Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Stoðutakan A Uppkast

Shows

StöðutakanStöðutakan#8 - Segir lagaumhverfi veðmálamarkaðarins á Íslandi sé í mörgu ábótavant - Daði Laxdal GautasonDaði Laxdal Gautason, aðstoðarframkvæmdastjóri GAN Ltd, segir að lagaumhverfi veðmálamarkaðarins á Íslandi sé í mörgu ábótavant. Mikil tækifæri eru fyrir íslensku íþróttahreyfinguna varðandi styrktarsamninga við veðmálafyrirtæki, einkum og sér í lagi knattspyrnufélög. Stöðutakan birtist í opinni dagskrá á uppkast.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.2022-06-1023 minStöðutakanStöðutakan#7 - Segir nauðsynlegt að endurskipuleggja stuðningslán - Rannveig GrétarsdóttirEndurgreiðslutími stuðningslána til fyrirtækja sem veitt voru í faraldrinum er of skammur, segir Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri hvalaskoðunarfyrirtækisins Eldingar. Endurgreiðslur stuðningslána eiga að hefjast á þessu ári og ljúka á 18 mánuðum. Rannveig segir að þrátt fyrir að ferðamannastraumur til landsins hafi tekið við sér á ný, þurfi fyrirtæki í geiranum meiri tíma til að ná fyrri styrk. Stöðutakan birtist í opinni dagskrá á uppkast.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.2022-06-0328 minStöðutakanStöðutakan#6 - Segir Play frábrugðið fyrirrennurum - Almar Örn HilmarssonAlmar Örn Hilmarsson, fyrrverandi forstjóri flugfélaganna Iceland Express og síðar Sterling, segir að PLAY sé ólíkt Iceland Express og WOW Air að því leytinu til að eignarhaldið sé miklu dreifðara sem geri það líklegra en ella að ákvörðunartaka verði vönduð. Ásamt spjalli um íslenska fluggeirann ræddi Almar um viðskiptatækifæri íslenskra fyrirtækja og einstaklinga í Austur-Evrópu og viðskiptamenninguna á staðnum. Stöðutakan birtist í opinni dagskrá á uppkast.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.2022-05-1329 minStöðutakanStöðutakan#5 - Skúli Hrafn HarðarsonSkúli Hrafn Harðarson hjá eignastýringu Kviku banka bendir á að hlutabréf ættu að vera hluti af vel dreifðu eignasafni til að verja sparnað gegn verðbólgu. Margvísleg áföll hafa dunið yfir íslenskan hlutabréfamarkað síðastliðin 15 ár, en samfara vexti markaðarins og aukins áhuga erlendra fjárfesta er ástæða til bjartsýni. Stöðutakan birtist í opinni dagskrá á uppkast.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.2022-05-0626 minStöðutakanStöðutakan#4 - Arnar SigurðssonArnar Sigurðsson, forsvarsmaður netverslunarinnar Sante, varð fyrir þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að ríkisstofnunin ÁTVR höfðaði einkamál gegn fyrirtæki hans og honum persónulegu. Arnar og Sante höfðu fullan sigur í málinu. Arnar bendir á að engin stjórn sé yfir ÁTVR og því hafi stjórnendur þess ansi lausan tauminn við rekstrarákvarðanir. Til dæmis var stjórnunarkostnaður, sem telur ekki launa- og húsnæðiskostnað um 380 milljónir í síðasta birta uppgjöri. Arnar kallar eftir því að Ríkisendurskoðun taki rekstur ÁTVR til skoðunar. Stöðutakan birtist í opinni dagskrá á2022-04-2934 minStöðutakanStöðutakan#3 - Óli Björn KárasonÍ þættinum ræðir Þórður Gunnarsson við Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins, um söluna á 22,5% eignarhlut Ríkissjóðs í Íslandsbanka. Stöðutakan birtist í opinni dagskrá á uppkast.is og á öllum helstu hlaðvarpsveitum.2022-04-2233 minStöðutakanStöðutakan#2 - Jón Gunnar JónssonEfnahags- og viðskiptanefnd Alþingis fundaði tvisvar með forsvarsmönnum Bankasýslu ríkisins í aðdraganda nýliðins útboðs á 22,5% hlut í Íslandsbanka. Jafnframt átti Bankasýslan fund með fjárlaganefnd Alþingis þar sem fyrirkomulag útboðsins var kynnt. Engar af þeim athugasemdum sem nú hafa komið fram voru fram lagðar á fundum Bankasýslunnar með þingnefndunum. Þetta segir Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar í samtali við Þórð Gunnarsson í nýjasta þætti Stöðutökunnar.  Jón Gunnar segist jafnframt fagna því að Ríkisendurskoðun ætli að taka útboðið til rannsóknar. Hann leggur þó áherslu á að ekki verði gerð t...2022-04-1324 minStöðutakanStöðutakan#1 - Styrmir Þór BragasonStór hluti tekna ferðaþjónustunnar rennur beint úr landi vegna hárra þóknana sem greiddar eru til erlendra bókunarvéla. Algengt er að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki greiði allt að 35% þóknun til erlendra bókunarvéla. Þetta segir Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri og núverandi stjórnarmaður ferðaþjónustufyrirtækisins Arctic Adventures. Telur Styrmir að upphæðirnar sem um ræðir skipti jafnvel tugum milljarða á hverju ári.   Þetta segir Styrmir í samtali við Þórð Gunnarsson í Stöðutökunni, nýjum umræðuþætti um viðskipti og efnahagsmál sem birtist í opinni dagskrá á Uppkast.is og he...2022-04-0826 minStöðutakanStöðutakanStöðutakan: KynningStutt kynning á Stöðutökunni, vikulegum þætti um viðskipti og efnahagsmál í umsjón Þórðar Gunnarssonar.2022-04-0500 min