcome to the real world! It sucks. You're gonna love it!Welcome to the real world! It sucks. You're gonna love it! Í þessum þætti mætir Sólrún Ósk Lárusdóttir sálfræðingur og snillingur í Poppsálina og ræðir sjónvarpsþættina Friends. Elva Björk þáttastjórnandi og Sólrún ræða um vinsældir þáttanna, sálfræðilegar hugmyndir um vinsældirnar og af hverju fólk í dag horfir enn. Einnig ræða þær um ólíku karakterana í þættinum og hvaða karakter var "bestur".  Þær segja líka frá því sem þeim finnst vera truflandi við þættina, fitufordómana og fleira.Minni á að hægt er að styrkja Poppsálina...2021-06-0346 minPoppsálinPoppsálinLatifa - Týnda prinsessan frá DubaiÍ þessum þætti er farið í stór sérkennilegt mál sem flótti Latifu prinsessu frá Dubaí er. Farið verður yfir sögu Latifu, stöðuna í dag og þær óskýru myndir sem hafa birst af henni sem einhvers konar sönnun fyrir því að hún sé á lífi. Hver er Latifa? Hver er faðir hennar, hvernig og af hverju er hún að flýja? 2021-05-2846 minPoppsálinPoppsálinHeiðar Örn - Grunge áhrifin og BotnleðjaÍ þessum þætti fær Elva til sín meistarann Heiðar Örn söngvara Botnleðju. Þau ræða um Grunge tónlistarstefnuna, Nirvana og Kurt Cobain og áhrif þeirrar hljómsveitar á heila kynslóð. Heiðar segir frá þeim Botnleðju gaurum og ævintýrum þeirra .2021-05-1938 minPoppsálinPoppsálinKurt Cobain - andlát og samsæriskenningarÍ þessum þætti er farið í mjög viðkvæmt mál.  Fjallað er um andlát Kurt Cobain, söngvara Nirvana.. Farið er í ýmsar staðreyndir og kenningar um dauða hans, ástæður, aðdragandann og mögulegar gerendur. Í þessari viku fylgir auka þáttur með þessum þætti. Í þeim þætti spjallar Elva við Heiðar, söngvara Botnleðju um Grunge tónlist og áhrif Nirvana. Fjallað er um sjálfsvíg og hvet ég þá sem finna fyrir vanlíðan og upplifa sjálfvígshugsanir að hafa samband við 1717 eða Píeta í síma 5522218. Einnig er hægt að fá ráðgjöf í gegnum netið hjá 1717.is  og getur u...2021-05-1938 minPoppsálinPoppsálinBríet - Frosið hjarta verður hlýttÍ þessum þætti af Poppsálinni ræðir Elva við yndislegu söngkonuna Bríeti. Ástarsorgin, uppgjörið, textarnir og tónlistin, útlitspælingar og álit annarra. Einnig er farið í það af hverju við hlustum á sorglega tónlist þegar okkur líður illa. Af hverju veljum við að hlusta á sorgleg ástarlög þegar við erum í ástarsorg? Hljóðgæðin eru ekki 100% þar sem þátturinn var tekinn upp í gegnum Zoom en aulalegur aðdáendatónn Elvu og einlægni Bríetar bætir vonandi upp fyrir það. Minni á að hægt er að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffibolla hér:http2021-05-1241 minPoppsálinPoppsálinKurt Cobain og sjálfsvígssmitÍ þessum þætti er farið í mjög viðkvæmt mál.  Fjallað er um ævi Kurt Cobain, söngvara Nirvana. Rætt er um andlát hans, dagana fyrir það og þau áhrif sem það hafði á samfélag hans. Farið verður í smitáhrif sjálfsvíga eða Copycat suicide og í rannsókn á því hvernig dauði Kurt Cobains hafi áhrif á samfélagið í Seattle.Fjallað er um sjálfsvíg og hvet ég þá sem finna fyrir vanlíðan og upplifa sjálfvígshugsanir að hafa samband við 1717 eða Píeta í síma 5522218. Einnig er hægt að fá ráðgjöf í gegnum netið hjá 1717.is  og getur ung...2021-05-0545 minPoppsálinPoppsálinAf hverju "elskum" við morð?Í þessum þætti mætir Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og spjallar um af hverju við höfum svona mikinn áhuga á morðum og öðrum glæpum. Af hverju eru hlaðvörp um glæpi svona vinsæl sem og þættir um raðmorðingja? Einnig ræða þær Margrét og Elva um þá hugmynd að konur sæki frekar í svona efni og sæki jafnvel í að kynnast morðingjum persónulega. Þátturinn var tekinn upp í gegnum Zoom og gæðin því ekki fullkomin. Vonum að það komi ekki að mikilli sök. Margrét bætir það upp me2021-04-2342 minPoppsálinPoppsálinAmanda Bynes: Frelsissvipt barnastjarnaÍ þessum þætti af Poppsálinni er farið í mál Amöndu Bynes sem var vinsæl barnastjarna sem lék í mörgum barna og unglingamyndum og þáttum. Fjallað er um möguleg veikindi hennar, langvarandi frelsissviptinguna og óhugnanlegar kenningar um aðal framleiðanda barnaþáttanna sem hún lék í, Dan Schneider. Hægt er að styrkja Poppsálina með því að splæsa í einn kaffibolla eða svo:https://www.buymeacoffee.com/poppsalin2021-04-1650 minPoppsálinPoppsálinBritney Spears (4. þáttur) - Hvað er að frétta elskan?Í þessum fjórða þætti um hina yndislegu Britney Spears mæta Britney sérfræðingarnir Daniel Oliver og Fjóla Heiðdal í þáttinn og fara yfir stöðu mála.  Þau spjalla um sérkennilega hegðun hennar á Instagram undanfarið, sjálfræðissviptinguna, yfirlýsingu samfélagsmiðla konu sem starfar með Britney og rose eða red/pink verkefnin hennar Britney. 2021-04-0938 min