podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
RUV Hlaðvorp
Shows
Krakkaheimskviður
Hraðtíska, ofneysla og fatafjöllin sem við hendum
Í þessum þætti Krakkaheimskviða er hraðtískuheimurinn og ofneysla mannanna til umfjöllunar. Karitas ræðir við Ester Öldu, sérfræðing hjá Umhverfis- og orkustofnun og Gunnar Dofra hjá Sorpu um hvað það er sem við hendum, hvernig við getum hent minna og hvað verður um fötin sem við viljum ekki lengur nota. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-05-31
13 min
Konungssinnar í Kísildal
9. Guðfræðingurinn J.D. Vance
Varaforseti Bandaríkjanna er kaþólskari en Páfinn. Hann fann trúna fyrir örfáum árum, skírðist til kaþólskrar trúar og segir það móta mjög sýn sína á pólitík. Áður en J.D. Vance hélt inn á hið pólitíska svið var hann metsöluhöfundur. Árið 2016 gaf hann út Hillbilly Elegy, þar sem hann lýsir uppvexti sínum í Ohio og Kentucky, þar sem hann bjó við óöruggar heimilisaðstæður en með hjálp ömmu sinnar og afa rættist úr honum. Það rættist ansi vel úr honum, eftir fjögur ár í hernum og tvö í háskóla...
2025-05-26
57 min
Krakkaheimskviður
Bakslag í réttindabaráttu trans fólks
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjöllum við um aðför að réttindum trans fólks. Hvers vegna er verið að banna trans konum að keppa í íþróttum og hver ræður hvaða klósett fólk má nota? Ingunn Lára Kristjánsdóttir og Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir eru gestir þáttarins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-05-24
14 min
Krakkaheimskviður
Saga Indlands og Pakistan
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fjallar Karitas um átökin um Kasmír-héraðið.Hvað er að gerast milli Indlands og Pakistan og hver er saga þessara tveggja landa? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-05-17
14 min
Krakkaheimskviður
Eurovision-upphitun Krakkaheimskviða
Í þessum þætti Krakkaheimskviða hitar Karitas upp fyrir komandi Eurovision-viku með aðstoð þeirra Gunnu Dísar, þular Eurovision þetta árið og Sigga Gunnars, útvarpsmanns og fyrrum kynni Söngvakeppninnar. Hvernig gengur hópnum úti og hvað er svona merkilegt við Eurovision? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-05-10
16 min
Krakkaheimskviður
80 ár frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar í Evrópu
Í þessum þætti Krakkaheimskviða rýnir Karitas í seinni heimsstyrjöldina, en í næstu viku eru 80 ár frá lokum stríðsins í Evrópu. Hvað var merkilegt við þetta stríð og hvað getum við lært af því? Vera Illugadóttir, dagskrárgerðarkona á Rás 1, er gestur þáttarins. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-05-03
14 min
Krakkaheimskviður
Skjálftarnir í Mjanmar
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas jarðskjálftana sem urðu í Mjanmar í lok mars og hverjar afleiðingar þeirra urðu. Gísli Rafn Ólafsson, framkvæmdarstjóri Rauða krossins á Íslandi gefur innsýn inn í björgunaraðgerðir og samstarf erlendra björgunarsveita við herforingjastjórnina í landinu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-04-26
15 min
Krakkaheimskviður
Súkkulaðiskortur og súkkulaðiát á páskum
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hinn svokallaða súkkulaðiskort. Hvaða áhrif hefur hann á páskana og hvers vegna borðum við súkkulaðiegg á páskadag? Forstjóri Nóa Siríus, Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir, útskýrir hvernig framleiðsla páskaeggja virkar og hvað er svona merkilegt við íslensk páskaegg. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-04-17
15 min
Konungssinnar í Kísildal
8. Þeir ætla að lifa að eilífu
Í áttunda þættinum sökkvum við okkur ofan í baráttuna gegn dauðanum sem er háð þessa dagana í Kísildalnum og mögulega í heilbrigðisráðuneyti Donalds Trump. Peter Thiel, Jeff Bezos, Sam Altman og fleiri tækniforstjórar moka peningum í rannsóknir á langlífi. Þeir ætla að lifa að eilífu. Andlit þessarar hugmyndafræði er Bryan Johnson, undir formerkjunum Don’t Die, ekki deyja. Við skoðum tengsl Trans-húmanisma við MAHA-hreyfinguna svokölluðu, Make America Healthy Again. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-04-14
51 min
Krakkaheimskviður
Hvað eru tollar og tollastríð?
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kafar Karitas ofan í stærstu fréttir vikunnar: Tolla Trump. Henni til aðstoðar eru fjármálaráðgjafinn Björn Berg Gunnarsson og fréttamaðurinn Birta Björnsdóttir. Hvað eru tollar, af hverju eru allir að tala um þá og hvaða áhrif hefur þetta nýjasta útspil Bandaríkjaforseta? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-04-12
14 min
Krakkaheimskviður
Kosningar í hinum ýmsu löndum
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas kosningar í fjórum löndum, Þýskalandi, Grænlandi, Kanada og Noregi, með aðstoð fréttamannanna Odds Þórðarsonar og Hallgríms Indriðasonar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-04-05
16 min
Konungssinnar í Kísildal
7. Hannes Hólmsteinn og bandaríska hægrið
Hannes Hólmsteinn Gissurarson er prófessor emeritus í stjórnmálafræði og hefur sérhæft sig í frjálshyggju. Hann þekkir til í Silicon Valley, hefur hitt Peter Thiel og einnig marga helstu hugsuði frjálshyggjunnar. Hann hefur rætt við Thatcher og Hayek og Milton Friedman. Fáir þekkja hægristefnuna jafn vel og hafa barist jafn mikið fyrir sjónarmiðum frjálshyggjunnar hér á landi, í ræðu og riti. Við ræðum Trump-stjórnina, ólíkar stefnur innan bandaríska hægrisins, muninn á frjálshyggju og liberalisma (sem er víst það sama) og Kísildalinn. Hosted on Acast. See acast.com/privacy
2025-04-03
54 min
Krakkaheimskviður
Uppruni eftirnafna og staða þeirra í Færeyjum
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas eftirnöfn. Af hverju eru Færeyingar í auknum mæli að breyta eftirnöfnum sínum og hvernig virka eftirnöfn almennt? Í þætti dagsins skoðum við mismunandi nafnahefðir milli landa og hvernig þær breytast í tímans rás. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-29
16 min
Konungssinnar í Kísildal
6. Crypto-keisarinn David Sacks
Á dögunum var David Sacks útnefndur gervigreindar og rafmynta-keisara hvíta hússins, semsagt helsti ráðgjafi Trump í þessum málefnum. Sacks er gamall skólafélagi Peter Thiel og JD Vance hefur sagt hann sinn nánasta félaga í Kísildalnum. Sacks eignaðist umtalsverða peninga eftir að hann tók þátt í að koma Paypal á koppinn, og hefur æ síðan verið áhugasamur um rafmyntir. Í þessum þætti sökkvum við okkur ofan í heim rafmynta og þá hugmyndafræði sem liggur honum til grundvallar - trúna á að tími ríkisvalds og skattheimtu sé að líða undir lok. Þessar hugmyndir koma me...
2025-03-27
52 min
Krakkaheimskviður
Asil og staðan í Gaza
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hvað er að gerast á Gaza og hvernig er að vera barn þar? Við kynnumst líka hinni 18 ára Asil sem er frá þessu stríðshrjáða svæði en býr nú á Íslandi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-22
17 min
Konungssinnar í Kísildal
5. Starfsneminn Marc Andreessen
Í þætti dagsins kynnum við okkur hugmyndir fjárfestisins Marc Andreessen. Marc hefur þangað til nýlega verið yfirlýstur demókrati en nú styður hann Trump. Hann tók þátt í því að hjálpa Trump að velja inn starfsfólk í nýju Trump-stjórnina og kallar sig ólaunaðan lærling hjá D.O.G.E. Hvað gerðist? Hverjar eru skoðanir Marc Andreessen, sem hefur stundum verið kallaður hugmyndafræðingur Kísildalsins? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-21
54 min
Krakkaheimskviður
Einbirnisstefnan í Kína
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas fólksfækkun í Kína. Lengi vel mátti bara eignast eitt barn þar í landi en nú hafa stjórnvöld þurft að breyta því. Af hverju er það? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-15
14 min
Konungssinnar í Kísildal
4. Libbar og amerískt lýðræði
Fjórði þátturinn er með óvenjulegu sniði. Við fáum til okkar viðmælendur sem hjálpa okkur að skilja stofnun bandaríska lýðveldisins og frjálslyndisstefnuna, liberalismann, sem Peter Thiel og fleiri álíta að sé komin á endastöð.Viðmælendur: Sveinn Máni Jóhannesson sagnfræðingur og Páll Rafnar Þorsteinsson heimspekingur. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-14
1h 07
Konungssinnar í Kísildal
3. Borgarskipulagsfræðingurinn Balaji Srinivasan
Við fjöllum um útópískar hugmyndir Kísildalsins, meðal annars Netríkið, Network State, sem Balaji Srinivasan hefur talað fyrir. Við ræðum meðal annars GAZA Inc, Prospera og tilraunir Praxis til að kaupa Grænland. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-10
55 min
Konungssinnar í Kísildal
2. Bloggarinn Curtis Yarvin
Curtis Yarvin er tölvunarfræðingur og bloggari. Hann er líka maður myrku upplýsingarinnar, eða Dark Enlightenment og hann hefur lengi talað fyrir því að Bandaríkin þurfi að taka upp konungsveldi. Við kynnum okkur hugmyndir Curtis Yarvin eða Mencious Moldbug, eins og hann kallaði sig áður, og tengsl hans við Hvíta húsið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-10
53 min
Konungssinnar í Kísildal
1. Frumkvöðullinn Peter Thiel
Við fjöllum við um þýsk-amerísk-nýsjálenska fjárfestinn Peter Thiel, læriföður varaforsetans JD Vance og fyrsta áhrifamanninn úr Silicon Valley sem studdi við Donald Trump.Það efni sem við notuðum við gerð þáttarins var meðal annars eftirfarandi:Textar eftir Peter Thiel:- Zero to One: Notes on Startups, Or How to Build the Future (2014)- Education of a Libertarian (2009):https://www.cato-unbound.org/2009/04/13/peter-thiel/education-libertarian/- The Straussian Moment (2007):https://gwern.net/doc/politics/2007-th...
2025-03-10
54 min
Krakkaheimskviður
Heimsmeistaramótið í skíðagöngu
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fer Karitas á heimsmeistaramótið í skíðagöngu í Þrándheimi. Með henni í þættinum í dag er íþróttafréttamaðurinn Gunnar Birgisson, sem er ansi fróður um íþróttina, enda var hann sjálfur í landsliðinu í skíðagöngu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-08
14 min
Skáld og skrælingjar
10. þáttur - Bækurnar og borgin
Hvernig hefur íslenskum samtímabókmenntum vegnað í Kaupmannahöfn? Hefur borgin ennþá þýðingu fyrir nýja höfunda hérlendis og hver er mynd hennar?Rætt við Einar Má Guðmundsson og Annette Lassen. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-08
43 min
Krakkaheimskviður
Trump um Grænland og meira NATO
Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas seinni tveimur spurningunum frá 6. bekk í Brekkuskóla sem að þessu sinni velta fyrir sér hugmyndum Trumps um að kaupa Grænland og framtíð NATO. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-01
17 min
Skáld og skrælingjar
9. þáttur - Borgir og bókmenntir
Hvað gerðist í bókmenntum þegar borgir urðu til? Af hverju geta bókmenntir frá Aþenu hinni fornu virkað eins og samtímabókmenntir á lesendur löngu síðar? Og hvaða hlutverki gegndi Kaupmannahöfn í dönskum og íslenskum bókmenntum?Rætt við Maó Alheimsdóttur og Sölva Björn Sigurðsson. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-03-01
44 min
Skáld og skrælingjar
8. þáttur - Hippar, hommar og lesbíur í Höfn
Á 20. öldinni komu kynferðispólitískir flóttamenn frá Íslandi til Kaupmannahafnar, í borginni var hægt að haga lífi sínu eins og hver og einn kaus. En þangað kom líka fólk sem lét sig dreyma um öðruvísi og frjálsara samfélag.Rætt við Þorvald Kristinsson og Magneu Matthíasdóttur. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-22
45 min
Krakkaheimskviður
Flugslysið í Washington
Í þessum þætti Krakkaheimskviða svarar Karitas fyrstu hlustendaspurningunni. Hún kemur frá 6. bekk í Brekkuskóla sem vill vita hvað gerðist þegar farþegaþota og herþyrla skullu saman í Washington í lok janúar með þeim afleiðingum að 67 manns létust. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-22
12 min
Skáld og skrælingjar
7. þáttur - Íslensk skáld í Kaupmannahöfn
Í byrjun 20. aldar létu margir íslenskir sveitapiltar sig dreyma um að verða skáld og skrifa fyrir heiminn. Og nokkrir þeirra fluttu til Danmerkur og urðu höfundar á dönsku. Sumur öfluðu sér frægðar, aðrir féllu í gleymsku.Rætt við Jón Yngva Jóhannsson og Svein Einarsson. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-15
45 min
Krakkaheimskviður
Þjóðhátíðardagur Sama og uppruni Valentínusardagsins
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur Sama, þjóðflokkinn sem byggir norður-Noreg, Svíþjóð, Finnland og Rússland en þjóðhátíðardagur Sama var 6. febrúar. Í seinni hluta þáttarins höldum við okkur við dagatalið og skoðum uppruna Valentínusardagsins, sem var á föstudaginn. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-15
15 min
Skáld og skrælingjar
6. þáttur - Þjóðskáldin í Kaupmannahöfn
19. öldin er öld ljóðlistar í íslenskum bókmenntum. Og mörg bestu ljóðin, þar með talin sum þekktustu ættjarðarljóðin, voru ort í Kaupmannahöfn. Það þurfti fjarlægð borgarinnar til að geta lofsungið landið.Rætt við Guðmund Andra Thorsson og Guðjón Friðriksson. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-08
46 min
Krakkaheimskviður
Verðlaunahátíðir og leðurblökur
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðuðm við verðlaunahátíðir í Bandaríkjunum með fréttakonunni Ingibjörgu Söru Guðmundsdóttur. Síðustu helgi fór ein sú virtasta fram, tónlistarverðlaunin Grammy, þar sem Íslendingurinn Víkingur Heiðar Ólafsson fékk fyrstu verðlaunin sín. Í seinni hluta þáttarins kynnum við okkur leðurblökur og heyrum frá dýraáhugakonunni Veru Illugadóttur. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-08
15 min
Skáld og skrælingjar
5. þáttur - Fangar í Kaupmannahöfn
Á 18. öld er fimmtungur þjóðarinnar á flakki og margur þarf að stela sér til matar. Á sama tíma breyttist refsikerfið í þá átt að í stað lífláts voru sakamenn látnir þræla ævilangt í fangelsum og einhver hörmulegasti kafli í samskiptum Dana og Íslendinga hefst.Rætt við Þórarinn Eldjárn, Hauk Má Helgason og Sigríði Hjördísi Jörundsdóttur. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-01
46 min
Krakkaheimskviður
Umhverfisáhrif gervigreindar og HM í handbolta
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur umhverfisáhrif gervigreindaforrita eins og ChatGPT með aðstoð Ester Öld H. Bragadóttur sem er sérfræðingur hjá Umhverfis- og orkustofnun. Í seinni hluta þáttarins skoðum við aðeins HM í handbolta og skyggnumst inn í heim handboltalýsandans með Einar Erni Jónssyni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-02-01
15 min
Skáld og skrælingjar
4. þáttur - Eyjarskeggjar koma til borgarinnar
Fyrstu Íslendingarnir sem skrifa ferðasögur eiga allir leið um Kaupmannahöfn. Hvernig varð þeim við að koma frá þessari afskekktu eyju í aldagamla borg? Hvernig mótaði hún sjálfsmynd þeirra?Rætt við Steinunni Ingu Óttarsdóttur og Gunnþórunni Guðmundsdóttur. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-27
45 min
Skáld og skrælingjar
3. þáttur - Danir og hin gullna fortíð
Hér segir frá því er Danir vildu leita í rætur menningar sinnar í íslenskum fornbókmenntum og konungar gerðu út menn að safna handritum. Hvaða viðhorf lágu þar að baki, hvernig brugðust Íslendingar við og af hverju var handritunum skilað að lokum?Rætt við Sumarliða Ísleifsson og Sigrúnu Davíðsdóttur Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-27
47 min
Skáld og skrælingjar
2. þáttur - Konurnar í Kaupmannahöfn
Þátturinn fjallar um konur sem fóru til Kaupmannahafnar forðum, til að leita ásjár eða frelsis eða af því þeim nauðugur sá kostur. Vitnað er til ævisagna og heyra má áhrifamiklar örlagasögur sem ekki hafa verið sagðar opinberlega áður.Rætt er við Pálínu Magnúsdóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-27
43 min
Krakkaheimskviður
Góðgerðarhetjan Joshua Williams og réttindabarátta hinsegin fólks
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnumst við góðgerðarhetjunni Joshua Williams, einni af upphafsröddunum í hverjum þætti. Hann hefur unnið við góðgerðarmál síðan hann var fjögurra ára! Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við Hrefnu Þórarinsdóttur sem sér um ungmennastaf 10-12 ára í hinsegin félagsmiðstöðinni. Þær ræða baráttu hinsegin fólks og bakslag, en líka sigra eins og í Taílandi þar sem lögleiðing samkynja hjónabanda tók gildi í vikunni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-25
16 min
Krakkaheimskviður
Staðan í Sýrlandi og kínverksi áhrifavaldurinn Li Ziqi
Í þessum þætti Krakkaheimskviður tekur Karitas stöðuna í Sýrlandi með aðstoð fréttamannsins Ólafar Ragnarsdóttur. Í seinni hluta þáttarins liggur leiðin til Kína þar sem einn ástæslasti áhrifavaldur landsins sneri nýlega aftur eftir þriggja ára hlé. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-18
15 min
Krakkaheimskviður
Trump, Carter og Idol-stjarnan frá Gaza
Í þessum þætti Krakkaheimskviða eru tveir bandaríkjaforsetar til umfjöllunar, þeir Donald Trump og Jimmy Carter. Fréttamaðurinn Oddur Þórðarson ræðir við Karitas um þá en í seinni hluta þáttarins kynnumst við Mohammed Asaaf, Idol-stjörninni frá Gaza. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-11
16 min
Krakkaheimskviður
2000-vandinn og Ljóni aðstoðarborgarstjóri
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur hinn svokallaða 2000-vanda með aðstoð fréttamannsins Hauks Hólm og heyrum af ferfætta aðstoðarborgarstjóranum Ljóna í Lviv í Úkraínu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-04
15 min
Skáld og skrælingjar
1. þáttur - Skrælingjar í Kaupmannahöfn
Hér er einkum sagt frá Íslendingum sem komu til náms í Kaupmannahöfn, einkennilegum siðum sem tíðkuðust í félagsskap þeirra og viðbrögðum, þegar til stóð að halda svokallaða nýlendusýningu í Kaupmannahöfn 1905.Rætt er við Margréti Jónasdóttur og Þórdísi Gísladóttur. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2025-01-03
46 min
Krakkaheimskviður
Hvað er framundan 2025 og áramót um allan heim
Í þessum þætti Krakkaheimskviða veltir Karitas hvað verður í fréttum á nýju ári með aðstoð fréttamannsins Boga Ágústssonar. Í síðari hluta þáttarins skoðum við áramót um allan heim, sem oft eru ekki á sama tíma og hjá okkur hérna á Íslandi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-12-28
16 min
Krakkaheimskviður
Alls konar jól og bannaðar bækur
Í þessum þætti Krakkaheimskviða fær Karitas til sín þau Ölmu, Elísabetu, Livio og Þórdísi sem öll eiga eitt foreldri frá öðru landi og segja okkur frá ólíkum jólahefðum. Í seinni hluta þáttarins eru bannaðar bækur til umfjöllunar og Embla Bachmann, rithöfundur og dagskrárgerðarkona þáttanna Hvað ertu að lesa? ræðir um þær. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-12-21
16 min
Krakkaheimskviður
Formúla 1 og íþróttaþvætti Sáda
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðum við kappakstursíþróttina Formúlu 1, en keppnistímabil ársins kláraðist fyrir viku. Birgir Þór Harðarson, fréttamaður, þekkir íþróttina vel. Við förum svo til Sádi-Arabíu þangað sem margt af frægasta íþróttafólki heims hefur spilað undanfarin ár og skoðum ástæðurnar fyrir því með aðstoð Björns Bergs Gunnarssonar, fjármálaráðgjafa og sérfræðings í fjármálum í íþróttum. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-12-14
15 min
Öryggi þjóðar
10. þáttur – Okkar eigin ábyrgð
Þjóðaröryggi er ekki sjálfsagt og ef öryggi er ekki til staðar þá er engin samfella í starfsemi ríkis, lands og þjóðar. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-12-09
19 min
Krakkaheimskviður
Stolnu börnin frá Úkraínu og hnefaleikar á Grænlandi
Í þessum þætti Krakkaheimskviða heyrum við frá fréttamanninum Dagnýju Huldu Erlendsdóttur sem segir okkur frá börnum sem rússneskir hermenn hafa numið á brott frá Úkraínu og hnefaleikaklúbbum í Grænlandi sem hjálpa andlegri heilsu ungmenna. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-12-07
15 min
Öryggi þjóðar
9. þáttur – Örstutt ævarandi hlutleysi
Í þættinum er fjallað um sögu Íslendinga þegar kemur að átökum og ytri ógnum. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-12-02
18 min
Krakkaheimskviður
Söngleikjamyndin Wicked og geirfuglinn
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur söngleikjamyndina Wicked sem var frumsýnd í síðustu viku við mikinn fögnuð aðdáenda sem margir hverjir höfðu beðið í 20 ár eftir myndinni. Kolbrún María Másdóttir, krakkafréttamaður, segir okkur meira frá Wicked. Hún er mikill söngleikjaaðdáandi og talar fyrir Nessu Rose í íslenskri talsetningu myndarinnar. Í seinni hluta þáttarins skoðum við hinn útdauða geirfugl og kíkjum á safn í Brussel. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-30
14 min
Öryggi þjóðar
8. þáttur – Stríðsglæpur og refsing
Í þættinum er fjallað um hvernig alþjóðalög taka á þeim sem þau brjóta. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-25
18 min
Krakkaheimskviður
Norska konungsfjölskyldan og Þrándheimur
Í þessum þætti Krakkaheimskviða dveljum við í Noregi og kynnumst norsku konungsfjölskyldunni sem hefur verið mikið í fréttum. Í síðari hluta þáttarins einbeitum við okkur að borginni Þrándheimi, tengslum hennar við Ísland og kíkjum á safn. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-23
16 min
Öryggi þjóðar
7. þáttur – Verndarskyldan
Í þættinum er fjallað um hvernig alþjóðasamfélagið hefur reynt að koma böndum á óæskilega framgöngu fullvalda ríkja. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-18
16 min
Krakkaheimskviður
Malala Yousafzai og samband Ástralíu og Bretakonungs
Í þessum þætti Krakkaheimskviða segir Ingibjörg Fríða Helgadóttur okkur frá Malölu Yousafzai, einni af röddunum í upphafi allra Krakkaheimskviðuþátta. Í seinni hluta þáttarins ræðir Karitas við fréttamanninn Önnu Lilju Þórisdóttur um bresku konungsfjölskylduna og samband þeirra við Ástralíu. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-16
16 min
Öryggi þjóðar
6. þáttur – Réttmæti átaka
Í þættinum er fjallað um réttlæti og lögmæti stríðsátaka. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-11
16 min
Krakkaheimskviður
Trump aftur forseti Bandaríkjanna og fimm hundruð ára gamalt hálsmen
Í þessum þætti Krakkaheimskviða ræðir Karitas við fréttamanninn Birtu Björnsdóttur um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum, sem fóru fram í vikunni. Í seinni hluta þáttarins skoðum við fimm hundruð ára gamal hálsmen sem fannst í Bretlandi árið 2019 og tengist merkilegri konungsfjölskyldu þar í landi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-09
15 min
Öryggi þjóðar
5. þáttur – Vígbúnaðarkapphlaup
Í þættinum er fjallað um hversu lítið þarf til að leysa vígbúnaðarkapphlaup úr læðingi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-04
16 min
Krakkaheimskviður
Hvað er að gerast í Venesúela og heimsyfirráð One Direction
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas hvað er að gerast í Venesúela með aðstoð fréttamannsins Róberts Jóhannssonar. Seinni hluti þáttarins er tileinkaður hljómsveitinni One Direction, en fréttir af andláti eins meðlims sveitarinnar, Liams Payne, bárust fyrir hálfum mánuði. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-11-02
16 min
Öryggi þjóðar
4. þáttur – Fleiri kenningar um herkænsku
Í þættinum er áfram fjallað um mismunandi herkænskuaðferðir sem beitt hefur verið í mannkynssögunni. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-28
11 min
Krakkaheimskviður
Hvaðan kemur hrekkjavakan og staðan í Úkraínu
Í þessum þætti Krakkaheimskviða skoðar Karitas sögu hrekkjavökunnar sem er á fimmtudaginn, hvernig hún byrjaði og af hverju hún er á þessum árstíma. Í seinni hluta þáttarins segir fréttamaðurinn Dagný Hulda Erlendsdóttir okkur frá stöðunni í Úkraínu, þar sem hefur geisað stríð síðustu tvö og hálfa árið. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-26
14 min
Krakkaheimskviður
Hvað er NATO og Legó-slysið
Í þessum þætti Krakkaheimskviða kynnum við okkur Atlantshafsbandalagið, eða NATO, með aðstoð fréttamannsins Björns Malmquist. Karitas skoðar svo Legó-slysið svokallaða sem varð árið 1997 og afleiðingar þess. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-19
15 min
Öryggi þjóðar
3. þáttur – Kenningar um herkænsku
Í þættinum er fjallað um hvernig hægt er að beita ólíkum aðferðum í eftirsókn eftir sama markmiðinu – völdum. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-14
12 min
Krakkaheimskviður
Samband Íslands og Danmerkur, Norðurlandaráð og krakki ársins
Í þessum þætti Krakkaheimskviða förum við til Danmerkur með fréttamanninum Hallgrími Indriðasyni þar sem Halla Tómasdóttir, nýr forseti Íslands, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn í vikunni. Við skoðum líka samband Danmerkur við tvö önnur lönd, Grænland og Færeyjar, og baráttu þessara landa fyrir því að verða fullgildir meðlimir Norðurlandaráðs. Karitas skoðar svo vísindamanninn Heman Bekele sem er 15 ára og var í ágúst valinn krakki ársins af tímaritinu Time. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-12
15 min
Öryggi þjóðar
2. þáttur – Stjórnleysi alþjóðasamfélagsins
Í þættinum er fjallað um af hverju það reynist ríkjum heims svo erfitt að halda friðinn. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-07
14 min
Krakkaheimskviður
Hvað er að gerast í Líbanon og er vatn á Mars?
Í þessum þætti Krakkaheimskviða minnumst við atburða síðasta árs frá því að Hamas-liðar réðust inn í Ísrael 7. október 2023. Fréttamaðurinn og fullorðins-Heimskviðuumsjónarmaðurinn Bjarni Pétur Jónsson segir okkur hvernig þessir atburðir tengjast því sem er að gerast í Líbanon, en á þriðjudaginn réðst Ísraelsher inn í landið. Í seinni hluta þáttarins vendum við kvæði okkar í kross og förum út í geim, nánar til tekið til Mars. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, segir okkur frá mjög merkilegri uppgötvun um plánetuna. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-10-05
14 min
Krakkaheimskviður
Löndin sem breyttu um nöfn og staða stelpna í Afganistan
Í þessum þætti Krakkaheimskviða segir Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur RÚV, okkur frá löndunum sem hafa breytt nöfnunum sínum. Karitas og Ólöf Ragnarsdóttir skoða stöðu stelpna og kvenna í Afganistan og þær reglur sem þær þurfa að hlýða í síauknum mæli. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-09-28
15 min
Öryggi þjóðar
1. þáttur – Hvað er þjóðaröryggi?
Í þættinum er fjallað um öryggisvitund þjóðarinnar, tungumálið og menninguna. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-09-27
14 min
Krakkaheimskviður
Allt um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum
Í þessum þætti af Krakkaheimskviðum kynnum við okkur forsetakosningarnar í Bandaríkjunum sem fara fram í byrjun nóvember. Bogi Ágústsson segir okkur hvað er svona merkilegt við þær, Karitas fer yfir atburði sumarsins og Birgir Þór Harðarson útskýrir kosningakerifð.Umsjón: Karitas M. BjarkadóttirRitstjórn: Birta Björnsdóttir og Karitas M. Bjarkadóttir Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-09-21
15 min
Krakkaheimskviður
Fyrsti þáttur og helstu fréttir sumarsins!
Í þessum allra fyrsta þætti Krakkaheimskviða fjöllum við stuttlega um stærstu fréttir sumarsins og kynnum okkur hvað verður um allt draslið og dótið sem fylgir stórum íþróttamótum eins og Ólympíuleikunum þegar þau klárast.Umsjón: Karitas M. Bjarkadóttir og Birta Björnsdóttir Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-09-13
14 min
Linsan
Guðrún Elsa Bragadóttir og Kristín Svava Tómasdóttir um Dunu
Kvikmyndagerðarkonan Guðný Halldórsdóttir er einn afkastamesti leikstjórinn í íslenskri kvikmyndasögu. Með leiftrandi og beittum húmor að vopni hefur henni tekist að skapa ógleymanlegar persónur sem lifa í manna minnum. Til mynda hennar má nefna Stellu í orlofi, Karlakórinn Hekla, Veðramót og Ungfrúin góða og húsið. Árið 2018 var hún sæmd heiðursverðlaunum Eddunnar fyrir einstakt framlag sitt til kvikmyndagerðar. Rætt er við Guðrúnu Elsu Bragadóttur kvikmyndafræðing og Kristínu Svövu Tómasdóttur, rithöfund og sagnfræðing, um feril Guðnýjar og verk hennar. Einnig er...
2024-08-30
47 min
Linsan
For Sama og Hrafnhildur Gunnarsdóttir heimildarmyndagerðarkona
Heimildamyndir geta verið öflugt pólitískt hreyfiafl en þær hafa einnig þann eiginleika að draga fram mennskuna sem býr erfiðum og flóknum aðstæðum að baki. Sýrlenska heimildarmyndin For Sama, eða Fyrir sömu, eftir leikstjórann Waad Al-Kateab fjallar um stríðið í borginni Aleppo þar sem hún bjó í fimm ár. Pálmi Freyr Hauksson, leikstjóri og handritshöfundur, ræðir myndina sem hlaut bæði BAFTA-verðlaunin og tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. Hrafnhildur Gunnarsdóttir heimildarmyndagerðarkona segir frá hvers vegna hún fann sig knúna til að feta braut heimildarmyndagerðar...
2024-08-23
50 min
Linsan
Orlando og Helga Rós Hannam búningahönnuður
Tímamótaverkið Orlando frá 1992 í leikstjórn Sally Potter byggir á samnefndri skáldsögu Virginiu Woolf frá 1928 og á enn við í dag. Í fyrstu þótti sagan tala inn í frelsisbaráttu kvenna en í dag eru það skilaboðin um hinseginleikann sem sitja eftir. Bókmenntafræðingurinn Soffía Auður Birgisdóttir fer í saumana á þessu verki enda þýddi hún skáldsöguna yfir á íslensku árið 2017. Helga Rós Hannam er margverðlaunaður búningahönnuður. Hún segir frá því hvernig hún gat ekki fengið örlög sín flúið og leiddist út á braut búningahönnunar sem hún hefur starfað við í rúm 20 ár.
2024-08-16
50 min
Linsan
Svar við bréfi Helgu og Valdís Óskarsdóttir kvikmyndaklippari
Hvort er verra að svíkja ástina eða móðurjörðina? Svar við bréfi Helgu, í leikstjórn Ásu Hjörleifsdóttur, byggir á samnefndri skáldsögu Bergsveins Birgissonar. Ástríðufullt og forboðið ástarsamband upphefst milli ungs bónda og konunnar á næsta bæ með afdrifaríkum afleiðingum. Rætt er við Sunnu Dís Jensdóttur bókmenntafræðing um þessa brennheitu ástarsögu sem þó má efast hvort sé raunverulega ástarsaga. Valdís Óskarsdóttir er mögulega einn fremsti kvikmyndaklippari landsins og hefur starfað sem slíkur í rúm 30 ár. Í reynslubankanum geymir hún meðal annars BAFTA-verðlaun f...
2024-08-09
50 min
Gettu hvar
Landið sem heldur jólin í júlí
Embla er komin óralangt í burtu frá Íslandi. Hún er stödd í landi með frægu óperuhúsi og kengúrum. Héðan kemur leikarinn Chris Hemsworth og söngkonan Sia. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-08-07
05 min
Linsan
Aftersun og Herdís Stefánsdóttir tónskáld
Kvikmyndin Aftersun í leikstjórn Charlotte Wells fjallar um ljúfsárt samband dóttur og föður og skoðar samband raunverulegra og skáldaðra minninga. Guðrún Elsa Bragadóttir, kvikmyndafræðingur, ræðir þessa áferðafallegu og nostalgísku mynd. Herdís Stefánsdóttir er margverðlaunað kvikmyndatónskáld þrátt fyrir að hafa aldrei fengið formlega tónfræðimenntun í æsku. Hún segir frá þeim áskorunum sem hafa mætt henni á ferlinum, lexíum sem hún hefur lært og hvernig misheppnuð verkefni geta leitt á nýjar brautir. Hosted on Acast. See acast.com/privacy f
2024-08-02
52 min
Gettu hvar
Landið sem er næstum því stærsta land í heimi
Nú er Embla stödd í landi með sex tímabelti og stærstu strandlengju heims. Hér er vinsælt að spila íshokkí og héðan koma söngvararnir Shawn Mendes og Justin Bieber. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-08-01
04 min
Gettu hvar
Landið sem var stórveldi
Embla er stödd í landi sem hefur vestasta punkt meginlands Evrópu. Landið hefur sigrað Eurovision einu sinni og héðan kemur einn frægasti knattspyrnumaður heims. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-08-01
04 min
Gettu hvar
Landið sem drekkur te
Nú er Embla stödd í landi sem er í Evrópu en ekki lengur í Evrópusambandinu. Héðan kemur tónlistarfólk eins og Ed Sheeran, Adele og Sam Smith. Héðan kemur líka knattspyrnufólkið Leah Williamson og Harry Kane. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-29
04 min
Gettu hvar
Landið sem er það hamingjusamasta í heimi
Landið sem Embla er stödd í núna er heimaland Múmínálfanna, gufubaðsins og Ittala vörumerkisins. Í landinu er staður sem er af mörgum talinn heimili jólasveinsins. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-29
04 min
Linsan
Ich bin dein Mensch og Tinna Hrafnsdóttir leikstjóri
Þýska kvikmyndin Ich bin dein Mensch, eða Ég er þinn, í leikstjórn Mariu Schrader, segir frá rannsóknarkonu sem fær það verkefni að prufukeyra vélmenni sem hefur verið forritað til þess eins að gera hana hamingjusama. Pálmi Freyr Hauksson, leikstjóri og handritshöfundur, veltir fyrir sér spurningum um siðferðislega tilvist vélmenna og hvert gagn þeirra geti verið. Síðar í þættinum er rætt við Tinnu Hrafnsdóttur. Hún hefur borið ýmsa hatta á ferlinum því hún er bæði leikkona, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi. Hún segir frá óhefðbundinni leið sinni í leikstj...
2024-07-26
50 min
Ólympíusögur
Þetta er ekkert fyrir konur
Ólympíuleikarnir í París eru strax orðnir sögulegir. Þeir verða nefnilega þeir fyrstu þar sem hlutfall karla og kvenna verður jafnt. Að auki leggur Alþjóða Ólympíunefndin ríka áherslu á það að hafa sem jafnast hlutfall á hverjum degi leikanna þegar kemur að verðlaunagreinum karla og kvenna. En þó svo að þessi mikilvægu skref hafi verið tekin í jafnréttisbaráttunni hefur hún verið löng og ströng. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-26
28 min
Gettu hvar
Landið sem hellir upp á espresso
Nú er Embla stödd í landi þar sem má finna bæði Hringleikahús og skakkan turn. Frá landinu koma merki eins og Gucci, Prada og Versace. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-24
03 min
Ólympíusögur
Réttindabaráttan á verðlaunapallinum
Alþjóða Ólympíunefndin líður ekki neinn pólitískan áróður eða nokkurs konar mótmæli hjá íþróttafólki á Ólympíuleikum. Einhver frægasta íþróttaljósmynd allra tíma er þó frá Ólympíuleikum og rammpólitísk. Þar steyta bandarísku hlaupararnir Tommie Smith og John Carlos hnefum á verðlaunapalli eftir 200 metra hlaupið í Mexíkóborg árið 1968,íklæddir svörtum hönskum, skólausir, með merki mannréttindahreyfingar á jökkunum.Uppákoman hafði miklar afleiðingar, fyrir Smith og Carlos en , líka Ástralann Peter Norman sem vann silfrið í hlaupinu. Í þessum þætti segjum við sögu „Black power“ mótmælanna. Hosted on
2024-07-24
28 min
Ólympíusögur
Stjarnan sem varð að skúrki
Allt íþróttafólk dreymir um að vinna til verðlauna. Það íþróttafólk sem kemst inn á Ólympíuleika er yfirleitt til í að gera næstum allt til að vinna gullið og standa í efsta þrepi á verðlaunapallinum á fullum leikvangi, með hundruð milljónir sjónvarpsáhorfenda að fylgjast með. En hversu langt er sumt íþróttafólk tilbúið að ganga til að komast í sögubækurnar? Í þessum þætti segir frá falli bandarísku frjálsíþróttakonunnar Marion Jones sem var svipt öllum verðlaunum sínum á ÓL 2000 eftir fræga og vel skipulagða lyfjamisnotkun. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-23
30 min
Ólympíusögur
Frá áhugamennsku til atvinnumennsku
Á Ólympíuleikunum í sumar er nær allt íþróttafólkið sem þar keppir atvinnumenn. Það er hins vegar algjörlega á skjön við upphaflegu hugsjón fyrstu nútíma Ólympíuleikanna árið 1896 og fyrstu áratuganna á eftir. Atvinnumennska, var beinlínis bönnuð. Hvernig þróuðust Ólympíuleikarnir úr þessari áhugamennsku yfir í atvinnumennskuna og hversu hart var tekið á atvinnumönnum hér á árum áður? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-22
28 min
Linsan
Regína og Margrét Örnólfsdóttir handritshöfundur
Litríka dans- og söngvamyndin Regína lifir vel í minnum þeirra sem hana sáu um aldamótin. Agnes Wild, leikstjóri og teymisstjóri barna- og ungmennaþjónustu RÚV, ræðir mikilvægi góðra sagna fyrir ungmenni og hvernig hægt sé að koma boðskapi til skila án predikunartóns. Síðar í þættinum er rætt við Margréti Örnólfsdóttur, tónlistarkonu og handritshöfund sem skrifaði einnig Regínu. Hún segir frá hvernig hún fór frá því að skrifa fyrir börn yfir í að vera einn fremsti glæpaþáttahöfundur landsins.
2024-07-19
52 min
Ólympíusögur
Glæpurinn gegn náttúrulegu eðli
Guðmundur Sigurjónsson Hofdal kom við sögu á þrennum Ólympíuleikum á 40 ára tímabili. Hann var meðal annars í hópi fyrstu íslensku Ólympíufaranna, var mikill frumkvöðull í íslenskri íþróttahreyfingu og vann þar gott starf. En saga Guðmundar er líka sorgarsaga, því hann er eini maðurinn sem dæmdur hefur verið til fangelsisvistar á Íslandi fyrir samkynhneigð mök. Í þessum þætti er saga Guðmundar glímukappa sögð. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-19
30 min
Gettu hvar
Landið sem skíðar
Nú er Embla stödd í landi sem hefur marga firði og eyjur. Sögur eins og Dýrin í Hálsaskógi og Kardemommubærinn koma frá landinu og líka fótboltamaðurinn Erling Haaland. En hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-18
04 min
Gettu hvar
Landið sem býr til myndasögur
Embla er lengra í burtu en í fyrri þáttum. Nú er hún komin til Asíu! Í landinu sem hún er stödd í eru mörg kirsuberjatré og mjög góður matur. Hér urðu til karaoke, emoji og persónurnar Hello Kitty og Pokémon. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-17
04 min
Ólympíusögur
Lygasaga Mo Farah
Hann var ein allra skærasta stjarnan í heimi frjálsíþróttanna og einn vinsælasti íþróttamaður Bretlands. Fólk hafði líka samúð með ótrúlegri baksögu hans, en árið 2022 kom hins vegar í ljós að hún var haugalygi. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-17
20 min
Ólympíusögur
Brúarsmiðurinn milli austurs og vesturs
Íþróttafólk getur svo sannarlega haft áhrif á heiminn með frammistöðu sinni, afrekum og framkomu. Fáir íþróttamenn hafa þó haft jafn mikil áhrif og sovéska fimleikakonan Olga Korbut með þátttöku sinni á Ólympíuleikunum í München 1972. Korbut hefur verið nefnd sem brúarsmiður milli austurs og vesturs En í hverju fólust áhrif hennar? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-16
30 min
Gettu hvar
Landið sem geymir Mónu Lísu
Embla er stödd í vinsælasta landi heims meðal ferðamanna. Hér er borg ljósanna, frægur turn og dýr sem er ekki borðað hvar sem er í heiminum. Hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-15
04 min
Ólympíusögur
Ólympíumeistari í íslenskri moldu
Íslendingar hafa unnið bæði til silfur- og bronsverðlauna á Ólympíuleikum, en aldrei gullverðlaun. Samt hvílir einn Ólympíumeistari í íslenskri moldu, og það raunar sögulegur íþróttamaður. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-15
23 min
Linsan
Pleasure og Kristín Lea nándarþjálfi
Í kjölfar #MeToo-bylgjunnar hefur áhersla á virðingu og traust í kvikmyndageiranum aukist til muna og hafa störf eins og nándarþjálfun sprottið upp. Rætt er við Kristínu Leu Sigríðardóttur, fyrsta og eina starfandi nándarþjálfann á landinu, um starfið og mikilvægi þess. Kvikmyndin Pleasure, eða Nautnir, frá árinu 2021 í leikstjórn Ninju Thyberg er einnig til umfjöllunar. Snædís Björnsdóttir bókmenntafræðingur ræðir hvernig þessi saga um sænska stúlku sem dreymir um að verða klámmyndastjarna varpar ljósi á stéttaskiptingu, kynþáttafordóma, vináttusambönd og...
2024-07-12
50 min
Gettu hvar
Landið sem á elsta fána í heimi
Embla er aftur á ferðinni og er núna lent í landi LEGO kubbanna, ævintýranna og hamingjunnar. En hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-09
04 min
Gettu hvar
Landið sem bakar sódabrauð
Í þessum þætti er Embla stödd í landinu sem hrekkjavakan varð til í. Í landinu eru fallegir klettar og á Íslandi er útihátið sem dregur nafn sitt af landinu. En hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-09
04 min
Gettu hvar
Landið sem heldur upp á nafnadaga
Landið sem Embla er stödd í núna á sér langa og merka sögu. Þetta er land fornleifasafna, heimspekinga og Ólympíuleikanna. En hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-05
04 min
Gettu hvar
Landið sem býr til bíla og hlaupbangsa
Aftur er Embla stödd á spennandi stað. Hér fæddust Grimms bræðurnir og margir íslenskir handboltaleikmenn spila með liðum í landinu. En hvert er landið? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-04
03 min
Gettu hvar
Landið sem kann að taka kaffipásu
Embla er komin í annað land. Í þessu landi eru Nóbelsverðlaunin veitt og haldið upp á kanilsnúðadaginn. Hvaða land heldur svona mikið upp á kanilsnúða? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-02
04 min
Linsan
Portrait de la jeune fille en feu og Hulda Helgadóttir leikmyndahönnuður
Í þessum fyrsta þætti Linsunnar er farið inn á stöðu kvenna í kvikmyndabransanum á Íslandi. Rætt er við Guðrúnu Elsu Bragadóttur, kvikmyndafræðing, um kvikmyndina Portrait de la jeune fille en feu, eða Mynd af logandi hefðarfrú, í leikstjórn Céline Sciamma frá 2019. Myndin þykir hafa brotið blað þegar kemur að hinu kvenlega sjónmáli. Síðar í þættinum er rætt við leikmyndahönnuðinn Huldu Helgadóttur sem var fyrsta konan til að hljóta Edduverðlaunin á því sviði. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-07-01
52 min
Ólympíusögur
Stikla: Ólympíusögur í sumar
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson rifjar upp ótrúlegar sögur af íþróttafólki í aðdraganda Ólympíuleikanna í París. Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-06-28
00 min
Gettu hvar
Landið sem leggur sig
Embla er lögð af stað í ferðalag. Hún er stödd í landi þar sem margir íbúar leggja sig seinni partinn og þjóðarrétturinn er hrísgrjónaréttur. Hvert ætli landið sé? Hosted on Acast. See acast.com/privacy for more information.
2024-06-28
04 min