podcast
details
.com
Print
Share
Look for any podcast host, guest or anyone
Search
Showing episodes and shows of
Vertonet - Samtok Kvenna I Upplysingatækni A Islandi
Shows
Konur í tækni
31. Auður Ösp Ólafsdóttir, markaðsklappstýra
Gestur okkar í þessum þætti er Auður Ösp Ólafsdóttir. Auður miðlar af miklum krafti óteljandi ráðum og reynslusögum til fylgjenda sinna á LinkedIn á sama tíma og hún byggir upp eigið fyrirtæki og stundar MBA nám í Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur áralanga reynslu að vefstjórnun og efnissköpun og byggði m.a. upp ferðaþjónustufyrirtækið I Heart Reykjavik. Hún starfar nú sem ráðgjafi þar sem hún hjálpar fyrirtækjum að fóta sig í stafrænum heimi. Í þættinum ræða Hildur og Auður meðal annars:
2024-12-05
1h 05
Mannlegi þátturinn
Vertonet, ástarþrá og ástarfælni og veðurspjallið með Einari
Við fræddumst um Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, í þættinum í dag, eða nánar tiltekið um átaksverkefni Vertonet sem er samvinnuverkefni yfir 20 fyrirtækja, samtaka og menntastofnanna í upplýsingatækni til að auka hlut kvenna og kvára í tæknigeiranum á Íslandi. Tæknigeirinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og talið er að það vanti um níu þúsund sérfræðinga til að standa undir þeim vaxtaráformum sem eru til staðar í hugverkaiðnaðinum hér á landi. Ásdís Eir Símonardóttur, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi og driffjöður átaksverkefnis Vertonet sagði okkur betur...
2024-11-12
53 min
Mannlegi þátturinn
Vertonet, ástarþrá og ástarfælni og veðurspjallið með Einari
Við fræddumst um Vertonet, samtök kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi, í þættinum í dag, eða nánar tiltekið um átaksverkefni Vertonet sem er samvinnuverkefni yfir 20 fyrirtækja, samtaka og menntastofnanna í upplýsingatækni til að auka hlut kvenna og kvára í tæknigeiranum á Íslandi. Tæknigeirinn hefur vaxið jafnt og þétt á undanförnum árum og talið er að það vanti um níu þúsund sérfræðinga til að standa undir þeim vaxtaráformum sem eru til staðar í hugverkaiðnaðinum hér á landi. Ásdís Eir Símonardóttur, stjórnenda- og mannauðsráðgjafi og driffjöður átaksverkefnis Vertonet sagði okkur betur...
2024-11-12
53 min
Konur í tækni
30. Ásdís Eir Símonardóttir, driffjöður átaksverkefnis Vertonet og sjálfstætt starfandi ráðgjafi
Gestur okkar í þessum þætti er Ásdís Eir Símonardóttir, driffjöður átaksverkefnis Vertonet og sjálfstætt starfandi stjórnenda- og mannauðsráðgjafi. Ásamt því að kynnast Ásdísi, fræðumst við um átaksverkefnið og Playbook Vertonet, leiðarvísi að fjölbreytileika, jafnræði og inngildingu á vinnustað sem nú er í undirbúningi og er hluti af stærra átaksverkefni um að auka nýliðun kvenna og kvára í upplýsingatækni á Íslandi. Playbook Vertonet verður ókeypis og galopið verkfæri til að auðvelda fyrirtækjum og stjórnendum í upplýsingatækni að stíga markviss skref í átt að inngildand...
2024-11-07
38 min
Konur í tækni
29. Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona tækniþjónustu Ljósleiðarans
Gestur okkar í þessum fyrsta þætti vetrarins er Valeria R. Alexandersdóttir, forstöðukona tækniþjónustu Ljósleiðarans. Valeria er reynslumikill stjórnandi í upplýsingatæknigeiranum með víðtæka starfsreynslu úr mismunandi atvinnugreinum. Áður en hún tók við núverandi starfi vann hún hjá fyrirtækjum eins og QuizUp, Nova, Icelandair og Advania. Hún er með BS gráðu í verkfræði og MBA frá Háskólanum í Reykjavík ásamt diploma í verkefnastjórnun. Valeria situr auk þess í stjórn SVEF og sinnir kennslu í HR. Í þættinum ræða Hildur og Valeria meðal annars: Æskuárin og flu...
2024-10-13
1h 11
Konur í tækni
Hvað er framundan hjá Vertonet?
Elísabet Ósk Stefánsdóttir er nýr formaður stjórnar Vertonet sem kosin var á aðalfundi félagsins sem haldinn var í maí. Í þættinum segir hún okkur bæði frá nýrri stjórn og sjálfri sér, ásamt því að við lítum um öxl yfir þá viðburði sem félagið hefur staðið fyrir í vetur. Við ræðum að auki spennuna fyrir haustinu og viðburða sem nýja stjórnin er byrjuð að huga að. Um leið og við þökkum ykkur fyrir samfylgdina í vetur kæru hlustendur tökum við okkur nú í sumarfrí en snúum aftur með þáttinn í...
2024-06-23
23 min
Konur í tækni
28. Joice Tae Ozaki, VP of Product at Controlant
Our guest in this episode is Joice Tae Ozaki, VP of Product at Controlant. Joice was born in Japan but grew up in different countries including France, Brazil, and the United States. She has been working in tech for over 20 years, starting her career as a Web Designer, and eventually finding a deep love for UX and Product Management. Joice has a BFA from Virginia Commonwealth University and an MFA from the California Institute of the Arts. She is also the 2023 Icelandic Finalist in the Nordic Women in Tech Awards for Innovator of the Year category.
2024-05-31
59 min
Konur í tækni
27. Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns, frumkvöðull og framkvæmdastjóri
Gestur okkar að þessu sinni er Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns. Oktavía er frumkvöðull, framkvæmdastjóri og reyndur ráðgjafi á sviði heildræns nets- og upplýsingaöryggis. Hán hefur þróað og skapað verkefni og fyrirtæki sem tengjast öryggi, menningu og tækni um allan heim. Oktavía var meðstofnandi þankatanksins future404 ehf. og situr í ráðgjafahóp Sameinuðu þjóðanna um alþjóðlega stjórnsýslu internetsins. Í þættinum ræða Hildur og Oktavía meðal annars: Uppvaxtarárin í Danmörku Menntaskólaárið í Bandaríkjunum þar sem hán kyn...
2024-04-29
1h 18
Konur í tækni
26. Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet
Gestur okkar að þessu sinni er Lena Dögg Dagbjartsdóttir, Senior Cloud Consultant hjá Crayon og verkefnastjóri átaksverkefnis Vertonet sem gengur út á að auka hlut kvenna í upplýsingatækni. Lena Dögg mun leiða loka fasa átaksverkefnisins, sem felur í sér að koma skilgreindum aðgerðum í framkvæmd í samstarfi við styrktar- og stuðningsaðila. Lena Dögg hefur margra ára reynslu af verkefnastjórnun og er menntuð sem kennari, náms- og starfsráðgjafi og tölvunarfræðingur Í þættinum ræða Hildur og Lena Dögg meðal annars: Fjölbreytilegt námsval á menntaskólaárunum s...
2024-03-26
55 min
Konur í tækni
25. Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania
Gestur okkar að þessu sinni er Helga Björk Árnadóttir, deildarstjóri hjá rekstrarlausnasviði Advania en Helga Björk tók þátt í átakinu „Konur í kerfisstjórnun“ og hefur verið áberandi í umræðunni um starfið og frábær fyrirmynd. Hún hóf starfsferilinn hjá Símanum árið 2007 þar sem hún starfaði við að veita tæknilega aðstoð til viðskiptavina og varð síðar tæknimaður í vettvangsþjónustu fyrirtækjasviðs og svo hópstjóri á upplýsinga- og tæknisviði. Eftir flutning á sviðinu yfir til Sensa árið 2014 hóf hún þar störf sem kerfisstjóri. Frá árinu 2017 he...
2024-02-29
45 min
Konur í tækni
24. Anna Helga Jónsdóttir, dósent við Raunvísindadeild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands
Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Helgu Jónsdóttur dósent við Háskóla Íslands. Anna Helga lauk BS-gráðu í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2003, meistaraprófi í hagnýtri stærðfræði frá Danska tækniháskólanum (DTU) í Kaupmannahöfn 2005 og doktorsprófi í tölfræði frá Háskóla Íslands árið 2015. Anna Helga var ráðin dósent í tölfræði við Háskóla Íslands 2018. Í þættinum ræða Hildur og Anna Helga meðal annars: Hvernig stærðfræði vakti áhuga hennar strax á grunnskólaárunum Hvernig skiptinám til DTU í...
2024-01-27
57 min
Konur í tækni
23. Linda Heimisdóttir, framkvæmdastjóri Miðeindar
Gestur okkar að þessu sinni er Linda Heimisdóttir. Linda er með MA og doktorsgráðu í málvísindum frá Cornell háskóla. Linda hefur áralanga reynslu úr máltæknigeiranum en áður en hún tók við núverandi starfi, starfaði hún hjá alþjóðlega fyrirtækinu Appen, sem sérhæfir sig í söfnun og merkingu gagna fyrir máltækni og gervigreind. Linda gekk til liðs við Miðeind, sem er leiðandi hugbúnaðarfyrirtæki á sviði máltækni og gervigreindar, í byrjun árs 2023, þá sem rekstrarstjóri fyrirtækisins en hefur gengt stöðu framkvæmdastjóra síðan í...
2023-12-01
1h 19
Konur í tækni
22. Nanna Pétursdóttir, framkvæmdarstjóri Crayon á Íslandi
Gestur okkar að þessu sinni er Nanna Pétursdóttir framkvæmdarstjóri Crayon á Íslandi. Nanna hefur starfað í upplýsingatæknigeiranum í um 20 ár, bæði í tækni- og stjórnunarstörfum. Undanfarin 9 ár hefur hún starfað hjá Crayon, fyrst sem SAM (Software Asset Management) ráðgjafi og leiddi síðar þjónustusvið fyrirtækisins. Áður starfaði Nanna hjá Íslandsbanka, Landspítala háskólasjúkrahúsi og Glitni banka. Í þættinum ræða Hildur og Nanna meðal annars: Hvað varð til þess að hún valdi tölvubraut í Iðnskólanum þegar hún valdi sér framhaldsskóla Námið í tölvutæknifræði...
2023-10-31
58 min
Konur í tækni
21. Kathryn Gunnarsson, founder of Geko
We welcome Kathryn Gunnarsson. Kathryn is a founder of Geko, an agency that specializes in talent - working in the Tech and innovation sector in Iceland. In 2016, Kathryn moved to Iceland from London, where she worked as a group head of HR. Kathryn has over 20 years of HR, people strategy, and recruitment experience. In February 2020, after spotting a niche in the market for a People Strategy agency to support the Tech and innovation sector, Kathryn founded Geko. The Geko team is passionate about people, human interaction, and supporting companies and groups to understand...
2023-09-27
1h 04
Konur í tækni
20. Súsanna Þorvaldsdóttir, verkfræðingur og bakendaforritari hjá Icelandair
Í þessum fyrsta þætti haustsins bjóðum við velkomna Súsönnu Þorvaldsdóttur. Súsanna lauk meistaragráðu í verkfræði frá háskólanum í Álaborg árið 2000 og var þar ein af 5 konum af 100 nemendum í sínum árgangi. Hún starfaði í Danmörku í kjölfarið m.a. hjá Lego og hjá fjarskiptafyrirtækjunum Maxon Telecom og FL-telecom. Eftir að hafa flutt aftur til Íslands árið 2005 starfaði Súsanna hjá TM Software, nú Origo, í alls 12 ár en frá árinu 2017 hefur hún starfað sem bakendaforritari hjá Icelandair. Í þættinum ræða Hildur og Súsanna meðal annars: Hvernig starf í tölvudeild Landsbankans vakti...
2023-09-01
45 min
Konur í tækni
19. Helena S. Jónsdóttir, meistaranemi í tölvunarfræði við Columbia háskóla
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Helenu Sveinborgu Jónsdóttur sem er meistaranemi í tölvunarfræði við Columbia háskóla í New York. Helena er með tvær BS gráður frá Háskólanum Reykjavík, í vélaverkfræði og tölvunarfræði. Undanfarna mánuði hefur Helena starfrækt ada_konur aðganginn á Instagram þar sem konur í hugbúnaðargeiranum segja frá degi í lífi sínu sem hefur vakið verðskuldaða athygli og varð til þess að hún fékk á dögunum bæði styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar og var tilfnefnd til Nordic Women in Tech Awards. Í...
2023-07-03
1h 00
Konur í tækni
18. Lea Kuliczkowski, marketing manager at Tern Systems
We welcome Lea Kuliczkowski. Lea is a digital marketer, content creator, and social media specialist currently a marketing manager at Tern Systems. Before joining Tern Systems last year, Lea worked as a Digital Marketing Specialist for the Blue Lagoon and was a Content Creator for Marel and Nordic Luxury. For three years before that, she worked for Icelandair as a marketing specialist for North American gateways. Well-written content and content creation are extremely valuable to all companies especially those in the tech industry and those who sell their products online. It´s essential for attracting, e...
2023-06-06
1h 14
Konur í tækni
17. Björgheiður Margrét Helgadóttir, sérfræðingur í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi
Við bjóðum velkomna Björgheiði Margréti Helgadóttur. Björgheiður lauk BS gráðu í heilbrigðisverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2014 og meistaragráðu í sömu grein frá HR árið 2016. Eftir útskrift starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu, sem forritari hjá Annata og sérfræðingur í upplýsingatækni hjá Innnes. Árið 2019 réði hún sig sem verkefnastjóra í verkfræðideild hjá Alvotech þar sem hún starfaði þar til í september í fyrra þegar hún réði sig sem sérfræðing í sjálfbærniráðgjöf hjá EY á Íslandi þar sem hún leggur áherslu á félagslega hluta sjál...
2023-05-05
1h 09
Konur í tækni
16. Berenice Barrios Quiñones, director of Microsoft Alliance at Advania
We welcome Berenice Barrios Quiñones. Berenice is a director of Microsoft Alliance at Advania where she leads collaboration for Microsoft solutions within the company and across its sister companies abroad. Before joining Advania in 2020, Berenice worked for Origo in various positions from Sales consultant, Software solution Architect and finally as a Product Owner of Microsoft products. Before moving to Iceland, Berenice worked for Grupo Scanda in Mexico City as a SAM Manager, focusing on Microsoft products. What has really attracted me to Berenice – is that she has been outspoken about her experience of being a w...
2023-04-06
1h 03
Konur í tækni
15. Magga Dóra Ragnarsdóttir, stafrænn hönnunarleiðtogi, stofnandi og eigandi Mennskrar ráðgjafar
Við bjóðum velkomna Margréti Dóru Ragnarsdóttur sem alltaf er kölluð Magga Dóra. Hún lauk grunnnámi í sálfræði frá Háskóla Íslands og meistaranámi í tölvunarfræði frá sama skóla árið 2003. Hún á að baki fjölbreyttan starfsferil bæði hér á landi og í Bandaríkjunum og starfaði meðal annars hjá hönnunarstofunni Mad*Pow í Boston í 6 ár við notendarannsóknir og stafræna vegferð stórra fyrirtækja. Á Íslandi starfaði Magga Dóra m.a. fyrir OZ og Símann ásamt því að vera aðjúnkt við Háskóla Íslands. Í dag rekur Magga Dóra fyrirtækið M...
2023-03-15
55 min
Konur í tækni
14. Sigyn Jónsdóttir, CTO hjá Empower
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Sigyn Jónsdóttur. Sigyn útskrifaðist með BS gráðu í hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2014. Samhliða og eftir námið í HÍ starfaði hún hjá Meniga þar til hún fór í meistaranám í Management Science & Engineering í Columbia-háskóla í New York, þaðan sem hún útskrifaðist árið 2016.Eftir námið réði Sigyn sig til Seðlabankans en söðlaði um ári síðar þegar hún réði sig til hugbúnaðarfyrirtækisins Men & Mice þar sem hún varð forstöðumaður þjónustu og ráðgjafar. Hún er varaformaður stjórnar...
2023-02-10
55 min
Konur í tækni
13. Anna Signý Guðbjörnsdóttir, sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun hjá Kolibri.
Í þessum fyrsta þætti ársins bjóðum við velkomna Önnu Signýju Guðbjörnsdóttur. Anna Signý starfar sem sérfræðingur í notendarannsóknum og þjónustuhönnun (Senior UX Researcher & Service Designer) hjá hönnunar- og hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri. Hún menntaði sig í Danmörku og er með BS próf í vefþróun frá Copenhagen Business Academy og master í Digital design & Communication frá IT-Universitet í Kaupmannahöfn. Anna Signý starfaði hjá Siteimprove í Danmörku með námi en réði sig til TM Software (Origo) sem viðmótssérfræðingur og vefráðgjafi þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2013. Hún starfaði...
2023-01-19
58 min
Konur í tækni
12. Adeline Tracz, verkefnastjóri nýþróunar á heilbrigðis- og upplýsingatæknideild Landspítala
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Adeline Tracz. Adeline er rafmagnsverkfræðingur að mennt og hefur búið og starfað á Íslandi frá árinu 1996 þegar hún réði sig sem verkfræðingur til bandaríska fyrirtækisins Conexant sem hafði útibú á Íslandi. Þar starfaði hún í áratug en réði sig næst til Kögunar eftir stutt stopp hjá Amadeus í Frakklandi. Hjá Kögun, sem seinna varð að Advania, vann hún sem forritari fyrir fyrirtæki eins og Icelandair og Landspítalann, þangað sem hún réði sig að lokum sem verkefnastjóri árið 2019. Frá því í fyrra hefur hún starfað á Landspítalanum sem ve...
2022-11-25
1h 04
Konur í tækni
11. Hrefna Lind Ásgeirsdóttir, tækni- og þróunarstjóri hjá Stafrænt Ísland
Gestur þáttarins er Hrefna Lind Ásgeirsdóttir. Hrefna útskrifaðist úr hugbúnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2006 en hefur síðan bætt við sig M.Sc í Design and Digital Media frá University of Edinburgh og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hrefna hefur gengt ýmsum störfum innan upplýsingatækni m.a. sem prófari og forritari hjá Landsbankanum og Advania, var vörustjóri og framkvæmdarstjóri hjá Meniga og þróunarstjóri hjá Tempo. Fyrir tveimur árum réði hún sig sem vörustjóra hjá Stafrænt Ísland en gegnir þar nú stöðu tækni- og þróunarstjóra...
2022-11-06
47 min
Konur í tækni
10. Dröfn Guðmundsdóttir, framkvæmdarstjóri mannauðs hjá Origo og handhafi Hvatningarverðlauna Vertonet
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Dröfn Guðmundsdóttur. Dröfn hlaut á dögunum Hvatningarverðlaun Vertonet en með skýrri sýn í starfi sínu sem framkvæmdarstjóri mannauðs hjá einu stærsta upplýsingatæknifyrirtæki landsins hefur Dröfn lagt sitt af mörkum við að gera tæknigeirann eftirsóknarverðari fyrir konur, fjölgað konum í tæknistörfum og stuðlað að fjölbreytileika innan geirans. Dröfn er sálfræðingur að mennt með mastersgráðu í vinnusálfræði. Áður en hún tók við núverandi stöðu sem framkvæmdarstjóri mannauðs hjá Origo árið 2...
2022-10-13
45 min
Konur í tækni
9. Paula Gould, stofnandi Float and gather og WomenTechIceland
In this first episode of the fall we welcome Paula Gould. Paula is the founder of Float and gather ehf. where she helps internationally-minded companies, entrepreneurs and artists to strategize and execute on their go-to-market and growth initiatives between North America and Europe. She is also a speaker and MarComm executive and a founder at WomenTechIceland. Paula previously served as Head of Brand & Communications at Men&Mice, CMO at Greenqloud, Board Member at CLARA and Principal at Frumtak Ventures. She also served as Vice Chair of the Board of Directors for the Fulbright Commission Iceland. ...
2022-09-21
1h 22
Konur í tækni
Hvað er framundan hjá Vertonet?
Við tökum okkur nú í sumarfrí en snúum aftur með þáttinn í haust. Í byrjun júní var haldinn aðalfundur Vertonet og ný stjórn tók til starfa. Ein af stofnendum Vertonet og formaður, Linda Stefánsdóttir, ákvað að stíga til hliðar og nýr formaður stjórnar er Guðrún Helga Steinsdóttir sem hefur verið í stjórn samtakanna síðastliðin 2 ár. Guðrún Helga segir okkur frá því sem hefur verið að gerast hjá félaginu síðustu vikur en það er ekki annað hægt að segja en að ný stjórn byrji með miklum krafti.
2022-07-22
09 min
Konur í tækni
8. Freyja Þórarinsdóttir, stofnandi og CEO hjá GemmaQ
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Freyju Þórarinsdóttur. Freyja er stofnandi og framkvæmdarstjóri GemmaQ en fyrirtækið hefur þróað hugbúnaðarlausn sem gerir notendum, fjárfestum og fyrirtækjum mögulegt að nálgast rauntíma upplýsingar um kynjahlutföll í leiðtogastöðum á mörkuðum og fjárfesta þannig beint í jafnrétti kynjanna. Freyja, sem er lögfræðingur (hagfræðingur og stjórnmálafræðingur) að mennt starfaði áður en kom að stofnun GemmaQ í fjármálageiranum, m.a. hjá eignastýringu Bank of America, Merrill Lynch í Seattle, og hjá Seðlabanka Íslands í 5 ár, síðast sem forstöðumaður...
2022-07-07
57 min
Konur í tækni
7. Anna Karlsdóttir, CQO hjá Controlant
Að þessu sinni er Anna Karlsdóttir gestur þáttarins. Anna er vélaverkfræðingur að mennt og starfar sem framkvæmdarstjóri gæðasviðs eða CQO hjá Controlant þar sem hún hefur starfað undanfarin 7 ár. Áður en hún hóf störf hjá Controlant hafði hún starfað hjá Marorku í 12 ár, síðast sem framkvæmdarstjóri tæknisviðs. Auk starfa sinna hjá Controlant situr Anna í stjórn Ankeri sem er hugbúnaðarfyrirtæki sem starfar á alþjóðlegum skipamarkaði. Í þættinum ræða Hildur og Anna m.a. um: Ástríðuna sem fylgir því að starfa hjá nýsköpunar...
2022-07-01
45 min
Konur í tækni
6. Ásta Þöll Gylfadóttir, teymisstjóri stafrænna leiðtoga hjá Reykjavíkurborg
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Ástu Þöll Gylfadóttur. Eftir að hafa lokið meistaraprófi í Digital Design & Communication í Danmörku tók Ásta við starfi verkefnastjóra í nýsköpun og stafrænum miðlum hjá Borgarbókasafninu árið 2016. Tveimur árum seinna tók hún við starfi ráðgjafa í stafrænni umbreytingu hjá Advania en færði sig til Reykjavíkurborgar árið 2021 þar sem hún gegnir í dag starfi sem teymisstjóri stafrænna leiðtoga. Í þættinum ræða Hildur og Ásta m.a. um: Leið Ástu frá skapandi geira yfir í tækniþróun og leiðtogahlutverk Stafrænar umbreytingar og hvað þær g...
2022-06-05
1h 11
Konur í tækni
5. Guðrún Valdís Jónsdóttir, öryggisráðgjafi hjá Syndis
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Guðrúnu Valdísi Jónsdóttur. Guðrún Valdís hóf feril sinn í Bandaríkjunum eftir nám í tölvunarfræði í Princeton University. Frá 2020 hefur hún starfað sem öryggisráðgjafi hjá Syndis. Í þættinum ræða Hildur og Guðrún Valdís m.a. um: • Námsárin í Princeton • Hvernig það þróaðist að hún lærði tölvunarfræði og sérhæfði sig í öryggismálum • Starfið hjá Aon á Manhattan og vinnuumhverfið í Bandaríkjunum • Hvernig við getum gert ímynd upplýsingatækni öryggismála spennandi...
2022-05-11
53 min
Konur í tækni
4. Rósa Munda Sævarsdóttir, bakendaforritari hjá Lucinity
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Rósu Mundu Sævarsdóttur. Rósa Munda hóf feril sinn sem forritari fyrir rúmum 20 árum og hefur starfað bæði hér á landi og í Danmörku. Hún vann hjá Meniga frá árinu 2013 en hóf störf hjá Lucinity árið 2020. Í þættinum ræða Hildur og Rósa Munda m.a. um Hvernig það þróaðist að Rósa Munda varð bakendaforritari Starfsárin í Danmörku og muninn á fyrirtækjum þar og hér á landi Mistök, hvernig hægt er að nálgast þau og vaxa Vöruþróunarteymi og hvernig þau geta unnið og v...
2022-04-27
46 min
Konur í tækni
3. Rakel Björt Jónsdóttir, framendaforritari hjá GRID
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Rakel Björt Jónsdóttur, en hún hóf feril sinn sem forritari hjá Advania árið 2015 en færði sig yfir til Kolibri tveimur árum síðar. Eftir 4 ár hjá Kolibri hóf hún nýlega störf sem framendaforritari hjá GRID. Rakel hefur vakið mikla athygli fyrir greinar sem hún hefur skrifað um starfsferilinn sinn. Við ræðum m.a. innihald þeirra greina, hvernig það er að vera kona í forritun, ræðum t.d. spurninguna hvort að fleiri konur myndu tolla lengur sem forritarar ef þær væru fleiri að vinna saman, mikilvægi fyr...
2022-04-13
50 min
Konur í tækni
2. Díana Dögg Víglundsdóttir, vörustjóri stafrænna dreifileiða hjá Sýn
Í þessum þætti bjóðum við velkomna Díönu Dögg Víglundsdóttur. Díana hefur starfað í vefgeiranum frá árinu 2008 þegar hún tók við starfi vefstjóra Háskóla Íslands. Síðastliðin þrjú ár hefur hún starfað sem Product Owner hjá Arion banka en réði sig nýlega í starf vörustjóra stafrænna dreifileiða hjá Sýn. Við ræðum um ferilinn frá því að hún lauk mastersnámi í fjölmiðlafræði og hvernig það þróaðist að Díana fór að vinna í kringum upplýsingatækni og vefþróun. Einnig ræðum við um starf vefstjóra og hvernig það st...
2022-03-31
48 min
Konur í tækni
1. Raquelita Aguilar, forstöðumaður stafrænnar þróunar hjá Isavia
Í þessum fyrsta þætti bjóðum við velkomna Raquelitu Aguilar forstöðumann stafrænnar þróunar hjá Isavia. Raquelita hlaut nýlega verðlaun Nordic Women in Tech í flokknum Digital Leader of the Year en þar var hún valin úr hópi framúrskarandi kvenna sem starfa í upplýsingatækni á Norðurlöndunum. Leið Raquelitu er ekki hefðbundin. Hún var orðin 25 ára gömul þegar hún skráði sig í undirbúningsnám fyrir framhaldsskóla, fór í háskólabrú Keilis og þaðan í háskólanám þar sem hún kláraði BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjaví...
2022-03-15
47 min
Konur í tækni
Intro
Stutt kynning á Vertonet og tilurð hlaðvarpsins
2022-03-15
01 min