podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Sverrir Geirdal
Shows
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Eyvör: Viltu styrk til að bæta netöryggi?
Eyvör hleypir netöryggisstyrk af stokkunum! Allt að 9 milljónir í styrk og 80% verkefnis fjármagnað – umsóknarfrestur til 1. Október 2024.Daði Gunnarsson sérfræðingur hjá Háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu og verkefnastjóri Eyvarar og Eyjólfur Eyfells sérfræðingur hjá Rannís og umsjónarmaður Netöryggisstyrkja komu í heimsókn til að ræða málin.Förum yfir tilhögun styrkjanna og þau skilyrði og áherslur sem þar liggja að baki.Kynnumst Eyvöru sem er NCC (National cooperation Center) í netöryggi á Íslandi og hluti af neti sl...
2024-08-26
27 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Er tífalldur hraði lykilatriði í nýtingu gervigreindar? Ólafur Magnússon @Nova ræðir málin
Ólafur Magnússon tæknistjóri Nova sest með okkur og ræðir stöðuna á fjarskiptamarkaði með tilliti til þráðlausra tenginga.Hvað er 5,5G og af hverju eru ekki fundin betri nöfn á þráðlausum stöðlum og hvað eigum við að gera með tífalldan hraða?Verður sett þjónustustig á netið? Munum við þurfa að borga meira fyrir meiri hraða og minna fyrir lakari gæði?Þurfum við ljósleiðara? Þróunin er að opna á ýmis nýsköpunartækifæri til dæmis þráðlausar beinar útsendingar af viðburðum. Sjá dæmi hér...
2024-06-28
34 min
Árið er
Árið er 2012 - fyrsti hluti
Ásgeir Trausti brýtur blað í íslenskri tónlistarsögu, Raggi Bjarna týnir tímanum með Lay Low, Lára Rúnars sendir frá sér sína fjórðu sólóplötu og Obja Rasta lofar gjafir jarðar. Steed Lord hefur nóg fyrir stafni vestanhafs, Gréta og Jónsi fara í Eurovision, Biggi Hilmars fær heimþrá, Retrobot ber sigur úr býtum í Músíktilraunum og Valdimar bíður eftir skömminni. Hjaltalín greiðir úr flækju, Jónas Sigurðsson leitar til æskuslóðanna, Pétur Ben fer nýjar leiðir við fjármögnun, Sometime býr til stuttmy...
2024-06-01
1h 47
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum! Freyr Ketilsson @Heilsutækniklasinn
Risastór tækifæri í heilbrigðistæknigeiranum!Freyr Karlson stofnandi Heilsutækniklasans mætti í settið í Grósku og ræddi við Sverri Geirdal um tækifærin og áskoranirnar sem blasa við í heilsugeiranum.Eina leiðin til að ná einhversskonar tökum á geiranum er að stunda Nýsköpun. Það er eina leiðin framávið.Freyr ræðir um innri nýsköpun, ytri nýsköpun, stefnur og strategíur. Hvernig kerfið þarf á hjálp að halda til að kynna og innleiða breytingar.Svo förum við að sjálfsögðu yfir Heilsutækniklasann og lausnamót...
2024-01-30
51 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Verður Gervigreindin bönnuð? Nýtt regluverk á leiðinni!
Gervigreindin á hug okkar allann. Í þessum þætti fær Sverrir Geirdal Láru Herborgu Ólafsdóttur lögmann og eiganda hjá LEX í heimsókn.Regluverkið! Er ástæða til að setja reglur um gervigreindina? Hver myndi þá gera það og af hverju?Við förum yfir málið og fáum stöðuna hjá Láru. Við förum yfir regluverkið sem Evrópusambandið er búið að samþykkja, eftir víðtækt samráð við Evrópuráðið og löndin sem mynda sambandið..Fyrir hverja er regluverkið? Hvað er verið að tryggja/vernda með því?Hvað verður bannað og hvað má? Hver ákveður og...
2024-01-10
1h 03
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Gervigreind og siðfræði - Páll Rafnar Þorsteinsson
Sverrir Geirdal heldur áfram að fjalla um gervigreind, stafræna nýsköpun undir hatti EDIH. Að þessu sinni tekur hann á móti Dr. Páli Rafnar Þorsteinssyni verkefnastjóra hjá Siðfræðistofnun Háskóla Íslands til að ræða mál málanna, Gervigreind og siðfræði.Er gervigreind mannleg greind? Ef ekki er henni þá treystandi, út frá siðfræði, að takast á við verkefni sem kallar á mannlega greind? Er gervigreind annarskonar greind, sem hefur kosti umfram mannlega greind, t.d. hraða og aðgang að ógrynni upplýsinga og er þá hrein viðbót við mannlega greind? Þu...
2023-06-21
55 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Róbert Bjarnason, EDIH og gervigreindin
Róbert Bjarnason framkvæmdastjóri Íbúar.ses fræðir okkur um gervigreind.Umfjöllun þessa þáttar er í anda EDIH, eða Miðstöðvar stafrænnar nýsköpunar - Hvað er gervigreind? Forrit með töfradufti? Hvaðan koma töfrarnir? En gögnin eru þau góð og hver ákveður og stjórnar? Mættum með 5 verkefni daglegs lífs sem við sjáum fyrir okkur að gervigreind gæti hjálpað okkur með. Missum okkur svo í restina yfir fréttum vikunnar um að Íslenska verði annað tungumál ChatGPT. Ótrúlegar fréttir og frábærar!Góða
2023-03-17
1h 13
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Þórhallur Magnússon
Framtíðin mætti í settið til að ræða tónlistarsköpun með gervigreind.Þórhallur Magnússon prófessor í framtíðartónlist við tónlistadeild Sussex háskólans og rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mætir og ræðir um gervigreind, sköpun og tónlist.24. þáttur Auðvarpsins fjallar um mál málanna í dag. Hvað er gervigreind? Hvað er tónlist? Hvernig lýtur næsta hljóðfæri út? Hvernig nýtist gervigreindin í tónlistarsköpun?Þórhallur er hafsjór fróðleiks um gervigreind, hljóðfæri og sköpun. Mjög áhrifaríkt starf og rannsóknir sem Þórhallur...
2023-02-27
1h 03
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Ragnhildur Helgadóttir
Háskólinn í Reykjavík og nýsköpunin á afmælisdegi Auðnu!Í 23. þætti Auðvarpsins hittum við fyrir rektor Háskólans í Reykjavík, Ragnhildi Helgadóttur.Við ræðum Nýsköpun í háskólastarfi, erindi háskólanna í síbreytilegu samfélagi nútímans. Hvernig við ýtum undir meiri og skarpari nýsköpun innan úr vísindastarfinu.Hvernig standa háskólarnir á Íslandi í alþjóðlegum samanburði og hvernig kennum við fólkinu okkar að það sé þroskandi að hnjóta, af því lærum við mest!En við byrjum að sjálfsögðu á hundunum okkar og hversu vel...
2022-12-06
51 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Hrönn Greipsdóttir - Nýsköpunarsjóður
Nýsköpunarsjóður er brúin yfir og vinin í dauðadalnum!Í 22. þætti Auðvarpsins förum við yfir fjármögnunarumhverfi nýsköpunar á Íslandi, séð frá sjónarhóli Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Sem fagnar 25 ára afmæli sínu á næsta ári!Framkvæmdastjóri sjóðsins, Hrönn Greipsdóttir er gestur þáttarins.Við byrjum samt á allt öðru, við byrjum á hótel Sögu sem við söknum, um leið og við fögnum nýju hlutverki hússins sem hluti af háskólasamfélaginu í Vatnsmýrinni.Hlutverk sjóðsins í umhverfinu er að finna og breg...
2022-10-24
1h 03
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Jón Atli Benediktsson
Vorum á jaðrinum en erum núna í miðju hringiðunnar!Jón Atli Benediktsson Vísindamaður, Professor og Rektor Háskóla Íslands er gestur 21. þáttar Auðvarpsins.Við förum yfir ferilinn, upphafið og ástríðuna sem fylgir því að vinna að skemmtilegum verkefnum með skemmtilegu fólki, bæði innanlands og utan. Jón Atli fer yfir alþjóðlegt samstarf sem HÍ er aðili að og leiðtogahlutverk okkar litla Háskóla.Mikil tækifæri eru fólgin í frekara samstarfi háskóla á Íslandi, þar sem verkefnið er að ryðja hindrunum úr vegi og skap...
2022-10-10
1h 12
Bylgjan
Sprengisandur 17.07.2022 - Viðtöl þáttarins
Kristján Kristjánsson stýrir skeleggri umræðu um þjóðmálin. Í þessum þætti: Ólafur Margeirsson hagfræðingur um húsnæðismál. Kristín Davíðsdóttir hjúkrunarfræðingur um refsileysi fíkla. Hanna Katrín Friðriksson og Vilhjálmur Árnason alþingismenn um sjávarútvegsmál. Sverrir Geirdal verkefnastjóri um snjallvæðingu Íslands.
2022-07-17
1h 36
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Miðstöð snjallvæðingar
Miðstöð snjallvæðingar stofnuð á Íslandi með 300 milljón kr. framlagi frá EU20. þáttur Auðvarpsins fjallar um Miðstöð snjallvæðingar. Til að ræða Miðstöðina, þýðingu hennar og hlutverk koma Theodór Gíslason Tæknistjóri og einn stofnenda Syndis og Helga Waage Tæknistjóri og einn stofnenda Mobilitus í þáttinn.Við förum um víðan völl í umræðum um gervigreind, öryggismál, þýðingu Íslenskunnar fyrir snjallvæðinguna, menntun á mjög breiðum grunni, gagnatengingar og allskonar skemmtilegt.Við ræðum fjórar meginstoðir Miðstöðvar snjallvæðingar og hvernig þær geta haft áhrif og skapað tæk...
2022-07-04
1h 04
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Er tölvustríð þegar hafið á milli Rússa og heimsins? - Theodór Gíslason & Tölvuöryggi
Nú eru það stóru málin, tekið upp á sjötta degi innrásar Rússa inn í Úkraínu sem hittir á sjálfan Sprengidaginn. 19. þáttur Auðvarpsins er helgaður tölvuöryggismálum. Í þáttinn kemur einn helsti öryggissérfræðingur landsins, sem vill sjálfur kalla sig atvinnuhakkara; Theodór Gíslason Tæknistjóra og einn stofnenda Syndis.Við kynnumst Theodor aðeins og fræðumst um ástæður þess að hann varð og er hakkari. Þar hjálpaði alvarlegt slys við Hagaskólann árið 1994, þar sem hann lenti undir strætó!Við ræðum stöðu Íslands í tölvuöryggismálum og af hv...
2022-03-02
1h 03
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar
Fersk úr atkvæðagreiðslu, þar sem stofnun nýs nýsköpunarráðuneytis; Ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar var samþykkt, kemur ráðherrann til okkar í Auðvarpið og ræðir sína sýn á málaflokkinn.Í 18 og jafnframt fyrsta þátt endurreisnarársins 2022 kemur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ráðherra háskóla, iðnaðar og nýsköpunar til okkar í Auðvarpið og fræðir okkur um hvernig pólitísk nýsköpun fer fram.Hvernig hún vill spila sóknarleik við nýsköpun samfélagsins. Að ráðuneytið eigi að markast af þ...
2022-01-27
37 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Hafsteinn Einarsson - Ai og listin
Táknmynd 17. Þáttar er búin til af gervigreind. Þar sem Dr. Hafsteinn viðmælandi þáttarins stjórnar ferðinni og er þá listamaðurinn, eða hvað? (sjá nánar neðst í textanum)17. og jafnframt síðasti þáttur ársins 2021 er helgaður gervigreind og listinni. Við ræðum tengingu gervigreindar, vitvéla, ofurtölva og listaverka! Við komumst að því hvort hægt er að búa til listaverk með hjálp tölva með aðferðum gervigreindarinnar.Dr. Hafsteinn Einarsson kemur til okkar og fer yfir rannsóknir sínar og vinnu á sviði listsköpunar með gervigreind....
2021-12-30
54 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Friðrik Jónsson formaður BHM
16. þáttur er helgaður, já þið giskuðu rétt, hann er helgaður hugverkarétti. Í þessum þætti leggjum við áherslu á fólkið, á launþega og spjöllum um samfélag framtíðarinnar sem gæti verið samfélag hugverksins. Formaður BHM Friðrik Jónsson og formaður Samtaka Iðnaðarins Árni Sigurjónsson skrifuðu saman grein um hugverkaiðnaðinn. Þar sáu þeir tveir herramenn marga snerti fleti á milli launþega og atvinnurekenda er varðar uppbyggingu og hönnun á samfélagi byggt á hugverkum.Friðrik er viðmælandinn í þessum þætti, þar sem við fjöllum um gildi hu...
2021-11-19
50 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Hugverkaréttur með Sigríði Mogensen og Jóni Gunnarssyni
15. þáttur er helgaður hugverkarétti, hvernig sá réttur er lykillinn að samkeppnisforskoti og almennt betra lífi hér á landi. Bæði fyrir fyrirtækin og fólkið okkar.Hugverkastofa stendur fyrir mjög svo áhugaverðri afmælisráðstefnu þann 4. Nóvember 2021, þar sem haldið verður upp á 30 ára afmæli stofunnar með því að ræða hugverkarétt í tengslum við sjálfbærni – aldeilis þarft og áhugavert efni, sem við förum aðeins inná í þættinum. Við fáum Sigríði Mogensen sviðsstjóra iðnaðar og samkeppnissviðs Samtaka iðnaðarins og Jón Gunnarsson samskiptastjóra Hugverkastof...
2021-11-02
33 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Gervigreind, Dr. Kristinn R. Þórisson
Í þessum 14. þætti Auðvarpsins ræðum um mjög áhugavert og heitt mál í samtímanum; Gervigreind og vitvélar. Hvað er Gervigreind? Hvernig skilgreinum við greind og getur hún yfirleitt verið gervi? Dr. Kristinn R. Þórisson forstöðumaður Vitvélastofnunar Íslands er gestur þáttarins. Dr. Kristinn er margfróður um umræðuefnið og hjálpar okkur að skilja fyrirbærið greind og gervigreind. Hvar eru fræðin stödd? Sömuleiðis ræðum við um áhrifin á samfélagið okkar. Við ræðum um misskiptingu valds og auðs. Mun gervigreindin minnka misskiptinguna eða ýta undir annarskon...
2021-10-26
1h 09
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Skordýrafræðingurinn dr. Gia Aradóttir
Í þessu Auðvarpi ræðum við um mál málanna. Hvernig fæðum við heiminn? Hvernig nýtum við vísindin til að efla fæðuöryggi, bæði okkar og alls heimsins. Er erfðafræði svarið? Eru skordýrin svarið? Hvernig nýtum við tímavélar til að flýta þróun plantna þannig að þær þjóni okkur betur, séu “umhverfisvænni“, að þær geti betur varist sjúkdómum og ásókn sníkjudýra.Hver eru tækifærin á Íslandi og hvernig stuðlum við að samtali á milli vísinda, bænda og samfélagsins. Hvernig getur hið opinbera...
2021-10-11
1h 01
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Jón Steindór Valdimarsson
X-Nýsköpun Jón Steindór ValdimarssonJón Steindór Valdimarsson er fulltrúi Viðreisnar í síðasta pólitíska þættinum, allavega í bili. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í stýringum á áherslum í nýsköpun. Jón hefur verið viðloðandi nýsköpunarumhverfið í langan tíma og hefur frá mörgu að segja.Tólfti þáttur Auðvarpsins er jafnframt sjötti og síðasti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndi...
2021-08-18
41 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Ólafur Þór Gunnarsson
X-Nýsköpun Ólafur Þór GunnarssonÓlafur Þór Gunnarsson kemur hjólandi í þennan þátt. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira. Eins og við er að búast er lækninum Ólafi tíðrætt um nýsköpun í heilbrigðisgeiranum.Ellefti þáttur Auðvarpsins er jafnframt fimmti þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun. Hvernig nýtum við okkur þek...
2021-07-16
46 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Smári McCarthy
X-Nýsköpun, Smári McCarthySmári McCarthy er gestur okkar í þessum þætti. Hann fer yfir hugmyndir sínar um vísindalega nýsköpun, þekkingu, hlutverk ríkisins í Nýsköpun og margt margt fleira. T.d. hvernig við Íslendingar gætum eignast okkar eigin geimfara.Tíundi þáttur Auðvarpsins er jafnframt fjórði þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun. Hvernig nýtum við okkur þekkingu og hugmyndi...
2021-07-02
56 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Logi Einarsson
X-Nýsköpun, Logi EinarssonLogi Einarsson er gestur okkar í þessum þætti, sem ber undirtitilinn „með Loga“. Hann fer yfir hugmyndir sínar og Samfylkingarinnar um vísindalega nýsköpun og hlutverk hennar í framþróun samfélagsins.Níundi þáttur Auðvarpsins er þriðji þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun. Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum samféla...
2021-06-25
41 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Lilja Alfreðsdóttir
X-Nýsköpun, Lilja AlfreðsdóttirLilja Alfreðsdóttir er gestur okkar í þessum þætti. Hún fer yfir hugmyndir sínar og Framsóknarflokksins um vísindalega nýsköpun og hlutverk hennar í framþróun samfélagsins.Áttundi þáttur Auðvarpsins er annar þátturinn í sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun. Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum samfélaginu...
2021-06-03
18 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
X-Nýsköpun, vísindin og við - Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
X-Nýsköpun, Þórdís Kolbrún Reykfjörð GylfadóttirÞórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir heimsækir okkur Einar Mäntylä í Grósku og deilir sínum hugmyndum um hlutverk vísindalegrar nýsköpunar í samfélaginu okkar.Sjöundi þáttur Auðvarpsins er í raun fyrsti þáttur sérstakrar seríu tileinkaða stjórnmálum. Í seríunni tökum við á móti fulltrúum stjórnmálaflokka á Íslandi og ræðum þeirra hugmyndir og stefnu er varðar vísindalega nýsköpun. Hvernig byggjum við upp þekkingasamfélag þar sem við nýtum okkur framþróun í vísindum og rannsóknum...
2021-06-03
46 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Landsbjörg og lausnamótið með Guðbrandi Erni Arnarsyni
Dagana 4. til 7. maí 2021 stendur Auðna Tæknitorg fyrir lausnamóti í samstarfi við Landsbjörgu og fleiri aðila. Hugmyndin að baki lausnamótinu er að stefna saman hópi fólks með mismunandi menntun, bakgrunn og reynslu til að hanna og setja fram lausnir á fyrirfram skilgreindum áskorunum. Áskoranirnar koma frá björgunarsveitarfólkinu sjálfu og var safnað saman í aðdraganda lausnamótsins. Í þættinum förum við yfir fjölbreytt hlutverk björgunarsveita á Íslandi og þær áskoranir sem þær standa frammi fyrir á hverjum degi. Við ræðum hvernig við sem samfélag getum hjálpað björgunarsveitunum. Hvernig getum við orðið að liði v...
2021-04-28
39 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Marel, Össur og hugverkaverndin
Í tilefni af alþjóðadegi hugverkaverndar - World Intellectual Property day, þann 26. apríl 2021 fáum við Tatjönu Latinovic hugverkastjóra Össurar og Guðmund Þór Reynaldsson hugverkastjóra Marel í heimsókn. Hugverkadagurinn er að þessu sinni helgaður áhrifum hugverka á rekstur, viðgang og vöxt lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þó hvorki Össur né Marel teljist lítil eða meðalstór fyrirtæki í dag þá voru þau það sannanlega í upphafi. Það er því fróðlegt að fá innsýn inn í hvernig þessi tvö fyrirtæki, sannkölluð krúnudjásn íslensks nýsköpunarumhverfis, líta á hugverkavernd. Við ræðum hugverkaste...
2021-04-26
57 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Hugverkavernd með Jóni Gunnarssyni
Fjórði þáttur fjallar um hugverkavernd. Krúnudjásn, hvað er það? Hvað gerist við verðmæti Apple ef höfuðstövarnar brenna? Af hverju þarf bara eina Hugverkastofu á Íslandi? Hver er með einlaleyfi á einkaleyfum? Jón Gunnarsson samskiptastjóri Hugverkastofunar leiðir okkur í allann sannleik um hugverkavernd. Hvað það er, og hversu nauðsynleg slík vernd er. Um leið lærum við um landamæri þekkingar mannkyns og hvernig við breytum óáþreifanlegum verðmætum í eignir sem geta gengið kaupum og sölum. Einar Mäntylä tekur þátt í umræðuni með okkur og tengir hugverkavernd við tækniyfirfærslu og...
2021-03-23
40 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Masterclass og Envralys
Í þriðja þætti fáum við Pál Líndal í heimsókn og ræðum vegferð hans og Envralys úr háskólaumhverfinu yfir til atvinnulífsins. Hvernig Masterclassinn hjálpaði og opnaði augu Páls fyrir möguleikunum og spurningunum sem þarf að svara og ræða. Auðna stendur fyrir Masterclössum reglulega, þar sem rannsakendum og starfsmönnum háskólanna gefst tækifæri til að máta verkefnin sín við kröfur viðskiptalífsins. Hvað þarf að hafa í huga og hvernig og hvenær er aðgerða þörf. Sjá frekari upplýsingar á audna.is Fr...
2021-03-10
43 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Vísindagarðar í Grósku
Í þessum öðrum þætti Auðvarpsins, Nýsköpun, vísindin og við fáum við Sigurð Magnús Garðarsson stjórnarformann Vísindagarða í heimsókn til að ræða Vísindagarða í Grósku og svæðið í kring.Við fræðumst um tilganginn og erindið sem Vísindagarðar eiga í íslenskt samfélag. Eru Vísindagarðar eitt af pússlunum sem vantar til að auka verðmætasköpun og ýta undir vísindalega nýsköpun á Íslandi.Hlustið og fræðist um ótrúlega lifandi og skemmtilegt umhverfi sem er að myndast í Vatnsmýrinni, svari okkar Íslendinga við Kísildalnu
2021-02-09
27 min
Auðvarp - Nýsköpun, Vísindin og við
Nýsköpun, vísindin og við - Auðna tæknitorg
Í fyrsta Auðvarpinu kynnumst við starfsmönnum Auðnu tæknitorgs þar sem við ræðum tækniyfirfærslu og hlutverk Auðnu.Hvernig getum við hagnýtt okkur vísinda- og rannsóknarstarfið sem er unnið í okkar frábæru háskólum og rannsóknarstofnunum? Við erum hér til að stuðla að bættu samfélagi og meiri verðmætasköpun með hjálp Nýsköpunar.Auðvarpinu er ætlað að vera vettvangur kynningar og umræðu um starf okkar við tækniyfirfærslu.www.audna.is - www.edih.is
2021-01-06
40 min