Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Sogufelag

Shows

Til skjalannaTil skjalannaMinja- og sögufélag Grindavíkur. Að varðveita sögu og menningu.Í þessum þætti ræðir Helgi Biering við Hall Jónas Gunnarsson, eina af driffjöðrum Minja- og sögufélags Grindavíkur. Farið er yfir upphaf félagsins, hið mikilvæga starf við söfnun, skráningu og miðlun heimilda og minja. 2025-06-0342 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp SögufélagsKolbeinn Rastrick um 30. marz 1949Í þættinum ræðir Katrín Lilja við Kolbein Rastrick sem ritaði grein við forsíðumynd Sögu tímarits Sögufélagsins sem kom út í lok árs 2023. Í greininni, sem er byggð á BA-ritgerð Kolbeins úr kvikmyndafræði, greinir Kolbeinn kvikyndir sem teknar voru af óeirðunum við Austurvöll 30. mars 1949, daginn sem umræður voru á Alþingi um inngöngu Íslands í NATO.2024-04-1035 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#38 Haraldur Sigurðsson um Samfélag eftir máliHaraldur Sigurðsson hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir Samfélag eftir máli: Bæjarskipulag á Íslandi og fræðin um hið byggða umhverfi. Í þessum þætti Blöndu ræðir hann við Einar Kára Jóhannsson um víðfeðmt efni bókarinnar. Samfélag eftir máli fjallar um skipulag borgar, bæja og þorpa á Íslandi á 20. öldinni. Í aðra röndina er rakin saga skipulagsgerðar og þéttbýlis og í hina hugmyndasaga skipulagsfræðanna og módernismans. Sjónum er einkum beint að mótun borgarskipulags í höfuðstað landsins en einnig að viðleitni ríkisvaldsins til að koma skipula...2024-02-011h 25Blanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#37 Kristín Loftsdóttir um Andlit til sýnisKristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði, segir hlustendum Blöndu frá nýrri bók sinni Andlit til sýnis. Í bókinni er lítið safn á Kanaríeyjum í brennidepli en þar má finna  brjóstafsteypur af fólki frá ólíkum stöðum heimsins sem gerðar voru á nítjándu öld. Þar á meðal eru brjóstmyndir sjö Íslendinga. 2023-11-2940 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#36 Ragnhildur Hólmgeirsdóttir um Yfirréttinn á ÍslandiÞriðja bindi Yfirréttarins kom út 28. september. Ragnhildur Hólmgeirsdóttir sagnfræðingur og einn af þremur ritstjórum verksins segir hlustendum Blöndu upp og ofan af útgáfunni, heimildaleit og gloppóttum skjalasöfnum. Hér má heyra af hægfara hnignun Odds Sigurðssonar og uppþoti í kirkju og þjófnaðarmáli Þorsteins Jónssonar, sem annað hvort var öreigi eða gekk um með parrukk og innsiglishring. Katrín Lilja Jónsdóttir er nýr umsjónarmaður Blöndu.2023-10-1935 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#35 Kristjana Kristinsdóttir um Lénið ÍslandÍ þættinum ræðir Jón Kristinn við Kristjönu Kristinsdóttur um bókina Lénið Ísland sem kom út árið 2021. Bókin er byggð á doktorsritgerð hennar og er mikilvæg grunnrannsókn á vanræktu tímabili í Íslandssöguni.2023-07-0728 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#34 Sjón um sögulegan skáldskapRithöfundurinn Sjón hefur skrifað margar sögulegar skáldsögur. Í þessum þætti ræðir hann við Einar Kára um hvernig hann nýtir sér frumheimildir og nýjustu rannsóknir í sagnfræði. Hann ræðir einnig viðhorf sitt til sögunnar og muninn á stöðu fræðimannsins og skáldsins. 2023-06-2253 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#33 Páll Björnsson um 17. júní og framhaldslíf Jóns SigurðssonarÍ tilefni þjóðhátíðardagsins ræðir Jón Kristinn við Pál Björnsson um framhaldslíf Jóns Sigurðssonar í sögulegu minni landsmanna. Lagt er út af bók Páls,  Jón forseti allur? sem kom út árið 2011 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin sama ár. 2023-06-1644 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#32 Anna Dröfn Ágústsdóttir um Guðrúnu Pétursdóttur frá EngeyAnna Dröfn Ágústsdóttir, sagnfræðingur og lektor við hönnunardeild LHÍ, ræðir við Jón Kristin um forsíðumynd haustheftis Sögu 2022. Myndin, sem er úr safni Ólafs K. Magnússonar ljósmyndara, sýnir landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 1951. Sérstaka athygli innan um fjölda karlmanna vekur kona á fremsta bekk sem heldur fyrir andlitið. 2023-04-1330 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#31 Guðmundur Hálfdanarson um Volaða land og Ísland sem nýlenduGuðmundur Hálfdanarson ræddi við Jón Kristin um kvikmyndina Volaða land, Ísland sem nýlendu og stöðu hugvísindanna. Hann er hrifinn af Volaða land en telur að nýlenduhugtakið geti ekki átt við um Ísland og á erfitt með að sjá sömu nýlendutengingar í myndinni og margir aðrir.2023-04-0444 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#30 Axel Kristinsson um Hnignun, hvaða hnignun?Jafngilti vistarbandið þrælahaldi? Kúguðu Danir Íslendinga með einokunarverslun? Í þrítugasta þætti Blöndu ræðir Jón Kristinn við Axel Kristinsson um bók hans Hnignun, hvaða hnignun?, sem kom út hjá Sögufélagi árið 2018. Í bókinni skorar Axel kenningar um hnignun landsins á árabilinu 1262-1800 á hólm, og sýnir fram á að ýmislegt sem talið hefur verið sérstakt við Íslandssöguna sé það ef til vill alls ekki. 2023-03-2240 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#29 Guðni Th. Jóhannesson um Stund milli stríðaGuðni Th. Jóhannesson, sagnfræðingur og forseti Íslands, ræðir bók sína Stund milli stríða. Saga landhelgismálsins, 1961-1971 við Markús Þórhallsson. Upptaka fór fram á bókakvöldi eftir aðalfund Sögufélags þann 21. febrúar 2023. Guðni segir meðal annars að saga landhelgismálsins sé þjóðarsaga og að forðast skal að reisa glæstar vörður þegar slík mál eru tekin fyrir. Hann segir frá breyttum áherslum sínun í sagnaritun eftir að hann tók við embætti forseta Íslands og áhrif spennusagnahöfundarins Tom Clancy á skrif sín. Þá kom honum á óvart að nýjar...2023-03-0749 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#28 Hjalti Snær Ægisson um Sýnisbók þess að Ísland var ekki barbaralandJón Kristinn ræðir við Hjalta Snæ Ægisson bókmenntafræðing, sem er einn aðstandenda nýrrar útgáfu á ritinu Sýnisbók þess að Ísland er ekki barbaraland, heldur land bókmennta og menningar eftir Jón Thorchillius (1697-1759). Jón ritaði verkið rétt fyrir miðbik átjándu aldar sem svar við níðskrifum erlendra manna um Ísland. Hún hefur þó aldrei komið fyrir sjónir almennings fyrr en nú.2023-01-1154 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#27 Helgi Þorláksson um SögustaðiJón Kristinn ræðir við Helga Þorláksson um nýútkomna bók hans Á Sögustöðum, um Ísland sem nýlendu, söguskoðun sjálfstæðisbaráttunnar, samband Íslands við Danmörku, Guðmund góða Arason og ýmislegt fleira.2022-12-1643 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#26 Kristín Svava Tómasdóttir um FarsóttKristín Svava Tómasdóttir ræðir um bókina Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25. Í bókin er sögð saga sjúkdóma, lækninga og tilrauna til að vernda samfélagið gegn sóttum. Þetta er saga borgar og velferðarkerfis en ekki síst saga af fólki. Aðalpersónan er þó gamla timburhúsið sem byggt var árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga. Síðar var það gert að farsóttaspítala, geðsjúkrahúsi og seinast gistiskýli fyrir heimilislausa.2022-10-1752 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#25 Hafdís Erla Hafsteinsdóttir um Mennina með bleika þríhyrninginnEinar Kári Jóhannsson ræðir við Hafdísi Erlu Hafsteinsdóttur um hinsegin sögu og Mennina með bleika þríhyrninginn: Frásögn homma af vist sinni í fangabúðum nasista á árunum 1939-1945, sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Hafdís Erla ritaði eftirmála að bókinni þar sem hún fjallar um ferðalag bleika þríhyrningsins frá fangabúningum samkynhneigðra manna til baráttutákns hinsegin fólks, kynjakerfi Þriðja ríkisins, minningapólitík og margt fleira sem tekið er til umfjöllunar í þættinum.2022-09-201h 01Blanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#24 Jón Kristinn Einarsson um Jón Steingrímsson og SkaftáreldaEinar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Kristinn Einarsson um bók hans Jón Steingrímsson og Skaftáreldar sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Í bókinni er fjallað um för séra Jóns, sumarið 1784, með sex hundruð ríkisdali frá stiftamtmanni til sýslumannsins í Vík í Mýrdal. Þetta stórfé átti að nýta til að endurreisa byggð í Skaftafellssýslu eftir Skaftárelda. Á leiðinni opnaði Jón sendinguna og deildi ófáum ríkisdölum út til nauðstaddra sem og sín sjálfs. Sú ákvörðun mæltist illa fyrir og Jón var kærður til yfirval...2022-08-2946 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#23 Bergsveinn Birgisson um ritstuld og svarta víkinginnEinar Kári Jóhannsson ræðir við Bergsvein Birgisson um viðhorfsgrein hans í Sögu 1 2022. Þar fer Bergsveinn yfir ásakanir sínar um ritstuld eða rannsóknastuld á hendur Ásgeiri Jónssyni og andmæli bæði Ásgeirs og Helga Þorlákssonar þegar málið var lagt fyrir Siðanefnd Háskóla Íslands. Þá er fjallað um bók hans, Leitin að svarta víkingnum, og rannsóknir á Geirmundi Heljarskinn. Einnig berst talið að akademískum vinnubrögðum og hlutverki fræðafólks í miðlun á rannsóknum sínum. Að lokum er aðeins komið að skáldverkum Bergsveins og hvað sé á döfinni hjá honum.2022-07-041h 00Blanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#22 Hrafnkell Lárusson um Íslenska dyggðarsamfélagið undir lok 19. aldarMarkús Þorhallsson ræðir við Hrafnkel Lárusson um grein hans, Íslenska dyggðarsamfélagið í lok 19. aldar, sem birtist í Sögu LIX - 2 2021. Hrafnkell Lárusson skrifar um einkenni, áhrif og hnignun þess sem hann kallar íslenska dyggðasamfélagið og það hvernig viðurkenndar dyggðir, trúarhugmyndir og siðferðisviðmið tóku breytingum á Íslandi um aldamótin 1900, með sérstakri áherslu á frumheimildir frá Austurlandi. Grein Hrafnkels byggir að hluta á doktorsritgerð hans í sagnfræði sem hann varði við Háskóla Íslands í apríl 2021.2022-05-1356 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#21 Nýjar rannsóknir tengdar Landsnefndinni fyrriÍ þessum þætti af Blöndu ræðir Einar Kári Jóhannsson við sjö nemendur í sagnfræði við Háskóla Íslands. Nemendurnir eru allir að vinna sjálfstæðar rannsóknir á ýmsum málefnum 18. aldra með hliðsjón af skjölum Landsnefndarinnar fyrri 1770-1771. Síðustu ár hafa þessi skjöl komið út í fimm bindum á vegum Þjóðskjalasafns Íslands og Sögufélags. Sjötta og síðasta bindið er væntanlegt síðar á árinu 2022. Viðmælendur eru Guðrún Hildur Rosenkjær, Kolbeinn Sturla G. Heiðuson, Páll Halldórsson, Kjartan Atli Ísleifsson, Gauti Páll Jónsson, Ólafur Einar Ólafarson og Steinar Logi Sigu2022-04-0841 minHlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsHlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsBlanda #19 Kristjana Vigdís um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tunguÍ þessum þætti af Blöndu ræðir Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu. Hún ræðir um tungumálið frá ýmsum áhugaverðu sjónarhornum, hvort alltaf hafi verið öruggt að íslenskan héldi velli og ástæður þess að svo fór. Eins setur hún stöðu íslenskunnar í fortíð í samhengi við stöðu hennar í samtímanum og jafnvel í framtíðinni. Kristjana Vigdís hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu sem Sögufélag gefur út.2022-03-0952 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#20 Anna Agnarsdóttir og Hrefna Róbertsdóttir um 120 ára afmæli SögufélagsÍ tilefni af 120 ára afmæli Sögufélags ræðir Markús Þoórhallsson við Önnu Agnarsdóttur, fyrrum forseta félagsins, og Hrefnu Róbertsdóttur núverandi forseta. Margt ber á góma, til að mynda stofnun og þróun félagsins í gegnum árin og margt skemmtilegt sem í vændum er. Sögufélag fagnaði 120 ára afmæli, 7. mars 2022. Félagið var stofnað árið 1902 með það að markmiði að gefa út tímarit, heimildarit og annað efni um sagnfræði og söguleg efni, einkum um sögu Íslands. Enn í dag er félagið helsti útgefandi rita af þessu tagi og vinnur ötullega að því að auka þe...2022-03-0741 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#19 Kristjana Vigdís um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tunguÍ þessum þætti af Blöndu ræðir Kristjana Vigdís Ingvadóttir sagnfræðingur um Þrautseigju og mikilvægi íslenskrar tungu. Hún ræðir um tungumálið frá ýmsum áhugaverðu sjónarhornum, hvort alltaf hafi verið öruggt að íslenskan héldi velli og ástæður þess að svo fór. Eins setur hún stöðu íslenskunnar í fortíð í samhengi við stöðu hennar í samtímanum og jafnvel í framtíðinni. Kristjana Vigdís hefur verið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir bók sína Þrautseigja og mikilvægi íslenskrar tungu sem Sögufélag gefur út.2021-12-1652 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#18 Davíð Ólafsson um Frá degi til dagsÍ þessum þætti af Blöndu spjallar Davíð Ólafsson sagnfræðingur um efni nýju bókarinnar hans sem heitir Frá degi til dags og er 27. bindið í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar. Umræðuefnið er í aðra röndina eðli og umfang dagbókaritunar á Íslandi um tveggja alda skeið, frá 1720 til 1920 og hins vegar allar þær raddir alþýðufólks sem heyrst hafa í skrifum sagnfræðinga frá því um 1970. Þróun sagnfræðinnar, eðli hennar og tilgangur er heldur hvergi langt undan.2021-12-0649 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#17 Haukur Ingvarsson um Fulltrúa þess besta í bandarískri menninguEinar Kári Jóhannsson ræðir við Hauk Ingvarsson um nýja bók hans, Fulltrúi þess besta í bandarískri menningu: Orðspor Williams Faulkners á Íslandi 1930-1960. Haustið 1955 sótti bandaríski rithöfundurinn og Nóbelsverðlaunahafinn William Faulkner Íslendinga heim. Kalda stríðið var í algleymingi og íslenska þjóðin klofin í afstöðu sinni til herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli. Faulkner var eindreginn talsmaður stórveldisins í vestri en fangaði hugi og hjörtu Íslendinga þvert á flokkslínur, sósíalistar lýstu honum sem fulltrúa þess besta í bandarískri menningu. En hver var þessi Faulkner? Og hvernig stóð á vinsældum hans? Í bókinni...2021-11-2556 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#16 Páll Björnsson um Ættarnöfn á ÍslandiMarkús Þórhallsson ræðir við Pál Björnsson um bók hans, Ættarnöfn á Íslandi: Átök um þjóðararf og ímyndir sem nýlega kom út hjá Sögufélagi. Er það einstæður íslenskur þjóðararfur að kenna barn til föður eða móður eða íhaldssemi og fornaldardýrkun? Eru ættarnöfn erlend sníkjumenning sem grefur undan íslensku máli? Í bókinni er rakin saga deilna um ættarnöfn á Íslandi allt frá 19. öld og hvernig þær tengjast sögulegri þróun, svo sem myndun þéttbýlis, uppgangi þjóðernishreyfinga, hernámi Íslands og auknum áhrifum kvenna.2021-11-1652 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#15 Már Jónsson um Galdur og guðlastMarkús Þorhallsson æðir við Má Jónsson um Galdur og guðlast. Galdramál 17. aldar eru óhugnanlegur vitnisburður um refsihörku yfirvalda sem á sextíu árum létu brenna eina konu og tuttugu og einn karl á báli. Í þessu tveggja binda verki eru teknir saman allir tiltækir dómar og bréf sem vörðuðu ákæru eða orðróm um galdra á árabilinu 1576-1772. Már Jónsson prófessor bjó til útgáfu og ritar inngang.2021-10-1850 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#14 Þorsteinn Vilhjálmsson um mannkynbætur á ÍslandiEinar Kári Jóhannsson ræðir við Þorstein Vilhjálmsson um grein hans, Betra fólk: Tengsl takmarkana barneigna og mannkynbóta í íslenskri orðræðu 1923-1938, sem birtist í vorhefti Sögu 2021. Í greininni er fjallað um hugmyndir um getnaðarvarnir í mannkynbóta skyni frá fyrstu skrifum Guðmundar Hannessonar, í læknablaðið 1923, þar til slíkt ratar í íslenska löggjöf á síðari hluta fjórða áratugarins. Við sögu koma menntamenn sem flytja inn erlenda hugmyndafræði, menntakonur sem standa að útgáfu róttækra handbóka, ólöglegar ófrjósemisaðgerðir og heilsufræðisýning í Reykjavík með áróðursefni beint frá nasistum í 2021-09-0741 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#13 Jón Karl Helgason um ÓdáinsakurEinar Kári Jóhannsson ræðir við Jón Karl Helgason um bók hans Ódáinsakur: Helgifesta þjóðardýrlinga sem kom út hjá Sögufélagi árið 2013. Jón ræðir íslenska þjóðardýrlinga, á borð við Jónas Hallgrímsson, Jón Sigurðsson og Halldór Laxness, hvernig þeir fengu þetta hlutverk, hvað það þýðir og hvernig það hefur þróast. Einnig tengir hann sögu þeirra við aðra þjóðardýrlinga í Evrópu og segir frá alþjóðlegu samstarfsverkefnum á þessu sviði. Nýlega var greinasafn um þetta efni, Great Immortality: Studies on European Cultural Sainthood (Brill 2019) sem Jón Karl r...2021-07-0746 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#12 Kristín Svava Tómasdóttir um vorhefti Sögu 2021Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald vorheftis Sögu 2021. Saga - tímarit Sögufélags kemur út tvisvar á ári, vor og haust. Efni þess er fjölbreytt og tengist sögu og menningu landsins í víðum skilningi. Auk Kristínar Svövu ritstýrir Vilhelm Vilhelmsson Sögu. Þetta fyrra hefti 2021 er óvenju þykkt og í því eru fjórar ritrýndar greinar, 14 ritdómar, svar við ritdóm og ein ritfregn. 2021-06-1844 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#10 Ingibjörg Bryngeirsdóttir - Eyjar og úteyjalífÍ tíunda þætti er rætt við Ingibjörgu Bryngeirsdóttur um líf hennar og störf. Ingibjörg ræðir við okkur um lífshlaup sitt, menntun, og ýmis verkefni sem hún hefur á prjónunum.Í seinni hluta þáttarins fáum við heyra stuttan kafla úr bókinni Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritari, frá Grund. Sem Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja gáfu út 2012.2021-05-061h 00Hlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsHlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsBlanda - #1 - Hvað er Sögufélag?Í fyrsta þætti hlaðvarpsins Blöndu ræðir Markús Þórhallsson við Brynhildi Ingvarsdóttur framkvæmdastjóra Sögufélagsins, Hrefnu Róbertsdóttur forseta og Írisi Ellenberger sem hefur ritað sögu félagsins. Þær fjalla á áhugaverðan og upplýsandi hátt um rúmlega aldarlanga tilvist Sögufélags í fortíð, nútíð og framtíð. Í kringum aldamótin 1900 hafði félögum Íslendinga fjölgað mjög. Alls konar félög voru stofnuð á fyrstu árum 20. aldarinnar til að efla félagslíf þeirra. Íþróttafélög, ungmennafélög, kvenfélög, fræðafélög, bindindisfélög. Og Sögufélag. Blanda er framl...2021-05-0550 minHlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsHlaðan - Hlaðvarp BændablaðsinsBlanda - #0 - Hlaðvarp Sögufélags - KynningarþátturBlanda var upprunalega heiti tímarits sem Sögufélag gaf út á árunum 1918–1953. Markmið Blöndu voru að fræða og upplýsa almenning, og að bera söguna á borð í aðgengilegum búning. Hlaðvarpið Blanda er afrakstur MA-verkefnis Markúsar Þórhallssonar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, og markmið hinnar nýju Blöndu eru um margt þau sömu og tímaritsins. Hér ræðir Jón við Markús um tilgang hlaðvarpsins, tilurð þess og almennt um hlaðvörp og sagnfræði. Blanda er framleidd af Sögufélaginu og dreift á bbl.is og stre...2021-05-0525 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#11 Sverrir Jakobsson um VæringjaÍ ellefta þætti fáum við til okkar Sverri Jakobsson, prófessor í miðaldasögu við Háskóla Íslands. Á síðasta ári kom út bók eftir Sverri hjá forlaginu Palgrave Macmillan sem ber heitið The Varangians: In God's Holy Fire, en þar rekur Sverrir sögu norrænna manna í austurvegi, og varpar nýju ljósi á ýmislegt í þeim efnum. 2021-05-0337 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#10 Hafdís Erla um landnám kynjasögunnarHafdís Erla Hafsteinsdóttir skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið „Landnám kynjasögunnar“. Þar leggur hún út af grein sem Margrét Guðmundsdóttir ritaði í aldamótahefti Sögu árið 2000 um sagnaritun kvennasögu á 20. öld. Hafdís tekst á við sama verkefni hér, en beinir sjónum sínum að kynjasögu og sambúð hennar við kvennasögu á fyrstu tveimur áratugum tuttugustu aldar. 2021-04-2626 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#9 Hjalti Hugason um heimagrafreiti á ÍslandiÍ tíunda þætti fengum við til okkar Hjalta Hugason prófessor í kirkjusögu við Háskóla Íslands. Hjalti skrifaði grein í hausthefti Sögu 2020 sem ber heitið "Átökin um útförina", en þar fjallar hann um heimagrafreiti á Íslandi á 20. öld. 2021-04-1359 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#8 Sveinn Máni Jóhannesson um vísindi og ríkisvald í BandaríkjunumÍ áttunda þætti Blöndu fáum við til okkar Svein Mána Jóhannesson sagnfræðing. Umræðuefnið er doktorsritgerð hans, sem hann varði við Cambridge-háskóla árið 2018. Hún fjallaði um ríkisþróun í Bandaríkjunum á fyrri hluti nítjándu aldar og ber heitið "The Scientific-Military State, Science and the Making of American Government, 1776-1855". Sveinn færir þar rök fyrir því að bandarískir ráðamenn hafi nýtt sér vísindi og tækni við uppbyggingu alríkisins í ríkara mæli en áður hefur verið talið.2021-04-0736 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#7 Kristín Svava Tómasdóttir um hausthefti Sögu 2020Í sjöunda þætti fáum við til okkar Kristínu Svövu Tómasdóttur, annan ristjóra Sögu. Hún ræðir við okkur um splunkunýja Sögu - haustheftið 2020. 2020-12-2244 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#6 Áslaug Sverrisdóttir um Sögu HeimilisiðnaðarfélagsinsÍ sjötta þætti Blöndu ræðir Dr. Áslaug Sverrisdóttir við Markús og Jón Kristin um bók sína Handa á milli. Saga Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013. Hún segir okkur frá uppruna heimilisiðnaðar á Íslandi, hvernig Heimilisiðnaðarfélagi hefur reynst landsmönnum vel á krepputímum, gullaldarárum félagsins áratugina eftir seinni heimsstyrjöld og því hvernig félagið hefur breyst og þróast í takt við samfélagsbreytingar hér á landi.2020-12-1757 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#5 Gunnar Þór Bjarnason um fullveldiðÁrið 2018, þegar öld var liðin frá fullveldi Íslands, kom bókin Hinir útvöldu. Sagan af því þegar Ísland varð sjálfstætt ríki árið 1918, eftir Gunnar Þór Bjarnason út hjá Sögufélagi. Þátturinn kemur út fullveldisdaginn 1. desember 2020, og af því tilefni fengu Markús og Jón Kristinn Gunnar Þór í viðtal um atburðarásina sem leiddi að sambandslagasamningnum 1918, merkingu hugtaksins fullveldi og hið örlagaríka ár 1918. Jafnframt var rætt við Gunnar Þór um spænsku veikina, en hann er höfundur nýútkominnar bókar um hana.2020-12-011h 04Blanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#4 KvennagangaÍ fjórða þætti Blöndu er brugðið út af vananum og haldið út úr hljóðverinu. Höfundar bókarinnar Konur sem kjósa, Erla Hulda, Kristín Svava og Ragnheiður fara með hlustendur í kvennagöngu um miðbæ Reykjavíkur, þar sem við fylgjum þeim í gegnum sögu kvennabaráttu á tuttugustu öld. Kvennakórnum Kötlu og stjórnendum hans Lilju Dögg Gunnarsdóttur og Hildigunni Einarsdóttur eru færðar þakkir fyrir afnot af laginu Áfram stelpur í útsetningu Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.2020-11-2740 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#3 Sumarliða R. Ísleifsson um Í fjarska norðursinsÍ þriðja þætti fáum við til okkar í viðtal Sumarliða R. Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og stjórnarmann í Sögufélagi.  Sögufélag gaf nýlega út bók hans, Í fjarska norðursins. Ísland og Grænland - Viðhorfasaga í þúsund ár. Í viðtalinu ræðir Sumarliði meðal annars af hverju viðhorf til Íslands og Grænlands erlendis hafa verið jafnólík og raun hefur borið vitni, en íbúar eyjanna tveggja hafa ýmist verið taldir yfirburðafólk, eða menningarsnauðir skrælingjar.  2020-11-2740 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#2 Stutt kynning á bókum ársins 2020Markús og Jón Kristinn ræða bækur Sögufélags á árinu 2020. Útgáfan í ár er fjölbreytt. Bókin Konur sem kjósa fjallar um íslenska kvenkjósendur í heilda öld, Handa á milli eftir Áslaugu Sverrisdóttur segir sögu Heimilisiðnaðarfélags Íslands 1913–2013 og fimmta bindi Landsnefndarinnar fyrri koma vinnugögn nefndarinnar sjálfrar fyrir sjónir almennings í fyrsta skipti. 2020-11-2731 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#1 Hvað er Sögufélag?Í þessum fyrsta þætti er saga og starfsemi Sögufélags kynnt. Markús Þórhallsson ræðir við Brynhildi Ingvarsdóttur, framkvæmdastjóra félagsins, Hrefnu Róbertsdóttur forseta og Írisi Ellenberger, höfund sögu Sögufélags. 2020-11-2750 minBlanda – hlaðvarp SögufélagsBlanda – hlaðvarp Sögufélags#0 KynningarþátturBlanda var upprunalega heiti tímarits sem Sögufélag gaf út á árunum 1918–1953. Markmið Blöndu voru að fræða og upplýsa almenning, og að bera söguna á borð í aðgengilegum búning. Hlaðvarpið Blanda er afrakstur MA-verkefnis Markúsar Þórhallssonar í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands, og markmið hinnar nýju Blöndu eru um margt þau sömu og tímaritsins. Hér ræðir Jón Kristinn við Markús um tilgang hlaðvarpsins, tilurð þess og almennt um hlaðvörp og sagnfræði.2020-11-2725 min