Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Reglubokaklubburinn

Shows

ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 11 - Fimmheimaflakk fyrir byrjendur - Index Card RPG: Master EditionNýtt ár, nýtt allt, hálf-djók sem varð að blákaldri staðreynd. Addó meðtekur sakramentið með Reglubræðrum í umfjöllun þeirra um Index Card RPG: Master Edition - mögulega einni bestu byrjendabók í spunaspilum sem fyrirfinnst! --- Quest Portal er kostunaraðili Reglunnar en þar á bæ er að finna hin ýmsu tól og tækni fyrir persónu-og heimasmíðar. Við þökkum einnig Bibba og Tryggva í Svörtu tungunum fyrir tæknilega aðstoð við upptöku þáttarins. Við hvetjum öll til að leggja á hlustir hvað sá fríði flokkur hefur að segja um spunaspil....2025-02-021h 56ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnMillibilsástandReglubræður bera saman bækur í bækistöðvum kostunaraðilans. Útreikningar gerðir upp. Hreinsað til að hleypa inn einhverju nýju, jafn vel einhverju betra. --- Það fellur ekki á milli hluta að Quest Portal reynist enn dyggur kostunaraðili Reglunnar og í framvarðasveit spunaspilara nær sem fjær. --- Blússandi meðmæli Reglunnar NIGHT'S BLACK AGENTS sarpur á slikk "When We Were Wizards" hlaðvarpið Dungeon Master of None - "Mothership" Dungeon Master of None - "Gradient Descent" Reglubókaklúbburinn - Umræ2024-11-071h 07ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 10: Ofskömmtun heiftar og vonleysis - Kjarnabók Werewolf: The Apocalypse (5. útgáfa)Krísan er sú að hið gamla deyr en ungviðið of bágstatt til að berast fullþroska í heiminn. Er henni viðbjargandi? Er það of seint? Skulum vér ganga, hönd í loðna hönd, í átt að hinu hnignandi sólarlagi sem stolt Garou í einum, seinasta dýrðarljóma Gaia? --- Reglubókaklúbburinn hámar í sig Werewolf: The Apocalypse eins og óð varúlfafylking gegnum yfirgefna vöruskemmu við enda bæjarins þökk sé Quest Portal, kostunaraðila þáttarins og stafrænu Cairn-i spunaspila. --- Vefsíða Stígamóta Hjálparsími 1717 og Netspjal...2024-08-153h 24ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 9: Brostni vegvísirinn - Broken Compass Adventure JournalReglan tekur á rás með Brostna vegvísinn við hönd. Þessi þáttur á heima á safni en er, eins og í fyrri svaðilförum Reglunnar, kostaður af Quest Portal. --- Blússandi meðmæli Reglunnar The Lost Jewels of Eire eftir 1 Shot Adventures Reglubókaklúbburinn - Umræðuvettvangur - 107 meðlimir komnir, endilega melda sig þar á bæ. Spunaspil á Skaganum - fyrrum áhafnarmeðlimur Sædísarinnar og flott eintak af manneskju, hann Ásgeir Óttar er með hóp fyrir spunaspil á Skaganum. Drivethru RPG, Christmas in July útsalan þar sem er m.a. að finn...2024-07-291h 55ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnBitastæður bónusþáttur: Í hlekkjum góssins (Free RPG Day '24)Reglan rennur yfir grösug grös góssins sem var gefið út á Free RPG Day þann 24. júní. --- Það kostar ekki neitt að tjékka á Quest Portal, kostunaraðila þáttarins sem er með ókeypis einhleypur fyrir áhugasama örlagavalda. --- Hlekkir á ævintýrin og kerfin í þættinum Free RPG Day - Hvað er það og hver tóku þátt? Pathfinder 2e: Poppets in Peril og Starfinder 2e: Second Contact frá Paizo Not a Drop to Drink frá Loke BattleMats Shards of the Spellforge fyrir Tales of the Valiant frá Kobo...2024-07-0626 minReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 8: Uppdubbaðir Paþþapjakkar - Leiðarvísir leikmanna fyrir Pathfinder 2eKom nú kappar, kvistakvár og hjólreiðanornir. Reglan hefur komið sér saman í kringum Stjörnustein Absalom til að ræða Leiðarvísi leikmanna fyrir Pathfinder 2e. — Líkt og Aroden til hins forna er það Quest Portal sem upphefur Regluna sem hennar kostunaraðili. — Player Core 1 er að finna í Nexus og meira að segja í öllum þeim útgáfum sem Reglan hafði við hönd: Player Core 1 (staðlaða kápan) Player Core 1 (skissukápan) Player Core 1 (leðurlíkið) — Blússandi meðmæli Reglunnar Archives of Nethy...2024-06-302h 29Baniak BaniakaBaniak Baniaka🎲Sesja z Islandczykami🌋Kupując na G2A, wspierasz moją działalność ➡️ http://g2a.com/n/baniakbaniaka Zgody na wykorzystanie utworu "Kvaðning" zespołu Skálmöld udzielił Snæbjörn Ragnarsson. Strona zespołu Skálmöld ➡️ / @skalmold Recenzje RPG w wykonaniu Helgiego ➡️ / reglubokaklubburinn Podcasty "Black Tongues" ➡️https://open.spotify.com/show/5va7LLO... Podcasty Gisliego ➡️https://open.spotify.com/show/7tbA6f0... Pomoc techniczna i obróbka audio sesji: Snæbjörn Ragnarsson 📰 Subskrybuj: http://youtube.com/BaniakBaniaka?sub_... ❤️ Zostań Patronem: http://patronite.pl/baniakbaniaka 🗣 Fanpage: / baniakbaniaka 🎧 Posłuchaj sesji: / baniak-baniaka 🎙 Twitch / baniakbaniaka 📸 Instagram / baniakbaniaka 👕 Znajdź koszulkę z ulubionym motywem: http://skladbaniaka.cupsell.pl 📎 Zajrzyj do moich plikó...2024-05-274h 41ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 007: Í víðáttu brennandi spegla - Night's Black AgentsKlokkaðu alla útganga áður en þú rýkur inn í þennan þátt. Korktaflan sýnir það svart á hvítu og með rauðum þræði á milli að þessi þáttur fer lengra upp vampýramídann en nokkru sinni áður.  — Þú þarft ekki að vera hakkari á heimsklassa til að njóta góðs af þeim stafrænu verkefnum sem Quest Portal, bakhjarl Reglubókaklúbbsins, býður upp á fyrir öll möguleg verkefni. Hvort sem það er að kljást við hverfisfautana eða að sprengja sig upp á topp vampýramídans, þá hefur Quest Portal allt sem útsendarar á vettvangi spunaspila þurfa á að halda. — Hægt er að nálgast eintak af Night’s Black Agents á vefsíðu...2024-04-252h 39ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 6: Samansafn fanta og fúlmenna - Star Wars: Edge of the EmpireHvergi fyrirfinnst ömurlegra samansafn fanta og fúlmenna. En einhversstaðar verða illir að vera á þessum myrku tímum í Vetrarbrautinni. --- Kostunaraðili Reglubókaklúbbsins er Quest Portal⁠ sem er með hýperdrifin verkfæri fyrir ævintýrin sem eiga sér stað endur fyrir löngu á fjarlægri vetrarbraut. --- Vákar, vélmenni og ótótlegir nerf-hirðar geta nálgast eintak af Star Wars: Edge of the Empire ásamt öðrum ágætum köflum úr Stjörnustríðunum í Nexus. --- Blússandi meðmæli Reglunnar Spilastund - Star...2024-03-251h 43ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 5: Míkródósun örvæntingar - Kjarnabók Vampire: The MasqueradeEFNISVIÐVÖRUN (CW) - Á einum tímapunkti í þessum þætti er fjallað um sjálfsvíg. Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að glíma við sjálfsvígshugsanir er fjöldi úrræða sem standa til boða. Upplýsingasími heilsugæslunnar er að finna í s. 1700, Hjálparsími Rauða Krossins er 1717. Netspjall Heilsuveru býður einnig upp á aðstoð auk þess sem Píeta-samtökin er að finna í s. 552-2218. Þau sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi geta leitað til allra þessara aðila ásamt Sorgarmiðstöðinni í s. 551-4141. --- Kom nú börn nætur, nærumst á skinnu þeirri se...2024-03-011h 34ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnBitastæður bónusþáttur: Eyjaplayer - Viðtal við Eyþór ViðarssonReglubókaklúbburinn fékk í heimsókn til sín Eyþór Viðarsson, raddleikara og einn af aðalsprautum raunspilunar (sannspilunar?) hlaðvarpanna The Sprouting The Lucky Die. Fyrir utan skrambi góða innsýn í hvað það tekur til að búa til raunspilunarhlaðvarp, var Eyþór meira að segja svo vinalegur að mæta með stuttan ríg í stúdíóið fyrir Regluna að kjammsa á. Líkt og áður er það ⁠Quest Portal⁠ sem styður Reglu Reglubókaklúbbsins. Þar er m.a. hægt að kynna sér eitthvað af þeim reglum úr Call of Cthulhu regluverkinu sem Eyþór vísar til. --- Blússan...2024-02-2333 minReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 4: Billy-hilla drunga og dauða - Mörk BorgGola blæs að vestan. Frá Sundrunarlöndum. Rot og ódaunn dreyra eru reiðmenn þeirra. Hyggja þau á ferðalag þangað? Í dal hinna slyppfengu og ódauðu. --- Hina vanhelgu skinnu Mörk Borg er að finna í dýpstu kimum Glæsibæjar, hjá alkemistum harmleiksins og er Basilisk þáttarins með hin ýmsu verkfæri til að undirbúa þín eigin Ragnarök. --- Blússandi meðmæli Reglunnar Spunaspilavinir #20 Bókasafn Hafnafjarðar I'm begging you to play another RPG RPGBOT.Podcast 1914 - The Hundred Day...2024-02-111h 08ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 3: Bófalegt muldur um Rýtinga í rökkriHér eru engin brögð í tafli, þó eitthvað er að finna af fautum í þessari bófabók. Eftir afdrifaríkan eltingaleik í gegnum víddirnar hafa Reglubræður loksins Rýtingabókina umtöluðu í höndum sínum og taka hana í gegnum þriðju gráðuna. Modus operandi Reglunnar er miðlað til hlustenda þökk sé Quest Portal sem hefur fingraför sín á þessum þætti. --- Grunnreglur Blades in the Dark er m.a. hægt að finna hjá Quest Portal og þessari vefsíðu hérna. Án þess að vera einhver skvíler, þá er orðið á götunni að...2024-01-051h 09ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnKrísufundur: Hin brauðsneiðin af hálfvitasamlokunniÍ þann mund sem Reglubræður voru byrjaðir að stinga nefi ofan í Rýtingabók, var hópuppsögnum kastað fram á Galdraströndinni tveimur vikum fyrir jól og þeir fundu sig tilknúna að mætast í eðernum til að ráða úr rústunum. --- Regla Reglubókaklúbbsins samanstendur af Helga Má og Þorsteini Mar ásamt Ólafi Birni á upptökurúninni. Reglubókaklúbburinn er í boði Quest Portal. --- Blússandi meðmæli Reglunnar Bob the World Builder Roll for Combat --- Ítarefni: ...2023-12-1751 minReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnJólagestir ReglubókaklúbbsinsÞegar ákveðinn Reglubróðir (sem við skulum ekkert einblína of lengi á) reyndi að gera fínt og skrautlegt fyrir jólin, lendir Reglan í meiriháttar víddarflakksklandri. Þar sem Reglan reynir að leysa úr þessari fjölheimaflækju, finnur hún flottar gjafir á leiðinni og enn flottari félaga sem hjálpa að finna út úr þessu ástandi og árinu sem er senn að líða. --- Jólagestir Reglubókaklúbbsins '23: Patrónar vor, þau Gunnar Hólmsteinn og Tinna Halls hjá Quest Portal Rígsmennirnir Grétar Mar og Stefán Ingvar...2023-12-082h 06ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnBitastæður bónusþáttur: Örlagaþræðir Lágmúlans - Teppavirki eftir Stefán IngvarBjalla glymur. Teppabúðin í Lágmúlanum hefur tekið úr lás samanber opnunartíma frá 11-18 (Lokað um helgar). Þú ert teppi. Fölbrúnt teppi. Einhver gengur inn. En hver? Það er ómögulegt að ráða úr. Af því þú ert teppi. En hann stendur fyrir framan þig í dágóða stund... Klósettið? Það er reyndar bara fyrir starfsfólk. Allt brennur þó niður að lokum. Hver einasti þráður verður að sviðinni jörðu og hann sturtaði ekki einu sinni niður. --- Teppavirki er nýtt spunaspil eftir Stefán Ingvar Vigfússon sem kom ú...2023-11-2523 minReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 2: Fálmar í þokunni - Regluverk Varðarins fyrir Call of Cthulhu 7eÞað er satt, við rýndum í hina myrku skruddu, þá forboðnu og viðbjóðslegu bók sem aðeins örfáir hafa fengið að bera augum, en þó er það ætlun okkar með hlaðvarpi þessu að sýna fram á að við séum með öllu heilir á geði. Eflaust muntu fyrst uppnefna okkar, kalla geðsjúka og æra, jafnvel sturlaðri en sá sem setti sama þessi skelfilegu bók. Síðar munu áheyrendur setja allt það er við leggjum á borð og spyrja, hvernig hefðum við mátt komast að annarri niðurstöðu þegar við stóðum frammi fyrir öllum þessum hryllingi. 2023-11-241h 15ReglubókaklúbburinnReglubókaklúbburinnÞáttur 1: Stofnfundur - Leiðarvísar leikmanna fyrir 2e og 5eFöruneytið leitar djúpt inn í miðbik Kertavirkis og beitir dulspekinni á aðra og fimmtu útgáfu af leiðarvísi leikmanna fyrir Dýflissur og & Dreka.  Þar sem skinnurnar sitja undir skini Selûne reiðir vitkinn fram reykelsi ásamt vígðu vatni og með vel æfðum handabendingum og arkanískri þulu er rýnt í tvær bækur á sama tíma og gert með meðbyr þökk sé bandalagi Föruneytisins við ⁠Quest Portal⁠. --- Aðra útgáfu af Leiðarvísi leikmanna í D&D er hægt að finna á alvefnum hjá ⁠⁠Dungeon Master’s Gui...2023-11-121h 19