podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Tveggja Turnatal
Shows
Tveggja Turna Tal
#47 Guðbjörg Ýr Hilmarsdóttir
Guðjörg Ýr Hilmarsdóttir er stemmningskona úr Kópavogi. Hún er Dj á heimaleikjum Breiðabliks og er svo góð í starfi að re-mixin hennar eru spiluð í Þýsku Bundesligunni. Gugga skilaði nýlega upplifunarhandbók sem lokaverkefni í Háskólanum sem fjallar um hvernig hægt er að fjölga áhorfendum á íþróttaviðburðum. Gugga settist niður með mér og útskýrði fyrir mér hvernig við getum hækkað meðaltalsfjölda á leiki í bestu deild kvenna úr 200 í miklu hærri tölu. Vonandi taka fyrirtæki við boltanum, styrkja bókina þannig að félög landsins geti fengið hana til notkunar því innihal...
2025-05-08
59 min
Tveggja Turna Tal
#46 Adda Baldursdóttir
Ágerður Stefanía, eða Adda eins og hún er oft kölluð, er alinn upp í Breiðabliki en er í dag goðsögn í Stjörnunni og Val, þar sem hún raðaði inn Íslands- og bikarmeistaratitlum. Þegar leikferlinum lauk hélt hún strax áfram að móta sigurlið – nú í þjálfarateymi með Pétri Péturssyni. Í þessum þætti förum við yfir magnaðan feril, hvernig sigurhugarfar mótast, hvað þarf til að byggja upp sigursælt lið og hvernig maður vinnur með mótlæti á leiðinni. Njóttu vel!
2025-05-05
1h 07
Tveggja Turna Tal
#45 Agla María Albertsdóttir
Velkomin í nýja seríu Tveggja Turna Tals – konur í íþróttaheiminum. Í þessari seríu ræðum við við konur sem hafa markað spor í íþróttalíf okkar allra – leikmenn, þjálfara og leiðtoga, innan sem utan vallar. Þátturinn er í boði Fiskverslunarinnar Hafsins, Golfklúbbsins Keilis, Lengjunnar og Budweiser Budvar – við þökkum þeim innilega fyrir stuðninginn. Fyrsti gestur okkar í þessari seríu er barnastjarna úr Kópavoginum. Hún hefur spilað á tveimur stórmótum með íslenska landsliðinu, unnið Íslands- og bikarmeistaratitla með bæði Stjörnunni og Breiðabliki, og leikið sem atvinnumaður í Svíþjóð. Hún er í dag fyrirliði Íslandsmeistara Breiðabliks – og útskrifaði...
2025-05-01
1h 06
Tveggja Turna Tal
#44 Guðjón Örn Ingólfsson
Guðjón Örn Ingólfsson hefur á síðustu tíu árum verið fitness- og styrktarþjálfari hjá FH, Víkingi og nú KR. Hann hóf ferilinn hjá FH undir stjórn Heimis Guðjónssonar og vann þar einnig með Ólafi Helga Kristjánssyni. Arnar Gunnlaugsson fékk hann svo í Víking, þar sem hann varð Íslandsmeistari tvisvar sinnum og bikarmeistari fjórum sinnum áður en hann hélt heim í uppeldisfélagið sitt, KR, þar sem hann starfar í dag með Óskari Hrafni Þorvaldssyni. Þessu er að sjálfsögðu hægt að kenna Blaz Roca um af öllum mönnum! Auk þess að vera fær þjálfari er...
2025-04-28
1h 13
Tveggja Turna Tal
#43 Gunnar Jarl
Gestur vikunnar er Gunnar Jarl Jónsson – sannkallaður þúsundþjalasmiður! Gunnar spilaði í næstefstu deild en áttaði sig snemma á því að hann átti bjartari framtíð sem dómari. Þar hafði hann heldur betur rétt fyrir sér: hann var valinn dómari ársins sex sinnum á aðeins átta árum. En sagan endar ekki þar. Gunnar hefur þjálfað fótbolta, stofnað útvarpsþátt á Fotbolti.net fyrir löngu síðan, starfað sem kennari, verið lögga, alið upp fimm börn og – að ógleymdu – gert sjónvarpsþáttinn Atvinnumennirnir okkar sem lokaverkefni í Kennaraháskólanum. Bara það er magnaður árangur! Við fórum yfir þetta all...
2025-04-14
2h 00
Tveggja Turna Tal
#42 Birgir Björn Magnússon
Birgir Björn Magnússon er íþróttastjóri Golfklúbbsins Keilis, afrekskylfingur og hagfræðingur. Við ræddum afreksgolf á Íslandi, í hverju ungir kylfingar eru góðir og hvar og hvenær kjaftshöggið kemur. Birgir Björn eyddi löngum tíma í Bandaríkjunum í Háskólagolfinu bæði sem leikmaður og. þjálfari. Við fórum yfir þetta allt saman ásamt ýmsu fleiru, eins og til dæmis hverjir bestu kylfingar sögunnar eru í alþjóðlegu og innlendu golfi. Njótið!
2025-04-06
1h 42
Tveggja Turna Tal
#41 Danni&Joi Laxdal
Gestir vikunnar eru þeir bræður Danni og Jói Laxdal. Við fórum yfir tónlistasmekkinn þeirra, fótboltaferilinn, þjálfarana og leikinn í Kaplakrika 2014 ásamt ýmsu fleiru. Toppmenn!
2025-03-31
1h 52
Tveggja Turna Tal
#40 Atli Gudna
Atli Guðnason hóf meistaraflokksferil sinn með FH árið 2004 og varð sjöfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur bikarmeistari með liðinu. Hann er leikjahæsti leikmaður í sögu FH í efstu deild, með 285 leiki þar sem hann skoraði 68 mörk og gaf 84 stoðsendingar. Árið 2012 náði Atli þeim merka áfanga, sem enginn annar hefur gert, að verða bæði markakóngur og stoðsendingakóngur Pepsi-deildarinnar. Atli var valinn leikmaður ársins 2009 og 2012. Við Atli ræddum ýmislegt. Golf, hvernig við höldum okkur svona ungum, áhuga Atla til að starfa við fótbolta í nánustu framtíð og svo veltum við Heimi Guðjóns og Böðvar...
2025-03-24
1h 15
Tveggja Turna Tal
#39 Ásgeir Jónsson
Gestur vikunnar verður eftir nokkra daga varaformaður HSI. Ásgeir Jónsson er fyrrum formaður handknattleiksdeildar Gróttu/KR og FH, hvar hann vann frábært starf. Hann fékk ásamt góðum mönnum Alexander Petterson til Íslands seint á síðustu öld og ætlar að taka til hendinni hjá HSÍ. Við ræddum þetta allt og margt fleira! Njótið.
2025-03-17
1h 45
Tveggja Turna Tal
#38 Ólafur Þ. Harðarson
Ólafur Þ. Harðarson er stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus við Háskóla Íslands. Við Ólafur ræddum Donald Trump, Gobbels og Mussolini en ennþá meira um íþróttafólk sem tekið hefur sæti á Alþingi Íslendinga. Af nægu er að taka og Ólafur er hafsjór fróðleiks! Þátturinn er í boði Visitor Ferðaskrifstofu, Lengjunnar, Hafsins fiskverslun, Budvar, World Class og Golfklúbbsins Keilis !
2025-03-10
2h 56
Tveggja Turna Tal
#37 Hermann Hreiðarsson Part I
Gestur vikunnar er enginn annnar en Hermann Hreiðarsson. Hermann er eini Íslendingurinn sem hefur unnið FA cup bikarinn og hefur spilað 332 leiki í Premier League á 15 árum í ensku deildunum. Í þessum fyrri hluta þáttarins fórum við yfir árin í Eyjum og í ensku úrvalsdeildinni. Við ræddum Harry Redknapp, Atla Eðvalds, Joe Royle, Alan Curbishley og fleiri góða menn. Njótið vel! Styrktaraðilar þáttarinns eru: Visitor Ferðaskrifstofa Hafið Fiskverslun Budweiser Budvar World Class Lengjan
2025-03-03
1h 18
Tveggja Turna Tal
#36 Eiður Ben Eiríksson
Gestur vikunnar er Eiður Ben Eiríksson. Eiður er í þjálfarateymi Íslandsmeistara Breiðabliks og á nokkuð áhugaverðan feril að baki. Hann byrjaði mjög ungur að þjálfa og var orðinn þjálfari í efstu deild kvenna rétt rúmlega fermdur. Eiður hefur komið víða við og unnið með mörgu góðu fólki. Við ræddum þetta allt, fórum vítt yfir sviðið. Eiður er áhugaverður náungi. Hann segir frá því þegar Pétur Péturs skammaði hann eins og son sinn, hvenær hann vissi af Blikar yrðu meistarar, afhverju hann straujar...
2025-02-24
3h 05
Tveggja Turna Tal
#35 Guðjón Pétur Lýðsson
Guðjón Pétur Lýðsson er einhver mestu do-er sem fyrirfinnst á Íslandi. Hann er með öll járn heimsins i eldinum ásamt því að reka fjölskyldu og spila fótbolta. Guðjón Pétur hefur spilað með mörgum félögum á Íslandi, sumum oftar en tvisvar og hann nennir engu kjaftæði. Við fórum yfir víðan völl. Hver kenndi honum að sparka í bolta, afhverju varð atvinnumennskan ekki lengri, þjálfaradraumar og margt margt fleira. Njótið Vel! Styrktaraðilar þáttarins eru vinir okkar frá : Visitor Ferðaskrifstofa: www.visitor.is Hafið Fiskverslun: www.hafid.is Lengjan: lengjan.is Budweiser Bud
2025-02-17
2h 39
Tveggja Turna Tal
#34 Finnur Orri Margeirsson
Finnur Orri Margeirsson tilkynnti fyrir nokkrum dögum að hann hefði lagt skóna á hilluna þó svo að ég sé nokkuð viss um að hann vilji spila einn leik til! Finnur spilaði á Íslandi með Breiðablik, KR og FH, sem hann tvísamdi við. Hann átti líka gott tímabil með Lillestrom í Noregi. Við fórum yfir ferilinn, ræddum Metoo, hann valdi bestu leikmenn sem hann spilaði með í liðunum á Íslandi og síðast en ekki síst sagði ég honum sögur af tengdapabba hans! Við Turnarnir erum í boði Visitor ferðaskrifstofu, Lengjunnar, World Class, Hafsins Fiskverslun og Budweis...
2025-02-09
2h 30
Tveggja Turna Tal
#33 Hreiðar Haralds
Næsti gestur er Hreiðar Haraldsson, íþróttasálfræðiráðgjafi. Hreiðar hjálpar íþróttamönnum og íþróttaliðum að styrkja andlega þáttinn til að bæta árangur með því að æfa og efla heilann, það merkilega líffæri. Við ræddum marga lykilþætti í íþróttum, meðal annars sjálfstraust, markmiðasetningu, einbeitingu og mikilvægi þess að vera sinn besti vinur. Samvinna foreldra og þjálfara á líf íþróttamannsins var til umræðu og hvers vegna það virðist ekki algengt að íþróttafélög nýti sér sérfræðiþjónustu þegar kemur að andlegum undirbúningi og hugarþjálfun. V...
2025-02-05
1h 50
Tveggja Turna Tal
#32 Ómar Ingi Guðmundsson
Ómar Ingi Guðmundsson er yfirmaður hæfileikamótunar KSI, þjálfari U-15 ára landsliðsins og aðstoðarþjálfari U-19 ára landsliðsins. Ómar Ingi þjálfaði yngri flokka HK ásamt því að vera yfirþjálfari félagsins í áratugi áður en hann óvænt tók við meistaraflokk karla hjá félaginu og setti stigamet hjá félaginu í efstu deild. Ómar Ingi hefur líka þjálfað í Mosfellsbæ og í Hveragerði og hvar sem hann kemur getur hann sér góðs orðs enda eðaldrengur. Við Turnarnir viljum þakka Visitor, World Class, Hafinu fiskverslun, Lengjunni og að sjálfsögðu Budvari...
2025-02-03
2h 38
Tveggja Turna Tal
#31 Davíð Snorri Jónasson
Davíð Snorri Jónasson er alinn upp í Fellahverfinu í Breiðholti. Hann er kennararmenntaður og hefur starfað sem slíkur ásamt því að hafa náð frábærum árangri sem knattspyrnuþjálfari. Davíð Snorri er í dag aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla en hefur einnig þjálfað 21 árs landslið Íslands, yngri landslið ásamt því í að hafa þjálfað hjá Leikni og Stjörnunni. Við fórum yfir feril Davíðs Snorra, hvernig maður býr til liðsheild, byggir upp sjálfstraust, lið og margt fleira. Davíð Snorri hefur einstaklega þægilega nærveru og vonandi skilar það sér til ykkar. Þátturinn er í boði Visitor, Lengjunnar...
2025-01-27
2h 37
Tveggja Turna Tal
#30 Gunnar Magnússon
Það er leikdagur á HM í handbolta og tilvalið að kynna einn okkar besta þjón landsliðsins síðustu ár til leiks. Gunnar Magnússon er Víkingur sem hefur verið aðstoðarþjálfari Alfreðs Gísla, Guðmundar Guðmunds og Arons Kristjánssonar hjá landsliðinu auk þess að vera tímabundinn landsliðsþjálfari um stuttan tíma. Gunnar gerði ÍBV fyrstur manna að Íslandsmeisturum í karlahandbolta og hefur leikið sama leik með Hauka. Í dag þjálfar hann Aftureldingu í Mosfellsbæ. Við fórum yfir víðan völl. Frá upphafsárunum í þjálfun í Víking, við komum við í Peking og hver veit nema að Gunnar...
2025-01-20
1h 56
Tveggja Turna Tal
#29 Þórarinn Ingi Valdimarsson
Þórarinn Ingi Valdimarsson hitti mig í World Class Laugum og ræddi Vestmannaeyjar, Noreg og þurra Norðmenn, FH, Stjörnuna auk þess sem hann valdi lið af mönnum til að taka með sér á þjóðhátíð sem kemur á óvart! Visitor, Lengjan, Hafið Fiskverslun, World Class eru með okkur í liði ásamt auðvitað Budwaiser Budvar! Njótið vel!
2025-01-16
1h 16
Tveggja Turna Tal
#28 Brynjar Karl Sigurðsson
Brynjar Karl Sigurðsson er fyrrverandi leikmaður, núverandi þjálfari, businesskall, brautryðjandi og óumdeilanlega umdeildur náungi úr Breiðholtinu. Brynjar Karl stofnaði Sideline Sports og í kjölfarið Key Habits og hefur selt hugbúnaðinn til ensku úrvaldsdeildarinnar, NBA og NFL ásamt því að vinna með bestu þjálfurum í heimi. Brynjar Karl er þó líklega þekktastur hjá almenningi á Íslandi fyrir að hafa kveikt í íslensku íþróttalífi sem þjálfari ungra stúlkna í Stjörnunni, ÍR og nú Aþenu. Við Turnarnir viljum eðli málsins samkvæmt þakka okkar stuðningsmönnum í Lengjunni, Hafinu fiskverslun, Visitor ferðaskrifstofu, World Clas
2025-01-13
3h 00
Tveggja Turna Tal
#27 Kristján Arason
Fyrsti gestur ársins er úr efstu hillu. Kristján Arason er einn af markahæstu landsliðsmönnum í heimi, einn fárra sem hefur skorað meira en 1000 landsliðsmörk. Kristján lék handbolta með FH, var atvinnumaður í Þýskalandi og á Spáni og var á sínum tíma einn besti handboltamaður í heimi. Kristján var líka og er frábær þjálfari. Við fórum yfir víðan völl. Við ræddum Geir Hallsteins, Bogdan, Heine Brand, fórum yfir þjálfun, afreksmennsku, hvernig það væri að vera faðir afreksíþróttamanns og margt fleira. Við Turnarnir þökkum styrktarað...
2025-01-06
3h 00
Tveggja Turna Tal
#26 Kári Jónsson
Síðasti gestur ársins er einn af bestu körfuboltamönnum landsins. Hann er alinn upp í Hafnarfirði. Afi hans er Faðir körfuboltans í Hafnarfirði, pabbi hans og föðurbróðir goðsagnir í Haukunum og Kári er þekktur fyrir að geta skorað hvaðan sem er af vellinum, hvenær sem er, hvar sem er! Við fórum yfir víðan völl og enduðum á því að ræða það sem skiptir máli - að vinna! Við Turnarnir þökkum Nettó, Hafinu Fiskverslun, Visitir, Netgíró, Lengjunni, Fitnessport og Budvar fyrir samstarfið á árinu og ykkur fyrir hlustunina. Við ætlum að bæta frekar í þegar á á...
2024-12-30
1h 29
Tveggja Turna Tal
#25 Óli Jóh & Sigurbjörn Hreiðars
Það þarf ekki að kynna Óla Jóh og Bjössa Hreiðars fyrir neinum áhugamanni um íþróttir eða bara skemmtun yfir höfuð. Þeir félagar mættu í miklu stuði í stúdíó og ræddu meðal annars áform um að koma inn í hlaðvarpsheiminn, hvernig Frú Guðný, eiginkona Óla, fékk tvíburana í FH, það skemmtilega við þjálfun, vinnu í sjónvarpi og margt fleira. Við Turnarnir þökkum Nettó, Hafinu Fiskverslun, Visitir, Netgíró, Lengjunni, Fitnessport og Budvar fyrir samstarfið á árinu og ykkur fyrir hlustunina. Við erum rétt að byrja og margt á döfinni. Góða skemmtun!
2024-12-25
2h 21
Tveggja Turna Tal
#24 Kári Ársælsson
Kári Ársælsson er fyrsti fyrirliði Breiðabliks til að lyfta Íslands og Bikarmeistaratitlinum í meistaraflokki karla í fótbolta. Það gerði hann á lágmarkslaunum! Kári var 16 ára keyptur af Ásgeiri Elíassyni í Þrótt þar sem hann sat stundum á bekknum þegar Þróttarar féllu úr efstu deild eftir að hafa verið efstir eftir fyrri umferðina. Hann stundaði nám í Alabama í Bandaríkjunum og er þekktur "trash talker" meðal fótboltamanna. Við ræddum þetta allt og miklu fleira þegar við fórum yfir feril Kára - sem er áhugaverður. Við Turnarnir þökkum ykkur fyrir hlustunina og Nettó, Netgíró, Budva...
2024-12-23
2h 26
Tveggja Turna Tal
#23 Grétar Sigfinnur Sigurðarson
Grétar Sigfinnur Sigurðarson er margfaldur Íslands og bikarmeistari í fótbolta. Vinir hans nefna hann þann vanmetna því hann er raðsigurvegari sem þó hefur ekki alltaf fengið það hrós sem hann á skilið. Hann þurfti að fara krókaleið til að komast í KR-liðið, upplifði mikla höfnum þar en endaði alltaf uppi sem sigurvegari. Við í Turnunum þökkum Nettó, Netgíró, Hafinu Fiskverslun, Fitness Sport, Budvar, Visitor og Lengjunni fyrir samstarfið. Njótið vel!
2024-12-19
1h 43
Tveggja Turna Tal
#22 Helgi Jónas Guðfinnsson
Helgi Jónas Guðfinnsson á um margt áhugaverðan feril. Hann varð Íslandsmeistari í körfubolta með Grindavík bæði sem leikmaður og þjálfari og varð svo í haust Íslandsmeistari í fótbolta sem lykilmaður í þjálfarateymi Breiðabliks. Hann var atvinnumaður í körfubolta, spilaði sinn fyrsta leik í efstu deild í knattspyrnu 26 ára, hannaði Metabolic æfingakerfið og hefur skrifað bækur! Það er augljóst að Helgi Jónas er djúpur í þekkingu sinni á styrktarþjálfun, við ræddum þesskonar þjálfun og margt fleira. Við Turnarnir þökkum Nettó, Netgíró, Hafinu Fiskverslun, Fitness Sport, Budvar, Visitor og Lengjunni fyrir frábært samstarf á árinu. Ykkur k
2024-12-16
1h 09
Tveggja Turna Tal
#21 Arna Stefanía
Arna Stefanía Guðmundsdóttir er stórkostleg manneskja. Afrekskona í frjálsum, afrekskona í kennslu, meistari, snillingur og mannvinur í orði sem á borði. Við Arna Stefanía fórum yfir farinn veg, ræddum það að vera barnastjarna, muninn á milli einstaklings og hópíþrótt, áttuðum okkur á því hversvegna við erum perluvinir og plönuðum margra manna date á næsta ári. Við í Turnunum þökkum Nettó, Netgíró, Hafið Fiskverslun, Fitness Sport, Budvar, Visitor og Lengjunni fyrir samstarfið. Njótið vel !
2024-12-12
1h 09
Tveggja Turna Tal
#20 Teitur Þórðarson
Fyrri gestur vikunnar er Teitur Þórðarson. Teitur breytti þjálfunaraðferðum í knattspyrnu í Noregi, á Íslandi og í Eistlandi. Hann þjálfaði líka í Kanada og spilaði í Svíþjóð, Frakklandi og Sviss. Teitur hefur flutt 27 sinnum! Teitur var frábær leikmaður. Stór, sterkur og fljótur með ríkt dugnaðargen í skrokknum. Við fórum yfir fullt af hlutum. Árin í Noregi, hvernig það var að spila undir Arsene Wenger og hvað skiptir máli til að ná árangri og margt fleira. Við Turnarnir þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Hafinu fiskverslun, Fitnessport, Visitor og Budvar fyrir að vera með okkur í liði. Njótið!
2024-12-09
1h 16
Tveggja Turna Tal
#19 Kristján Ómar Björnsson
Gestur dagsins er Kristján Ómar Björnsson. Kristján Ómar er einn leikjahæsti leikmaður í sögu Íslandsmótsins í knattspyrnu með skráða 531 mótsleiki hjá KSI auk þess sem hann spilaði í Svíþjóð, geri aðrir betur! Kristján Ómar stofnaði Nú skólann í Hafnarfirði þar sem hann er nú Heilsustjóri. Við fórum yfir víðan völl! Kristján valdi bestu leikmenn sem hann hefur spilaði með, besta þjálfarann, fór yfir um 30 ára meistaraflokksferil og kynnti mig fyrir stefnu skólans sem hann stofnaði. Kristján Ómar er áhugaverður náungi. Við þökkum Nettó, Hafinu fi...
2024-12-05
2h 12
Tveggja Turna Tal
#18 Ívar Ingimarsson
Fyrri gestur vikunnar er Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson. Ívar var farinn að spila með meistaraflokki fyrir fermingu á Stöðvarfirði þar sem hann náði í menn í frystihúsið til að spila við sig sem krakki. Við fórum yfir feril Ívars á hundavaði. Þar segir frá dagbókarskrifum, seiglu ungs drengs og ákveðni. Einnig ræddum við lausagöngu sauðfjár og nú er spyrillinn kominn í spjallhóp á facebook um efnið.. Þessi þáttur er fyrir ungt íþróttafólk, fullorðið fólk og allt þar á milli. Við í Turnunum þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Hafinu fiskverslun, Fitness sport , Visitor og Budvar fyrir að vera með okkur í liði. ...
2024-12-02
1h 34
Tveggja Turna Tal
#17 Friðrik Ingi Rúnarsson
Gestur vikunnar er einn af áhrifaríkustu þjálfurum í sögu þjóðar! Friðrik Ingi stýrði Njarðvíkurliðinu til sigurs í Íslandsmótinu þegar hann var einungis 22 ára gamall, geri aðrir betur. Við ræddum Jordan, Phil Jackson, Pat Riley, liðsheild, makamissi, fótbolta, þríhyrningssóknina og um hvað lífið snýst um. Þetta er skylduhlustun. Við í turnunum þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Hafinu fiskverslun, Fitnessport, Visitor.is og Budvar fyrir að vera með okkur í liði. Njótið!
2024-11-25
2h 18
Tveggja Turna Tal
#16 Nik Anthony Chamberlain
Gestur vikunnar er Íslandsmeistari í fótbolta 2024. Nik Chamberlain kemur frá Englandi, lærði í Alabama og tengdist Íslandi þar í gegnum m.a. Sigga Sör, Kára Ársæls og Hjört Hjartar! Hann kom til Íslands og spilaði á Álftanesi, hjá ÍH (rósir eru rauðar, fjöllin eru blá, hverjir eru bestir - ÍH) áður en hann spilaði fyrir austan hjá Hugin og KFF. Hann setti mark sitt á Íslenskan fótbolta hjá kvennaliði Þróttar og var á haustmánuðum Íslandsmeistari með Breiðabliki. Við fórum yfir margt. Meðal annars það að Breiðablik á að hafa sent Big Sexy í klippingu, hræðile...
2024-11-18
2h 14
Tveggja Turna Tal
#15 Jóhann Birnir Guðmundsson
Gestur vikunnar er mjög áhugaverður náungi. Hann æfði eiginlega ekki fótbolta í 3 og 4 flokki því það var ekki lið í Garðinum, þaðan sem Jóhann Birnir kemur. Elton John keypti hann til Watford og þar spilaði hann undir goðsögninni Graham Taylor. Jóhann spilaði svo i Englandi, Noregi og í Svíþjóð áður en hann kom heim til að spila með Keflavík. Eftir ferilinn hefur Jói verið þjálfari Keflavíkur, yfirþjálfari Keflavíkur, afreksþjálfari hjá FH og er ný þjálfari ÍR í Lengjudeildinni. Við fórum breytt yfir sviðið. Við í Turnunum þökkum okkar...
2024-11-09
2h 27
Tveggja Turna Tal
#14 Haraldur Árni Hróðmarsson
Gestur vikunnar er í einu áhugaverðasta starfi í íslenskum fótbolta. Halli þjálfar lið frá bæjarfélagi þar sem enginn býr, því miður. Við ræddum saman um fótboltaferilinn, 48 tíma reglu Bo Hendrikssen, hvernig það var að þjálfa með Heimi Guðjóns, Tuva og Jóni Þór ásamt því sem Haraldur spáir því að trúðurinn Trump verði næsti forseti Bandaríkjanna. Kvikmyndaunnendur landsins munu líka njóta þessa þáttar enda er Halli kvikmyndafræðingur eftir að hafa gert lokaverkefni um Jón Pál Sigmarsson ! Við Turnarnir bjóðum Visitor velkomin í hópinn sem stuðningsaðilar. Þau bæt...
2024-11-04
2h 19
Tveggja Turna Tal
#13 Kjartan Atli Kjartansson
Gestur vikunnar er maður frásagna! Hann hefur unnið titla sem leikmaður og þjálfari í körfubolta, var öflugur targetsenter í neðri deildum í fótbolta ásamt því að hafa gert nánast allt í fjölmiðlum á Íslandi þó hann sé sé eingöngu fertugur. Það má heldur aldrei gleymast að Kjartan Atli er rappstjarna! Við Kjartan Atli ræddum allt milli himins og jarðar. Körfubolti, fótbolti, þjálfun, reglugerðir, áhrifavaldar og margt margt fleira bara á góma ! Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró, Fitness Sport, Tékkanum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið - það er nóg framundan. Það Er Alltaf Von - Njótið!
2024-10-28
2h 41
Tveggja Turna Tal
#12 Árni Freyr Guðnason
Gestur vikunnar er nýráðinn þjálfari Fylkis, Árni Freyr Guðnason. Árni er alinn upp í Hafnafirði. Hann spilaði upp yngri flokka FH en hans bestu ár sem leikmaður komu í Breiðholtinu sem leikmaður ÍR. Ásamt því að spila þá þjálfaði hann yngri flokka FH en hann hefur einnig þjálfað kvennalið FH og verið yfirþjálfari yngri flokka í Kaplakrika. Árni Freyr tók við ÍR þegar félagið var í vandræðum í 2.deildinni í Júní 2022 en skilur við liðið í 1.deild sem eitt af liðum ársins í Íslenskum fótbolta. Við Árni Freyr ræddum fótboltaþjálfun, golf, tónlist og dramatíkina vegna...
2024-10-21
1h 53
Tveggja Turna Tal
#11 Þorsteinn Halldorsson
Gestur vikunnar er Þorsteinn Halldórsson þjálfari Íslenska kvennalandsliðsins. Steini kemur frá Norðfirði en flutti ungur á mölina og fór í KR og lék þar lengi ásamt að hafa átt góð ár í FH og Þrótti Reykjavíkur. Þjálfaraferillinn er langur og við ræddum að mestu tímann hjá Breiðablik og landsliðinu samt því að hafa fórum yfir hvernig það væri að vera pabbi íþróttafólks. Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitness Sport, Tékkneskum Budvar og Hafinu Fiskverslun fyrir samstarfið og hlökkkum til framhaldsins! Það Er Alltaf Von - Njótið!
2024-10-14
1h 16
Tveggja Turna Tal
#10 AgeHaraide
Það er komið að fyrstu viðhafnarútgáfu Tveggja Turna Tals þar sem Åge Hareide bauð okkur heimsókn. Við þáðum boðið og fyrstu skipafréttirnirnar í Tveggja Turna Tali áttu sér stað. Við ræddum þjálfun, hugarfar Íslenska landsliðsins, umferðarteppu á leiðinni á Wembley og vináttu okkar manns við Harald Noregskonung! Við þökkum okkar bestu mönnum í Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport, Tékkneskum Budvar og að sjálfsögðu Eyjó í Hafinu fiskverslun fyrir samstarfið. Nú þurfum við að fara að halda Julefrukost! Njótið!
2024-10-10
53 min
Tveggja Turna Tal
#9 Magnús Már Einarsson
Magnús Már Einarsson, Maggi.net, er gestur vikunnar. Magnús byrjaði 13 ára að starfa sem blaðamaður á fotbolti.net og breytti leiknum í umfjöllunumum íslenskan fótbolta ásamt Hafliða Breiðfjörð á næstu 19 árum. Sonur hans fótbrotnaði á fyrir nokkrum árum og það fékk Magga til að hugsa um hvað hann væri að gera í lífinu. Hann hætti á .net og fór að einbeita sér að þjálfun og að vera pabbi. Árangurinn er að hann á tvö börn, það þriðja er á leiðinni og hann kom Aftureldingu í efstu deild. Við þökkum Nettó, Lengjunni, Netgíró,Fitne...
2024-10-07
1h 25
Tveggja Turna Tal
#8 Halldór Jóhann Sigfússon
Halldór Jóhann Sigfússon, agaður lögreglumaður frá Akureyri er gestur vikunnar. Við ræddum Kónginn frá Akureyri, Alfreð Gíslason, Julian Duranona ásamt því að fara yfir áhugaverðan feril Dóra á Íslandi og í Þýskalandi. Dóri er metnaðarfullur náungi, eilítið kassalaga og hann hefur getið sér gott orð í þjálfun bæði á Íslandi og niður við Persaflóa! Dóri er ástæðan fyrir því að Ásbjörn Friðriks er í FH og Gísli Þorgeir er besti leikmaður sem hann hefur að þjálfað. Við höfðum um nóg að ræða, til dæmis þegar hann bauðst til að hætta a...
2024-09-30
2h 17
Tveggja Turna Tal
#7 Gulli Jóns
Gunnlaugur Jónsson er gestur vikunnar. Við félagarnir fórum yfir víðan völl enda áhugasvið og ferill Gulla afar athyglisverður. Nýdönsk, afhverju vann FH ekki 89?, Draumalið ÍA frá 1980, Gaui Þórðar, Teitur Þórðar, Selfoss, Valur, Þróttur og fjölmiðlabakterían bar á góma! Við lentum í tómum vandræðum með þjófavörnina, brunavarnirnar og margt fleira. Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni, Fitness Sport og 0% Budvar fyrir samstarfið góða og óskum ykkur öllum þess að njóta vel! Það Er Alltaf Von
2024-09-23
2h 53
Tveggja Turna Tal
#6 ÓliKristjáns
Óli Kristjáns er gestur sem allir þekkja. Óli var góður leikmaður fyrir FH, KR, AGF og Íslenska landsliðið og fáir Íslendingar hafa átt eins áhugaverðan þjálfaraferil. Það geta allir lært helling af því að hlusta á Ólaf. Skiptir þá engu hvort um sé að ræða þjálfun eða lífið sjálft. Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni og 0% Budvar fyrir samstarfið góða og óskum ykkur öllum þess að njóta vel! Það Er Alltaf Von
2024-09-16
2h 50
Tveggja Turna Tal
#5 HákonSverris
Hákon Sverrisson hefur þjálfað hjá Breiðablik í um 30 ár ásamt því að vera einn leikjahæsti leikmaður félagsins frá upphafi. Hákon hefur frá 2016 verið yfirþjálfari Blika en hefur auk þess í gegnum áratugina sérhæft sig í þjálfun yngstu iðkendanna og það væri gaman að vita hve mörg þúsund börn hafa hitt Hákon í Fífunni. Hákon Sverrisson er óumdeildur og góður maður. Hann er guðsgjöf fyrir fótboltann í Kópavogi og á Íslandi. Við þökkum Nettó, Netgíró, Lengjunni og 0%Budvar fyrir samstarfið og minnum alla á gulan september - Það Er Alltaf Von. Njótið!
2024-09-09
1h 34
Tveggja Turna Tal
#4 Sigurvin Ólafs
Fjórði gestur í fyrstu seríu er Sigurvin Ólafsson. Lögfræðingur úr Vestmannaeyjum sem er fyrst og fremst fótboltamaður. Sigurvin er óumdeildur. Hann er hvers manns hugljúfi. Einn af góðu gæjunum. Þessi þáttur gæti orðið námsefni í skólum landins - "ekki vera fáviti". Við þökkum Nettó, Netgíró og Lengjunni fyrir samstarfið. September er gulur mánuður. Það er alltaf von. Kæru vinir, njótið!
2024-09-02
1h 52
Tveggja Turna Tal
#3 Arnar Grétarsson
Arnar Grétars á mjög áhugaverðan feril sem leikmaður, þjálfari og yfirmaður knattspyrnumála á Íslandi, Grikklandi og í Belgíu. Við fórum yfir allt milli himins og jarðar frá því að hann sat 16 ára gamall með Sir Alex Ferguson á skrifstofunni yfir í tíma hans hjá Val. Þátturinn er í boði Nettó, Netgíró og Lengjunnar. Njótið vel.
2024-08-26
2h 29
Tveggja Turna Tal
#2 Fjalar Þorgeirs
Fjalar Þorgeirs settist niður með mér og fór yfir sviðið. Hvernig var að vera þjálfaður undir Ásgeiri El, Willum og Atla Eðvalds? Hann byrjaði þjálfaraferilinn í kampavínspartýinu í Garðabæ og upplifði skrautlega tíma hjá FH. Fjalar er í dag markmannsþjálfari landsliðsins og við veltum fyrir okkur markmannsþjálfun í fortíð, nútíð og framtíð. Bjótið.
2024-08-19
1h 54
Tveggja Turna Tal
#1 Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Siggi Raggi settist niður með mér of fór yfir ferilinn og þjálfun. Honum þykir vænt um landsliðsstelpurnar gömlu þó honum hafi sárnað viðskilnaðinn. Siggi Raggi er klár í að byrja að þjálfa aftur og hjálpa KSI að bæta fótboltann með ýmsum hætti!
2024-08-11
1h 45