Look for any podcast host, guest or anyone
Showing episodes and shows of

Gummifel

Shows

Við búum í útlöndumVið búum í útlöndumÖll hljóð sem þú gerir í nuddi hljóma kynferðislegaSíðasti þátturinn áður en Blær fór til Íslands! Við ræðum óskrifaðar reglur í nuddi og tölum um allskonar ömurleg störf sem við höfum unnið. Blær tók þátt í ólöglegri starfsemi á veitingastað og Gummi var niðurlægður af börnum og túristum.  Við erum farin í smá pásu á meðan Blær er kvikmyndastjarna á Íslandi. Heyrumst aftur í mars!  Þátturinn er í boði Alfreð!  Fylgið okkur á Instagram: @utlondpodcast --- Gervigreindin hafði þetta að segja: Hæ, kæru hlustendur! Í þessum þætti förum við á vit ævintýr...2025-02-1051 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumÍslendingar eru vandræðaleg þjóðATHUGIÐ! Þessi þáttur er tekinn upp í fortíðinni því Blær er í raun komin til Íslands. En við höfum af nógu að taka. Leiklistarpælingar á borð við: Eru bara til nokkrar tegundir af leikurum? Gummi segir okkur frá einhverjum skrítnustu leiksýningum sem hann hefur séð hérna úti. Hvers söknum við mest frá Íslandi? Hvenær er eitthvað list og eitthvað bull? Afhverju eru tónlistarmenn alltaf að stoppa mann á götum úti og láta mann hlusta á sig? og auðvitað orð dagsins. Þátturinn er í boði Alfreð.  Fylgið okkur á Instagram! @utlondpodcast --- 2025-01-3144 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumFlámælt Salka ValkaBlær ætlaði að vera flámælt þegar hún lék Sölku Völku, en hætti við þegar hún fattaði að Salka Valka er ekki gamanleikur. Er það kostur eða löstur að Tékkar séu alltaf á tillanum í saununni? Orð dagsins er á sínum stað og nýr liður um listræna kjaftæðið sem Gummi er að gera í skólanum! Við elskum ykkur og söknum ykkar! Þátturinn er í boði Alfreð Fylgið okkur á Instagram! @utlondpodcast   Gervigreindarlýsingin er sérstaklega hömlulaus þessa vikuna, með emojis og all...2025-01-2448 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumBótox í háriðBlær fagnaði afmælinu sínu með því að splæsa í keratínmeðferð fyrir hárið sitt, þrátt fyrir ráðleggingar tékkneskra snyrtifræðinga um að fá sér frekar bótox í hárið. Arnaldur hefur ennþá jafnmikinn áhuga á fótbolta en því miður hættur að halda með Liverpool. Gummi kemur með nýjan kapítalískan lið sem allir hlustendur geta tekið þátt í! Og að sjálfsögðu kíkir sjálfur Alfreð í heimsókn ásamt konu sinni, Nínu, sem er með eitthvað óhreint mjöl í pokahorninu… Þátturinn er í boði Alfreð! Tékkið á Alfreð og Giggó ef ykkur vantar vi...2025-01-1748 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumHundrað bananarÞað snjóaði loksins í Prag! Og eins og allir góðir foreldrar þá keyptum við TVÆR snjóþotur handa Arnaldi. Blær vill meina að öll ljóðskáld séu klikkuð en Gummi vill meina að Blær sé klikkuð því hún keypti einu sinni hundrað banana. Kostur eða löstur og orð dagsins er að sjálfsögðu á sínum stað. Og Arnaldur segir okkur frábæra hugmynd um hvað hann myndi vilja endurskíra Tékkland.  Þátturinn er í boði Alfreð. Tékkið á okkur á Instagram! @utlondpodcast   Og að sjálfsögðu fylgir gervigreindartextinn með: 2025-01-1046 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumÓskrifaðar reglur í sporvagniNýtt ár, nýr þáttur! Við förum yfir áramótin í Prag, tölum um óskrifaðar reglur í sporvögnum og tölum um hættur þess að borða of mikið D-vítamín (kemur í ljós að það er alls ekki í lagi að borða bara endalaust af vítamínum) Blær frumsýnir splunkunýja Laxness-eftirhermu og orð dagsins er að sjálfsögðu á sínum stað. Njótið þáttarins :)  Við búum í útlöndum er í boði Alfreð!  Fylgið okkur á Instagram: @utlondpodcast Og já. Gervigreindin hafði þetta að segja:  Gleðilegt nýtt ár, kæri vinur! Í þes...2025-01-031h 03Við búum í útlöndumVið búum í útlöndumEr prump ekki bara að tala með rassinum?Í þætti dagsins tala Gummi og Blær um veikindi sín um jólin, vítamín, lýsi og Starbucks. Við svörum fleiri spurningum hlustenda, eins og hvað er ólöglegt í Prag, brúðuleikhús og áfengi. Rigg Rigg er það gigg og orð dagsins eru auðvitað á sínum stað. Þátturinn er í boði Alfreð. Fylgið okkur á Instagram! @utlondpodcast Oooog gervigreindarlýsingin fylgir að sjálfsögðu með:  Sæl kæru hlustendur, gleðilega hátíð! Í dag ræðum við um allskonar skemmtileg málefni frá jólaskrauti og sósugerð til brúðuleikhúsa og bjórmenn...2024-12-271h 04Við búum í útlöndumVið búum í útlöndumNormaliserum miðlungsgóðar jólagjafirÍ þætti dagsins tölum við um aðfangadag í Prag og svörum fullt af spurningum frá hlustendum! Takk fyrir frábæru spurningarnar ykkar, kæru hlustendur. Það er alltaf velkomið að senda fleiri spurningar á Instagram: @utlondpodcast.  Þátturinn er í boði Alfreð og Giggó :)  Og já, gervigreindin gerði þessa lýsingu:  Velkomin í "Við búum í útlöndum"! Í þætti dagsins förum við til Prag og njótum jólastemningarinnar, uppgötvum orð dagsins og svörum fjölmörgum spurningum sem brenna á vörum ykkar. Við tölum einnig um Instagram keppni okkar og þið fáið að heyra frá skemmtilegum uppakomu...2024-12-131h 04Við búum í útlöndumVið búum í útlöndumHollustudrottningin borðar ekki strákamatÍ þætti dagsins tölum við um hvað Blær er orðin mössuð (eiginlega svo mössuð að hún er hrædd um að fólki finnist það óþægilegt), við tölum líka um tékkneskar jólahefðir sem eru flóknar og skringilega trúarlegar, við skiljum þær ekki alveg. Orð dagsins er að sjálfsögðu á sínum stað og svakaleg bisness hugmynd í lok þáttar. Kíkið líka á þáttarlýsinguna sem gervigreindin bjó til hér neðar, nú á íslensku! Tékkið á Alfreð og Giggó! Og fylgið okkur á Instagram! @utlondpodcast Hæ hæ og verður velkom...2024-12-061h 00Við búum í útlöndumVið búum í útlöndumBlær er orðin andsetin af jólaandanumÍ þætti dagsins ræðum við ógeðselga skítugan fisk sem Tékkum finnst gaman að borða í jólamat. Blær segir frá jólaþema ársins í ár og kennir dularfullum jólaanda um það hvað hún er mikið að kaupa jólaskraut á netinu. Arnaldur er að sjálfsögðu með orð dagsins og það er mjög fyndið þessa vikuna. En til að lesa nánar um hvað fer fram í þættinum getið þið auðvitað bara lesið AI-lýsinguna hér að neðan. Við skiljum ekki ennþá hvernig gervigreindin fer að þessu! Endilega fylgið okkur á Instagram! @utlondpodcast  Og t...2024-11-2957 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumRómantískt að vera með hor í vasanumÍ þætti dagsins sköpuðust svo eldheitar umræður að það byrjaði að gjósa meðan við tókum upp! En í dag tölum við um listnám Gumma. Tékka og vasaklútana þeirra. Þráhyggjur og ótta Gumma og Blævar í margmenni. Svo er rosalegt (en að vísu rangt) Orð Dagsins. Tékkið á Alfreð og Giggó! Og fylgið okkur á Instagram: @utlondpodcast Og svona í lokin er gaman að láta fylgja með episode description sem gervigreindin bjó til eftir að hafa hlustað á þáttinn. Það er óskiljanlegt hvernig gervigreindinni tókst það, en eftirfarandi er nákvæm útlistun á því sem talað er...2024-11-2259 minVið búum í útlöndumVið búum í útlöndumFyrstu kynninGummi og Blær eru komin til Prag og ætla að njóta þess til hins ítrasta. Blær er að læra tékknesku en Gummi er alltaf í þessu listnámi. Hér fara þau yfir fyrstu dagana í útlöndum hvað er líkt með borgunum tveimur. Reykjavík og Prag. Svo er orð dagsins með Arnaldi Snæ að sjálfsögðu á sínum stað og einn nýr liður og TVÖ ný stef!! Það er allt að gerast!!  Þátturinn er í boði Alfreð, kíkið á Alfreð og Giggó ef þið viljið auglýsa eða finna vinnu.  Og endilega fylgið okkur á In2024-11-151h 04Við búum í útlöndumVið búum í útlöndumAð fara útGummi og Blær hafa búið allt sitt líf á Íslandi. Og nú búa þau í útlöndum, nánar til tekið í Prag. Í þessum fyrsta þætti fara þau yfir ákvörðunina um að flytja, flutningana sjálfa og fyrstu dagana í nýju landi. Er það ávísun á sjálfshatur að leigja út íbúðina sína? Er eðlilegt að fá fimm spurningar um piss í inntökuprófi í leiklistarskóla? Okkar allra besti maður, Arnaldur Snær er líka með liðinn: Orð dagsins. Þátturinn er í boði Alfreð. Tékkið á Alfreð og Giggó öppunum! Mjög sniðug!  Og eeeendilega fylgið okku2024-11-071h 00