Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Vestmannaeyjar - Mannlif Og Saga

Shows

Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaOpinn framboðsfundur 2022Að þessu sinni er þátturinn með öðruvísi sniði. Því nú verður spiluð upptaka af opnum framboðsfundi sem haldin var í gærkvöldi 11. maí.Takk fyrir að hlusta2022-05-121h 50Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaMerkúr - BlindÍ fimmtugasta og fimmta þætti er rætt við peyjana í hljómsveitinni Merkúr. Peyjarnir segja söguna um stofnun hljómsveitarinnar, hvernig þeir koma sér á framfæri í tónlistinni, hvað er framundan hjá Merkúr og margt margt meira skemmtilegt.Í lok þáttarins fáum við að heyra nýja útgáfu af laginu Blind sem peyjarnir í Merkúr sömdu og spila.2022-05-081h 22Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaSjálfstæðisflokkurinn - Sveitarstjórnarkosningar 2022Ég ákvað að forvitnast smá um bæjarpólitíkina í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022.Hér kemur viðtal mitt við þrjá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins.2022-05-011h 13Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaBæjarmálafélagið Fyrir Heimaey - Sveitarstjórnarkosningar 2022Ég ákvað að forvitnast smá um bæjarpólitíkina í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022.Hér kemur viðtal mitt við þrjá fulltrúa Bæjarmálafélagsins Fyrir Heimaey.2022-05-011h 04Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaEyjalistinn - Sveitarstjórnarkosningar 2022Ég ákvað að forvitnast smá um bæjarpólitíkina í aðdraganda að sveitarstjórnarkosningum 14. maí 2022.Hér kemur viðtal mitt við þrjá fulltrúa Eyjalistans.2022-05-0153 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaGuðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann - Slys í ElliðaeyÍ fimmtugasta og fjórða þætti er rætt við Guðbjörgu Rún Gyðudóttur Vestmann. Gugga Rún eins og hún er kölluð ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, hvernig það kom til að hún flutti til Vestmannaeyja og margt, margt fleira.Í seinni hluta þáttarins er lesin upp stutt saga úr fórum Árna Árnasonar símritara, sem nefnist Slys í Elliðaey saga af séra Tómasi Sigurðssyni.Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is.Þetta sögubrot er í boði Bókasafns VestmannaeyjaEndilega fylgjið...2022-04-291h 19Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaJóna Heiða Sigurlásdóttir - Elliheimili Vestmannaeyja 1950Í fimmtugasta og þriðja þætti er rætt við Jónu Heiðu Sigurlásdóttur um lífshlaup hennar. Jóna Heiða ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, námið, listina og margt, margt fleira.Í seinni hluta þáttarins er fræðst um fyrsta Elliheimilið í Vestmannaeyjum sem var staðsett í húsinu Skálholti og aðeins farið yfir hvaða tilgangi húsið þjónaði.Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is.Endilega fylgjið hlaðvarpinu á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2022-04-081h 16Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaHrefna Erlingsdóttir - Gæfusmiðurinn og lífiðÍ fimmtugasta og öðrum þætti er rætt við Hrefnu Erlingsdóttur um lífshlaup hennar, störf og veikindi. Hrefna ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, námið, heilablóðfallið, flutninginn á Selfoss, sjálfboðaliðastarfið og margt, margt fleira.Í seinni hluta þáttarins er lesin viska sem Ásta Engilbertsdóttir skrifaði árið 1939 í Blik.Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is.Endilega fylgjið hlaðvarpinu á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2022-03-302h 05Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaRagnar Sigurjónsson - Grafskipið VestmannaeyÍ fimmtugasta og fyrsta þætti er rætt við Ragnar Sigurjónsson um lífshlaup hans og störf. Raggi eins og hann er oftast kallaður ræðir við mig um fjölskylduna, æskuna, verslunarrekstur, lífið i Viðey, fuglaáhugann og margt, margt fleira.Í seinni hluta þáttarins er lesin samantekt um Grafskipið Vesmannaey. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is, einnig frá Kára Bjarnasyni á Bókasafninu og Sveini Valgeirssyni fyrrum starfsmanni Vestmannaeyjahafnar.Endilega fylgjið hlaðvarpinu á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2022-03-241h 00Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaMolda - Herhlaup TyrkjansÍ fimmtugasta þætti í hlaðvarpinu er rætt við peyjana í Molda og forvitnast um hljómsveitarlífið og hvað er framundan hjá bandinu og margt annað.Peyjarnir sem skipa hljómsveitina Molda eru þeir Albert Snær Tórshamar, Helgi Rasmussen Tórshamar, Þórir Rúnar Geirsson kallaður Dúni og Birkir Ingason.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra nýja lagið þeirra peyjana í Molda sem heitir Herhlaup Tyrkjans.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2022-03-1758 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#49 Gísli Matthías AuðunssonFertugasti og níundi Þáttur.Þátturinn er mjög heimilislegur að þessu sinni, Flóki hlaupandi um að leika sér, þar sem að þátturinn var tekinn upp heima okkur á BjarmalandiAð þessu sinni er rætt við Gísla Matthías Auðunsson. Gísli Matthías ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, fótboltann, matreiðsluna, nýja veitingastaðinn og nýju bókina sína og margt fleira.Því miður verður smá breyting á þættinum og sögubrotið sem átti að vera, verður lesið seinna þar sem að ég er orðin lasin og náði mér í covid, og...2022-02-101h 42Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#48 Einar Kristinn Kárason - Vatn til VestmannaeyjaÍ fertugasta og áttunda þætti er rætt við Einar Kristinn Kárason og forvitnast um líf hans og störf. Einar Kristinn ræðir við okkur um íþróttir, fótbolti, fjölskylduna, vinnuna, tísku, saumaskap og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutt ágrip um sögu vatnsins í Vestmannaeyjum.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2022-02-041h 46Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#47 Foreign Monkeys - Those that sufferÍ fertugasta og sjöunda þætti er rætt við peyjana í The Foreigns Monkeys og forvitnast um líf þeirra og störf. Peyjarnir í hljómsveitinni eru þeir Bogi Ágúst Rúnarsson, Gísli Stefánsson og Víðir Heiðdal Nenonen .Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra nýja lagið þeirra peyjana í Foreign Monkeys.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. 2022-01-281h 15Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#46 Þóra Hrönn Sigurjónsdóttir - Rafmagn í VestmannaeyjumÍ fertugasta og sjötta þætti er rætt við Þóru Hrönn Sigurjónsdóttur um líf hennar og störf. Þóra Hrönn, ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, góðgerðarverkefnið sitt, Kubuneh og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutt ágrip um sögu rafmagnsins í Vestmannaeyjum. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is. Þetta sögubrot er unnið í samvinnu við Bókasafn Vestmannaeyja.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. 2022-01-202h 25Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#45 Jónína Björk Hjörleifsdóttir - HafísinnÍ fertugasta og fimmta þætti er rætt við Jónínu Björk Hjörleifsdóttur um líf hennar og störf. Jóný, eins og hún er alltaf kölluð ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, listina, fósturmissinn og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um Hafísinn úr bókinni Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum 1. Útgáfu frá 1938-1939. Jóhann Gunnar Ólafsson safnaði efninu og Þorsteinn Johnson gaf bókina út.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2022-01-131h 34Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#44 Albert Snær Tórshamar - Veröldin og ég Í fertugasta og fjórða þætti er rætt við Albert Snæ Tórshamar um líf hans og störf. Albert Snær ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, tónlistina, leiklistina og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra Albert Snæ syngja lagið Veröldin og ég, textinn er eftir Jórunni Emilsdóttur Tórshamar og lagið er eftir Helga Rasmussen Tórshamar.Lagið er að finna á plötunni Brekka sem Helgi Rasmussen Tórshamar gaf út árið 2019 í tilefni af þvi að amma þeirra Jórunn Emilsdóttir Tórshamar hefði orðið 100 ára....2022-01-071h 27Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#43 Thelma Lind Þórarinsdóttir - Jólahald 1878 - Fyrsta jólatrésskemtunin í VestmannaeyjumÍ fertugasta og þriðja þætti er rætt við Thelmu Lind Þórarinsdóttur um líf hennar og störf. Thelma Lind ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, leiklistina og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesið brot úr dagbók Agnesar Aagaard um Jólahald 1878 og einnig fáum við að heyra brot úr fórum Árna Árnasonar símritara um fyrstu jólatrésskemmtunina í Vestmannaeyjum. Heimildir voru fengnar á Heimaslóð.isEndilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2021-12-231h 42Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#42 Guðrún Erlingsdóttir - Friður á jólanóttÍ fertugasta og öðrum þætti er rætt við Guðrúnu Erlingsdóttur um líf hennar og störf. Guðrún ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, minningar úr gosinu, vinnuna, tónlistina og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra jólalag sem Guðrún Erlingsdóttir samdi og gaf út nú fyrir jólin, lagið heitir Friður á jólanótt.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2021-12-162h 36Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#41 Gísli Hjartarson - Erfið kaupstaðarferðÍ fertugasta og fyrsta þætti er rætt við Gísla Hjartarson um líf hans og störf. Gilli eins og hann er oftast kallaður ræðir við okkur um fjölskylduna, prentsmiðjuna, crossfit og heilsurækt, ferðalög, pólitík og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra sögu sem Lilja Guðmundsdóttir ritaði í Blik 1939. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.isÞetta sögubrot er í boði Bókasafns VestmannaeyjaEndilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2021-12-091h 39Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#41 Gísli Hjartarson - Erfið kaupstaðarferðÍ fertugasta og fyrsta þætti er rætt við Gísla Hjartarson um líf hans og störf. Gilli eins og hann er oftast kallaður ræðir við okkur um fjölskylduna, prentsmiðjuna, crossfit og heilsurækt, ferðalög, pólitík og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra sögu sem Lilja Guðmundsdóttir ritaði í Blik 1939. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.isÞetta sögubrot er í boði Bókasafns Vestmannaeyja2021-12-091h 39Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#40 Ólafur Ingi Sigurðsson - Huldufólkið í DölumÍ fertugasta þætti er rætt við Ólaf Inga Sigurðsson um líf hans og störf. Ólafur Ingi ræðir við okkur um fjölskylduna, myndlistina, leiklistin, vinnuna og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um Huldufólkið í Dölum. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.isÞetta sögubrot er í boði Bókasafns VestmannaeyjaEndilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. 2021-12-021h 30Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#39 Gunnar Júlíusson - Dalir - DalabúiðÍ þrítugasta og níunda þætti er rætt við Gunnar Júlíusson um líf hans og störf. Gunnar ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, vinnuna, listina, upplifun sína af árasinni á tvíburaturnana í New York og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra fróðleik um Dali-Dalabúið.Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.isÞetta sögubrot er í boði Bókasafns VestmannaeyjaEndilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninuVestmannaeyjar – Mannlíf og saga.2021-11-252h 00Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#38 Drífa Þöll Arnardóttir - SkansinnÍ þrítugasta og áttunda þætti er rætt við Drífu Þöll Arnardóttur um líf hennar og störf. Drífa Þöll ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, bækur, lestur, hvernig samfélagið tók henni þegar að hún kom til Eyja og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra fróðleik um Skansinn. Heimildir eru fengnar af Heimaslóð.is 2021-11-191h 35Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#37 Jóhanna Lilja Eiríksdóttir - Krabbavörn í VestmannaeyjumÍ þrítugasta og sjöunda þætti er rætt við Jóhönnu Lilju Eiríksdóttur um líf hennar og störf. JóhannaLilja ræðir við okkur um fjölskylduna, listina, æskuna, Brakka genið BRCA, brjóstnámið og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um Krabbavörn í Vestmannaeyjum. Heimildir eru fengnar úr grein sem Kristín Valtýsdóttir skrifaði fyrir hönd stjórnar Krabbavarnar og einnig af Facebook síðu félagsins.Ég hvet alla sem geta, að styrkja Krabbavörn. Krabbavörn er mjög þarft félag og er það ómetanlegur styrkur...2021-11-111h 29Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#36 Vilhjálmur Ísfeld Vilhjálmsson - Fyrsti bíllinn kom til Eyja 1918Í þrítugasta og sjötta þætti er rætt við Vilhjálm Ísfeld Vilhjálmsson um líf hans og störf. Villi, eins og hann er oftast kallaður, ræðir við okkur um fjölskylduna, listina, æskuna, minningar úr gosinu, áhugamálin og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra um komu fyrsta bílsins til Vestmannaeyja. Heimildir eru fengnar á Heimaslóð.isÞetta sögubrot er í boði Bókasafns Vestmannaeyja2021-11-041h 36Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#35 Guðbjörg Ósk Friðriksdóttir - Eyjamenn lögðu sinn eigin síma árið 1911Í þrítugasta og fimmta þætti er rætt Guðbjörgu Ósk Friðriksdóttur um líf hennar og störf. Ósk, eins og hún er oftast kölluð, ræðir við okkur um fjölskylduna, æskuna, minningar úr gosinu, þerapíuna sem hún bjó til sem heitir Lærðu að elska þig og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesna grein um hvernig síminn kom til Vestmannaeyja. Heimildir eru fengnar úr grein sem birtist í jólablaði Dagskrá árið 1991 og af Heimaslóð.is Þetta sögubrot er í boði Bókasafns Vestmannaeyja 2021-10-292h 03Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#34 Gíslína Dögg Bjarkadóttir - Kaplagjóta - Tíkartóar draugurinnÍ þrítugasta og fjórða þætti er rætt Gíslínu Dögg Bjarkadóttur um líf hennar og störf. Gíslína ræðir við okkur um fjölskylduna, myndlistina, hvernig var að flytja til eyja, og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra smá um Kaplagjótu og sögu um Tíkartóar drauginn.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og Saga2021-10-211h 42Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#33 Berglind Sigmarsdóttir - Hálmstráið - LífgjöfinÍ þrítugasta og þriðja þætti er rætt Berglindi Sigmarsdóttur um líf hennar og störf. Berglind ræðir við okkur um fjölskylduna, myndlistina, hvernig var að búa á Bahama eyjum, bókaskrifin, hvernig það er að reka veitingastað í eyjum og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra frásögn sem kom í Blik árið 1962 sem ber nafnið Hálmstráið - Lífgjöfin.2021-10-141h 43Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#32 Margrét Karlsdóttir - Upphafið á flugi til VestmannaeyjaÍ þrítugasta og öðrum þætti heimsóttum við Margréti Karlsdóttur á fallega heimili hennar á Hraunbúðum og áttum skemmtilega stund þar sem við ræddum við hana um líf hennar og störf.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra samantekt um hvernig upphafið á flugi til Vestmannaeyja var. Heimildir og texta fengum við á Heimaslóð.is2021-10-071h 41Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#31 Alexander Páll Salberg - OlnbogadraugurinnÍ þrítugasta og fyrsta þætti er rætt við Alexander Pál Salberg um líf hans og störf. Alexander Páll ræðir við okkur um líf sitt, fjölskylduna, vinnuna, leikhúslífið, og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins heyrum við stutta sögu um olnbogadrauginn sem er að finna á Heimaslóð.is og er unnin úr bókinni sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Þetta sögubrot er unnið í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja2021-09-301h 06Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#30 Aldís Gunnarsdóttir - Gagnfræðiskólinn í VestmannaeyjumÞrítugasti þáttur er aðeins heimilislegri að þessu sinni. Þar sem ég heimsótti Aldísi Gunnarsdóttur og tók viðtalið upp á fallega heimili fjölskyldu hennar í Garðabæ. Og þar sem að ég er stödd í höfuðborginni, þá tók ég upp kynningarorðin og sögubrotið heima hjá frænku minni í Mosfellsbæ, þar sem ég er umkringd 3 yndislegum hundum. þú mátt því eiga von á að heyra smá í litlum loppum og örlitlar hrotur frá Jasmín minni. Ég vona að það trufli ekki við hlustunina á þættinum.En að þætti vikunnar.Í þrítugasta þætti er rætt við Aldísi Gunnarsdóttur um líf hennar og...2021-09-232h 33Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#29 Tryggvi Hjaltason - Grænlandsför GottuTuttugasti og níundi Þáttur.Í tuttugasta og níunda þætti er rætt við Tryggva Hjaltason um líf hans og störf. Tryggvi ræðir við okkur um líf sitt, námið sem hann fór í erlendis, vinnuna, tónlistina og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins heyrum við grein sem Halldór Svavarsson tók saman um bók sem hann skrifaði um Grænlandsför Gottu og var gefin út 2018.2021-09-161h 26Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#28 Guðný Charlotta Harðardóttir - LandlystÍ tuttugasta og áttunda þætti er rætt við Guðnýju Charlottu Harðardóttur um líf hennar og störf. Guðný Charlotta ræðir við okkur um líf sitt, tónlistina, tónlistarnámið og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins heyrum við smá samantekt um Landlyst, sem er eitt af elstu húsum í Vestmannaeyjum og á mikla sögu. Þessi samantekt er unnin úr efni frá Heimaslóð.is og úr Blik.Þetta sögubrot er í boði Bókasafns Vestmannaeyja2021-09-091h 16Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#27 Þórarinn Ólason - Lag Binna Í GröfÍ tuttugasta og sjöunda þætti er rætt við Þórarinn Ólason um líf hans og störf. Tóti eins og við þekkjum hann, ræðir við okkur um líf sitt, fjölskylduna, tónlistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins segir Grímur Gíslason okkur söguna á bakvið lag afa síns, hans Binna í Gröf, og við fáum að heyra lagið sem ber heitið, Þótt prófið sé bráðum að byrja.2021-09-022h 02Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#26 Gísli Stefánsson - KirkjubærÍ tuttugasta og sjötta þætti er rætt við Gísla Stefánsson um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um líf sitt, fjölskylduna, tónlistina, kirkjustarfið, pólitík og margt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um Kirkjubæ, sem er unnin úr heimildum úr bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Vestmannaeyjar byggð og eldgos, og einnig úr grein á Heimaslóð.is.Þetta sögubrot er í boði Bókasafn Vestmannaeyja.2021-08-261h 36Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#25 Svavar Steingrímsson - VilborgarstaðirÍ tuttugasta og fimmta þætti er rætt við Svavar Steingrímsson um líf hans og störf. Svabbi, eins og við eyjamenn þekkjum hann, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, rifjar upp lífið þegar hann var ungur og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um Vilborgarstaði, sem er er unnin úr heimildum úr bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Vestmannaeyjar byggð og eldgos, og einnig úr greinum á Heimaslóð.is. Þetta sögubrot er í boði Bókasafn Vestmannaeyja2021-08-1956 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#24 Heba Rún Þórðardóttir - ÖmpustekkirÍ tuttugasta og fjórða þætti er rætt við Hebu Rún Þórðardóttur um líf hennar og störf. Heba Rún ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, hvernig er að koma inní samfélagið í Vestmannaeyjum, rifjar upp fyndna sögu, þegar hún tók þátt í stefnumótaþættinum Djúpu lauginni. Einnig ræðir hún við okkur um unglingana okkar, villiketti og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um Ömpustekki, sem er er unnin úr heimildum frá Ólafi Tý Guðjónssyni, Kristjönu Þorfinnsdóttur og greinum á Heimaslóð.is.2021-08-121h 48Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#23 Silja Elsabet Brynjarsdóttir - PysjurnarÍ tuttugasta og þriðja þætti er rætt við Silju Elsubetu Brynjarsdóttur um líf hennar og störf. Silja Elsabet ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, söngnámið og margt fleira. Einnig munum við fá að heyra Silju Elsubetu flytja lagið Ágústnótt af nýja disknum sem hún var að gefa út ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur píanóleikara. Diskurinn ber nafnið Heima og inniheldur sönglög eftir Oddgeir Kristjánsson. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um pysjurnar, sem flögra nú til byggða og við Eyjskeggjar og gestir...2021-08-051h 14Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#22 Katrín Laufey RúnarsdóttirÍ tuttugasta og öðrum þætti er rætt við Katrínu Laufeyju Rúnarsdóttur um líf hennar og störf. Kata Laufey, eins og hún er kölluð, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, hvernig samfélagið tók henni þegar hún flutti til eyja, Tígul og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesið stutt ágrip, um Þjóðhátíð Vestmannaeyja, sem er skrifað uppúr ágripi frá Skapta Erni Ólafssyni og birtist í bók Laufeyjar Jörgensdóttur sem ber heitið Undurfagra Ævintýr og einnig úr efni á Heimaslóð.is.2021-07-301h 23Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#21 Sigurbjörg Kristín ÓskarsdóttirÍ tuttugasta og fyrsta þætti er rætt við Sigurbjörgu Kristínu Óskarsdóttur um líf hennar og störf. Sigga Stína, eins og hún er kölluð, ræðir við okkur um lífshlaup sitt, hvernig samfélagið tók henni þegar hún kom frá Vík, Krabbavörn í Vestmannaeyja og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesna grein sem Karl Gauti Hjaltason, fyrrum sýslumaður í Vestmannaeyjum og núverandi þingmaður, skrifaði á bloggsíðu sína eyjapeyji.blog.is sem ber nafnið Herfylkingin í Vestmannaeyjum.2021-07-2231 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#20 Elva Ósk Ólafsdóttir - Mannfagnaðir og skemmtanir áður fyrrÍ tuttugasta þætti er rætt við Elvu Ósk Ólafsdóttur um líf hennar og störf. Elva Ósk ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í eyjum, fjölskylduna, leiklistina og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesin kafla úr Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifaði 1946.2021-07-151h 07Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#19 Ágúst Halldórsson - Herjólfi fagnaðÍ nítjánda þætti er rætt við Ágúst Halldórsson um líf hans og störf. Ágúst ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í eyjum, fjölskylduna, vinnuna og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lesna fréttatilkynningu og kvæði sem birtist í Blik 1960, og ber nafnið Herjólfi fagnað.2021-07-081h 09Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#18 Gísli Helgason - Matföng og matarhæfi fyrr á öldumÍ átjánda þætti er rætt við Gísla Helgason um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um hvernig það var að alast upp í eyjum og Reykjavík, fjölskylduna, eyjapistil, tónlist, hljóðbókasafnið og ýmislegt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra lestur á grein úr Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen skrifað 1946. Greinin sem lesin verður ber nafnið Matföng og matarhæfi. Þar er farið yfir hvaða matur var á borðum í Vestmannaeyjum fyrr á öldum.2021-07-0158 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaAuka þáttur - 10 ára goslokaafmæliAukaþáttur vegna goslokahátíðar í Vestmannaeyjum, okkur sem stöndum að hlaðvarpinu Vestmannaeyjar - mallíf og saga langaði að fagna 48 ára goslokaafmæli með sögubroti sem er upptaka af þætti síðan 1983 sem nefnist Eldgosið í Heimaey fyrir 10 árum þar sem að umsjónarmenn Eyjapistils, þeir Arnþór og Gísli Helgasynir rifja upp ýmislegt frá gosinu sem stóð frá 23. janúar - 3. júlí 1973. Samstarfsmaður við gerð þáttarinns Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson auk hjálparhellu úti í Eyjum Súlli Johnsen.Fyrir hönd hlaðvarpsins Vestmanaeyjar - mannlíf og saga óskum við eyjaskeggjum öllum til hamingju með go2021-07-011h 14Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#17 Eiður Arnarsson - Brúðkaupssiðir í Vestmannaeyjum fyrr á öldumÍ sautjánda þætti er rætt við Eið Arnarsson um líf hans og störf. Eiður ræðir við okkur um hvernig er að alast upp í eyjum, fjölskylduna, tónlist og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra upplestur á grein úr Gamalt og nýtt, mánaðarriti síðan júní 1950, sem Einar Sigurðsson var ritstjóri af.Greinin sem lesin er ber nafnið Brúðkaupsveizlur í Kumbaldanum og er Heimildarmaður Ólöf Jónsdóttir, Byggðarholti, Vestmannaeyjum. Síðar er lesin kaflinn Brúðkaupsveizlur, brúðargangur og fleira úr fyrsta bindi Sögu Vestmannaeyja sem Sigfús M Johnsen2021-06-2456 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#16 Hafþór Elí Hafsteinsson - Hljómlistarlíf í Vestmannaeyjum um aldamót Í sextánda þætti er rætt við Hafþór Elí Hafsteinsson um líf hans og störf. Hafþór ræðir við okkur um hvernig er að alast upp í eyjum, sjómennsku, tónlist og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra upplestur á grein úr Gamalt og nýtt, mánaðarriti síðan Desember 1949, sem Einar Sigurðsson var ritstjóri af.Greinin sem lesin er ber nafnið Hljómlistarlíf í Vestmannaeyjum um aldamót og er eftir Einar Sigurðsson.Þetta sögubrot er í boði Bókasafn Vestmannaeyja.2021-06-1732 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#15 Guðmundur Örn Jónsson - Ólafur Ástgeirsson og Kristján IngimundarsonÍ fimmtánda þætti er rætt við Guðmund Örn Jónsson um líf hans og störf. Guðmundur Örn ræðir við okkur um lífshlaup sitt, störf, menntun, hvernig það er að koma inní samfélagið í Vestmannaeyjum og ýmislegt fleira.2021-06-101h 14Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#14 Þórólfur Guðnason - Stefán Guðlaugsson og Eyjólfur GíslasonÍ fjórtánda þætti er rætt við Þórólf Guðnason um líf hans og störf. Þórólfur ræðir við okkur um lífshlaup sitt, endurminningar, hljóðfæraleik, menntun og ýmislegt fleira.2021-06-0333 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#13 Svanhildur Eiríksdóttir - Hluti af Vestmannaeyjakvöldvöku 1950Í þrettánda þætti er rætt við Svanhildi Eiríksdóttur um líf hennar, menntun og störf. Svanhildur ræðir við okkur um lífshlaup sitt, Argentínu, sundfélagið og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að hverfa aftur til ársins 1950. Þann 23. Október 1950 var haldin kvöldvaka og fáum við núna að hlusta á viðtal sem Þorsteinn Víglundsson skólastjóri tók við Þorbjörn Guðjónsson, Kirkjubæ, um landbúnað.Þetta sögubrot er í boði Bókasafn Vestmannaeyja.2021-05-2751 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#12 Pétur Steingrímsson - Örnefni í VestmannaeyjumÍ tólfta þætti er rætt við Pétur Steingrímsson um líf hans og störf. Pétur ræðir við okkur um lífshlaup sitt, áhugamálin, starfið og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra tvær greinar um örnefni, Drífa Þöll Arnardóttir les.Þessi fróðleikur er unninn í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja.2021-05-201h 11Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#11 G. Víðir Reynisson - Týr 100 áraÍ ellefta þætti er rætt við Víðir Reynisson um líf hans og störf. Víðir ræðir við okkur um lífshlaup sitt, menntun, almannavarnir starfið og ýmislegt fleira.Í seinni hluta þáttarins fræðumst við örsnöggt um Knattspyrnufélagið Tý í tilefni af 100 ára afmæli þess. Sá pistill er unninn í samstarfi við Bókasafn Vestmannaeyja.Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu2021-05-131h 17Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#10 Ingibjörg Bryngeirsdóttir - Eyjar og úteyjalífÍ tíunda þætti er rætt við Ingibjörgu Bryngeirsdóttur um líf hennar og störf. Ingibjörg ræðir við okkur um lífshlaup sitt, menntun, og ýmis verkefni sem hún hefur á prjónunum.Í seinni hluta þáttarins fáum við heyra stuttan kafla úr bókinni Eyjar og úteyjalíf, úrval verka Árna Árnasonar símritari, frá Grund. Sem Sögufélag Vestmannaeyja í samstarfi við Safnahús Vestmannaeyja gáfu út 2012.2021-05-061h 00Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#9 Magnús Bragason - Engilbert GíslasonÍ níunda þætti er rætt við Magnús Bragason um líf hans og störf. Magnús ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, ferðaþjónustu, Puffin Run og ýmislegt fleiraÍ seinni hluta þáttarins fáum við heyra viðtal sem Þremenningarnir úr stjórn Vestmannaeyjafélagsins Heimaklettur tóku upp á árunum 1953-1954 og að þessu sinni er viðmælandi þeirra Engilbert Gíslason listmálari sem fæddur var 12 október 1877 og lést 7 desember 1971.2021-04-2948 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#8 Íris Róbertsdóttir - Jóhann Gunnar ÓlafssonÍ áttunda þætti er rætt við Írisi Róbertsdóttur um líf hennar og störf. Íris ræðir við okkur um lífshlaup sitt, fjölskylduna, námið og ýmislegt fleira Í seinni hlutanum mun Snorri Rúnarsson lesa fyrir okkur 3 stuttar sögur úr bókinni sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum sem Jóhann Gunnar Ólafsson safnaði saman og gaf út 1938 - 1939. Endilega fylgjið okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Vestmannaeyjar – Mannlíf og saga. Hér má hlusta á fyrri hlaðvörp Mannlífs og sögu. 2021-04-2227 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#7 Jórunn Lilja Jónasdóttir - Þorsteinn Þ. VíglundssonÍ sjöunda þætti ræðir Alma við Jórunni Lilju Jónsdóttur um líf hennar og störf. Einnig fáum við að heyra Þorstein Þ. Víglundsson lesa grein sem hann skrifaði í ritið Blik árið 1967, greinin ber nafnið bernskuminningar.2021-04-151h 30Vestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#6 Einar Björn Árnason - Stefán GuðlaugssonÍ sjötta þætti ræðir Alma við Einar Björn Árnason um líf hans og störf. Einnig fáum við að heyra viðtal sem tekið var upp á árunum 1953/1954 af þremennignunum úr stjórn Vestmannaeyja félagsins Heimaklettur við Stefán Guðlaugsson í Gerði.2021-04-0848 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#5 Unnur Guðgeirsdóttir - Guðjón Jónsson frá OddstöðumÍ fimmta þætti ræðir Alma við Unni Guðgeirsdóttur um líf hennar og störf. Einnig fáum við að heyra viðtal sem tekið var upp á árunum 1953/1954 af þremennignunum úr stjórn Vestmannaeyja félagsins Heimaklettur við Guðjón Jónsson frá Oddstöðum.2021-04-0134 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#4 Aníta Óðinsdóttir - Fríður LárusdóttirÍ fjóða þætti spjallar Alma við Anítu Óðinsdóttur um líf hennar og störf. Einnig fáum við að heyra viðtal sem tekið var upp á árunum 1953/1954 af þremennignunum úr stjórn Vestmannaeyja félagsins Heimaklettur við Jórunni Fríði Lárusdóttur.2021-03-2542 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#3 Björgvin Sigurjónsson - Jes A. GíslasonÍ þriðja þættinum heyrum við Ölmu ræða við Björgvin Sigurjónsson eða Kúta á Háeyri um líf hans og störf í landi og á sjó. Síðan heyrum við viðtal sem þremenningarnir úr Vestmannaeyja félagunu Heimaklettur tóku á árunum 1953/1954 við Jes A. Gíslason.2021-03-1846 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#2 Haraldur Ari Karlsson - Magnús og Jórunn frá VesturhúsumÍ öðrum þætti spjallar Alma við Harald Ara Karlsson um líf hans og störf. Síðan fáum við að heyra stutt viðtal við hjónin frá Vesturhúsum þau Magnús Guðmundsson og Jórunni Hannesdóttur sem tekið var á árunum 1953/1954 af Vestmannaeyja félaginu Heimaklettur.2021-03-1146 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og saga#1 Helga Jónsdóttir - Jón Jónsson í BrautarholtiÍ fyrsta þætti spjallar Alma við Helgu Jónsdóttir og síðan fáum við að heyra stutt viðtal við Jón Jónsson í Brautarholti sem er tekið af þremenningunum í Vestmannaeyja félaginu Heimakletti árin 1953/19542021-03-0437 minVestmannaeyjar - mannlíf og sagaVestmannaeyjar - mannlíf og sagaKynningÍ þessari stiklu verður hlaðvarpið kynnt, fólkið á bakvið tjöldin, samstarfsaðilar og uppbygging þáttanna.2021-02-2801 min